Meginmarkmið vísinda- og nýsköpunarsviðs er að efla rannsóknir við Háskóla Íslands með almennum stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, hagnýtingu, erlent samstarf og vísindastarf skólans. Vísinda- og nýsköpunarsvið annast sameiginleg málefni HÍ sem lúta að rannsóknum, svo sem: Ráðgjöf við akademíska starfsmenn og stofnanir. Framtal starfa. Árlegt mat á rannsóknum. Mat á umsækjendum við nýráðningar. Framgang. Umsýslu rannsóknatengdra sjóða. Sviðið hefur auk þess umsjón með sókn í erlenda sjóði, hagnýtingu rannsókna og Hugverkanefnd. Sviðið starfar í nánum tengslum við: Vísindanefnd Háskólaráðs. Siðanefnd háskólanna um vísindarannsóknir. Rannsóknastjóra fræðasviða. Starfsmenn sviðsins eru með aðstöðu í Aðalbyggingu. Starfsfólk Vísinda- og nýsköpunarsviðs Anna Lísa RúnarsdóttirVerkefnisstjóri5254699alr [hjá] hi.is Baldvin M. ZariohDeildarstjóri5255245bmz [hjá] hi.is Brynja Björg HalldórsdóttirLögfræðingur3545254901brynjabh [hjá] hi.is Eiríkur StephensenInnviðastjóri5254066esteph [hjá] hi.is Elvar Daði EiríkssonVerkefnisstjóri5255241elvard [hjá] hi.is Eyrún Lóa EiríksdóttirVerkefnisstjóri5254902eyrunloa [hjá] hi.is Freyja OddsdóttirVerkefnisstjórifreyjaodds [hjá] hi.is Halldór JónssonSviðsstjóri vísinda- og nýsköpunarsvið5254337dorij [hjá] hi.is Harpa Dís JónsdóttirVerkefnisstjóri5255892harpadis [hjá] hi.is Jóhanna Linda HauksdóttirVerkefnisstjóri5254295jlh [hjá] hi.is Lilja Björk BjörnsdóttirVerkefnisstjórililjabb [hjá] hi.is Maya StaubVerkefnisstjóri5255174maya [hjá] hi.is Oddur SturlusonVerkefnisstjóri5255214oddstu [hjá] hi.is Reynir Örn JóhannssonVerkefnisstjóri5254087roj [hjá] hi.is Roxana Elena CzikerVerkefnisstjóri5254926roxana [hjá] hi.is Svandís Helga HalldórsdóttirSkrifstofustjóri5254227svandish [hjá] hi.is Sverrir GuðmundssonVerkefnisstjóri5254352sverrirg [hjá] hi.is Theodóra Listalín ÞrastardóttirVerkefnisstjóritheodoralistalin [hjá] hi.is Meðal verkefna sviðsins Akademískt hæfi Vísindasvið þjónustar dómnefndir um nýráðningar í akademísk störf, framgang akademískra starfsmanna og við mat á akademísku hæfi í tengslum við klínískar nafnbætur og veitingu gestakennaranafnbóta. Nýráðningar Um er að ræða akademísk störf: lektor dósent prófessor sérfræðingur fræðimaður vísindamaður Umsóknir skulu sendar á eyðublaði starfs (kemur fram í auglýsingu). Upplýsingar veitir Baldvin Zarioh, bmz@hi.is. Framgangur Um er að ræða framgang í kjölfar nýráðningar eða framgangur akademískra starfsmanna Háskóla Íslands. Framgangur í kjölfar nýráðningar. Verklagsreglur. Framgangur akademískra starfsmanna. Starfsmaður sem hyggst sækja um framgang skal afla sér upplýsinga um stig sín og tíma í starfi hjá mannauðsstjóra fræðasviðs. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember ár hvert. Nánari upplýsingar um framgang má nálgast í Uglu. Ótímabundin ráðning Upplýsingar um ótímabundna ráðningu má finna í Uglu. Frekari upplýsingar veitir starfsmannasvið. Akademískt hæfi heilbrigðisstarfsfólks Um er að ræða veitingu akademískra nafnbóta starfsfólks á heilbrigðisstofnunum með samstarfssamning við Háskóla Íslands. Upplýsingasíða um veitingu akademískra nafnbóta. Reglur um akademískt hæfi heilbrigðisstarfsfólks. Valnefnd um akademískar nafnbætur (skipun 2023-2026) Guðrún Kristjánsdóttir, prófessor (formaður) Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor Karl Andersen, prófessor (fulltrúi Landspítala) Akademísk gestastörf við HÍ Forsetum fræðasviða er heimilt, í umboði rektors, að bjóða völdum einstaklingum að gegna akademískum gestastörfum við deild eða rannsóknasetur Háskóla Íslands. Í tilviki rannsóknasetra, sbr. reglur nr. 480/2010 um Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, veitir rektor slík gestastörf ef þau tengjast ekki deild beint. Þau sem gegna akademískum gestastörfum skulu uppfylla ótvírætt sömu kröfur um faglegt hæfi og gerðar eru til þeirra sem starfa við kennslu og sjálfstæðar rannsóknir í Háskóla Íslands. Vísindanefnd háskólaráðs annast faglegt mat og tekur afstöðu til umsókna deilda um að bjóða völdum einstaklingum að gegna akademískum gestastörfum við deildirnar. Umsóknir Vinsamlega lesið verklagsreglur um akademísk gestastörf við Háskóla Íslands áður en umsóknareyðublaðið er fyllt út. Eyðublað má nálgast hér. Endurnýjun samnings Ósk um endurnýjun samningsins skal senda til formanns vísindanefndar ekki síðar en 6 mánuðum áður en samningurinn rennur úr gildi. Senda skal póst á formann vísindanefndar háskólaráðs ásamt starfsmanni Vísinda- og nýsköpunarsviðs og óska eftir endurnýjun á samningi, vinsamlega tilgreinið nafn gestakennarans og látið fylgja núgildandi samning með póstinum. Akademískir gestakennarar við HÍ Hér fyrir neðan eru þau sem gegna akademískum gestastörfum við Háskóla Íslands - birt í stafrófsröð. Nafn Deild Anders Jeppsson Læknadeild Annette Lassen Íslensku- og menningardeild Björn Birnir Raunvísindadeild Christopher Hamilton Jarðvísindadeild Donata Schoeller Deild heimspeki, sagnfæði og fornleifafræði Enrique del Acebo Ibanez Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Erla Björk Örnólfsdóttir Líf- og umhverfisvísindadeild Gabriele Cavallaro Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild. Gottskálk Þór Jensson Íslensku- og menningardeild Hákon Hákonarson Læknadeild Helena Brisby Jeppson Læknadeild Ian F. Akyildiz Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Jesse L. Byock Deild heimspeki, sagnfæði og fornleifafræði Jocelyn Chanussot Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Karl Aspelund Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Kevin W. Burton Jarðvísindadeild Kolbrún Sveinsdóttir Matvæla- og næringarfræðideild Kristjana Gunnarsdóttir Mála og menningardeild Margrét Hallgrímsdóttir Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Michael Schulte Mála og menningardeild Michal Czepkiewicz Umhverfis- og byggingaverkfræðideild Ólafur Guðmundsson Jarðvísindadeild Páll Hreinsson Lagadeild Pétur Dam Lagadeild Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir Umhverfis- og byggingaverkfræðideild Sigurdís Hjaltadóttir Læknadeild Sigurður Bogason Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild. Steven Hartman Deild heimspeki, sagnfæði og fornleifafræði Uranchimeg Tsultem Íslensku- og menningardeild. Valur Emilsson Læknadeild Viðar Már Matthíasson Lagadeild Weiqi Fu Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild. Erlendir styrkir Starfsmönnum HÍ býðst aðstoð við umsóknir í erlenda sjóði og rekstur og uppgjör verkefna ef styrkur fæst. Rannsóknastjórar fræðasviðanna veita upplýsingar um hvers konar aðstoð er í boði. Aðstoðin skiptist í eftirfarandi flokka: Erlent rannsóknasamstarf. Umsóknir. Samningar. Rekstur og uppgjör. Endurskoðun. Sóknarstyrkir Markmið styrkjanna er að veita starfsmönnum Háskóla Íslands fjárhagslegan stuðning vegna umsókna þeirra í erlenda samkeppnissjóði. Mat á rannsóknum Ársmat Akademískir starfsmenn Háskóla Íslands eiga að skila inn skrá yfir ritverk, kennslu og stjórnun í samræmi við matsreglur. Eyðublöð og nánari upplýsingar eru á Uglu. Skiladagur framtala er 1. febrúar ár hvert. Grunnmat Grunnmat í upphafi starfs: Nýir starfsmenn eiga að skila inn skrá yfir ritverk, kennslu og stjórnun í samræmi við matsreglur. Framtalið skal senda til: framtal@hi.is. Skránni skal raðað í samræmi við matsreglur (sjá leiðbeiningar að neðan). Umsjón: Elvar Daði Eiríksson (elvard@hi.is) og Reynir Örn Jóhannsson (roj@hi.is) Matskerfi Matskerfi sem stuðst er við í ársmati/grunnmati MATSKERFI (Samþykkt af stjórn Matskerfi opinberu háskólanna 20.12.2022). Til upplýsingar. Eldri matskerfi: MATSKERFI (Samþykkt af stjórn Matskerfi opinberu háskólanna 17.12.2021). MATSKERFI (Samþykkt af Matskerfisnefnd 23.12.2019). MATSKERFI (Samþykkt af Matskerfisnefnd 19.12.2018). MATSKERFI (Samþykkt af Matskerfisnefnd 14.11.2013). Matskerfi verka ársins 2009 og fyrr. Nýsköpun og hugverk Öflug vísindastarfsemi er uppspretta þekkingar og nýsköpunar í nútímasamfélögum. Verðmætustu fyrirtæki samtímans eru sprottin úr háskólaumhverfinu. Mikilvægt hlutverk háskóla er að stuðla að tækniyfirfærslu og miðla rannsóknarniðurstöðum frá vísindasamfélaginu til frumkvöðla, atvinnulífs og samfélagsins í heild. Vernd hugverka og uppfinninga skapar grundvöll fyrir ný sprotafyrirtæki og hátæknistörf. Starfsmenn Vísinda- og nýsköpunarsviðs veita ráðgjöf og/eða aðstoð við vernd hugverka, tækniyfirfærslu, stofnun fyrirtækja og samninga (t.d. trúnaðrasamningar, rannsóknarsamstarfssamningar, leyfissamningar o.fl.) og hvetja til nýsköpunar með fræðslu og samtali við starfsmenn og atvinnulífið. Starfsmenn sviðsins vinna með Hugverkanefnd HÍ og LSH og Auðnu tæknitorgi að hagnýtingu rannsókna. Hugverkanefnd Háskóli Íslands leggur mikla áherslu á að sú vinna sem fer fram innan stofnananna sé hagnýtt í þágu samfélagsins og er það hlutverk Hugverkanefndar að stuðla að og hvetja starfsmenn og doktorsnemendur til að hagnýta rannsóknaniðurstöður. Hugverkanefnd starfar á grundvelli laga nr. 72/2004 um uppfinningar starfsmanna og erindisbréfs og starfsreglna sem sett voru af háskólaráði og forstjóra Landspítala í febrúar 2013, sbr. síðari breytingar. Nánari upplýsingar má finna á vef nefndarinnar Tilkynning um uppfinningu Lögum samkvæmt ber starfsmönnum að tilkynna vinnuveitanda um uppfinningar sem gætu leitt til einkaleyfis. Starfsmönnum HÍ og LSH ber að fylla út Tilkynningu um uppfinningu, telji þeir að niðurstöður rannsókna gefi tilefni til, sem berst til Hugverkanefndar sem rýnir málið í samráði við starfsmanninn og sérfræðinga. Auðna tæknitorg Háskóli Íslands leiddi stofnun Auðnu tæknitorgs sem er tækniyfirfærsluskrifstofa fyrir alla háskóla og helstu rannsóknastofnanir landsins. Hugverkanefnd Háskóla Íslands og Landspítala vinnur með Auðnu tæknitorgi að hagnýtingu rannsókna til góðs fyrir samfélagið. Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands er samkeppni um nýstárlegar hugmyndir sem kunna að stuðla að samfélagslegum eða viðskiptalegum ávinningi án tillits til þess hvort hugmyndin hafi fjárhagslegan hagnað að markmiði. Samkeppnin er opin fyrir starfsmenn og nemendur Háskóla Ísland. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1998. Nánari upplýsingar um Vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ. Pan-European Seal Háskóli Íslands hefur undirritað samkomulag við Evrópsku einkaleyfastofuna (EPO) og Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) um þátttöku í Pan-European Seal áætluninni svokölluðu. Markmið áætlunarinnar er að auka þekkingu á hugverkaréttindum meðal nemenda og starfsfólks háskóla í Evrópu og brúa þannig bilið á milli háskóla og atvinnulífsins þegar kemur að hagnýtingu og verndun hugverka. Háskólar sem eru hluti af áætluninni fá aðgang að kennsluefni og annars konar stuðning við kennslu og skipulagningu viðburða tengdum hugverkaréttindum. Nánari upplýsingar um samstarfið. Opinn aðgangur Stefna Háskóla Íslands um opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum og lokaverkefnum tók gildi 1. september 2015. Stefnan nær til birtinga í ritrýndum tímaritum en tekur ekki til bóka eða bókarkafla. Starfsmenn eru hvattir til að birta fræðigreinar sínar á vettvangi þar sem aðgangur er opinn, svo sem í tímaritum í opnum aðgangi, í varðveislusöfnum eða á annan hátt. Háskóli Íslands er aðili að rafræna varðveislusafninu opinvisindi.is og hvetur starfsfólk til að skrá verk sín í safnið. Nánar um opinn aðgang. Samstarf Háskólanetið hefur að markmiði að efla íslenska háskóla, kennslu og rannsóknir, auka hagkvæmni í rekstri þeirra og tryggja starfsemi háskóla víða á landinu. Vefur Samstarfs opinberu háskólanna. Samstarf við atvinnulíf Starfsmenn Vísinda- og nýsköpunarsviðs stuðla að samstarfi Háskóla Íslands við atvinnulífið með ýmsum hætti og taka þátt í að móta verklag og samstarfssamninga við fyrirtæki og huga sérstaklega að hugverkarétti í þeim efnum. Annað samstarf Sjóðir og styrkir Yfirlitssíða sjóða og styrkja fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands Styrkir frá HÍ Á sjóðavef Háskóla Íslands er að finna upplýsingar um þá sjóði Háskóla Íslands sem nemendum og kennurum standa til boða. Helsti þeirra eru: Rannsóknasjóður Doktorssjóðir Nýdoktorastyrkir Tækjakaupasjóður Styrkir vegna samfélagsverkefna (slóð í Uglu) Aðrir innlendir styrkir Styrkjaleit Rannís Sóknarstyrkir (sjá ofar á síðu Vísinda- og nýsköpunarsviðs. Undir: Erlendir styrkir) Sjá erlenda styrki ofar á síðu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Tölfræði Hér eru tölulegar upplýsingar um starfsemi Háskóla Íslands. Vísindanefnd Vísindanefnd er ein af starfsnefndum háskólaráðs. Siðanefnd háskólanna um vísindarannsóknir Siðanefnd háskólanna um vísindarannsóknir veitir kennurum, nemendum, sérfræðingum og öðrum starfsmönnum Háskóla Íslands umsögn um rannsóknaráætlanir. facebooklinkedintwitter