Þeir sem vilja gerast skiptinemar hefja ferlið á því að hafa samband við heimaskóla sinn. Ef erlendur heimaskóli tilnefnir stúdent til skiptináms við Háskóla Íslands, skal umsjónarmaður skiptináms við þann háskóla hafa samband við Alþjóðasvið um tilnefninguna. Alþjóðasvið sendir nemendum sem hafa verið tilnefndir nauðsynlegar upplýsingar um umsóknarferlið í tölvupósti. Skilyrði fyrir skiptinámi Skilyrði fyrir skiptinámi við Háskóla Íslands eru eftirfarandi: Samkomulag, sem tekur til viðkomandi námsgreinar, skal vera í gildi milli Háskóla Íslands og heimaskólans Nemandinn skal hafa lokið 60 ECTS-einingum í heimaskóla. Umsóknarfrestur ESB/EES stúdentar sækja um fyrir 1. maí fyrir inntöku á haustmisseri og 1. október fyrir inntöku á vormisseri. Stúdentar utan ESB/EES svæðis sækja um fyrir 1. mars fyrir inntöku á haustmisseri og 1. ágúst fyrir inntöku á vormisseri. Tilnefning heimaskólaUpplýsingar fyrir starfsfólk heimaskóla Alþjóðafulltrúi samstarfsháskóla skal skila tilnefningum rafrænt fyrir 15. apríl ef sótt er um haustmisseri eða heilt háskólaár og 15. september ef sótt er um vormisseri. Upplýsingar sem þurfa að koma fram í tilnefningu eru: Nafn Tölvupóstfang Námsgrein Námsmisseri nemanda Að þessu loknu fá viðkomandi nemendur tölvupóst með frekari upplýsingum um umsóknir. Alþjóðasvið (incoming@hi.is) veitir frekari upplýsingar um hvernig skuli tilnefna nemendur. Upplýsingar fyrir verðandi skiptinema við HÍ Nemendur sem vilja sækja um skiptinám við Háskóla Íslands skulu hefja umsóknarferlið á því að sækja um skiptinám í heimaskóla sínum. Alþjóðafulltrúi samstarfsháskólans skal færa upplýsingar um nemendur sem hann tilnefnir inn í tilnefningagagnagrunn á netinu. Nemendur fá frekari upplýsingar um umsóknir í tölvupósti þegar alþjóðafulltrúinn hefur tilkynnt tilnefningar. Nemendur sem sækja um skiptinám við HÍ skulu óska eftir því að alþjóðafulltrúi í heimaskóla hafi samband við Alþjóðasvið (incoming@hi.is) til að fá frekari upplýsingar um umsóknarferlið. Umsóknarferli fyrir verðandi skiptinema Nemandi sækir um skiptinám í heimaskóla. Nemandi óskar eftir því að alþjóðafulltrúi heimaskóla tilnefni sig til skiptináms við Háskóla Íslands. Það er gert með því að hafa samband við Alþjóðasvið, incoming@hi.is, og biðja um aðgang að tilnefningareyðublaði á netinu. Frestur til að tilnefna skiptinema er tveimur vikum áður en umsóknarfrestur rennur út (sjá neðar). Þegar Alþjóðasvið hefur móttekið tilnefninguna mun nemandi fá tölvupóst með frekari upplýsingum um umsóknarferlið og veita honum aðgang að umsóknareyðublaði á netinu. Nemandi þarf að gæta þess að sendingar frá póstfanginu incoming@hi.is lendi ekki í síu fyrir ruslpóst. Þegar nemandi hefur móttekið upplýsingar um umsóknarferli fyllir hann út umsóknareyðublaðið á netinu. Umsókninni þarf að skila undirritaðri, prentuðu eintaki af umsókninni ásamt staðfestu yfirliti einkunna. Umsóknin er ekki gild nema henni fylgi staðfest afrit af námsferilsskrá á ensku, spænsku, frönsku eða Norðurlandamáli (DK, NO, SE, IS). Einnig geta umsækjendur sótt um nám í íslensku fyrir upphaf háskólaársins. Frestur til að skila inn umsóknum og staðfestu yfirliti einkunna er 1. maí vegna skiptináms á haustmisseri eða fyrir heilt háskólaár og 1. október vegna skiptináms á vormisseri (þá er tekið við umsóknum frá ágúst/september). Þeir stúdentar sem eru með ríkisfang utan EES þurfa að sækja um fyrir 1. mars vegna skiptináms á haustmisseri og 1. ágúst vegna skiptináms á vormisseri. Póststimpill umsóknarinnar skal ekki vera síðar en umsóknarfresturinn; ekki er tekið við skjölum sem eru skönnuð eða send á faxi. Umsóknir eru metnar af því fræðasviði og deild sem sótt er um hjá; stúdentar mega vænta óformlegs svars við umsókninni í tölvupósti eigi síðar en 1. júní. Stúdentar geta einnig fylgst með stöðu sinni á netinu. Formleg staðfestingargögn verða send skömmu síðar. Staða umsóknar Nemendur geta fylgst með stöðu umsóknar sinnar á enska hluta vefsins. facebooklinkedintwitter