Skip to main content

Fundargerð háskólaþings 13. nóvember 2015

15. háskólaþing Háskóla Íslands

haldið 13. nóvember 2015 í Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu

Fundartími: Kl. 13.00-16.00

Dagskrá
Kl. 13.00 – 13.05    Rektor setur háskólaþing, fer yfir dagskrá og tímaáætlun og gerir grein fyrir fundargögnum.
Kl. 13.05 – 14.15    Dagskrárliður 1. Drög að Stefnu Háskóli Íslands 2016-2021.
Kl. 14.15 – 14.25    Kaffihlé.
Kl. 14.25 – 16.00    Dagskrárliður 1 (frh.). Drög að Stefnu Háskóli Íslands 2016-2021.
Kl. 16.00    Rektor slítur háskólaþingi.

Kl. 13.00-13.05: Fundarsetning

Rektor setti háskólaþing Háskóla Íslands og bauð þingfulltrúa velkomna til starfa. Háskólaþing er haldið í samræmi við lög um opinbera háskóla nr. 85/2008 sem tóku gildi 1. júlí 2008 og var þetta 15. háskólaþing Háskóla Íslands. Sérstaklega bauð rektor velkomna þá fulltrúa sem mættir voru í fyrsta sinn á þingið, fulltrúa frá samstarfsstofnunum og formanns Stúdentaráðs.

Fundargerð síðasta háskólaþings var send fulltrúum fyrir þingið og bárust engar athugasemdir við hana. Þá gerði rektor grein fyrir tímaáætlun og gögnum fundarins og fól Magnúsi Diðriki Baldurssyni, skrifstofustjóra rektorsskrifstofu og gæðastjóra háskólans, að vera fundarritari.

Kl. 13.05-13.15: Dagskrárliður 1: Drög að Stefnu Háskóla Íslands 2016-2021: Kynning

Sigurður Magnús Garðarsson prófessor og Steinunn Gestsdóttir prófessor, formenn stýrihóps um stefnumótun Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2016-2021, gerðu grein fyrir málinu og skipulagi og verkefni vinnuhópa.

Skipulag vinnu
•    Unnið á haustmisseri 2015
–    Lokadrögum skilað til rektors í desember
•    Víðtækt samráð við Háskólasamfélagið
–    Vefgátt 1: Gildi og áherslur
–    Vefgátt 2: Markmið og aðgerðir
•    Stýrihópur starfar í umboði rektors
–    Sigurður Magnús Garðarsson, Steinunn Gestsdóttir, Magnús Diðrik Baldursson, Magnús Lyngdal Magnússon, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
•    Stefnumótunarhópur
–    Anna Dóra Sæþórsdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Anna María Hauksdóttir, Aron Ólafsson, Ásgrímur Angantýsson, Bryndís Eva Birgisdóttir, Börkur Hansen, Eiríkur Jónsson, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Guðmundur Hálfdánarson, Guðrún Geirsdóttir, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Halla Sif Svansdóttir, Heiða María Sigurðardóttir, Herdís Sveinsdóttir, Jakob Ó. Sigurðsson, Jón Páll Haraldsson, Kristján Leósson, Magnús Örn Úlfarsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Sólveig Anna Bóasdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Tómas Guðbjartsson, Vilborg Lofts og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Áherslu við mótun stefnu
•    Víðtækt samráð/fyrirliggjandi gögn
•    Forgangsröðun – ekki hlaðborð
•    Á að móta áherslur í starfi skólans næstu 5 árin
•    Megináherslur og brýn úrlausnarefni
•    Knappur texti
•    Stefnan útfærð í markmiðum og aðgerðum
–    Mælanlegar, tímasettar og ábyrgðaraðilar tilgreindir

Sýn HÍ 21
Sérstaða og margþætt hlutverk Háskóla Íslands:
•    Rannsóknaháskóli sem leikur lykilhlutverk í uppbyggingu þekkingarsamfélags
–    Menntun – tengist öllum hliðum atvinnu- og þjóðlífs
–    Rannsóknir - afkastamesta vísindastofnun landsins, rannsóknir á öllum fræðasviðum
–    Miðlun þekkingar og virkt samstarf við samfélag / atvinnulíf

•    Rannsóknaháskóli verður að starfa í alþjóðlegu samhengi
–    Ný tækifæri, breyttar kröfur og þarfir
–    Lifandi þekkingarsamfélag þar sem hæft starfsfólks og stúdentar úr ólíkum áttum vinna saman til að byggja upp þekkingu og stuðla að framþróun

Staða HÍ 2015
Hröð uppbygging rannsókna síðustu ár
•    Styrking rannsóknainnviða og rannsóknanáms mikilvæg til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu

Gæði náms og kennslu þurfa að fá aukið vægi
•    Ábendingar innan og utan skólans
•    Þróa og styðja við grunnnám / styrkja umgjörð framhaldsnáms
•    Tengsl náms við rannsóknir og samfélag / atvinnulíf

Alþjóðavæðing og áhersla á gæði hefur í för tækifæri og álag
•    Kallar á aukna sérhæfingu og skilvirkni í stoðþjónustu / kerfum
•    Tryggja gott starfsumhverfi hæfra starfsmanna og stúdenta
•    Nýting upplýsingatækni og gæðamenning (endurskoðun ferla)

Starf Háskólans hafi víðtæk áhrif
•    Nýsköpun og hagnýting í rannsóknum og kennslu
•    Samfélagsþátttaka

HÍ 21 skilgreinir markmið og aðgerðir til að ná fram sýninni um „Háskóla í fremstu röð“

Næst fóru Sigurður Magnús og Steinunn yfir vinnu- og tímaáætlun fundarins.

Kl. 13.15-14.15    Fyrri hluti hópavinnu: Umræða um markmið og áherslur tiltekins kafla stefnudraganna
Kl. 14.15-14.25     Kaffihlé fyrir framan Hátíðarsal
Kl. 14.25-15.25     Síðari hluti hópavinnu: Umræða um gildi, áherslur og markmið og aðgerðir annarra kafla stefnudraganna
Kl. 15.25-15.55    Hópstjórar eða ritarar kynna niðurstöður, 3-4 mín. hver kynning
Kl. 15.55-16.00    Rektor greinir frá næstu skrefum og slítur þinginu

Starf vinnuhópa
•    8 vinnuhópar
•    Fyrir hverjum hópi fer hópstjóri og með honum starfar ritari
•    Hver ritari fær minniskubb sem geymir sniðmát fyrir skráningu niðurstaðna
•    Hóparnir hugi sérstaklega að markmiðum og aðgerðum
•    Eru þetta réttu markmiðin til að stuðla að því að áherslur HÍ 21 nái fram að ganga?
•    Hvaða aðgerðir eru best til þess fallnar að hrinda markmiðunum í framkvæmd?
•    Ekki dvelja of lengi við einstök markmið eða orðalag heldur ræða þau öll
•    Setja niðurstöður fram með skýrum og hnitmiðuðum hætti

Rektor þakkaði þeim Sigurði Magnúsi og Steinunni fyrir framsöguna og bauð vinnuhópunum að ganga til starfa.

Kl. 13.15-14.15: Dagskrárliður 1 (frh.): Drög að Stefnu Háskóla Íslands 2016-2021. Fyrri hluti hópavinnu: Umræða um markmið og áherslur tiltekins kafla stefnudraganna

Í fyrri hluta hópavinnunnar ræddi hver hópur tiltekinn kafla stefnudraganna.

Kl. 14.15-14.25 Kaffihlé

Kl. 14.25-15.25: Dagskrárliður 1 (frh.): Drög að Stefnu Háskóla Íslands 2016-2021. Síðari hluti hópavinnu: Umræða um gildi, áherslur og markmið og aðgerðir annarra kafla stefnudraganna

Í síðari hluta hópavinnunnar ræddu hóparnir um gildi Háskóla Íslands og áherslur, markmið og aðgerðir annarra kafla stefnudraganna.

Kl. 14.25-15.25: Dagskrárliður 1 (frh.): Drög að Stefnu Háskóla Íslands 2016-2021. Hópstjórar niðurstöður hópavinnunnar

Að lokinni hópavinnu kynntu hópstjórar niðurstöður vinnunnar.

Hópur 1 – Nám og kennsla – undirstaða þróunar og framfara

•    Skerpa þarf á muninum á aðgerðum og markmiðum. Sum markmið eru aðgerðir og öfugt.
•    Margbreytileiki nemenda er að aukast og mætti fjalla meira um það m.t.t. jafnréttis.
•    Inngangur mætti vera hnitmiðaðri og betur tengdur háskólastarfinu.
•    Leggja mætti meiri áherslu á nemendur og nemendamiðað nám í inngangi.
•    Margar athugasemdir gerðar við styrkingu meistaranáms.

Ný markmið:
•    Leggja mat á gæði kennslu.
•    Styrkja stoðþjónustu.

Gildi HÍ
•    „Fagmennska“ er gildi, en ekki „metnaður“.
•    Styrkja má tengingu milli gildanna og eftirfarandi kafla.

Áherslur HÍ 21
•    Frábært flæðirit, má hefja kaflann á því og miða textann betur að því.
•    Styrkja tengingar milli áherslna HÍ 21 og eftirfarandi kafla.
•    Of mikið talað um „metnað“ í skýrslunni. Góður vinnustaður, ekki metnaðarfullur o.s.frv.

Aðrir kaflar
•    Skýra þarf aðgerðaþætti betur.

Hópur 2 – Rannsóknir – drifkraftur nýrrar þekkingar

•    Skýrari áhersla á þverfræðilega samvinnu og eflingu nýrra þverfaglegra námsleiða/rannsóknaverkefna.
•    Rannsóknir á íslensku samfélagi og menningu og miðlun rannsóknarniðurstaðna.
•    Samvinna við lykilstofnanir innanlands.
•    Skilgreining innviða:
–    CRIS-kerfi komið á fót (lykilhlutverk) og varðveislusafn (e. repository), opinn aðgangur, innleiðing mælikvarða fyrir rannsóknarafrakstur.
–    Áætlun um kjarnaaðstöðu og kjarnatækni (lífsýnasöfn, dýr tæki, gagnasöfn, húsnæði o.s.frv.).
•    Leggja áherslu á nýdoktora og nýráðna akademíska starfsmenn (ekki einungis unga) – stuðningur og samþáttun í starf skólans.
•    Efla tengsl við atvinnulíf og samfélag með kynningu á rannsóknarstarfi.
•    Aðstoðarmannanet fyrir rannsakendur (nemar).

Gildi HÍ
•    Slagorð: „Sterkur Háskóli og öflugt samfélag“ – of mikil kraftaumræða.
•    „Háskóli í fremstu röð“ og „lykilstofnun í íslensku samfélagi“.
•    Mynd: Fjármögnun er ekki undirstaða alls – þarf að endurhugsa.

Áherslur HÍ 21
•    Sérgreind áhersla á tengsl við íslenskt samfélag, ábyrgð gagnvart umhverfi.
•    Lýðheilsuáhersla fyrir háskólasamfélag (á einnig við um mannauðskaflann)

Aðrir kaflar
•    Nám:
–    Eftirlit með gæðum kennsluefnis og námsmats.
–    Rafrænt námsefni, t.d. Háskólaútgáfan.
–    Kennarar geti bent á gott námsefni á netinu.
–    Efling ritvera og upplýsingalæsi í samvinnu við Landsbókasafn-Háskólabókasafn.
–    Stuðningur við menntun akademískra starfsmanna (t.d. doktorsnám).
–    Vinna með skipulegum hætti úr niðurstöðum kennslukannana.
–    Auka tengsl náms, t.d. meistaranáms við atvinnulíf, þjónustunám/vettvangsnám.
–    Tryggja þáttöku nema í rannsóknum (aðstoðarstörf).
–    Fjárhagslegur grunnur fámennra greina/námsleiða sem Háskóli Íslands vill bjóða upp á.

•    Mannauður.
–    Lýðheilsa sé veigamikill grunnur í mannauðsstefnu – Háskóli Íslands setji sér lýðheilsustefnu (húsnæði, samgöngur, mötuneyti o.fl.)
–    Réttindi og fjölskyldustefna (álag vegna barna og aldraðra foreldra/maka)
–    Styrkja deildarforseta í starfi (með öfluga stjórnsýslu og fjárhagslega umbun)

Hópur 3 – Virk þáttaka í samfélagi og atvinnulífi

•    Betri titill: „Virk og ábyrg þátttaka í samfélagi og atvinnulífi“.
•    Erfitt að sjá tengingu á milli virkrar þáttöku og textans sem kemur á eftir. Með rannsóknum rennum við stoðir undir öflugt þjóðlíf og atvinnulíf – mætti skerpa á þessu. Heldur háfleygt orðalag.
•    Taka út: „Brýnt er að þróa áfram leiðir“ og nota frekar: „Miðla þekkingu á sem fjölbreyttastan þátt.“
•    Punktur 1:
–    Setja fyrri hluta markmiðs sem aðgerð. Fyrstu 4 línur. Markmið: „Stuðlað að almennum skilning á vísindum og örva áhuga ungs fólks á háskólanámi“.
–    Áhersla lögð á hagnýt verkefni: „Hagnýt verkefni sem HÍ vinnur í tengslum við atvinnulífið verði auðguð og komið á framfæri með markvissum hætti.“
–    Færa nemendafélagaaðgerðina í punkt 4.
–    Aðgerðir þurfa að vera skýrar.

•    Punktur 2
–    Markmiðið: „Styrkja samstarf Háskólans, samfélagsins og atvinnulífs“. Skilningur hópsins á „atvinnulífi“ er bæði einkageirinn og opinberi geirinn.
–    Sérpunktur undir punkt 1.

•    Punktur 3
–    Starfsmenn hafi/fái svigrúm, ekki endilega tímabundið.

•    Punktur 4
–    Nota Vísindavefinn, Tímarit Háskólans sem dæmi.
–    Fá nemendafélagaaðgerðina úr punkti 1 framar.

•    Punktur 5
–    Gagnvirk tengsl rannsóknasetra við Háskólann.

•    Nytt markmið: Passa upp á ábyrgð, siðferði og hagsmunatengsl.
•    Nýtt markmið: Háskólinn á að stuðla að sjálfbæru samfélagi.
•    Þáttaka í samfélaginu á að hafa tvær hliðar (markmið um samfélagslega umræðu):
–    Umræða um viðfangsefni til skoðunar.
–    Hvers konar umræða er í gangi?
•    Of mikið einblínt á rannsóknir. Textinn ekki mjög aðlaðandi, ekki hægt að tala um þetta í heild. Markmið ættu að vera auðlesanleg og hnitmiðuð. Margt sem á heima undir rannsóknir. Punkturinn um rannsóknasetrin á heima undir rannsóknir.
•    Titillinn skarast á við markmiðin. Einfalda texta og titil.

Gildi HÍ
•    Gildi eiga að vera sjálfsprottin, koma úr grasrótinni.
•    Gengur ekki að hafa akademískt frelsi sem gildi, það er og sértækt og gildir ekki fyrir allan Háskólann. Það er of sértækt. Nemendur og stjórnsýslan geta ekki samsvarað.
•    Frelsi er ekkert án ábyrgðar.
•    Misjafnar skoðanir á jafnrétti og virðingu.
•    Metnaður er ekki gildi. Of mikill metnaður getur farið gegn öllum mannlegum gildum, sbr. „Stundum þegar þú ætlar að gera betur en vel, þá fer oft verr en illa“.
•    Hugmyndir: Heiðarleiki, fagmennska, ábyrgð, sköpun, agi, áræðni/hugrekki.
•    Einstaklingar verða að geta notað gildin og mátað ákvarðanir við þau. Einnig þarf alltaf að hugsa hvaða áhrif gildin hafa á mismunandi hópa.

Áherslur HÍ 21
•    Stefnan er ekki miðuð að þörfum nemenda. Jafnrétti ekki til staðar í kennslu (foreldrar, veikindi o.s.frv.).
•    Erum í fremstu röð varðandi rannsóknir en ekki Háskóli í fremstu röð varðandi kennslu, má bæta.
•    Alþjóðleg viðmið og samfélagslegar kröfur (gæðamenning).
•    Metnaður Háskólans er að rannsóknir, kennsla (bætist við) og prófgráður standist alþjóðleg viðmið og kröfur um gæði.
•    Gæðamenning/lærdómssamfélag.
•    Gæðamenning byggist á samvinnu, fjölbreytni og virðingu fyrir skoðun annarra.
•    Nám ætti að heita nám og kennsla.
•    Námið á að vera krefjandi en kemur ekkert í markmiðum um kröfur.
•    Vantar nútímavædda kennsluhætti. Styðja við uppbyggingu HÍ á fjarfundar og fjarkennslubúnaði allstaðar.
•    Samræma einingar við vinnuálag.
•    Meira símat yfir önnina.
•    Hér áður fyrr voru grunnnemum gefin tækifæri í að vinna að rannsóknum, það er dottið út. Fólk skilur ekki hvað er að samþætta kennslu og rannsóknir. Þetta er mjög óskýrt.
•    Vantar í starf Háskólans að lyfta upp kennslu. Kennarar eru að reyna að innleiða fjölbreytta kennsluhætti.
•    Vantar námsmat. Það kemur ekki fyrir í textanum. Markmið þurfa að vera almenn og skýr. Markmið: Ekki 100% lokapróf í neinum áfanga.
•    Vendikennsla er ósk nemenda þar sem við á.
•    Jafnvægi milli þess sem nemendur fá og þess sem þeir þurfa að leggja á sig.
•    Samræming á milli deilda.

Önnur atriði
•    Rannsóknir og miðlun skipta máli og eru hluti af virkri þáttöku. Þátttakan er með ýmsu móti, stundum er hún virk sem er jákvætt.
•    Mætti draga saman setningu 3 og 4. Þekkingu skal miðla á sem fjölbreytilegastan hátt.
•    Snýst að hluta til um samfélagslega þjónustu. Vantar starfsþróun við Háskóla Íslands og launabónusa, tengingu á þessu. Engir bónusar fyrir að sinna samfélagslegri þjónustu, bónusar eru einungis fyrir vísindastig núna. Það þarf að umbuna og hvetja þetta starf. Í verkfræði hafa meistaranemar mestan áhuga á hagnýtum verkefnum í beinum tengslum við atvinnulífið.
•    Mikið talað um opinn háskóla og að við þurfum að vera virk í samfélaginu, en það vantar uppá að svoleiðis þjónusta sé virt innan Háskólans. Þarf að passa að margskonar framlag til samfélagsins sé jafnt metið. Samfélagsleg þjónusta starfsmanna Háskólans ekki metin að verðleikum. Afhverju ættu starfsmenn að taka á sig svokölluð „akademísk heimilisverk“.
•    Stuðla að almennum skilningi á vísindum á að vera í setningunni á undan.
•    Orðin sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð verða að koma fyrir í textanum. Sjálfbærni varðandi þáttöku í að gera samfélagið sjálfbærara, þarf að vera í samhengi. T.d. að takast á við áskoranir samtímans, sjálfbærni er ein af áskorunum samtímans.
•    Þróa leiðir: Háskólalestin, vísindasmiðjan, ný verkefni, nýjar leiðir til að miðla vísindum.

Hópur 4 – Mannauður

•    Viðhalda starfsánægju starfsmanna – sjálfstæði, efla færni, gera sýnilegt það sem starfsmenn gera, greiða samkeppnisfær laun.
•    Ekki gleyma nemendum þegar talað er um mannauð.
•    Endurskoða matskerfið. Meta ólík fræði á ólíkan hátt.
•    Tengja mannauðsmál öllum þáttum stefnunnar.
•    Auka þarf gegnsæi í stjórnsýslu skólans.
•    Auka gæðamenningu, verklagsreglur, verkferla, meðvitund, handbók fyrir deildarforseta, miðla góðum starfsháttum.
•    Skilgreina hæfni stjórnenda og efla stjórnendaþjálfun.  
•    Halda vel utan um nýja starfsmenn og fylgja þeim eftir, leiða þá inn í starfið og veita stuðning.
•    Bæta innri sjóði Háskólans til að auðvelda starfsmönnum að blómstra í starfi (s.s. til tækjakaupa o.fl.)
•    Auglýsa starf deildarforseta, ráða til lengri tíma og umbuna betur fyrir stöðu deildarforseta.
•    Kjósa sviðsforseta.
•    Skýra réttindi og skyldur framhaldsnema.
•    Starfsmenn hafi skýr markmið.
•    Skýra umgjörð um erlenda starfsmenn og nemendur, tryggja aðgengi þeirra að upplýsingum.
•    Sjá til þess að starfsmannasamtöl séu haldin og gerð vel.
•    Breyting á aðgerð: Bjóða upp á sveigjanleika í starfi vegna tímabundins álags í fjölskyldu og vinnu.

Gildi HÍ
•    Almenn ánægja með gildin og fjölda þeirra.
•    Akademískt frelsi er ekki eingöngu gildi starfsmanna heldur nemenda líka.

Áherslur HÍ 21
•    Almenn sátt um áherslurnar.
•    Stöðugar umbætur lykilorð.

Aðrir kaflar
•    Nám – undirstaða þróunar og framfara.
–    Aukinn sveigjanleiki eykur ábyrgð nemenda. Traust mikilvægt.
–    Afnema mætingarskyldu, aukinn sveigjanleiki fyrir nemendur í sambandi við akademískt frelsi þeirra.
–    Þörf er á að auka þverfaglegt nám.
–    Deililíkanið vinnur gegn samvinnu deilda.
–    Doktorsnemar komi meira að kennslu og aðstoð við kennara.
–    Skakkt hlutfall á milli kennara og nemenda. Fjölgun kennara eða fækkun nemenda? Fjöldatakmörkun?
–    Móta stefnu í fjarnámskennslu undir kennslustefnu.

•    Rannsóknir
–    Endurskoða matskerfið.
–    Gott að leggja áherslu á nýsköpun og hagnýtingu.
–    Auka sýnileika rannsókna.
–    Auka stoðþjónustu svo að starfsfólk geti sinnt hlutverki sínu sem rannsakandi og/eða kennari.
–    Auka aðkomu nemenda að rannsóknum og fjölga leiðum að rannsóknum.

•    Virk þátttaka
–    Hvetja nemendur til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu.
–    Samskipti við atvinnulífið mikilvæg fyrir nemendur og starfsfólk.
–    Sýnileiki fræðanna innan atvinnulífsins getur aukið starfsánægju.
–    Umræða um hvað er atvinnulíf í þessu samhengi?

Hópur 5 – Nám og kennsla – undirstaða þróunar og framfara

•    Skilgreina betur hvað átt er við með námi annars vegar og kennslu hins vegar.
•    Að sama skapi er ekki alltaf ljóst hvort um sé að ræða starfsmenn, nemendur eða báða hópa.
•    Úrvinnsla kennslukannana
–    Fara yfir með kennurum og leiðbeina til að bæta nám.
–    Þetta er besta mat sem við höfum þrátt fyrir að það sé vissulega ekki fullkomið.
–    Skólinn metur kennara sem kenna sama fag jafn góða kennara þrátt fyrir að sú sé ekki raunin.
–    Ekkert opinbert gert með kennslukannanir.
–    Vítahringur þegar þáttaka minnkar vegna ógegnsæis í úrlausn.
•    Fjarnám vantar í stefnuna
–    Einhversstaðar verður að setja það í orð.
–    Skólinn móti sér stefnu í fjarkennslu.
•    Gamla stefnan
–    Vantaði að tryggja það að starfsfólkið fylgi stefnu skólans.
–    Það er marklaust að setja stefnu ef henni er ekki fylgt.
–    Engin umbun fyrir að bæta sig sem kennara.
•    Stoðþjónusta
–    Ekki nógu öflug?
–    Þegar kennarar hefja störf fá þeir hjálp og þjónustu.
–    Spurning hvort að það þurfi að vera í upphafi hvers misseris.
•    Umbuna kennurum fyrir þróun kennslu
–    Afhverju ekki mismunandi fjöldi kennslustiga?
–    Finna leið til að verðlauna fyrir kennslu líka.
•    Kennarar/nemendur
–    Sveigjanlegri kennslustofur
•    Grunnnám
–    Leggja áherslu á að reyndir og góðir kennarar kenni við fyrsta árið.
–    Vegna styttingar framhaldsskóla þarf að aðlaga grunnnám að þeim breytingum.
–    Undirbúningur í grunnnámi ekki nægur undirbúningur fyrir meistaranám.
–    Verkfræðin mikið val, lögfræðin ekkert val.
–    Aðgangsviðmið fyrir meistaranám.
•    Meistaranám
–    Ekki nógu mikið samstarf.
–    Nemendur sjá bara sína grein.
–    Meira samtarf milli deilda – möguleiki á fjarnámi.
•    Doktorsnám
–    Doktorsnámsnefnd á hverju sviði – eins og á Menntavísindasviði.
–    Sterkari fagleg umgjörð utan um doktorsnám innan sviðsins.
–    Kröfur um eftirlit með hverju doktorsverkefni.
–    Framvinduskýrsla.
•    Samstarf innanlands og erlendis
–    Hvetja nemendur til að fara út.
–    Auka sýnileika.
–    Sveigjanleiki innan náms sem setja nemendum skorður.
–    Finna leiðir til að nýta samstarfssamninga.
–    Sveigjanleiki varðandi mat á námi sem hvetur nemendur til að fara út í skiptinám.
–    Þörf fyrir skýra málstefnu.
•    Skilgreina lykilupplýsingar.
–    Spurning hvort að þessi hluti eigi heima hér eitthvað sérstaklega.
•    Lotukerfi
–    4 annir (lotur).
–    Félagsvísindasvið og Hugvísindasvið spennt.
–    Nemendur líka.
•    Stikkorð úr stefnu Háskóla Íslands 2009-2015
–    Samþætting kennslu og rannsókna.
–    Fjölbreyttir kennsluhættir.
–    Símat.

Gildi HÍ
•    Akademískt frelsi
–    Það þarf að vera ljóst hvað akademískt frelsi þýðir.
–    Skapandi – er það nauðsynlegt orð? Er ekki öll þekkingarleit skapandi?
•    Fagmennska og metnaður
–    Skipta

Áherslur HÍ 21
•    Skoða hvort snúa megi við málsgreinunum, þannig að stefna og framtíðaráherslur komi á undan stöðu.
•    Skoða fyrirsögnina „Áhrif á umheiminn“ miðað við innihald.

Virk þáttaka í samfélagi og atvinnulífi
–    Byggja á þeim tengslum sem fyrir eru.

Mannauður
–    Nýir kennarar fái skilyrðislausan stuðning.
–    Skapa fjölskylduvænt umhverfi fyrir starfsmenn og nemendur.
–    Þriðji hluti, taka út „blómstrað“ og setja inn „notið sín“.

Hópur 6 – Rannsóknir – drifkraftur nýrrar þekkingar

•    Sterkari rannsóknakjarnar.
•    Áhyggjur vegna fjármögnunar kennsluafsláttar nýrra starfsmanna.
•    Fjármunum ætti að vera varið til rannsakenda sjálfra frekar en stjórnsýslu.
•    Aðgerðaráætlun 1. liðar of margorð,.
•    Vísindanefndir sviðanna óþarfar – of fókið stjórnkerfi fyrir rannsóknir.
•    Taka tillit til þess að starfsmenn eru bæði rannsakendur og kennarar, gott að meta feril á heildstæðan hátt.
•    Minnka áherslu á talningar greina.
•    Þarf að efla traust, milli greina, milli stjórnsýslu.
•    Fundir milli doktorsnema og leiðbeinenda ólíkra greina, meira samráð.
•    Mikilvægt að kennarar hafi bakland í rannsóknum.
•    Ekki nógu háleit markmið: „brýnt að festa árangur í sessi“.
•    Formið á framsetningunni – efnið líður fyrir formið.
•    Aðgerðir meiningarlitlar, vantar kjöt á beinin.
•    Lítill munur á markmiðum og aðgerðum – ath. betur formið, hafa markmið og aðgerðir beintengt saman.
•    Byggja upp innviðina er mjög gott, en það er ekki markmið.
•    Knappur still getur snúist upp í andhverfu sína – hvað er að meta rannsóknaferil á heildstæðan hátt?
•    2. liður: Meta á heildstæðan hátt. Hvers vegna er þetta markmið – er vandamál í gangi?
•    4. liður: Veita fólki kennsluafslátt til að taka þátt í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi.
•    Hvað merkir það að auðvelda erlendum fræðimönnum aðgang hér?
•    Kennsluafsláttur leysir margan vanda en skapar líka nýjan vanda.
•    Virkar eins og kosningaloforð, en ekki vitað nákvæmlega hvað átt er við.
•    Gott að ungir fræðimenn fá byr, en það er ekki mikil nýliðun hjá kennurum.
•    Folding chairs – klappstólastöður – sbr. USA.
•    Fyrirsögninni ekki fylgt eftir – „Drifkraftur nýrrar þekkingar“.
•    Auðvelt að samþætta kennslu og rannsóknir.
•    Akademískt frelsi – hvernig fer það saman við markmiðin – ekki lenda í sama og breskir háskólar hafa lent í – hafa skert akademískt frelsi – matskerfin og mælingar oft verið að reyna að mæla hið ómælanlega.
•    Þarf að passa upp á eigin menningu vs. alþjóðlegt.
•    Passa að gæði séu ekki bara metin í litlu boxi – lítur vel út, en getur grafið undan menningu háskólans.
•    Gott að styrkja unga rannsakendur – gengur ekki alls staðar – reikniflokkar.
•    Svigrúm til rannsókna ekki eins hjá öllum.
•    Supermenn í Háskóla Íslands – of mikið span, ekki reyna að gera allt í einu -
•    Nýta betur skýrslu um rannsóknastofnir sem var gerð í ár.
•    4. Markmið klassísk aðgerð.
•    6. liður: markmið sama og aðgerð.
•    Rými til rannsókna: Mætti taka upp 4 kennslutímabil, þannig að folk gæti fengið leyfi frá kennslu 1 tímabil af þremur.
•    Ekki hlúð nógu vel að einstaklingum í rannsóknum.

Gildi
•    Akademískt frelsi – er það gildi? Mjög mikilvægt að hafa það sem 1. grunngildi Háskóla (segja sumir).
•    Fagmennska á undan metnaði.
•    Metnaður og fagmennska.
•    Ábyrgð sem nýtt gildi. Var áður.
•    Sjálfbærni: Mætti vera gildi.

Áherslur HÍ 21
•    Ekki neitt um sjálfbærni, sbr. stefnu sem samþykkt var.
•    Gæðamenning er leiðinlegt orð. Mætti vera skýrara við hvað er átt. Hvað með gæði?
•    Umheimurinn er stórt orð, setja samfélag í staðinn.
•    Mætti koma að náttúru og sjálfbærni, Háskólinn á að ganga á undan.

Nám og kennsla
•    Kaflinn ætti að heita nám og kennsla en ekki bara nám.
•    Mikill nemendafjöldi í sumum deildum, hætt að gera sömu kröfur til nemenda, þarf að geta valið inn nemendur. Inntökupróf þykja ekki ósanngjörn annars staðar.
•    Aðgangskröfur æskileg leið. Nemendafækkun betri en kennarafjölgun.
•    A-prófið er bara grófhreinsun, of almennt, ekki faglegt.
•    Aðgangspróf oft bara aðgerð vegna fjárskorts. Ekki nógu góð ástæða.
•    Framhaldsnemar fái kynningu í siðferðilegum vandamálum og gagnrýnni hugsun, var áður í stefnu, ætti að vera skylda.
•    Umgjörð doktorsnámsins: Hlutverk doktorsnema í kennslu undir hælinn lagt, mætti skilyrða námið að það innihaldi kennslu – hafa lágmark. Tryggja fjármögnun fyrir það.
•    Hlutfall milli fjölda nemenda/kennara: Grunnatriði í þjónustu við nemendur. Bara nefnd önnur hliðin í aðgerðunum, ekki nemendafjöldinn. Mikið gæðamál.
•    Koma með tölur um hlutfall kennara og nemenda, setja síðan markmið. Skerpa þetta. Hlutfallið kannski ekki endilega réttur mælikvarði. Meginatriði að nemandinn fái menntun.
•    Postdoc-leiðin er vandamál – hvað verður svo um fólkið?
•    Það sem vinnur mest gegn gæðum kennslunnar er of mikið kennsluálag.
•    Hvernig nýtast rannsóknarleyfin?
•    5. liður: Markmið og aðgerðir renna saman í að „auðvelda nemendaskipti“. Þetta er ekki nýtt markmið. Þetta þarf að skoða, hvað er að hindra?
•    Nefna tölur um aðstoðarkennara. Um erlenda starfsmenn líka.
•    Meistaranámið líður – ekki styrkir.
•    Siðferði inn í allt framhaldsnám. Fella saman við nám í nýsköpun. Ekki allir sammála um þetta.
•    Fjarkennsla.
•    Kennsluhættir.
•    Fjölga aðstoðarkennara styrkjum. Tungumál eru oft vandamál.
•    3.liður: Ætti að vera eðlilegt að tengja saman bakkalárstigið og meistarastigið?
•    Atvinnulíf og samfélag: Ekki metið til fulls. Of strangt matskerfi getur dregið úr virkri þátttöku í samfélagi og atvinnulífi.
•    Vísindamiðlun: Nemendafélögin fái styrk: Mjög brýnt, en á þetta heima þarna? Er ekki vísindamiðlun.

Mannauður:
•    Mætti skoða eldri stefnu, mætti hafa meira hér um fjölskyldustefnu.
•    Ekki tekið mið af nemendum í þessu, nemendur eru oft með börn, veik börn. Síðdegistímar eru ekki fjölskylduvænir.  
•    Gott að samræma starfsskyldur og fjölskyldulíf.
•    Of mikið span, þarf að draga úr pressuumhverfinu sem ríkir.
•    Mætti bæta við: Vill ekki tenure kerfið – stuttar ráðningar ekki góðar.
•    3. markmiðið: gríðarlega mikilvægt að taka vel á móti nýju starfsfólki. Vantar markmið um hlutfall erlendra starfsmanna við skólann. Þurfum að geta sýnt að við höfum aðdráttarafl. Hlutfall erlendra þarf að vera hærra – setja það sem markmið.
•    Nefna tölur um aðstoðarkennara. Um erlenda starfsmenn líka.
•    Óþarfi að nefna sjálfsagða hluti eins og aðgengi fatlaðra í byggingum, er í lögum.
•    Auknir möguleikar að flytjast í starfi – reglur – sveigjanleiki? Þarf að skilgreina.

Hópur 7 – Virk þáttaka í samfélagi og atvinnulífi

•    Aðgerðir: Rannsóknum komið á framfæri á skiljanlegu mannamáli.
•    Endurskoða hugsun í 1. Leggja áherslu á að þróun þekkingar og miðlun sé samstarfsverkefni en ekki einhliða.
•    Aðgerðir: Þróa þetta samstarf og gera starf fræðigreina sýnilegra, gefa því nafn og setja í formlegan ramma sbr. Vísindasmiðjan.
•    Samstarf við atvinnulíf þarf einnig að ná til samstarfs við opinberar stofnanir. Mikilvægt að styrkja tengsl við þær, sérstaklega þær sem eru háskólastofnanir, m.a. um rannsóknir og önnur verkefni, þjálfun nemenda.
•    Tengsl Háskólans við atvinnulíf mjög mikilvæg. Samhæfa og leiða hlutina til lykta er oft hlutverk HÍ í samfélaginu. Mikilvægt að halda því fram.
•    Breyta nálgun á markmiði 3 í þá veru að hafa frumkvæði að umræðu í samfélaginu og leiða hana.
•    Vantar: Þátttaka háskólafólks í opinberri umræðu, hversu mikilvæg hún er. Kemur fyrir að fræðimenn tala í nafni HÍ, en skólinn er skrifaður fyrir því í plús eða mínus.
•    Aðgerðir: Vantar betri infrastrúktúr til að styðja starfsmenn í þátttöku í almennri umræðu t.d. með aðstoð við framkvæmd funda, ráðstefna o.fl.
•    „Virk þátttaka“ – hvað þýðir það? Í almennri umræðu þurfa starfsmenn að gera greinarmun á því hvenær þeir eru að tala sem starfsmenn skólans og titla sig sem slíkir eða sem einstaklingar sem tala á eigin ábyrgð.
•    Á hvaða formi á samtal Háskóla Íslands við stjórnvöld að vera? Skipulögðum opnum fundum, málþingum þar sem málefni eru tekin til umfjöllunar byggð á rannsóknum og ígrundun. Þannig hafa áhrif á umræðu og ákvarðanir í samfélaginu. Kallað eftir ferlum til að koma faglegum sjónarmiðum á framfæri til stjórnvalda.

Samstarf við fyrri skólastig
•    Þarf að opna betur þær dyr t.d. upplýsingagjöf um nám, þarf að vera í formlegum ramma.
•     Aðgerðir: Dæmi: Verkfræði- og náttúruvísindasvið tilnefnir bestu kennara í framhaldsskóla til viðurkenningar.
•    „beiti sér áfram (...) við menntayfirvöld“: Skólinn þarf að beita sér sem heild varðandi málefni sem hann varða.

Rannsóknasetur á landsbyggðinni
•    Nýta rannsóknasetur á landsbyggðinni í fleiri fræðigreinum en þau eru sérhæfð í skv. skilgreiningu á starfsemi þeirra. Útvíkka starf þeirra og gefa færi á stuðningi við fræðistarf utan þess.
•    Háskóli Íslands búi ekki til bása, heldur hafi hreyfanleg form og flæði. Dæmi: Rannsóknasetur.

Ný atriði
•    Þröng skilgreining á rannsóknum, má skilja að þær snúist mest um grunnrannsóknir, ekki research practice, action research.  
•    Ekki samræmi milli markmiða og aðgerða, sbr. „sýnileiki á vefmiðlum“ sem er nákvæmt en annað óljósara og vítt. Þarf ákveðnari markmið og skýrari.
•    Vantar tengsl við samfélagið með hollvinastarfi.
•    Vantar Hagnýta þekkingu
•    Vantar þverfræðilega nálgun.
•    Samhæfingarhlutverk er í eðli sínu þverfræðileg og þarf að leggja áherslu á það.

Gildi HÍ
•    Akademískt frelsi. Ekki sjálfgefið að þetta sé grunngildi háskóla bæði inn á við og út á við. Þarf að byggja á vísindalegum grunni. Hver er skilgreining á akademísku frelsi?
•    Vantar: Samfélagslegt hlutverk
•    Metnaður: Karllægt hugtak, má missa sín. Önnur útfærsla: Atorka.
•    Núverandi gildi eru góð. Ekki ástæða til að breyta breytinganna vegna.
•    Jafnrétti sem gildi þarfnast endurskoðunar sem gildi. Er loftkennt. Kallar á aðgerðaáætlun og setja e.t.v. sem markmið. Aðrir telja að eigi að vera inni. Má e.t.v. setja fram sem manngildi, virðing. Jafnrétti kynja, hópa, fræðasviða? Hvað er átt við? Má e.t.v. vera hæfilega óljóst.
•    Ekki minnst á nemendur eða kennslu í þessum gildum.
•    Þarf að hafa í huga að hver og einn geti notað þessi gildi í samskiptum milli einstaklinga í Háskólanum og að fólk tileinki sé þau í starfi.
•    Gildin þurfa að kallast á við sýnina – rannsóknir, nám, þátttaka.

Sýn
•    Bæta við undir „nám“: Undirstaða þróunar, framfara og velmegunar
•    Í stað þátttaka væri hagnýting og síðan þátttaka í samfélagi og atvinnulífi.
•    Þátttaka vs. samvinna.
•    „Öflugur“ kemur fram 4 sinnum í 4 málsgreinum, sem má endurskoða. Traust, sterkt, kröftugt, mikið, hamingjuríkt, gott. Orðið mannauður t.d. stendur fyrir sínu án lýsingarorða.

Áherslur HÍ 21
•    „Sterkir rannsóknainnviðir“ er of þröng yfirskrift og á við í víðara samhengi.
•    „Gæðamenning“. Þarf e.t.v. að skýra hugtakið betur eða umorða.
•    Vantar „samfélagsleg ábyrgð“ sem yfirskrift.
•    „Umheimurinn“ kallar ekki á markmiðakaflann og þarf að vera meira á íslenskt samfélag.

Markmið og aðgerðir annarra kafla

•    Nám- undirstaða þróunar
–    Aðgerð við markmið 5. Aukin tækifæri – snýst fremur um að nemendur nýti tækifæri.
–    Bæta við aðgerðir: Úrvinnsla kennslukannana.
–    Markmið 6. Athugasemdir við notkun á orðinu „mælaborð“.
–    Markmið 2. Fjölga aðstoðarkennurum.
–    Athuga námsnefndarfundi – ákvæði um jafnt hlutfall nemenda og kennara.
•    Rannsóknir - drifkraftur nýrrar þekkingar
–    Þverfræðileg hagnýting þróunarverkefni: Þarf að passa inn í nýtt matskerfi.
•    Mannauður (bæta við manngildi, kaflinn heiti mannauður og manngildi)
–    Markmið 6: Ekki að horfa eingöngu á nemendur heldur einnig starfsmenn varðandi bakgrunn. Koma inn á félagsmál nemenda varðandi jafnrétti og fjölbreytileika.
–    Vantar „bætt samskiptafærni“.
–    Vantar að taka á streitu og álagi starfsmanna og nemenda.
–    Skipulag háskólastarfsins þarf að taka mið af starfsdögum í skólum á lægra skólastigi.
–    Ný vandamál með yngri nemendum sem koma í skólann í framtíðinni.

Hópur 8 – Mannauður

•    Stokka e.t.v. upp röðina, ekki hafa punktinn um fjölskyldustefnuna fyrst.
•    Varðandi fjölskyldustefnu. (a) Hugað sé að því hvað sé átt við með því því að nemendur geti samræmt starfsskyldur og fjölskylduábyrgð. Draga betur fram áherslu á þarfir stúdenta, t.d. varðandi fjölskylduábyrgð. (b) Hvað er átt við með „sveigjanlegur“?
•    Orðalag um kynbundinn launamun er of opið. Má ekki einfaldlega setja mælanleg markmið um minnkun/útrýmingu launamunar?
•    Skerpa markmiðssetninguna um jafnrétti.
•    Varðandi upplýsingatækni: Nota hana til að gera alla vinnu starfsmanna auðveldari, ekki eingöngu starfsemi sem varða stjórnsýslu.
•    Skólinn sé skilgreindur sem heilsueflandi vinnustaður:
–    Skýli fyrir hjól, betri íþróttaaðstöðu
•    Tryggja að vel sé haldið utan um starfsfólk allt til starfsloka:
–    Starfsmannasamtöl.
–    Sveigjanleg starfslok (sem sé hægt að líta á sem hluta af starfsþróun).
–    Símenntun allra starfsmanna, t.d. í samstarfi við Endurmenntun.
•    Erlendir kennarar og nemendur: Huga að því að nýta og rækta tengsl við báða hópa (m.a. þegar þeir eru farnir af landi brott).
•    Aukin áhersla á að rækta liðsheild deilda með öflugra félagslífi.
•    Huga að starfsánægju og starfsaðstöðu doktorsnema, nýdoktora og aðjunkta.
•    Efla samstarf og samvinnu milli fræðasviða, stjórnsýslu og nemenda. Eitt af því sem hér mætti hafa í huga væri að draga úr „skilum“ milli akademískra starfsmanna og stjórnsýslu.
–    Starfshópar milli eininga. Stjórnsýslunni sé gert kleift að leita til akademískra starfsmanna eða framhaldsnema við að leysa ákveðin sérhæfð verkefni. Slík verkefni mætti skilgreina sem hluta af námi nemenda.
–    Samræmdum vinnubrögðum milli fræðasviða. Starfsskipti milli sviða gætu verið leið til í þess.
–    Reyna að koma í veg fyrir að svokallaðir deildarmúrar standi í vegi fyrir því að fólk nýtist sem best í starfi (t.d. þeir sem hafa verið lengi í starfi). Það þarf að auka sveigjanleikann.
•    Samræma starfsskyldur og fjölskylduábyrgð, gott væri að fá markvissara orðalag.
–    Aðstöðu fyrir börn starfsmanna sem kjósa að taka börn sín með í vinnuna. Þetta gæti líka verið aðgerð til að gera starfsumhverfið skemmtilegra.
–    Foreldra starfsmanna mætti jafnvel líka bjóða velkomna (t.d. í gegnum Skólabæjarhópinn).
•    Nefna sérstaklega að hugað sé að starfsferli (þróun) akademískra starfsmanna með það í huga að viðhalda og endurnýja mannauðinn.
•    Mikilvægt að huga sérstaklega að því að tryggja að nýir starfsmenn geti sem fyrst komist af stað í rannsóknum.
–    Mentor sem hjálpar fólki að byggja upp markmið í starfi.
•    Nefna sérstaklega laun og kjör enda þarf Háskóli Íslands að passa upp á að vera samkeppnisfær við hinn almenna markað.
–    Háskólinn bjóði upp á samkeppnishæf kjör.
–    Launastefna sem styður við starfsþróun bæði hvað varðar kennslu og rannsóknir.
–    Aðstoðakennarakerfi og aðstoð kennara við vinnslu námskeiða.
•    Les- og námsaðstaða kennara, en ekki síður nemenda verði bætt.
•    Huga vel að almannarýmum og tengingu milli bygginga.
•    Nefna sérstaklega samgöngumál, meðal annars almenningssamgöngur.
–    Strætisvagnastöð inni á svæðinu (en jafnframt sé hugað að þeim sem eru á einkabíl).
•    Varðandi að styrkja stjórnendur í starfi: Starfstími akademískra starfsmanna sem taka að sér stjórnun. Má skilgreina enn betur með erindisbréfi deildarforseta.

Gildi HÍ
•    Hugtakið akademískt frelsi er erfitt. Hvað þýðir það? Er þetta yfirhugtak sem nær út fyrir lög og reglur? Hér þarf að huga að málum sem hafa komið inn í siðanefnd, umræðu sem fram hefur farið fram um tjáningarfrelsi o.fl. Þarf að huga að því að þessu fylgi réttindi og skyldur. Hvar gildir akademískt frelsi? Í rannsóknum, já, en hvað með kennslu og tjáningu?
•    Á hugtakið „traust“ heima hér sem yfirhugtak? Traust er grunnur góðra samskipta inn á við og út á við. Má e.t.v. koma í stað orðsins „metnaður“?
•    Hvað með „sjálfbærni“?

Áherslur HÍ 21
•    Mætti orðið „kennsla“ koma fram þar sem nám er nefnt á mynd?
•    Vantar meira um fjármögnun. Hér ætti að koma fram skýrari útlegging á stefnu varðandi fjármögnun (sbr. OECD samanburðinn og hugmyndir um öflun styrkja).
•    Almenn athugasemd: Það þarf að samræma stíl og framsetningu á textanum. Hann er of sundurleitur og samtíningslegur. Sérstaklega þarf að huga að því að skýrt sé hvað átt sé með hverju orði (hvað þýðir t.d. „skemmtilegur“?)

Aðrir kaflar
•    Rannsóknir
–    Rannsóknir og rannsóknarinnviðir. Hér þarf að huga að deililíkaninu og hvernig þarf að laga það að þörfum einstakra deilda.
–    Þarf ekki líka að huga að „pre award“ hjálp, m.a. til að tryggja gæði. Hér mætti líka huga að því hvort háskólinn vill umbuna þeim sem eru að sækja um stóra styrki.
•    Þátttaka í samfélaginu
–    Varðandi þátttöku í samfélagi: Hvernig ætlar Háskóli Íslands að stuðla að því og umbuna betur og með markvissari hætti þeim sem taka þátt í opinberri umræðu?
•    Nám
–    Hér þarf að huga að deililíkaninu. Eitt af því sem hamlar kennslu á ákveðnum sviðum og deildum er að verið er að kenna alltof stórum einingum og nemendum með ólíkar þarfir og í ólíkum greinum.
–    Eitt af því sem eykur jafnrétti nemenda er aðgengi að fyrirlestrum t.d. upptökum.
–    Með skýrari hætti sé tilgreint fjölbreytt námsmat (t.d. að banna 100% lokapróf).
–    Huga þarf að því að vinnumatskerfi Háskóla Íslands hvetur kennara ekki til að leggja metnað í kennslu. Kerfið hvetur kennara til að leggja áherslu á rannsóknir umfram kennslu.
–    Hugað að gæðum þjónustukennslu.

Rektor þakkaði hópstjórum, riturum og þátttakendum í vinnuhópum fyrir mikilvægt framlag. Þá bar rektor upp svohljóðandi tillögu að bókun:

„Háskólaþing fjallaði í dag um fyrstu drög að stefnu Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2016-2021 sem undirbúin hafa verið af stýrihópi  og fjölmennari stefnumótunarhópi háskólans, að fengnum mörgum ábendingum og hugmyndum frá starfsfólki, nemendum og utanaðkomandi aðilum. Á þinginu komu fram margvíslegar gagnlegar athugasemdir og ábendingar um stefnudrögin sem stýrihópurinn og stefnumótunarhópurinn munu taka mið af við frekari undirbúning stefnunnar.“

- Samþykkt einróma.

Að endingu þakkaði rektor fulltrúum á háskólaþingi fyrir góðar og málefnalegar umræður, sleit þinginu og bauð fundarmönnum að þiggja hressingu í anddyri og Bókastofu Aðalbyggingar.

Útsend gögn og gögn sem lögð voru fram á 15. háskólaþingi 13. nóvember 2015:

1.    Fundargerð 14. háskólaþings 21. maí 2015.
2.    Dagskrá og tímaáætlun 15. háskólaþings 13. nóvember 2015.
3.    Listi yfir fulltrúa á háskólaþingi.
4.    Listi yfir skipan þingfulltrúa í vinnuhópa.
5.    Drög að Stefnu Háskóla Íslands 2016-2021.