Í jafnréttisáætlun Háskóla Íslands er unnið að því að sameina jafnréttisáætlun HÍ, stefnu HÍ í málefnum fatlaðra og stefnu skólans gegn mismunun. Áætlunin leggur áherslu á jafnrétti ólíkra hópa, þar með talið jafnrétti kvenna og karla og miðar að því að tryggja öllum stúdentum og starfsfólki Háskóla Íslands jafnan rétt og jafna stöðu og stuðla að virkri þátttöku þeirra innan háskólasamfélagsins.Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands. Jafnréttisnefnd Hugvísindasviðs HÍ. Verkefni og hlutverk Verkefnum og hlutverki jafnréttisnefndar Hugvísindasviðs er lýst á eftirfarandi hátt í erindisbréfi sem forseti sviðsins setti henni 13. desember 2012: Jafnréttisnefnd vinnur að jafnrétti í víðum skilningi og tekur í starfi sínu mið af gildandi lögum og reglum háskólans. Jafnréttisnefnd vinnur að jafnrétti í víðum skilningi og tekur í starfi sínu mið af gildandi lögum og reglum háskólans. Jafnréttisnefnd er sviðsstjórn til ráðuneytis um öll málefni er lúta að jafnrétti og mismunun innan sviðs, hvort heldur er á grundvelli kynferðis, aldurs, kynhneigðar, fötlunar, þjóðernis, uppruna, trúarbragða eða annars. Nefndinni er ætlað að stuðla að jafnvægi á milli áhrifa kvenna og karla innan sviðs, jafnt meðal nemenda, kennara og annars starfsfólks, og gæta þess að rödd minnihlutahópa heyrist. Jafnréttisáætlun Hugvísindasviðs er ætlað að árétta þá stefnu sem sett er fram í jafnréttisáætlun HÍ og heimfæra á aðstæður Hugvísindasviðs. facebooklinkedintwitter