Jafnréttisnefnd Starfssvið jafnréttisnefndar nær til jafnréttismála í víðum skilningi, sbr. 65. grein stjórnarskrárinnar og ber henni að hafa gildandi lög um jafna stöðu kvenna og karla að leiðarljósi. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar jafnréttisnefnda fræðasviða, jafnréttisnefndar sameiginlegrar stjórnsýslu, einn fulltrúi stúdenta tilnefndur af Stúdentaráði og formaður sem rektor skipar. Jafnréttisfulltrúi situr jafnframt fundi nefndarinnar. Skipan jafnréttisnefndar til 30. júní 2026 Jón Ingvar Kjaran, lektor á Menntavísindasviði, formaður Ragna Kemp Haraldsdóttir, lektor á Félagsvísindasviði Sævar Ingþórsson, aðjunkt á Heilbrigðisvísindasviði Sigríður Guðmarsdóttir, dósent á Hugvísindasviði Arngrímur Vídalín, lektor á Menntavísindasviði Esther Ruth Guðmundsdóttir, prófessor á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Sólrún Sigurðardóttir, verkefnisstjóri, fulltrúi miðlægrar stjórnsýslu Rannveig Klara Guðmundsdóttir, fulltrúi stúdenta Með nefndinni starfa: Arnar Gíslason og Sveinn Guðmundsson, jafnréttisfulltrúar HÍ Fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi Háskólaráð skipar fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, sbr. 3. gr. verklagsreglna sem samþykktar voru á fundi háskólaráðs þ. 7. september 2017. Skipunin er til þriggja ára í senn, frá 1. júlí 2020 til 30. júní 2023. Í fagráðinu sitja: Þóra S. Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Domus Mentis – Geðheilsustöð, formaður. Netfang Þóru er thora@dmg.is og sími 7707252. Finnborg Salome Steinþórsdóttir, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild HÍ Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild HÍ Með fagráðinu starfa Jónína Helga Ólafsdóttir, verkefnisstjóri á starfsmannasviði, og Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi HÍ. Allar ábendingar og fyrirspurnir til fagráðsins skulu sendar á formann þess. Verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi innan Háskóla Íslands. Viðbragðsteymi vegna eineltis og ofbeldis Sviðsstjóri mannauðssviðs skipar viðbragðsteymi vegna eineltis og ofbeldis sem tekur til meðferðar mál er varða möguleg brot innan Háskóla Íslands. Í viðbragðsteyminu skulu vera þrír einstaklingar, sem hafa þekkingu og reynslu af meðferð mála af þessu tagi. Tveir skulu vera starfsmenn mannauðssviðs, þar af annar lögfræðingur sviðsins, en hinn þriðji utanaðkomandi. Við skipun í viðbragðsteymið skal gætt að ákvæðum 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Hlutverk viðbragðsteymisins er að taka við og rannsaka kvartanir um einelti og ofbeldi innan Háskóla Íslands, veita yfirmönnum náms- eða starfseininga, þolanda og geranda, umsögn um þær og koma með tillögur til úrbóta. Viðbragðsteymið skal enn fremur vera sviðsstjóra mannauðssviðs og stjórnendum öllum til ráðgjafar um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn einelti og ofbeldi. Viðbragðsteymið skal við málsmeðferðina gæta að ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þar með talið um andmælarétt, rannsóknarskyldu, jafnræði aðila og málshraða eftir því sem við á. Einnig skal líta til hæfisreglna stjórnsýslulaga varðandi hæfi teymismanna til að fjalla um mál hverju sinni. Tilkynningar og kvörtun Hver sá sem vill tilkynna eða bera fram kvörtun vegna eineltis eða ofbeldis sem viðkomandi telur sig verða fyrir, eða hafa vitneskju um í starfi eða námi við Háskóla Íslands, af hálfu starfsmanns, nemanda, verktaka eða gesta, skal snúa sér til mannauðsstjóra viðkomandi fræðasviðs, náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands eða mannauðssviðs, til að koma tilkynningum til viðbragðsteymis vegna eineltis og ofbeldis. Formlegri kvörtun um einelti og ofbeldi skal skila á þar til gerðu eyðublaði sem fer til viðbragðsteymis vegna eineltis og ofbeldis hjá mannauðssviði háskólans. Hver sá sem tekur við formlegri kvörtun um brot skal umsvifalaust vísa erindinu til viðbragðsteymisins. Í formlegri kvörtun skal koma fram: • lýsing á því í hverju meint einelti eða ofbeldi hefur birst, • hversu lengi það hefur viðgengist, • nafn og starfseining meints geranda, • nafn og starfseining meints þolanda, • hverjir hafa komið að mögulegri lausn málsins, • annað sem viðkomandi telur skipta máli, • undirskrift þess er leggur fram kvörtun, nafn, náms- eða starfseining. Kærunefnd í málefnum nemenda Kærunefnd í málefnum nemenda starfar í samræmi við 3. mgr. 7. greinar reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um kvartanir og kærur stúdenta samkvæmt 50. grein reglnanna. Háskólaráð skipar þrjá menn í nefndina og jafnmarga til vara til þriggja ára, samkvæmt tilnefningu rektors. Skal formaður nefndarinnar vera lögfræðingur. Skipan kærunefndar í málefnum nemenda (frá 1. júlí 2023 til 30. júní 2026) Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við Lagadeild, formaður Bjarni Bessason, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Oddný Sverrisdóttir, prófessor við Mála- og menningardeild á Hugvísindasviði Með nefndinni starfar Magnús Jökull Sigurjónsson, lögfræðingur, persónuverndarfulltrúi Háskóla Íslands. Ferli kvartana og kærumála Um ferli kvartana og kærumála nemenda er fjallað í 50. grein reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Meginatriðum ferlisins er einnig lýst í kennsluskrá. Stúdent getur því aðeins skotið máli sínu til kærunefndar í málefnum nemenda að hann/hún hafi áður sent skriflegt erindi til deildarforseta viðkomandi deildar OG að endanleg ákvörðun eða afstaða deildarforseta liggi fyrir, EÐA þrír mánuðir séu liðnir frá því erindi var fyrst lagt skriflega fyrir deildarforseta. Erindi til kærunefndar í málefnum nemenda skulu berast skriflega. Póstfang nefndarinnar er: Háskóli Íslands Kærunefnd í málefnum nemenda Skrifstofu rektors, Aðalbyggingu Sæmundargötu 2 102 Reykjavík Nánari leiðbeiningar og lýsing á ferli kvartana og kærumála Erindi stúdents til kærunefndar í málefnum nemenda skal vera skriflegt. Í erindinu skal stúdent gera ítarlega grein fyrir álitaefninu og forsögu þess. Skýra skal frá niðurstöðu deildarforseta og ástæðu þess að stúdent unir henni ekki. Greina skal skilmerkilega frá því hver sé krafa stúdents í málinu og færa rök fyrir henni. Ef erindi stúdents lýtur að málsmeðferð vegna skriflegs erindis til deildarforseta skal rekja þau atriði sem óskað er álits kærunefndar á. Hafi stúdent einhver gögn fram að færa, máli sínu til stuðnings, skulu þau fylgja erindinu. Erindið skal vera dagsett og undirritað af stúdent. Póstfang kærunefndar: Háskóli Íslands Kærunefnd í málefnum nemenda Vísinda- og nýsköpunarsviði, Aðalbyggingu Sæmundargötu 2 102 Reykjavík Ferli kvartana og kærumála nemenda Um ferli kvartana og kærumála nemenda er fjallað í 50. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Nokkur helstu ákvæði greinarinnar eru tekin saman hér að neðan: Telji stúdent brotið á rétti sínum varðandi kennslu, próf, námsmat, einkunnagjöf, mat á námsframvindu eða annað sem lýtur að kennslu og prófum skal hann senda skriflegt erindi til deildarforseta viðkomandi deildar. Í erindinu skal greina skilmerkilega frá því hvert álitaefnið er, hver sé krafa stúdents og færa rök fyrir henni. Deildarforseti skal fjalla um og afgreiða álitaefnið eins fljótt og unnt er, að jafnaði eigi síðar en innan tveggja mánaða. Deildarforseti skal afgreiða erindi stúdents með formlegu svari. Ef stúdent unir ekki endanlegri ákvörðun deildarforseta getur hann skotið máli sínu til kærunefndar í málefnum nemenda við Háskóla Íslands, sbr. 3. málsgrein 7. gr. reglna nr. 569/2009. Deildarforseti eða kærunefndin endurmeta ekki prófúrlausnir eða faglega niðurstöðu kennara eða prófdómara. Forsenda þess að stúdent geti skotið máli sínu til kærunefndar í málefnum nemenda er að hann/hún hafi áður sent skriflegt erindi til deildarforseta viðkomandi deildar og að endanleg ákvörðun eða afstaða deildarforseta liggi fyrir, eða að liðnir séu þrír mánuðir frá því að erindi var fyrst lagt skriflega fyrir deildarforseta (sbr. 4. mgr. 50. gr.). Ákvarðanir kærunefndar er hægt að kæra til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema, að uppfylltum þeim skilyrðum sem tilgreind eru í 5. málsgrein 50. gr. Ráð um málefni fatlaðs fólks Rektor skipar sex manna ráð um málefni fatlaðs fólks til þriggja ára í senn sbr. 12. gr. reglna um sértæk úrræði í námi við Háskóla Íslands nr. 481/2010. Jafnréttisfulltrúi háskólans er formaður ráðsins og stýrir störfum þess. Í ráðinu sitja enn fremur einn fulltrúi tilnefndur af framkvæmda- og tæknisviði háskólans, einn fulltrúi tilnefndur af Náms- og starfsráðgjöf háskólans og einn fulltrúi tilnefndur sameiginlega af Félagi háskólakennara og Félagi prófessora úr hópi fastráðinna kennara háskólans og skal sá hafa sérþekkingu á sviði fötlunarfræða. Að auki sitja í ráðinu tveir fulltrúar tilnefndir af stúdentaráði Háskóla Íslands og skal miðað við að allaveganna annar fulltrúanna komi úr hópi þeirra nemenda sem falla undir 1. mgr. 1. gr. reglna þessara. Í ráðinu skulu sitja bæði karlar og konur og skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé ekki minna en 40%, sbr. 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í þessu skyni skulu tilnefningaraðilar tilnefna tvo aðila, karl og konu, til setu í ráðinu. Ráðið leitar álits hjá aðilum innan háskólans eftir því sem tilefni þykir til. Þá er ráðinu heimilt að afla ráðgjafar frá aðilum utan háskólans. Hvert fræðasvið tilnefnir starfsmann af fræðasviðinu sem skal vera tengiliður þess við ráðið. Jafnframt tilnefnir starfsmannasvið Háskóla Íslands einn tengilið og hagsmunafélög nemenda einn hvert. Hlutverk ráðs um málefni fatlaðs fólks er: að hafa yfirumsjón með málefnum fatlaðs fólks í Háskóla Íslands og nemenda með sértæka námsörðugleika, í umboði rektors og háskólaráðs; að gangast fyrir reglubundinni endurskoðun á stefnu háskólans í málefnum fatlaðra; að undirbúa og fylgja eftir áætlunum um framkvæmd á stefnu háskólans í málefnum fatlaðra; að stuðla að samstarfi hinna ýmsu aðila sem að málaflokknum koma innan Háskóla Íslands, þar á meðal Náms- og starfsráðgjafar, jafnréttisnefndar, framkvæmda- og tæknisviðs, kennslusviðs, deilda og fræðasviða; að veita umsagnir, sbr. 14. gr., álit, sbr. 15. gr., og ráðgjöf þegar aðilar innan skólans leita eftir því; að veita ráðgjöf við hönnun nýbygginga á vegum Háskóla Íslands og gera tillögur um úrbætur sé þess þörf. Einnig að fylgja eftir að aðgengi á háskólasvæðinu sé í samræmi við stefnu um málefni fatlaðra; að afla tölulegra upplýsinga og birta skýrslu um málaflokkinn á þriggja ára fresti; að hafa frumkvæði að fræðslu og umræðum um málefni fatlaðs fólks innan háskólasamfélagsins; að fylgjast með nýmælum og því hvernig málefnum fatlaðs fólks er háttað við háskóla og aðrar sambærilegar stofnanir heima og erlendis, og stuðla að því að málefni fatlaðs fólks séu sjálfsagður þáttur í starfi háskólans. Ráð um málefni fatlaðs fólks fylgist vel með rannsóknum, sem tengjast málefnum fatlaðra í háskólasamfélaginu. Að auki hefur ráð um málefni fatlaðra sinnt fræðslu, útgáfu kynningarefnis og upplýsingum um aðgengi að byggingum Háskóla Íslands. Haustið 2005 gaf ráðið út bæklinginn Háskóli fyrir alla, sem dreift var innan Háskólans og í alla framhaldsskóla landsins. Veturinn 2005-2006 starfaði ad hoc starfshópur í umboði ráðsins um málefni fólks með geðraskanir. Afrakstur þeirrar vinnu eru verklagsreglur um úrræði hjá Háskóla Íslands fyrir fólk með geðraskanir. Ráð um málefni fatlaðs fólks starfar í nánu samstarfi við Námsráðgjöf Háskóla Íslands og byggingastjóra Háskóla Íslands. Ráð um málefni fatlaðs fólks fundar að jafnaði einu sinni í mánuði. Ráðið skipa til 30. júní 2025: Sveinn Guðmundsson, jafnréttisfulltrúi, formaður, skipaður án tilnefningar Hanna Björg Sigurjónsdóttir, prófessor í fötlunarfræðum við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, tilnefnd af Félagi háskólakennara og Félagi prófessora Jón Sigurður Pétursson, verkefnisstjóri, tilnefndur af framkvæmda- og tæknisviði Þrúður Kristjánsdóttir, félagsráðgjafi, tilnefnd af Nemendaráðgjöf Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, tilnefnd af Stúdentaráði Styrmir Hallsson, tilnefndur af Stúdentaráði Hægt er að hafa samband við ráðið í gegnum netfangið rumff@hi.is. Jafnréttisnefndir fræðasviða Félagsvísindasvið Heilbrigðisvísindasvið Hugvísindasvið Menntavísindasvið Verkfræði- og náttúruvísindasvið Jafnréttisnefnd sameiginlegrar stjórnsýslu Jafnréttisnefnd sameiginlegrar stjórnsýslu var sett á laggirnar 1. nóvember 2016. Nefndin hefur sambærilegu hlutverki að gegna og jafnréttisnefndir fræðasviða við háskólann. Henni er m.a. ætlað að gera tillögur um aðgerðir í jafnréttismálum sem byggjast á jafnréttisáætlun Háskóla Íslands sem afmarkast við þá starfsemi sem fram fer innan sameiginlegrar stjórnsýslu. Í aðgerðaráætlun nefndarinnar skulu aðgerðir vera tímasettar, ábyrgðaraðili skilgreindur og kostnaður áætlaður eftir því sem kostur er. Nefndin fylgir eftir aðgerðunum í samvinnu við tengiliði innan stjórnsýslunnar. Áætlunina skal endurskoða á þriggja ára fresti. Jafnréttisnefnd sameiginlegrar stjórnsýslu tekur einnig á móti fyrirspurnum og erindum frá starfsfólki sameiginlegrar stjórnsýslu sem varða jafnréttismál og fjallar um þau eða beinir í viðeigandi farveg. Nefndin fer ekki með úrskurðarvald í slíkum málum en getur beint tilmælum til einstakra stjórnenda Háskóla Íslands. Hægt er að senda nefndinni ábendingar á netfangið jnms@hi.is. Í nefndinni sitja fulltrúar sem tilnefndir eru af hverju stjórnsýslusviði ásamt rektorsskrifstofu. Nefndin er skipuð af rektor til þriggja ára í senn og heyrir undir framkvæmdastjóra sameiginlegrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Formaður nefndarinnar, eða eftir atvikum varaformaður, er jafnframt fulltrúi í jafnréttisnefnd háskólaráðs. Nefndin er þannig skipuð frá 30. október 2022: Auður Lilja Erlingsdóttir, mannauðssviði Árný Lára Sigurðardóttir, skrifstofu alþjóðasamskipta Eiríkur Stephensen, varaformaður, rektorsskrifstofu Fríða Haraldsdóttir, upplýsingatæknisviði Óli Jón Jónsson, kennslusviði Reynir Örn Jóhansson, vísinda- og nýsköpunarsviði Sólrún Sigurðardóttir, formaður, framkvæmda- og tæknisviði Siðanefnd Formaður siðanefndar er skipaður af háskólaráði samkvæmt tilnefningu rektors. Félag háskólakennara og Félag prófessora skipa hvort um sig einn nefndarmann. Þegar fram kemur kæra um brot á siðareglum getur rektor skipað tvo menn að auki eftir eðli máls til þess að fjalla um kæruna ásamt formanni og fulltrúum kennarafélaganna. Í umboði háskólaráðs skipar rektor þessa tvo menn að fengnum tilnefningum formanns nefndarinnar. Skipunartími formanns og fulltrúa kennarafélaganna er þrjú ár, en skipun annarra nefndarmanna tekur einungis til fyrirliggjandi máls. Rektor skipar nefndinni ritara úr hópi starfsmanna Háskólans. Siðareglur Háskóla Íslands, samþykktar á háskólafundi 7. nóvember 2003. Starfsreglur siðanefndar, samþykktar á 11. háskólafundi 7. nóvember 2003, með breytingum samþykktum á 21. háskólafundi 17. nóvember 2006 og breytingum samþykktum í háskólaráði 13. október 2011. Nefndarfulltrúar 1. janúar 2023 - 31. desember 2025: Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og prófessor, skipaður af háskólaráði skv. tilnefningu rektors, formaður Amalía Björnsdóttir, prófessor, skipuð af Félagi prófessora Ármann Höskuldsson, rannsóknaprófessor, skipaður af Félagi háskólakennara Með nefndinni starfar Inga Rán Arnarsdóttir, lögfræðingur á rektorsskrifstofu Háskóla Íslands. Erindum til siðanefndar má beina á netfangið iarnarsdottir@hi.is. Nefndin tekur við erindum bréflega sem skulu berast til: Háskóli Íslands Siðanefnd Aðalbyggingu, Sæmundargötu 2 102 Reykjavík Rannsóknasetur sem tengjast jafnréttismálum Á vegum Háskóla Íslands eru starfrækt eftirfarandi rannsóknastofnanir sem tengjast jafnréttismálum: EDDA - Öndvegissetur Mannréttindastofnun HÍ Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna (MARK) Rannsóknasetur í fötlunarfræðum Rannsóknasetur um fólksflutninga og fjölmenningu Rannsóknastofa í fjölmenningarfræðum Rannsóknastofa í jafnréttisfræðum (RIKK) Rannsóknastofa um jafnrétti, kyngervi og menntun (Rannkyn) Rannsóknastofa um skóla án aðgreiningar facebooklinkedintwitter