Nám yfir sumarmánuðina er kjörið tækifæri fyrir nemendur til að taka hluta af námi sínu erlendis, og getur verið góður kostur fyrir þá sem ekki hafa tök á að stunda nám í eitt misseri eða heilt skólaár. Í sumum tilfellum bjóðast styrkir.Nemendur sem hafa áhuga að fá einingar úr sumarnámi erlendis metnar inn í námsferil við HÍ verða að bera námið undir fulltrúa deildar áður en haldið er utan. Nemandi fyllir þá út námssamning sem samþykktur er af deild viðkomandi. Alþjóðasvið hefur milligöngu um tilnefningu nemenda í tiltekna sumarskóla. Sumarnám í Evrópu Nemendur geta farið í sumarnám í Evrópu í gegnum Aurora samstarfsnetið og Erasmus+ og Nordplus- áætlanirnar og átt kost á að fá styrki. Aurora sumarskólar Háskóli Íslands er hluti af Aurora og því býðst nemendum að stunda sumarnám við aðra Aurora háskóla. Reglulega eru auglýst sumarnámskeið hjá Aurora skólum og í sumum tilfellum eru styrkir í boði. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir nemendur HÍ til að sækja fjölbreytt námskeið og fá alþjóðalega reynslu. Aurora er hluti af nýju flaggskipi Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um evrópskt samstarf í háskólamálum sem ber yfirskriftina European Universities Initiative. Markmiðið er að dýpka samstarf milli háskóla meira en áður hefur þekkst og þannig stuðla að framþróun starfsemi háskóla í Evrópu í takt við brýnar samfélagslegar áskoranir samtímans. Mikil tækifæri felast í Aurora til að auka gæði náms og gefa nemendum Háskóla Íslands möguleika á að taka þátt í öflugu alþjóðlegu samstarfi. Aurora tækifæri Erasmus+ styrkir fyrir sumarnám Nemendur geta sótt um Erasmus+ styrk fyrir námskeiðum hjá samstarfsskólum HÍ ef hluti námskeiðsins er kenndur á netinu. Þetta geta t.d. verið svokölluð blönduð hraðnámskeið þar sem hluti námsins er kenndur í staðnámi (5-30 dagar) og hluti er kenndur á netinu. Ekki er hægt að styrkja sumarnámskeið sem eru alfarið kennd í staðnámi eða alfarið á netinu í gegnum Erasmus+.Sumarskólar á Norðurlöndunum - Styrkir Nemendur geta sótt bæði sumarnám og stök námskeið hjá samstarfsskólum HÍ innan Norðurlandanna. Í boði eru bæði styrkir á vegum Erasmus+, Aurora og Nordplus en styrkmöguleikar fara eftir samstarfsskóla og uppsetningu námskeiðsins. Mismunandi kröfur eru eftir styrkáætlunum og því er hver umsókn skoðuð sérstaklega með tilliti til styrkmöguleika. Kostnaður við sumarnám getur verið misjafn og í einhverjum tilfellum geta nemendur þurft að greiða gjald fyrir þátttöku. Ef gestaskóli fer fram á tilnefningu má hafa samband við Alþjóðasvið. Styrkveiting er frá 70 € - 490 € á viku og ferðastyrkur hámark 660 € óháð styrkáætlun. Nordplus samstarfsnetið Nordlys hefur í áraraðir boðið upp á fjölda sumarnámskeiða þar sem nemendur geta stundað sumarnám við einn af samstarfskólum HÍ innan netsins. Meðal annars er hægt að sækja um sumarnám við eftirfarandi skóla:Aarhus University Roskilde University University of Southern Denmark University of Copenhagen Tampere University University of Eastern Finland University of Helsinki University of Jyväskylä University of Turku University of Oslo Linköping University Linnæus University University of Gothenburg Áhugasamir geta haft samband með því að senda fyrirspurn á shortmobility@hi.is Doktornemar geta ekki sótt um styrki á vegum Nordplus. Sumarnám í Bandaríkjunum Háskóli Íslands er í sérstöku samstarfi um sumarnámsdvöl við virta háskóla í Bandaríkjunum og á hverju ári stunda nokkrir nemendur HÍ nám eða rannsóknir við skólana. Nemendur sækja um til Alþjóðasviðs sem sér um að velja og tilnefna nemendur. Stanford University Columbia University Caltech - sumarrannsóknarverkefni SURF Sumarnám í Asíu Háskóli Íslands er í sérstöku samstarfi við Nordic Centre sem býður upp á sumarnámskeið í Kína og á Indlandi. Nemendur sækja um til Alþjóðasviðs sem sér um að velja og tilnefna nemendur. Nordic Centre, Fudan University, Kína Nordic Centre India, námskeið í Hyderabad og Bangalore, Indlandi Annað sumarnám Nemendum við Háskóla Íslands stendur til boða að taka þátt í sumarnámi við ýmsa aðra háskóla erlendis. VU Amsterdam, HollandiVU Amsterdam Summer School Copenhagen Business School (CBS), Danmörku ISUP, International Summer University Programme University of Vienna, AusturríkiUnivie: Summer School – European and International Studies University of Antwerp, BelgíuAntwerp Summer University University of Leeds, BretlandiLeeds International Summer Schools TU Berlin sumarskóli, ÞýskalandiNánari upplýsingar Oxford University, BretlandiOxford University Summer Schools INSA Lyon, FrakkalandiInnov@INSA Summer Program University of Graz, AusturríkiGraz International Summer School Seggau Paris School of Business, FrakklandSummer Programs in Paris University of Wisconsin-Madison, BandaríkinSummer Enrollment with VISP University of Bordeaux, FrakklandBordeaux Summer Schools facebooklinkedintwitter