Skip to main content

Pólsk fræði - Aukagrein

Pólsk fræði - Aukagrein

Hugvísindasvið

Pólsk fræði

Aukagrein – 60 einingar

Nám í pólskum fræðum er í senn spennandi og áhugavert nám sem veitir innsýn í pólska tungu, menningu og samfélag.

Þetta nám er aukagrein sem er hægt að taka með öðru námi.

Skipulag náms

X

Málnotkun I (POL102G)

Þetta námskeið er fyrir alla þá er hafa áhuga á pólsku. Engrar forkunnáttu er krafist þar sem námskeiðið er fyrir algera byrjendur. Unnið verður með alla færniþætti (talmál, lestur, hlustun og ritun) en sérstök áhersla lögð á talmál og framburð.

Námskeiðið er kennt í 6 vikna lotu á fyrri hluta haustmisseris, tvisvar í viku, 80 mínútur í senn kl. 16:40 – 18:10 auk eins æfingatíma í viku í framburði. Námskeiðið er kennt á ensku og pólsku.

X

Málnotkun II (POL103G)

Þetta námskeið er fyrir alla þá er hafa áhuga á pólsku og hafa lokið POL101G Pólska fyrir byrjendur I eða hafa grunnþekkingu á pólsku máli (í samráði við kennara). Unnið verður með alla færniþætti (talmál, lestur, hlustun og ritun) en þó verður sérstök áhersla á talmál og framburð. Forkröfur: POL102G Málnotkun I eða sambærilegt.  
Námskeiðið er kennt á ensku og pólsku.

Námskeiðið er kennt í 6 vikna lotu á seinni hluta haustmisseris, tvisvar í viku, 80 mínútur í senn kl. 16:40 – 18:10 auk eins æfingatíma í viku framburði.

X

Málfræði, lestur og ritun I (POL104G)

Í þessu námskeiði verður farið ítarlega í pólska málfræði á byrjendastigi og nemendur fá þjálfun í að lesa og rita einfalda texta. Farið verður yfir reglur í beygingarfræði, orðhlutafræði, setningarfræði og stafsetningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í ritun, lesskilningi og orðaforða. Námskeiðið er kennt á ensku og pólsku. Engrar forkunnáttu er krafist.

X

Pólsk menning og samfélag I (POL105G)

Í þessu námskeiði fá nemendur yfirlit yfir sögu Póllands allt fram að seinni heimsstyrjöld. Farið verður sérstaklega í þá sögulegu atburði sem hafa sett mark sitt á pólska menningu og nemendur kynnast helstu bókmennta- og listaverkum og þeim listamönnum sem mótað hafa pólska þjóðarsál í gegnum aldirnar. Engrar forkunnáttu er krafist og námskeiðið er kennt á ensku.

X

Málnotkun III (POL203G)

Þetta námskeið er fyrir alla þá er hafa áhuga á pólsku og hafa lokið Málnotkun I og Málnotkun II eða hafa sambærilega þekkingu á pólsku máli (í samráði við kennara). Unnið verður með alla færniþætti (talmál, lestur, hlustun og ritun) en þó verður sérstök áhersla á talmál og framburð.

Námskeiðið er kennt í 6 vikna lotu á fyrri hluta vormisseris, tvisvar í viku, 80 mínútur í senn kl. 16:40 – 18:10 auk eins æfingatíma í viku í framburði. Forkröfur: POL103G Málnotkun II. Námskeiðið er kennt á ensku og pólsku.

X

Málnotkun IV (POL204G)

Þetta námskeið er fyrir alla þá er hafa áhuga á pólsku og hafa lokið Málnotkun I, II og III eða hafa sambærilega þekkingu á pólsku máli (í samráði við kennara). Unnið verður með alla færniþætti en sérstök áhersla á talmál og framburð.

Námskeiðið er kennt í 6 vikna lotu á seinni hluta vormisseris, tvisvar í viku, 80 mínútur í senn kl. 16:40 – 18:10 auk eins æfingatíma í viku í framburði. Forkröfur: POL203G Málnotkun III. Námskeiðið er kennt á ensku og pólsku.

.

X

Málfræði, lestur og ritun II (POL205G)

Í þessu námskeiði sem er framhald af Málfræði, lestur og ritun I, verður áfram fjallað um pólska málfræði og nemendur fá frekari þjálfun í að lesa og rita texta. Farið verður yfir reglur í beygingarfræði, orðhlutafræði, setningarfræði og stafsetningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í orðaforða, ritun og lesskilningi. Forkröfur: POL104G Málfræði, lestur og ritun I. Námskeiðið er kennt á ensku og pólsku.

X

Pólland í dag (POL206G)

Í þessu námskeiði verður fjallað um sögu Póllands og menningu frá síðari heimstyrjöld og til dagsins í dag. Meðal umfjöllunarefna eru saga, stjórnmál og menning (með áherslu á bókmenntir, kvikmyndir og tónlist). Námskeiðið er kennt á ensku.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.