Skip to main content

Kennsla samfélagsgreina, M.Ed.

Kennsla samfélagsgreina, M.Ed.

Menntavísindasvið

Kennsla samfélagsgreina

M.Ed. gráða – 120 einingar

Námið býr nemendur undir kennslu samfélagsgreina í grunnskóla. Námið er opið þeim sem hafa lokið B.Ed.-prófi í grunnskólakennslu með áherslu á samfélagsgreinar, eða BA/BS-prófi í skyldum greinum. Grunnskólakennarar með leyfisbréf geti sótt námið óháð sérhæfingu í fyrra námi.

Skipulag náms

X

Ísland nútímans (SFG205F)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður spurt hver sé staðan á Íslandi í dag með hliðsjón af t.d. samsetningu íbúa, búsetumynstri, atvinnuháttum, uppbyggingu samfélagsins og stjórnskipan. Í námskeiðinu greina þátttakendur valið svæði á Íslandi út frá opinberum gögnum og rannsóknarniðurstöðum. Einnig snýst greiningin um trúverðugleika upplýsinga, álitamál á borð við samband ríkis og trúarbragða og samfélagsleg áhrif loftslagsbreytinga. Rýnt verður í af hverju staðan sé sú sem birtist, hvort einhverju þyrfti að breyta og af hverju með hliðsjón af framtíðarsýn þátttakenda á skólastarf.

Vinnulag: Námskeiðið er að mestu skipt í tveggja vikna lotur þar sem fengist er við eitt þema í hverri lotu. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Námskeiðið er kennt í vikulegum kennslustundum á neti. Enginn munur er á skipulagi náms hjá stað- og fjarnemum. Sjá nánar í kennsluáætlun. Þátttakendum skylt að mæta í 80% kennslustunda (sbr. reglur HÍ) samkvæmt kennsluáætlun. 

X

Félagsfræði og heimspeki menntunar (SFG106F, MAL102F)

Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að veita innsýn í félagsfræðileg og heimspekileg sjónarhorn á menntun og skólastarf. Til að ná því markmiði verður fjallað um valdar félagsfræðilegar og heimspekilegar hugmyndir sem gagnast við að skoða menntun og skólaveruleika. Áhersla er á þrjá þætti. A. Að skilja hugmyndir og hugtök og geta gert grein fyrir þeim. B. Að máta hugmyndir og hugtök við þá menntun og þann skólaveruleika sem við þekkjum. C. Að fjalla með gagnrýnum hætti um hugmyndirnar og þann veruleika sem þær eiga að varpa ljósi á.

 Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða vikulega. Uppteknir fyrirlestrar verða settir á Canvas-vef námskeiðsins. Nemendur kynna sér þá og taka svo þátt í umræðutímum sem ekki verða teknir upp. Í upphafi misseris skrá nemendur sig í umræðuhópa sem haldast út misserið. Mætingarskylda (80%) er í umræðutímana en hægt er að velja um að mæta í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Þá vinna nemendur tvö hópverkefni, tvö einstaklingsverkefni og lokaverkefni.

X

Nám og kennsla: Að mæta sérþörfum (SFG106F, MAL102F)

Meginviðfangsefni námskeiðsins eru kennsluhættir og námsaðstæður sem miða að því að efla árangur fjölbreyttra nemendahópa, huga að styrkleikum þeirra og veikleikum í skóla án aðgreiningar með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Fjallað er um algengustu sérþarfir nemenda og sérstök áhersla lögð á árangursríkar (gagnreyndar) leiðir til að mæta margbreytilegum þörfum nemenda og efla þá í námi, meðal annars til að draga úr vanda varðandi lestrarnám, hegðun, líðan, einbeitingu, ofvirkni og einhverfu. Samhliða er rætt um mikilvægi þess að hafa hæfileika og styrkleika nemenda ávallt í forgrunni og aðgreina erfiðleika frá eiginleikum einstaklinga. Einnig er fjallað um fjölmenningarkennslu og kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Kynntar eru helstu aðferðir við bekkjarstjórnun og einstaklingsmiðuð úrræði til að bæta hegðun, félagsfærni, líðan og námsárangur fjölbreytts hóps nemenda. Fjallað er um þverfaglegt samstarf, teymisvinnu og samvinnu við foreldra barna með sérþarfir. Umfjöllunarefni námskeiðsins grundvallast á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og rannsóknum á því sem vel hefur gefist við að mæta fjölbreytilegum nemendahópi, með það að markmiði að veita öllum nemendum jafngild tækifæri í námi.

X

Viðfangsefni í samfélagsgreinamenntun (SFG107F)

Viðfangsefni: Fjallað verður um valin viðfangsefni tengd samfélagsgreinamenntun, þ.e. innan landafræði, lífsleikni, siðfræði, sögu, heimspeki, trúarbragðafræði eða þjóðfélagsfræði. Skoðaðar verða kenningar og rökræður um viðfangsefni, hugtök og nálganir á þessu sviði í kennslu og skólastarfi með það fyrir augum að nemendur geti nýtt sér umræðuna til að dýpka sýn sína á samfélagsgreinamenntun. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun í samfélagsgreinakennslu um leið og nemendum gefst kostur á að skoða betur þær greinar og viðfangsefni sem höfða mest til þeirra.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á lestri fræðilegra texta og umræðum um þá. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru reglulega unnin rökræðuverkefni. Þá kynna nemendur efni á málþingi og skrifa lokaverkefni.

X

Mótandi afl: Menntun, réttlæti og gagnrýnin fræði (SFG102M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu er fjallað um samspil samfélagsgreina við samfélög sín, með áherslu á Ísland. Markmiðið námskeiðsins er að nemendur öðlast þjálfun í að ígrunda hvernig þeirra kennsla á þátt í að móta viðtekin samfélagsleg viðmið og hugmyndafræði. Einnig hvernig kennarar geti gripið inn í og hafa áhrif á mótunarferlið í anda félagslegs réttlætis.

Inntak: Nemendur öðlast skilning á því hvernig greinarnar höfðu grundvallaráhrif á hugmyndafræði þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu á 19. öld og hvernig arfleifð þessara hugmyndastefna birtist okkur í samtímanum. Því næst er athyglinni beint að völdum flóknum viðfangsefnum úr samtímanum og um leið fjallað um hvernig og hvort samfélagsgreinar geti eða eigi að hafa áhrif á samfélög í samtímanum. Nemendur kynnast fræðilegum viðfangsefnum gagnrýnna fræða, sér í lagi viðfangsefnum sem tilheyra gagnrýnum menntunarfræðum, loftslagsbreytingamenntun, kynjafræði, hinsegin fræðum og eftirlendufræðum. Þeir öðlast jafnframt þjálfun í að beita nálgunum gagnrýnna fræða, einkum gagnrýnna menntunarfræða, í skólastofunni, m.a. í skipulagi kennslu og hönnun og framkvæmd verkefna

Vinnulag: Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum á neti og umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við álitamál og æfa sig í að glíma við þau í grunnskólakennslu.

X

Ólík sjónarhorn á íslenska miðaldasögu (SFG103M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður fjallað um stóra drætti í íslenskri miðaldasögu, svo sem fólksflutninga, upphaf fastrar búsetu, átök trúarbragða, stéttaskiptingu, borgarastríð á Sturlungaöld og samskipti og tengsl við aðrar þjóðir. Meðal annars verður beitt sjónarhornum félagssögu, kynjasögu og umhverfissögu og nemendur þjálfaðir í beitingu sögulegrar hugsunar og rökfærslu, jafnt við eigin lestur sem og í samfélagsgreinakennslu. Áhersla verður lögð á að vinna með frumheimildir af margvíslegu tagi, sérstaklega í kennslu sögu og samfélagsgreina, en leiðarstef námskeiðsins er hvernig hægt sé að kenna efnið í grunn- og framhaldsskólum.

Vinnulag: Upptökur af fyrirlestrum sem nemendur kynna sér utan kennslustunda, vinnusmiðjur, vettvangsferðir, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni og samvinnuverkefni.

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F, MVS212F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F, MVS212F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

X

Lokaverkefni (SFG401L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er 30e einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum ogrannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á sumum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist með ákveðnum hætti á tvö eða þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni

X

Nám og kennsla – vettvangsnám í faggrein (FAG401F)

Meginviðfangsefni námskeiðsins er vettvangsnám í faggrein. Lögð er áhersla á að nemar prófi sig í kennslu og fái tækifæri til að ræða, meta, ígrunda og þróa kennslu sína. Þeir þróa kennsluáætlun byggða á aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrá. Þeir greina atvik úr kennslu sinni og draga lærdóm af þeim. Þeir skoða fjölbreyttar kennsluaðferðir og beita þeim í kennslu á vettvangi. 

Vinnulag: Nemendur eru á vettvangi alla önnina á báðum námskeiðum og mæta reglulega í kennslustundir í háskólanum. Byggt er á fyrirlestrum, umræðum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við námskeiðið Nám og kennsla - fagmennska. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér.

X

Nám og kennsla - fagmennska í starfi (KME301F)

Meginviðfangsefni námskeiðsins er fagmennska í starfi kennara og hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara sem og fagreinakennara. Sérstök áhersla er lögð á að styðja kennaranema í að móta heildstæða starfskenningu, efla fagvitund, skerpa sýn á kennarastarfið og skilning á þeim skuldbindingum sem starfið felur í sér. Á námskeiðinu er áhersla lögð á tengsl kennslu og náms og það hlutverk kennarans að byggja upp öflugt og skapandi námsumhverfi. Fjallað verður um siðfræði kennarastarfsins, manngildissjónarmið og ábyrgð kennara, gagnvart velferð barna og foreldrasamstarfi. Meðal viðfangsefna verða sjálfsrýni og sjálfsmat, ígrundun eigin kennslu og í samræðu við nema úr öðrum faggreinum. Auk þess er lögð áhersla á samskiptafærni, m.a. í samskiptum við foreldra, viðtalstækni, teymiskennslu og teymisvinnu og mismunandi leiðir til bekkjarstjórnunar.

Vinnulag byggir á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við vettvangsnám. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr skólastarfi. Kennaranemar lesa valdar greinar og rannsóknir sem tengjast námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér. Þeir vinna námsþáttaverkefni og halda rannsóknardagbók a.m.k. einu sinni í viku meðan á vettvangsnámi stendur. Kennaranemar vinna að jafnaði saman í teymi á vettvangi í samstarfi við æfingakennara og kennara námskeiðsins. Þeir fara með ákveðin verkefni til að skoða og vinna með, auk þess sem þeir skipuleggja samþætt, lýðræðislegt verkefni um málfefni líðandi stundar. Einnig safna þeir gögnum af vettvangi sem nýtt eru í tengslum við vinnu að námsþáttum námskeiðsins. Áhersla er lögð á að skrifin tengist kenningum um nám og kennslu, faggrein, siðfræði og starfskenningu kennaranema. Vettvangsnámshlutinn er einnig hluti af námsvinnunni í bóknámshluta námskeiðsins, þ.e. einstakir námsþættir og vettvangsnámið eiga að mynda eina samofna heild.

Vettvangsnámið dreifist yfir allt skólaárið, allt frá því þegar skólar hefja störf í ágúst þar til skóla lýkur að vori. Mætingaskylda er á námskeiðinu á mánudögum eftir hádegi á Menntavísindasviði eða í rauntíma á neti fyrir þá sem búa að landsbyggðinni utan við Selfoss eða Akranes.

Kennaranemar velja sjálfir hvort þeir fara í launað starfsnám eða ólaunað vettvangsnám:

Launað starfsnám (leiðbeinendur í kennslu). Kennaranemar sem hyggja á launað starfsnám leita sér sjálfir að stöðu og sækja um. Þeir stunda vettvangsnámið  í eigin bekk/námshópum sem þeir eru að kenna.
Í launuðu starfsnámi er hálft starf fullgilt vettvangsnám og kennaranemar sinna bæði störfum umsjónarkennara og kennslu í faggrein/sérhæfingu sinni. Miðað er við að allir kenni að lágmarki 4 kennslustundir á viku í faggrein sinni. Vettvangsnámið er hluti af starfi og fylgir því skólaárinu í grunnskóla viðkomandi.

Ólaunað vettvangsnám. Kennaranemar sem hyggja á ólaunað vettvangsnám geta lagt til hvar þeir vilji stunda sitt vettvangsnám. Í könnun sem send verður út í maí geta þeir óskað eftir borgarhluta/ landsvæði eða skóla.

Á vettvangi skila þeir að jafnaði fjögurra til sex klukkustunda viðveru á dag, 2 – 3 daga í viku, þ.e. 12 klukkustundum á viku. Þar af er miðað við að þeir kenni 8 kennslustundir og þarf kennsla í faggrein að vera minnst 4 kennslustundir á viku. Einnig þarf nemi að hafa tækifæri til að kynnast hlutverki umsjónarkennara.

Vettvangsnámstímabilið í ólaunuðu vettvangsnámi fylgir háskólaárinu.

X

Læsi í faggreinum (ÍET214F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur þrói hugmyndir sínar um læsi og hvernig vinna megi með læsi þvert á faggreinar þannig að þeir verði betur í stakk búnir að kenna sínar greinar. Í kennaranámi þróa kennaranemar starfskenningu sínu, þ.e. skoða og móta hugmyndir sínar um það hvernig þeir ætla eða vilja starfa sem kennarar

 Lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu þvert á faggreinar og að nemendur kynnist rannsóknum og nýjungum í kennsluháttum sem efla læsi og fagorðaforða á öllum skólastigum.

X

Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemenda (ÍET206F)

Fjallað verður um íslensku sem annað mál og menntun fjöltyngdra grunnskólanemenda. Rætt verður um máltöku og máluppeldi og hver sé munurinn á því að öðlast færni í móðurmáli og öðru máli. Sérstök áhersla verður lögð á það sem kennarar þurfa almennt að kunna um íslenskt mál til að geta sinnt vel annars máls nemendum svo að þau nái framförum í þeirri námsgrein sem til umfjöllunar er.

Farið verður í uppbyggingu íslenska málkerfisins, framburð, orðmyndun, beygingar, setningagerð, merkingu orða og orðasambanda, lagskiptingu orðaforðans og ýmislegt sem viðkemur málnotkun, og fjallað um hvað getur helst vafist fyrir fjöltyngdum grunnskólanemendum sem eru að tileinka sér málið. Rætt verður um persónubundinn mun málhafa þegar þeir tileinka sér íslensku sem annað mál, með sérstaka áherslu á hvert móðurmál þeirra er til að geta greint hvar helst sé að vænta erfiðleika við tileinkun íslensku og til að geta brugðist við því.

Í framhaldi af þessu verður unnið með kennslu mismunandi faggreina og hvernig skipuleggja megi hana þannig að hún taki mið af mismunandi getu fjöltyngdra nemenda í íslensku. Meðal annars verður tekið fyrir hvernig hægt er að semja og einfalda texta svo að laga megi þá að getu fjöltyngdra nemenda í íslensku.

 

X

Menntun til sjálfbærni – hæfni í heimi breytinga (FAG201F)

Fjallað verður um hugtakið sjálfbær þróun og meginhugmyndir alþjóðlegra sáttmála um sjálfbærni. Tekin verða dæmi af ýmsum vandamálum er tengjast umhverfi og náttúru, s.s. loftslagsmálum, tegundafækkun, jarðvegseyðingu og mengun. Lögð verður áhersla á að greina vandamál úr umhverfi nemenda með áherslu á að finna mögulegar lausnir. Fjallað verður um hlutverk kennara í að vinna með ágreiningsmál og hvernig þeir geta kennt börnum að greina vanda, meta upplýsingar og setja fram hugsanlegar lausnir. Þátttakendur lesi og noti rannsóknir á sjálfbærnimenntun. Einnig munu þátttakendur skoða eigin viðhorf til sjálfbærrar þróunar, gildi sín og meta eigin hegðun.
Skyldumæting er í staðlotur samkvæmt kennslualmanaki Menntavísindasviðs.

X

Jörðin og himingeimurinn (SNU201M)

Inntak / viðfangsefni: 
Hugmyndir barna um náttúrufyrirbæri (staða jarðar í himingeimnum og berg)
Sólkerfið; Staða jarðar í sólkerfinu og hvernig hún hreyfist þar, aðdráttarafl, árstíðaskipti, dægraskipti, kvartilaskipti tunglsins.
Myndun og mótun lands; lagskipting jarðar og landrek, útræn og innræn öfl, bergtegundir, eldgos, jarðskjálftar. Stutt yfirlit yfir jarðsöguna. 
Loftslagsbeltin; veður og loftslag; lofthjúpurinn, geislun og orkuskipti, hitafar, loftþrýstingur og vindar, raki og úrkoma, loftmassar, vestanvindar, staðvindar, monsún, fárviðri.
Gróðurbeltin; einkenni gróðursvæða, tengsl við loftslagsflokkun Köppens, einkenni jarðvegsgerða.
Hafstraumar; sjávarföll, heitir og kaldir hafstraumar, fiskimið ofl.
Áhrif manna á umhverfi sitt, verndun og varðveisla umhverfis, mengun, gróðurhúsaáhrif ofl.
Kennsla; Kynntar verða hugmyndir að kennslu ofantaldra viðfangsefna sem og rannsóknir sem þeim tengjast.

Fyrirkomulag byggist á vikulegri kennslu á neti. Farið verður í nokkrar vettvangsferðir og þurfa allir nemendur að mæta í a.m.k. fimm og skila einfaldri samantekt um hverja þeirra. Nánar um verkefni og próf eru í kennsluáætlun námskeiðsins.

X

Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám (KME205F)

Markmið
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttum kennsluháttum og hæfni sína í að fjalla um þá með fræðilega viðurkenndum hætti.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um kennsluaðferðahugtakið og dæmi kynnt um fræðilega flokkun kennsluaðferða. Rannsóknum á kennsluaðferðum verða gerð sérstök skil, einkum innlendum rannsóknum. Þá verður fjallað um kennsluhætti og kennsluaðferðir sem tengjast hugmyndum um nemendamiðað og lýðræðislegt skólastarf (m.a. opinn skóla, sveigjanlega kennsluhætti, samvinnunám, samkennslu, lausnaleitarnám, heildstæð viðfangsefni, þemanám, samkomulagsnám og sjálfstæð, skapandi viðfangsefni). Efni námskeiðsins verður tengt þróun fjölbreyttra kennsluhátta hér á landi, og erlendis, og áhersla lögð á að þátttakendur ígrundi eigin reynslu af kennslu. Þátttakendum gefst tækifæri til að kynna sér einstaka kennsluhætti og kennsluaðferðir til nokkurrar hlítar og fjalla um það með fræðilegum hætti.

Vinnulag
Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, málstofum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, hópverkefnum, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur ígrundi eigið starf og greini, túlki og meti reynslu sína og tengi hana við fræði og rannsóknir. Þáttakendur ræða lesefni námskeiðsins og tengja það kennslustundum og eigin reynslu með aðstoð lestrardagbókar og annarra verkefna. Auk þess vinna nemendur lokaverkefni sem er hópverkefni.

X

Heimabyggðin (SFG202M)

Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að greina tækifæri og áskoranir í nærsamfélagi og nærumhverfi valins staðar á Íslandi og með hvaða hætti mætti vinna með efnið í skólastarfi.
Viðfangsefni námskeiðsins er heimabyggð hvers og eins eða valins svæðis. Rýnt verður í landfræði svæðisins út frá náttúrufari, atvinnulífi, samgöngum og landnýtingu. Einnig verður fjallað um afmörkun svæða út frá náttúrufari, sögu, efnahagslífi og búsetuþróun. Notuð verða hugtök um svæði, svo sem kjarnasvæði, jaðarsvæði, kjördæmi, sveitarfélag og landshluti. Fjallað verður um dreifingu fólksfjölda, þéttbýli, strjálbýli og samtök svæða hér á landi. Sjónum verður beint að staðtengdu námi og þætti upplifunar í námi um staði. Áhersla verður lögð á hvernig megi nýta sér álitamál og ágreiningsefni í kennslunni.

Vinnulag: Námskeiðinu er skipt í lotur þar sem fengist er við eitt þema í hverri lotu. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Námskeiðið er kennt á neti í vikulegum kennslustundum. Nemendum er skylt að mæta í tiltekna tíma samkvæmt kennsluáætlun, enda hafa þeir þar ákveðið hlutverk sem ekki verður sinnt nema með þátttöku í tíma.

 

X

Bókmenntir og grunnþættir (ÍET002F)

Námskeiðið er 5 einingar. Lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar sem vel eru til þess fallnir að opna umræðu um grunnþætti menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla (2013): Læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði,  velferð og sköpun. Lesefni verður breytilegt en valið út frá þremur meginþemum sem tengjast grunnþáttunum.  Valið skal lesefni sem veitir jafnframt almenna menntun í bókmenntum, tungumáli og tjáningu. Grunnþemun þrjú eiga erindi við nemendur allra deilda Menntavísindasviðs. Þau eru:

  1. Börn og þroski
  2. Jafnrétti
  3. Menningararfur og samfélagsskilningur.

Lykilorð námskeiðsins eru: Lesskilningur, orðaforði, tjáning og túlkunarfærni.

X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

X

Hinsegin menntunarfræði (SFG004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum í hinsegin menntunarfræðum. Enn fremur að þeir fái góða innsýn inn í fræðaheim hinsegin fræða. Áhersla verður lögð að að nemar tileinki sér gagnrýna sýn á uppeldi og menntun og að þeir verði meðvitaður um veruleika hinsegin ungmenna.

Viðfangsefni: Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynhneigð, kynvitund, samtvinnun, karlmennska, kvenleiki, kynhlutverk, kynjatvíhyggja, gagnkynhneigðarhyggja og síshyggja. Fjallað verður um megininntak hinsegin menntunarfræða og hvernig nálgun þeirra getur varpað ljósi á menntun, uppeldi, tómstunda- og félagsstarf og samfélag. Nálgunin verður í anda hinsegin fræða og félagslegrar mótunarhyggju sem verða notuð til að útskýra ólíkar hugmyndir um kynhneigð, kynvitund og hinsegin kynverund. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi, hérlendis og erlendis, og hvernig það viðheldur margs konar mismunun og ýtir jafnvel undir stofnanabundna gagnkynhneigðarhyggju og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við kynhneigð, kynvitund, skólakerfi, kennslu og námsbækur. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum í að búa til hinseginvænt andrúmsloft í barna- og ungmennahópi, að flétta hinsegin veruleika inn í starf sitt og bregðast við neikvæðum viðhorfum í garð hisneginleika.

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Nám og kennsla í grunnskóla (KME102F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í helstu kenningar og rannsóknir um nám, kennslu og kennarastarfið. Sérstök áhersla er lögð á kennsluaðferðir og skipulag kennslu sem sýnt hefur stuðning við áhugahvöt nemenda. Fjallað er um starfsumhverfi grunnskólakennara m.a. þeim lögum og reglum sem gilda um grunnskóla og nemendur kynnast vettvangi með vikulöngu vettvangsnámi. 

Inntak / viðfangsefni:

Fjallað er um nám og kennslu frá mörgum sjónarhornum. Nemendur kynnast námi og kennslu á öllum stigum skyldunáms og setja fram markmið, skipuleggja ólíkar kennsluaðferðir og námsumhverfi, auk þess að skipuleggja einnig samskipti og samstarf á vettvangi. Leitast er við að tengja þessi viðfangsefni hugmyndum um fagmennsku kennara og þróun eigin starfskenningar. Í fyrri hluta námskeiðsins verður fjallað sérstaklega um áhugahvöt til náms, verkefnaval, notkun umbunar/umbunarkerfa, námsmat og hópaskiptingu. Í síðari hluta námskeiðsins verður einnig fjallað um þróun sjálfsmyndar nemenda, foreldrasamstarf, stuðning við sjálfræði nemenda, félagsleg tengsl, væntingar nemenda og kennara og skólaforðun. Einstakir efnisþættir verða ræddir og settir í samhengi við árangursríkar kennsluaðferðir sem eru til þess fallnar að ýta undir áhugahvöt nemenda til náms. 

X

Félagsfræði og heimspeki menntunar (SFG106F)

Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að veita innsýn í félagsfræðileg og heimspekileg sjónarhorn á menntun og skólastarf. Til að ná því markmiði verður fjallað um valdar félagsfræðilegar og heimspekilegar hugmyndir sem gagnast við að skoða menntun og skólaveruleika. Áhersla er á þrjá þætti. A. Að skilja hugmyndir og hugtök og geta gert grein fyrir þeim. B. Að máta hugmyndir og hugtök við þá menntun og þann skólaveruleika sem við þekkjum. C. Að fjalla með gagnrýnum hætti um hugmyndirnar og þann veruleika sem þær eiga að varpa ljósi á.

 Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða vikulega. Uppteknir fyrirlestrar verða settir á Canvas-vef námskeiðsins. Nemendur kynna sér þá og taka svo þátt í umræðutímum sem ekki verða teknir upp. Í upphafi misseris skrá nemendur sig í umræðuhópa sem haldast út misserið. Mætingarskylda (80%) er í umræðutímana en hægt er að velja um að mæta í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Þá vinna nemendur tvö hópverkefni, tvö einstaklingsverkefni og lokaverkefni.

X

Námsmat og námskrá grunnskóla (KME006F)

Meginmarkmiðið er að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni sem snýr að námskrárfræðum og námsmati og verði færir um að beita þekkingu sinni á því í skólastarfi. Fjallað er nokkur lykilhugtök námskrárfræða og matsfræða eins og þau hafa birst í íslensku skólakerfi. Þannig er fjallað um áherslur og hugmyndastefnur sem greina má í opinberum námskrám, lögum, reglugerðum og öðrum stefnuritum. Þætti sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri) í námskrárgerð, þróun skólanámskrár og þróun námsmats eru gerð skil . Fjallað er um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á námi og námsárangri (sbr. leiðsagnarmat, lokamat, gerð prófa og annarra matstækja og beitingu einkunna og vitnisburða). Þátttakendur lesa og ræða einnig um álitamál og ólíka hugmyndafræðilega strauma sem tengjast grundvallarspurningum um tilgang og markmið skyldunáms. 

Vinnulag á námskeiðinu felst í lestri greina og bókakafla, fyrirlestrum og kynningum ásamt gagnrýninni umræðu í málstofum og hópverkefnum.

Lesefni er kynnt í námsáætlun hverju sinni.

X

Viðfangsefni í samfélagsgreinamenntun (SFG107F)

Viðfangsefni: Fjallað verður um valin viðfangsefni tengd samfélagsgreinamenntun, þ.e. innan landafræði, lífsleikni, siðfræði, sögu, heimspeki, trúarbragðafræði eða þjóðfélagsfræði. Skoðaðar verða kenningar og rökræður um viðfangsefni, hugtök og nálganir á þessu sviði í kennslu og skólastarfi með það fyrir augum að nemendur geti nýtt sér umræðuna til að dýpka sýn sína á samfélagsgreinamenntun. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun í samfélagsgreinakennslu um leið og nemendum gefst kostur á að skoða betur þær greinar og viðfangsefni sem höfða mest til þeirra.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á lestri fræðilegra texta og umræðum um þá. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru reglulega unnin rökræðuverkefni. Þá kynna nemendur efni á málþingi og skrifa lokaverkefni.

X

Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengi (SFG202M, SFG203M)

Viðfangsefni: Í þessu námskeiði setjum við upp jafnréttisgleraugun og kynnumst einum grunnþætti Aðalnámskrár grunnskóla nánar, jafnrétti.

Inntak: Fjallað verður margvíslegar hliðar jafnréttis og jafnræðis og hvernig hægt er að tvinna jafnréttismenntun saman við kennslu samfélagsgreina á skapandi hátt. Fjallað er um jafnrétti og jafnræði út frá víðum sjónarhóli, líkt og í Aðalnámskrá grunnskóla, og lögð sérstök áhersla á jafnréttismál sem snúa að menningu og uppruna, fötlun, stétt og búsetu. Einnig verður hugað að þeirri margþættu mismunun sem fólk verður fyrir vegna samtvinnunar (e. intersectionality) ólíkra jaðarsetjandi þátta.

Vinnulag byggst á hópumræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fá t.d. fá þjálfun í gagnrýnum lestri hefðbundins námsefnis og kennsluáætlana- og verkefnagerð í anda jafnréttismenntunar. Í verkefnavinnu er m.a. lögð áhersla á að samþætta grunnþættina jafnrétti og sköpun en nemendur vinna eitt verkefni í samvinnu við nemendur í listgreinakennslu.

X

Ólík sjónarhorn á íslenska miðaldasögu (SFG103M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður fjallað um stóra drætti í íslenskri miðaldasögu, svo sem fólksflutninga, upphaf fastrar búsetu, átök trúarbragða, stéttaskiptingu, borgarastríð á Sturlungaöld og samskipti og tengsl við aðrar þjóðir. Meðal annars verður beitt sjónarhornum félagssögu, kynjasögu og umhverfissögu og nemendur þjálfaðir í beitingu sögulegrar hugsunar og rökfærslu, jafnt við eigin lestur sem og í samfélagsgreinakennslu. Áhersla verður lögð á að vinna með frumheimildir af margvíslegu tagi, sérstaklega í kennslu sögu og samfélagsgreina, en leiðarstef námskeiðsins er hvernig hægt sé að kenna efnið í grunn- og framhaldsskólum.

Vinnulag: Upptökur af fyrirlestrum sem nemendur kynna sér utan kennslustunda, vinnusmiðjur, vettvangsferðir, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni og samvinnuverkefni.

X

Mótandi afl: Menntun, réttlæti og gagnrýnin fræði (SFG102M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu er fjallað um samspil samfélagsgreina við samfélög sín, með áherslu á Ísland. Markmiðið námskeiðsins er að nemendur öðlast þjálfun í að ígrunda hvernig þeirra kennsla á þátt í að móta viðtekin samfélagsleg viðmið og hugmyndafræði. Einnig hvernig kennarar geti gripið inn í og hafa áhrif á mótunarferlið í anda félagslegs réttlætis.

Inntak: Nemendur öðlast skilning á því hvernig greinarnar höfðu grundvallaráhrif á hugmyndafræði þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu á 19. öld og hvernig arfleifð þessara hugmyndastefna birtist okkur í samtímanum. Því næst er athyglinni beint að völdum flóknum viðfangsefnum úr samtímanum og um leið fjallað um hvernig og hvort samfélagsgreinar geti eða eigi að hafa áhrif á samfélög í samtímanum. Nemendur kynnast fræðilegum viðfangsefnum gagnrýnna fræða, sér í lagi viðfangsefnum sem tilheyra gagnrýnum menntunarfræðum, loftslagsbreytingamenntun, kynjafræði, hinsegin fræðum og eftirlendufræðum. Þeir öðlast jafnframt þjálfun í að beita nálgunum gagnrýnna fræða, einkum gagnrýnna menntunarfræða, í skólastofunni, m.a. í skipulagi kennslu og hönnun og framkvæmd verkefna

Vinnulag: Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum á neti og umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við álitamál og æfa sig í að glíma við þau í grunnskólakennslu.

X

Samfélagsgreinakennsla og skapandi nám (SFG005G, SFG401G)

Viðfangsefni: Meginmarkmið þessa námskeiðs er að kennaranemi öðlist þekkingu á kennslufræði samfélagsgreina og hæfni til að kenna þessar greinar á skapandi hátt á mið- og unglingastigi grunnskóla. Fjallað verður um viðfangsefni og námsefni samfélagsgreina og rannsóknir á samfélagsgreinanámi og -kennslu. Einnig er leitað svara við hvernig megi kenna fagið á árangursríkan hátt með skapandi aðferðum og þannig tengt við einn af grunnþáttum aðalnámskrár.

Viðfangsefni og verkefni verða skipulögð með tilliti til fjölbreyttra og virkra kennsluaðferða og skapandi starfs, m.a. með aðferðum leiklistar í kennslu.

Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt.

Námskeiðið tengist vettvangsnámi á misserinu sem felst í undirbúningi kennslu í einstökum greinum og kennslufræði þeirra og uppgjöri og samantekt að vettvangsnámi loknu.

Vinnulag: Fyrirlestrar, vinnusmiðjur, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni, samvinnuverkefni og leiðsögn.

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F, MVS212F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F, MVS212F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

X

Lokaverkefni (SFG401L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er 30e einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum ogrannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á sumum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist með ákveðnum hætti á tvö eða þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni

X

Nám og kennsla - fagmennska í starfi (KME301F)

Meginviðfangsefni námskeiðsins er fagmennska í starfi kennara og hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara sem og fagreinakennara. Sérstök áhersla er lögð á að styðja kennaranema í að móta heildstæða starfskenningu, efla fagvitund, skerpa sýn á kennarastarfið og skilning á þeim skuldbindingum sem starfið felur í sér. Á námskeiðinu er áhersla lögð á tengsl kennslu og náms og það hlutverk kennarans að byggja upp öflugt og skapandi námsumhverfi. Fjallað verður um siðfræði kennarastarfsins, manngildissjónarmið og ábyrgð kennara, gagnvart velferð barna og foreldrasamstarfi. Meðal viðfangsefna verða sjálfsrýni og sjálfsmat, ígrundun eigin kennslu og í samræðu við nema úr öðrum faggreinum. Auk þess er lögð áhersla á samskiptafærni, m.a. í samskiptum við foreldra, viðtalstækni, teymiskennslu og teymisvinnu og mismunandi leiðir til bekkjarstjórnunar.

Vinnulag byggir á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við vettvangsnám. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr skólastarfi. Kennaranemar lesa valdar greinar og rannsóknir sem tengjast námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér. Þeir vinna námsþáttaverkefni og halda rannsóknardagbók a.m.k. einu sinni í viku meðan á vettvangsnámi stendur. Kennaranemar vinna að jafnaði saman í teymi á vettvangi í samstarfi við æfingakennara og kennara námskeiðsins. Þeir fara með ákveðin verkefni til að skoða og vinna með, auk þess sem þeir skipuleggja samþætt, lýðræðislegt verkefni um málfefni líðandi stundar. Einnig safna þeir gögnum af vettvangi sem nýtt eru í tengslum við vinnu að námsþáttum námskeiðsins. Áhersla er lögð á að skrifin tengist kenningum um nám og kennslu, faggrein, siðfræði og starfskenningu kennaranema. Vettvangsnámshlutinn er einnig hluti af námsvinnunni í bóknámshluta námskeiðsins, þ.e. einstakir námsþættir og vettvangsnámið eiga að mynda eina samofna heild.

Vettvangsnámið dreifist yfir allt skólaárið, allt frá því þegar skólar hefja störf í ágúst þar til skóla lýkur að vori. Mætingaskylda er á námskeiðinu á mánudögum eftir hádegi á Menntavísindasviði eða í rauntíma á neti fyrir þá sem búa að landsbyggðinni utan við Selfoss eða Akranes.

Kennaranemar velja sjálfir hvort þeir fara í launað starfsnám eða ólaunað vettvangsnám:

Launað starfsnám (leiðbeinendur í kennslu). Kennaranemar sem hyggja á launað starfsnám leita sér sjálfir að stöðu og sækja um. Þeir stunda vettvangsnámið  í eigin bekk/námshópum sem þeir eru að kenna.
Í launuðu starfsnámi er hálft starf fullgilt vettvangsnám og kennaranemar sinna bæði störfum umsjónarkennara og kennslu í faggrein/sérhæfingu sinni. Miðað er við að allir kenni að lágmarki 4 kennslustundir á viku í faggrein sinni. Vettvangsnámið er hluti af starfi og fylgir því skólaárinu í grunnskóla viðkomandi.

Ólaunað vettvangsnám. Kennaranemar sem hyggja á ólaunað vettvangsnám geta lagt til hvar þeir vilji stunda sitt vettvangsnám. Í könnun sem send verður út í maí geta þeir óskað eftir borgarhluta/ landsvæði eða skóla.

Á vettvangi skila þeir að jafnaði fjögurra til sex klukkustunda viðveru á dag, 2 – 3 daga í viku, þ.e. 12 klukkustundum á viku. Þar af er miðað við að þeir kenni 8 kennslustundir og þarf kennsla í faggrein að vera minnst 4 kennslustundir á viku. Einnig þarf nemi að hafa tækifæri til að kynnast hlutverki umsjónarkennara.

Vettvangsnámstímabilið í ólaunuðu vettvangsnámi fylgir háskólaárinu.

X

Nám og kennsla – vettvangsnám í faggrein (FAG401F)

Meginviðfangsefni námskeiðsins er vettvangsnám í faggrein. Lögð er áhersla á að nemar prófi sig í kennslu og fái tækifæri til að ræða, meta, ígrunda og þróa kennslu sína. Þeir þróa kennsluáætlun byggða á aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrá. Þeir greina atvik úr kennslu sinni og draga lærdóm af þeim. Þeir skoða fjölbreyttar kennsluaðferðir og beita þeim í kennslu á vettvangi. 

Vinnulag: Nemendur eru á vettvangi alla önnina á báðum námskeiðum og mæta reglulega í kennslustundir í háskólanum. Byggt er á fyrirlestrum, umræðum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við námskeiðið Nám og kennsla - fagmennska. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér.

X

Ísland nútímans (SFG205F)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður spurt hver sé staðan á Íslandi í dag með hliðsjón af t.d. samsetningu íbúa, búsetumynstri, atvinnuháttum, uppbyggingu samfélagsins og stjórnskipan. Í námskeiðinu greina þátttakendur valið svæði á Íslandi út frá opinberum gögnum og rannsóknarniðurstöðum. Einnig snýst greiningin um trúverðugleika upplýsinga, álitamál á borð við samband ríkis og trúarbragða og samfélagsleg áhrif loftslagsbreytinga. Rýnt verður í af hverju staðan sé sú sem birtist, hvort einhverju þyrfti að breyta og af hverju með hliðsjón af framtíðarsýn þátttakenda á skólastarf.

Vinnulag: Námskeiðið er að mestu skipt í tveggja vikna lotur þar sem fengist er við eitt þema í hverri lotu. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Námskeiðið er kennt í vikulegum kennslustundum á neti. Enginn munur er á skipulagi náms hjá stað- og fjarnemum. Sjá nánar í kennsluáætlun. Þátttakendum skylt að mæta í 80% kennslustunda (sbr. reglur HÍ) samkvæmt kennsluáætlun. 

X

Bókmenntir og grunnþættir (ÍET002F)

Námskeiðið er 5 einingar. Lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar sem vel eru til þess fallnir að opna umræðu um grunnþætti menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla (2013): Læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði,  velferð og sköpun. Lesefni verður breytilegt en valið út frá þremur meginþemum sem tengjast grunnþáttunum.  Valið skal lesefni sem veitir jafnframt almenna menntun í bókmenntum, tungumáli og tjáningu. Grunnþemun þrjú eiga erindi við nemendur allra deilda Menntavísindasviðs. Þau eru:

  1. Börn og þroski
  2. Jafnrétti
  3. Menningararfur og samfélagsskilningur.

Lykilorð námskeiðsins eru: Lesskilningur, orðaforði, tjáning og túlkunarfærni.

X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

X

Hinsegin menntunarfræði (SFG004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum í hinsegin menntunarfræðum. Enn fremur að þeir fái góða innsýn inn í fræðaheim hinsegin fræða. Áhersla verður lögð að að nemar tileinki sér gagnrýna sýn á uppeldi og menntun og að þeir verði meðvitaður um veruleika hinsegin ungmenna.

Viðfangsefni: Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynhneigð, kynvitund, samtvinnun, karlmennska, kvenleiki, kynhlutverk, kynjatvíhyggja, gagnkynhneigðarhyggja og síshyggja. Fjallað verður um megininntak hinsegin menntunarfræða og hvernig nálgun þeirra getur varpað ljósi á menntun, uppeldi, tómstunda- og félagsstarf og samfélag. Nálgunin verður í anda hinsegin fræða og félagslegrar mótunarhyggju sem verða notuð til að útskýra ólíkar hugmyndir um kynhneigð, kynvitund og hinsegin kynverund. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi, hérlendis og erlendis, og hvernig það viðheldur margs konar mismunun og ýtir jafnvel undir stofnanabundna gagnkynhneigðarhyggju og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við kynhneigð, kynvitund, skólakerfi, kennslu og námsbækur. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum í að búa til hinseginvænt andrúmsloft í barna- og ungmennahópi, að flétta hinsegin veruleika inn í starf sitt og bregðast við neikvæðum viðhorfum í garð hisneginleika.

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Ísland nútímans (SFG205F)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður spurt hver sé staðan á Íslandi í dag með hliðsjón af t.d. samsetningu íbúa, búsetumynstri, atvinnuháttum, uppbyggingu samfélagsins og stjórnskipan. Í námskeiðinu greina þátttakendur valið svæði á Íslandi út frá opinberum gögnum og rannsóknarniðurstöðum. Einnig snýst greiningin um trúverðugleika upplýsinga, álitamál á borð við samband ríkis og trúarbragða og samfélagsleg áhrif loftslagsbreytinga. Rýnt verður í af hverju staðan sé sú sem birtist, hvort einhverju þyrfti að breyta og af hverju með hliðsjón af framtíðarsýn þátttakenda á skólastarf.

Vinnulag: Námskeiðið er að mestu skipt í tveggja vikna lotur þar sem fengist er við eitt þema í hverri lotu. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Námskeiðið er kennt í vikulegum kennslustundum á neti. Enginn munur er á skipulagi náms hjá stað- og fjarnemum. Sjá nánar í kennsluáætlun. Þátttakendum skylt að mæta í 80% kennslustunda (sbr. reglur HÍ) samkvæmt kennsluáætlun. 

X

Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengi (SFG203M)

Viðfangsefni: Í þessu námskeiði setjum við upp jafnréttisgleraugun og kynnumst einum grunnþætti Aðalnámskrár grunnskóla nánar, jafnrétti.

Inntak: Fjallað verður margvíslegar hliðar jafnréttis og jafnræðis og hvernig hægt er að tvinna jafnréttismenntun saman við kennslu samfélagsgreina á skapandi hátt. Fjallað er um jafnrétti og jafnræði út frá víðum sjónarhóli, líkt og í Aðalnámskrá grunnskóla, og lögð sérstök áhersla á jafnréttismál sem snúa að menningu og uppruna, fötlun, stétt og búsetu. Einnig verður hugað að þeirri margþættu mismunun sem fólk verður fyrir vegna samtvinnunar (e. intersectionality) ólíkra jaðarsetjandi þátta.

Vinnulag byggst á hópumræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fá t.d. fá þjálfun í gagnrýnum lestri hefðbundins námsefnis og kennsluáætlana- og verkefnagerð í anda jafnréttismenntunar. Í verkefnavinnu er m.a. lögð áhersla á að samþætta grunnþættina jafnrétti og sköpun en nemendur vinna eitt verkefni í samvinnu við nemendur í listgreinakennslu.

X

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (SNU007F)

Í námskeiðinu er fjallað um:

  • áhrif upplýsingatækni á menntun og skólastarf
  • námskrá og stefnumótun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
  • hugtök, kenningar og rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni í námi og kennslu
  • innleiðingu tölva og upplýsingatækni í skólastarf
  • kennsluhætti, símenntun kennara, hugbúnað og stafrænt námsefni
  • stafræna hæfni nemenda og kennara og læsi á upplýsingar, miðla, tölvur og tækni
  • hlutdeild upplýsingatækni í lífi fólks innan og utan skóla

Vinnulag:
Lestur og umræða um námskrá og stefnu, fræði, nýjar rannsóknir og athuganir á vettvangi. Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Þeir miðla hugmyndum sínum og reynslu af notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og leggja sitt af mörkum við að byggja upp öflugt náms- og fagsamfélag.

X

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)

Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum.  Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.

Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.

Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna). 

X

Nám og kennsla: Að mæta sérþörfum (MAL102F)

Meginviðfangsefni námskeiðsins eru kennsluhættir og námsaðstæður sem miða að því að efla árangur fjölbreyttra nemendahópa, huga að styrkleikum þeirra og veikleikum í skóla án aðgreiningar með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Fjallað er um algengustu sérþarfir nemenda og sérstök áhersla lögð á árangursríkar (gagnreyndar) leiðir til að mæta margbreytilegum þörfum nemenda og efla þá í námi, meðal annars til að draga úr vanda varðandi lestrarnám, hegðun, líðan, einbeitingu, ofvirkni og einhverfu. Samhliða er rætt um mikilvægi þess að hafa hæfileika og styrkleika nemenda ávallt í forgrunni og aðgreina erfiðleika frá eiginleikum einstaklinga. Einnig er fjallað um fjölmenningarkennslu og kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Kynntar eru helstu aðferðir við bekkjarstjórnun og einstaklingsmiðuð úrræði til að bæta hegðun, félagsfærni, líðan og námsárangur fjölbreytts hóps nemenda. Fjallað er um þverfaglegt samstarf, teymisvinnu og samvinnu við foreldra barna með sérþarfir. Umfjöllunarefni námskeiðsins grundvallast á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og rannsóknum á því sem vel hefur gefist við að mæta fjölbreytilegum nemendahópi, með það að markmiði að veita öllum nemendum jafngild tækifæri í námi.

X

Félagsfræði og heimspeki menntunar (SFG106F)

Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að veita innsýn í félagsfræðileg og heimspekileg sjónarhorn á menntun og skólastarf. Til að ná því markmiði verður fjallað um valdar félagsfræðilegar og heimspekilegar hugmyndir sem gagnast við að skoða menntun og skólaveruleika. Áhersla er á þrjá þætti. A. Að skilja hugmyndir og hugtök og geta gert grein fyrir þeim. B. Að máta hugmyndir og hugtök við þá menntun og þann skólaveruleika sem við þekkjum. C. Að fjalla með gagnrýnum hætti um hugmyndirnar og þann veruleika sem þær eiga að varpa ljósi á.

 Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða vikulega. Uppteknir fyrirlestrar verða settir á Canvas-vef námskeiðsins. Nemendur kynna sér þá og taka svo þátt í umræðutímum sem ekki verða teknir upp. Í upphafi misseris skrá nemendur sig í umræðuhópa sem haldast út misserið. Mætingarskylda (80%) er í umræðutímana en hægt er að velja um að mæta í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Þá vinna nemendur tvö hópverkefni, tvö einstaklingsverkefni og lokaverkefni.

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
X

Fjarnám og kennsla (SNU008F)

Á námskeiðinu verða hugtökin fjarnám- og fjarkennsla og tengd hugtök s.s. blandað nám, dreifnám og netnám skoðuð og skilgreind. Skoðaðar verða hugmyndir og kenningar sem tengjast sviðinu og hvernig þær hafa þróast frá áherslu á sjálfstætt nám (independent study) á tímum bréfaskóla til áherslu á samskipti og uppbyggingu sameiginlegrar þekkingar á tímum netvæðingar og alþjóðahyggju. Fjallað verður um erlendar og innlendar rannsóknir á fjarnámi og -kennslu. Athygli er beint að stöðu fjarnáms á mismunandi skólastigum, fjarnemum og þörfum þeirra, kennsluháttum með nýtingu mismunandi miðla og hönnun fjarnámsáfanga m.t.t. alþjóðlegra viðmiða og gæðastaðla.

Vinnulag
Fyrirlestrar, lestur og umræður um fræði og nýjar rannsóknir; athuganir á mismunandi fjarnáms- og kennsluaðferðum og tæknibúnaði til fjarkennslu á mismunandi skólastigum. Meðal annars verður skoðað og rætt um það fjarnám sem þátttakendur hafa reynslu af sem fjarnemar og/eða kennarar, nemendur gera eitt minna hópverkefni (lausnaleitarnám) og annað stærra einstaklingsverkefni.

X

Mótandi afl: Menntun, réttlæti og gagnrýnin fræði (SFG102M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu er fjallað um samspil samfélagsgreina við samfélög sín, með áherslu á Ísland. Markmiðið námskeiðsins er að nemendur öðlast þjálfun í að ígrunda hvernig þeirra kennsla á þátt í að móta viðtekin samfélagsleg viðmið og hugmyndafræði. Einnig hvernig kennarar geti gripið inn í og hafa áhrif á mótunarferlið í anda félagslegs réttlætis.

Inntak: Nemendur öðlast skilning á því hvernig greinarnar höfðu grundvallaráhrif á hugmyndafræði þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu á 19. öld og hvernig arfleifð þessara hugmyndastefna birtist okkur í samtímanum. Því næst er athyglinni beint að völdum flóknum viðfangsefnum úr samtímanum og um leið fjallað um hvernig og hvort samfélagsgreinar geti eða eigi að hafa áhrif á samfélög í samtímanum. Nemendur kynnast fræðilegum viðfangsefnum gagnrýnna fræða, sér í lagi viðfangsefnum sem tilheyra gagnrýnum menntunarfræðum, loftslagsbreytingamenntun, kynjafræði, hinsegin fræðum og eftirlendufræðum. Þeir öðlast jafnframt þjálfun í að beita nálgunum gagnrýnna fræða, einkum gagnrýnna menntunarfræða, í skólastofunni, m.a. í skipulagi kennslu og hönnun og framkvæmd verkefna

Vinnulag: Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum á neti og umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við álitamál og æfa sig í að glíma við þau í grunnskólakennslu.

X

Heimabyggðin (SFG202M)

Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að greina tækifæri og áskoranir í nærsamfélagi og nærumhverfi valins staðar á Íslandi og með hvaða hætti mætti vinna með efnið í skólastarfi.
Viðfangsefni námskeiðsins er heimabyggð hvers og eins eða valins svæðis. Rýnt verður í landfræði svæðisins út frá náttúrufari, atvinnulífi, samgöngum og landnýtingu. Einnig verður fjallað um afmörkun svæða út frá náttúrufari, sögu, efnahagslífi og búsetuþróun. Notuð verða hugtök um svæði, svo sem kjarnasvæði, jaðarsvæði, kjördæmi, sveitarfélag og landshluti. Fjallað verður um dreifingu fólksfjölda, þéttbýli, strjálbýli og samtök svæða hér á landi. Sjónum verður beint að staðtengdu námi og þætti upplifunar í námi um staði. Áhersla verður lögð á hvernig megi nýta sér álitamál og ágreiningsefni í kennslunni.

Vinnulag: Námskeiðinu er skipt í lotur þar sem fengist er við eitt þema í hverri lotu. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Námskeiðið er kennt á neti í vikulegum kennslustundum. Nemendum er skylt að mæta í tiltekna tíma samkvæmt kennsluáætlun, enda hafa þeir þar ákveðið hlutverk sem ekki verður sinnt nema með þátttöku í tíma.

 

X

Viðfangsefni í samfélagsgreinamenntun (SFG107F)

Viðfangsefni: Fjallað verður um valin viðfangsefni tengd samfélagsgreinamenntun, þ.e. innan landafræði, lífsleikni, siðfræði, sögu, heimspeki, trúarbragðafræði eða þjóðfélagsfræði. Skoðaðar verða kenningar og rökræður um viðfangsefni, hugtök og nálganir á þessu sviði í kennslu og skólastarfi með það fyrir augum að nemendur geti nýtt sér umræðuna til að dýpka sýn sína á samfélagsgreinamenntun. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun í samfélagsgreinakennslu um leið og nemendum gefst kostur á að skoða betur þær greinar og viðfangsefni sem höfða mest til þeirra.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á lestri fræðilegra texta og umræðum um þá. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru reglulega unnin rökræðuverkefni. Þá kynna nemendur efni á málþingi og skrifa lokaverkefni.

X

Ólík sjónarhorn á íslenska miðaldasögu (SFG103M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður fjallað um stóra drætti í íslenskri miðaldasögu, svo sem fólksflutninga, upphaf fastrar búsetu, átök trúarbragða, stéttaskiptingu, borgarastríð á Sturlungaöld og samskipti og tengsl við aðrar þjóðir. Meðal annars verður beitt sjónarhornum félagssögu, kynjasögu og umhverfissögu og nemendur þjálfaðir í beitingu sögulegrar hugsunar og rökfærslu, jafnt við eigin lestur sem og í samfélagsgreinakennslu. Áhersla verður lögð á að vinna með frumheimildir af margvíslegu tagi, sérstaklega í kennslu sögu og samfélagsgreina, en leiðarstef námskeiðsins er hvernig hægt sé að kenna efnið í grunn- og framhaldsskólum.

Vinnulag: Upptökur af fyrirlestrum sem nemendur kynna sér utan kennslustunda, vinnusmiðjur, vettvangsferðir, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni og samvinnuverkefni.

X

Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám (KME205F)

Markmið
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttum kennsluháttum og hæfni sína í að fjalla um þá með fræðilega viðurkenndum hætti.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um kennsluaðferðahugtakið og dæmi kynnt um fræðilega flokkun kennsluaðferða. Rannsóknum á kennsluaðferðum verða gerð sérstök skil, einkum innlendum rannsóknum. Þá verður fjallað um kennsluhætti og kennsluaðferðir sem tengjast hugmyndum um nemendamiðað og lýðræðislegt skólastarf (m.a. opinn skóla, sveigjanlega kennsluhætti, samvinnunám, samkennslu, lausnaleitarnám, heildstæð viðfangsefni, þemanám, samkomulagsnám og sjálfstæð, skapandi viðfangsefni). Efni námskeiðsins verður tengt þróun fjölbreyttra kennsluhátta hér á landi, og erlendis, og áhersla lögð á að þátttakendur ígrundi eigin reynslu af kennslu. Þátttakendum gefst tækifæri til að kynna sér einstaka kennsluhætti og kennsluaðferðir til nokkurrar hlítar og fjalla um það með fræðilegum hætti.

Vinnulag
Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, málstofum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, hópverkefnum, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur ígrundi eigið starf og greini, túlki og meti reynslu sína og tengi hana við fræði og rannsóknir. Þáttakendur ræða lesefni námskeiðsins og tengja það kennslustundum og eigin reynslu með aðstoð lestrardagbókar og annarra verkefna. Auk þess vinna nemendur lokaverkefni sem er hópverkefni.

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F, MVS212F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F, MVS212F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

X

Lokaverkefni (SFG401L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er 30e einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum ogrannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á sumum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist með ákveðnum hætti á tvö eða þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni

X

Megindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS302F)

Markmið
Að nemendur þekki og geti beitt algengustu tölfræðiaðferðum við úrvinnslu gagna og geti metið tölfræðilegar niðurstöður. Að nemandi hafi kunnáttu og þekkingu til þess að greina og miðla tölulegum upplýsingum skv. APA útgáfustaðlinum (t.d. í lokaritgerð) og geti sýnt frumkvæði við tölfræðilega úrvinnslu gagna. Einnig að nemendur kynnist helstu rannsóknarsniðum í megindlegri aðferðafræði.

Inntak og viðfangsefni
Fjallað verður um megindlegar rannsóknaraðferðir og rannsóknarsnið. Í tölfræði verður mest áhersla lögð á fylgni og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Einnig verður unnið með aðferðir dreifigreiningar og þáttagreiningar (leitandi og staðfestandi). Að lokum verða nemendur kynntir fyrir grunnhugsun Bayesískrar tölfræði og mati á heildarvillu (e. Total survey error). Nemendur læra að vinna greiningar með tölfræðiforriti. Sérstök áhersla verður á túlkun gagnasafna sem tengjast jafnréttismálum og inngildandi menntun. 

Vinnulag
Námskeiðið verður kennt vikulega á fjarfundum. Tvær staðlotur eru á önninni. Skyldumætingu er í staðlotunum. Þeir sem eiga um langan veg að fara geta tekið þátt í staðlotunum í fjarfundi.  Nemendur verða að hafa nýjustu stöðugu (e. solid) útgáfu af Jamovi (sjá jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS301F)

Í námskeiðinu verða teknar fyrir eigindlegar rannsóknaraðferðir, einkenni þeirra og saga.  Rauður þráður í gegnum námskeiðið verður gildi og hlutverk rannsókna við þróun skólastarfs og tengsl við fagmennsku í uppeldis-, menntunar- og þjálfunarstörfum.  Kynntar verða helstu rannsóknarleiðir eða nálganir innan eigindlegar aðferða, s.s. etnógrafía, fyrirbærafræði. Fjallað verður um aðferðir við gagnasöfnun og mismunandi tegundir gagna, s.s. vettvangsathuganir, áhorfsathuganir, viðtöl af ýmsum gerðum, vettvangsnótur og fyrirliggjandi gögn bæði sjónræn og textar. Kynntar verða mismunandi leiðir til að túlka og greina gögnin t.d. þema-, frásagnar- og orðræðugreining og nemendur þjálfaðir í að koma niðurstöðum frá sér á skipulegan og vandaðan hátt.

Vinnulag:
Fastir kennslutímar verða vikulega. Tímarnir (fyrir utan staðlotur) verða teknir upp og verða aðgengilegir fjarnemum.  Kennslan samastendur af fyrirlestrum, umræðum og/eða verkefnum. Nemendur vinna virkniverkefni saman sem þeir skila vikulega. Staðnemar  vinna þau í tímum en fjarnemar vinna þau saman í hópum. Einnig er gert ráð fyrir umræðum um efni fyrirlestranna á facebook.

X

Starfstengd leiðsögn – leiðsagnarhlutverkið (STM104F)

Námskeiðið er ætlað kennurum á öllum skólastigum og öðrum sem annast starfstengda leiðsögn á sviði uppeldis og menntunar. Námskeiðið er grunnnámskeið á námssviðinu/námsleiðinni Starfstengd leiðsögn á sviði uppeldis og menntunar en einnig er hægt að taka það sem stakt valnámskeið. 

Tilgangur námskeiðisins er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á starfstengdri leiðsögn, markmiðum með slíkri leiðsögn, leiðsagnarhlutverki kennara og leiðsagnaraðferðum, og geti beitt þekkingunni í starfi. Stefnt er að því að nemendur geti nýtt sér helstu kenningar um starfstengda leiðsögn og fræðileg hugtök til að ræða og skipuleggja eigið starf sem leiðsagnarkennarar. Áhersla er lögð á að nemendur verði meðvitaðir um hvernig starfstengd leiðsögn getur eflt faglega starfshæfni einstaklinga og hópa, m.a. nemenda í vettvangsnámi, nýliða í kennslu, reyndra kennara og annars fagfólks. Lögð er áhersla á hagnýta þjálfun í starfstengdri leiðsögn sem leið til aukinnar fagmennsku og hugað er að ábyrgð og samstarfi leiðsagnarkennara og þeirra sem njóta leiðsagnarinnar.

X

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)

Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum.  Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.

Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.

Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna). 

X

Fjarnám og kennsla (SNU008F)

Á námskeiðinu verða hugtökin fjarnám- og fjarkennsla og tengd hugtök s.s. blandað nám, dreifnám og netnám skoðuð og skilgreind. Skoðaðar verða hugmyndir og kenningar sem tengjast sviðinu og hvernig þær hafa þróast frá áherslu á sjálfstætt nám (independent study) á tímum bréfaskóla til áherslu á samskipti og uppbyggingu sameiginlegrar þekkingar á tímum netvæðingar og alþjóðahyggju. Fjallað verður um erlendar og innlendar rannsóknir á fjarnámi og -kennslu. Athygli er beint að stöðu fjarnáms á mismunandi skólastigum, fjarnemum og þörfum þeirra, kennsluháttum með nýtingu mismunandi miðla og hönnun fjarnámsáfanga m.t.t. alþjóðlegra viðmiða og gæðastaðla.

Vinnulag
Fyrirlestrar, lestur og umræður um fræði og nýjar rannsóknir; athuganir á mismunandi fjarnáms- og kennsluaðferðum og tæknibúnaði til fjarkennslu á mismunandi skólastigum. Meðal annars verður skoðað og rætt um það fjarnám sem þátttakendur hafa reynslu af sem fjarnemar og/eða kennarar, nemendur gera eitt minna hópverkefni (lausnaleitarnám) og annað stærra einstaklingsverkefni.

X

Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám (KME205F)

Markmið
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttum kennsluháttum og hæfni sína í að fjalla um þá með fræðilega viðurkenndum hætti.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um kennsluaðferðahugtakið og dæmi kynnt um fræðilega flokkun kennsluaðferða. Rannsóknum á kennsluaðferðum verða gerð sérstök skil, einkum innlendum rannsóknum. Þá verður fjallað um kennsluhætti og kennsluaðferðir sem tengjast hugmyndum um nemendamiðað og lýðræðislegt skólastarf (m.a. opinn skóla, sveigjanlega kennsluhætti, samvinnunám, samkennslu, lausnaleitarnám, heildstæð viðfangsefni, þemanám, samkomulagsnám og sjálfstæð, skapandi viðfangsefni). Efni námskeiðsins verður tengt þróun fjölbreyttra kennsluhátta hér á landi, og erlendis, og áhersla lögð á að þátttakendur ígrundi eigin reynslu af kennslu. Þátttakendum gefst tækifæri til að kynna sér einstaka kennsluhætti og kennsluaðferðir til nokkurrar hlítar og fjalla um það með fræðilegum hætti.

Vinnulag
Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, málstofum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, hópverkefnum, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur ígrundi eigið starf og greini, túlki og meti reynslu sína og tengi hana við fræði og rannsóknir. Þáttakendur ræða lesefni námskeiðsins og tengja það kennslustundum og eigin reynslu með aðstoð lestrardagbókar og annarra verkefna. Auk þess vinna nemendur lokaverkefni sem er hópverkefni.

X

Jörðin og himingeimurinn (SNU201M)

Inntak / viðfangsefni: 
Hugmyndir barna um náttúrufyrirbæri (staða jarðar í himingeimnum og berg)
Sólkerfið; Staða jarðar í sólkerfinu og hvernig hún hreyfist þar, aðdráttarafl, árstíðaskipti, dægraskipti, kvartilaskipti tunglsins.
Myndun og mótun lands; lagskipting jarðar og landrek, útræn og innræn öfl, bergtegundir, eldgos, jarðskjálftar. Stutt yfirlit yfir jarðsöguna. 
Loftslagsbeltin; veður og loftslag; lofthjúpurinn, geislun og orkuskipti, hitafar, loftþrýstingur og vindar, raki og úrkoma, loftmassar, vestanvindar, staðvindar, monsún, fárviðri.
Gróðurbeltin; einkenni gróðursvæða, tengsl við loftslagsflokkun Köppens, einkenni jarðvegsgerða.
Hafstraumar; sjávarföll, heitir og kaldir hafstraumar, fiskimið ofl.
Áhrif manna á umhverfi sitt, verndun og varðveisla umhverfis, mengun, gróðurhúsaáhrif ofl.
Kennsla; Kynntar verða hugmyndir að kennslu ofantaldra viðfangsefna sem og rannsóknir sem þeim tengjast.

Fyrirkomulag byggist á vikulegri kennslu á neti. Farið verður í nokkrar vettvangsferðir og þurfa allir nemendur að mæta í a.m.k. fimm og skila einfaldri samantekt um hverja þeirra. Nánar um verkefni og próf eru í kennsluáætlun námskeiðsins.

X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemenda (ÍET206F)

Fjallað verður um íslensku sem annað mál og menntun fjöltyngdra grunnskólanemenda. Rætt verður um máltöku og máluppeldi og hver sé munurinn á því að öðlast færni í móðurmáli og öðru máli. Sérstök áhersla verður lögð á það sem kennarar þurfa almennt að kunna um íslenskt mál til að geta sinnt vel annars máls nemendum svo að þau nái framförum í þeirri námsgrein sem til umfjöllunar er.

Farið verður í uppbyggingu íslenska málkerfisins, framburð, orðmyndun, beygingar, setningagerð, merkingu orða og orðasambanda, lagskiptingu orðaforðans og ýmislegt sem viðkemur málnotkun, og fjallað um hvað getur helst vafist fyrir fjöltyngdum grunnskólanemendum sem eru að tileinka sér málið. Rætt verður um persónubundinn mun málhafa þegar þeir tileinka sér íslensku sem annað mál, með sérstaka áherslu á hvert móðurmál þeirra er til að geta greint hvar helst sé að vænta erfiðleika við tileinkun íslensku og til að geta brugðist við því.

Í framhaldi af þessu verður unnið með kennslu mismunandi faggreina og hvernig skipuleggja megi hana þannig að hún taki mið af mismunandi getu fjöltyngdra nemenda í íslensku. Meðal annars verður tekið fyrir hvernig hægt er að semja og einfalda texta svo að laga megi þá að getu fjöltyngdra nemenda í íslensku.

 

X

Menntun til sjálfbærni – hæfni í heimi breytinga (FAG201F)

Fjallað verður um hugtakið sjálfbær þróun og meginhugmyndir alþjóðlegra sáttmála um sjálfbærni. Tekin verða dæmi af ýmsum vandamálum er tengjast umhverfi og náttúru, s.s. loftslagsmálum, tegundafækkun, jarðvegseyðingu og mengun. Lögð verður áhersla á að greina vandamál úr umhverfi nemenda með áherslu á að finna mögulegar lausnir. Fjallað verður um hlutverk kennara í að vinna með ágreiningsmál og hvernig þeir geta kennt börnum að greina vanda, meta upplýsingar og setja fram hugsanlegar lausnir. Þátttakendur lesi og noti rannsóknir á sjálfbærnimenntun. Einnig munu þátttakendur skoða eigin viðhorf til sjálfbærrar þróunar, gildi sín og meta eigin hegðun.
Skyldumæting er í staðlotur samkvæmt kennslualmanaki Menntavísindasviðs.

X

Læsi í faggreinum (ÍET214F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur þrói hugmyndir sínar um læsi og hvernig vinna megi með læsi þvert á faggreinar þannig að þeir verði betur í stakk búnir að kenna sínar greinar. Í kennaranámi þróa kennaranemar starfskenningu sínu, þ.e. skoða og móta hugmyndir sínar um það hvernig þeir ætla eða vilja starfa sem kennarar

 Lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu þvert á faggreinar og að nemendur kynnist rannsóknum og nýjungum í kennsluháttum sem efla læsi og fagorðaforða á öllum skólastigum.

X

Bókmenntir og grunnþættir (ÍET002F)

Námskeiðið er 5 einingar. Lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar sem vel eru til þess fallnir að opna umræðu um grunnþætti menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla (2013): Læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði,  velferð og sköpun. Lesefni verður breytilegt en valið út frá þremur meginþemum sem tengjast grunnþáttunum.  Valið skal lesefni sem veitir jafnframt almenna menntun í bókmenntum, tungumáli og tjáningu. Grunnþemun þrjú eiga erindi við nemendur allra deilda Menntavísindasviðs. Þau eru:

  1. Börn og þroski
  2. Jafnrétti
  3. Menningararfur og samfélagsskilningur.

Lykilorð námskeiðsins eru: Lesskilningur, orðaforði, tjáning og túlkunarfærni.

X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

X

Hinsegin menntunarfræði (SFG004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum í hinsegin menntunarfræðum. Enn fremur að þeir fái góða innsýn inn í fræðaheim hinsegin fræða. Áhersla verður lögð að að nemar tileinki sér gagnrýna sýn á uppeldi og menntun og að þeir verði meðvitaður um veruleika hinsegin ungmenna.

Viðfangsefni: Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynhneigð, kynvitund, samtvinnun, karlmennska, kvenleiki, kynhlutverk, kynjatvíhyggja, gagnkynhneigðarhyggja og síshyggja. Fjallað verður um megininntak hinsegin menntunarfræða og hvernig nálgun þeirra getur varpað ljósi á menntun, uppeldi, tómstunda- og félagsstarf og samfélag. Nálgunin verður í anda hinsegin fræða og félagslegrar mótunarhyggju sem verða notuð til að útskýra ólíkar hugmyndir um kynhneigð, kynvitund og hinsegin kynverund. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi, hérlendis og erlendis, og hvernig það viðheldur margs konar mismunun og ýtir jafnvel undir stofnanabundna gagnkynhneigðarhyggju og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við kynhneigð, kynvitund, skólakerfi, kennslu og námsbækur. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum í að búa til hinseginvænt andrúmsloft í barna- og ungmennahópi, að flétta hinsegin veruleika inn í starf sitt og bregðast við neikvæðum viðhorfum í garð hisneginleika.

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Andri Rafn Ottesen
Andri Rafn Ottesen
Kennsla samfélagsgreina

Besta ákvörðun sem ég hef tekið var að fara í kennaranám og meistaranámið er þar engin undantekning. Námið er bæði gagnlegt og skemmtilegt og hefur gert mig að betri námsmanni og persónu. Meistaranámið gefur aukinn og dýpri skilning í eitt mest gefandi starf sem fyrirfinnst.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.