Næringarfræði
180 eða 240 einingar - Doktorspróf
Doktorsnám í næringarfræði felur í sér vísindaleg og tæknileg rannsóknarverkefni sem leiða til nýrrar þekkingar og nýsköpunar. Nemendur vinna að rannsóknum í samstarfi við kennara og aðra sérfræðinga, innanands og utan.
Um námið
Doktorsnám í næringarfræði er 180e/240e rannsóknaþjálfun.
Nemendur ljúka sem svarar eins árs námi í námskeiðum á sínu fagsviði og svo rannsóknaverkefni í samvinnu við kennara og aðra leiðbeinendur og sérfræðinga.
Að doktorsnámi loknu á nemandinn að vera vel undirbúinn að starfa sjálfstætt að vísindum.
Rannsóknaáherslur í doktorsnámi
- Næring viðkvæmra hópa
- Lýðheilsunæringarfræði
- Klínísk næringarfræði
- Næringarefnafræði
- Íþróttanæringarfræði
- Næring þróunarlanda
- Vöruþróun og neytendafræði
MS-próf í næringarfræði eða skyldum námsgreinum.
Að námi loknu
Að doktorsnámi loknu hefur nemandi öðlast vísindalega þjálfun og er vel í stakk búin til þess að stunda vísindastörf, meðal annars háskólakennslu eða sérfræðingsstörf við rannsóknastofnanir, og önnur ábyrgðarmikil störf í samfélaginu
Störf næringarfræðinga eru mjög fjölbreytt, til dæmi gæðamál og ráðleggingar um mataræði, áætlanir, eftirlit, vöruþróun og markaðsmál. Þeir starfa meðal annars hjá einkafyrirtækjum, rannsóknastofnunum, eftirlits- og stjórnsýslustofnunum, háskólum, öðrum menntastofnunum, og heilbrigðisstofnunum.
Dæmi um starfsvettvang
- Klínísk störf
- Rannsóknir
- Vöruþróun
- Markaðsmál
- Kynningarmál
- Kennsla
- Stjórnun og ráðgjöf
- Þróunarhjálp
- Íþróttir
Félagslíf
Hnallþóra er félag matvæla- og næringarfræðinema við Háskóla Íslands. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna nemenda og efla samstöðu meðal þeirra.
Hnallþóra heldur uppi öflugu félagslífi, þar á meðal eru árshátíðin og reglulegar vísindaferðir og heimsóknir til fyrirtækja og stofnana sem tengjast náminu.
Hafðu samband
Skrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildar
Nýi Garður, 3. hæð
Sæmundargata 12,
102 Reykjavík.
Sími: 525 4999
mn@hi.is
Opnunartímar:
Mánudaga = lokað
Þriðjudaga – fimmtudags = opið 9 – 15
Föstudagar = opið 9 -12