Skip to main content

Matvælafræði

Matvælafræði

Heilbrigðisvísindasvið

Matvælafræði

BS gráða – 180 einingar

Matvælafræði er frábær blanda af heilbrigðisvísindum, raunvísindum og verkfræði. Í náminu er mikil áhersla á nýsköpun og raunveruleg verkefni í samstarfi við atvinnulífið.

Skipulag náms

X

Almenn efnafræði L (EFN112G)

Almenn og sérhæfð atriði um efnatengi og sameindabyggingu. Efnahvörf. Lofttegundir, vökvar, föst efni og lausnir. Varma- og hraðafræði efnahvarfa. Efnajafnvægi: sýru-basa, fellingar-, komplex- og afoxunar. Rafefnafræði og kjarnefnafræði.

X

Verkleg efnafræði L (EFN113G)

Mólrúmmál loftkenndra efna, Efnafræðileg varmafræði, Vermi hvarfa og lögmál Hess, Hraði efnahvarfa, niðurbrot vetnisperoxíðs, Le Chatelier, ákvörðun jafnvægisfasta með ljósgleypnimælingum, ákvörðun jónunarfasta sýru.

 Skyldumæting er í öryggisfyrirlestur í fyrstu kennsluvikunni.

X

Öryggisnámskeið fyrir rannsóknarstofur (LYF110G)

Farið er yfir helstu atriði sem tengjast öryggismálum á rannsóknarstofum eins og meðhöndlun efna, viðbrögð við óhöppum og efnamengun og viðbrögð við slysum. Í námskeiðinu eru nokkur stutt verkleg verkefni á rannsóknarstofunni og námskeiðið endar á eldvarnaræfingu.

Námskeiðið er ávallt haldið í byrjun annar, áður en almenn kennsla hefst.

Nauðsynlegt er að sækja námskeiðið til að fá leyfi til að taka þátt í verklegum æfingum á rannsóknarstofum. Mögulegt upptökunámskeið er í byrjun janúar, næsta misseri.

X

Aðferðir í matvæla- og næringarfræði (MON101G)

Markmið námskeiðsins er að kynna almenn tól í verkfæra-kistu nemenda sem nýtast við nám og störf í matvæla- og næringarfræði. Á námskeiðinu verður nemendum kennt að beita í gegn-um verkefni í matvæla- og næringarfræði: 

  • Office 365 (Word, Excel, PowerPoint, Teams etc.) 
  • Námsumsjónarkerfin Uglu, Canvas og Inspera 
  • Almennrar gagna- og heimildarleit (Landsbókasafn, leitarvélar, gagna-grunnar) 
  • Lestur og mat á fræðigreinum  
  • Nýting heimildarumsjónarforrita s.s. Endnote, Mendeley etc. 
  • Almennu siðferði í námi og starfi, þar á meðal á ritstuldarforritið Turnitin 
  • Grunntökum í vísindamiðlun í ræðu og ritun, mikilvægi orðavals og akademískt tungutak. 
  • Matvæla- og næringarfræðitengdum forritum (næringarefnagagnagrunnar (ÍSGEM, hönnun matseðla,  kannanir á mataræði) 

Einnig verður starfsemi matvælatengdra eftirlitsstofnana s.s. MAST, WHO, FAO, EFSA, Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna kynnt ásamt grunnhæfniþáttum þeirra.   

X

Matur, næring og sjálfbærni (MON102G)

Markmið námskeiðsins er að skoða samhengi matvælaframleiðslu og fæðutengdra ráðlegginga Embættis Landlæknis í því augnamiði að fyrirbyggja langvinna sjúkdóma en um leið minnka umhverfisáhrif matvælaframleiðslu og fæðuvals.  

X

Frumulíffræði (MON204G)

Fyrirlestrar (46F): Inngangur; þróun lífsins; frumuhimnan: lífefnafræði og frumulíffræði; kjarninn: gen og genastjórn, litni, bygging kjarnans, kjarnahjúpur; frymisnet og Golgi líffæri; bólur og blöðrur; lýsósóm, peroxisóm og hvatberar; stoðkerfi og hreyfiprótein; boðferlar; frumuskipting; frumutengi og millifrumuefni (frumulíffræði og lífefnafræði); boðskipti (inngangur); þroskun og sérhæfing; upptaka og vinnsla næringarefna í frumur. Verklegar æfingar þar sem kynnt verður einangrun frumna; frumuræktun og smásjárskoðun. Umræðutímar, þar sem nemendur kynna vísindagrein er tengist næringarfræði og skila stuttri ritgerð.

X

Inngangur í þverfræðileg heilbrigðisvísindi - heilbrigðisvísindadagurinn (HVS202G)

Námskeiðið er ætlað nemendum á fyrsta námsári í greinum heilbrigðisvísinda.  Sameiginlegur heilbrigðisvísindadagur nýnema allra deilda á Heilbrigðisvísindasviði í janúar ár hvert. Fjallað er um þverfaglegt samstarf og mikilvægi þess. Farið verður í grundvallarþætti samstarfsins svo sem sameiginlega sýn á réttindi til heilsu, samskipti og siðfræði. Einnig er fjallað um hlutverk og ábyrgð heilbrigðisvísinda.

X

Sameindalífvísindi B (LÆK408G)

Námskeiðið er fyrir nemendur á 2. ári í lyfjafræði, næringarfræði og tannlæknisfræði. Í námskeiðinu er lögð áhersla á efnaskipti og þá þætti efnaskipta sem hafa sérstaka þýðingu fyrir þessa nemahópa. Fjallað verður um háorkusambönd, efnaskipti kolvetna, fitu og amínósýra. Samhæfing efnaskipta, núkleótíð, járn, hem, lifur, hormón og næringu. Í síðasta hluta námskeiðsins sem er einungis fyrir lyfjafræðinema og tannlæknanema verður fjallað um meltingu, upptöku og virkni næringarefna með áherslu á áhrif þeirra á heilsu.

Umræðutímar: Efnaskipti

Verklegar æfingar: Einangrun próteins á súlu, mæling á próteinstyrk, rafdráttur próteina, ónæmismæling (ELISA).

X

Áhrifaþættir fæðuvals - sálfræði og neytendur (MON104G)

Markmið námskeiðsins er að kynna þá fjölmörgu þætti sem hafa áhrif á fæðuval einstaklinga. Í námskeiðinu er fjallað um líffræðilega hvata fæðuvals og hvernig mataræði mótast og breytist yfir ævina, þætti sem hafa áhrif á neysluhegðun út frá einstaklingnum sjálfum (svo sem viðhorf og gildi, næringarlæsi og færni) og umhverfinu sem hann tilheyrir. Kynnt verða áhrif félagslegs umhverfis, hönnunar umhverfisins (m.a. aðgengi að ólíkum matvælum frá framleiðendum, verslunum, í skólum, á vinnustöðum og heimilum). Þá er í áfanganum fjallað um áhrif stjórnvalda og stefnumótunar, efnahags, auglýsinga, fjölmiðla og samfélagsmiðla. Innsýn er gefin í viðfangsefni sálfræðinnar sem tengjast hegðun og því á hvaða grunni einstaklingar taka ákvarðanir, svo sem minni og nám, skynjun, áhugahvata, drif, markmiðasetningu, tilfinningar og atferli.  

X

Matvæla- og næringarefnafræði (MON205G)

Fjallað er um byggingu, eiginleika og virkni næringarefna og annarra efna í matvælum. Sjónum er beint að vatni og vatnsvirkni, efna- og eðlisfræðilegum eiginleikum orkugjafa, þ.e. kolvetna, fitu, og próteina. Ennfremur er farið í brúnun, þránun, hraðafræði ensíma og hvörf þeirra í matvælum, geymsluþol, aukefni, aðskotaefni og eiturefni. Þá er fjallað um áhrif mismunandi byggingar næringarefna á upptöku og aðgengileika (bioavailability) þeirra í líkamanum, víxlvirkni við önnur efni í matvælum, frásog frá meltingarvegi og niðurbrot. Einnig er komið inn á hvernig nýta megi þekkingu í matvæla- og næringarefnafræði við framleiðslu matvæla til að viðhalda gæðum, geymsluþoli og aðgengileika næringarefna. Gerð er grein fyrir helstu aðferðum, sem notaðar eru við rannsóknir á matvælum og lífvirkni næringarefna. Kennarar í matvælaefnafræði og næringarfræði koma að fyrirlestrum til að tryggja að þekking á efnum í matvælum tengist við næringu. Kennslan er á formi fyrirlestra kennara auk umræðna og vinnu með námsefni á netinu með virkri þátttöku nemenda.

Verklegar æfingar og nemendaverkefni: Lestur, samantekt og kynning greina úr erlendum vísindaritum um efni er tengist fyrirlestrum.

X

Tölfræði og gagnavinnsla (STÆ209G)

Í byrjun námskeiðsins eru grunnhugtök tölfræðinnar kynnt til sögunnar, svo sem þýði, úrtak og breyta. Nemendur kynnast hinum ýmsu lýsistærðum og myndrænni framsetningu gagna. Því næst verður farið í grundvallaratriði líkindafræðinnar og helstu líkindadreifingar kynntar.

Síðasti hluti námskeiðsins snýr að ályktunartölfræði þar sem skoðuð verða tilgátupróf og öryggisbil fyrir meðaltöl, dreifni og hlutföll og farið verður í fervikagreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur læra beitingu allra ofangreindra aðferða í tölfræðihugbúnaðinum R.

X

Lífeðlisfræði I TN (LÆK212G)

LÆK212G er fyrri hluti námskeiðs um lífeðlisfræði mannslíkamans, seinni hlutinn er tekinn fyrir í LÆK213G.  Tannlæknanemum, matvæla- næringarfræðinemum er kennt saman.  Forkrafa fyrir LÆK212G er námskeið í frumulíffræði, samanber LÆK112G Almenn líffræði A eða MON204G Frumulíffræði. 

Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum, verklegum æfingum, umræðufundum, áfangaprófum og lokaprófi.  Eftirfarandi efni er tekið fyrir í LÆK212G:  Samvægisstýrikerfi, frumuhimnur, himnuspennur, taugalífeðlisfræði, frálægar taugar, beinagrindarvöðvar og sléttir vöðvar, miðtaugakerfið, stjórn hreyfinga, skynjun (húðskyn, bragð, lykt, sársauki, sjón, heyrn, jafnvægi), hjarta, blóðrás og blóðið. Framkvæmdar eru þrjár verklegar æfingar: Skynjun, Vöðvar og Blóðrás. Skyldumæting er í allar verklegu æfingarnar

X

Matvælaörverufræði 1 (MON203G)

Efni fyrirlestra er skipt í fjóra hluta:
(1) Inngangur. Þróun örverufræðinnar. Heilkjörnungar og samkjörnungar. Bygging og einkenni örvera - bakteríur, sveppir, veirur, sníkjudýr. Flokkun mikilvægra örvera í matvælum. Fjölgun og efnaskipti örvera. Bendiörverur í matvælum. Hefðbundnar og nýjar aðferðir við ræktun, einangrun og talningu örvera í matvælum. Helsti uppruni örvera í matvælum.
(2) Áhrif ytri og innri umhverfisþátta á örverur í matvælum - hitastig, vatnsvirkni, pH, loftsamsetning, geislun og aðrir þættir. Notkun rotvarnarefna og aðferða til að bæta geymsluþol matvæla. Gerjanir og önnur hagkvæm not örvera við matvælaframleiðslu.
(3) Matarsjúkdómar af völdum örvera. Helstu orsakir matarsjúkdóma. Matareitranir og matarsýkingar. Salmonella, Campylobacter, Listeria, Clostridium, Bacillus, Staphylokokkar og fleiri sýklar í matvælum.
(4) Örverufræði helstu matvælaflokka. Örverufræði sjávarafurða, kjötafurða, mjólkurafurða, neysluvatns, grænmetis og ávaxta. Mengun örvera í helstu matvælategundum, helstu tegundir örvera í mismunandi matvælum, áhrif vinnslu og meðhöndlunar á afkomu örvera og algengustu skemmdir af völdum örvera í matvælum. Verklegar æfingar taka til grundvallaratriða við meðhöndlun, ræktun og greiningu örvera og helstu ræktunaraðferða við ræktun, talningu og greiningu örvera í matvælum. Hver nemandi aflar efnis og skrifar ritgerð um nýlegt efni tengt matvælaörverufræði og flytur um það fyrirlestur.

X

Vítamín, steinefni og önnur efni í matvælum (MON302G)

Kennsluefni

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á

  • hlutverki orkugefandi næringarefna, vítamína, steinefna, snefilefna og aðra lífvirkra efna í líkamanum,
  • lífaðgengi þeirra,
  • áhrifum þeirra á líkamsstarfsemi,
  • samspili við önnur efni í fæðu,
  • tengslum mataræðis, næringarefna og heilsu,
  • vannæringu og ofneyslu,
  • einkennum skorts næringarefna og
  • afleiðingum ofneyslu.

Í námskeiðinu er líka fjallað um notkun fæðubótarefna og áhrif þeirra á heilsu í samanburði við inntöku næringarefna úr fæðu.

Einnig eru kynntar aðferðir til að meta líkamssamsetningu, næringarástand, þ.e. líkamsforða eða aðrar breytur sem tengjast hlutverki næringarefnanna í líkamanum með mælingum á lífsýnum (t.d. í blóði, þvagi, fituvef, hári eða öðrum lífsýnum).

Íslenskar rannsóknir sem tengjast kennsluefni eru jafnframt kynntar fyrir nemendum.

Kennsluaðferðir

Námskeiðið er samsett af fyrirlestrum, verklegum æfingum, nemendakynningum og umræðutímum. 

Það eru skipulagðar fimm vinnustofur um vítamín og streinefni þar sem nemendur afla sér ítarlegrar þekkingar um tvö næringarefni, skila skýrslu til kennara og kynna fyrir nemendum og kennara í lok námskeiðs. Áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á aðferðum til að kanna neyslu vítamína og steinefna.

Í kennslutímum verður reglulega notuð PubMed (eða svipaðar vefsíður) til að fá nýjustu þekkingu um næringarefni og tengsl þeirra við heilsu og til að auka skilning nemenda á vísindagreinum, aðferðarfræði og tölfræði. Einnig er lögð áhersla á að kenna nemendum að nota vísindalega aðferð til að svara næringarfræðilegum spurningum.

X

Fæðukerfi og fæðuöryggi (MON304G)

  • Inntak námskeiðs er mataræði, fæðukerfi og tengd umhverfisáhrif 
  • Dæmi um mataræði sem fjallað verður um er vegan / ketó / sérfæði /ofurfæði 
  • Kynntar verða tengingar Landskönnunar og næringargagnabanka og hvernig þeir nýtast til að reikna út umhverfisáhrif  
  • Mismunandi fæðukerfi, þau greind og farið verður í flækjustig þeirra. Fjallað verður um lífsferil matvæla allt frá öflun hráefna, framleiðslu, neyslu og förgun. Hluti fæðukerfa eru umbúðir, geymsluþol 
  • Útreikningar á umhverfisáhrifum. Farið verður í útreikninga byggða á massa og orkubókhaldi fæðukerfa.   
  • Mismunur á milli útreiknisíða / gagnagrunna 
X

Lífræn efnafræði L (EFN214G)

Námskeið fyrir nemendur í líffræði. Í fyrirlestrum, sem eru sameiginlegir með námskeiðinu Efnafræði II (EFN205G), verður höfð hliðsjón af viðfangsefnum líffræðinnar. Farið verður yfir flesta flokka lífrænnar efnafræði, þ. e. alkana, alkena, alkýna, arómata, alkýl halíð, alkóhól, etera, aldehýð, ketóna, lífrænar sýrur, sýruafleiður og amín. Farið verður yfir grundvallaratriði í rúmefnafræði sameinda nemendur læra að finna út hvenær sameind er hendin og hvenær hún er ljósvirk.

X

Verkleg lífræn efnafræði L (EFN215G)

Mörg þeirra efna sem við notum í okkar daglega lífi (plast, lyf, lím o.fl.) eru framleidd fyrir tilstilli lífrænnar efnafræði. Lyfjaiðnaðurinn er gott dæmi þar sem nauðsynlegt er að geta smíðað rétt efni, einangrað/hreinsað þau og borið kennsl á hvort rétt efni hafi verið smíðað.

Í þessu námskeiði munu nemendur fá þjálfun í grunnaðferðunum sem notaðar eru í verklegri lífrænni efnafræði og nýtist í efnaiðnaði. Einnig munu nemendur öðlast þjálfun í greiningu á niðurstöðum og skrifum á vísindalegum skýrslum.

X

Lífeðlisfræði II TN (LÆK213G)

LÆK213G er seinni hluti námskeiðs um lífeðlisfræði mannslíkamans. Forkrafa er LÆK317G, sem inniheldur fyrri hlutann. Tannlæknanemum og næringarfræðinemum er kennt saman. 

Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum, verklegum æfingum, umræðufundum, málstofum, spurningaverkefnum og áfangaprófum.  Eftirfarandi efni er tekið fyrir í LÆK213G: Öndun, nýrnastarfsemi, vökva- og sýrubasavægi, stjórn fæðuinntöku, meltingarkerfið, undirstúka og heiladingull, dægursveiflur, orkuvægi og hitastjórnun, stjórn efnaskipta og vaxtar (starfsemi bris, skjaldkirtils og nýrnahetta), æxlunarlífeðlisfræði. Framkvæmdar eru tvær verklegar æfingar: Nýrnastarfsemi og Áreynslulífeðlisfræði. Ein skrifleg skýrsla, umræðufundur og verkpróf er úr hvorri æfingu fyrir sig. Skyldumæting er í allar verklegu æfingarnar sem og tilheyrandi umræðufundi og verkpróf, og einnig er skilaskylda á verklegum skýrslum, og fellur próftökuréttur niður ef ekki er mætt eða skilað. Hver nemendi ekur þátt í einu spurningaverkefni og flytur eitt málstofuerindi að eigin vali á misserinu og er skilaskylda á glærunum (powerpoint glærum). Það eru fjögur stutt áfangapróf og gilda 3 þeirra betri inn í misserismatið.  Skyldumæting er í 75% af málstofuerindum og spurningaverkefnum, og í öll áfangapróf.

X

Vísindamiðlun (MON305G)

Í námskeiðinu munu nemendur læra að koma vísindalegum upplýsingum á framfæri til almennings á mannamáli með því að búa til og halda úti hlaðvarpsþætti MoN.  

Nemendur munu taka viðtöl við sérfræðinga innan matvæla- og næringarfræði (vísindamenn, kennarar, doktorsnemendur, sérfræðinga í bransanum, nýsköpunaraðilar o.fl.) og kynnast þannig fjöbreyttum störfum og rannsóknarefnum matvæla- og næringar. Nemendur munu þá læra að koma vísindalegum upplýsingum á framfæri við breiðan áheyrendahóp á skýran hátt.  

Nemendur munu læra hvernig undirbúa skuli viðtal, búa til handrit, hvernig koma skuli fram, kynnast þvíað beita grunntækni á notkun upptökubúnaðar, og hvernig spyrja megi opinna spurninga sem leiða til líflegra umræða.

X

Næringarefnainnihald matvæla og matvælaefnagreining (NÆR503M)

Áhersla er lögð á að nemendur dýpki þekkingu sína í notkun á íslenska gagnagrunninum um næringarefnasamsetningu matvæla (ÍSGEM) og sambærilegum erlendum gagnagrunnum. Nemendur kynnast gögnum um efnainnihald matvæla, tilurð þeirra og hvernig þeim er komið fyrir í gagnagrunnum. Fjallað er um þætti sem hafa áhrif á efnainnihald matvæla og sérkenni íslenskra matvæla.  Alþjóðlegir staðlar um matvælagögn verða kynntir. Farið verður yfir LanguaL aðferðina við skilgreiningu á fæðutegundum. Gæði gagna verða tekin til skoðunar og aðferðir við gæðamat kynntar. Aðferðir við útreikninga á efnainnihaldi matvæla og máltíða eru skýrðar. Farið verður yfir notkun gagnanna í rannsóknum og ráðgjöf og hugað að áreiðanleika og skekkjum. Fjallað verður um helstu aðferðir til efnagreininga á matvælum, kosti þeirra og takmarkanir. Lýst verður aðferðum til að mæla einstök efni og efnaflokka. Kennsla er í formi fyrirlestra, verkefna, umræðutíma og verklegrar þjálfunar.

Verkleg þjálfun: Einkum verða mæld orkuefni í matvælum úr völdum fæðuflokkum. Nemendur leysa verkefni um efnainnihald matvæla. Í verkefnunum er fjallað um gagnagrunna, reikniforrit, útreikninga á næringarefnum, gagnavinnslu, kóðun gagna og gæðamat á gögnum.

X

Hagnýt fjölvíð aðhvarfsgreining og gagnavinnsla (NÆR506M)

Markmið námskeiðsins er að auka skilning og færni nemenda í að greina og vinna úr rannsóknargögnum svo þeir séu betur undir það búnir að leysa slík verkefni í framhaldsnámi og vinnu. Farið verður ítarlega yfir þær aðferðir sem mest eru notaðar við greiningar á faraldsfræðigögnum með það að markmiði að nemendur geti sjálfir beitt þeim og geti gengið úr skugga um að allar forsendur haldi.

Í  hverjum tíma leggur kennari fyrir verkefni sem byggja á gögnum úr fyrri rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á rannsóknarstofu í næringarfræði. Farið verður sameiginlega yfir helstu atriði og forsendur hvers verkefnis. Nemendur eiga að greina gögnin m.v. fyrirfram gefnar spurningar. Við tölfræðigreiningar verður mest notast við SPSS en einnig verður SAS kynnt til sögunnar.

X

Framleiðslutækni matvæla (MAT504M)

Fjallað verður um helstu vinnsluaðferðir og áhrif þeirra á mismunandi tegundir matvæla eins og ávexti og grænmeti þar sem verður fjallað sérstaklega um kartöflur, tómata, agúrkur og sveppi. Korn og mölun mismunandi korn tegunda, kornvörur og vinnslu brauðs og kaffibrauðs , pasta og morgun korn. Mjólk og mjólkurvörur. Kjöt og kjötafurðir. Egg og vinnsla þeirra. Fita og olíur ásamt ýrulausnum. Drykkjarvörur eins og ávaxtasafa, gos, bjórgerð, víngerð, og framleiðslu á kaffi og te. Sælgætisgerð þar sem verður fjallað sérstaklega um sælgæti sem byggir á sykri og súkkulaði. Í öllum tilfellum verður fjallað um vinnsluferlið frá hráefni að fullunninni vöru þar sem farið verður yfir algengustu vinnslu hverrar afurðar fyrir sig og fjallað verður um þann tækjabúnað sem notaður er.

X

Matvælaverkfræði 1 (MAT507M)

Markmið námskeiðsins er að kynna undirstöðuatriði matvælaverkfræði og framleiðslutækni. Í því felst kynning á uppstillingu og lausn massa- og orkujafnvægis, grunnhugtök varmafræði, straumfræði og áhrif þrýstingstaps og núnings í matvælaferlum. 

Kennsluefnið samanstendur af fyrirlestrum, dæmatímum og heimadæmum um fjölbreyttar vinnsluaðferðir. 

Kennslubók og annað lesefni:

1. Introduction to food engineering, 5th edition, 2013. Singh, Paul and Heldman, Dennis.

https://www.elsevier.com/books/introduction-to-food-engineering/singh/978-0-12-398530-9 Links to an external site. 

Paul Singh's youtube channel:

https://youtube.com/@RPaulSinghLinks to an external site.  

2. Glærur úr fyrirlestrum, vísindagreinar og annað lesefni dreift til nemenda á Canvas síðu námskeiðsins.

X

Eðlisfræði matvæla (MON501M)

Markmið námskeiðsins er að kynna helstu lögmál og hugtök eðlisfræðinnar fyrir nemendum og hvernig þau tengjast gæðum og framleiðslu matvæla. Námskeiðinu er ætlað að veita nauðsynlega undirstöðu m.a. í afl-, bylgju- og varmafræðum fyrir frekara nám í matvælafræði og matvælaverkfræði.

Eðlis- og efnaeiginleikar matvæla (efnasamsetning, þéttleiki, föst efni og vökvar, varmaleiðni, rafleiðni etc.)

Afl- og hreyfifræði (þyngd,massamiðja, hraði, hröðun, kraftar, núningur, tregða, skriðþungi)

Vinna, orka og varðveisla orkunnar (vinna, stöðuorka, innri orka, efnaorka etc.)

Vökva- og straumfræði (þrýstingur, seigja og áferð, streymiseiginleikar (lag- og iðustreymi), orkujöfnur og Bernoulli)

Grunnlögmál varmafræðinnar (varmaleiðni, varmaburður og varmageislun)

Sveim og osmósa

Raf- og rafseguleiginleikar matvæla (rafleiðni, ljós og litur, IR- og UV rófin, seguleiginleikar, hljóðbylgjur)

Geislavirkni og meðhöndlun matvæla.

Námskeiðið skiptist í fyrirlestra, dæmatíma og verklegar æfingar og námsmat byggist á munnlegri og skriflegri kynningu nemenda á verklegum æfingum, skil á heimadæmum og skriflegu lokaprófi.

X

Vöruþróun matvæla (MAT609M)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum fyrir helstu aðferðum vöruþróunar og þjálfa nemendur í notkun neytendadrifna aðferða við þróun á matvöru. Nemendur þróa vöru sem miðuð er að neytendum og fá leiðsögn í aðferðum við gerð frumgerða, val á hráefnum, tilraunauppsetningu, uppskölun og um regluverkið sem þarf að fylgja við gerð nýrra matvæla. Einnig munu nemendur kynnast hvernig skynmat er notað í vöruþróun og fá þjálfun í skynmati á eigin vöru. 

Vöruþróunarferli verður unnið í hóp en einnig verða smærri einstaklingsverkefni metin til einkunnar.  

Viðfangsefni: 

Grundvallaratriði við vöruþróun matvæla. Fjallað verður um: 

  • hugmyndaleit, hugmyndasíun, þróun frumgerðar og þróun frumgerðar til fullunninnar vöru og uppskölun á framleiðslu. 
  • notkun tilraunahögunar við síun og bestun afurða í vöruþróun.  
  • notkun skynmats í vöruþróun. 
  • val á hráefnum, notkun aukefna og helstu nýjungar í vistvænum próteinum.  
  • tengsl matvælalöggjafarinnar og hugverkaréttinda við vöruþróun. 

Farið verður í raunveruleg dæmi vöruþróunar hjá fyrirtækjum.  

Verklegt: Þróuð verður vara frá hugmynd til frumgerðar. 

X

Gæðastjórnun matvæla (MAT616M)

Markmið námskeiðsins er að fjalla um gæðakröfur sem gerðar eru til vinnslu, meðhöndlun og dreifingu matvæla.  Fjallað er um gæðakröfur í alþjóðlegum viðskiptum og innlend og erlend regluverk um öryggi matvæla, þar með talið regluverk Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.  Farið er yfir gerð eftirlitsáætlana ríkja s.s. áætlun um efnaleifar í matvælum, eftirlitáætlanir, uppbyggingu opinbers eftirlits og gerð varnaráætlana fyrir matvæli, fóður og heilbrigði dýra.  Þá er fjallað um áhættu stýringu og miðlun og hættur í matvælakeðjunni.  Fjallað er um góða framleiðsluhætti, góða landbúnaðarhætti og góða heilbrigðishætti og ítarlega farið yfir hættugreiningu og mikilvæga stýristaði (HACCP) við vinnslu matvæla.  Einnig er fjallað um sýnatökur við eftirlit og vöktun og hvaða mælikvarðar og viðmið eru notuð til að meta öryggi matvæla og fóðurs.  Einnig er farið yfir mikilvægi rekjanleika matvæla, innri og ytri úttektir og vottun rannsóknastofa.  Þá er fjallað um Codex leiðbeiningar, gæðastaðala (ISO-9000, ISO-14000 og ISO-22000) og vörustaðla kaupenda matvæla.

Verklega æfingar:  1) nemendur fá þjálfun í uppsetningu á HACCP kerfum og hvernig þau eru sannprófuð,  2) innri og ytri úttektir á gæðum og öryggi matvæla og 3) nemendaverkefni um nýleg útkomin efni er varða matvælaeftirlit.

Tilhögun námskeiðs:  Námið er í formi fyrirlestra, umræðu og verklegrar þjálfunar er tengist námsefninu.  Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda og að þeir kynni sér alþjóðlegar vísindagreinar er tengjast efni fyrirlestra.

X

Skynmat (MON603M)

Í námskeiðinu kynnast nemendur skynmatsfræðum og hvernig skynmati er beitt til að meta eiginleika matvæla. Fjallað verður um hvernig á að kalla fram, mæla og meta skynræna eiginleika matvæla og mismunandi aðferðir sem notaðar eru í skynmati. Áhersla verður lögð á hefðbundnar skynmatsaðferðir (mismunapróf, myndræn próf, geðjunarpróf ofl), og hvernig þessar aðferðir eru notaðar í mismunandi aðstæðum eins og í gæðaeftirliti og vöruþróun. Aðferðum í neytendarannsóknum verða gerð skil. Jafnframt verður fjallað um þætti sem hafa áhrif á skynmat, skipulag skynmatsrannsókna (undirbúningur, framsetning sýna, val aðferða ofl), og skynmatshópa (val og þjálfun) sem og tölfræðigreining og túlkun skynmatsniðurstaðna.

Kennslan er á formi fyrirlestra, sem og verklegra æfinga undir leiðsögn kennara.

X

Málstofa (MON604M)

Lýsing er í vinnslu

X

Vistvæn nýsköpun matvæla (MAT612M)

Námskeiðið er unnið í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Matís ohf. 

Megin markmið áfangans er að þróa nýja vöru frá hugmynd að tilbúinni vöru með sjálfbærni að sjónarmiði. Sem liðir í því verða gerðar frumgerðir (prótótýpur), umbúðir verða hannaðar, gerðar verða markaðs- og viðskiptaáætlanir og rýnt verður í nauðsynlega framleiðsluframleiðsluferla fyrir vöruna. Útkoma verkefnanna geta orðið að nýrri vöru og verið kynntar í Evrópukepninni Ecotrophelia. 

Námskeiðið byggist á samvinnu nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni í hóp og deili á milli sín verkefnum til að geta lokið kröfum námskeiðisins. Nemendur fá leiðsögn við hópamyndun og hópavinnu. Nemendur með ólíkan bakgrunn taka þátt í námskeiðinu og kennari sér til þess að hver hópur hafi góða samsetningu nemenda með ólóka hæfni. 

Kennarar og sérfræðingar munu halda fyrirlestra um ýmsa þætti vöruþróunar, þar á meðal um gerð viðskiptaáætlana og umbúðagerð. Í lok námskeiðs halda svo nemendur kynningu á vörunum sínum. 

Nemendur munu þróa frumgerð af nýrri vöru og fá til þess fjárhagslegan stuðning og aðgang að tilrauna aðstöðu, nánari upplýsingar verða gefnar í fyrsta tíma námskeiðisins.  

Nemendum er stendur til boða að vinna verkefni sín í samstarfi við íslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði. Nánari útskýringar verða gefnar við upphaf námskeiðsins.  

Matís ohf. veitir sérfræðiaðstoð við vöruþróun innan námskeiðisins.  

Lokaverkefni og námsmat námskeiðisins er tvískipt. Fyrst skilar hver hópur inn skýrslu um vöruna sem þróuð var, þar á meðal um viðskiptaáætlun, markaðssetningu og sjálfbærni vörunnar. Svo kynnir hver hópur vöruna sína og viðskiptaáætlun fyrir, kennurum, nemendum og dómsnefnd frá sammtökum iðnaðarinns fyrir nýsköpunar keppnina Ecotrophelia Iceland. Sigur liðið fær tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppni í vistvænni nýsköpun (Ecotrophelia) fyrir hönd Íslands. Þáttaka í Evrópukeppninni er valfrjáls en munnleg kynning í innanlandskeppninni er skilda í námskeiðinu. Frekari upplýsingar um keppnina má nálgast hér: www.ecotrophelia.eu  

Nemendur í Matvælafræði eru hvattir til að taka þetta námskeið samhliða námskeiðinu Vöruþróun matvæla (MAT609M), til að samnýta þekkingu og hæfni sem fæst í námskeiðunum og fá dýpri skilning á öllum hliðum vöruþróunar.  

Nemendur af öðrum námsbrautum eru hvattir til að taka þetta námskeið þar sem fjölbreytileki teymis og breiður þekkingargrunnur er mikill styrkleiki við þróun á vörum. Til að sannfærast er gott að lesa þetta https://shorturl.at/opxH3 eða þetta https://shorturl.at/boHM8 

X

Straumfræði (VÉL502G)

Markmið:

1. Að kynna helstu hugtök straumfræðinnar og koma nemendum í skilning um hvernig stærðfræði er beitt við flókin viðfangsefni og hvernig hægt er að fá nálgunarlausnir með einföldun án þess að tapa miklu í nákvæmni.

2. Að gera nemendur færa um að beita straumfræðinni til þess að reikna mótstöðu hluta og þrýstifall í pípum.

3. Að þjálfa þá í að beita mæliaðferðum í straumfræði.

4. Að beita þverfaglegri þekkingu á helstu sviðum vélaverkfræðinnar.

Námsefni m.a.: Eiginleikar kvikefna (vökva og lofttegunda). Þrýstingur og kraftasvið í kyrrstæðum vökvum, þrýstingsmælar. Rennslisfræði, samfellujafna, skriðþunga- og orkujafna. Hreyfijafna Bernoullis. Víddargreining og líkanlögmál. Tvívítt streymi, seigjulausir vökvar, jaðarlög, lag- og iðustreymi, vökvamótstaða og formviðnám. Streymi þjappanlegra vökva, hljóðhraði, Mach tala, hljóðbylgjur, lögun túðu fyrir yfirhljóðhraða. Rennsli í opnum og lokuðum farvegum. Dæmaæfingar og verklegar tilraunir.

X

Fiskiðnaðartækni 1 (MAT508M)

Markmið: Að gera nemendur færa um að skilja þýðingu góðrar meðferðar á fiskafla og fiskafurðum og að reikna út nauðsynlegar stærðir í vinnslu sjávarfangs. Námsefni m.a.:  Helstu fiskistofnar, veiðimynstur og veiðarfæri, aflameðferð, efni og efnabreytingar, prótein, fita o.fl., þættir, sem hafa áhrif á efnabreytingar, s.s. hitastig, selta, loftaðgangur, raki, sýrustig o.fl. Skemmdareinkenni á sjávarfangi vegna örveru- og efnabreytinga. Mikilvægar örverur og vöxtur örvera í sjávarfangi og tengsl við þrifavæna hönnun. Vöxtur örvera vegna hita, seltu, loftaðgangs, sýrustigs, raka, aukaefna o.fl. Kynning á helstu verkunar- og varðveisluaðferðum, s.s. saltfiskverkun, skreiðarverkun, harðfiskverkun, kælingu, ofurkælingu og frystingu. Orku- og massavægi fyrir hvert vinnsluþrep og vinnslurásina í heild sinni. Verklegt: Einstaka vinnslueiningar greindar og/eða endurhannaðar. 

X

Vistkerafæði – hollur matur fyrir heilbrigði fólks og jarðar (HHE302G)

Námskeiðið Vistkerafæði (e. flexitarian diet) miðar að því að kynna nemendum hvernig fæðuval hefur áhrif á heilbrigði fólks og jarðar. Það er mikilvægt að hafa í huga að það sem við borðum hefur ekki aðeins áhrif á heilbrigði okkar sjálfra heldur einnig líka á heilbrigði jarðarinnar. Með heilbrigði fólks og jarðar að leiðarljósi inniheldur fæði okkar meira af grænmeti, ávöxtum, hnetum, baunum og heilkornum en í hefðbundnara fæði. Á námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuþætti vistkerafæðis og hvernig hægt er að breyta fæðuvali til hagsbóta fyrir okkur sjálf og jörðina. Með breyttu fæðuvali væri hægt að minnka líkur á ýmsum sjúkdómum, framleiða nægan mat fyrir alla og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

X

Hagverkfræði (IÐN502G)

Markmið námskeiðsins er að gera nemendur færa um:

1. Að skilja helstu hugtök bókhalds, kostnaðarreiknings og fjárfestingarfræði.

2. Að nota aðferðir til að meta hagkvæmni verktæknilegra kosta.

3. Að gera reiknilíkan til að meta arðsemi fjárfestinga, virði fyrirtækja og verðleggja hlutabréf og skuldabréf.

Meðal námsefnis er  bókhald, kostnaðarreikningar, greining á fjárstreymi, fjárfestingarfræði, mælikvarðar á arðsemi, þar á meðal núvirði og innri vextir, og gerð  arðsemilíkana. Námskeiðinu lýkur með hópverkefnum þar sem nemendur æfa arðsemimat verkefna.

X

Verkefnastjórnun (IÐN503G)

Í námskeiðinu eru kennd grunnatriði í verkefnastjórnun. Farið verður yfir grunnhugtök, umhverfi og val verkefna, áætlunargerð, eftifylgni, stjórnun verkefnateyma og lok verkefna. Nemendur fá þjálfun í gerð verkefnaáætlana og að takast á við áskoranir við framkvæmd og lok verkefna. Sérstök áhersla er á notkun verkefnastjórnunar við tækninýsköpun í skipuheildum.

X

Sameindalífvísindi A (LÆK310G)

Námskeið í sameindalífvísindum fyrir nemendur á 2. ári í lyfjafræði, næringarfræði og tannlæknisfræði. Farið verður yfir hugtök og aðferðir í erfðafræði, lífefnafræði og sameindalíffræði. Í inngangsfyrirlestrum verður gefið yfirlit yfir þessar fræðigreinar og samþættingu þeirra. Fyrirlestrar fjalla um erfðamengi, erfðaefni, litninga, mítósu og meiósu, gen, mendelskar-, mítókondríu- og fjölþátta erfðir, helstu efnaskipti DNA og erfðatækni. RNA sameindir, tjáningu gena og umritun. Amínósýrur, peptíðtengi, nýmyndun og niðurbrot próteina. Myndbygging próteina, próteinlyf, ensím og ensímhvötuð efnahvörf. Einnig verður fjallað um transgenísk tilraunadýr, lífupplýsingafræði, sameindaerfðafræði veira og genalækningar. Lögð verður áhersla á notkun þessara fræðigreina í heilbrigðisþjónustu.

Umræðutímar: Nemendasértækir umræðutímar fyrir hvern nemendahóp.

Verklegar æfingar: Einangrun og greining á DNA úr blóði.

X

R fyrir byrjendur (MAS103M)

Námskeiðið fjallar um tölfræðiúrvinnslu í forritinu R. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunnþekkingu í tölfræði og munu nemendur læra að beita þeim tölfræðiaðferðum sem þeir þekkja í R. Farið verður í innlestur gagna, myndræna framsetningu, lýsandi tölfræði og hvernig algengustu tilgátupróf (t-próf, kí-kvaðratpróf o.s.frv) eru framkvæmd í R. Að auki verður nemendum kennt að nota knitr pakkann til að vinna skýrslur.

Námskeiðið er kennt á fimm vikum í þrjár kennslustundir á viku. Kennari heldur fyrirlestra og nemendur vinna verkefni.

X

Matvælaefnafræði 2 (MAT505M)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirgripsmikla þekkingu á matvælaefnafræði. Upplýsingar um mismunandi efni í matvælum og eiginleika þeirra verða tengdar hagnýtum dæmum sem tengjast þróun og framleiðslu matvæla til að viðhalda gæðum, geymsluþoli og aðgengileika næringarefna. Farið verður yfir efna- og eðlisfræðilega eiginleika orkugjafa í matvælum (kolvetna, fitu, og próteina), notkunarmöguleika þeirra í matvælum, niðurbrot, hvörf við önnur efni, leiðir til að viðhalda eiginleikum þeirra og áhrif á geymsluþol. Farið verður yfir áhrif byggingar næringarefna á víxlvirkni þeirra við önnur efni í matvælum. Áhrif vatns og vatnsvirkni á geymsluþol og eiginleika matvæla verður rædd. Farið verður yfir hraðafræði ensíma, hvörf ensíma í matvælum, hagnýtingu ensíma í matvælaiðnaði og leiðir til að halda ensímefnahvörfum í matvælum í skefjum. Kynntar verða aðferðir til að innlima lífvirk efni í matvæli og vernda fyrir óæskilegum efnahvörfum. Efnafræði litarefna, rotvarnarefna og þráavarnarefna ásamt notkun þeirra í matvæli verður rædd. Áfanginn er lesáfangi með verklegri kennslu. Umræðutímar verða til þess að fara yfir námsefnið með nemendum ásamt nemendaverkefnum.

X

Samfélög manna og örvera: Örverur, menning, heilsa, og umhverfi (MON002M)

Námskeiðslýsing

Hvað segir skyrgerð okkur um þróun íslensks samfélags? Hver eru áhrif þarmaflórunnar á heilsu okkar? Hvernig losum við okkur við úrgang í þéttbýli á umhverfisvænan hátt og hvaða þögli meirihluti jarðarbúa er þar að verki? Lykillinn að öllum þessum spurningum er sá sami:  Samfélög örvera hafa mótað jörðina og íbúa hennar frá upphafi lífs eða í milljarða ára. Til að skilja og takast á við áskoranir 21. aldar varðandi umhverfi, heilsu og samfélag, þurfum við að skilja hlutverk þessara fyrstu lífvera betur og hvernig það tvinnast saman við líf okkar sjálfra og nágranna okkar í lífríkinu. Nýlegar rannsóknir sýna að meirihluti frumanna í og á mannslíkamanum tilheyrir fjölbreyttum tegundum örvera. Þýðir það að menn séu örverur? Eða “bara” að samlífið við örverur sé nánasta og mikilvægasta sambandið sem við eigum í? Námskeiðið býður nemendum að kanna samlífi örvera og manna út frá ýmsum sjónarhornum, sem eru m.a. ættuð úr örverufræði og þjóðfræði, matvælafræði, næringarfræði og mannfræði. Litið verður til þess hvernig örverur koma að þróun og varðveislu matvæla í samfélögum manna, hlutverk þeirra í meltingunni og tengsl við andlega og líkamlega heilsu. Einnig hvernig örverur viðhalda lífsnauðsynlegum hringrásum lífrænna efna  og geta umbreytt rusli og úrgangi í endurnýjanlegt form eins og heilbrigðan jarðveg.

Námskeiðið vinnur út frá hugmyndinni um „eina heilsu“ sem mótast hefur síðustu áratugi og vísar til þess að heilbrigði umhverfis, manna og annarra dýra, og samfélaga, er samtengt á þann hátt að niðurbrot á einhverju þessara sviða leiðir til niðurbrots á öðrum. Efnið verður skoðað út frá einstökum dæmum um samlífi örvera og manna, eins og áhrifum örvera á bragð og samsetningu matvæla, áhrifum mataræðis á þarmaflóru, hlutverki gerjunar í mótun mannlegra tengsla og hvernig losunarkerfi í þéttbýli rjúfa hringrás næringarefna í umhverfi mannsins.

X

Næringarlífeðlisfræði (NÆR502G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur dýpki skilning sinn á margþættum hlutverkum næringarefna í líkamanum og ytri aðstæðum sem geta haft áhrif á efnaskipti. Sérstök áhersla verður lögð á efnaskipti fitusýra, sykra og amínósýra. Fjallað verður sérstaklega um hormón sem stýra matarlyst, sem tengjast öðru viðfangsefni námskeiðisin sem er svefn og svefnvandamál. Nemendur kynnast aðferðafræði tilraunavísinda sem tengjast næringarfræði og fá innsýn inn í ný rannsóknasvið á sviði næringarfræði.

X

Næring á mismunandi æviskeiðum (NÆR504M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist djúpan skilning á áherslum um fæðuval og næringu mismunandi aldurshópa: Næringu á meðgöngu, næringu ungbarna, barna, unglinga, fullorðinna og aldraðra. Helstu heilsufarskvillar á hverju tímabili fyrir sig verða ræddir, orskakir þeirra og hvernig unnt sé að minnka líkur á þeim. Farið verður yfir orku- og næringarefnaþörf hvers aldurshóps. Eins er fjallað um grundvöll ráðlegginga, fyrirliggjandi rannsóknir á sviðinu og aðgerðaráætlanir til eflingar lýðheilsu viðkomandi hópa.

X

Matur og menning: (NÆR613M)

Matur er mannsins megin, uppspretta orkunnar og forsenda lífsins. En matur er líka sneisafullur af merkingu. Matarhættir veita innsýn í heimsmynd okkar, lífssýn og listfengi og matur mótar tilveru okkar, líkama, samfélag, hagkerfi, hugarfar og siðferði. Sjálfsmynd okkar og minningar eru nátengdar mat og matur er einhver mikilvægasti miðillinn fyrir samskipti okkar við annað fólk.

Í námskeiðinu skoðum við hvað fólk borðar, hvernig, hvenær, með hverjum og hvers vegna. Með þeim hætti fáum við dýrmæta innsýn í kyngervi og kynslóðir, fæðuöryggi og rétt til matar, stéttaskiptingu og menningarlegan margbreytileika, skynheim og fegurðarskyn, tækni og matvælaframleiðslu, tísku og matarkúra, matarhefðir og menningararf, tilfinningar, vináttu og fjölskyldubönd. Matarhættir tengja þannig saman menningu og náttúru, hnattvæðingu og hið staðbundna, heimilið og vinnustaðinn, fortíð og samtíð, manneskjur og örverur.

Í námskeiðinu beinum við sjónum að sambandi matarframleiðslu og neyslu á 21. öld með sérstaka áherslu á lýðheilsu, siðferðislega neyslu og sjálfbærni.

Matur og menning eru þverfagleg viðfangsefni og því er þetta námskeið kennt í samstarfi námsbrauta í þjóðfræði og matvæla- og næringarfræði.

X

Starfsnám í matvælafræði (MAT617M)

Starfsnám í fyrirtæki eða stofnun tengdu matvælaiðnaði

X

Efnagreiningartækni (EFN414G)

Námskeiðið er verklegt námskeið með vikulegum tveggja tíma stoðfyrirlestrum.  Þar verða undirstöðuatriði efnagreiningaraðferðanna kynnt svo og uppbygging, efnisval og notkun tækjabúnaðar.  Stoðfyrirlestrar eru hluti af verklegum æfingum og því er mætingaskylda í þá.

Kynntar verða almennar aðferðir í efnagreiningum sem byggja á hagnýtingu efna- og eðliseiginleika efna og víxlverkun eðliseiginleika efna við rafsegulsviðið.  Einnig verða kynntar skiljuaðferðir (chromatographic methods) til að greina efnablöndur í sundur, svo hægt sé að einangra hrein efni og bera kennsl á þau.  Námskeiðið tekur aðallega mið af  greiningu á lífrænum efnasamböndum.

Mæliaðferðirnar sem verða kynntar eru: litrófsmælingar á útfjólubláa og sýnilega sviðinu, atómgleypni, flúrljómun og titringsróf á innrauða sviðinu.  Kjarnarófsmælingar (NMR), massagreiningar og hagnýting röntgengeisla til byggingargreiningar.  Skiljuaðferðir (chromatographic methods): s.s. gasskilja og háþrýstivökvaskilja til þáttbundinna og magnbundinna greininga. Samtengd notkun mismunandi tækja/aðferða til greininga á óþekktum efnablöndum (GC, FT-IR, NMR og GC-MS).  

Nemendur vinna vinnubók og skila skýrslu úr einni æfingu ásamt vinnubókinni.

Stoðfyrirlestar: 2 tímar í viku.
10 verklegar æfingar: vinnubók og skýrsla.
Þriggja tíma skriflegt próf úr verklegu:

X

Litrófsgreiningar sameinda og hvarfgangur efnahvarfa (EFN612M)

Sameindabygging, orkuskipan og hraðafræði skv. litrófsgreiningum:

1. Gleypni, flúrljómun, Raman litróf, ljósjónun, Laser-litrófsgreining, Mössbauer greining og Röntgengreining. Kjarnarófsgreiningar (CW og FT NMR); víxlverkanir milli kjarna, hliðranir kjarna, kæliróf, slökunartímar, tvívíddar-NMR. Rafeindaspuni (EPR).

2. Hvarfslóð og hvarfgangur efnahvarfa ákvarðaður með litrófsmælingum og sameindabunum. Femtosekundu litrófsgreiningar.

3. Ljósefnafræði: stýring efnahvarfa með ljómun; ljósefnaferli háloftanna og geimefnafræði.

Kynntar verða ýmsar litrófsaðferðir í formi æfinga og/eða sýnikennslu. Áhersla er lögð á tölvuúrvinnslu mæligagna og túlkanir með hermilíkönum.

X

Nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana (IÐN202M)

Markmið: Gera nemendur færa um að skilja eðli og ferli nýsköpunar, einkenni og virkjun frumkvæðis og skrifa viðskiptaáætlun fyrir tiltekna hugmynd. Fjallað verður um öll atriði er tengjast gerð viðskiptaáætlana. Þar er einkum um að ræða; hugmyndaleit, hugmyndamat og skilgreining á viðskiptahugmynd (þörf og lausn). Markaðsmál, sölumál og samkeppni varðandi hugmyndina og framsetning eftirpurnarfalls. Tæknin sem lausnin byggir á og tæknileg sérstaða lausnarinnar. Gerð framkvæmdaáætlunar fyrir tæknilega útfærslu lausnarinnar (verk- og tímaáætlun). Vernd hugverka og einkaleyfi. Gerð stofnkostnaðar- og fjármögnunaráætlunar. Gerð fjárhagsáætlana; rekstrar- og greiðsluáætlun ásamt áætlun um efnahagsreikning og arðsemis- og andvirðismat. Útreikningur ýmissa lykiltalna. Umfjöllun um stofnendur, eigendur og stjórnskipulag. Verkefnavinna: Þátttakendur vinna verkefni á grundvelli hugmyndaleitar og hugmyndamats. Verkefnin eru annað hvort sprottin úr hugmyndum þátttakenda eða tengjast starfandi fyrirtækjum. Verkefnin eru unnin í þriggja manna hópum og skila nemendur 4 áfangaskýrslum og verja verkefnin munnlega í lok misseris. Lokaskýrsla skal vera fullmótuð viðskiptaáætlun ásamt arðsemismati og tillögum um hvernig verkefninu skuli hrint í framkvæmd.

X

Bygging og eiginleikar próteina (LEF616M)

Fjallað er um einkenni 1.-4. stigs byggingastiga prótein og hvernig þau ákvarða ýmsa eiginleika þeirra. Flokkun próteina á grundvelli myndbygginga og einkenni. Leitast er við að skýra samband myndbyggingar og eiginleika próteina með mismunandi líffræðileg hlutverk. Farið er yfir helstu byggingarþætti sem ákvarða stöðugleika myndbyggingar próteina, sem og afmyndun þeirra og svipmótunarferli. Fjallað er um áhrif þátta á borð við hitastig, sýrustigs, salta og afmyndara á stöðugleika próteina. Kynntar eru helstu aðferðir sem notaðar eru við rannsóknir á byggingar- og eðliseiginleikum próteina. Fjallað verður um valin dæmi um samband prótein byggingar og eiginleika.

Kennsluhættir. Fyrirlestrar tvisvar í viku (2x40 mín. hvort skipti). Tölvuver einu sinni í viku (2x40 mín.). Í tölvutímum er í fyrstu kynnt hagnýting veraldarvefsins við öflun og vinnslu upplýsinga á hinum margvíslegu vefsetrum sem fjalla um byggingu og eiginleika próteina. Þjálfuð er færni í notkun forritsins SwissPDBviewer til skoðunar og rannsókna á próteinum. Þetta forrit er notað til að leysa ýmis verkefni um byggingu próteina og eru valin með hliðsjón af yfirferð í fyrirlestrum.

X

Lífefnafræði 4 (LEF617M)

Áherslur í þessu námskeiði er að kynnast aðferðafræði og þeim helstu nýjungum í greiningar- og reikniaðferðum sem nýttar eru í rannsóknum í lífefnafræði. Námskeiðið er byggt upp af nokkrum námskeiðshlutum þar sem sérfræðingar á sínu sviði sinna kennslu hvers hluta. Námsefnið byggir að mestu á fyrirlestrum en einnig getur verið lagt fyrir nemendur annað námsefni, s.s. greinar eða bókarkaflar þegar við á. Einnig er mögulegt að sumir kennarar standi fyrir sýnikennslu á rannsóknartæki eða leggi fyrir hagnýt verkefni í tímunum. Nokkur skrifleg verkefnaskil verða lögð fyrir nemendur meðan námskeiðið er þreytt.

Nýlegar rannsóknir á ýmsum sérsviðum lífefnafræðinnar verða til umfjöllunar en námshlutar geta breyst hverju sinni.

Dæmi um sérsvið sem fjallað er um: Einsameinda litrófsgreining, massagreining próteina, byggingafræðileg lífefnafræði, bindisækniaðferðir og varmafræði, ensímefnafræði og reiknifræðileg lífefnafræði.

X

Lyfjagreining (LYF403G)

Sérhæfðar efnagreiningaraðferðir sem notaðar eru við lyfjamælingar verða kynntar. Farið er í helstu efnagreiningaraðferðir sem notaðar eru við einangrun og auðkenningu lyfja ásamt aðferðum sem notaðar eru við magngreiningu lyfja. Efni fyrirlestra: Litrófsgreining með útfjólubláu og sýnilegu ljósi, atómgleypni, flúrljómun, innrauð litrófsgreining (IR), kjarnarófsmælingar (NMR), lyfjaskrátítranir, úrhlutun (extraction), blettagreining á þynnu (TLC), gasgreining (GC), vökvagreining (HPLC), capillary electrophoresis (CE), massagreining (MS) og massagreinir samtengdur GC og LC. Gæðaeftirlit og gilding mæliaðferða.

X

Verkleg lyfjagreining og eðlislyfjafræði (LYF408G)

Sérhæfðar efnagreiningaraðferðir sem notaðar eru við lyfjamælingar verða kynntar. Efnagreiningaraðferðir sem notaðar eru við einangrun og auðkenningu lyfja ásamt aðferðum sem notaðar eru við magngreiningu lyfja. Rafeindaróf í sýnilegu og útfjólubláu ljósi, ljósmæling og vökvagreining (LC).

Núlltastigs, fyrstastigs, annarsstigs og þriðjastigs efnahvörf. Áhrif hitastigs og sýrustigs á efnahvörf. Áhrif salta, lausnarefnis og yfirborðsvirkra efna á efnahvörf. Vatnssækni og fitusækni. Flæði lyfja í gegnum lífrænar himnur.

Verklegar æfingar: Aðgreining og magngreiningar með HPLC, ákvörðun á pKa-gildum, hýdrólýsa, fasadreifing og frásog í gegnum himnu.

Skýrslur: Hver nemandi/hópur skilar skýrslum úr hverri æfingu.

Kröfur:  Nemandi á að kunna að reikna bestu beinu línu (linear regression) og framkvæma einfalda tölfræðileg úrvinnslu gagna með hugbúnaði (td. excel).

X

Gæðastjórnun matvæla (MAT616M)

Markmið námskeiðsins er að fjalla um gæðakröfur sem gerðar eru til vinnslu, meðhöndlun og dreifingu matvæla.  Fjallað er um gæðakröfur í alþjóðlegum viðskiptum og innlend og erlend regluverk um öryggi matvæla, þar með talið regluverk Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.  Farið er yfir gerð eftirlitsáætlana ríkja s.s. áætlun um efnaleifar í matvælum, eftirlitáætlanir, uppbyggingu opinbers eftirlits og gerð varnaráætlana fyrir matvæli, fóður og heilbrigði dýra.  Þá er fjallað um áhættu stýringu og miðlun og hættur í matvælakeðjunni.  Fjallað er um góða framleiðsluhætti, góða landbúnaðarhætti og góða heilbrigðishætti og ítarlega farið yfir hættugreiningu og mikilvæga stýristaði (HACCP) við vinnslu matvæla.  Einnig er fjallað um sýnatökur við eftirlit og vöktun og hvaða mælikvarðar og viðmið eru notuð til að meta öryggi matvæla og fóðurs.  Einnig er farið yfir mikilvægi rekjanleika matvæla, innri og ytri úttektir og vottun rannsóknastofa.  Þá er fjallað um Codex leiðbeiningar, gæðastaðala (ISO-9000, ISO-14000 og ISO-22000) og vörustaðla kaupenda matvæla.

Verklega æfingar:  1) nemendur fá þjálfun í uppsetningu á HACCP kerfum og hvernig þau eru sannprófuð,  2) innri og ytri úttektir á gæðum og öryggi matvæla og 3) nemendaverkefni um nýleg útkomin efni er varða matvælaeftirlit.

Tilhögun námskeiðs:  Námið er í formi fyrirlestra, umræðu og verklegrar þjálfunar er tengist námsefninu.  Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda og að þeir kynni sér alþjóðlegar vísindagreinar er tengjast efni fyrirlestra.

X

Lýðheilsunæringarfræði (NÆR611M)

Námskeiðslýsing:

Í námskeiðinu eru kynnt helstu viðfangsefni og áskoranir lýðheilsunæringarfræðinnar en einnig aðferðir og nálganir á sviði heilsueflingar. Áhersla verður lögð á heilsueflingarverkefni á sviði næringar á vesturlöndum en einnig í þróunarlöndum. Næring er sett í samhengi við aðra heilsutengda hegðun, aðstæður fólks og lífshætti. Kynntar verða helstu kenningar um heilsutengt atferli hvaða þættir stýra neysluhegðun og hvað getur skipt máli ef unnið er að breytingum á heilsutengdri hegðun. Kynnt verða helstu næringartengdu forvarna- og heilsueflingarverkefni á Íslandi auk erlendra verkefna. Nemendur öðlast færni í að skipuleggja lýðheilsuverkefni á sviði næringar og hvernig má nota rannsóknaniðurstöður til forvarna og aðgerða sem miða að bættri heilsu. Fjallað verður um öll helstu skref í mótun og undibúningi verkefnis, framkvæmd þess og mati á árangri.

Meðal spurninga sem leitað er svara við á námskeiðinu má nefna:

Ráðum við því raunverulega hvað við leggum okkur til munns – eða höfum við takmarkað val?

Ákvarðast lýðheilsa einungis af pólitík?

Er næringarlæsi mikilvægt hugtak?

Er mataræði þitt að eyðileggja heilsu móður jarðar?

Færð þú eitthvað að borða ef það er stríð í útlöndum?

Hver er ábyrgð þín á börnum sem svelta í heiminum?

Hvað stjórnar heiminum í raun og veru?

Viltu eiga þátt í að breyta heiminum?

Skapaðu heilsueflingarverkefni að eigin vali.

X

Fiskiðnaðartækni 2 (VÉL601M)

ATH: námskeiðið verður ekki kennt vorið 2022. 

Markmið: Gera nemendur færa um að beita þverfaglegri þekkingu á helstu sviðum vélaverkfræðinnar til að hanna fiskvinnslurásir/flutningsferla. Námsefni m.a.: Vinnsluþrep og búnaður við vinnslu ferskfisks, frystingu, söltun, þurrkun, fiskmjölsvinnslu, lýsisgerð, meltugerð o.fl. Orku- og massavægi. Hönnunarforsendur fyrir fiskvinnslufyrirtæki. Vinnsluvélar, pökkunar- og geymsluaðferðir,  greining á starfsumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja, markaðsmál, hreinni framleiðslutækni, samkeppnisstaða, arðsemi, gæðamál, tæknivæðing o.fl.

Geymsluskilyrði (ljós, raki, hiti, samsetning lofts, o.s.frv.) og lykilþættir sem áhrif hafa á breytingar fiskafurða við geymslu, flutning og sölu/dreifingu. Stöðug og tímaháð varmaflutningsfræði, hagnýting Heisler- og Mollier-rita. 

Verklegt: Fiskvinnslurás/fiskvinnslufyrirtæki greint og/eða endurhannað.

X

Rekstrarstjórnun (VIÐ404G)

Velkomin í Rekstrarstjórnun

Hefurðu einhvern tíma tekið eftir því hvernig allt í kringum okkur virðist einhvern veginn bara virka? Um það snýst þetta námskeið - að afhjúpa heillandi heim ferla í fyrirtækjum sem og daglegu lífi okkar. Við munum kanna hvernig hlutirnir verða til, allt frá minnstu græjum til stærstu véla. Þetta snýst ekki bara um verksmiðjur og færibönd, heldur munum við kynna okkur hvernig allt frá þínu uppáhalds kaffihúsi til allra nýjustu tæknifyrirtækjanna nota ferla til að skila okkur vörum.
Kafað verður ofan í hvernig á að hanna þessa ferla, halda þeim gangandi og bæta þá stöðugt.
Vertu því tilbúin til að líta á heiminn í kringum þig á nýjan hátt, sem röð ferla sem gera líf okkar betra. Vertu tilbúin til að sjá heiminn eins og rekstrarstjóri.

X

Eldhúsnautnir, megrunarkúrar og matreiðsluþættir (ÞJÓ609M)

Námskeiðið verður lotukennt alla daga vikunnar 10.-14. maí 2021 (sem er vikan eftir að lokaprófum á vormisseri lýkur) í sex stundir hvern dag (samtals 30 stundir). Nemendur verða að lesa allt námsefnið áður en námskeiðið hefst. Þeir vinna verkefni í vikunni og skrifa lokaritgerð eftir að námskeiðinu lýkur.

Í slow motion sleikir sjónvarpskokkurinn Nigella á sér fingurinn eftir að hafa dýft honum í rjómalagaða sveppasósu. Hún gefur frá sér nautnalegt hljóð, horfir í myndavélina með blik í auga og vill að við njótum með sér. Á annarri stöð öskrar sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsey látlaust á aðra kokka sem berjast við að bjarga veitingastöðunum sínum. Margir þeirra fella tár undir reiðilestrinum.

Nautn, reiði, stress, spenna, karlremba, kvenleiki, rjómi, megrunarkúrar, heilsusamlegt mataræði, matarblogg, baksturskeppnir og barátta fyrir bættum og réttlátum matarháttum endurspeglar vinsældir matar sem afþreyingar og tækis til að rækta manneskjur og samfélag. Hvað útskýrir þennan gífurlega áhuga, jafnvel þráhyggju, samtímans gagnvart matarháttum og næringu?

Í námskeiðinu verður rýnt í nokkur vel valin hráefni sem umbreytt hefur verið í girnilegar menningarafurðir og sérstök áhersla lögð á hvernig hugmyndir um kyngervi og lífsstíl endurspeglast í matartengdum fyrirbærum á borð við matreiðsluþætti, matreiðslubækur, matarkeppnir og matarblogg.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Snorri Karl Birgisson
Hildur Inga Sveinsdóttir
Páll Arnar Hauksson
Telma Björg Kristinsdóttir
Snorri Karl Birgisson
BS og MS í matvælafræði

Ég valdi matvælafræði vegna þess að ég hafði unnið nokkur störf sem tengjast sjávarútvegi og þá vaknaði áhugi á að vita hvernig þetta allt virkaði. Með matvælafræðináminu sá ég möguleika á að öðlast meiri þekkingu á nýsköpun, stjórnun og gæðaeftirliti. Það vantar líka alltaf matvælafræðinga á vinnumarkaðinn.

Hildur Inga Sveinsdóttir
BS, MS og PhD í matvælafræði

Ég valdi matvælafræði af því að ég hef mikinn áhuga ýmsu tengdu matvælaiðnaði þá sérstaklega gæðum og öryggi matvæla. Einnig hef ég alltaf haft gaman af raungreinum og því heillaði kennsluskráin sérstaklega en þar er nokkuð mikil áhersla á efnafræði. Í framhaldi af þeirri miklu vitundarvakningu sem hefur orðið í samfélaginu er varðar mataræði og matvæli almennt tel ég atvinnumöguleika matvælafræðinga að námi loknu vera mjög góða.

Páll Arnar Hauksson
BS og MS í matvælafræði

Ég valdi matvælafræði vegna þess að ég vildi öðlast yfirgripsmikla þekkingu á matvælum, efnasamsetningu þeirra og vinnsluaðferðum. Ég hef sérstakan áhuga á vöruþróun og rannsóknum og sé fram á að starfa á þeim vettvangi að námi loknu.

Telma Björg Kristinsdóttir
MS í matvælafræði

Nám í matvælafræði er krefjandi og fjölbreytt og gefur raunhæfa mynd af verkefnum í atvinnulífinu. Gerð ársreikninga, þróun nýrrar vöru frá grunni til lokaafurðar í samvinnu við matvælaframleiðanda, uppsetning gæðahandbókar og þjálfun í vinnubrögðun á rannsóknastofu er meðal þess sem námið býður upp á. Námið er góður stökkpallur fyrir tilvonandi gæðastjóra, framleiðslustjóra og skapandi frumkvöðla sem vilja lifa og hrærast í heimi matvæla í framtíðinni. 

Hafðu samband

Skrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildar
Nýi Garður, 3. hæð
Sæmundargata 12,
102 Reykjavík
Sími: 525 4999
mn@hi.is

Opnunartímar:
Mánudaga = lokað
Þriðjudaga – fimmtudags = opið 9 – 15
Föstudagar = opið 9 -12

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.