Heimspeki
Heimspeki
BA gráða – 180 einingar
Heimspekin leitar skilnings á samhengi hlutanna í víðustu merkingu. Hún leitast við að greina hugtök og rök, túlka og skýra margvísleg álitamál, grundvallarspurningar og forsendur. Hún beitir fyrst og fremst rökræðunni til að varpa ljósi á þau vandamál sem tekist er á um.
Skipulag náms
- Haust
- Inngangur að heimspeki
- Fornaldarheimspeki
- Gagnrýnin hugsun
- Stjórnmál og samfélag
- Vor
- Rökfræði
- Siðfræði
- Nýaldarheimspeki
Inngangur að heimspeki (HSP103G)
Fjallað verður um spurninguna: „Hvað er heimspeki?“ og um tengsl heimspeki við vísindi, listir, trúarbrögð og stjórnmál. Lesnir verða textar eftir klassíska heimspekinga og samtímaheimspekinga í því augnamiði að skoða ólíkar aðferðir og vandamál heimspekinnar.
Fornaldarheimspeki (HSP104G)
Meginmarkmið námskeiðsins er þríþætt:
- Í fyrsta lagi að nemendur öðlist skilning á viðfangsefnum vestrænnar heimspeki í fornöld, sögulegri þróun hennar og félagslegu umhverfi.
- Í öðru lagi að þeir læri að lesa og greina heimspekilega texta úr fornöld og beita þeim til að svara brýnum spurningum samtímans.
- Í þriðja lagi að þeir öðlist færni í að skrifa heimspekilega texta út frá lesefni í fornaldarheimspeki.
Við leggjum áherslu á að lesa heil verk í íslenskum þýðingum, með sérstakri áherslu á Ríkið eftir Platon, og í tímum munum við leitast við að greina helstu kenningar og rökfærslur í textunum. Nemendur vinna einir og í hópum að verkefnum undir leiðsögn kennara en stór þáttur námskeiðsins felst í gagnkvæmum stuðningi nemenda í verkefnum.
Fyrsti tími verður haldinn þriðjudaginn 31. ágúst. Þá förum við saman yfir kennsluáætlun, hæfniviðmið og námsmat og nemendur fá fyrsta verkefni vetrarins. Þrisvar sinnum á önninni (eftir hádegi á föstudögum) verða jafningjamatsdagar þar sem nemendur lesa og meta verkefni hvers annars og er þátttaka í þeim mikilvægur hluti af námsmati.
Íslenskar þýðingar texta fást með 25% afslætti hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi (við Hagatorg) og skal tekið fram að sum verkin eru líka notuð í öðrum heimspekinámskeiðum. Eins er einfalt að nálgast þau á bókasöfnum.
Gagnrýnin hugsun (HSP105G)
Námskeiðinu er ætlað að gera nemendum grein fyrir mikilvægi gagnrýninnar hugsunar með því að kynna helstu hugtök og aðferðir og mismunandi skilning á eðli og hlutverki hennar. Nemendur verða þjálfaðir í gagnrýninni hugsun eins og hún kemur fyrir í heimspeki og í daglegu lífi og starfi. Lögð er áhersla á að greina röksemdafærslur. Helstu rökvillur og rökbrellur verða ræddar og nemendum kennt hvernig má greina þær og forðast. Ítarlega verður farið í samband gagnrýninnar hugsunar og siðfræði.
Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Sérstök áhersla er lögð á umræður um raunhæf úrlausnarefni. Reynt verður að hafa verkefni eins hagnýt og kostur er og tengja þau sem flestum sviðum daglegrar reynslu.
Stjórnmál og samfélag (HSP107G)
Nemendur kynnast sígildum kenningum og álitamálum í samtímaumræðu á sviði stjórnspeki og félagslegrar heimspeki og öðlast færni í rökræðu um skipan lýðræðissamfélagsins. Nemendur læra að greina lykilhugtök í heimspekilegri orðræðu um ríki og réttlátt samfélag og tengja við viðfangsefni stjórnmála með sérstakri vísan í íslenskt samfélag.
Rökfræði (HSP201G)
Nemendur öðlast grunnþekkingu í heimspekilegri og formlegri rökfræði. Áhersla er lögð á setningarökfræði (e. propositional logic, truth-functional logic) annars vegar og umsagnarökfræði (e. quantified logic, first-order logic) hins vegar. Einnig er farið stuttlega í óformlega rökfræði í upphafi námskeiðs, auk þess ræddar verða heimspekilegar spurningar um eðli og stöðu rökfræðinnar í lok námskeiðsins.
Siðfræði (HSP202G)
Veitt verður yfirlit yfir þrjár af höfuðkenningum siðfræðinnar, reist á lestri frumtexta: kenningu Aristótelesar í Siðfræði hans, Johns Stuarts Mill í Nytjastefnunni og Immanuels Kant í Frumspeki siðlegrar breytni.
Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í II. hluta heimspekináms. Ætlast er til að það sé tekið á öðru misseri fyrsta námsárs í heimspeki. Námskeiðið getur verið valnámskeið fyrir nemendur í ýmsum öðrum greinum.
Fluttir verða 2 x 12 fyrirlestrar. Lestur námsefnisins er nauðsynlegt skilyrði fyrir árangursríkri þátttöku í tímum. Hver fyrirlestur tekur fyrir afmarkað efni. Að loknum fyrirlestri verða glærur settar inn á heimasvæði námskeiðsins í Canvas.
Nýaldarheimspeki (HSP203G)
Viðfangsefni
Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í vestrænni heimspeki á 17. og 18. öld, kynna sérstaklega tiltekin viðfangsefni, kenningar og rökfærslur í þekkingarfræði og frumspeki þessa tímabils með nákvæmum lestri og samanburði valinna verka, einkum eftir Descartes, Hume og Kant, svo og að þjálfa nemendur í lestri, greiningu og túlkun heimspekirita.
Kennsla
Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja verkin í samhengi og greina mikilvægustu kafla ritanna. Í umræðutímum verður rætt nánar um tiltekin efnisatriði, bókarkafla, rökfærslur eða spurningar sem vakna við lesturinn.
- Haust
- Þekkingarfræði
- VísindaheimspekiB
- ListheimspekiB
- Hugmyndasaga 19. og 20. aldarB
- Heimspekilegir textarV
- Heimur Forngrikkja: Saga og samfélagVE
- Latína I: ByrjendanámskeiðV
- Forngríska I: ByrjendanámskeiðV
- Inngangur að klassískum fræðumVE
- Grísk leikritunV
- Heimspeki og hugmyndasaga menntunarV
- Vor
- Frumspeki
- Málstofa: Brautryðjendur líkamlegrar heimspekilegrar hugsunarB
- Verkefni í málstofu: Brautryðjendur líkamlegrar heimspekilegrar hugsunarB
- Málstofa: Heimspeki John Stuart MillsB
- Verkefni í málstofu: Heimspeki John Stuart MillsB
- Heimspeki og kvikmyndirB
- Stjórnmálaheimspeki samtímansB
- Heilbrigðis- og lífssiðfræðiB
- Latína II: Úrval latneskra textaV
- Forngríska IIV
- MiðaldalatínaV
- Menning og andófV
Þekkingarfræði (HSP304G)
Í námskeiðinu munum við spyrja um eðli þekkingar og glíma við ýmsar gátur sem tengjast þekkingu. Af hverju skiptir þekking máli? Er skilningur mikilvægari en þekking? Hver er munurinn á þekkingu og sannri skoðun? Hvers konar rökstuðning þarf til að breyta sannri skoðun í þekkingu? Getum við rannsakað þekkingu eins og meltingu, þ.e. með náttúruvísindalegum aðferðum, eða getum við bara rannsakað hana innan frá, þ.e. með því að skoða okkar eigin vitund? Getum við treyst skoðunum annarra? Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fólk njóti sannmælis, óháð kyni, kynþætti, aldri, kynhneigð o.s.frv.? Við lesum fyrst og fremst texta frá 20. og 21. öld og nemendur þjálfast í að beita aðferðafræði rökgreiningarheimspeki við að lesa og rýna heimspekilega texta.
Vísindaheimspeki (HSP318G)
Í námskeiðinu verða teknar fyrir margar af helstu spurningum vísindaheimspekinnar á 20. og 21. öld. Hvernig eru vísindakenningar rökstuddar með tilraunum og athugunum? Hvað eru náttúrulögmál? Hvers vegna ættum við að treysta vísindarannsóknum frekar en öðrum aðferðum við að afla okkur þekkingar? Eru vísindarannsóknir gildishlaðnar? Og hvað felst í því að segja að vísindin séu hlutlæg?
Listheimspeki (HSP310G)
Námskeiðinu er ætlað að veita stutt yfirlit yfir nokkur sígild viðfangsefni í heimspeki listarinnar; að kynna sérstaklega tilteknar spurningar, kenningar og rökfærslur á sviði listheimspeki með lestri valinna texta, bæði sögulegra og samtímalegra; og að þjálfa nemendur í greiningu og umræðu um listheimspekileg efni.
Hugmyndasaga 19. og 20. aldar (HSP321G)
Í þessu námskeiði eru hugmyndir sem höfðu grundvallaráhrif á vestræna heimspeki og hugmyndahefðir skoðaðar út frá 19. og 20. öldinni. Um er að ræða þær hugmyndir sem ollu samfélagsbreytingum á borð við frelsi, veraldarhyggju, jafnrétti, andóf, samband einstaklings og samfélags, hugmyndir um tilvist og sál, kúgun, misrétti, ríki sem og kapítalisma. Síðast og ekki síst verða skoðaðar hugmyndir um söguna, tímann og þróun mannkyns og plánetu.
Í hverri viku fyrir sig er tekin fyrir nýr hugsuður eða ný hugmynd sem olli straumhvörfum í vestrænni hugmyndasögu. Hugsuðir á borð við G.W.F. Hegel, Karl Marx, Sigmund Freud, Rosu Luxembourg og Emmu Goldman verða teknir fyrir og áhrifamiklar stefnur á borð við fyrirbærafræði, nýfrjálshyggju eða póststrúktúralisma.
Markmiðið er að lesa verk þessara höfunda eða stefna út frá þeim tíðaranda sem verkin spruttu úr hverju sinni (að svo miklu leyti sem við fólk á 21. öldinni getum lesið tíðaranda eldri tíma). Á sama tíma er markmiðið að lesa djúpt frumtexta til þess að öðlast margvíðan skilning á hugmyndunum. Mikilvægt stef námskeiðsins er einnig að hugsa um þessar hugmyndir út frá samtímanum og þeim álitaefnum sem eru í deiglunni hverju sinni.
Heimspekilegir textar (KLM307G)
Í námskeiðinu eru lesnir valdir heimspekilegir textar klassískrar fornaldar. Að þessu sinni verður lesið úr Lögunum eftir Platon.
Lögin eru bæði lengsta verk Platons og það síðasta. Samræðan fjallar um stjórnmálaheimspeki en með nokkuð öðrum hætti en eldra verk Platons, Ríkið. Í námskeiðinu vörpum við ljósi á þá stjórnmálaheimspeki sem er að finna í Lögunum og setjum í samhengi við aðrar heimspekilegar hugmyndir Platons.
Kunnáttu í grísku og latínu er ekki krafist en nemendur í grísku, latínu eða klassískum fræðum geta valið að taka sérverkefni (5 eða 10 ECTS) um grískan eða latneskan frumtexta í tengslum við námskeiðið. Sérverkefnum sem nemendum stendur til boða að vinna er ætlað að styrkja grísku- og/eða latínukunnáttu nemenda (orðaforða og málfræði) og þjálfa nemendur í lestri frumtexta og greiningu þeirra.
Heimur Forngrikkja: Saga og samfélag (KLM115G)
Raktir verða þættir úr sögu Forngrikkja, með áherslu á menningu þeirra og hugmyndaheim frá upphafi til yfirráða Rómar. Lesnir verða valdir kaflar úr bókmenntaverkum þeirra í þýðingum.
Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)
Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Forngríska I: Byrjendanámskeið (KLM102G)
Í námskeiðinu verður farið yfir beygingarfræði forngrísku (attísku) í meginatriðum svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Áhersla er lögð á að nemendur læri í námskeiðinu þau atriði sem þeir þurfa til að geta byrjað að lesa og þýða forngríska texta. Ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu í grísku í upphafi námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði.
Fylgt verður 2. útg. kennslubókar Donalds J. Mastronarde. Lögð verður áhersla á meginatriði. Kennt verður tvisvar í viku. Kennslustundir innihalda bæði fyrirlestur sem tekur fyrir afmarkað efni og verkefnavinnu þar sem reynir á virkni nemenda. Valdir textar verða þýddir og skýrðir málfræðilega. Lestur námsefnisins fyrir hvern tíma er nauðsynlegt skilyrði þess að nemendur nái valdi á námsefninu. Hverjum fyrirlestri fylgja glósur kennara, sem settar verða á Canvas.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Inngangur að klassískum fræðum (KLM103G)
Námskeiðið er inngangur að klassískum fræðum eða fornfræði. Fjallað verður um sögu og þróun fræðigreinarinnar og helstu viðfangsefni hennar og aðferðir í nútímanum: Nemendum verður kynnt klassísk textafræði og hinar ýmsu greinar klassískra fræða og viðfangsefnum þeirra, svo sem sagnfræði, heimspeki og bókmenntir fornaldar. Auk þess verður fjallað um heimildavinnu og vinnulag í klassískum fræðum og þær venjur sem mótast hafa í greininni. Nemendum verða kynnt helstu stoðrit klassískra fræða og reynt verður að efla ratvísi þeirra um heim klassíkurinnar. Þekking á fornmálunum er ekki áskilin.
Grísk leikritun (KLM107G)
Óbilgirni, þrjóska, stolt og trúnaðarbrestur geta haft skelfilegar afleiðingar, svo ekki sé minnst á móðurmorð, föðurmorð og sifjaspell. En stundum er hreinlega eins og örlögin ráði ferðinni og kaldhæðni þeirra er oft mikil. Þetta eru kunnugleg stef úr grískum harmleikjum.
Námskeiði þessu er einmitt ætlað að kynna nemendum gríska harmleikinn sem bókmenntagrein. Nemendur lesa all nokkur leikrit í íslenskri þýðingu og kynnast þannig vel bæði formi og inntaki grískra harmleikja. Við munum leiða hugann að ýmsu í grískum harmleikjum, þ.á m. samskiptum manna og guða, valdi örlaganna og ábyrgð manna, stöðu kynjanna, sjálfsmynd Grikkja og birtingarmynd útlendinga.
Þekking á frummálinu er ekki nauðsynleg en þó vinni þeir nemendur þýðingarverkefni sem hafa forsendur til þess.
Heimspeki og hugmyndasaga menntunar (UME304G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur verði færir um að taka málefnalega afstöðu til hugmynda og aðferða í kennslu og uppeldi í fortíð og nútíð, og geti tekið þátt í gagnrýninni umræðu um skólamál og gert grein fyrir eigin hugmyndum um menntun og uppeldi.
Viðfangsefni:
Á námskeiðinu verður fjallað um uppeldis- og menntunarhugmyndir allt frá tímum Forn-Grikkja og fram á okkar daga. Áhersluatriði í kennslunni eru eftirfarandi:
1. Maðurinn: Skynsemi, skilningur og siðvit
Fjallað verður um mannskilning á ólíkum tímum. Hvernig hugmyndir hugsuða um eðli mannsins höfðu áhrif á hugmyndir hvers tíma um uppeldi og menntun.
2. Markmið menntunar
Fjallað verður um markmið menntunar og forsendur þessara markmiða á hverjum tíma s.s að tileinka sér dygð, að uppfylla hlutverk sitt í samfélaginu, verða meiri maður, að axla ábyrgð í samfélagi, að verða virkur þátttakandi í lýðræðissamfélagi, að tileinka sér sjálfstæða og gagnrýna hugsun.
3. Frelsi og lýðræði
Fjallað verður um áhrif hugmynda um frelsi og sjálfræði mannsins í lýðræðissamfélagi á hugmyndir um menntun. Sérstaklega verður hugað að áhrifamikilli hugmyndafræði í samtímanum sem lýtur að menntun til lýðræðis, borgaralegri menntun, skóla án aðgreiningar og jafnréttis til náms.
Meðal viðfangsefna námskeiðsins verða þekkingar-, stjórn-, og siðspeki Platons, hugmyndir Rousseau um frelsi og sjálfræði, hugmyndir Kants um skynsemi og upplýsingu og hugmyndir Wollstonecraft um jafnrétti. Einnig verður frelsishugtakið skoðað í ljósi kenninga E. Key, A.S. Neill og P. Freire. Fjallað verður ítarlega um kenningar John Dewey um menntun, gagnrýna hugsun og lýðræði.
Frumspeki (HSP416G)
Fjallað er um nokkur af helstu viðfangsefnum nútímafrumspeki og sögu frumspekinnar á 20. og 21. öld. Meðal viðfangsefna má telja tilvist náttúrulegra tegunda og uppskáldaðra persóna, persónusamsemd, frjálsan vilja, hluthyggju, hughyggju og nafnhyggju, mögulega heima, tengsl tungumáls og heims og tengsl hugar og heila. Einnig er fjallað um félagslega verufræði, svo sem frumspeki kyns og kynþátta.
Málstofa: Brautryðjendur líkamlegrar heimspekilegrar hugsunar (HSP440M, HSP441M)
Heimspekileg hugsun er meir en gagnrýnin, greinandi og rökvís hugsun. Hugurinn er líkamnaður en hugurinn nær lengra því líkami og umhverfi eru eitt. Hugurinn er birtingarmynd líkams-umhverfa en hver einasti hugur er jafnframt einstakur, skapandi og býr yfir innsæi. Í þessari málstofu verða kynntir brautryðjendur líkamlegrar hugsunar innan heimspeki nútíma frá Schopenhauer, Nietzsche, Husserl, Merleau-Ponty, Dewey, James, Beauvoir, Arendt, Weil til Varela, Gendlin, Irigaray, Petitmengin, Noë og Tuana í samtímanum. Auk þess að kynnast heimspeki líkamlegrar hugsunar verða aðferðir sem hafa verið þróaðar á grundvelli hennar kynntar. Tilgangurinn með þessum aðferðum er að verða meðvitaðri um drjúgan þátt upplifana í hugmyndum okkar og skilningi. Verklegur þáttur námskeiðsins (sem fer fram á helgarnámskeiði) styrkir nemendur í sjálfstæðri heimspekilegri hugsun og þjálfar samvinnu í að hugsa heimspekilega.
Verkefni í málstofu: Brautryðjendur líkamlegrar heimspekilegrar hugsunar (HSP440M, HSP441M)
Verkefni í málstofu: Brautryðjendur líkamlegrar heimspekilegrar hugsunar. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.
Málstofa: Heimspeki John Stuart Mills (HSP444M, HSP445M)
Í málstofunni verða öll helstu verk Mills skoðuð með hliðsjón af baráttu hans gegn dogmatisma. Sett verða fram túlkanir höfuðritum Mills í rökfræði, siðfræði, trúfræði og félagsheimspeki út frá and-dogmatisma hans.
Verkefni í málstofu: Heimspeki John Stuart Mills (HSP444M, HSP445M)
Verkefni í málstofu: Heimspekilegar framfarir. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.
Heimspeki og kvikmyndir (HSP410G)
Á námskeiðinu munum við bæði skoða heimspekilegar spurningar um bíómyndir (Hvað er bíómynd? Eru til hlutlægir mælikvarðar á ágæti bíómynda?) og einnig skoða heimspekilegar spurningar sem velt er upp í bíómyndum (Hvað er raunverulegt? Hvað er hjónaband?).
Námskeiðið er kennt á ensku.
Stjórnmálaheimspeki samtímans (HSP417G)
Í námskeiðin er fjallað um fáeinar meginhugmyndir í stjórnspeki samtímans. Sérstök áhersla verður lögð á frjálslynda jafnaðarstefnu Johns Rawls og gagnrýni á hana, þar á meðal frá sjónarhorni frjálshyggju, samfélagshyggju, femínisma, rökræðulýðræðis og valdgreiningar.
Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M)
Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.
Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20.
Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur.
Latína II: Úrval latneskra texta (KLM201G)
Námskeiðið tekur við af KLM101G Latínu I. Í námskeiðinu verður lesið úrval latneskra texta eftir ýmsa höfunda.
Kennt er á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Forngríska II (KLM202G)
Námskeiðið tekur við af KLM102G Forngrísku I. Í fyrri hluta námskeiðsins er haldið áfram með málfræði og setningafræði forngrísku (attísku) þar sem yfirferð lauk í Forngrísku I. Í síðari hluta námskeiðsins lesa nemendur úrval forngrískra texta frá ýmsum tímum og eftir ýmsa höfunda.
Kennsla fer þannig fram að fyrir hvern tíma er settur ákveðinn texti. Ætlast er til að nemendur lesi textann heima. Í tímanum er textinn þýddur og skýrður málfræðilega (og efnislega eftir atvikum).
Nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Miðaldalatína (KLM203G)
Í námskeiðinu verða lesnir og þýddir valdir kaflar úr latneskum miðaldabókmenntum (allt frá lokum 4ðu aldar til upphafs þeirrar 16du) úr ýmsum áttum: fagurbókmenntum og sagnaritun, heimspeki og guðfræði. Textar verða skýrðir málfræðilega og ræddir efnislega eftir þörfum.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendum, sem hafa annað móðurmál en íslensku, stendur til boða að ljúka verkefnum og prófum á ensku.
Menning og andóf (MFR703M)
Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.
- Haust
- VísindaheimspekiB
- ListheimspekiB
- Hugmyndasaga 19. og 20. aldarB
- Verkefni tengt siðfræði náttúrunnarB
- Málstofa: Heimspeki friðar og átaka í hugmyndasögulegu ljósiB
- Verkefni í málstofu: Heimspeki friðar og átaka í hugmyndasögulegu ljósiB
- BA-ritgerð í heimspekiB
- Siðfræði náttúrunnarB
- Siðferðileg álitamál samtímansB
- Heimspekilegir textarV
- Heimur Forngrikkja: Saga og samfélagVE
- Latína I: ByrjendanámskeiðV
- Forngríska I: ByrjendanámskeiðV
- Inngangur að klassískum fræðumVE
- Grísk leikritunV
- Heimspeki og hugmyndasaga menntunarV
- Vor
- Málstofa: Brautryðjendur líkamlegrar heimspekilegrar hugsunarB
- Verkefni í málstofu: Brautryðjendur líkamlegrar heimspekilegrar hugsunarB
- Málstofa: Heimspeki John Stuart MillsB
- Verkefni í málstofu: Heimspeki John Stuart MillsB
- Heimspeki og kvikmyndirB
- Stjórnmálaheimspeki samtímansB
- Heilbrigðis- og lífssiðfræðiB
- BA-ritgerð í heimspekiB
- Latína II: Úrval latneskra textaV
- Forngríska IIV
- MiðaldalatínaV
- Menning og andófV
Vísindaheimspeki (HSP318G)
Í námskeiðinu verða teknar fyrir margar af helstu spurningum vísindaheimspekinnar á 20. og 21. öld. Hvernig eru vísindakenningar rökstuddar með tilraunum og athugunum? Hvað eru náttúrulögmál? Hvers vegna ættum við að treysta vísindarannsóknum frekar en öðrum aðferðum við að afla okkur þekkingar? Eru vísindarannsóknir gildishlaðnar? Og hvað felst í því að segja að vísindin séu hlutlæg?
Listheimspeki (HSP310G)
Námskeiðinu er ætlað að veita stutt yfirlit yfir nokkur sígild viðfangsefni í heimspeki listarinnar; að kynna sérstaklega tilteknar spurningar, kenningar og rökfærslur á sviði listheimspeki með lestri valinna texta, bæði sögulegra og samtímalegra; og að þjálfa nemendur í greiningu og umræðu um listheimspekileg efni.
Hugmyndasaga 19. og 20. aldar (HSP321G)
Í þessu námskeiði eru hugmyndir sem höfðu grundvallaráhrif á vestræna heimspeki og hugmyndahefðir skoðaðar út frá 19. og 20. öldinni. Um er að ræða þær hugmyndir sem ollu samfélagsbreytingum á borð við frelsi, veraldarhyggju, jafnrétti, andóf, samband einstaklings og samfélags, hugmyndir um tilvist og sál, kúgun, misrétti, ríki sem og kapítalisma. Síðast og ekki síst verða skoðaðar hugmyndir um söguna, tímann og þróun mannkyns og plánetu.
Í hverri viku fyrir sig er tekin fyrir nýr hugsuður eða ný hugmynd sem olli straumhvörfum í vestrænni hugmyndasögu. Hugsuðir á borð við G.W.F. Hegel, Karl Marx, Sigmund Freud, Rosu Luxembourg og Emmu Goldman verða teknir fyrir og áhrifamiklar stefnur á borð við fyrirbærafræði, nýfrjálshyggju eða póststrúktúralisma.
Markmiðið er að lesa verk þessara höfunda eða stefna út frá þeim tíðaranda sem verkin spruttu úr hverju sinni (að svo miklu leyti sem við fólk á 21. öldinni getum lesið tíðaranda eldri tíma). Á sama tíma er markmiðið að lesa djúpt frumtexta til þess að öðlast margvíðan skilning á hugmyndunum. Mikilvægt stef námskeiðsins er einnig að hugsa um þessar hugmyndir út frá samtímanum og þeim álitaefnum sem eru í deiglunni hverju sinni.
Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)
Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.
Málstofa: Heimspeki friðar og átaka í hugmyndasögulegu ljósi (HSP541M, HSP542M)
Í málstofunni beinum við sjónum að heimspekilegum þemum í hugmyndasögu friðar og átaka. Friðarhugtakið verður m.a. skoðað með hliðsjón af því hvernig það hefur litast af hugmyndafræði og pólitískum stefnum og straumum, eins og t.d. and-nýlenduhyggju, þjóðernishyggju, alþjóðahyggju, femínisma, sósíalisma, frjálslyndisstefnu og kapítalisma. Kynjaðar hugmyndir um stríð og frið verða í forgrunni, sem og hugmyndir um réttmæti baráttuaðferða eins og t.d. notkun ofbeldis í frelsisbaráttu. Við munum rýna í verk höfunda eins og Immanuel Kant, Frantz Fanon, Elin Wägner, Hönnuh Arendt, Mahatma Ghandi, Carol Gilligan og fleiri.
Verkefni í málstofu: Heimspeki friðar og átaka í hugmyndasögulegu ljósi (HSP541M, HSP542M)
Verkefni í málstofu: Heimspeki friðar og átaka í hugmyndasögulegu ljósi. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.
BA-ritgerð í heimspeki (HSP261L)
BA-ritgerð í heimspeki er einkum ætlað að þjálfa nemendur í að rannsaka valið heimspekilegt viðfangsefni eða verk heimspekings og að setja niðurstöður sínar fram í rituðu máli með fræðilega viðurkenndum hætti. Nemandi skrifar ritgerðina í samráði við einn leiðbeinanda úr hópi fastra kennara í heimspeki. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna á síðu Deildar heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði um lokaverkefni og ritgerðir í Uglu.
Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)
Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?
Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)
Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.
Heimspekilegir textar (KLM307G)
Í námskeiðinu eru lesnir valdir heimspekilegir textar klassískrar fornaldar. Að þessu sinni verður lesið úr Lögunum eftir Platon.
Lögin eru bæði lengsta verk Platons og það síðasta. Samræðan fjallar um stjórnmálaheimspeki en með nokkuð öðrum hætti en eldra verk Platons, Ríkið. Í námskeiðinu vörpum við ljósi á þá stjórnmálaheimspeki sem er að finna í Lögunum og setjum í samhengi við aðrar heimspekilegar hugmyndir Platons.
Kunnáttu í grísku og latínu er ekki krafist en nemendur í grísku, latínu eða klassískum fræðum geta valið að taka sérverkefni (5 eða 10 ECTS) um grískan eða latneskan frumtexta í tengslum við námskeiðið. Sérverkefnum sem nemendum stendur til boða að vinna er ætlað að styrkja grísku- og/eða latínukunnáttu nemenda (orðaforða og málfræði) og þjálfa nemendur í lestri frumtexta og greiningu þeirra.
Heimur Forngrikkja: Saga og samfélag (KLM115G)
Raktir verða þættir úr sögu Forngrikkja, með áherslu á menningu þeirra og hugmyndaheim frá upphafi til yfirráða Rómar. Lesnir verða valdir kaflar úr bókmenntaverkum þeirra í þýðingum.
Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)
Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Forngríska I: Byrjendanámskeið (KLM102G)
Í námskeiðinu verður farið yfir beygingarfræði forngrísku (attísku) í meginatriðum svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Áhersla er lögð á að nemendur læri í námskeiðinu þau atriði sem þeir þurfa til að geta byrjað að lesa og þýða forngríska texta. Ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu í grísku í upphafi námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði.
Fylgt verður 2. útg. kennslubókar Donalds J. Mastronarde. Lögð verður áhersla á meginatriði. Kennt verður tvisvar í viku. Kennslustundir innihalda bæði fyrirlestur sem tekur fyrir afmarkað efni og verkefnavinnu þar sem reynir á virkni nemenda. Valdir textar verða þýddir og skýrðir málfræðilega. Lestur námsefnisins fyrir hvern tíma er nauðsynlegt skilyrði þess að nemendur nái valdi á námsefninu. Hverjum fyrirlestri fylgja glósur kennara, sem settar verða á Canvas.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Inngangur að klassískum fræðum (KLM103G)
Námskeiðið er inngangur að klassískum fræðum eða fornfræði. Fjallað verður um sögu og þróun fræðigreinarinnar og helstu viðfangsefni hennar og aðferðir í nútímanum: Nemendum verður kynnt klassísk textafræði og hinar ýmsu greinar klassískra fræða og viðfangsefnum þeirra, svo sem sagnfræði, heimspeki og bókmenntir fornaldar. Auk þess verður fjallað um heimildavinnu og vinnulag í klassískum fræðum og þær venjur sem mótast hafa í greininni. Nemendum verða kynnt helstu stoðrit klassískra fræða og reynt verður að efla ratvísi þeirra um heim klassíkurinnar. Þekking á fornmálunum er ekki áskilin.
Grísk leikritun (KLM107G)
Óbilgirni, þrjóska, stolt og trúnaðarbrestur geta haft skelfilegar afleiðingar, svo ekki sé minnst á móðurmorð, föðurmorð og sifjaspell. En stundum er hreinlega eins og örlögin ráði ferðinni og kaldhæðni þeirra er oft mikil. Þetta eru kunnugleg stef úr grískum harmleikjum.
Námskeiði þessu er einmitt ætlað að kynna nemendum gríska harmleikinn sem bókmenntagrein. Nemendur lesa all nokkur leikrit í íslenskri þýðingu og kynnast þannig vel bæði formi og inntaki grískra harmleikja. Við munum leiða hugann að ýmsu í grískum harmleikjum, þ.á m. samskiptum manna og guða, valdi örlaganna og ábyrgð manna, stöðu kynjanna, sjálfsmynd Grikkja og birtingarmynd útlendinga.
Þekking á frummálinu er ekki nauðsynleg en þó vinni þeir nemendur þýðingarverkefni sem hafa forsendur til þess.
Heimspeki og hugmyndasaga menntunar (UME304G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur verði færir um að taka málefnalega afstöðu til hugmynda og aðferða í kennslu og uppeldi í fortíð og nútíð, og geti tekið þátt í gagnrýninni umræðu um skólamál og gert grein fyrir eigin hugmyndum um menntun og uppeldi.
Viðfangsefni:
Á námskeiðinu verður fjallað um uppeldis- og menntunarhugmyndir allt frá tímum Forn-Grikkja og fram á okkar daga. Áhersluatriði í kennslunni eru eftirfarandi:
1. Maðurinn: Skynsemi, skilningur og siðvit
Fjallað verður um mannskilning á ólíkum tímum. Hvernig hugmyndir hugsuða um eðli mannsins höfðu áhrif á hugmyndir hvers tíma um uppeldi og menntun.
2. Markmið menntunar
Fjallað verður um markmið menntunar og forsendur þessara markmiða á hverjum tíma s.s að tileinka sér dygð, að uppfylla hlutverk sitt í samfélaginu, verða meiri maður, að axla ábyrgð í samfélagi, að verða virkur þátttakandi í lýðræðissamfélagi, að tileinka sér sjálfstæða og gagnrýna hugsun.
3. Frelsi og lýðræði
Fjallað verður um áhrif hugmynda um frelsi og sjálfræði mannsins í lýðræðissamfélagi á hugmyndir um menntun. Sérstaklega verður hugað að áhrifamikilli hugmyndafræði í samtímanum sem lýtur að menntun til lýðræðis, borgaralegri menntun, skóla án aðgreiningar og jafnréttis til náms.
Meðal viðfangsefna námskeiðsins verða þekkingar-, stjórn-, og siðspeki Platons, hugmyndir Rousseau um frelsi og sjálfræði, hugmyndir Kants um skynsemi og upplýsingu og hugmyndir Wollstonecraft um jafnrétti. Einnig verður frelsishugtakið skoðað í ljósi kenninga E. Key, A.S. Neill og P. Freire. Fjallað verður ítarlega um kenningar John Dewey um menntun, gagnrýna hugsun og lýðræði.
Málstofa: Brautryðjendur líkamlegrar heimspekilegrar hugsunar (HSP440M, HSP441M)
Heimspekileg hugsun er meir en gagnrýnin, greinandi og rökvís hugsun. Hugurinn er líkamnaður en hugurinn nær lengra því líkami og umhverfi eru eitt. Hugurinn er birtingarmynd líkams-umhverfa en hver einasti hugur er jafnframt einstakur, skapandi og býr yfir innsæi. Í þessari málstofu verða kynntir brautryðjendur líkamlegrar hugsunar innan heimspeki nútíma frá Schopenhauer, Nietzsche, Husserl, Merleau-Ponty, Dewey, James, Beauvoir, Arendt, Weil til Varela, Gendlin, Irigaray, Petitmengin, Noë og Tuana í samtímanum. Auk þess að kynnast heimspeki líkamlegrar hugsunar verða aðferðir sem hafa verið þróaðar á grundvelli hennar kynntar. Tilgangurinn með þessum aðferðum er að verða meðvitaðri um drjúgan þátt upplifana í hugmyndum okkar og skilningi. Verklegur þáttur námskeiðsins (sem fer fram á helgarnámskeiði) styrkir nemendur í sjálfstæðri heimspekilegri hugsun og þjálfar samvinnu í að hugsa heimspekilega.
Verkefni í málstofu: Brautryðjendur líkamlegrar heimspekilegrar hugsunar (HSP440M, HSP441M)
Verkefni í málstofu: Brautryðjendur líkamlegrar heimspekilegrar hugsunar. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.
Málstofa: Heimspeki John Stuart Mills (HSP444M, HSP445M)
Í málstofunni verða öll helstu verk Mills skoðuð með hliðsjón af baráttu hans gegn dogmatisma. Sett verða fram túlkanir höfuðritum Mills í rökfræði, siðfræði, trúfræði og félagsheimspeki út frá and-dogmatisma hans.
Verkefni í málstofu: Heimspeki John Stuart Mills (HSP444M, HSP445M)
Verkefni í málstofu: Heimspekilegar framfarir. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.
Heimspeki og kvikmyndir (HSP410G)
Á námskeiðinu munum við bæði skoða heimspekilegar spurningar um bíómyndir (Hvað er bíómynd? Eru til hlutlægir mælikvarðar á ágæti bíómynda?) og einnig skoða heimspekilegar spurningar sem velt er upp í bíómyndum (Hvað er raunverulegt? Hvað er hjónaband?).
Námskeiðið er kennt á ensku.
Stjórnmálaheimspeki samtímans (HSP417G)
Í námskeiðin er fjallað um fáeinar meginhugmyndir í stjórnspeki samtímans. Sérstök áhersla verður lögð á frjálslynda jafnaðarstefnu Johns Rawls og gagnrýni á hana, þar á meðal frá sjónarhorni frjálshyggju, samfélagshyggju, femínisma, rökræðulýðræðis og valdgreiningar.
Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M)
Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.
Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20.
Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur.
BA-ritgerð í heimspeki (HSP261L)
BA-ritgerð í heimspeki er einkum ætlað að þjálfa nemendur í að rannsaka valið heimspekilegt viðfangsefni eða verk heimspekings og að setja niðurstöður sínar fram í rituðu máli með fræðilega viðurkenndum hætti. Nemandi skrifar ritgerðina í samráði við einn leiðbeinanda úr hópi fastra kennara í heimspeki. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna á síðu Deildar heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði um lokaverkefni og ritgerðir í Uglu.
Latína II: Úrval latneskra texta (KLM201G)
Námskeiðið tekur við af KLM101G Latínu I. Í námskeiðinu verður lesið úrval latneskra texta eftir ýmsa höfunda.
Kennt er á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Forngríska II (KLM202G)
Námskeiðið tekur við af KLM102G Forngrísku I. Í fyrri hluta námskeiðsins er haldið áfram með málfræði og setningafræði forngrísku (attísku) þar sem yfirferð lauk í Forngrísku I. Í síðari hluta námskeiðsins lesa nemendur úrval forngrískra texta frá ýmsum tímum og eftir ýmsa höfunda.
Kennsla fer þannig fram að fyrir hvern tíma er settur ákveðinn texti. Ætlast er til að nemendur lesi textann heima. Í tímanum er textinn þýddur og skýrður málfræðilega (og efnislega eftir atvikum).
Nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Miðaldalatína (KLM203G)
Í námskeiðinu verða lesnir og þýddir valdir kaflar úr latneskum miðaldabókmenntum (allt frá lokum 4ðu aldar til upphafs þeirrar 16du) úr ýmsum áttum: fagurbókmenntum og sagnaritun, heimspeki og guðfræði. Textar verða skýrðir málfræðilega og ræddir efnislega eftir þörfum.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendum, sem hafa annað móðurmál en íslensku, stendur til boða að ljúka verkefnum og prófum á ensku.
Menning og andóf (MFR703M)
Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.