Hagnýt þýska í ferðaþjónustu og miðlun
Hagnýt þýska í ferðaþjónustu og miðlun
MA gráða – 90 einingar
Með meistaranámi í þýsku í ferðaþjónustu og miðlun er er komið til móts við þarfir atvinnulífsins fyrir fólk með sérhæfða þekkingu. Þekkingu sem nýtist í sívaxandi samskiptum við þýskumælandi markhópa í ferðaþjónustu og menningarmiðlun sem og í ýmiss konar upplýsingamiðlun og kynningum auk alþjóðasamskipta.
Skipulag náms
- Haust
- Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun
- Meistararitgerð í hagnýtri þýsku
- Þýska í ferðaþjónustu
- Málnotkun og framsetning: Þýska
- Þýsk menningarsaga BB
- Á slóðum bókmennta og menningar í Austurríki, Þýskalandi og SvissV
- Vor
- Meistararitgerð í hagnýtri þýsku
- Þýska í ferðaþjónustu: Leiðsögn og leiðarlýsingar
- Stjórnkerfi, saga og menning: Þýska
- Blitz aus heiterem Himmel: Hagnýtur samanburður á íslensku og þýsku
- Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlunV
- Málnotkun og framsetning IIV
- Menningarminjar, söfn og sýningar: Gersemar, áður aldrei kunnarV
- Skapandi heimildamyndirV
- Sumar
- Þáttagerð. Vinnsla fræðilegs efnis fyrir útvarp (í samvinnu við RÚV)V
- Sumarnámskeið í ÞýskalandiV
Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)
Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn.
Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:
- Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
- Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.
Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:
- Greiningar á textum og myndum
- Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
- Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Meistararitgerð í hagnýtri þýsku (ÞÝS431L)
Meistararitgerð í hagnýtri þýsku.
Þýska í ferðaþjónustu (ÞÝS701F)
Greint verður á hvaða sviðum ferðaþjónustu og með hvaða hætti mikilvægt er að vinna með þýsku í ferðaþjónustu, m.a. til þess að bæta þjónustu við þýskumælandi ferðamenn og brydda upp á nýjungum fyrir þann markhóp. Nemendur verða þjálfaðir sérstaklega í þeim orðaforða og því málsniði þýskunnar sem lýtur að ferðaþjónustu og vinna hagnýt verkefni.
Málnotkun og framsetning: Þýska (ÞÝS703F)
Hagnýtar æfingar í málfræði, textagreiningu, ritun og munnlegri framsetningu fyrir nemendur í meistaranámi.
Þýsk menningarsaga B (ÞÝS104F, ÞÝS702F)
Veitt verður yfirlit yfir þýska menningarsögu frá Bach til samtímans. Sýnt verður hvernig hugmyndasagan endurspeglast í bókmenntum, tónlist, myndlist og vísindum og byggist greiningin á hinum þverfaglegu tengslum þessara sviða. Lögð verður áhersla á ákveðna hugsuði, skáld og listamenn sem dæmigerða fulltrúa fyrir tilteknar stefnur (t.d. barokk og rómantík). Nemendur skrifa fræðilega ritgerð um valið efni en nemendum í hagnýtri þýsku stendur til boða að velja í staðinn verkefni sem lýtur að miðlun íslenskrar menningar til þýskumælandi markhópa.
Þeir nemendur í námsleiðinni Þýskukennsla, MA sem þegar hafa lokið annaðhvort ÞÝS702F Þýska og þvermenningarleg tjáskipti eða ÞÝS104F Þýsk menningarsaga frá Bach til samtímans taka námskeiðið þó ekki, en nemendur í námsleiðunum Þýska, MA og Hagnýt þýska í ferðaþjónustu og miðlun, MA geta tekið það sem valnámskeið þótt þeir hafi lokið ofangreindum námskeiðum.
Á slóðum bókmennta og menningar í Austurríki, Þýskalandi og Sviss (ÞÝS701M)
Í námskeiðinu verður fjallað um menningu og bókmenntir þýskumælandi landa þar sem áhersla er lögð á þætti sem reynast vel í ferðaþjónustu og miðlun.
Meistararitgerð í hagnýtri þýsku (ÞÝS431L)
Meistararitgerð í hagnýtri þýsku.
Þýska í ferðaþjónustu: Leiðsögn og leiðarlýsingar (ÞÝS801F)
Nemendur verða þjálfaðir markvisst í því að kynna íslensk efni á þýsku fyrir þýskumælandi ferðamenn. Mikil áhersla er lögð á kynningartækni og framsetningu. Nemendur verða þjálfaðir sérstaklega í orðaforða sem notaður er í leiðarlýsingum og öðru kynningarefni fyrir þýskumælandi ferðamenn.
Stjórnkerfi, saga og menning: Þýska (ÞÝS804F)
Umfjöllun um stjórnkerfi, sögu og menningu þýskumælandi landa. Gert er ráð fyrir að nemendur búi þegar yfir grunnþekkingu á þessum sviðum.
Blitz aus heiterem Himmel: Hagnýtur samanburður á íslensku og þýsku (ÞÝS808M)
Umfjöllun um valin svið íslenskrar og þýskrar tungu á samanburðargrundvelli með hagnýtt gildi að leiðarljósi.
Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlun (HMM242F)
Í Miðlunarleiðum II á vorönn er unnið með eftirfarandi miðlunarleiðir: a) munnleg framsetning og b) sýningar á menningarsögulegu efni. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti.
Nemendur fara yfir grunnatriði í munnlegri framsetningu og æfa sig í minni og stærri hópum. Einnig verður farið yfir grunnatriði varðandi skipulagingu á ráðstefnum og málþingum og stjórnun þeirra. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í kynningarhluta þessa viðfangsefnis. Við lok þess þáttar er haldin ráðstefna þar sem allir nemendur kynna verkefni sín. Að honum loknum tekur við þáttur um sýningar með tengingu við stafræna miðlun. Fjallað verður um grunnatriði sýninga og ólíkar leiðir við framsetningu mynda og texta og hvaða reglur gilda um framsetningu texta á netinu. Nemendur vinna við hagnýt verkefni í þessu samhengi. Samhliða verður farið yfir grunnatriði í stafrænni miðlun, hverjar eru helstu miðlunarleiðir, kostir og gallar.
Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:
- fyrirlestur á ráðstefnu og önnur verkefni í því samhengi
- Sýningagreining og hagnýtt verkefni í tengslum við sýningar á vegum Borgarsögusafns
- Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. Áhersla er lögð á sameiginleg þemu og hópavinnu í námskeiðinu.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Málnotkun og framsetning II (ÞÝS808F)
Þetta námskeið er framhald af ÞÝS703F Málnotkun og framsetning og byggir á hagnýtum æfingum í málfræði, textagreiningu, ritun og munnlegri framsetningu fyrir nemendur í meistaranámi.
Menningarminjar, söfn og sýningar: Gersemar, áður aldrei kunnar (HMM201F)
Í námskeiðinu verður sett upp sýning tengd erlendum leiðöngrum til Íslands um miðja 19. öld, einkum leiðangra Pauls Gaimard 1835-1836 og Napóleons prins 20 árum síðar og er nemendum ætlað að móta sýninguna í samstarfi við leiðbeinendur. Sýningin verður opnuð í Borgarsögusafni við lok annar.
Í námskeiðinu verður einnig fjallað um ýmsar tegundir sýninga, rætt um ólíka hugmyndafræði á bak við þær og mismunandi vettvang þeirra. Jafnframt er hugað að helstu þáttum í starfsemi safna, leiðir þeirra til að miðla efni og aðferðafræðina sem byggt er á. Kennsla fer fram með fyrirlestrum og hópvinnu. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur.
Skapandi heimildamyndir (HMM220F)
Fjallað verður um helstu tegundir heimildamynda, aðferðir, þróun þeirra og tilgang.
Nemendur læra að skrifa handrit að stuttri heimildamynd og að hugsa allt ferli heimildamyndagerðar, frá grunnhugmynd að fullbúinni mynd, ástunda fagleg vinnubrögð og læra að skipuleggja tökur.
Nemendur ættu einnig að ná tökum á grunnatriðum í kvikmyndatöku og klippingu. Í því samhengi verður unnið eitt verkefni á síma til að ná tökum á tækniatriðum í klippi. Allir nemendur þurfa að skila að minnsta kosti einni fullbúinni stuttri heimildamynd, handriti og æfingaverkefni í klippi. Nemendur ræða nálgun og efnistök verkefna sinna við samnemendur og kennara.
Í námskeiðinu verða sýndar heimildamyndir, bæði brot úr þeim og í fullri lengd, þar sem rætt verður um hugmyndirnar bak við myndirnar, listrænar ákvarðanir, tilgang og siðfræði heimildamynda. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
Tökur fara fram í mars og þurfa að vera búnar fyrir 30. mars, en þá hitta nemendur kennara í klippiherberginu í Odda.
Ekki er ætlast til að nemendur kaupi neinar bækur fyrir þetta námskeið en nauðsynlegt er að þeir hafi sjálfir flakkara til að geyma efnið sitt á og SD kort í myndavélar fyrir eigin upptökur. Einnig er mælt með að nemendur séu með góð heyrnatól.
Námskeiðið er kennt í lotum. Nemendur vinna að heimildamynd alla önnina og í lok annar verður frumsýning í Bíó Paradís.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Þáttagerð. Vinnsla fræðilegs efnis fyrir útvarp (í samvinnu við RÚV) (BLF201M)
Markmiðið með námskeiðinu er að gefa nemendum tækifæri til að koma rannsóknum sínum og annarra á framfæri við hlustendur Ríkisútvarpsins, jafnframt því að rýna í samfélag og menningu á fræðilegum forsendum. Nemendum gefst um leið tækifæri til að kynnast útvarpinu sem miðli, fá reynslu af þáttagerð og kynnast verklagi reynds fjölmiðlafólks.
Á meðal þess sem rætt verður um á námskeiðinu er: Ríkisútvarpið sem miðill, útvarp sem farvegur fræða, gerð fléttuþátta fyrir útvarp, viðtöl við fræðimenn, hvernig nýta megi eigin sérfræðiþekkingu við dagskrárgerð og krafturinn sem býr í hinu ósagða. Rætt verður um talmál og tónlist í safni Ríkisútvarpsins. Lögð verður áhersla á hvernig tækni hefur þróast varðandi varðveislu og afspilun og hvernig hægt er að flétta eldri upptökur inn í nýja dagskrá.
Auk þessa fræðast nemendur um handritsgerð, viðtöl og vinnu í hljóðstofu. Þættir nemenda verða á dagskrá Ríkisútvarpsins á komandi vetri.
Sumarnámskeið í Þýskalandi (ÞÝS007F)
Nemendur velja sér sumarnámskeið við háskóla eða viðurkenndan málaskóla í þýskumælandi landi í samráði við kennara í þýsku. Námskeiðið þarf að vera á færnistigi C1 hið minnsta og spanna að jafnaði a.m.k. 80 (45 mínútna) kennslustundir. Ekki er tekið þátt í kostnaði við þátttöku í námskeiðinu.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.