Nemendur eiga kost á að sækja um styrki fyrir stökum námskeiðum í gegnum Erasmus+ og Nordplus áætlanirnar og Aurora-samstarfið. Með því að bjóða upp á möguleika á styttri námsdvölum geta fleiri nemendur nýtt sér að taka hluta af náminu erlendis. Stök námskeið - Erasmus+ Nemendur geta sótt um Erasmus+ styrk fyrir stöku námskeiði (5-30 dagar) við samstarfsskóla Háskóla Íslands í Evrópu. Erasmus+ styttri dvalir á grunn- og meistarastigi þurfa að vera blandaðar námsdvalir, þar sem hluti námsins fer fram í staðnámi og hluti þess rafrænt á netinu. Doktorsnemar geta farið í styttri námsdvöl án þess að taka hluta rafrænt. Námsdvölin við gestastofnun getur ekki verið styttri en fimm dagar og ekki lengri en 30 dagar. Nemendur sækja sjálfir um námskeið við gestaskóla. Ef gestaskóli gerir kröfu um tilnefningu svo hægt sé að fella niður skólagjöld (við gestaskólann) þá má hafa samband við Alþjóðasvið og kanna hvort hægt sé að veita tilnefningu. Umsóknarfrestir um Erasmus+ styrki fyrir stökum námskeiðum eru tvisvar á ári: 15. apríl - fyrir stök námskeið í júní-desember 15. nóvember - fyrir stök námskeið í janúar-maí Hægt er að sækja um eftir umsóknarfrest en í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að senda tölvupóst á shortmobility@hi.is og láta vita þegar umsókn hefur verið send inn. Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest eru ekki í forgangi fyrir styrk. Styrkupphæðir Skilyrði Nemandi þarf að vera skráður við Háskóla Íslands og hafa greitt skráningargjöld við skólann. Skiptinemar eða aðrir gestanemar við Háskóla Íslands geta ekki sótt um. Nemendur á öllum námsstigum þurfa að vera virkir í námi við HÍ til að sækja um styrk fyrir stöku námskeiði. Samstarfssamningur verður að vera fyrir hendi milli HÍ og gestaskóla. Samningurinn þarf ýmist að vera opinn, vera í fagi nemandans eða hafa skýra tengingu við nám nemanda. Grunnnemar þurfa að hafa lokið a.m.k. 30 ECTS í sínu fagi við Háskóla Íslands áður en námsdvöl hefst. Deild þarf að veita samþykki fyrir námsdvöl erlendis. Með því að samþykkja umsókn nemanda er deild ekki að samþykkja sjálfkrafa að námskeiðið verði metið við HÍ. Ef deild hefur viðbótarskilyrði vegna námskeiðsdvalar verður nemandi að uppfylla þau skilyrði áður en námsdvöl erlendis hefst. Athugið að ef farið er í námsdvöl á lokamisseri náms gæti þurft að seinka brautskráningu þar sem sumir gestaskólar skila staðfestu einkunnayfirliti eftir brautskráningafrest HÍ. SÆKJA UM Styrkveiting er háð því að gestaskólinn hafi samþykkt umsóknina og samþykktarbréf því til staðfestingar sé hengt við umsóknina ásamt námsferilsyfirliti á ensku, með röðun. Þurfi að velja á milli nemenda sem sótt hafa um styrk eða í sama skóla gilda reglur Alþjóðasviðs um forgangsröðun umsókna. Grunn- og meistaranemar Erasmus+ styttri dvalir á grunn- og meistarastigi þurfa að vera blandaðar námsdvalir, þar sem hluti námsins fer fram í staðnámi og hluti þess rafrænt á netinu. Rafræni hlutinn þarf að fela í sér virka þátttöku nemandans. Einstaklingsvinna eða heimapróf uppfyllir ekki kröfur Erasmus+ um rafrænan hluta. Námskeið við gestaskóla þarf að veita að minnsta kosti 3 ECTS (samanlagt fyrir staðnáms- og rafræna hlutann). Athugið að nemendur í diplómanámi á grunnstigi geta ekki sótt um. Nemendur í diplómanámi á framhaldsstigi geta sótt um að fara í styttri námsdvöl ef námsleið er a.m.k. 60 ECTS. Erasmus+ námssamningur Nemendur þurfa að bera námskeið undir deild sína og fá staðfestingu á hvort hægt verði að meta námskeiðið við Háskóla Íslands. Fyrir brottför þurfa nemendur að skila inn námssamningi.Leiðbeiningar fyrir Erasmus+ námssamninga Ef móttökuskóli getur ekki tekið við Online Learning Agreement þá má hafa samband við Alþjóðasvið til að nálgast pappírsútgáfu af samningnum. Doktorsnemar Vinnuálag við námsdvöl erlendis skal samsvara að minnsta kosti 3 ECTS einingum. Doktorsnemar þurfa að skila inn námssamningi Stök námskeið - Aurora Nemendur sækja um Aurora námskeið beint til gestaskólans sem um ræðir*. Nemendur sem hafa verið samþykktir til þátttöku í námskeiði eða viðburði á vegum Aurora-samstarfsins sem felur í sér styttri dvöl erlendis, að hámarki 30 dagar, eiga þess kost að sækja um styrk. Styrkveiting er háð því að styrkir séu í boði hverju sinni og að styrkumsókn nemanda verði samþykkt af Alþjóðasviði. Styrkupphæðir Styrkveiting er einnig háð því að gestaskólinn hafi samþykkt umsóknina og samþykktarbréf því til staðfestingar sé hengt við umsóknina ásamt námsferilsyfirliti á ensku, með röðun. Jafnframt er mælst til þess að Aurora-námskeið séu metin sem hluti af námi nemenda, ýmist í formi eininga eða með skráningu í skírteinisviðauka. *Í einstaka tilfellum gerir gestaskólinn kröfu um að Háskóli Íslands tilnefni nemendur og í þeim tilfellum leggja nemendur inn umsókn hjá Alþjóðasviði áður en þau sækja um við gestaskólann. Skilyrði fyrir þátttöku í stöku námskeiði við samstarfsskóla Nemandi þarf að vera skráður við Háskóla Íslands og hafa greitt skráningargjöld HÍ. Skiptinemar eða aðrir gestanemar við Háskóla Íslands geta ekki sótt um. Gestaskólinn þarf að vera í Aurora samstarfinu. Grunnnemar þurfa að hafa lokið a.m.k. 30 ECTS í sínu fagi við Háskóla Íslands áður en námsdvöl hefst. Deild þarf að veita samþykki fyrir námsdvöl erlendis. Með því að samþykkja umsókn nemanda er deild ekki að samþykkja sjálfkrafa að námskeiðið verði metið við HÍ. Ef deild hefur viðbótarskilyrði vegna námskeiðsdvalar verður nemandi að uppfylla þau skilyrði áður en námsdvöl erlendis hefst. Athugið að ef farið er í námsdvöl á lokamisseri náms gæti þurft að seinka brautskráningu þar sem sumir gestaskólar skila staðfestu einkunnayfirliti eftir brautskráningafrest HÍ. Umsóknarfrestir um styrki fyrir Aurora námskeiðum eru tvisvar á ári: 15. apríl fyrir námskeið í júní-desember 15. nóvember fyrir námskeið í janúar-maí SÆKJA UM Mat á einingum og námssamningur Nemendur þurfa að bera námskeiðið undir deild sína og fá staðfestingu á hvort hægt verði að meta námskeiðið við Háskóla Íslands. Fyrir brottför þurfa nemendur að skila inn Aurora námssamningi. Námssamningur þarf að vera undirritaður af nemanda og alþjóðatengiliði deildar. Í námssamningum skal koma skýrt fram hvort og/eða hvernig námskeiðið verði metið við Háskóla Íslands. Stök námskeið - Nordplus Grunn- og meistaranemar geta sótt um Nordplus styrk til styttri dvalar (vika til 60 dagar) við einn af Nordlys samstarfsskólum HÍ. Dvölin þarf alltaf að tengjast námi nemanda með beinum hætti og metið til gráðu. Þá er gerð krafa á að styttri námskeið sem eru lengri en 30 dagar séu metin til ECTS eininga. Nemendur í diplómanámi á grunnstigi geta ekki sótt um. Nemendur í diplómanámi á framhaldsstigi geta sótt um að fara í styttri námsdvöl ef námsleið er a.m.k. 60 ECTS. Doktornemar geta ekki sótt um Nordplus styrki. Nemendur geta til dæmis tekið sumarnámskeið eða lotunámskeið og einnig er hægt að sækja um að taka námskeið við UNIS á Svalbarða. Nemendur sækja sjálfir um námskeið við gestaskóla. Ef gestaskóli gerir kröfu um tilnefningu svo hægt sé að fella niður skólagjöld (við gestaskólann) þá má hafa samband við Alþjóðasvið og kanna hvort hægt sé að veita tilnefningu. Nemendur sem hafa í huga að sækja um námskeið við Svalbarða skulu hafa strax samband við Alþjóðasvið fyrir frekari upplýsingar. Umsóknarfrestir um Nordplus styrki fyrir stökum námskeiðum eru tvisvar á ári: 15. apríl - fyrir námskeið í júní-desember 15. nóvember - fyrir námskeið í janúar-maí Hægt er að sækja um eftir umsóknarfrest en í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að senda tölvupóst á outgoing.europe@hi.is og láta vita þegar umsókn hefur verið send inn. Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest eru ekki í forgangi fyrir styrk. Með umsókn skal fylgja lýsing á námskeiðinu ásamt vefslóð að vefsíðu skóla þar sem kemur skýrt fram hvernig námskeiðið er sett upp, lengd þess og hversu margar ECTS það veitir. Þá er einnig nauðsynlegt fyrir nemendur að hafa samband við alþjóðatengilið við sína deild til þess að athuga hvort dvölin verði metin inn í námsferil við HÍ. Nordplus námssamningur Nemendur þurfa að bera námskeið undir deild sína og fá staðfestingu á hvort hægt verði að meta námskeiðið við Háskóla Íslands. Fyrir brottför þurfa nemendur að skila inn námssamningi. Ef dvöl er styttri en 30 dagar er ekki nauðsynlegt að gera námssamning þó alltaf sé mælt með því. Styrkupphæðir Skilyrði fyrir þátttöku í stöku námskeiði við samstarfsskóla Nemandi þarf að vera skráður við Háskóla Íslands sem virkur nemandi og hafa greitt skráningargjöld HÍ. Skiptinemar eða aðrir gestanemar við Háskóla Íslands geta ekki sótt um. Gestaskóli þarf að vera aðila að Nordlys samstarfsnetinu. Mikilvægt er að kanna hvort samstarfsskóli setji takmarkanir við ákveðnar námsgreinar. Grunnnemar þurfa að hafa lokið a.m.k. 30 ECTS í sínu fagi við Háskóla Íslands áður en námsdvöl hefst. Deild þarf að veita samþykki fyrir námsdvöl erlendis. Með því að samþykkja umsókn nemanda er deild ekki að samþykkja sjálfkrafa að námskeiðið verði metið við HÍ. Ef deild hefur viðbótarskilyrði vegna námskeiðsdvalar verður nemandi að uppfylla þau skilyrði áður en námsdvöl erlendis hefst. Athugið að ef farið er í námsdvöl á lokamisseri náms gæti þurft að seinka brautskráningu þar sem sumir gestaskólar skila staðfestu einkunnayfirliti eftir brautskráningafrest HÍ. SÆKJA UM Styrkveiting er háð því að gestaskólinn hafi samþykkt umsóknina og samþykktarbréf því til staðfestingar sé hengt við umsóknina ásamt námsferilsyfirliti á ensku, með röðun. Þurfi að velja á milli nemenda sem sótt hafa um styrk eða í sama skóla gilda reglur Alþjóðasviðs um forgangsröðun umsókna. Sérstök skilyrði sviða og deilda Félagsvísindasvið Lagadeild Nemendur verða að hafa lokið BA-prófi í lögfræði áður en námskeiðið hefst. Nemendur mega aðeins taka námskeið á meistarastigi. Nemendur þurfa að sækja um að fá námskeiðið metið inn í meistaranám sitt sérstaklega. Umsókn er send til náms- og kennslunefndar Lagadeildar þar sem mikilvægt er að skila inn námskeiðalýsingu (kennsluyfirlit þar sem fram kemur lesefni, kennsluáætlun og námsmat). Viðskiptafræðideild Ekki er heimilt að taka námskeið sem er sambærilegt námskeiði sem nemandi hefur lokið, eða mun ljúka við HÍ eftir námsdvölina. Hugvísindasvið Íslenska sem annað mál Nemendur í íslensku sem annað mál geta ekki sótt um. facebooklinkedintwitter