Akademísk enska - Grunndiplóma
Akademísk enska
Grunndiplóma – 60 einingar
Akademísk enska er hagnýt námsleið til diplómaprófs á BA-stigi sem ætluð er þeim sem vilja styrkja færni sína í að nota ensku í öðrum námsgreinum í háskólanum.
Skipulag náms
- Haust
- Samskipti: Tal og hlustun
- Akademísk enska: Ritun I
- Læsi og orðaforði I
- Lærdómsaðferðir í akademísku námi á ensku
- Rannsóknaraðferðir I: aðföng og aðferðir
- Vor
- Framsaga og rökræður
- Ritun II
- Læsi og orðaforði II
- Viðskipta-, ferðamála- og lagaenska
- Rannsóknaraðferðir II: Rannsóknarverkefni
Samskipti: Tal og hlustun (ENS131G)
Markmið námskeiðins er að þróa og bæta hlustun og skilning á formlegri enskri fræðilegri orðræðu. Nemendur átta sig á málfræðilega viðeigandi málnotkun þar með orðaforða og framburði. Námskeiðið miðar að því að auka getu nemenda til að taka þátt í háskólastarfi þ.a.m. skilja fyrirlestra og taka þátt í fræðilegri umræðu á viðeigandi hátt. Nemendur hlusta á fyrirlestra, vinna glósur og minnispunkta, bregðast við fyrirlestrum og nota akademíska orðræðu til að taka þátt í og leiða umræður og flytja stuttar fræðilegar kynningar í tíma.
Akademísk enska: Ritun I (ENS132G)
Í þessu námskeiði þjálfa nemendur með sér meðvitund um námsaðferðir og þjálfa grunnatriði ritunar s.s. mismunandi setningagerðir, áhersluatriði, skýrar efnisgreinar og stuttar greinargerðir. Nemendur þjálfa enska akademíska textavitund með því að greina stutta námsbókatexta, tímaritsgreinar og skýrslur. Nemendur þjálfa færni í fræðilegri ritun, auka nákvæmi í málnotkun og orðavali og notkun heimilda. Nemendur skrifa stutta greinargerð sem byggð er á frumheimildum.
Læsi og orðaforði I (ENS133G)
Í námskeiðinu verður leitast við að efla skilning nemenda á mismunandi gerðum texta í ólíkum fræðigreinum og þjálfa notkun viðeigandi námsaðferða við lestur fræðilegra texta. Nemendur vinna með þekkta almenna akademíska orðalista til að stækka og dýpka orðaforða, bæði hugtök tengd ákveðnum fræðigreinum en ekki síst almennan orðaforða og orðræðu sem er grundvöllur túlkunar og skilnings á akademískum textum.
Lærdómsaðferðir í akademísku námi á ensku (ENS135G)
Þetta námskeið er undirbúningsnámskeið í námsleiðinni Akademísk Enska. Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í náms og vinnuaðferðir í akademísku ensku umhverfi. Nemendur læra að setja sér skammtíma og langtíma markmið í tungumálanámi og nota aðferðir til að fylgjast með og meta eigin markmið. Einnig verður farið í sjálfsmat og hvernig hægt sé að styrkja veikleika sína til að auka sjálfstæði nemenda í máltileinkun.
Rannsóknaraðferðir I: aðföng og aðferðir (ENS136G)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í vinnuaðferðir í akademísku ensku umhverfi og þjálfa þá í faglegum vinnubrögðum eins og heimildaleit og annari gagnaöflun.Farið verður yfir rannsóknaraðferðir innan Hugvísinda sem og rýnt djúpt í efni eins og ritstuld og gagnrýna hugsun. Nemendur gera verkefni sem snúa að notkun heimilda, gagnaöflun, akademísk ensk ritun og annað sem viðkemur efni námsleiðarinnar
Framsaga og rökræður (ENS212G)
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þjálfa færni í akademísku tungutaki og orðræðu með tilliti til flæðis og þátttöku i mismunandi námstengdum málaðstæðum. Málnotkun felur í sér þjálfun í framburði, málfræði og orðaforða við hæfi. Fjallað er nánar um skipulag og framsetningu upplýsinga m.a. í PP kynningu. Þjálfun í samskiptafærni felur í sér skilning og tjáningu í kennslustund m.a. að spyrja og svara á formlegu máli, á fundum, kynningum og öðrum málaðstæðum tengdum háskólastarfi.
Ritun II (ENS213G)
Markmið námskeiðsins er að þjálfa akademíska ritun, sérstaklega textaflæði. Ritunarferlið er brotið niður í skref og ritun í hverju skrefi ferlisins þjálfuð markmvisst m.a. með því að nota viðeigandi námsaðferðir (e. strategies) til að auka flæði á hverju stigi fyrir sig. Nemendur verða meðvitaðir um þær aðferðir sem þeir nota nú þegar og bæta við nýjum. Þar sem góð ritun krefst þjálfunar, fá nemendur mörg tækifæri til að skipleggja ritun, semja stutta og langa texta og endurskrifa. Nemendur kynnast eðli mismunandi fræðilegra textagerða og hugmyndinni um samfélög málnotenda (e. communities of practice) þar sem hvert samfélag hefur sinn eigin málstíl og hefðir. Nemendur skrifa heimildaritgerð byggða á mati á verkum annarra, gera grein fyrir þeim og sínum eigin skoðunum. Lokamarkmiðið er að nemendur styrki eigin „rödd“ í fræðilegum skrifum. Námskeiðið hentar líka framhaldsnemum sem eru að skrifa lokaritgerðir á ensku.
Læsi og orðaforði II (ENS214G)
Eins og í ENS133G er leitast við að efla meðvitund nemenda um mismunandi tegundir texta í ólíkum fræðigreinum og þjálfa notkun þeirra á viðeigandi námsaðferðum við lestur fræðilegra texta. Þetta námskeið er einstaklingsmiðað. Í fyrstu verður lögð áhersla á að efla meðvitund um gerð almennra texta í 1) hug- og félagsvísindum, 2) náttúruvísindum og verkfræði og 3) viðskipta- og lögfræði. Námskeiðið er að hluta byggt á sjálfstæðri vinnu með aðstoð kennara þar sem nemendur lesa, greina og skrifa um texta á sínu fræðasviði með aðstoð leiðbeinanda.
Viðskipta-, ferðamála- og lagaenska (ENS216G)
English for Business, Tourism and Law is an interdisciplinary course aimed at increasing students’ vocabulary in the areas of business, tourism and law.
The course is academic in that students will analyse academic tests such as research reports, textbook chapters, and academic articles in the fields of business, tourism, and law. The course is also practical in that students will complete language tasks that are linked to the industry, such as:
- Reading and understanding the language of various types of contracts
- Reading and understanding the structure and content of annual reports and other company reports
- Analysing the language of tourism products and services
- Knowing how to interpret and use surveys and statistics published by official bodies
Rannsóknaraðferðir II: Rannsóknarverkefni (ENS217G)
Í þessu námskeiði munu nemendur vinna að rannsóknarverkefni í framhaldi af ENS136G Rannsóknaraðferðir I, þar sem unnið er með rannsóknarspurningar í tengslum við fræðilegar kynningar og skrif. Í námskeiðinu munu nemendur halda kynningu og skrifa ritgerð tengda innihaldi námsleiðarinnar.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.