Skip to main content

Ástráður - kynfræðslufélag læknanema

Ástráður - kynfræðslufélag læknanema - á vefsíðu Háskóla Íslands

Ástráður - Kynfræðslufélag læknanema gegnir öflugu forvarnarstarfi. Forvarnastarfið byggist á skólaheimsóknum þar sem áhersla er lögð á fræðslu um kynsjúkdóma, getnaðarvarnir og fóstureyðingar.

Læknanemar hafa síðustu ár farið í fjölda heimsókna í framhaldsskóla landsins og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu.

Miðað er við að heimsækja nýnema í framhaldsskólunum því þannig er hægt að ná til sem flestra.

Upplýsingar og fréttir af starfsemi félagsins má nálgast á Facebook 

Ástráður - Kynfræðslufélag læknanema hlaut fræðslu-og vísindaviðurkenningu Siðmenntar árið 2017 fyrir starf sitt. 

Á skólaárinu 2018-2019 fóru læknanemar í eitthundrað þrjátíu og eina heimsókn með forvarnarfræðslu í skóla. 

""
Tengt efni