Háskóli Íslands hefur tekið virkan þátt í Barnamenningarhátíð með dagskrá í Vísindasmiðju HÍ og með viðburðum í menningarstofnunum borgarinnar. Barnamenningarhátíð í Reykjavík er haldin á vorin og er hún ein af megin hátíðum borgarinnar. Nánari upplýsingar eru á vef Barnamenningarhátíðar. Markmið Markmið hátíðarinnar er að börn og fullorðnir geti sér að kostnaðarlausu tekið þátt í og notið listgreina og vísinda. Hverjir geta tekið þátt? Allir áhugasamir geta tekið þátt í hátíðinni. Hvar fer hátíðn fram? Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll. Fjölbreyttir viðburðir fara fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar. Vísindasmiðja Háskóla Íslands styrkir vísindi í menningu barna. Börnin kynnast vísindum á lifandi hátt á Barnamenningarhátíðinni. Ef til vill er því vísindafræi sáð sem vex og dafnar og skilar sér í vísindamönnum framtíðarinnar. Tengt efni Vísindasmiðjan Biophilia Ungir vísindamenn Háskólalestin facebooklinkedintwitter