Skip to main content

Doktorsnám á Félagsvísindasviði

Doktorsnám á Félagsvísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Félagsvísindasvið býður upp á fjölbreytt doktorsnám við allar deildir fræðasviðsins

Markmið námsins er að veita doktorsnemum vísindalega þjálfun og búa þá undir vísindastörf, meðal annars háskólakennslu eða sérfræðingsstörf við rannsóknastofnanir sem og önnur ábyrgðarmikil störf í samfélaginu. Doktorsnám við Félagsvísindasvið er að lágmarki þriggja ára fullt nám. Doktorsritgerðir við sviðið eru ýmist eitt heildstætt verk (monographia) eða greinasafn. Náminu lýkur með doktorsvörn í heyranda hljóði þar sem doktorsefnið hlýtur lærdómstitilinn Philosophiae Doctor (Ph.D.) frá Háskóla Íslands.

  

Námsleiðir í doktorsnámi við Félagsvísindasvið

Seigla félag doktorsnema

Seigla er félag doktorsnema á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Markmið Seiglu er að stuðla að öflugu félagslífi og tengslamyndun doktorsnema sviðsins. Félagið stendur fyrir reglulegum uppákomum innan og utan veggja háskólans.