Líffræði
Líffræði
BS gráða – 180 einingar
Líffræði fjallar um einkenni tegunda og aðgreiningu þeirra, um innri starfsemi lífvera og hegðun, um samfélög og vistkerfi, útbreiðslu og breytingar í stærð stofna. Hún fjallar um lögmál erfða og þróunar og áhrif umhverfisbreytinga og manna á lífríkið. Líffræði er mikilvæg fyrir ábyrga nýtingu á lífverum, fyrir náttúruvernd, heilsu og líftækni.
Skipulag náms
- Haust
- Almenn efnafræði L
- Verkleg efnafræði L
- Grasafræði
- Erfðafræði
- Stærðfræði N
- Vor
- Lífræn efnafræði L
- Verkleg lífræn efnafræði L
- Örverufræði
- Dýrafræði - hryggleysingjar
- Tölfræði og gagnavinnsla
Almenn efnafræði L (EFN112G)
Almenn og sérhæfð atriði um efnatengi og sameindabyggingu. Efnahvörf. Lofttegundir, vökvar, föst efni og lausnir. Varma- og hraðafræði efnahvarfa. Efnajafnvægi: sýru-basa, fellingar-, komplex- og afoxunar. Rafefnafræði og kjarnefnafræði.
Verkleg efnafræði L (EFN113G)
Mólrúmmál loftkenndra efna, Efnafræðileg varmafræði, Vermi hvarfa og lögmál Hess, Hraði efnahvarfa, niðurbrot vetnisperoxíðs, Le Chatelier, ákvörðun jafnvægisfasta með ljósgleypnimælingum, ákvörðun jónunarfasta sýru.
Skyldumæting er í öryggisfyrirlestur í fyrstu kennsluvikunni.
Grasafræði (LÍF102G)
Plöntur sem lífverur. Bygging og starfsemi plöntufrumna. Ljóstillífun. Innri og ytri bygging plantna, vöxtur og æxlun. Ættliðaskipti, þróun, lífsferlar og einkenni helstu hópa plantna. Fjallað verður um mosa og útdauðar og núlifandi æðplöntur en mest áhersla lögð á blómplöntur. Þróun og gerð fræja, blóma og aldina. Helstu lífbelti jarðar. Gróður á Íslandi.
Verklegar æfingar: Dæmi skoðuð af ytri og innri byggingu plantna úr helstu hópum. Frumu- og vefjagerðir, fræ, blóm og aldin. Áhrif umhverfis á ytri og innri gerð plantna.
Próf: Verklegt (20%) og skriflegt próf (80% heildareinkunnar). Lágmarkseinkunnar er krafist í báðum prófhlutum.
Erfðafræði (LÍF109G)
Fyrirlestrar: Lögmál Mendels. Erfðamynstur. Kynlitningar, mannerfðafræði, umfrymiserfðir. Litningar, bygging litninga. Frumuskipting (mítósa og meiósa), lífsferlarTengsl, endurröðun og kortlagning gena í heilkjörnungum. Bakteríuerfðafræði. Kortlagning gena í heilkjörnungum, fernugreining. Arfgerð og svipgerð. Litningabreytingar. Erfðaefnið DNA. Eftirmyndun. Umritun. Próteinmyndun. Stjórn genastarfs. Erfðatækni. Erfðamengjafræði. Stökklar. Stökkbreytingar. Viðgerðir og endurröðun. Greiningartækni erfðavísinda. Tilraunalífverur.
Verklegar æfingar: I. Ávaxtaflugan Drosophila melanogaster. II. Mítósa í laukfrumum. III. Plasmíð og skerðiensím. IV.DNA mögnun. V. Grósekkir Sordaria fimicola.
Próf: Verklegt og dæmatímar 25%, skriflegt 75%. Lágmarkseinkunnar er krafist í báðum prófhlutum.
Stærðfræði N (STÆ108G)
Í námskeiðinu er fjallað um undirstöðuatriði stærðfræðigreiningarinnar auk fylkjareiknings. Meginviðfansefni eru fallahugtakið, helstu föll stærðfræðigreiningarinnar (lograr, veldisvísisföll, hornaföll), markgildi, samfelldni, deildanleg föll, reglur um afleiður, afleiður af hærra stigi, stofnföll, notkun deildareiknings (svo sem útgildisverkefni og línuleg nálgun), meðalgildissetningin, heildun, ákveðin heildi og reiknireglur fyrir þau, undirstöðusetning stærðfræðigreiningarinnar, heildunartækni, óeiginleg heildi, afleiðujöfnur, vigrar og fylkjareikningur.
Lífræn efnafræði L (EFN214G)
Námskeið fyrir nemendur í líffræði. Í fyrirlestrum, sem eru sameiginlegir með námskeiðinu Efnafræði II (EFN205G), verður höfð hliðsjón af viðfangsefnum líffræðinnar. Farið verður yfir flesta flokka lífrænnar efnafræði, þ. e. alkana, alkena, alkýna, arómata, alkýl halíð, alkóhól, etera, aldehýð, ketóna, lífrænar sýrur, sýruafleiður og amín. Farið verður yfir grundvallaratriði í rúmefnafræði sameinda nemendur læra að finna út hvenær sameind er hendin og hvenær hún er ljósvirk.
Verkleg lífræn efnafræði L (EFN215G)
Mörg þeirra efna sem við notum í okkar daglega lífi (plast, lyf, lím o.fl.) eru framleidd fyrir tilstilli lífrænnar efnafræði. Lyfjaiðnaðurinn er gott dæmi þar sem nauðsynlegt er að geta smíðað rétt efni, einangrað/hreinsað þau og borið kennsl á hvort rétt efni hafi verið smíðað.
Í þessu námskeiði munu nemendur fá þjálfun í grunnaðferðunum sem notaðar eru í verklegri lífrænni efnafræði og nýtist í efnaiðnaði. Einnig munu nemendur öðlast þjálfun í greiningu á niðurstöðum og skrifum á vísindalegum skýrslum.
Örverufræði (LÍF201G)
Í námskeiðinu kynnast nemendur þeim hluta lífheimsins sem er almennt ekki sjáanlegur með berum augum. Þeir fá tækifæri til að öðlast grundvallar þekkingu á eiginleikum baktería, arkea, veira og heilkjarna örvera. Í námskeiðinu verður m.a. annars fjallað um hvernig örverur eru undirstaða lífs á jörðinni, hlutverk þeirra í vistkerfum, hvernig sumar þeirra valda sjúkdómum eða eru mikilvægar í rannsóknum og iðnaði. Nemendur fá innsýn í störf örverufræðinga og verklega þjálfun sem er nauðsynleg fyrir hvers kyns störf á rannsóknarstofum
Dýrafræði - hryggleysingjar (LÍF214G)
Fyrirlestrar: Námskeiðinu er ætlað að gefa yfirlit yfir þróunarsögu og helstu atriði í byggingu og starfsemi dýra. Fjallað verður um grundvallaratriði í flokkunarfræði, þróun og tengsl fylkinga. Gefið verður yfirlit yfir líkamsbyggingu og starfsemi, þroskun, lífsferla og lifnaðarhætti helstu fylkinga hryggleysingja. Fjallað verður ítarlega um frumdýr, svampa, holdýr, flatorma, þráðorma, lindýr, liðorma, liðdýr og skrápdýr, auk þess sem fleiri fylkingar verða kynntar.
Æfingar: Skoðun og krufning tegunda úr helstu flokkum hryggleysingja. Skyldumæting í alla verklega tíma.
Tölfræði og gagnavinnsla (STÆ209G)
Í byrjun námskeiðsins eru grunnhugtök tölfræðinnar kynnt til sögunnar, svo sem þýði, úrtak og breyta. Nemendur kynnast hinum ýmsu lýsistærðum og myndrænni framsetningu gagna. Því næst verður farið í grundvallaratriði líkindafræðinnar og helstu líkindadreifingar kynntar.
Síðasti hluti námskeiðsins snýr að ályktunartölfræði þar sem skoðuð verða tilgátupróf og öryggisbil fyrir meðaltöl, dreifni og hlutföll og farið verður í fervikagreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur læra beitingu allra ofangreindra aðferða í tölfræðihugbúnaðinum R.
- Haust
- Lífefnafræði 1
- Vistfræði
- Dýrafræði - hryggdýr
- Verklegar æfingar í lífefnafræði fyrir líffræðinema
- Frumulíffræði
- Vefjafræði
- Vor
- Þroskunarfræði
- Þróunarfræði
- Dýralífeðlisfræði
Lífefnafræði 1 (LEF302G)
Fjallað verður ítarlega um grundvallaratriði fyrri hluta almennrar lífefnafræði, einkum eiginleika og myndbyggingu stórsameinda.
Efni fyrirlestra: Viðfangsefni lífefnafræðinnar; millisameindahrif lífefna í vatnslausnum; amínósýrur, peptíðtengi og myndbygging próteina; svipmótun próteina og stöðugleiki; sykrur og fjölsykrur; fitur og frumuhimnur; himnuprótein; ensím og hraðafræðilegir eiginleikar ensíma og stjórn ensímvirkni; ensímhvötun og hvarfgangar ensíma; boðflutningar og helstu ferli; himnuviðtakar; samsetning kjarnsýra og myndbygging; DNA stöðugleiki. Gefin er hluteinkunn fyrir miðannarpróf sem hefur vægið 15% af heildrareinkunn.
Vinnulag
Fyrirlestrar tvisvar í viku; 2 x 40 mín. Miðannarpróf gildir 15% af lokaeinkunn. Ekkert verklegt. Haldnir eru 2x 40 mín. dæmartímar vikulega.
Námsmat
Lokapróf (3 klst): 85 %
Miðannarpróf: 15 %
Kennslubók
Nelson D.L. & Cox M.M. Lehninger: Principles of Biochemistry, 8th Edition, 2021
Aukaefni:
Fyrirlestrarglærur (PowerPoint).
Ítarefni svo sem þurfa þykir.
Vistfræði (LÍF311G)
Fyrirlestrar: Inngangur. Þróun. Atferli. Söguleg og vistfræðileg líflandafræði. Stofnar: Dreifing einstaklinga, fæðingartölur, dánartölur, aldursdreifing, líftöflur, vöxtur stofna, stjórnun stofnstærðar, stofnsveiflur, far. Samspil tegunda: Samkeppni, afrán, aðrar samskiptagerðir. Nýting stofna. Stjórnun skaðlegra stofna. Samfélög: Lýsing, tegundasamsetning, tegundafjölbreytni, fæðuvefir, stöðugleiki, framvinda. Vistkerfi: Hringrás efna, orkurás, framleiðni, næringarkeðjur, neysluþrep, vistfræðileg nýtni. Vistfræði þurrlendis, sjávar og fersks vatns; kynning á íslenskum vistkerfum.
Verklegar æfingar: Æfingar fara fram á rannsóknarstofu og úti við, eftir því sem aðstæður leyfa. Lögð er áhersla á beitingu vísindalegrar aðferðar í vistfræði, breytileika og meðferð gagna. Gerðar eru m.a. athuganir á stofnvexti bifdýrastofna, athuganir á gróðri og dýralífi þurrlendis, á beltaskiptingu í fjöru og á straumvatni. Mætingarskylda: í allar verklegar æfingar.
Námsmat: Verklegar æfingar og málstofur vega 50% af lokaeinkunn, þar af ein viðameiri skýrsla sem kynna á munnlega. Tíu skriflegar æfingar gilda 50%. Lágmarkseinkunnar er krafist úr öllum námshlutum.
Dýrafræði - hryggdýr (LÍF313G)
Fyrirlestrar: Námskeiðinu er ætlað að gefa yfirlit yfir þróunarsögu og helstu atriði í byggingu og starfsemi hryggdýra. Fjallað verður um uppruna seildýra og hryggdýra. Gefið verður yfirlit yfir fósturfræði hryggdýra og helstu líffærakerfi þeirra. Rakin er þróunarsaga og uppruni helstu flokka seildýra og hryggdýra. Jafnframt er greint frá helstu aðlögunum þeirra að því umhverfi sem þau lifa í.
Æfingar: Krufning og skoðun mismunandi hryggdýra.
Verklegar æfingar í lífefnafræði fyrir líffræðinema (LÍF314G)
Kynntar verða helstu aðferðir við einangrun og greiningu á próteinum og eiginleikum þeirra. Áhersla verður lögð á hvötunareiginleika ensíma og mælingar á ensímvirkni. Farið verður í helstu kenningar um ensímvirkni, svo sem Michaelis-Menten jöfnu og nemendur bera saman gögn sín við kenningar. Nemendur munu vinna við einfaldar mælingar á próteinum og ensímhvörfum ásamt því að vinna úr mælingum og nýta hugbúnað í próteinfræðum.
Frumulíffræði (LÍF315G)
Frumulíffræðin eru fyrirlestrar (4f á viku í 14 vikur): Inngangur að frumulíffræði, bygging og þróun heilkjörnunga. Megináherslan er á heilkjörnunga. Efnafræði fruma og orkubúskapur, gerð og eiginleikar stórsameinda. Bygging og hlutverk frumuhluta sem dæmi frumuhimnu, kjarna, hvatbera, grænukorna, frumugrindar, golgíkerfis, leysikorna og oxunarkorna. Stjórnkerfi og boðleiðir innan frumu og samskipti milli fruma ásamt frumusérhæfingu og krabbameinum. Utanfrumuefni er fjallað ítarlega um og grunnatriði ónæmisfræði.
Vefjafræði (LÍF319G)
Vefjafræði er stutt námskeið sem kennt er í tengslum við námskeið í frumulíffræði. Námskeiðið er byggt upp sem verklegt námskeið með stoðfyrirlestrum og standa fyrirlestrar og verklegar æfingar yfir í 5-6 vikur. Verklegar æfingar byggja fyrst og fremst á skoðun vefjasýna undir ljóssmásjá. Mætingarskylda er í verklega tíma. Lokapróf er haldið tveimur vikum eftir síðasta fyrirlestur og byggir það á sýningu smásjármynda/smásjársneiða og svörum við spurningum tengdum þeim vefjum sem til sýnis eru hverju sinni.
Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum helstu vefjaflokka og uppbyggingu helstu vefja innan hvers flokks fyrir sig, ásamt því að gera nemendur sjálfstæða í notkun smásjár við skoðun vefjasýna. Í fyrirlestrum er fjallað um eiginleika einstakra vefja, einkenni og starfssemi ólíkra frumugerða og eiginleika millifrumuefnis í vefjasértæku samhengi. Einnig er fjallað sérstaklega um undirbúning sýna.
Þroskunarfræði (LÍF401G)
Fyrirlestrar: Hlutverk þroskaferla. Saga þroskunarfræðinnar og aðferðafræði. Þroskaferlar hjá einfrumungum. Tímgun og erfðablöndun. Helstu þroskunarmynstur fjölfruma dýra. Mörkun og ákvörðun frumuþroskunarferla. Erfðatæknilegar aðferðir í þroskunarfræði. Stjórn genatjáningar, - þroskunargen. Mikilvægi samskipta milli fósturfrumna. Bygging kynfrumna, frjóvgun og virkjun eggs. Fyrstu stig fósturþroskunar hjá völdum hryggleysingjum. Mörkun fósturöxla og líkamshluta hjá ávaxtaflugunni með stigskiptri stýringu gena. Fyrstu stig fósturþroskunar og mörkun fósturöxla hjá froskdýrum, fuglum og spendýrum. Afleiður fósturlaga og myndun líffæra hjá hryggdýrum. Þroskun tauga- og æðakerfis. Myndun útlima ferfætlinga. Kynákvörðun, kynþroski og myndun kynfrumna meðal hryggleysingja og hryggdýra. Þroskaferlar plantna. Þróun stýrikerfa þroskunar. Hagnýt þroskunarfræði.
Æfingar: M.a. er fylgst með fósturþroskun hjá hryggdýri og aðferðir þroskunarerfðafræði kynntar.
Umræður: Nemum er gert að flytja tvo stutta fyrirlestra um tiltekið efni, er tengist námskeiðinu, hvor þeirra 10% af heildareinkunn. Lágmarkseinkunnar (5,0) er krafist fyrir báða fyrirlestrana.
Þróunarfræði (LÍF403G)
Þróunarfræði: Darwin og þróun þróunarkenningarinnar. Tré lífsins. Náttúrulegt val og aðlögun. Vélvirki þróunarinnar: Erfðabreytileiki sem hráefni þróunar og tilurð hans. Erfðafræði náttúrlegs val. Þróun svipfarseiginleika. Hending í þróun og aðgreining stofna.Tegundir og tegundamyndun. Afleiðingar þróunar: Kynæxlun, Þróun lífsöguþátta. Barátta og samvinna. Samþróun meðal tegunda. Þróun gena og erfðamengja. Þróun og þroskun. Stórþróun og saga lífsins: Flokkun og þróunarsaga. Þróun og jarðsaga. Landafræði þróunar. Þróun fjölbreytileika lífvera. Þróun fyrir ofan stig tegunda. Þróun manns og samfélag manns.
Dýralífeðlisfræði (LÍF410G)
Fyrirlestrar: Innra umhverfi, himnuspenna, taugafruman, taugakerfi, hormónakerfi, skynjun, vöðvar, blóðrás, öndun, útskilnaður, vatnsbúskapur, melting, orkubúskapur, efnaskipti, æxlun.
Verklegar æfingar: 1) Himnuspenna og boðefni. 2) Taug/beinagrindarvöðvi. 3) Viðbrögð líkamans við áreynslu.
Önnur verkefni: Áfangapróf verða lögð fyrir á misserinu og verkefni, eins og nánar er tilgreint í kennsluáætlun í upphafi námskeiðs.
- Haust
- Vettvangsnámskeið í vistfræði
- PlöntulífeðlisfræðiE
- SkordýrV
- Rannsóknarverkefni i líffræðiV
- MannerfðafræðiVE
- UmhverfisfræðiVE
- Aðferðir í sameindalíffræðiV
- FiskavistfræðiV
- Örverufræði IIVE
- SýklafræðiVE
- LífmælingarVE
- ÓnæmisfræðiV
- Vor
- Friðlýst svæði, landvarsla og stjórnunV
- SníkjudýrafræðiVE
- SjávarvistfræðiV
- Rannsóknarverkefni i líffræðiV
- Frumulíffræði IIV
- Gróðurríki Íslands og jarðvegurVE
- Námsferð til útlandaV
- FuglafræðiV
- SameindaerfðafræðiV
- Erfðamengja- og lífupplýsingafræðiV
- LandvistkerfiVE
- SpendýrafræðiVE
- Sumar
- Rannsóknarverkefni i líffræðiV
Vettvangsnámskeið í vistfræði (LÍF536G)
Helstu tegundir lífvera á landi og í ferskvatni Íslands. Kynntar eru helstu aðferðir við rannsóknir á vistfræði þurrlendis og ferskvatns. Lögð er áhersla á öflun og greiningu gagna og samanburð við fræðilega þekkingu um vistfræði þessara búsvæða. Samantekt og kynning á rannsóknarniðurstöðum.
Vettvangsferðir verða farnar í átta daga fyrir formlegt upphaf haustmisseris. Kennt verður á helgidögum jafnt sem virkum dögum á þessu tímabili. Nemendur skila dagbók um vettvangsvinnuna eftir vettvangsferðirnar velja eitt rannsóknarefni sem byggir á gögnum sem safnað var á, skila skýrslu um þá vinnu og kynna niðurstöður verkefnisins með fyrirlestri einn laugardag í september.
Námsmat byggir á kynningu á rannsóknarefni hvers nema í lok námskeiðs (40%) og skýrslu um sama efni (60%). Allir nemendur verða að mæta í námsferð og skila dagbók til að geta lokið námskeiðinu.
Plöntulífeðlisfræði (LÍF541G)
Lífeðlisfræði blómplantna: Kímmyndun, fræspírun, vöxtur og áhrif hormóna og umhverfis á vöxt og þroska. Starfsemi: Upptaka vatns og næringarefna, efnaflutningur, ljóstillífun og öndun. Samskipti plantna og örvera. Æxlun: Kynlaus æxlun og plöntulíftækni, kynæxlun í þróun plantna og kynbótum. Verklegar æfingar: Tilraunir í lífeðlisfræði og starfsemi plantna. Próf: skriflegt 60%, verklegt 30% og verkefni 10%.
Kennslubók: Taiz & Zeiger (2015) Plant Physiology and Development, 6.útg.
Skordýr (LÍF543G)
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að kynna fyrir nemendum aðferðafræði á vettvangi, greiningu, náttúrusögu, kerfisfræði, þróun og vistfræði skordýra og áttfætlna, dýr sem saman mynda langfjölbreyttasta hóp lífvera á jörð. Áhersla verður á kerfisfræði í sinni víðustu merkingu, ræðum líffræðilegan fjölbreytileika, víddir hans og mælingar, og hvernig við lærum um tengsl lífvera og uppgötvum nýar tegundir (skyldleikagreining og flokkunarfræði). Á námskeiðinu er allir helstu hópar skordýra og áttfætlna (aðallega köngulær) kynntir.
Nemendafyrirlestrar: Hver nemandi flytur fyrirlestur um nýjungar í skordýrafræði.
Æfingar: Lögð er áhersla á vettvangsferðir í byrjun annar, þarsem nemendur safna skordýrum og áttfætlum út í náttúrunni með ýmsum aðferðum. Þegar hægir á dýralífinu með haustinu færist verkleg kennsla inná rannsóknarstofuna. Þar munu nemendur eingöngu vinna með eignin dýr, og læra að greina þau og búa um þau eins og gert væri á náttúrugripasafni. Lokaverkefni í verklegu eru skil á skordýra- og áttfætlusafni hvers og eins nemenda. Verklegt próf verður í greiningu dýra.
Próf samtals 60% af einkunn, nemendafyrirlestrar 10%, verklegt próf 10% og skordýrasafn 20% af heildareinkunn.
Rannsóknarverkefni i líffræði (LÍF265L)
Stúdentum á þriðja ári er gefinn kostur á að vinna að 10 - 15 eininga rannsóknarverkefni undir leiðsögn kennara við námsbrautina. Fjöldi verkefna sem eru í boði hverju sinni er takmarkaður og þurfa nemendur sjálfir að hafa samband við mögulega leiðbeinendur við val verkefnis. Leyfilegt er að vinna verkefni með leiðsögn stundakennara og skal þá tilgreina ábyrgðarmann úr röðum kennara við námsbrautina og senda námsbrautarstjóra lýsingu á fyrirhuguðu verkefni til samþykktar. Markmið verkefnisins er að nemandi öðlist færni í rannsóknum á því sérsviði líffræðinnar sem verkefnið fjallar um, geti aflað grunngagna, greint þau og gert grein fyrir niðurstöðum. Vinnu að verkefninu lýkur með ritgerðarsmíð sem kennari/ábyrgðarmaður gefur einkunn fyrir. Fylgja skal reglum Líf- og umhverfisvísindadeildar um skil og frágang rannsóknarritgerða.
Upplýsingar um skil á verkefni
Skil eru í maí fyrir júníbrautskráningu
Skil eru í september fyrir októberbrautskráningu
Skil eru í janúar fyrir febrúarbrautskráningu
Í upphafi misseris koma nemandi og leiðbeinandi sér upp tímalínu um skil á verkefni
Skil á fullbúnu verkefni til leiðbeinanda/umsjónarkennara er 10. maí/ september/ janúar
Skil nemanda inn á Skemmu eru í síðasta lagi 30. maí/ september/ janúar og senda þarf staðfestingu um samþykkt skil á nemvon@hi.is
Einkunn frá leiðbeinanda/námsbrautarformanni á að hafa borist skrifstofu í síðasta lagi 30. maí/ september/ janúar
Mannerfðafræði (LÍF513M)
Fyrirlestrar: Erfðaháttur og ættartré. Skipulag erfðaefnis mannsins. Litningar, litningabreytingar, litningagallar. Staðsetning gena. Sambandsgreining /Tölfræðileg nálgun. Erfðagreining. Flóknir erfðagallar, erfðir og umhverfi. Erfðir og krabbamein. Genalækningar. Þróun mannsins og skyldra tegunda. Siðferðileg efni tengd mannerfðafræði, upplýst samþykki og persónuupplýsingar. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi almenna undirstöðu í erfðafræði.
Verklegt: Túlkun gagna úr erfðagreiningingum, unnið með tjáningargögn, greining gagna úr litningalitunum, unnið með gögn úr kortlagningu á erfðaþáttum.
Umhverfisfræði (LÍF516M)
Landnýting. Ólífrænar auðlindir, nýting og umhverfisáhrif. Sjálfbær þróun. Líffræðileg fjölbreytni í tíma og rúmi. Eyðing búsvæða, útdauði og válistar. Ágengar tegundir. Jarðvegur og eyðimerkurmyndun. Verndun landslags og víðerna. Siðfræði og saga náttúruverndar, íslensk náttúruverndarlöggjöf. Hagnýting vistfræðilegrar þekkingar til að leysa umhverfisvandamál, vistheimt, mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Hnattrænar loftslagsbreytingar. Ein dagsferð á laugardegi í september. Nemendafyrirlestrar.
Aðferðir í sameindalíffræði (LÍF523G)
Námskeiðið skiptist í fyrirlestra, verklegar æfingar, umræður og nemendaverkefni.
Fyrirlestrar: Fræðilegur bakgrunnur helstu aðferða sameindalíffræðinnar og notkun þeirra við rannsóknir. Helstu tilraunalífverur og erfðatæknilegar aðferðir við notkun þeirra kynnt.
Námsefni er lagt fram af kennurum.
Verklegar æfingar: Í námskeiðinu er höfuðáhersla á þjálfun í verklegum vinnubrögðum á rannsóknastofum í sameindalíffræði og virkri notkun vinnubókar.
Umræðutímar tengjast fyrirlestrum, verklegum æfingum og nemendaverkefnum.
Helstu efnisatriði námskeiðs: Vinnubækur og vinnuseðlar, rafræn tól. Grunnatriði DNA vinnu og DNA klónunar. Plasmíð og plasmíðkort, vinna með DNA raðir. Grunnatriði vinnu með E. coli og plasmíð. Grunnatriði frumuræktunar og genaleiðslu í frumur. Tilraunalífverurnar E.coli, S. cerevisiae, A. thaliana, D. rerio, C. elegans, D. melanogaster og M. musculus. Genaferjun og önnur erfðatækni í bakteríum, sveppum og fjölfrumungu. CRISPR tækni og hönnun gRNA. RNAi og fleiri aðferðir til genabælingar og skilyrtrar genatjáningar. Flúrprótein og önnur próteinmerki og vísigen. Einangrun og greining á DNA og RNA, Southern og Northern blettun, PCR, qPCR, skerðiensím, raðgreining á DNA, gagnavinnsla og greining. Sértæk greining próteina með mótefnum. Framleiðsla og notkun mótefna - western blettun, ónæmislitun fruma og vefja. Notkun smásjár í sameindalíffræði. Aðferðafræði í nýlegum vísindagreinum.
Nemendaverkefni: Fjallað um nýlega aðferð eða aðferðahóp. Fyrirkomulag breytilegt frá ári til árs en miðar að því að þjálfa nemendur í heimildavinnu og miðlun vísindalegs efnis á fjölbreyttan hátt. Dæmi um framsetningu: Veggspjöld, ritgerðir, fyrirlestrar, myndbönd, vefsíður, hlaðvörp.
Fiskavistfræði (LÍF532M)
Yfirlit yfir breytileika fisktegunda, aðlagana þeirra og áhrif vistkerfa á stofnstærð þeirra. Verkleg þjálfun verður bæði úti á vettvangi og á rannsóknarstofu. Meginatriði sem verður farið í eru: Flokkun fiska; bygging, líffæri og lykilaðlaganir að lífi í sjó og vatni; Áhrif umhverfis á dreifingu og fjölda fiska; Stofngerð og aðgreining innan samfélaga; Þættir sem stjórna dreifingu, fari, fjölda og aldurssamsetningu fiskistofna; Meginhópar sjávar og ferskvatnsfiska á norðurhveli.
Örverufræði II (LÍF533M)
Markmið námskeiðsins er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum við rannsóknir og að kynna fyrir þeim hagnýt viðfangsefni er tengjast örverum. Námskeiðið er þrískipt. Í fyrsta hlutanum, viku 1-5, kynnast nemendur lífríki hverasvæða og vinna rannsóknarverkefni. Þeir munu safna sýnum og vinna sjálfstætt að einangrun, greiningu og lýsingu á bakteríustofnum.
Í öðrum hluta námskeiðsins verður fjallað um ýmis sérsvið líftækni og hvernig þau mótast vegna framfara og aukinnar þekkingar í örverufræði, erfðatækni og lífefnafræði. Tekið verður mið af íslenskum líftæknirannsóknum og farið í nýjungar í líftæknilegri aðferðafræði á eftirfarandi sviðum: Fjölbreytileiki og framleiðsla lífefna í örverum; skimunartækni (bioprospecting); hitkærar örverur, sjávarbakteríur og örþörungar, lífmassanýting (áhersla á þang og plöntulífmassa), lífmassaver (biorefineries), ensímtækni (fjölsykrusundrandi- og sykruumbreytingar-ensím), efnaskiptaverkfræði (erfðatækni, erfðamengjafræði; endurhönnun og betrumbætur efnaskiptaferla með erfðatækni), orkulíftækni (hönnun og endurbætur gerjunarferla með erfðatækni). Ræktunartækni og gersveppur sem framleiðslulífvera verða kynnt sérstaklega í verklegum tímum við bruggun á bjór.
Í þriðja hluta námskeiðsins er lögð áhersla á umhverfisörverufræði, sýnatökur, örverusamfélög og örveruþekjur, örverur í sjó, vatni og á þurru landi, loftgæði innanhúss og áhrif sveppa. Fjallað verður um sýkla í umhverfinu, áhættumat og eftirlit, líffræðilega hreinsun með hjálp örvera, metanframleiðslu og hlýnun jarðar. Farið verður í vettvangsferðir í sorphreinsistöðvar og skólphreinsistöðvar. Nemendur lesa og kynna efni sérvalinna rannsóknargreina í umræðutímum.
Fyrir utan kennslu á stundaskrá er gert ráð fyrir kennslu einn laugardag nálægt mánaðamótum september/október.
Sýklafræði (LÍF536M)
Fyrri hluti námskeiðsins byggir að stærstum hluta á fyrirlestrum nemenda. Nemendur munu velja viðfangsefni í fyrsta tíma námskeiðsins, lesa vísindagreinar því tengdu (sem kennari útdeilir) og flytja um það fyrirlestur. Áhersla verður lögð á sameindalíffræði veira og veirusýkinga. Nemendur skrifa að auki stutta samantekt um efni fyrirlestrar.
Í seinni hluta námskeiðsins, lotum 2-4, tekur við kennsla um ólíka sýklahópa. Fjallað verður um sveppi og sníkjudýr, bakteríusýkla og bakteríusjúkdóma, veirur og veirusjúkdóma. Fyrir hvern sýklahóp verður farið yfir helstu sjúkdómsvalda er sýkja menn, náttúruleg heimkynni þeirra og smitleiðir. Einnig um smitsjúkdóma af þeirra völdum, einkenni, greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir. Á námskeiðsvef og glærum kennara kemur fram nákvæm útlistun á því efni sem nemendur eiga að tileinka sér. Boðið verður upp á fjölmörg æfingapróf sem nemendur geta spreytt sig á og umræðufund í lok námskeiðsins Þessi yfirferð er sameiginleg með námskeiði fyrir nemendur í hjúkrunarfræði (LÍF110G).
Lífmælingar (LÍF544G)
Tölulegar aðferðir eru nauðsynlegur hluti margra greina líffræðinnar og nýtast við högun tilrauna og athugana, samantekt niðurstaðna og greiningu þeirra.
Nemendur læra þessar aðferðir og meðhöndla fjölbreytt gögn úr líffræði, auk þess að fá þjálfun í að túlka niðurstöður mismunandi aðferða.
Helstu aðferðir eru sennileikamat, línuleg líkön, aðhvarf og fervikagreining og alhæfð línuleg líkön til að greina talningar. Fjölbreytugreining. Endursýnataka (skóþvengur og umröðunarpróf). Kennt verður að nota tölfræðiforritið R til að framkvæma þær aðferðir sem fjallað er í fyrirlestrum. Nemendur leysa verkefni sem byggja á líffræðilegum rannsóknum og fá ítarlega þjálfun í notkun R.
Námsmat: Verkefni 30% og skriflegt próf 70%.Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn í báðum prófþáttum.
Ónæmisfræði (LÆK025M)
Ónæmiskerfið, líffæri og frumur. Ósérhæfðar varnir, átfrumur, kompliment, bólgusvör. Sérhæfðar varnir, þroskun og sérhæfing eitilfruma. Sértækni og greining eitilfrumna, starfsemi B- og T-frumna. Ónæmissvör, ónæmisminni, slímhúðarónæmi. Sjálfsþol og stjórnun ónæmissvara. Ónæmisbilanir, ofnæmi, sjálfsofnæmi og líffæraflutningar. Meðferð sjálfsofnæmis- og ofnæmissjúkdóma. Bólusetningar og varnir gegn smitsjúkdómum. Ónæmisfræðilegar greiningaraðferðir. Nemendafyrirlestrar um valdar vísindagreinar og umræður undir leiðsögn kennara.
Skyldunámskeið fyrir næringarfræðinema.
Friðlýst svæði, landvarsla og stjórnun (LAN622G)
Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu nemenda á grundvallarþáttum náttúruverndar, og hlutverki stjórnunar og skipulags í náttúruvernd hér á landi með tilliti til ferðamennsku innan friðlýstra svæða. Áhersla verður lögð á samspil verndunar og ferðamennsku, með sérstakri áherslu á líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni. Farið yfir helstu álitamál um landnýtingu og náttúruvernd, sem og helstu ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga. Jafnframt verður skipulag ferðamennsku innan friðlýstra svæða rædd ásamt öryggismálum ferðamannastaða í náttúru Íslands. Kennd verða grundvallaratriði umhverfistúlkunar og leiðsagnar um náttúrusvæði. Nemendur munu enn fremur fá hagnýta reynslu í umhverfistúlkun og landvörslu og þar með talið móttöku gesta og þjónustuhlutverk landvarða.
Farnar verða fjórar vettvangsferðir á námskeiðstímanum. Ferðir og uppihald kosta nemendur sjálfir. Til að ljúka námskeiðinu þurfa nemendur að mæta í allar ferðirnar.
Námskeiðið er unnið í samvinnu við Umhverfisstofnun. Lokapróf í námskeiðinu, ásamt BS prófi í jarðfræði, líffræði, landfræði eða ferðamálafræði, veitir starfsréttindi Umhverfisstofnunar sem landvörður.
Sníkjudýrafræði (LÍF658G)
Námskeiðið fjallar um sníkjudýr dýra og samskipti hýsils og sníkjudýra í vistfræðilegu samhengi. Í fyrri hluta námskeiðsins (vikum 1 til 6) verða nemendur kynntir helstu hópar sníkjudýra með áherslu á: (1) form og virkni; (2) þróun; (3) almenna lífsferla; (4) líffræðileguan fjölbreytileika; (5) og þróunarfræðileg tengsl og flokkunarfræði. Í seinni hluta námskeiðsins (vikum 7 til 14) verður sjónum beint að vistfræði og þróun víxlverkana hýsils og sníkjudýra, áhrifum sníkjudýra á hýsila sína og vistkerfi, og hvernig sníkjudýr aðlagast breyttu umhverfi.
Fyrirlestrar (4 x 40 mínútur á viku) verða úr efni kennslubókar og viðbótarheimildum og til viðbótar þeim vera umræðufundir (2 x 40 mínútur) þar sem farið verður í viðbótarefni úr kennslubókum og vísindagreinum. Í hverri viku munu nemendur lesa 5 vísindagreinar og mun einn úr hópnum kynna efni hverrar þeirra í stuttu máli (á 3-5 mínútum). Að því loknu verður efni greinarinnar rætt í u.þ.b. 10-15 mínútur.
Í verklegum hluta námskeiðsins verður sjónum beint að aðferðum í sníkjudýrafræði. Í vettvangsferð (helgarferð) munu nemendur safna sníkjudýrum og æfa mismunandi aðferðir eins og slím-, blóð- og saurstrok og litun sýna með aðstoð kennslumyndbanda. Í lok námskeiðs mun hver nemandi mun skila eigin smásjárglerjum og greiningum á sníkjudýrum í þeim og verður námsmat í lok annar að hluta til byggt á þeim.
Nemendum verða kynntar mikilvægar fræðigreinar í sníkjudýrafræði með ritgerðar- og málstofuverkefnum um valin efni sem bæta við það sem fjallað er um í fyrirlestrum. Mástofan og ritgerðarvinnan mun miða að því að efla gagnrýna hugsun og skilning á heildarsamhengi viðfangefnanna.
Sjávarvistfræði (LÍF201M)
Í námskeiðinu verður fjallað um uppbyggingu og virkni sjávar- og vatnavistkerfa. Auk þess verður áhersla á haffræði, eðlis- og efnafræði sjávar og vatna, einkenni búsvæða og lífríkis á norðlægum breiddargráðum, næringarefnaferla, fæðukeðjur, líffræðilega fjölbreytni, samfélagsvistfræði og búsvæðanýtingu. Farið verður yfir nýtingu stofna í sjó og ferskvatni hérlendis. Feltferðir, verkefni og dæmatímar kynna nemendur fyrir vistkerfum sjávar, ferskvatns og fjörunnar. Verkefnin eru byggð upp með rannsóknaráherslum, út frá vísindalegum tilgátum, beitingu aðferða við öflun gagna og úrvinnslu. Nemendur rita einnig ritgerð um tiltekið efni innan fagsins og halda erindi um það fyrir kennara og samnemendur.
Rannsóknarverkefni i líffræði (LÍF265L)
Stúdentum á þriðja ári er gefinn kostur á að vinna að 10 - 15 eininga rannsóknarverkefni undir leiðsögn kennara við námsbrautina. Fjöldi verkefna sem eru í boði hverju sinni er takmarkaður og þurfa nemendur sjálfir að hafa samband við mögulega leiðbeinendur við val verkefnis. Leyfilegt er að vinna verkefni með leiðsögn stundakennara og skal þá tilgreina ábyrgðarmann úr röðum kennara við námsbrautina og senda námsbrautarstjóra lýsingu á fyrirhuguðu verkefni til samþykktar. Markmið verkefnisins er að nemandi öðlist færni í rannsóknum á því sérsviði líffræðinnar sem verkefnið fjallar um, geti aflað grunngagna, greint þau og gert grein fyrir niðurstöðum. Vinnu að verkefninu lýkur með ritgerðarsmíð sem kennari/ábyrgðarmaður gefur einkunn fyrir. Fylgja skal reglum Líf- og umhverfisvísindadeildar um skil og frágang rannsóknarritgerða.
Upplýsingar um skil á verkefni
Skil eru í maí fyrir júníbrautskráningu
Skil eru í september fyrir októberbrautskráningu
Skil eru í janúar fyrir febrúarbrautskráningu
Í upphafi misseris koma nemandi og leiðbeinandi sér upp tímalínu um skil á verkefni
Skil á fullbúnu verkefni til leiðbeinanda/umsjónarkennara er 10. maí/ september/ janúar
Skil nemanda inn á Skemmu eru í síðasta lagi 30. maí/ september/ janúar og senda þarf staðfestingu um samþykkt skil á nemvon@hi.is
Einkunn frá leiðbeinanda/námsbrautarformanni á að hafa borist skrifstofu í síðasta lagi 30. maí/ september/ janúar
Frumulíffræði II (LÍF614M)
Áherslan er á rannsóknagreinar. Nýlegar rannsóknir á ýmsum sérsviðum frumulíffræði verða til umfjöllunar og er það breytilegt hverju sinni. Fyrir hvern fyrirlestur eru lagðar mest fram þrjár greinar.
Hver nemandi hefur framsögu um eina nýlega rannsóknargrein þar sem ítarlega er gert grein fyrir aðferðum og niðurstöðum. Nemandinn skrifar ritgerð um rannsóknargreinina og ræðir túlkun niðurstaðna á gagnrýninn hátt.
Dæmi um sérsvið sem hefur verið fjallað um: Náttúrulegt ónæmi, príon, pontin og reptin próteinin, skautun þekjufruma, þroskun loftæða, gagnagreining á genatjáningargögnum, sjálfsát, uppruni kjarnans.
Gróðurríki Íslands og jarðvegur (LÍF615M)
Kennt á móti LÍF 606M og ráða skráningar hvort námskeiðið er kennt. Íslenska háplöntuflóran; samsetning, fjölbreytni, staða í flóruríki jarðar. Heimskautaflóran: uppruni, kerfisfræði, vistfræði. Líflandafræði flórunnar við Norður Atlantshaf. Ísöld á norðurhveli, ísaldarlok á Íslandi og í Evrópu og gróðursaga á nútíma. Tilgátur um aldur og uppruna íslensku flórunnar og heimskautaflóru á norðurhveli. Íslenskur jarðvegur; myndun, sérkenni, eyðimerkurmyndun. Gróðurbreytingar eftir landnám. Flóra Íslands og útbreiðsla um landið, búsvæði og líffræðileg fjölbreytni. Válistategundir. Aðferðir til að lýsa og flokka gróður. Íslensk gróðurlendi: flokkun, útbreiðsla, umhverfi og nýting. Verkleg kennsla fer að hluta til fram að sumari til: 4 daga sumarnámskeið.
Námsferð til útlanda (LÍF616G)
Skipulag er í höndum umsjónarkennara og stúdenta. Námsferð til útlanda í 2 vikur til að kynnast náttúrufari og lífríki hitabeltisregnskóga, leiruskóga og kóralrifja. Innan misseris eru 20 fyrirlestrar tengdir ferðinni. Heimsóknir í vísindastofnanir. Nemendur fá verkefni til úrlausnar í ferðinni og skila skýrslum. Skylt er að skila skýrslu en hvorki er haldið próf né gefin einkunn.
Fuglafræði (LÍF619M)
Fyrirlestrar: Flokkun, bygging og starfsemi fugla. Fæða, varphættir, far, útbreiðsla, fuglafána Íslands. Stofnvistfræði fugla. Nýting og vernd. Æfingar: Kynning á helstu ættum, ákvörðun tegunda. Aðferðir við rannsóknir á líkamsástandi og fæðu. Skoðunarferðir um Suðvesturland til kynningar á tegundum og umhverfi. Ferðirnar eru á kennslumisseri og eftir próftíma í maí. Kynning á aðferðum: Útbreiðsla og búsvæði, talningar, varphættir, atferli, merkingar.
Sameindaerfðafræði (LÍF644M)
Fyrirlestrar: Sameindagrunnur lífsins (efnatengi, lífefni, bygging stórsameinda DNA, RNA og próteina). Efðamengi dreifkjörnunga og heilkjörnunga. Skipulag erfðaefnisins, litningar, litni og litnisagnir. Stjórn DNA eftirmyndunar og frumuhringsins. DNA eftirmyndun. Aðskilnaður litninga og frumuskipting. Umritun. Stjórn umritunar. Verkun RNA sameinda. Þýðing mRNA í prótein. Stjórnkerfi þýðingar. Hlutverk RNA sameinda í stjórn genatjánigar. Prótein-umbreytingar og umferðarstjórn innan frumna. DNA skemmdir, varðstöðvar og DNA viðgerðir. Endurröðun og viðgerðir á tvíþátta DNA brotum. Stökklar og staðbundin endurröðun. Helstu aðferðir sameindalíffræðinnar og tilraunalífverur.
Umræðutímar: Nemendur hafa framsögu um og ræða valdar rannsóknagreinar og skila inn útdrætti úr greininni.
Verklegar æfingar: Unnið verður að verkefni í sameindaerfðafræði sem tengist rannsóknum kennara og býður upp á notkun helstu aðferða sameindaerfðafræðinnar svo sem genaferjun, DNA mögnun og raðgreiningu, ummyndun og einangrun plasmíða, skerðikortlagningu, og rafdrátt bæði kjarnsýra og próteina.
Próf: Verklegt 10%, umræðufundir og skrifleg verkefni 15%, skriflegt próf 75%.
Erfðamengja- og lífupplýsingafræði (LÍF659M)
Erfðamengjafræði og lífupplýsingafræði samþættast á margvíslega vegu. Erfðatækni opnaði möguleika á raðgreiningu erfðamengja, greiningum á tjáningar- og prótínmengjum. Með raðgreiningum á erfðamengjum þúsundum lífvera opnast möguleikar á að nýta upplýsingarnar til að öðlast þekkingu og skilning á líffræðilegum fyrirbærum. Samanburðaraðferð þróunarkenningar Darwins er fræðilegur grundvöllur fyrir greiningar á slíkum upplýsingum. Sameiginlegir eiginleikar varðveittir í mismunandi lífverum eiga sér grunn í varðveittum hlutum erfðamengja. Að sama skapi liggja rætur nýjunga í svipfari oft í hlutum erfðamengja sem eru mismunandi á milli tegunda. Það á jafnt við um eiginleika dýra, plantna, örvera og fruma, þroskunar og ensímkerfa.
Námskeiðið fjallar um hugmyndafræði og aðferðafræði til samanburðar, um greiningu erfðamengja einstakra lífvera (genomics), umhverfiserfðamengja (metagenomics) og tjáningarmengja (transcriptome) til að svara líffræðilegum, læknisfræðilegum og hagnýtum spurningum. Fyrirlestrar verða um, byggingu og raðgreiningu erfða-, tjáningar- og prótínmengja, sameindaþróun, ólíkar gerðir lífupplýsinga, gagnagrunna, skeljaforrit, inngang að python og R umhverfinu, keyrslu forrita og breytingar á þeim. Æfingar: Sækja gögn í gagnagrunna, Blast, samraðanir og pússlun mengja, samanburður erfðamengja tegunda og greining erfðabreytileika innan tegunda. Unnið verður með gagnagrunna, m.a. flybase, Genebank, ENSEMBL og E.coli. Gögn verða sótt með Biomart og Bioconductor, og fjallað um áreiðanleika gagna í gagnagrunnum. Kynnt verða algrímar er liggja til grundvallar leitar-forrita og forrit kynnt sem hægt er að keyra yfir vefinn, grunnatriði Python-forritunar, opinn hugbúnaður á UNIX/Linux, uppsetning hugbúnaðar af vefnum á eigin tölvum. Greining gagna úr RNA-seq, RADseq og heilraðgreiningum.
Nemendur vinna smærri og stærri verkefni og skila, og kynna munnlega niðurstöður úr stóra verkefninu. Í umræðufundum verða frumheimildir ræddar.
Landvistkerfi (LÍF660M)
Fjallað verður um eftirfarandi efni:
Fæðuvefir og samfélög landvistkerfa bæði ofanjarðar og neðan. Hlutverk lífvera og annarra þátta við mótun búsvæða á landi. Samband líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfisferla, m.a. frumframleiðslu og hringrás næringarefna. Áhrif einstakra lífveruhópa og eiginleika þeirra, einkum plantna og grasbíta, á vistkerfisferla, stöðugleika og þanþol vistkerfa. Áhrif loftslagsbreytinga og landnýtingar á vistkerfi, með áherslu á norðurslóðir. Sérstaða íslenskara vistkerfa. Endurheimt hruninna og hnignaðra vistkerfa. Helstu aðferðir við rannsóknir á landvistkerfum.
Spendýrafræði (LÍF661M)
- Séreinkenni spendýra
- Megináhersla er lögð á íslensk og önnur norræn spendýr
- Aðlögun og sérhæfing
- Orkubúskapur
- Samkeppni
- Heimasvæði og óðul
- Stofnstærð og stofnsveiflur
- Aðferðir við stofnstærðarmat: a) Talningar, b) Merkingar og endurheimtur, c) Aldursgreiningar og veiði
Rannsóknarverkefni i líffræði (LÍF265L)
Stúdentum á þriðja ári er gefinn kostur á að vinna að 10 - 15 eininga rannsóknarverkefni undir leiðsögn kennara við námsbrautina. Fjöldi verkefna sem eru í boði hverju sinni er takmarkaður og þurfa nemendur sjálfir að hafa samband við mögulega leiðbeinendur við val verkefnis. Leyfilegt er að vinna verkefni með leiðsögn stundakennara og skal þá tilgreina ábyrgðarmann úr röðum kennara við námsbrautina og senda námsbrautarstjóra lýsingu á fyrirhuguðu verkefni til samþykktar. Markmið verkefnisins er að nemandi öðlist færni í rannsóknum á því sérsviði líffræðinnar sem verkefnið fjallar um, geti aflað grunngagna, greint þau og gert grein fyrir niðurstöðum. Vinnu að verkefninu lýkur með ritgerðarsmíð sem kennari/ábyrgðarmaður gefur einkunn fyrir. Fylgja skal reglum Líf- og umhverfisvísindadeildar um skil og frágang rannsóknarritgerða.
Upplýsingar um skil á verkefni
Skil eru í maí fyrir júníbrautskráningu
Skil eru í september fyrir októberbrautskráningu
Skil eru í janúar fyrir febrúarbrautskráningu
Í upphafi misseris koma nemandi og leiðbeinandi sér upp tímalínu um skil á verkefni
Skil á fullbúnu verkefni til leiðbeinanda/umsjónarkennara er 10. maí/ september/ janúar
Skil nemanda inn á Skemmu eru í síðasta lagi 30. maí/ september/ janúar og senda þarf staðfestingu um samþykkt skil á nemvon@hi.is
Einkunn frá leiðbeinanda/námsbrautarformanni á að hafa borist skrifstofu í síðasta lagi 30. maí/ september/ janúar
Vistfræði djúpsjávarins (LÍF055M)
Námskeið um lífríki minnst kannaða hluta úthafana miðsjóinn (e. mesopelagic). Sem er líklega minst nýtta auðlind plánetunar. Fiskar í miðsjónum eru mögulega mikilvægir fyrir svörun vistkerfa hafanna við loftslagsbreytingum, þar sem margar tegundir þeirra ferðast langan veg, flytja kolefni milli svæða og í djúpsjóinn.
Námskeiðið verður kennt á einni viku í maí 2023, í samstarfi við sérfræðinga SUMMER verkefnisins og Hafrannsóknarstofunar, ráðgjafastofnunar hafs og vatna, og Háskóla Íslands. Sérfræðingar þessara þriggja stofnanna munu kenna á námskeiðinu og fjallar það um rannsóknir á þessu sérkennilega og vanrannsakað svæði hafsins og lífverunum sem búa þar.
Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum sérfræðinga í faginu, erlendra en einnig innlendra. Umræðufundir verða um tiltekin viðfangsefni, auk vinnu á rannsóknarstofu með fiska úr miðsjónum, þar sem unnið verður að greiningum og mælingum. Einnig verður fjallað um sjávarspendýr sem eru stærstu rándýr sem nýta miðsjóinn.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30
Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)
Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.