Hlutverk skjalasafns Háskólans er að safna og varðveita skjöl og aðrar heimildir Háskóla Íslands og stofnana hans til notkunar fyrir Háskólann, stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga. Safninu er heimilt að taka til varðveislu einkaskjalasöfn kennara, sérfræðinga og annarra sem gætu haft gildi fyrir fræðilegar rannsóknir. Fyrirspurnir og erindi til safnsins skal senda á netfangið skjalasafn@hi.is Aðsetur Skjalasafnið er staðsett í Aðalbyggingu við Suðurgötu, á millilofti inn af bókastofu undir Hátíðarsal. Gestir geta komið á skjalasafnið til að blaða í skjölum og fletta upp í ritum safnsins, m.a. árbókum Háskólans og gömlum kennsluskrám. Skjöl úr safninu eru ekki lánuð út en hægt er að óska eftir að fá afrit af þeim. Beiðnir um að fá að heimsækja safnið skal senda á netfangið skjalasafn@hi.is Starfsfólk skjalasafnsins Kristjana EyjólfsdóttirUpplýsingastjórikristjanaey [hjá] hi.is Halla HallsdóttirVerkefnisstjóri5254498hallah [hjá] hi.is Sonja Freydís ÁgústsdóttirVerkefnisstjóri5255421sonjaf [hjá] hi.is Þjónusta skjalasafnsins Meðal verkefna skjalasafnsins er að sjá um fræðslu og aðgengi að skjalakerfinu, aðstoða við að finna eldri skjöl og upplýsingar og hjálpa við vistun og frágang skjala bæði á pappír eða rafrænu formi. Fyrirspurnir til safnsins og beiðnir um aðstoð sendist á netfangið skjalasafn@hi.is Skjalasafnið hefur umsjón með upplýsinga- og skjalastjórnun Háskóla Íslands. Hluti af því verkefni er að reka skjalakerfið sem stjórnsýsla skólans notar auk ljósmyndakerfisins. Skjalakerfið nefnist NÁMAN og það byggir á GoPro-hugbúnaðinum. Ljósmyndir skólans eru geymdar í Myndasafni HÍ (Fotoware). Ljósmyndir sem á að vista í Myndasafninu skulu sendar Höllu Hallsdóttur halla@hi.is en fyrirspurnir um notkun mynda úr safninu sendist til Kristins Ingvarssonar ljósmyndara kri@hi.is Safnkostur og skjalasöfn Skjalasafnið samanstendur af skjölum frá sviðum, deildum og stofnunum skólans allt frá stofnun hans og til dagsins í dag. Skjalasafn háskólans starfar eftir lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 en samkvæmt þeim er Háskóli Íslands afhendingarskyldur aðili sem þýðir að öll skjöl safnsins fara að lokum til varanlegrar varðveislu hjá Þjóðskjalasafni Íslands, pappírsskjöl þegar þau hafa náð 30 ára aldri og afrit rafrænna skjala 5 ára. Hluti safnkostsins er því ekki lengur geymdur á skjalasafninu. Fyrirspurnir um safnkostinn sendist á netfangið skjalasafn@hi.is Einkaskjalasöfn Einkaskjalasöfn sem borist hafa skjalasafni Háskóla Íslands eru frá einstaklingum og félögum með tengsl við skólann. Í mörgum tilfellum er um að ræða hluta úr skjalasöfnum einstaklinga, gjarnan skjöl sem snerta Háskóla Íslands og sögu hans. Hluti safnsins hefur verið afhentur Þjóðskjalasafni Íslands til varðveislu og eru þau merkt (ÞÍ) Ein 1 - Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor (1911-1973) (ÞÍ) Ein 2 - Magnús Matthíasson kaupmaður (ÞÍ) Ein 3 - Friðrik Einarsson læknir (ÞÍ) Ein 4 - Gísli Fr. Pedersen læknir (ÞÍ) Ein 5 - Byggingasamvinnufélag starfsmanna Háskóla Íslands (ÞÍ) Ein 6 - Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor (ÞÍ) Ein 7 - Sverrir Tómasson sérfræðingur (ÞÍ) Ein 8 - Þorbjörn Broddason prófessor (ÞÍ) Ein 9 - Séra Sveinn Níelsson (ÞÍ) Ein 10 - Alexander Jóhannesson rektor (ÞÍ) Ein 11 - Gylfi Þ. Gíslason prófessor (ÞÍ) Ein 12 - Þórir Kr. Þórðarson prófessor (ÞÍ) Ein 13 - Sigurður Björnsson verkfræðingur (ÞÍ) Ein 14 - Sögusjóður stúdenta (ÞÍ) Ein 15 - Jónas Gíslason prófessor (ÞÍ) Ein 16 - FFS Félag samkynhneigðra stúdenta (ÞÍ) Ein 17 - Ökonomia - félag hagfræðinema (ÞÍ) Ein 18 - Ottó H. Michelsen forstjóra (ÞÍ) Ein 19 - James Love Nisbet læknir (ÞÍ) Ein 20 -Sigurður Þórarinsson prófessor (ÞÍ) Ein 21 - Helgi Pjeturss náttúrufræðingur (ÞÍ) Ein 22 - Hume Society (ÞÍ) Ein 23 - Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor (ÞÍ) Ein 24 - Ólafur Jóhannesson prófessor og forsætisráðherra (ÞÍ) Ein 25 - Félag áhugamanna um heimspeki (ÞÍ) Ein 26 - Norræna sjávarlíffræðiráðið (ÞÍ) Ein 27 - Guðmundur Eggertsson líffræðingur (erfðafræðingur) og prófessor (1933-) (ÞÍ) Ein 28 – Páll Skúlason heimspekingur og rektor HÍ 1997-2005 (1945-2015) (HÍ) Ein 29 - Gunnar Karlsson sagnfræðingur og prófessor (1939-2019) (ÞÍ) Sigurður F. Gíslason Einar B. Pálsson Gylfi Már Guðbergsson Haraldur Ólafsson Baldur Jónasson Lyfjafræðingar, vinnustofudagbækur 1939-1972 Lyfjafræðinemar, dagbækur og skýrslur 1958-1979 Jakob Jakobsson Júlíus Sólnes Stefán Sörenson Agnar Ingólfsson líffræðingur og prófessor (1937-2013) (óyfirfarið) Jóhann Pétur Malmquist prófessor (óyfirfarið) Tengt efni Skjalastefna Háskóla Íslands facebooklinkedintwitter