Alþjóðaviðskipti og verkefnastjórnun
Alþjóðaviðskipti og verkefnastjórnun
MA gráða – 90 einingar
Í meistanámi í alþjóðaviðskiptum og verkefnastjórnun er lögð áhersla á stjórnun alþjóðlegra verkefna og á umhverfi alþjóðlegra skipulagheilda.
Námið er alfarið kennt á ensku.
Skipulag náms
- Haust
- Samkeppnishæfni
- Stjórnarhættir
- Alþjóðaviðskipti
- Rannsóknaraðferðir
- Agile og straumlínustjórnunV
- Alþjóðaviðskipti í Asíu (Japan og Kína)V
- Vor
- Árangur verkefna og eftirlit
- Alþjóðleg verkefni og verkefnasöfn
- Forysta og framtíð fyrirtækjaV
- Fjölbreytileiki og inngilding (inclusion) í skipulagsheildumV
- Sumar
- MA ritgerð
Samkeppnishæfni (VIÐ174M)
Í upphafi námskeiðs er áherslan á samkeppnishæfni í heild sinni, þ.e. að nemendur öðlist góða innsýn í kenningar um samkeppnishæfni. Sérstök áhersla er á kenningar Michael E. Porter, m.a. demant sem kenndur er við hann. Jafnframt er undirstrikað að verðmætasköpun í atvinnugreinum gerist í samspili þar sem oft koma að mörg fyrirtæki með starfsemi í mörgum löndum. Einnig er vikið að hlutverki stjórnvalda og milliaðila. Þá er farið yfir atvinnugreinar og klasa víða um heim, á víxl í þróuðum löndum og í þróunarlöndum. Eftir því sem líður á námskeiðið verður umfjöllunin stefnumiðaðri, þ.e. að því hvað það er sem helst geti ýtt undir samkeppnishæfni. Kennsluaðferðin sem notuð er sú að nemendur kryfja sérsniðnar dæmisögur undir stjórn kennara og nemendur vinna stórt verkefni (klasagreiningu) í hópum sem þeir svo kynna. Jafnframt munu nemendur vinna einstaklingsverkefni.
Stjórnarhættir (VIÐ198F)
Markmið námskeiðsins er að stuðla að sem mestri getu og færni nemenda í stjórnarháttum, ekki síst þegar kemur að hlutverki, verkefnum og ábyrgð stjórnar á stöðu og þróun fyrirtækja og stofnana gagnvart hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum í samfélaginu.
Markmiðið er einnig að opna augu nemenda fyrir þeirri fjölbreytni sem er að finna á fræðasviðinu og þeim mun sem kann að vera á skilgreiningu og framkvæmd stjórnarhátta í mismunandi löndum og heimshlutum.
Námskeiðið miðar að því gegnum fyrirlestra og kennsluefni að nemendur tileinki sér þekkingu af hinum fjölbreytta fræðilega grunni sem til er í faginu. Gegnum vinnu með dæmisögur og íslensk raundæmi, bæði í fyrirlestrum og í verkefnavinnu námskeiðsins, er markvisst ýtt undir leikni og hæfni nemenda
Námskeiðið er kennt á ensku.
Alþjóðaviðskipti (VIÐ180F)
Í námskeiðinu verður fjallað um alþjóðavæðingu fyrirtækja, alþjóðlegt viðskiptaumhverfi, stefnumótun alþjóðafyrirtækja, samskipti í ólíkum menningarheimum, og annað sem tengist alþjóðlegum viðskiptum. Notaðar verða dæmisögur og greinar úr viðurkenndum tímaritum og nemendur munu vinna verklegar æfigar og tímaverkefni, taka þátt í umræðum um raundæmi og fleira. Í námskeiðinu verður gert ráð fyrir mikilli virkni nemenda í umræðum og verður námskeiðið haldið á ensku.
Rannsóknaraðferðir (VIÐ1A6F)
Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirlit um megindlegar og eigindlegar rannsóknaaðferðir og nýtingu þeirra. Nemendur læra um gagnaöflun, greiningu og framsetningu niðurstaðna, byggt á vel skilgreindu rannsóknarefni og rannsóknarspurningu. Verkefni munu kalla á gagnrýna hugsun og undirbúa nemendur undir greiningarvinnu bæði í starfi að námi loknu og við ritun meistararitgerðar.
Agile og straumlínustjórnun (VIÐ188F)
Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum aðferðafræði og meginreglur straumlínustjórnunar (Lean) og Agile og hvernig þessar aðferðir nýtast við útfærslu og stjórnun verkefna.
Námskeiðið fylgir blönduðu námsformi. Hluti námskeiðsins er kenndur í netnámi, nemendur geta horft á fyrirlestra þegar þeim hentar, þó eigi síðar en fram kemur í kennsluáætlun.
Hinn hlutinn fer fram í vinnustofum sem verða haldnar á staðnum og verður mætingarskylda á vinnustofurnar. Athugið að vinnustofur þessar nema allt að 70% af lokaeinkunn.
Alþjóðaviðskipti í Asíu (Japan og Kína) (VIÐ506M)
Nemendur skoða alþjóðaviðskipti Vesturlanda og Asíu (Kína og Japan) út frá þjóðhagsfræðilegu sjónarmiði. Einnig nota örgreiningu (micro persective) á fyrirtæki sem stunda viðskipti í Asíu (Kína og Japan).
- Nemendur skoða hvernig viðskipti og fjárfestingarmynstur á Asíusvæðinu mótast af alþjóðlegu stjórnmálahagkerfi.
- Nemendur munu greina einstök fyrirtæki og viðskipti þeirra á Asíumarkaði, hvernig fjárfestingum (FDI) er háttað hjá þessum fyrirtækjum og greina virðiskeðju þeirra.
- Nemendur vinna raundæmi (Hópverkefni) á fyrirtæki sem stundar viðskipti í Asíu
Nánari lýsing:
Þetta námskeið er hugsað sem kynning á rekstri fyrirtækja og þjóðhagsfræðilegum atriðum með sérstaka tilvísun til Asíu og þá Japan og Kína. Í námskeiðinu er notast bæði við fræðilegar skilgreiningar sem og raundæmi. Námskeiðinu er skipt í 3 megin hluta:
- Í fyrsta hluta verður þjóðhagsfræðilegt sjónarhorn á viðskipti og fjárfestingar á Asíu svæðinu rædd út frá einstökum gögnum um viðskipti, afleiðingum WTO sem og fríverslunarsamningar verða kynntir og afleiðingar þeirra, sérstaklega verður fríverslunarsamningur Kína og Íslands skoðaður og afleiðingar hans.
- Í öðrum hluta námskeiðsins verður örgreining (microperspective) á fyrirtæki sem stunda viðskipti í Asíu kynnt. Skoðuð verður bein erlend fjárfesting (FDI) og alþjóðlegar virðiskeðjur (GVC). Fræðileg nálgun verður notuð til að útskýra val fyrirtækja á staðsetningu vegna FDI. Vestræn fyrirtæki sem koma inn í Asíu sem og asísk fyrirtæki sem koma inn á vestræna markaði verða í brennidepli.
- Þriðji hluti námskeiðsins fer í verkefnavinnu þar sem nemendur greina fyrirtæki sem hefur starfsemi í Kína eða Japan eða þá kínversk/japönsk fyrirtæki sem hafa haslað sér völl á Íslandi. Nemendur vinna raundæmi (e.case) og gera rannsókn á fyrirtæki með starfsemi í Asíu.
Árangur verkefna og eftirlit (VIÐ290F)
Árangursstjórnun er mikilvægur hluti stofnanna og verkefna. Hún tryggir að aðgerðir séu í takt við stefnumótandi áherslur. Í þessu námskeiði læra nemendur að beita margskonar aðferðum í árangursstjórnun, öðlast hæfni í eftirliti verkefna og skilja mikilvægi árangursstjórnunar þannig að stefnumótandi markmið stofnanna náist.
Námskeiðið byggir á raundæmum (e. Case studies) og verkefnum sem fara fram í kennslustund. Þannig kynnast nemendur, eins og mögulegt er í kennslustofu, raunverulegum aðstæðum þar sem árangursstjórnun nýtist til að styðja ákvarðanatöku innan stofnanna.
Námskeiðið fylgir blönduðu námsformi. Hluti námskeiðsins er kenndur í netnámi, nemendur geta horft á fyrirlestra þegar þeim hentar, þó eigi síðar en fram kemur í kennsluáætlun.
Hluti námskeiðsins fer fram í vinnustofum sem verða haldnar á staðnum og verður mætingarskylda á vinnustofurnar. Athugið að vinnustofur þessar nema allt að 70% af lokaeinkunn.
Alþjóðleg verkefni og verkefnasöfn (VIÐ277F)
Í námskeiðinu er lögð áhersla á alþjóðleg verkefni og stjórnun verkefnasafna. Kafað er dýpra í þætti sem fjallað er um í Aðferðarfræði verkefnastjórnunar varðandi alþjóðleg verkefni og verkefnasöfn. Einn af áhersluþáttunum er stjórnun margra verkefna samtímis, en það felur í sér tvö skyld viðfangsefni, annars vegar stjórnun eignasafna (e. project portfolio management, program management) og hins vegar verkefnastofu (e. project management office). Annar áhersluþáttur er stjórnun alþjóðlega verkefna eða verkefnasafna í alþjóðlegum fyrirtækjum. Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur vinni saman að raunverkefni og kynnist verkefnastjórnun í íslensku atvinnulífi.
Námskeiðið fylgir blönduðu námsformi. Hluti námskeiðsins er kenndur í netnámi, nemendur geta horft á fyrirlestra þegar þeim hentar, þó eigi síðar en fram kemur í kennsluáætlun.
Hluti námskeiðsins fer fram í vinnustofum sem verða haldnar á staðnum og verður mætingarskylda á vinnustofurnar. Athugið að vinnustofur þessar nema allt að 70% af lokaeinkunn.
Forysta og framtíð fyrirtækja (VIÐ289F)
Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum þróunina sem mun hafa áhrif á fyrirtæki í framtíðinni og hlutverk sjálfbærni hvað varðar framtíð þeirra. Nemendur munu einnig fá gott yfirlit yfir það hvernig þessi nýja þróun samtvinnast skipulagsheildum og mörkuðum.
Hraðar breytingar í umhverfi skipulagsheilda krefjast þess að skoða verður núverandi stöðu sem og framtíð fyrirtækja. Í námskeiðinu verða því teknar fyrir nýjustu áherslur í stjórnun sem þegar eru nýttar í viðskiptalífinu. Námskeiðið er einstakt hvað varðar áherslur á framtíð fyrirtækja, innan samhengis sjálfbærni, þar sem rædd verður heildstæð sýn á skipulagsheildir og samhengi þeirra. Námskráin er byggð á nýjustu vísindaniðurstöðum, hagnýtum dæmum og verkefnum.
Markmiðið með námskeiðinu er:
- Að kynna fyrir nemendum nýjustu þróun í viðskiptaumhverfi.
- Að kanna áhrif núverandi þjóð- og rekstrarhagfræði á fyrirtæki og áhrif þessara þátta á framtíð skipulagsheilda.
- Að beita fræðilegri þekkingu til að skilja raunveruleg feril, en slíkt er gert með umræðum, rannsóknum og ritgerðum.
- Að stuðla að gagnrýninni hugsun um samtengingu þátta innan skipulagsheilda og samhengi þeirra í mesó- og þjóðhagfræðilegu samhengi.
- Að veita innsýn í hvernig fræðilegt sjónarhorn getur hjálpað til við að búa okkur betur undir framtíðina.
Fjölbreytileiki og inngilding (inclusion) í skipulagsheildum (VIÐ288F)
Námskeiðið veitir nemendum tækifæri til að bera kennsl á þörfina á að þróa vinnuumhverfi sem byggir á jafnréttishugsun og inngildingu ólíkra hópa þar sem fjölbreytt framlag er velkomið. Nemendur læra að bera kennsl á félagslegt réttlæti/útilokun minnihlutahópa t.d. vegna kynþáttar, uppruna, aldurs, kyns, trúarbragða, kynhneigðar, fötlunar/færni, stéttar og annara fjölbreytileikaþátta í skipulagsheildum og nýta þekkinguna til að greina og beita aðferðum stjórnunar fjölbreytileika og inngildingar í skipulagsheildum. Nemendur kynnast nýjum rannsóknum á sviðinu til að efla gagnrýna hugsun um viðfangsefni eins og sjálfsmynd (identity), (ó)meðvitaða hlutdrægni, samvinnu í fjölbreyttum teymum, (ó)jöfn tækifæri í skipulagsheildum og tækifærum sem felast í fjölbreytileikanum.
Námskeiðið er kennt á ensku
MA ritgerð (AVS001L)
Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.
Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.
Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.
Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MA ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MA ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.
Umsókn um lokun meistararitgerða.
- Haust
- MA ritgerð
- Vor
- MA ritgerð
MA ritgerð (AVS001L)
Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.
Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.
Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.
Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MA ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MA ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.
Umsókn um lokun meistararitgerða.
MA ritgerð (AVS001L)
Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.
Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.
Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.
Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MA ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MA ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.
Umsókn um lokun meistararitgerða.
Hafðu samband
Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500
Netfang: nemFVS@hi.is
Opið virka daga frá 09:00 - 15:00
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs
Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.