Alþjóðasamskipti
Alþjóðasamskipti
MA gráða – 120 einingar
Meistaranámi í alþjóðasamskiptum er ætlað að mæta vaxandi þörf í samfélaginu fyrir vel menntað starfsfólk með þekkingu á alþjóðasamskiptum hvort sem er í fyrirtækjum, hagsmunasamtökum, opinberum stofnunum eða sveitarfélögum.
Umfang alþjóðasamskipta og þátttaka Íslands í starfi alþjóðastofnana og -samtaka hefur vaxið mjög á undanförnum árum og kallar á aukinn fjölda fólks með þekkingu á hinum ýmsu sviðum alþjóðasamskipta.
Skipulag náms
- Haust
- Kenningar í alþjóðasamskiptum
- Utanríkismál Íslands
- Staða Íslands í alþjóðakerfinu
- Issues and Debates in European Integration
- Kenningar í smáríkjafræðum: Tækifæri og áskoranir smáríkja í alþjóðasamfélaginu
- Vor
- Hlutverk og stefnumótun alþjóðastofnana
- Introduction to Security Studies
- Samningatækni
- Hagnýt tölfræði
- Eigindleg aðferðafræði
Kenningar í alþjóðasamskiptum (ASK102F)
Námskeiðið er inngangur að kenningum í alþjóðasamskiptum. Það veitir nemendum undirstöðu til greininga á öðrum sviðum alþjóðasamskipta. Mælt er með að nemendur taki það sem fyrst á námsferlinum. Í námskeiðinu eru nemendur kynntir fyrir kenningaramma alþjóðasamskipta með það að markmiði að þroska færni þeirra til að skilja og greina viðburði samtímans með því að beita kenningum.
Viðfangsefnið er skoðað í gegnum helstu umræður (e. debates) í fræðunum, með áherslu á raunhyggju (e. realism), frjálslynda stofnanahyggju (e. liberalism/liberal institutionalism), og mótunarhyggju (e. constructivism) og samspil sögulegra og vísindalegra aðferða annars vegar og gerendahæfni og formgerðar hins vegar.
Fjallað er um viðfangsefni alþjóðasamskipta. Annars vegar þær aðferðir sem kenningarnar nota til að varpa ljósi á þessi efni og hins vegar hvernig kenningarnar lýsa stjórnmálum alþjóðakerfisins.
Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og umræðum, í minni og stærri hópum. Áhersla er lögð á að nemendur þroski greiningar- og ritfærni í gegnum skil á ólíkum rituðum verkefnum.
Utanríkismál Íslands (ASK103F)
Fjallað verður um íslensk utanríkismál og utanríkisstefnu á tímabilinu 1940 til 2018. Gerð verður grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á utanríkisstefnunni og reynt að meta hvaða þættir stýra utanríkisstefnunni. Leitast verður við að svara spurningunni hvers vegna og til hvers Ísland taki virkari þátt í alþjóðasamstarfi. Einnig verður fjallað um hvernig þjóðernishyggja hér á landi og alþjóðlegir atburðir eins og stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum hafa sett mark sitt á utanríkisstefnuna. Greint verður hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við alþjóðavæðingunni, Evrópusamrunanum, auknu hlutverki alþjóðastofnana, stefnu Bandaríkjanna í alþjóðamálum, endalokum kalda stríðsins og yfirstandandi efnahags- og fjármálakreppu. Fjallað verður um tvíhliða samskipti Ísland við nágrannaríkin og aukna þátttöku Íslands í starfi alþjóðastofnana. Til dæmis verður farið yfir samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin og þátttöku Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna. Einnig verður fjallað um stofnun og störf Íslensku friðargæslunnar sem og aukna áherslu stjórnvalda á störf að þróunarmálum og mannréttindamálum. Kastljósinu verður beint að þeim áskorunum sem smáríki eins og Ísland standa frammi fyrir og þeim tækifærum sem þeim standa til boða í alþjóðasamfélaginu. Notast verður við kenningar í alþjóðastjórnmálum og smáríkjafræðum til að greina og skýra utanríkisstefnu Íslands. Rætt verður um hvort íslenskir ráðamenn trúi því í vaxandi mæli að Ísland hafi hæfni og getu til að láta til sín taka innan alþjóðastofnana og hafi skyldum að gegna í alþjóðasamfélaginu.
Staða Íslands í alþjóðakerfinu (ASK105F)
Markmið námskeiðsins er að kynna nemendur fyrir alþjóðasamvinnu og stöðu Íslands í alþjóðakerfinu. Hnattvæðing verður skoðuð í sögulegu ljósi og farið yfir helstu kenningar um hnattvæðingu. Fjallað verður um áhrif hnattvæðingar á stjórnmál, efnahagsmál, ríki og einstaklinga. Utanríkisstefna Íslands verður greind og áhersla lögð á þau málefni sem eru í forgangi hjá íslenskum stjórnvöldum um þessar mundir. Sjónum er beint að varnar- og öryggismálum á Íslandi, þátttöku Íslands í málefnum norðurslóða og norrænu samstarfi, og stöðu Íslands í ljósi breyttrar heimsmyndar. Fjallað verður sérstaklega um stofnanir sem sinna öryggismálum á landinu eins og Landhelgisgæsluna, Póst- og fjarskiptastofnunina og Ríkislögreglustjóra. Samrunaþróunin í Evrópu verður skoðuð með tilliti til þeirra leiða sem Ísland hefur valið í samskiptum sínum við Evrópu. Skoðað verður sérstaklega hvaða áhrif EES-samningurinn hefur haft á Íslandi. Einnig verður gerð grein fyrir þátttöku Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna og framboði Íslands til Öryggisráðs SÞ.
Issues and Debates in European Integration (ASK110F)
Issues and Debates in European Integration is a graduate course that addresses institutional, historical and theoretical aspects as well as contemporary issues and debates in the field of European integration. As part of the MA program in International Affairs, it is designed primarily for students who already have a basic command of the workings of the EU’s institutions and decision-making processes. While such basic knowledge of the EU political system is not strictly speaking a prerequisite for taking this course, students who lack such knowledge are strongly encouraged to read up on the basics prior to or at the very beginning of the semester. The course is divided into three parts and will cover (a) historical and institutional aspects of European integration, (b) the most important theoretical traditions in the field of European integration, and (c) contemporary issues and debates in European integration.
Kenningar í smáríkjafræðum: Tækifæri og áskoranir smáríkja í alþjóðasamfélaginu (STJ301M)
The aim of this course is to study the behavior and role of small states in the international system. The course deals with questions such as: What is a small state? What are the main constrains and opportunities of small states? Do small states behave differently in the international community from larger ones? The course offers an introduction to the literature on the state, the international system and small-state studies. The main emphasis, however, is on internal and external opportunities and constraints facing small states, for example how they are affected by and have responded to globalization, new security threats and the process of European integration. Special attention is devoted to Iceland and its reactions to economic crises and security threats. The course will also examine Iceland´s relations with the United States, China, Russia and the Nordic states, and its engagement with the European Union.
Hlutverk og stefnumótun alþjóðastofnana (ASK201F)
Alþjóðastofnunum hefur fjölgað verulega frá lokum síðari heimsstyrjaldar og samskipti ríkja fara í vaxandi mæli fram innan veggja þeirra. Í námskeiðinu verður gerð grein fyrir kenningum um eðli og hlutverk alþjóðastofnana og þeim ferlum sem stjórna starfsemi þeirra.
Í stað þess að fjalla sérstaklega um sögu og skipulag einstakra stofnana, mun þetta námskeið leggja áherslu á að kanna hið pólitíska kerfi sem liggur til grundvallar samstarfs ríkja innan alþjóðastofnana. Að hvaða leyti eru alþjóðastofnanir sjálfstæðir aðilar í alþjóðakerfinu? Hverjir hafa áhrif á alþjóðastofnanir og hvernig gera þeir það? Hvernig eru alþjóðastofnanir fjármagnaðar og hvaða áhrif hefur það á rekstur þeirra? Hvers konar fólk vinnur í alþjóðastofnunum og hvaða áhrif hefur það á stofnanirnar sem það vinnur hjá? Þessum, og fleiri, spurningum verða gerð skil á námskeiðinu.
Nemendur munu kynnast þeim margvíslegu rannsóknaraðferðum sem nýttar eru til að svara þessum spurningum. Lesefni námskeiðsins er fjölbreyttt og við munum m.a. nýta okkur sögulegar rannsóknir, tilviksrannsóknir, og bæði eigindlegar og megindlegar fræðigreinar og bókakafla. Lögð verður sérstök áhersla á nýlegar rannsóknir á sviði alþjóðastjórnmála svo nemendur fá góða yfirsýn yfir stöðu fræðasviðsins. Markmið námskeiðsins er því tvíþætt: í fyrsta lagi, að nemendur öðlist skilning á þeim þáttum, bæði pólitískum og stjórnsýslulegum, sem stýra starfsemi alþjóðastofnana og, í öðru lagi, að gera nemendum kleift að kryfja og vinna með fjölbreyttar rannsóknir á sviði alþjóðastofnana í sinni eigin rannsóknarvinnu.
Námskeiðið byggir á helstu kenningum í alþjóðasamskiptum en ekki er gert ráð fyrir að nemendur búi yfir þekkingu á einstökum stofnunum umfram það sem almennt mætti telja eðlilegt af nemanda með áhuga á alþjóðamálum. Þar sem við á verður bætt við ítarefni fyrir á sem þurfa að kynna sér grunnstarfsemi einstakra stofnana betur. Áhersla verður lögð á stóru alþjóðlegu stofnanirnar, eins og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en við munum einnig fjalla um svæðisbundnar stofnanir, eins og Evrópuráðið, alþjóðleg félagasamtök (INGOs) og aðkomu einkaaðila að alþjóðakerfinu.
Introduction to Security Studies (ASK220F)
This course provides a comprehensive foundation in security studies. It examines concepts and theories relevant in the field, then considers approaches to, and practices of, security across different levels of analysis: individual, national, international, transnational, global and human.
The focus of security studies centres around questions of what, for whom, and how, is security. Answers to these questions vary according to what level of analysis is adopted, and which security domain is being discussed (eg political, military, economics, social, environmental, etc). The course explores these dimensions thoroughly, and then considers what they contribute to our practical knowledge and experiences of security.
Samningatækni (ASK206F)
Samningaviðræður á alþjóðavettvangi skipta sköpun fyrir ríki til að tryggja íbúum þeirra aukin lífsgæði sem og að tryggja ríkjunum sjálfum viðunandi stöðu í alþjóðakerfinu. Markmið námskeiðsins er að fjalla um hvernig ríki haga samningaviðræðum sínum við önnur ríki og alþjóða þrýstihópa. Einnig verður skoðað hvernig ríki reyna að ná fram markmiðum sínum í innan alþjóðastofnana. Farið verður yfir kenningar um samningatæki og stjórnun og skipulag samningaviðræðna.
Hagnýt tölfræði (STJ201F)
Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist skilning á eðli hinnar vísindalegu aðferðar og undirstöðuþekkingu í að greina tölfræðileg gögn sem notuð eru við margs konar opinbera ákvarðanatöku. Farið er yfir hugtök á borð við orsök, réttmæti og áreiðanleika. Fjallað er bæði um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, þar á meðal um breytur, gildi, miðlægni, staðalfrávik, úrtök, marktækni og tilgátuprófanir. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist færni í að greina og meta megindlegar rannsóknir með tilliti til aðferðafræði og jafnframt að þeir geti sótt gögn og framkvæmt einfaldar tölfræðiaðgerðir í töflureikni.
Eigindleg aðferðafræði (STJ203F)
Qualitative Methods provides students with an introduction to some of the most commonly used qualitative methods and methodological tools in political science. The main focus in the course is on case studies (including process tracing) and various tools and techniques used within case studies, e.g., qualitative content analysis, interviewing, and focus groups. One part of the course is also dedicated to discourse analysis. The course begins with a very brief introduction to philosophy of science and outlines basic ontological, epistemological and methodological issues in the social sciences. The remainder of the course is dedicated to the methods and tools/techniques listed above. Students will gain a deeper understanding of the philosophical underpinnings, assumptions and ambitions of the different methods, but they will also gain practical experience as to the design and execution of research within the different traditions.
The course is designed in a highly interactive way and emphasizes active student participation. It is expected that students have done at least the required reading assigned for the given day and are ready to participate in group work and discussions in class. There are two types of classes in this course: lecture & discussion classes and workshops. Each lecture & discussion class will be divided into three parts: a short agenda-setting lecture by the lecturer (40 minutes), group work (40 minutes), and a concluding general discussion (40 minutes). This design is highly effective with regard to achieving the course’s learning outcomes, but it also requires that students have familiarized themselves with the assigned reading for the day. In the workshops, the class will be divided into two groups (A and B).
- Haust
- Rannsóknaráætlanir og rannsóknarsnið meistararitgerða
- Óháð misseri
- MA-ritgerð í alþjóðasamskiptum
- MA-ritgerð í alþjóðasamskiptum
- MA-ritgerð í alþjóðasamskiptum
Rannsóknaráætlanir og rannsóknarsnið meistararitgerða (STJ302F)
Námskeiðið fjallar um rannsóknir og rannsóknaraðferðir félagsvísinda og er ætlað nemendum í meistaranámi í Stjórnmálafræðideild. Í lok námskeiðs skulu nemendur hafa öðlast undirstöðu til að vinna sjálfstætt rannsóknarverkefni svo sem MPA eða MA verkefni. Nemendur skulu þekkja grundvallarhugtök vísindaheimspekinnar og mismunandi rannsóknarsnið. Nemendur vinna rannsóknaráætlun og farið er yfir verklag við gerð fræðiritgerða og uppbyggingu þeirra. Námskeiðið er byggt upp á verkefnum.
Æskilegt er að nemendur hafi valið viðfangsefni lokaritgerðar þegar námskeiðið hefst.
MA-ritgerð í alþjóðasamskiptum (ASK441L, ASK441L, ASK441L)
Lokaverkefni í MA-námi er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn umsjónarkennara. Í verkefninu er tekist á við fræðilega krefjandi viðfangsefni og kenningum beitt á frumlegan hátt.
MA-ritgerð í alþjóðasamskiptum (ASK441L, ASK441L, ASK441L)
Lokaverkefni í MA-námi er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn umsjónarkennara. Í verkefninu er tekist á við fræðilega krefjandi viðfangsefni og kenningum beitt á frumlegan hátt.
MA-ritgerð í alþjóðasamskiptum (ASK441L, ASK441L, ASK441L)
Lokaverkefni í MA-námi er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn umsjónarkennara. Í verkefninu er tekist á við fræðilega krefjandi viðfangsefni og kenningum beitt á frumlegan hátt.
- Haust
- Starfsnám hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á ÍslandiV
- Efst á baugi í alþjóðastjórnmálum: Friður, öryggi og sáttamiðlunV
- Fjölþáttaógnir: Áhrif á ríki, samfélög og lýðræðiVE
- Friðaruppbygging á 20. og 21. öldVE
- Introduction to Arctic StudiesV
- Arctic Politics in International ContextV
- Kenningar í fjölmiðla- og boðskiptafræðumVE
- Basic Course in Public International LawV
- International Human Rights LawV
- Rekstrarhagfræði, markaðsbrestir og ríkisafskiptiV
- Starfsumhverfi og stjórnun sveitarfélagaVE
- Mannauðsstjórnun ríkis og sveitarfélagaV
- Opinber stjórnsýslaV
- Leadership in Small States (áður The Power Potential of Small States)V
- SamkeppnishæfniV
- AlþjóðaviðskiptiV
- Vor
- Stjórnkerfi InternetsinsV
- Starfsnám hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á ÍslandiV
- Vopnuð átök samtímansVE
- Alþjóðlegur refsirétturVE
- Evrópskar mannréttindareglurV
- International Economic LawV
- Fjölmenning og fólksflutningarV
- Stefnumótun stofnanaV
- Skipulag og stjórnun stofnanaV
- Stjórntæki hins opinberaV
- Forysta og breytingastjórnun í opinberum rekstri - hlutverk stjórnendaV
- Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur og starfsmenn opinberra stofnanaV
- AlþjóðamarkaðssetningV
- Sumar
- Small States Summer School 2024 - Small States and the Current Security Challenges in the North AtlanticV
- Óháð misseri
- Verkefni: Smáríki í alþjóðakerfinu: Áskoranir og tækifæriV
- Verkefni í alþjóðasamskiptumV
- Verkefni í alþjóðasamskiptumV
- Verkefni í alþjóðasamskiptumV
Starfsnám hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (ASK054F)
Átta vikna starfsnám (320 klst.) hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Um er að ræða starfsnám fyrir tvo nemendur, einn á hvoru misseri.
Skráning í námskeiðið er fyrsta stig umsóknar um starfsnámið. Í lok árlegrar skráningar fá skráðir nemendur tölvupóst þar sem þeir eru beðnir um frekari gögn.
Félag Sameinuðu þjóðanna velur úr hópi ,,umsækjenda".
Helstu verkefni starfsnemans tengjast t.d. einhverju af eftirtöldum verkefnum: UNESCO skólar, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Friðarleikarnir, Kynning á Þróunarskýrslu UNDP, Globalis, uppfærsla efnis á vef félagsins, skipulagning og undirbúningur viðburða, eða öðrum verkefnum sem félagið sinnir.
Efst á baugi í alþjóðastjórnmálum: Friður, öryggi og sáttamiðlun (ASK305M)
Í námskeiðinu er farið yfir nýleg og yfirstandandi átök í heiminum í ljósi friðar- og átakafræði. Námskeiðið hefst með inngangi að því fræðasviði, sem gerir nemendum kleift að greina átökin með aðstoð gestafyrirlesara sem hafa sérfræðiþekkingu á ólíkum svæðum. Námskeiðinu lýkur svo með yfirliti yfir úrlausn átaka og sáttamiðlun. Vænanleg viðfangsefni eru t.d. Súdan, Úkraína og Ísrael og Palestína.
Fjölþáttaógnir: Áhrif á ríki, samfélög og lýðræði (ASK033M)
Námskeiðinu er ætlað að kynna nemendum fjölþáttaógnir (e. hybrid threats) og fjölþáttahernað (e. hybrid warfare) sem verða sífellt fyrirferðarmeiri í umræðum um öryggismál. Fjölþáttahernaður hefur verið stundaður af ríkjum frá örófi alda, til að grafa undan andstæðingum, m.a. með upplýsingafölsun og undirróðri. Nútíma tækni og flókið samfélag hafa hins vegar gjörbreytt aðstæðum og fleiri gerendur en þjóðríki geta nú valdið slíkum ógnum og stundað slíkan hernað með fjölbreyttari hætti með minni kostnaði og áhættu.
Fjallað verður um sögulega þróun fjölþáttahernaðar frá fyrstu tíð. Gerð grein fyrir átakalínum í nútímanum hvar fjölþáttaógnir koma við sögu og þær settar í samhengi við viðeigandi kenningar í alþjóðasamskiptum. Helstu gerendur verða kynntir, hvaða aðferðum er helst beitt og hverjar afleiðingarnar geta verið, m.a. að lýðræði er alvarlega ógnað. Einnig verður fjallað um viðbrögð og úrræði við fjölþáttaógnum, þau vandkvæði sem geta verið þar á því árásunum og aðgerðum gjarnan ætlað að grafa undan samheldni og stuðla að klofningi – sem getur torveldað viðbrögð enn frekar.
Friðaruppbygging á 20. og 21. öld (ASK501M)
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita nemendum stjórn á hagnýtum og fræðilegum tækjum til að greina áskoranir, ógnanir og tækifæri sem felast í uppbyggingu friðar í kjölfar stríðs. Hvað gerist eftir að síðasta skotinu hefur verið hleypt af og þar til viðvarandi friður hefur náðst? Í gegnum greiningu tilvika öðlast nemendur færni í að bera kennsl á og skilja ólíka hagsmunaaðila í friðaruppbyggingu, og þá sem vilja spilla ferlinu. Áhersla er lögð á að skoða inngrip í átök á síðustu 30 árum. Nemendur kynnast því hvers vegna svo flókið hefur reynst að byggja upp viðvarandi frið í kjölfar átaka, þrátt fyrir nýtingu herafla, öfluga innspýtingu fjármagns umbreytingarréttlæti, endurbætur á öryggisgeiranum og þróunarsamvinnu. Meðal þeirra dæma sem koma til umræðu í námskeiðinu eru: Suður Afríka, Írak, Afganistan, Rúanda, Tímor-Leste, Filipseyjar, Srí Lanka, El Salvador, Mósambík, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Kólumbía.
Introduction to Arctic Studies (ASK117F)
This course provides a comprehensive foundation in Arctic studies. The essentials are covered, such as defining the field; identifying key actors; providing a brief regional history; and exploring current drivers and trends (especially the role of climate change). Class visits to Arctic-relevant entities in Reykjavik will also be undertaken.
The aim of this course is to provide students with a thorough grounding in the overall field of Arctic studies, in order that they may progress to more focused coursework within that field. By bringing together academic knowledge of the field with practical experience at some of the main locations for Arctic-related activities in Iceland, the course demonstrates the important contribution Arctic studies make in the lived reality of Arctic affairs. The visit schedule is subject to change each year, but is likely to be drawn from the following list: the Ministry of Foreign Affairs; the Althingi; the Icelandic Coastguard; the Hofdi Peace Centre; the Arctic Circle Secretariat; relevant foreign diplomatic representation.
Arctic Politics in International Context (ASK113F)
This course examines the aims, interests, opportunities, and challenges of states, non-state actors, regional fora, and international organizations in a changing Arctic region. With a focus on policy, politics, and current issues, it analyses the contemporary dilemmas posed by Arctic governance, cooperation, and imaginaries of the region.
Building on the fundamentals taught in ‘Introduction to Arctic Studies’, this course investigates the Arctic policies of the ‘Arctic Eight’ states, as well as states located outside the region. Five of the ‘Arctic Eight’ are Nordic small states, and so this angle is also considered. The role and achievements of other relevant entities such as the Arctic Council, the Arctic Coast Guard Forum, NATO, the EU, and the UN is also analyzed. The course has an international focus and provides an in-depth examination of the major political contours in today’s Arctic
Kenningar í fjölmiðla- og boðskiptafræðum (BLF112F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í nokkrar klassískar kenningar og skrif nútímahöfunda um þátt boðskiptanna og mismunandi boðskiptahátta í þróun og virkni samfélagsins. Vikið verður að kenningum nokkurra helstu kenningasmiða boðskipta- og fjölmiðlarannsókna og skyggnst í frumtexta þeirra. Jafnframt verður fjallað um eðli, þróun og viðfangsefni fjölmiðlarannsókna og sérstöðu fjölmiðlafræða innan félagsvísinda. Tekin verða dæmi af mismunandi rannsóknum, erlendum og innlendum, með hliðsjón af ólíkum kenningum og viðfangsefnum.
Basic Course in Public International Law (LÖG109F)
Kennt fyrri hluta haustmisseris, lýkur með munnlegu prófi í október. Um er að ræða undirstöðunámskeið í almennum þjóðarétti þar sem fjallað er um helstu álitaefni á borð við réttarheimildir þjóðaréttar, þjóðréttaraðild, landsvæði og ríkisyfirráð, lögsögu, úrlendisrétt, gerð þjóðréttarsamninga, ábyrgð ríkja, alþjóðastofnanir, Sameinuðu þjóðirnar, valdbeitingu í alþjóðakerfinu og úrlausn deilumála. Námskeiðið er einkum ætlað laganemum á meistarastigi en getur þó allt eins hentað nemendum í annars konar námi, t.d. í alþjóðasamskiptum, þar sem nokkur áhersla er lögð á að nálgast viðfangsefnin einnig frá þverfaglegu sjónarhorni.
International Human Rights Law (LÖG111F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á alþjóðlegri samvinnu um vernd mannréttinda, helstu mannréttindi sem vernduð eru af alþjóðlegum mannréttindasamningum og eftirlit með framkvæmd þeirra. Fjallað er um uppruna mannréttindahugtaksins og þróun alþjóðlegrar samvinnu um vernd mannréttinda. Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um mannréttindastarf og helstu mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna. Einnig er gefið yfirlit yfir svæðabundna mannréttindasamvinnu einkum í Evrópu. Námskeiðið er kennt á síðari hluta haustmisseris.
Rekstrarhagfræði, markaðsbrestir og ríkisafskipti (OSS101F)
Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist skilning á grundvallaratriðum rekstrarhagfræði og markaðslíkansins enda eru markaðsbrestir skýrðir á þeim grunni. Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér grunnhugtök hagfræði og geti beitt þeim. Áhrif markaðsbresta á samfélagið eru könnuð og fjallað er um þau afskipti ríkisins sem leiðrétt geta slíka bresti. Þá er einnig vikið að stjórnvaldsbrestum sem er hliðstætt vandamál í opinberum rekstri.
Í námskeiðinu er fjallað um framboð og eftirspurn, teygni, markaði og áhrif stjórnvalda. Fjallað er um stöðu neytenda og áhrif viðskipta á einstaklinga og fyrirtæki við skattlagningu og í alþjóðaviðskiptum. Lýst er velferðartapi, leikjafræði, ytri áhrifum og almannagæðum og farið yfir mismunandi markaðsform og kostnað. Loks er farið yfir tekjudreifingu, neytendaval, ósamhverfar upplýsingar og hagfræði stjórnmála og hegðunar.
Námskeiðið er kennt í fjarnámi.
Starfsumhverfi og stjórnun sveitarfélaga (OSS119F)
Sveitarfélögin mynda annan meginstofn íslenskrar stjórnsýslu. Markmið námskeiðsins er að nemendur geri sér grein fyrir starfsumhverfi þeirra og fái innsýn í stjórnun og vinnuferla á þessu mikilvæga stjórnsýslustigi. Í námskeiðinu verður gefið yfirlit yfir stjórnskipulega stöðu og hlutverk sveitarfélaga, lagareglur sem lúta að störfum sveitarstjórna og helstu verkefnum sveitarfélaganna. Fjallað verður um kosti þessi að skipta ríkjum í sveitarfélög, með hliðsjón af kenningum um lýðræði, hagkvæmni og valddreifingu. Farið verður yfir hvað felst í hlutverki sveitarfélaga annars vegar sem lýðræðislegra stjórnvalda og hins vegar sem þjónustuveitenda. Stuttlega verður einnig vikið að samskiptum ríkis og sveitarfélaga, þ. á m. að verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tekjustofnum sveitarfélaga.
Mannauðsstjórnun ríkis og sveitarfélaga (OSS102F)
Fjallað er um mannauðsstjórnun hjá hinu opinbera. Farið er yfir lög og reglur sem gilda um réttarsamband opinberra starfsmanna við vinnuveitendur, samskipti á vinnumarkaði og uppbyggingu launakerfis opinberra starfsmanna. Rætt er um helstu tæki og tól við mannauðsstjórnun svo sem mannauðskerfi, aðferðir við val á starfsmönnum, notkun starfs- og árangursmats, starfsmannasamtöl og mótun og eftirfylgni með starfsmannastefnum. Fjallað verður um sálfræðilega samninginn, ýmis vandamál sem upp geta komið á vinnustað og vinnuvernd og öryggismál.
Opinber stjórnsýsla (OSS111F)
Á þessu kynningar- og inngangsnámskeiði fá nemendur heildaryfirsýn yfir skipulag og þróun opinberrar stjórnsýslu. Fjallað er um megineinkenni opinberrar stjórnsýslu á Íslandi, þar á meðal grundvöll hennar og helstu mótunarþætti. Í námskeiðinu er farið yfir grundvallarhugtök stjórnsýslufræðanna. Kynntar eru helstu kenningar um skipulagsheildir, valddreifingu og ákvörðunartöku í opinberri stjórnsýslu og lýst þróun stjórnsýslufræðinnar sem fræðigreinar. Athyglinni er sérstaklega beint að tengslum milli opinberrar stjórnsýslu og stjórnmála og áhrifum þeirra tengsla á uppbyggingu, starfshætti og stefnumótun. Áhersla er lögð á greiningu og skilning á því hvað skilur að einkarekstur annars vegar og opinberan rekstur og þjónustu hins vegar.
Athugið að námskeiðið er aðeins kennt með fjarnámssniði.
2x40 mínútna fyrirlestrar sendir út á netinu og 1x40 mínútna fyrirspurnar- og umræðutími á netinu (Zoom-fundir) á viku.
Leadership in Small States (áður The Power Potential of Small States) (STJ303M)
The aim of this course is to study strategies of small states to protect their interests and have a say in the international system. The course builds on the small state literature and examines whether small states tend to seek shelter, hedge, or hide in the international system. The focus is on the ability of small states to establish constructive relations with larger states and their power potential in international organizations. Special attention will be paid to current affairs and how a variety of small European states have been affected by and responded to the Russian full-scale invasion of Ukraine. The course will analyse crisis management in small states and how small states have responded to external crises, such as international economic crises and pandemics. The course examines small states’ methods to influence the day-to-day decision-making in the European Union. It studies the utilization of soft power by the smaller states, such as how small states use participation in the Eurovision Song Contest to enhance their international image. The course focus specially on small European states, in particular the five Nordic states. The course brings together some of the leading scholars in the field of small state studies and leadership studies by providing students with access to an online edX course on leadership in small states. The online edX course will supplement discussion in the classroom and cover in greater depth Small State Leadership in Public Administration and Governance; Small State Leadership in Foreign and Security Policy; Small State Leadership in Gender Policy; and Small State Leadership in International Diplomacy.
Samkeppnishæfni (VIÐ174M)
Í upphafi námskeiðs er áherslan á samkeppnishæfni í heild sinni, þ.e. að nemendur öðlist góða innsýn í kenningar um samkeppnishæfni. Sérstök áhersla er á kenningar Michael E. Porter, m.a. demant sem kenndur er við hann. Jafnframt er undirstrikað að verðmætasköpun í atvinnugreinum gerist í samspili þar sem oft koma að mörg fyrirtæki með starfsemi í mörgum löndum. Einnig er vikið að hlutverki stjórnvalda og milliaðila. Þá er farið yfir atvinnugreinar og klasa víða um heim, á víxl í þróuðum löndum og í þróunarlöndum. Eftir því sem líður á námskeiðið verður umfjöllunin stefnumiðaðri, þ.e. að því hvað það er sem helst geti ýtt undir samkeppnishæfni. Kennsluaðferðin sem notuð er sú að nemendur kryfja sérsniðnar dæmisögur undir stjórn kennara og nemendur vinna stórt verkefni (klasagreiningu) í hópum sem þeir svo kynna. Jafnframt munu nemendur vinna einstaklingsverkefni.
Alþjóðaviðskipti (VIÐ180F)
Í námskeiðinu verður fjallað um alþjóðavæðingu fyrirtækja, alþjóðlegt viðskiptaumhverfi, stefnumótun alþjóðafyrirtækja, samskipti í ólíkum menningarheimum, og annað sem tengist alþjóðlegum viðskiptum. Notaðar verða dæmisögur og greinar úr viðurkenndum tímaritum og nemendur munu vinna verklegar æfigar og tímaverkefni, taka þátt í umræðum um raundæmi og fleira. Í námskeiðinu verður gert ráð fyrir mikilli virkni nemenda í umræðum og verður námskeiðið haldið á ensku.
Stjórnkerfi Internetsins (TÖL212F)
Markmið námskeiðsins er að gera grein fyrir helstu álitamálum þegar það kemur að stjórnkerfi Internetsins og skipulagi þess. Meðal þess sem fjallað verður um er þróun á formfestu í stjórnkerfi internetsins, hlutverk þjóðríkja, alþjóðlegra stofnanna og einkafyrirtækja í því að móta regluverk fyrir Internetið.
Námskeið þetta mun einnig fjalla um jafnvægi milli öryggis og friðhelgi einkalífs, þar á meðal regluverk eins og GDPR og NIS2 sem setur lágmarkskröfur um öryggi og friðhelgi einkalífsins í forgrunni. Tilkoma samfélagsmiðla hefur vakið upp spurningar um hvernig eigi að framfylgja lögum allt frá höfundarétti til ólöglegs efnis. Jafnframt verður spurningunni um samstarf hins opinbera og einkaaðila í baráttunni við netglæpi skoðuð samhliða áskorunum með tilkomu fjölþáttaógnum í hernaði.
Námskeið þetta er kennt í fyrirlestrarformi og aðra hverja viku verða umræðutímar þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða um málefni stjórnkerfi internetsins.
Námskeiðið er kennt á ensku.
Starfsnám hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (ASK055F)
Átta vikna starfsnám (320 klst.) hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Um er að ræða starfsnám fyrir tvo nemendur, einn á hvoru misseri.
Skráning í námskeiðið er fyrsta stig umsóknar um starfsnámið. Í lok árlegrar skráningar fá skráðir nemendur tölvupóst þar sem þeir eru beðnir um frekari gögn.
Félag Sameinuðu þjóðanna velur úr hópi ,,umsækjenda".
Helstu verkefni starfsnemans tengjast t.d. einhverju af eftirtöldum verkefnum: UNESCO skólar, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Friðarleikarnir, Kynning á Þróunarskýrslu UNDP, Globalis, uppfærsla efnis á vef félagsins, skipulagning og undirbúningur viðburða, eða öðrum verkefnum sem félagið sinnir.
Vopnuð átök samtímans (ASK032M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum kenningar og hagnýt verkfæri til að greina orsakir og útkomu helstu átaka um allan heim á síðustu 30 árum. Með greiningu á tilviksrannsóknum munu nemendur geta greint og greint mismunandi gerðir vopnaðra átaka, hlutverk ríkisaðila og þátttakenda sem ekki eiga aðild að ríkinu, svo og átakaúrlausnar / friðaruppbyggingar.
Að auki verður lagt mat á árangur verkefna Sameinuðu þjóðanna sem eiga að sporna gegn svokölluðum nýjum stríðum og breytingum á hernaði (málaliðar, nethernaður).
Meðal átaka sem kunna að verða tekin fyrir í námskeiðinu eru: Balkanskaginn, íhlutun Rússa í Úkraínu, stríðið gegn hryðjuverkum í Sahel, Sómalía, útrás Kínverja í Suður-Kínahafi, Filippseyjar, Mjanmar, Írak, Líbía, framgangur ISIS, og Kólumbía
Alþjóðlegur refsiréttur (LÖG293F)
Á námskeiðinu verður fjallað um eftirtalin efnissvið: (1) Hugtök, markmið og réttarheimildir alþjóðlegs refsiréttar. Réttarúrræði önnur en refsivarsla. (2) Saksókn og meðferð alþjóðaglæpa fyrir dómstólum einstakra ríkja, þ.m.t. reglur um lögsögu og réttaraðstoð ríkja á milli. (3) Saksókn og meðferð alþjóðaglæpa fyrir alþjóðadómstólum og blönduðum dómstólum: Alþjóðaherdómstólarnir í Nürnberg og Tokyo, tímabundnu stríðsglæpadómstólarnir fyrir Júgóslavíu og Rúanda (ICTY og ICTR), Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) og aðrir dómstólar með alþjóðlegu ívafi. (4) Einstakar tegundir alþjóðaglæpa: Hópmorð, glæpir gegn mannúð, stríðsglæpir, glæpir gegn friði svo og valdir fjölþjóðlegir glæpir á grundvelli alþjóðasamninga, einkum hryðjuverk og pyndingar. (5) Grundvallarreglur alþjóðlegs refsiréttar og almenn refsiskilyrði, þ.m.t. reglur um foringja- eða yfirmannsábyrgð; enn fremur hugsanlegar refsileysis- og refsilokaástæður. Reglur um friðhelgi eða bann við henni. (6) Yfirlit um alþjóðlegar réttarfarsreglur, einkum við Alþjóðlega sakamáladómstólinn. (7) Refsidómur, ákvörðun viðurlaga og fullnusta. Námskeiðið er að jafnaði kennt annað hvert ár. Minnt er á að framboð námskeiða er háð ýmsum fyrirvörum, þar á meðal að deild hefur heimild til að fella niður fámenn námskeið.
Evrópskar mannréttindareglur (LÖG219F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist góða þekkingu á samvinnu Evrópuríkja um mannréttindavernd með sérstakri áherslu á Mannréttindasáttmála Evrópu og stöðu hans að íslenskum rétti. Fjallað er um helstu efnisréttindi sáttmálans og hvernig inntak þeirra hefur þróast í meðförum Mannréttindadómstóls Evrópu. Fjallað er um kæruskilyrði og meðferð mála hjá dómstólnum svo og túlkunaraðferðir hans. Einnig eru ræddar úrlausnir dómstólsins í helstu kærumálum gegn íslenska ríkinu, áhrif þeirra á stjórnarskrárvernduð mannréttindi sem og íslensk lög og réttarframkvæmd. Námskeiðið er kennt á fyrri hluta vormisseris. Námskeiðið er að jafnaði kennt annað hvert ár. Minnt er á að framboð námskeiða er háð ýmsum fyrirvörum, þar á meðal að deild hefur heimild til að fella niður fámenn námskeið.
International Economic Law (LÖG234F)
Alþjóðaviðskipti eru vaxandi svið á vettvangi þjóðaréttarins. Markmið námskeiðsins er að fjalla um þá þróun sem orðið hefur á þessu sviði á undanförnum árum, um alþjóðleg viðskipti, fjármögnun, fjárfestingar og í efnahagsmálum. Fjallað er um starfsemi Alþjóðaskiptastofnunarinnar (WTO) og markmið hennar svo og meginþætti GATT samstarfsins og í starfi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
Fjölmenning og fólksflutningar (MAN017F)
Oft er talað um fólksflutninga og fjölmenningu sem eitt megin einkenni samfélaga samtímans. Í námskeiðinu eru kynntar helstu kenningar og stefnur sem fram hafa komið í tengslum við rannsóknir á fólksflutningum og fjölmenningu. Fjallað er á gagnrýninn hátt um margskonar kenningar sem tengjast þessum rannsóknarviðfangsefnum og gagnsemi þeirra skoðuð. Skoðuð eru hugtök eins og menning, samlögun, aðlögun og samþætting, en jafnframt gert grein fyrir hreyfanleika fortíðar og tengslum hans við fjölmenningu. Í námskeiðinu eru ólíkar nálganir og kenningarmótun fræðimanna fyrst og fremst dregnar fram og gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum félagsvísindamanna á þessu sviði.
Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og umræðna.
Stefnumótun stofnana (OSS201F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum hagnýta þjálfun við gerð stefnumótandi áætlunar (strategic planning). Nemendur vinna slíka áætlun fyrir stofnun sem þeir velja. Byggt er á aðferðafræði John M. Brysons. Skoðaðar verða mismunandi aðferðir við stöðumat, mótun stefnumiða og gerð stefnuáætlunar. Fjallað verður um gerð árangursmælikvarða á grundvelli stefnumiða. Fjallað er um fræðilegan bakgrunn aðferðarinnar.
Skipulag og stjórnun stofnana (OSS202F)
Fjallað er um helstu kenningar um skipulagsheildi (organizational theory) og atferli innan skipulagsheilda (organizational behavior). Áhersla er á skipulag og stjórnun opinberra stofnana og fyrirtækja. Markmið áfangans er að veita nemendum innsýn í fræðilega umfjöllun um viðfangsefnin ásamt hagnýtingu tiltekinna stjórnunaraðferða.
Stjórntæki hins opinbera (OSS203F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur fái innsýn í grunnþætti opinbers rekstrar og önnur úrræði sem ríkið getur beitt til að ná markmiðum sínum. Fjallað verður um ýmis stjórntæki ríkisvaldisins, þar á meðal rekstur opinberra stofnana, markaðsvæðingu, fjárhagslega hvata, regluvæðingu og tryggingar/styrki og áhersla lögð á mat og notkun stjórntækjanna við ólíkar aðstæður. Umfjöllunin um hvert stjórntæki er jafnt á fræðilegum grundvelli sem og útlistun á notkun þeirra á Íslandi. Æskilegt er að nemendur hafi tekið námskeiðið OSS101F Rekstrarhagfræði, markaðsbrestir og ríkisafskipti.
Forysta og breytingastjórnun í opinberum rekstri - hlutverk stjórnenda (OSS223F)
Að taka forystu fyrir breytingum er í vaxandi mæli þáttur í störfum stjórnenda hins opinbera. Umhverfi og innra starf opinberra stofnana hefur breyst umtalsvert á undanförnum tíu til fimmtán árum og þar með hlutverk þeirra er þar stjórna. Breytingar á verkefnum, auknar kröfur um árangur, hagkvæmni, upptaka nýrra stjórnunaraðferða, bætt tengsl við borgarana og aukin áhrif þeirra á starfsemi hins opinbera og fleira gera nýjar kröfur til starfshátta stjórnenda í opinberum stofnunum. Þeir verða í vaxandi mæli að vera í forystu breytinga innan stofnana, talsmenn gagnvart fjölmiðlum og hagsmunahópum. Þessi krafa nær til æðstu stjórnenda, og að miklu leyti til millistjórnenda. Þessu námskeiði er ætlað að búa nemendur í opinberri stjórnsýslu undir þennan þátt í þeirra framtíðarstörfum, ásamt því að fjalla um leiðir til þess að komast í forystustörf innan stofnana, halda þeim og takast á við átök sem oftast fylgja forystuhlutverki. Nemendur sem hyggja á önnur störf en hjá opinberum aðilum geta einnig haft gagn af þessu námskeiði, þótt aðstæður þar séu aðrar.
Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur og starfsmenn opinberra stofnana (OSS204F)
Fjallað verður um íslensk stjórnvöld, íslenska stjórnsýslukerfið, reglur sem gilda um samskipti og yfirstjórn innan stjórnsýslukerfisins, um meðferð stjórnsýslumála og upplýsingarétt almennings. Aðalháerslan er á meðferð stjórnsýslumála og þýðingu stjórnsýslulaga nr. 37/1993 í því sambandi.
Alþjóðamarkaðssetning (VIÐ271F)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum þekkingu og færni til að undirbúa og innleiða markaðssókn erlendis og gera þeim kleift að stunda faglegt markaðsstarf á erlendum mörkuðum.
Í gegnum námskeiðið fá nemendur góða innsýn inn í þau tækifæri og þær áskoranir sem felast í markaðsstarfi fyrirtækja á alþjóðamörkuðum. Meðal annars verður fjallað um áhrif menningar og ýmissa þátta í ytra umhverfi. Farið verður yfir leiðir til að afla upplýsinga um neytendur og samkeppnisaðila á ólíkum mörkuðum. Nemendur fá góða þjálfun í að greina ólíka markaði, ákvarða markaðsstrategíu byggða á greininum og hanna taktík til að koma strategíu í framkvæmd.
Small States Summer School 2024 - Small States and the Current Security Challenges in the North Atlantic (STJ026F)
The security environment in the North Atlantic has taken a dramatic shift in recent years, affecting the scope of small state policy and security matters in the region. With Russia‘s full scale invasion into Ukraine, support for NATO has increased and now with Finland‘s accession to the Alliance and Sweden‘s application, the Nordic-Baltic region, stands to become more integrated in the realms of security than ever before. In these troubled times, there is a greater need for training young academics and future leaders in analyzing defense and security issues. The aim of this course is to prepare our future experts and academics for the security challenges ahead. The objective is to provide students with advanced specific knowledge on current security challenges as well as general research skills. Research is the basis for informed decision-making and an important tool to deepen our understanding of the state of affairs and thus better deal with changes on the international scene.
The 2024 Small States Summer School will be organised from 12-17 August 2024.
Verkefni: Smáríki í alþjóðakerfinu: Áskoranir og tækifæri (STJ312M, STJ312M)
Nemendur horfa á fyrirlestara í edX námskeiðinu Small States and Leadership og skrifa 5-6000 orða ritgerð (ekki lengri) þar sem að þeir styðjast við 15-20 heimildir.
Sjá edX námskeiðið. Nemendur þurfa að skrá sig en þurfa ekki að borga fyrir það.
UIcelandX: Small States and Leadership | edX
Nemendur skrifa ritgerð um efni tengt eftirfarandi fjórum þemum (efni er valið í samráði við kennara), það er nemendur bera heiti ritgerðar og efnistök hennar undir kennara áður en að ritgerðavinnan hefst.
Þema 1: Forysta í opinberri stjórnsýslu
Þema 2: Forysta smáríkja í utanríkis- og öryggismálum
Þema 3: Forysta smáríkja í jafnréttismálum
Þema 4: Utanríkisstefna smáríkja - forystuhlutverk í milliríkjasamstarfi
Verkefni í alþjóðasamskiptum (ASK106F, ASK106F, ASK106F)
Nemendum gefst færi á að vinna einstaklings verkefni í umsjón fastra kennara við deildina. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemandi hefur frumkvæði af því að hafa samband við þann kennara sem hann óskar eftir að vinna verkefnið hjá.
Verkefni í alþjóðasamskiptum (ASK106F, ASK106F, ASK106F)
Nemendum gefst færi á að vinna einstaklings verkefni í umsjón fastra kennara við deildina. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemandi hefur frumkvæði af því að hafa samband við þann kennara sem hann óskar eftir að vinna verkefnið hjá.
Verkefni í alþjóðasamskiptum (ASK106F, ASK106F, ASK106F)
Nemendum gefst færi á að vinna einstaklings verkefni í umsjón fastra kennara við deildina. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemandi hefur frumkvæði af því að hafa samband við þann kennara sem hann óskar eftir að vinna verkefnið hjá.
Hafðu samband
Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500
Netfang: nemFVS@hi.is
Opið virka daga frá 09:00 - 15:00
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs
Stjórnmálafræðideild á samfélagsmiðlum
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.