Skip to main content

Nordlys netið

Alþjóðasvið heldur utan um Nordlys-netið og geta nemendur og kennarar sótt um styrki til sviðsins. Hægt er að sækja um skiptinám í einhvern af samstarfsskólunum í flestum fögum.

Auk hefðbundinna misserisdvala er geta nemendur sótt um styrki fyrir styttri námsdvölum, allt frá fimm dögum. Nemendur þurfa þá að finna námskeið við hæfi við einhvern af samstarfsskólunum í Nordlys-netinu. Námskeiðin verða að gefa ECTS einingar og vera samþykkt af deild nemenda í HÍ. 

Nemendur geta til dæmis tekið sumarnámskeið eða lotunámskeið og einnig er hægt að sækja um að taka námskeið við UNIS á Svalbarða. 

Kennurum gefst kostur á að sækja um styrk til kennslu við einhvern af skólunum í Nordlys netinu. Þetta hentar t.d. fyrir kennara sem vilja fara til Færeyja þar sem Erasmus+ styrkir ekki ferðir til Færeyja.

Frekari upplýsingar má nálgast á Alþjóðasviði – outgoing.europe@hi.is.

Heimasíða Nordlys-netsins

Skólar í netinu eftir löndum: