Lífvísindasetur Háskóla Íslands er formlegt samstarf rannsóknahópa í sameinda- og lífvísindum. Megin markmið Lífvísindaseturs er að stuðla að og efla rannsóknir í lífvísindum með uppbyggingu og rekstri kjarnaeininga. Í Lífvísindasetri er reynt að tryggja að nýjasta tækni og aðferðir séu til staðar sem nýtast öllum rannsóknahópum og stofnunum setursins.Samstarf rannsóknahópa setursins leiðir til betri nýtingar á tækjabúnaði og hagkvæmari rekstrareininga. Lífvísindaetri tengjast rannsóknahópar við aðrar deildir Háskóla Íslands svo sem Lyfjafræðideild, Líf- og umhverfisvísindadeild og Raunvísindadeild. Auk þess tengjast rannsóknahópar frá öðrum stofnunum setrinu, svo sem Landspítala, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Akureyri, Landbúnaðarháskólanum, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Krabbameinsfélagi Íslands. Hóparnir eiga það sameiginlegt að stunda rannsóknir á ýmsum sviðum lífvísinda til dæmis: erfðalækningum lífeðlisfræði næringar- og matvælafræði sameindalíffræði krabbameins starfsemi og sérhæfingu stofnfruma stjórnun genatjáningar taugalíffræði þroskunar- og þróunarfræði Starfsmenn setursins koma einnig að kennslu innan Heilbrigðisvísindasviðs og Verk- og náttúruvísindasviðs Háskólans, bæði í grunn- og framhaldsnámi. Í tengslum við Lífvísindasetrið er starfrækt öflug dagskrá fyrir nemendur í framhaldsnámi í lífvísindum (e. Graduate Programme in Life and Molecular Sciences). Þar er meðal annars boðið upp á erlenda öndvegisfyrirlestra, sérhæfð námskeið í lífvísindum og árlega spekigleði. Staðsetning: Læknagarður, 5. hæð Netfang: bmc@hi.isHeimasíða Lífvísindaseturs Forstöðumaður: Sigríður Klara BöðvarsdóttirForstöðumaður5255852skb [hjá] hi.is Stjórn Lífvísindaseturs Formaður: Erna MagnúsdóttirDósenterna [hjá] hi.is Aðrir stjórnarmeðlimir: Hans Tómas BjörnssonPrófessor5435070htb [hjá] hi.is Katrín MöllerNýdoktorkmoller [hjá] hi.is Óttar RolfssonPrófessor5255854ottarr [hjá] hi.is Sara SigurbjörnsdóttirLektor5254627sarasig [hjá] hi.is Abbi Elise SmithDoktorsnemi8311627aes49 [hjá] hi.is facebooklinkedintwitter