Tómstunda- og félagsmálafræði
Tómstunda- og félagsmálafræði
BA gráða – 180 einingar
Tómstundastarf gegnir mikilvægu menningar- og uppeldishlutverki í nútímasamfélagi. Í tómstunda- og félagsmálafræði er fjallað um gildi, þýðingu og hlutverk tómstunda- og félagsmálastarfs fyrir fólk á öllum aldri. Sérfræðiþekking tómstunda- og félagsmálafræðinga felst m.a. í að leiða saman hópa, stuðla að félagslegum þroska og hæfni með fjölbreyttum viðfangsefnum.
Skipulag náms
- Haust
- Inngangur að tómstundafræði
- Vinnulag í háskólanámi
- Tjáning og samskipti
- Lífshlaupið: Hugsun, hreyfifærni og félagstengsl
- Vor
- Tómstundir og börn
- Jafnrétti og samfélag
- Tómstundir og unglingar
Inngangur að tómstundafræði (TÓS101G)
Markmið: Að nemendur hafi að loknu námskeiði öðlast yfirgripsmikla þekkingu á tómstundafræði, bæði í sögulegu ljósi en ekki síst tómstundafræði samtímans. Áhersla er á að nemendur hafi öðlast skilning á viðfangsefnum og aðferðum tómstundafræðinnar og þeim fræðilegu forsendum sem liggja til grundvallar, áttað sig á mikilvægi tómstundastarfs í nútíma samfélagi og geti tengt niðurstöður rannsókna á tómstundastarfi við starf á vettvangi. Einnig að nemendur hafi kynnst því tómstundastarfi sem í boði er á Íslandi, þekki sögu tómstundastarfs og þróun í takt við breytingar á samfélaginu.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um skilgreiningar, mikilvægi og kenningar tómstundafræðanna. Einnig verður fjallað um þróun og stöðu tómstundamála á Íslandi. Farið verður sérstaklega í hlutverk leiðbeinenda. Auk þess verður farið ítarlega í gildi tómstunda og verða rannsóknir skoðaðar í þeim tilgangi. Þá verður fjallað um óformlegt nám, tómstundamenntun, lýðræði og jaðarhópa. Nemendum gefst kostur á að tengja hugmyndir sínar, reynslu og þekkingu við starf á vettvangi.
Innheimt verða gjöld vegna kostnaðar sem til fellur vegna nýnemaferðar, kr. 4000.
Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður, hópavinna og vettvangsheimsóknir.
Vinnulag í háskólanámi (HÍT101G)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum grundvallarfærni í fræðilegum vinnubrögðum. Kynnt verða meginatriði í skipulagi og frágangi verkefna og ritgerða. Áhersla verður lögð á að þjálfa nemendur í að skrifa fræðilegan texta á góðri íslensku. Nemendur öðlast þjálfun í að finna heimildir í gegnum leitarvélar, nota og skrá heimildir á réttan hátt.
Námsmat byggist á vikulegum verkefnaskilum og stuttri fræðilegri greinargerð sem skilað er í lok námskeiðs.
Tjáning og samskipti (TÓS104G)
Nemendur lesa texta um viðfangsefni námskeiðsins og hagnýta sér, ásamt fyrirlestrum og leiðsögn kennara, til að æfa sig í þeirri sköpun, tjáningu og athugun sem skilgreind er í hæfniviðmiðum.
Námskeiðið er skipulagt með það fyrir augum að tengja saman fræði og framkvæmd á þann veg að nemendur vinni þau verk sem námskeiðið snýst um, ræði saman (eða skrifist á) um reynslu sína af viðfangsefnum og læri af henni. Í þessu felst meðal annars ræðuþjálfun, leikræn tjáning og greining á samskiptum. Að auki verður áhersla á stofnun og stjórnun félagasamtaka, fundarstjórn og fundarsköp.
Lífshlaupið: Hugsun, hreyfifærni og félagstengsl (HÍT001G)
Fjallað er um lífshlaup mannsins og þær breytingar sem verða á hugsun, hreyfifærni og félagstengslum. Helstu kenningum á þessu sviði verður gerð skil, þ.m.t. um erfðir, atlæti, tilfinningar, sjálfsmynd og siðferði.
Farið er yfir hvert þroskaskeið með hliðsjón af líkams-, vitsmuna-, félags- og tilfinningaþroska, og umfjöllunin tengd starfsvettvangi deildarinnar. Þar sem nemendur munu starfa við fjölbreyttar aðstæður í framtíðinni verður lögð áhersla á umfjöllun um áhrif erfða, uppeldis, félagslegra aðstæðna, lífsstíls og menntunar á þroska einstaklingsins.
Fjallað verður um leiðir til að fá einstaklinga til að breyta hegðun sinni og viðhorfum í átt að auknu andlegu og líkamlegu heilbrigði.
Tómstundir og börn (TÓS202G)
Megin viðfangsefni námskeiðsins eru tómstundir barna á aldrinum 6-12 ára í víðum skilningi. Fjallað er um helstu uppeldisfræðislegu sjónarhornin með þennan aldurshóp í huga. Fjallað verður um margvíslegar áskoranir sem börn á þessum aldri standa frammi fyrir.
Viðfangsefni námskeiðsins snúa meðal annars að lýðræðislegum starfsháttum í starfi með börnum, grunnþáttum menntunar, viðmiðum um gæði í frístundastarfi, öryggis- og velferðarmálum í æskulýðsstarfi, mikilvægi leiksins, fjölmenningu og inngildingu, samskiptum og gagnrýnni hugsun, listum, menningu og skapandi starfi og tómstundastarfi með margbreytilegum barnahópum.
Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur
- öðlist þekkingu á kenningum um þroska, nám og félagsfærni allra barna á aldrinum 6-12 ára
- fái innsýn í tómstundir barna á aldrinum 6-12 ára og öðlist skilning á hlutverki grunnskóla, frístundaheimila og æskulýðstarfs
- efli eigin færni og styrk í að vinna með börnum á vettvangi frítímans og efli þekkingu sína á mikilvægi leiks í starfi með börnum
- átti sig á mikilvægi lýðræðislegra vinnubragða í öllu starfi með börnum og tileinki sér slík vinnubrögð.
Jafnrétti og samfélag (TÓS207G)
Markmið námskeiðsins er að nemendur læri að tengja samfélag sitt, starfsvettvang og fræðigrein við fræðilegar hugmyndir um mismunun og forréttindi. Kynntar eru mismunandi kenningar sem geta hjálpað okkur að skilja það samfélag sem við lifum í. Fjallað verður um félagslega mismunun og forréttindi með áherslu á stétt, kyngervi, kynþátt, fötlun og hnattvæðingu með sérstöku tilliti til starfsvettvangs tómstunda- og félagsmálafræðinga.
Vinnulag
Vikulegir fyrirlestrar og umræðutímar.
Námskeiðið er einungis kennt í staðnámi og er opið öllum nemendum annarra námsbrauta í staðnámi sem valnámskeið. Einungis er veitt undanþága frá staðnámi til þeirra nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði sem þurfa að taka námskeiðið sem skyldunámskeið og hafa samið um undanþágu frá staðnámi við kennsluskrifstofu og námsbraut vegna sérstakra aðstæðna.
Tómstundir og unglingar (TÓS211G)
Markmið: Að nemendur
- Kynnist því tómstundastarfi sem sérstaklega er boðið upp á fyrir unglinga á Íslandi.
- Efli eigin færni og styrk í að vinna með unglingum á vettvangi frítímans.
- Öðlist innsýn í þann heim sem unglingar búa við í dag, má þar nefna hnattvæðingu, fjölmiðla, unglingamenningu og samvistir fjölskyldunnar.
- Kryfji rannsóknir á gildi tómstunda fyrir unglinga.
- Öðlist færni í að greina og bregðast við ofbeldi gegn unglingum, ásamt því að þekkja skyldur og ábyrgð leiðbeinenda.
- Öðlist innsýn í hverskonar frávikshegðun unglinga og hvernig helst megi koma í veg fyrir hana.
- Þrói hugmyndir sínar um tómstundastarf fyrir unglinga með því að gera verkefni á vettvangi.
- Átti sig á mikilvægi lýðræðislegra vinnubragða í öllu starfi með unglingum.
- Geti skipulagt og stjórnað tómstundastarfi fyrir unglinga.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um starf félagsmiðstöðva, íþróttafélaga, skáta og um trúarlegt starf fyrir unglinga, ásamt félagsstarfi í grunnskólum. Áhersla verður lögð á starfshlutverk tómstundafræðinga við fræðslu, ráðgjöf og forvarnarstarf. Farið verður í skoðun á samfélaginu út frá unglingunum sjálfum og nemendur kryfja gildi tómstunda fyrir unglinga til mergjar. Fjallað verður um helstu einkenni og vandamál sem börn og unglingar eiga við að etja, meðal annars verður fjallað um kenningar, áhættuþætti, eðli og umfang ofbeldis og vanrækslu og mismunandi birtingarform þess. Jafnframt verður fjallað um ofbeldi í fjölskyldum og áhrif þess á unglinga. Ennfremur verður fjallað um löggjöf, úrræði og forvarnarstarf, vinnuaðferðir, viðhorf og viðbrögð fagfólks í slíkum málum. Að lokum verður fjallað um hlutverk og ábyrgð leiðbeinenda og mikilvægi lýðræðislegra vinnubragða í starfi með unglingum.
Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður, einstaklingsvinna, hópavinna og vettvangsheimsóknir. Nemendur fara í vettvangsheimsóknir og kynna sér starf með unglingum. Nemendur hanna starf í frítíma fyrir unglinga.
- Haust
- Útivist og útinám í lífi og starfi
- Siðfræði og fagmennska
- Aðferðafræði rannsókna í heilsueflingu, íþrótta- og tómstundafræði
- Vor
- Vettvangsnám I
- Lífsleikni
- Viðburða- og verkefnastjórnun
- Kynbundið ofbeldi: forvarnir og fræðslaB
- Leikir í frístunda- og skólastarfiB
- Nemi styður nema - fjölbreytt háskólasamfélag (vor)B
- Frístundalæsi: Efling máls og læsis í gegnum leik og hálfformlegt námB
- Sértækt hópastarf í félags- og æskulýðsmálumB
Útivist og útinám í lífi og starfi (TÓS301G)
Inntak: Fjallað verður um hugmyndafræði og gildi útináms og ævintýranáms í starfi með fólki með áherslu á hagnýtar kenningar, rannsóknir og reynslu af vettvangi. Áhersla er lögð á að annars vegar að njóta náttúrunnar og hins vegar að greina hvernig náttúran getur verið vettvangur fyrir uppeldi og margskonar nám (t.d. með rýni í plöntur, dýr eða landslag).
Kynntar eru leiðir um hvernig náttúran getur auðgað starf með börnum, unglingum og fullorðnum m.a. til þess að efla sjálfstraust, sjálfsmynd, uppbyggjandi samskipti og auka þekkingu fólks á náttúrunni og efla tengsl okkar við hana. Einkum er litið á vettvang frítímans sem þann starfsvettvang sem unnið er með, en einnig er unnið með útfærslu og framkvæmd útináms í skóla- eða tómstundastarfi. Kennaranemar sem taka námskeiðið vinna sín verkefni með hliðsjón af skólastarfi og tengingar við aðalnámskrá. Fjallað verður um ýmis gagnleg atriði varðandi útivist m.a. um útbúnað, klæðnað, ferðamennsku og öryggismál.
Farið verður í eina tveggja nátta ferð 2. - 4. október 2024 (gæti breyst í dagsetninguna 30. okt - 1. nóv.) og eina einnar nætur ferð (12.- 13. nóvember 2024) þar sem nemendur glíma við raunveruleg verkefni á vettvangi.
Ferðakostnaður: Innheimt verða gjöld vegna kostnaðar sem til fellur vegna ferðar, kr. 17.000.
Vinnulag: Námskeiðið er kennt bæði í stað- og fjarnámi. Í staðnámi er að jafnaði kennt tvo dag í viku.
Kennslan byggir á fyrirlestrum, verklegri kennslu, útivistarferðum, verkefnavinnu og umræðum. Rík áhersla er lögð á fjölbreyttar útivistarferðir þar sem nemendur takast á við raunveruleg verkefni. Umræður eru í tímum og á neti, en einnig er rætt um upplifanir hópsins og einstaklinganna í ferðunum og rýnt í þann lærdóm sem af þeim má draga (ígrundun). Unnin eru verkefni þar sem nemendur þurfa m.a. að fara með hóp í ferð. Þar reynir á ferlið frá hugmynd (sköpun), undirbúning, framkvæmd og mat.
Nemendur eru hvattir til að nota leiðarbók á námskeiðinu fyrir ígrundanir, minnispunkta og hugleiðingar.
Siðfræði og fagmennska (ÞRS312G)
Í þessu námskeiði er farið í siðfræði með áherslu á nytjastefnu, réttarstefnu (skyldukenningar), mannréttindi og siðfræðileg hugtök eins og sjálfræði, velferð, friðhelgi einkalífs og virðingu. Jafnframt er fjallað um tengsl fagmennsku og siðferðis.
Áhersla er lögð á að tengja hina fræðilegu umfjöllun við siðferðileg álitamál í starfi fagstétta sem vinna með margvíslegum hópum í samfélaginu
Aðferðafræði rannsókna í heilsueflingu, íþrótta- og tómstundafræði (HÍT501G)
Í þessu námskeiði er fjallað um aðferðafræði rannsókna. Fjallað er um hvernig framkvæma á rannsóknir með eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum og farið er yfir siðfræði rannsókna.
Fjallað er um helstu rannsóknaraðferðir og rannsóknarferlið kynnt. Nemendur rýna í rannsóknir á sínu fræðisviði í því skyni að auka hæfni þeirra til að nýta sér niðurstöður rannsókna og tileinka sér gagnrýnið hugarfar. Áhersla er á ólík rannsóknarsnið, úrtaksaðferðir, áreiðanleika og réttmæti rannsóknarniðurstaðna.
Í eigindlega hluta námskeiðsins er fjallað um öflun, skráningu, flokkun og túlkun eigindlegra gagna og nemendur vinna verkefni í tengslum við það. Í megindlega hluta námskeiðsins verður fjallað um breytur, áhersla lögð á lýsandi tölfræði þar með talið framsetningu niðurstaðna í texta, töflum og myndum og nemendur vinna verkefni í samræmi við það.
Vettvangsnám I (TÓS402G)
Um er að ræða heildstætt nám fræða og vettvangs.
Markmið: Í lok vettvangsnáms hafi nemendur öðlast færni við að tengja saman faglega og hagnýta þekkingu og sýnt fram á hana í leiðarbók. Ennfremur hafi nemendur fengið góða innsýn í starfsskyldur tómstundafræðinga og tækifæri til að taka virkan þátt í störfum þeirra.
Viðfangsefni og vinnulag: Í þessu vettvangsnámi er sjónum beint að tveimur meigin þáttum; annars vegar þátttöku nemenda í störfum tómstundafræðinga. Nemendur dvelja á vettvangsstað í þrjár vikur. Nemendur taka virkan þátt í vinnu tómstundafræðinga á vettvangsstað í samræmi við kennsluáætlun leiðbeinenda, sem miðar að því að kynna þá þjónustu sem veitt er á vettvangsstað sem og starfshætti. Auk þess felur kennsluáætlun í sér tækifæri til heimsókna á aðra þjónustustaði. Nemendur haldi leiðarbók um vettvangsnámið í samræmi við þær kröfur sem birtast í kennsluáætlun leiðbeinenda.
Markmið vettvangsnámsins er að verðandi tómstunda- og félagsmálafræðingar afli sér víðtækrar menntunar og reynslu af vettvangi og ekki síst að nemendur öðlist færni í því að tengja saman fræði, framkvæmd og verklag.
Tímabil: Vettvangsnámið fer fram innan ákveðins tímaramma viðkomandi misseris, nema um annað sé sérstaklega samið við kennara/ verkefnastjóra. Nemendur koma með tillögu um vettvang á sviði fagsins til verkefnastjóra vettvangsnáms sem síðan afgreiðir málið í samráði við umsjónarmann námskeiðsins. Lögð er rík áhersla á að nemendur velji sér vettvang á þeim sviðum tómstunda- og félagsmálafræðinnar sem þeir þekkja minnst. Vettvangur þarf að hafa sterka skírskotun til tómstunda- og félagsmálafræðinnar. Dæmi um staði eru félagsmiðstöðvar, frístundaheimili, félags- og velferðarsamtök. íþróttafélög, ýmsar stofnanir s.s. meðferðarstofnanir, opinber stjórnsýsla, aðilar á sviði viðburðarstjórnunar o.fl.
Í námskeiðinu eru fyrirlestrar og vettvangsferðir sem auglýstar eru sérstaklega á kennsluvef.
Í námskeiðinu eru fjórir fyrirlestrar þar sem m.a er fjallað um starf tómstunda- og félagmálfræðinga. Það er fjallað um þróun starfsumhveris, siðfræði starfsins og ábyrgð , verklag á vettvangi - Nemendur kynna sinn vettvang á miðju misseri og í lok misserisins kynna nemdnur lokaskýslu sína fyrir örðum nemendum námskeiðisins.
Nemendur
Vettvangstímabilið er 3 vikur 6 stundir á dag, samtals 90 klukkustundir. Í upphafi vettvangsnámsins fara nemi og leiðbeinandi yfir vinnutilhögun. Tilgangurinn með vettvangsnáminu er að nemandinn kynnist sem flestum starfsþáttum og verkefnum viðkomandi vettvangs, fái að spreyta sig á sem flestum sviðum og gefist kostur á að nýta þekkingu sína á sviði tómstunda- og félagsmálafræði.
Leiðbeinandi á vettvangi:
Leiðbeindi skal hafa háskólamenntun á sviði tómstunda- og félagsmálafræði og eða sérþekkingu á skyldu fræðasviði. Um er að ræða unga fræðigrein hérlendis og tómstunda- og félagsmálfræðingar því tiltölulega fáir enn sem komið er.
Í upphafi námsins er gert ráð fyrir fundi nema og leiðbeinenda varðandi nánari útfærslu og tilhögun á náminu. Gert ráð fyrir að nemi og leiðbeinandi hittist auk þess formlega í þrjú eða fjögur skipti á tímabilinu eða eftir þörfum. Á tímabilinu er gert ráð fyrir að neminn kynnist sem flestum starfsþáttum vettvangsins. Í lok vettvangsnámsins þarf leiðbeinandinn að votta viðveru nemans auk þess sem hann gefur skrifleg umsögn um nemann, ca 200 til 400 orð.
Verkefni
1. Ritgerð
Nemendur skila ritgerð um efni sem byggir á fyrirlestrum námskeiðisins og eða tilteknum efnisþáttum er þar koma fram. Umfang ritgerðarinnar er minnst 6 síður (3.200 orð).
2. Skýrsla & dagbók
Í lok námskeiðs skila nemendur skýrslu og dagbók um vettvangsnámið. Í skýrslunni skal m.a. gera grein fyrir stofnunni og starfsemin hennar, hvernig tómstunda- og félagsmálfræðin er nýtt í starfinu, á hvaða kenninga- eða hugmyndafræðilega grunni starfsemin hvílir. Á hvaða hátt viðkomandi nemi kom að starfinu og starfseminni á vettvangstímabilinu auk samantektar í lok skýrslunnar. Til frekari upplýsingar má bæta við fylgiskjölum (hóflega) sem varpa eða skýra innhaldið frekar s.s. dagbók nemans, upplýsingar um starfsemi m.m. Umfang skýrslu er um 12-15 bls (4.800 – 6.000 orð) og dagbókar 6 -10 síður (2.400 - 4.000 orð).
Lífsleikni (TÓS404G)
Námskeiðinu er ætlað að efla færni nemenda í að vinna að velferð og hamingju fólks á öllum aldri, þó með áherslu á börn, unglinga og ungt fólk. Áhersla er lögð á starfsaðferðir og leiðir sem nýtast í eigin lífi sem fyrirmynd á vettvangi uppeldis og tómstundastarfs og í vinnu með öðrum. Rík áhersla er lögð á verkefnavinnu og samvinnu. Við lok námskeiðs ættu nemendur því að búa yfir aukinni færni sem nýtist í eigin lífi sem og í starfi á vettvangi. Námskeiðinu er ætlað að mæta aukinni áherslu á þá þætti í starfi með börnum og unglingum sem styðja við farsæld og gott líf á vettvangi skóla – og frístundastarfs.
Á námskeiðinu munum við fjalla um lífsleikni, hvernig við lifum lífinu, líðan og hvernig hægt er að hafa áhrif á líf okkar og annarra. Við munum leggja áherslu á hagnýtar leiðir sem byggja á fræðilegum grunni og tengjast sjálfsþekkingu og hæfni einstaklings til að lifa farsælu lífi. Fjallað verður um seiglu, tilfinningar, núvitund, streitu og líkamlega og andlega velferð og unnið verður með starfsaðferðir og kennsluaðferðir leiklistar auk annarra leiða.
Vinnulag:
Fyrirlestrar, umræður og verkefnavinna. Námskeiðið er að hluta til með vendikennslufyrirkomulagi þar sem stuttir fyrirlestrar um viðfangsefni hverrar viku verða aðgengilegir á vef og umræðu- og verkefnatímar eru í hverri viku. Í námskeiðinu vinna nemendur einstakingsverkefni, þeir prófa aðferðir í lífsleiknikennslu á eigin skinni sem og hópverkefni sem felast í að reyna aðferðir í kennslu/starfi með öðrum. Að auki rýna nemendur í eigin vinnu og samnemenda. Munnlegt próf er í lok námskeiðs. Skyldumæting er í einn umræðu- og verkefnatíma í hverri viku en að öðru leyti er fyrirkomulag fjarnáms kynnt sérstaklega í upphafi námskeiðs og tímaáætlun að hluta til unnin með nemendum. Þriggja vikna kennsluhlé er í námskeiðinu í mars vegna vettvangsnáms í tómstunda- og félagsmálafræði.
Viðburða- og verkefnastjórnun (TÓS411G)
Námskeiðinu er ætlað að efla færni nemenda í að undirbúa og skipuleggja viðburði á faglegan hátt með aðferðum og leiðum verkefnastjórnunar. Áhersla er á samvinnu og verkefnavinnu með markvissum hætti og nemendur ættu því að búa að aukinni færni fyrir önnur námskeið í háskólanámi, vinnumarkað og hvers konar félagsstörf. Námskeiðið er grunnnámskeið í tómstunda- og félagsmálafræði og er ætlað að mæta síaukinni kröfu um færni í viðburða- og verkefnastjórn á starfsvettvangi þeirra. Það er einnig opið öðrum nemendum við Háskóla Íslands sem valnámskeið.
Nemendur eru hvattir til virkar þátttöku í umræðum sem og verkefnavinnu því þannig skapast gott lærdómssamfélag sem margfaldar árangur allra. Nemendur eru jafnframt hvattir til uppbyggilegra samskipta og ábyrgðar á eigin námi og framgöngu í námskeiðinu.
Inntak
Á námskeiðinu verður farið yfir skipulagningu viðburðaverkefna. Áhersla er lögð á undirbúning, greiningar, áætlanir, framkvæmd og eftirvinnslu viðburða s.s. á sviði tómstunda, frítíma og menningar. Rýnt er í viðburði eins og fundi, ráðstefnur, tónleika, útihátíðir, íþróttamót, merkisdaga mannsævinnar og fasta hátíðisdaga. Fjallað er um lög, reglur og öryggisatriði. Skoðuð eru tengsl frístunda, tómstunda og ferðaþjónustu, sem og uppeldislegt- og samfélagslegt gildi viðburða og efnahagsleg áhrif þeirra.
Vinnulag
Fyrirlestrar, umræður, verkefnavinna og heimsóknir. Í námskeiðinu vinna nemendur að undirbúningi, framkvæmd og mati á eigin viðburði og taka þátt í að rýna viðburði samnemenda auk lesefnisprófs.
Námskeiðið er kennt í stað- og fjarnámi og mætingarskylda er í námskeiðið fyrir staðnema og fyrir fjarnema í staðlotur.
Lágmarkseinkunn í hverjum námsþætti er 5.0.
Kynbundið ofbeldi: forvarnir og fræðsla (TÓS009G)
Efni námskeiðsins er kynbundið ofbeldi, ólíkar birtingarmyndir þess og forvarnir. Áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á kynbundu ofbeldi og birtingarmyndum þess í samfélaginu. Markmið námskeiðsins er tvíþætt, annars vegar að efla fræðilegan grunn nemenda og hins vegar að efla færni nemenda í vinna gegn kynbundnu ofbeldi í starfi. Markmiðið er að nemendur þekki birtingarmyndir kynbundins ofbeldis og efli færni sína í að leiða umræðu, vinna með viðhorf og vinna að málum tengdum kynbundnu ofbeldi sem kunna að koma upp í starfi á vettvangi.
Kynbundið ofbeldi verður skoðað út frá helstu birtingarmyndum þess í samfélagi okkar. Farið verður í helstu fræðilegu hugtök kynjafræðinnar sem nýtast til þess að greina og skilja kynbundið ofbeldi eins og það birtist okkur í daglegu lífi. Farið verður yfir ólíka stöðu og möguleika karla og kvenna í samfélagi okkar og áhrif hugmynda um karlmennsku og kvenleika á viðhorf okkar og væntingar. Þá verða viðteknar hugmyndir samfélagsins um jafnrétti, ofbeldi og klám teknar til gagnrýninnar skoðunar.
Rík áhersla er lögð á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu út frá kynjasjónarmiðum en nemendum gefst kostur á að tengja hugmyndir sínar, reynslu og þekkingu við starf á vettvangi.
Námskeiðið er kennt í tveimur staðlotum, auk vikulegra fyrirlestra og kennsluhlés sem nýtist í verkefnavinnu á vettvangi.
Leikir í frístunda- og skólastarfi (TÓS409G)
Á námskeiðinu er fjallað um gildi góðra leikja í frístunda- og skólastarfi. Nefna má kynningar – og hópstyrkingarleiki, hlutverkaleiki, einfalda og flókna námsleiki, hópleiki, rökleiki, gátur, þrautir, spurningaleiki, umhverfisleiki, námsspil, söng- og hreyfileiki, orðaleiki og tölvuleiki, leikræna tjáningu o.s.frv. Áhersla verður lögð á að kynna þátttakendum heimildir um leiki og verður sérstök áhersla á að kynna Internetið sem upplýsingabrunn um leiki. Þátttakendur spreyta sig á að prófa margvíslega leiki og leggja mat á þá. Þá verður unnið í hópum við að safna góðum leikjum (námsmappa- portfolio) sem hægt er að nota í frístunda- og skólastarfi. Athugið að þetta námskeið er kennt á laugardögum.
Nemi styður nema - fjölbreytt háskólasamfélag (vor) (TÓS213G)
Viðfangsefni
Viðfangsefni námskeiðsins eru félagsleg samskipti, samvera og námsaðstoð við nemendur sem geta þurft aðstoð og/eða stuðning í námi sínu á Menntavísindasviði HÍ.
Í námskeiðinu verður fjallað um nýjar áherslur og nýbreytni í menntamálum, sérstök áhersla lögð á inngildandi nám og tækifærin sem hugmyndafræðin býður upp á. Einnig verður fjallað um, jafnrétti, samfélag án aðgreiningar og mannréttindi í víðu samhengi. Kynntar verða leiðir til að efla náms- og félagslega þátttöku nemenda í háskólanum með fjölbreyttum hætti. Lögð verður áhersla á samráð við nemendur varðandi skipulagningu námskeiðsins.
Námskeiðið er dýrmæt reynsla sem mun nýtast í leik og starfi.
Námskeiðið er kennt að vori og hausti. Námskeiðið er einstaklingsmiðað og aðlagað að hverjum nemanda. Þess vegna er ekki um endurtekningu á námsefni að ræða ef nemendur taka námskeiðið tvisvar.
Vinnulag
Samstarf og samvera með samnemum er að jafnaði þrjár kennslustundir á viku. Samstarfið getur falið í sér námsaðstoð, til dæmis við verkefnavinnu, verkefnaskil, yfirferð á námsefni eða samveru á bókasafni eða matsal og þátttaka í félagslífi á vegum nemendafélaga.
Þrír fræðslufundir með kennurum fyrrihluta misseris. Að auki geta nemendur pantað fundi eftir þörfum með kennurum námskeiðsins.
Nemendur vinna dagbókarverkefni jafnt og þétt yfir misserið og skila lokaskýrslu um reynslu sína af námskeiðinu.
Frístundalæsi: Efling máls og læsis í gegnum leik og hálfformlegt nám (TÓS008G)
Námskeiðið Frístundalæsi er ætlað nemendum í tómstunda- og félagsmálafræði og öðrum þeim sem starfa með börnum og unglingum og vilja efla mál og læsi í gegnum leik og hálfformlegt nám. Námskeiðið eflir hæfni þátttakenda til að tileinka sér og innleiða ólíkar tegundir læsis á vettvangi frítímans og frístundastarfs.
Handbókin og heimasíðan Frístundalæsi er grunnur námskeiðsins og unnið verður með sjö ólíkar læsistegundir: Félagslæsi, lista- og menningarlæsi, miðlalæsi, samfélagslæsi, náttúru- og umhverfislæsi, vísindalæsi og heilsulæsi.
Nemendur verða hvattir til að nýta eigin reynslu úr starfi með börnum og ungmennum sem verkfæri í náminu, þeir halda starfstengda dagbók og verða hvattir til að miðla þekkingu sinni til samstarfsfólks.
Verkefni námskeiðsins verða fjölbreytt og unnin í teymum, pörum sem og einstaklingslega: Starfstengd dagbók þar sem þátttakendur tengja markvisst við eigið starf, paraverkefni með samfélagslega skírskotun hvers miðlunarleiðir verða skapandi og frjálsar og hópverkefni þar sem kafað verður ofan í ákveðna tegund læsis.
Sértækt hópastarf í félags- og æskulýðsmálum (TÓS005M)
Námskeiðið hefst í upphafi febrúar. Í námskeiðinu er fjallað um helstu hópakenningar, greiningarmódel og hvernig hægt er nýta hópastarf í æskulýðs- og félagstarfi sem lið í markvissu uppeldisstarfi og við lausn tiltekinna vandamála er upp kunna að koma í nærsamfélagi barna og ungmenna.
- Haust
- Vettvangsnám II
- Tómstundir og þriðja æviskeiðið
- Tómstundir og áskoranir í nútímasamfélagi
- Einelti, forvarnir og inngrip
- Vor
- Tómstundafræði og leiðtoginn
- Lokaverkefni
Vettvangsnám II (TÓS509G)
Markmið:
Að nemendur:
- fái tækifæri til að æfa færni og móta viðhorf í ljósi þeirrar grunn- og hagnýtu þekkingar sem þeir hafa nú fengið og þróa eigin starfskenningu og fagvitund í kjölfar þeirrar reynslu
- fái dýpri skilning og sýn á ábyrgð og skyldur tómstunda- og félagsmálafræðinga í starfi
- fái tækifæri til virkrar þátttöku í öllum þeim þáttum er felast í starfi tómstunda- og félagsmálafræðinga með sérstaka áherslu á stjórnun, skipulag, framkvæmd og þróun, svo og fræðslu og leiðsagnarhlutverk fagstéttarinnar
- haldi leiðarbók samkvæmt verkefnalýsingu þar sem upplifun af inntaki og útfærslu ofangreindra markmiða kemur fram.
Viðfangsefni og vinnulag:
Vettvangstímabilið er 4 vikur 35 stundir á viku innan skilgreinds tíma á misserinu.
Á þessu misseri fá nemendur tækifæri til sérhæfingar innan starfssviðs tómstunda- og félagsmálafræðinga. Nemendur velja sér vettvang til að starfa við í vettvangsnámi og jafnframt er mælst til að nemendur velji lokaverkefni á sama sviði. Lögð er áhersla á virka þátttöku í öllum þeim þáttum er felast í starfi tómstunda- og félagsmálafræðinga. Nemendur vinna leiðarbók og gera vettvangsskýrslu samkvæmt framkvæmdaráætlun og verkefnalýsingu leiðbeinenda. Áhersla skýrslunnar er á úrvinnslu þeirra þátta námsins er lúta að ábyrgð og skyldum tómstunda- og félagsmálafræðinga í starfi, svo og hugmyndafræði starfsins.
Tómstundir og þriðja æviskeiðið (TÓS308G)
Að nemendur:
- kynnist því tómstundastarfi sem sérstaklega er boðið upp á fyrir fólk á þriðja æviskeiðinu á Íslandi
- efli eigin færni og styrk í að vinna með fólki á þriðja æviskeiðinu á vettvangi frítímans
- geti skipulagt og stjórnað tómstundastarfi fyrir fólk á þriðja æviskeiðinu
- kynnist aðstæðum aldraðra á Íslandi í dag
- kryfji rannsóknir á gildi tómstunda fyrir fólk á þriðja æviskeiðinu
- þekki til helstu kenninga um öldrun
- þekki lög og reglugerðir og uppbyggingu þjónustu fyrir þennan aldurshóp.
- þrói hugmyndir sínar um tómstundastarf fyrir fólk á þriðja æviskeiðinu með því að gera verkefni á vettvangi
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um kenningar, stefnumörkun, hugmyndafræði, lífsskeiðaþróun og breytingarferli fullorðinsára frá mismunandi sjónarhornum. Farið verður í löggjöf og uppbyggingu þjónustu við fólk á þriðja æviskeiðinu. Gerð verður grein fyrir öldrunarfræðilegum rannsóknum og fjallað um þær þjóðfélagsbreytingar sem orðið hafa og áhrif þeirra á þjónustu við fólk á þriðja æviskeiðinu. Áhersla er á tómstundir, virkni, forvarnarstarf og þátttöku fólks á þriðja æviskeiðinu í stjórnun og skipulagningu þjónustunnar.
Vinnulag: Fyrirlestrar, verkefni, umræður, vettvangsheimsóknir og þátttaka í skipulagningu og stýringu félagsstarfs.
Námskeiðið stendur yfir í 9 vikur vegna vettvangsnáms í lok misseris.
Tómstundir og áskoranir í nútímasamfélagi (TÓS510G)
Inntak: Fjallað verður um kenningar, starfsaðferðir og hugmyndafræði í vinnu með þessum hópum. Námskeiðið er tvíþætt, annarsvegar er fjallað aldurhópsin 25 ára til rúmlega 50 ára og hins vegar um aldurhópin frá rúmlega 50 ára og upp úr, hið svokallaða þriðja æviskeið. Fjallað er um hagnýtar kenningar, rannsóknir, verklag, reynslu af vettvangi og ekki síst gildi tómstunda fyrir þessa aldurhópa.
Vinnulag: Námskeiðið er að öllu jöfnu kennt í staðnámi. Kennt er að jafnaði tvo daga í viku.
Kennslan byggir á fyrirlestrum, verkefnavinnu, umræðum og vettvangsheimsóknum. Rík áhersla er lögð á tengsl við vettvang.
Markmið námskeiðsins er að nemendur:
- Kynnist tómstundastarfi með áherslu á aldurhópin 25 ára og upp úr og þekki uppbyggingu starfsins og stjórnun,
- Öðlist færni og þekkingu til þess að skipuleggja og stýra tómstundastarfi fyrir þessa hópa.
- Þekki helstu kenningar um tómstundir,
- Þekki til laga og reglugerða,
- Þekki uppbyggingu þjónustu fyrir þessa aldurshópa,
- Kynnist aðstæðum viðkomandi hópa á Íslandi í dag.
Námskeiðið stendur yfir í 13 vikur
Vinnulag: Fyrirlestrar, verkefni, hópavinna, lestur, umræður, vettvangsheimsóknir. Allt utanumhald námskeiðisins er í Canvas námsumsjónarkerfinu.
Einelti, forvarnir og inngrip (TÓS509M)
Þetta námskeið er um einelti og markmiðið er að þeir sem ljúka námskeiðinu öðlist þekkingu, leikni og hæfni til að geta tekist á við og komið í veg fyrir einelti meðal barna og unglinga.
Námskeiðið byggir á kenningum og rannsóknum á einelti. Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa hug á að vinna með börnum og unglingum og hentar því vel fyrir nemendur á menntavísindasviði HÍ. Nemendur á öðrum sviðum eru einnig velkomnir. Á námskeiðinu verður fjallað um fjölmarga þætti sem snúa að einelti, þar á meðal mismunandi birtingarmyndir, árangursríkar aðferðir við forvarnir og inngrip, samstarf við foreldra og forsjáraðila og árangursríka vinnu með þolendum, gerendum og áhorfendum. Námskeiðið fer fram á íslensku en lesefni er á íslensku og ensku.
Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðu- og verkefnatímum, reynslusögum af vettvangi og kynningum nemenda.
Skyldumæting er í námskeiðið (lágmark 80%). Skyldumæting er fyrir fjarnema í staðlotur námskeiðsins. Missi þeir af staðlotu verða þeir að vinna það upp með því að mæta í aðra tíma í staðinn. Fjarnemum er frjálst að mæta í aðrar kennslustundir. Fjarnemar vinna virkniverkefni um kennslustundir sem þeir mæta ekki í.
Tómstundafræði og leiðtoginn (TÓS601G)
Námskeiðið er samtvinnað námskeiði á lokamisseri tómstunda- og félagsmálafræðinema um lokaverkefni til BA-gráðu. Undirbúningur útskriftarráðstefnu BA-nema í tómstunda- og félagsmálafræði er hluti af námskeiðinu. Á námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að ræða viðfangsefni lokaverkefna sinna á fræðilegan og gagnrýninn hátt með kennurum og samnemendum.
Viðfangsefni
Tekin verða fyrir ýmis viðfangsefni sem tengjast leiðtogahlutverki tómstunda- og félagsmálafræðinga, má þar nefna leiðtogastílar, leiðtogafærni, fagmennska og sjálfsþekking, teymis- og þverfaglegt samstarf og hlutverk leiðtogans í að koma auga á brýn álitamál úr samtímanum og leiða þróunarstarf á vettvangi tómstunda
Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður, skrif í leiðarbók, teymisvinna, þátttaka í ráðstefnu, ferð út fyrir borgarmörkin og einstaklingsleiðsögn.
Námskeiðinu lýkur með opinberri ráðstefnu þar sem nemendur kynna lokaverkefni sín og ræða helstu niðurstöður.
Lokaverkefni (TÓS261L)
Við lok grunnnáms til BA-prófs í tómstunda- og félagsmálafræðum vinna nemendur verkefni að eigin vali sem jafnframt gefur yfirlit yfir nám þeirra á brautinni. Lokaverkefnið skal tengjast sérhæfingu þeirra og hafa gildi á sviði tómstunda- og félagsmálafræða og skyldra sviða.
Markmiðið með lokaverkefni til bakkalárprófs er að nemendur vinni það á fullnægjandi hátt og í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til lokaverkefna á þessu stigi háskólanáms. Í lokaverkefnum skulu nemendur sýna að þeir hafi:
- Sett sér raunhæf markmið og afmarkað viðfangsefnið
- Rökstutt gildi verkefnisins
- Valið vinnuaðferðir/rannsóknaraðferðir við hæfi og gert grein fyrir þeim
- Aflað viðeigandi og gildra heimilda og/eða rannsóknargagna
- Unnið úr, greint, rökrætt og ígrundað efnið og sett í fræðilegt samhengi
- Beitt aðferðum, hugtökum og kenningum tiltekins fræðasviðs/fræðasviða
- Sýnt sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
- Sett verkefnið fram á skýran, faglegan og skapandi hátt
Hægt er að velja á milli tveggja meginleiða við val á lokaverkefni, annars vegar hefðbundið rannsóknarverkefni sem er þá rannsóknarritgerð (heimildarritgerð) eða rannsóknarskýrsla og hins vegar annars konar verkefni, s.s. fræðsluefni eða annað sambærilegt efni sem getur verið á ýmsu formi, ásamt ítarlegri greinargerð.
Nemendur vinna sjálfstætt að lokaverkefni sínu með ráðgjöf frá leiðsögukennara sem valinn er úr hópi kennara við Menntavísindasvið HÍ nema samið sé um annað. Lokaverkefni vinna nemendur einir eða tveir saman. Nánari leiðbeiningar um tilhögun, vinnulag og frágang við lokaverkefni er að finna á vef lokaverkefna í grunnnámi og í Handbók fyrir nemendur og leiðsögukennara um lokaverkefni BA/B.Ed/BS. Nemendum ber einnig að skrá upplýsingar um verkefni sín og leiðbeinanda á þar til gert rafrænt eyðublað sem finna má á upplýsingavef um lokaverkefni.
Námskeiðið er alla jafna skráð á vormisseri en undirbúnings- og skipulagsvinna og eftir atvikum rannsóknarvinna hefst á haustmisseri, sem og val leiðsögukennara. Mælst er til þess að nemendur taki námskeiðið Tómstunda- og félagsmálafræði (TÓS601G) samhliða lokaverkefni. Þar gefst nemendum færi á að dýpka þekkingu sína í afmörkuðu viðfangsefni tómstunda- og félagsmálafræðanna sem jafnframt nýtist við vinnu lokaverkefnis. Nemendur kynna svo verkefni sín á lokaráðstefnu námskeiðsins.
Þeir nemendur sem óska eftir því að skila lokaverkefni á sumar- eða haustmisseri semja sérstaklega við umsjónarmann og leiðsögukennara um skilin.
- Heilsársnámskeið
- Mentor í SprettiV
- Haust
- Tónlistarleikir til náms og þroskaVE
- Málun og teiknunVE
- Nemi styður nema - fjölbreytt háskólasamfélag (haust)V
- Popptónlist og spjaldtölvur í tónmennt og skapandi kennsluV
- Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreinaVE
- Frá hugmynd til sýningarV
- Íþróttakennsla í margbreytilegum hópi og sérhæfð þjálfunV
- Færninámskeið IV
- Nýsköpun í textílV
- TextílaðferðirVE
- Skapandi endurnýting textílaV
- Menningartengd ferðaþjónustaV
- Ferðamennska og víðerniVE
- Ólíkir nemendur: Stuðningur og hagnýt úrræði í skóla- og frístundastarfiVE
- Fata- og nytjahlutahönnunVE
- ÍþróttasálfræðiV
- Inngangur að táknmálsfræðiV
- Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferðV
- Menningartengd ferðaþjónustaV
- Skipulag og stefnumótun í ferðamennskuV
- Ferðamennska og umhverfiV
- Vistkerafæði – hollur matur fyrir heilbrigði fólks og jarðarV
- AfbrotafræðiV
- Áfengis- og vímuefnamálV
- Leiklist, sögur og frásagnirVE
- Vor
- Hönnun og smíði leikfangaVE
- Að leika og skapa: leiklist, myndlist og tónlistV
- Áfangastaðurinn ÍslandV
- Listin að ferðastV
- Fangbrögð og jaðaríþróttirV
- Spaðaíþróttir og golfV
- Friðlýst svæði, landvarsla og stjórnunV
- Frístundalæsi: Efling máls og læsis í gegnum leik og hálfformlegt námV
- Lesið í skóginn og tálgað í tréV
- SjónlistirVE
- Barnabókmenntir fyrir yngri börnV
- Listin að skapa tónlistVE
- Hugmynda- og hönnunarvinnaVE
- Kynbundið ofbeldi: forvarnir og fræðslaV
- TextílhönnunV
- FatahönnunVE
- Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingarV
- Sumar
- Eldur og ís – náttúruöflin, nám og upplifunVE
- Ævintýri, forysta og ígrundun: Undir berum himniV
- Staðartengd útimenntunV
- Þáttagerð. Vinnsla fræðilegs efnis fyrir útvarp (í samvinnu við RÚV)V
- Óháð misseri
- Trans börn og samfélagV
Mentor í Spretti (GKY001M)
Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.
Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun. Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.
Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað. Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.
Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur
Tónlistarleikir til náms og þroska (LVG304G)
Námskeiðið fjallar um það hvernig unnt er að kenna ýmsa tónlistarlega færni í gegnum leiki. Meðal annars verður fjallað um það hvernig tónlistarleikir efla rytmaskyn og margvíslega samhæfingu. Helstu kenningar í hagnýtri kennslufræði tónlistar verða kynntar og sérstök áhersla lögð á þær aðferðir sem nota hreyfingu og fjölþætta (multi modal) nálgun til að kenna tónlist. Mikil áhersla er lögð á verklegar æfingar. Nemendur æfa grunnfærni í að miðla tónlist í gegnum leiki sem henta sérstaklega vel í hópkennslu. Sömuleiðis fá nemendur tilsögn í skapandi kennsluháttum og spreyta sig á að semja nýja tónlistarleiki með kennslufræðileg markmið í huga. Námskeiðið hentar jafnt nemendum með mikla þekkingu á tónlist sem og þeim sem hafa litla formlega tónlistarmenntun en vilja efla færni sína og þekkingu á tónlistarmiðlun.
Málun og teiknun (LVG404G)
Námskeiðið skiptist í fjóra hluta; málun, teikingu, grafík og leir.
Áhersla er á hugmyndavinnu, skissugerð, úrvinnsla með áherslu á form og myndbyggingu. Unnið er út frá náttúrunni og manninum í rými.
Í málun er áhersla á mismunandi aðferðir í meðferð og áferð lita og skissuvinnu .
Í teiknun er áhersla á skissugerð, formgreiningu, mannslíkamann ( módelteikning ) og hlutateikningu.
Gagnaöflun, heimsóknir á söfn og sýningar er hluti af náminu og skrifleg- og verkleg úrvinnsla í tengslum við það.
Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði.
Námskeiðið verður kennt í svokölluðum lotum og er mætingarskylda. Loturnar eru 6 talsins sem skiptast þannig; 4 x heilsdagslotur í Listgreinahúsi, Mvs, 1x hálfsdagslota í rauntíma á netinu, auk sýningardags. “
Nemi styður nema - fjölbreytt háskólasamfélag (haust) (TÓS106G)
Viðfangsefni
Viðfangsefni námskeiðsins eru félagsleg samskipti, samvera og námsaðstoð við nemendur sem geta þurft aðstoð og/eða stuðning í námi sínu á Menntavísindasviði HÍ.
Í námskeiðinu verður fjallað um nýjar áherslur og nýbreytni í menntamálum, sérstök áhersla lögð á inngildandi nám, algilda hönnun og tækifærin sem hugmyndafræðin býður upp á. Einnig verður fjallað um jafnrétti, samfélag án aðgreiningar og mannréttindi í víðu samhengi. Kynntar verða leiðir til að efla náms- og félagslega þátttöku nemenda í háskólanum með fjölbreyttum hætti.
Að námskeiði loknu hljóta nemendur viðurkenningu/staðfestingu á að hafa lokið námskeiðinu sem þeir geta til dæmis nýtt í ferilskrá en námskeiðið er dýrmæt reynsla sem mun nýtast í leik og starfi.
Hægt er að taka námskeiðið tvisvar en það er kennt bæði vor og haust. Námskeiðið er einstaklingsmiðað og því aðlagað að hverjum nema hverju sinni og því ekki um endurtekningu efnis að ræða.
Vinnulag
Samstarf og samvera með samnemum er að jafnaði þrjár kennslustundir á viku. Samstarfið getur falið í sér námsaðstoð, til dæmis við verkefnavinnu, verkefnaskil, yfirferð á námsefni eða samveru á bókasafni eða matsal og þátttaka í félagslífi á vegum nemendafélaga.
þrír fræðslufundir með kennurum fyrrihluta misseris. Að auki geta nemendur pantað fundi eftir þörfum með kennurum námskeiðsins.
Nemendur vinna dagbókarverkefni jafnt og þétt yfir misserið og skila lokaskýrslu um reynslu sína af námskeiðinu.
Popptónlist og spjaldtölvur í tónmennt og skapandi kennslu (LVG022G)
Popptónlist er stór hluti af tónlistarmenningunni. Í þessu námskeiði er unnið með efnivið popptónlistar. Nemendur efla þekkingu sína á sögu og þróun popptónlistar og hvernig má vinna með ólíka tónlistarstíla á öllum skólastigum. Námskeiðið er einnig verklegt og vinna nemendur með rafmögnuð hljóðfæri og algengar aðferðir í gerð popptónlistar. Sérstaklega verður farið í möguleika sem felast í notkun spjaldtölva við skapandi kennslu í tónlist. Nemendur munu fá þjálfun í notkun smáforrita sem henta í kennslu og í gerð verkefna sem henta börnum á ólíkum aldri og getustigi.
Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreina (LVG101M)
Markmið:
Að loknu námi skal nemandi
- hafa dýpkað þekkingu sýna og skilning á völdu viðfangsefni innan list- og verkgreina í gegnum skapandi vinnu
- geta sett sér markmið, gert starfsáætlun og fylgt henni.
- geta unnið sjálfstætt og skipulega í skapandi vinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
- hafa fengið þjálfun í almennri hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda í gegnum verklega iðkun og þróunarvinnu
- hafa öðlast skilning og tileinkað sér helstu vinnuaðferðir innan listrannsókna
- hafa þjálfast í gagrýnni umræðu um eigin verk og annarra, tileinkað sér víðsýni og frumleika sem nýtist í námi og / eða starfi og öðlast færni í framsetningu eigin verka og geti rökstutt eigin niðurstöður.
Inntak/viðfangsefni:
Sameiginlegur kjarni.
Kynntar verða aðferðir og kenningar innan hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda, þróun þeirra og vistun.
Einstaklingsvinna.
Nemendur takast á við sjálfstæð rannsóknarverkefni samkvæmt samningi.
Rannsóknarvinnan fer fram í gegnum verklega iðkun útfrá völdu viðfangsefni. Hún skal vera unnin eftir viðurkenndri rannsóknarleið innan list- og verkgreina, með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
Meginþættir rannsóknarvinnunnar eru gagnaöflun ásamt tilrauna- og þróunarvinnu. Áhersla er lögð á framsetningu verkefnis og að nemendur geti rökstutt niðurstöður sínar og lokaafurð.
Vinnulag: Fyrirlestrar, gagnaöflun, skrifleg og myndræn skráning, skrifleg greinagerð, verkleg vinna og umræður.
Frá hugmynd til sýningar (LVG008G)
Á námskeiðinu er lögð áhersla á leiklist sem listform, fjallað verður um bakgrunn sýninga sem eru unnar út frá hugmyndum þátttakenda og rætt verður um gildi þátttöku barna og ungmenna í leiksýningu. Þungamiðjan á námskeiðinu er á þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt að sýningum með nemendum á faglegan og skapandi hátt. Nemendur fá kynningu á hagnýtum verklegum æfingum sem gagnast geta við uppsetningu leikverka, svo sem skuggaleikhús, að búa til útvarps- og sjónvarpsþætti og umfjöllun um hvernig lítil hugmynd getur orðið að leiksýningu.
Íþróttakennsla í margbreytilegum hópi og sérhæfð þjálfun (ÍÞH516G)
Í námskeiðinu er fjallað um ólíkar þarfir nemenda í skólaíþróttum og hvernig hægt er að mæta þeim. Byggt verður á þeirri þekkingu sem nemendur hafa þegar öðlast um hreyfingu og íþróttakennslu. Nemendur kynnast fjölbreyttum leiðum og aðferðum til að aðlaga æfingar og leiki að þörfum ólíkra einstaklinga í margbreytilegum hópi. Áhersla er lögð á að mæta hverjum nemanda á hans forsendum og hvetja til hreyfingar og íþróttaiðkunnar.
Einnig verður farið í vettvangsheimsóknir og fylgst með þjálfun fatlaðra íþróttaiðkenda sem stefna langt í sínum greinum. Þar verða kynntar ýmsar leiðir og aðferðir í sérhæfðri þjálfun.
Færninámskeið I (TÁK102G)
Markmið og viðfangsefni námskeiðsins:
Nemendum eru kynnt grundvallaratriði íslenska táknmálsins. Megináhersla verður lögð á mál sem tengist daglegu lífi og þær meginreglur sem gilda um táknmálssamtalið. Áhersla verður lögð á bæði tjáningu og skilning táknmáls. Í námskeiðinu er fjallað um skyldubundin látbrigði með táknum og próformasögnum og mikilvægi þeirra í táknmáli. Nemendur nota myndbandsupptökur til þess að ná auknu valdi á málinu. Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrum og æfingum í tímum sem nemendur taka virkan þátt í.
Námsmat: Verkefni, aðallega upptökuverkefni, sem dreifast yfir misserið. Standast þarf alla þætti námsmats til að ljúka námskeiði sem og uppfylla mætingaskyldu.
Nýsköpun í textíl (LVG001G)
Nemendur velja viðfangsefni og vinna að rannsóknum og tilraunum frá þörf og lausn yfir í hönnun afurðar. Unnið er með nýsköpunarferlið í formi lausnamiðaðrar þarfagreiningar á skapandi og gagnrýninn hátt. Nemendur kanna og gera tilraunir með nýjar aðferðir og leiðir að fullvinnslu afurða með áherslu á sjálfbærni. Nemendur taka þátt í sýningu og skila fræðilegri greinargerð sem inniheldur rök fyrir verkefnavali og nýsköpunargildi textílaðferða og lokaafurða. Nemendur tengja gildi nýsköpunar og sjálfbærni fyrir menntun og daglegt líf.
Textílaðferðir (LVG021G)
Nemendur kynnast fjölbreytileika textíls innan handverks, iðnaðar og list. Þjálfuð eru grunntækni textílaðferða með áherslu á tilrauna- og þróunarvinnu í handverki aðferðanna. Nemendum er kynnt söguleg tenging textíla með áherslu á íslenska textílarfleifð og erlenda og hvernig sú þekking og nálgun getur orðið uppspretta nýrra hugmynda og verka. Í lokaverkefnum er unnið með blandaða tækni og lögð áhersla á skapandi og faglega nálgun og vönduð vinnubrögð. Þjálfað er vinnulag frá hugmynd til fullvinnslu með áherslu á sjálfbærni, endursköpun, endurnýtingu og nýsköpun. Nemendur skila fræðilegri greinargerð sem inniheldur umfjöllun og rök fyrir verkefnavali, efnisvali, úrvinnslu, framkvæmd og niðurstöðu. Nemendur tengja vinnu og afrakstur námskeiðsins við kennslufræðilegar áherslur og kennsluverkefni.
Skapandi endurnýting textíla (LVG106M)
Viðfangsefni námskeiðsins er endursköpun textílafurða og tenging við sjálfbæran lífsstíl. Markmiðið er að nýta eldri eða ónotaðar tilbúnar flíkur, áklæði, gluggatjöld eða afgangsefni til að hanna nýja og tilraunakennda textílafurð. Samhliða því þjálfast nemendur í tilrauna- og rannsóknarvinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun. Nemendur kynnast ýmsum textílaðferðum og tækniatriðum innan vélsaums auk þess að vinna með snið í tví- og þrívíðu formi eftir fjölbreyttum leiðum. Lögð er áhersla á skráningu hugmynda- og vinnuferlis í ferilmöppur samhliða verklegri vinnu.
Menningartengd ferðaþjónusta (FER507G)
Í námskeiðinu verður hugað að þýðingu og skilgreiningu hugtaksins menningar í menningartengdri ferðaþjónustu með sérstöku tilliti til framsetningar og miðlunar ímynda og menningar á mismunandi vettvangi. Velt verður upp pólitískum og siðferðilegum spurningum hvað varðar söfnun, framsetningu og miðlun menningar í mismunandi samhengi og á mismunandi vettvangi, erlendis og hérlendis. Einnig verða skoðuð tengsl ferðaþjónustu við skapandi greinar. Spurningum varðandi eignarhald á menningararfleifð verða íhugaðar svo og í höndum hvers það að skapa menningararfleifð er.
Vettvangstímar fara fram innan höfuðborgarsvæðisins.
Ferðamennska og víðerni (LAN521G)
Fjallað er um víðerni sem félagslega smíð og hlutlæga tilveru víðerna. Gefið er yfirlit yfir sögu víðernishugmyndarinnar í menningar- og sögulegu samhengi. Skoðuð eru markmið með verndun víðerna og helstu átök um varðveislu þeirra. Kynntar eru hugmyndir um skipulag og stjórnun víðerna fyrir ferðamennsku og útivist. Varpað er ljósi á tengsl milli ferðamennsku, víðerna og stefnu í stjórnun þeirra. Námskeiðið hefst á fimm daga ferð um víðerni Íslands.
Ólíkir nemendur: Stuðningur og hagnýt úrræði í skóla- og frístundastarfi (ÞRS517G)
Markmið námskeiðsins er að vekja nemendur til umhugsunar um þær áskoranir sem grunn-og framhaldsskólanemendur með fjölþættan vanda mæta á vettvangi skólans. Þá kynnast nemendur starfsháttum og hagnýtum úrræðum sem geta komið að gagni í samskiptum og stuðningi við ólíka nemendur og kynna sér nýjar rannsóknir á sviði margbreytileika í skólastarfi. Einnig greina þeir viðhorf sín, skráðar og óskráðar siðareglur og hlutverk í starfi með ólíkum nemendahópum og fjölskyldum þeirra.
Viðfangsefni:
Megin viðfangsefni námskeiðsins er að öðlast skiling á stöðu einstakra nemendahópa og þeim fjölbreytilegu áskorunum sem þeir mæta á vettvangi skólans. Þá eru nemendur jafnframt að fást við eigin hugmyndir, viðhorf og starfshætti og nýta eigin reynslu af kennslu og stuðningi við úrvinnslu í verkefnum ásamt því að styrkja þekkingu sína á lögbundnum skyldum, starfsháttum og stoðþjónustu skólanna. Þá er siðferðilegum skyldum kennara og annara stuðningsaðila gagnvart nemendum með fjölþættan vanda gefin sérstakur gaumur í öllum námsþáttum.
Fata- og nytjahlutahönnun (LVG501M)
Lögð er áhersla á sniðútfærslur og saumtækni í tengslum við hönnun á fatnaði og nytjahlutum. Nemendur vinna þematengda rannsóknarvinnu og upplýsinga- og gagnaöflun sem þeir nýta sem uppsprettur nýrra hugmynda og nýsköpunar. Lögð er áhersla á formsköpun og útlit og ígrunduð vinnubrögð. Nemendur vinna samkvæmt innihaldi fagbóka og aðferðafræði hönnunar sem felst í því að rannsaka, gera tilraunir og skipuleggja fullvinnslu afurða. Nemendur fá þjálfun í faglegum frágangi verkefna í hugmynda- og hönnunarmöppur. Unnar eru skýrslur um afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi hönnunar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf.
Íþróttasálfræði (ÍÞH515G)
Lögð áhersla á ýmsa lykilþætti íþróttasálfræðinnar. Fjallað verður um áhugahvöt, spennustig, sjálfstraust, streitu, ofþjálfun, kulnun, meiðsli, hugarþjálfun o.fl. Einnig verður hugað að tengslum líðanar og hreyfingar.
Inngangur að táknmálsfræði (TÁK108G)
Í námskeiðinu verður fjallað um táknmálssamfélög, sér í lagi samfélag íslenska táknmálsins (ÍTM). Fjallað verður um döff menningu og sögu ÍTM, um málhugmyndafræði og um stöðu og lífvænleika íslenska táknmálsins. Beitt verður nálgunum döff fræða, mannfræði og félagslegra málvísinda.
Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferð (UME005M)
Í námskeiðinu er fjallað um sjálfboðaliðastarf og þær félagslegu, menntunarlegu og sálfræðilegu kenningar sem tengdar hafa verið við þessa tegund borgaralegrar þátttöku. Einnig er rætt um hvata að slíkri þátttöku og kynjamun í því sambandi. Loks er fjallað um mikilvæga þætti í skipulagi og uppbyggingu sjálfboðaliðastarfs sem eru til þess fallnir að þátttakendur upplifi tilgang með því að taka þátt og séu líklegri til frekari sjálfboðaliðaþátttöku í framtíðinni. Nemendur munu jafnframt fá tækifæri til að kynnast sjálfboðaliðastarfi af eigin raun og taka þátt í starfi hjá stofnunum og félagasamtökum sem veita fólki aðstoð með félagslegt jafnrétti og velferð að leiðarljósi.
Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður og tímaverkefni í fjögur skipti, tvisvar í staðlotu I og tvisvar í staðlotu II. Skyldumæting er í staðlotum. Sjálfboðaliðastarf á vettvangi fer fram í sex skipti í vissan klukkustundafjölda og þarf þátttaka að vera 100%.
Menningartengd ferðaþjónusta (FER507G)
Í námskeiðinu verður hugað að þýðingu og skilgreiningu hugtaksins menningar í menningartengdri ferðaþjónustu með sérstöku tilliti til framsetningar og miðlunar ímynda og menningar á mismunandi vettvangi. Velt verður upp pólitískum og siðferðilegum spurningum hvað varðar söfnun, framsetningu og miðlun menningar í mismunandi samhengi og á mismunandi vettvangi, erlendis og hérlendis. Einnig verða skoðuð tengsl ferðaþjónustu við skapandi greinar. Spurningum varðandi eignarhald á menningararfleifð verða íhugaðar svo og í höndum hvers það að skapa menningararfleifð er.
Vettvangstímar fara fram innan höfuðborgarsvæðisins.
Skipulag og stefnumótun í ferðamennsku (FER510G)
Viðfangsefni þessa námskeiðs er skipulagning og stefnumótun í ferðamennsku út frá umhverfis-, félags- og efnahaglegum þáttum. Í víðum skilningi snerta skipulagsmál alla þætti ferðamennsku. Nemendur læra um hugmyndafræðilegar forsendur skipulagsvinnu, sögulega þróun stefnumótunar á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi með sérstakri áherslu á sjálfbæra þróun og Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Í námskeiðinu fá nemendur í hendur verkfæri til að lýsa, greina og meta forsendur, mótun og innleiðingu skipulags- og stefnumótunarvinnu í ferðaþjónustu þar sem lagt er upp úr að brúa milli fræðilegrar umræðu og hagnýtingar. Kennsla byggir á virkri þátttöku nemenda og námsmat reynir bæði á sjálfsstæði nemenda og hæfni þeirra til að vinna saman.
Vettvangstímar fara fram innan höfuðborgarsvæðisins.
Ferðamennska og umhverfi (LAN308G)
Í námskeiðinu verður fjallað um náttúru og landslag sem auðlind ferðamennsku. Áhersla verður lögð á samspil manns og náttúru. Farið verður yfir sögu náttúruverndar og staða náttúruverndar í dag skoðuð í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um skipulag og stjórnun þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða og skoðaðar aðferðir við gildismat náttúrunnar. Áhrif ferðamennsku á umhverfi verða rædd með áherslu á álag ferðamanna og þolmörk umhverfis. Gefin verður innsýn í náttúrusiðfræði og viðhorf og umgengni ferðamanna við náttúruna rædd. Sérstök áhersla verður lögð á sjálfbæra ferðamennsku og möguleikar þróunar slíkrar ferðamennsku hér á landi verða ræddir í ljósi skipulagningar og stjórnunar ferðamennsku.
Námskeiðið mun samanstanda af fræðilegum fyrirlestrum, umræðuverkefnum og æfingum. Stúdentar þurfa að standast alla prófþætti námskeiðsins.
Vistkerafæði – hollur matur fyrir heilbrigði fólks og jarðar (HHE302G)
Námskeiðið Vistkerafæði (e. flexitarian diet) miðar að því að kynna nemendum hvernig fæðuval hefur áhrif á heilbrigði fólks og jarðar. Það er mikilvægt að hafa í huga að það sem við borðum hefur ekki aðeins áhrif á heilbrigði okkar sjálfra heldur einnig líka á heilbrigði jarðarinnar. Með heilbrigði fólks og jarðar að leiðarljósi inniheldur fæði okkar meira af grænmeti, ávöxtum, hnetum, baunum og heilkornum en í hefðbundnara fæði. Á námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuþætti vistkerafæðis og hvernig hægt er að breyta fæðuvali til hagsbóta fyrir okkur sjálf og jörðina. Með breyttu fæðuvali væri hægt að minnka líkur á ýmsum sjúkdómum, framleiða nægan mat fyrir alla og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Afbrotafræði (FÉL309G)
Í námskeiðinu verður afbrotafræðin og helstu viðfangsefni hennar kynnt. Í grófum dráttum skiptist námskeiðið í tvennt. Í fyrri hlutanum verður farið í helstu kenningar og rannsóknir til að varpa ljósi á eðli afbrota og samfélagslegra viðbragða við þeim. Í þessu skyni verður klassísk og pósitívísk afbrotafræði skoðuð. Sérstök áhersla verður lögð á ýmsar félagsfræðilegar kenningar og rannsóknir á afbrotum, s.s. framlag formgerðarhyggju, samskiptaskólans og átakakenninga. Í síðari hluta námskeiðsins verða fjórar tegundir afbrota teknar fyrir (ofbeldisglæpir, kynferðisbrot, fíkniefnabrot og viðskiptaglæpir) og þær metnar í ljósi kenninga úr fyrri hluta og opinberrar stefnumörkunar í þessum málaflokkum.
Áfengis- og vímuefnamál (FRG103G)
Áhersla er á að nemandi tileinki sér: Kenningar um áfengis- og vímuefnamál, skilgreiningar á vímuefnaröskun og helstu líkamlegum og sálrænum viðbrögð einstaklinga með vímuefnavanda. Fjallað er um skýringarlíkön um áfengis- og vímuefnasýki og áhrif þeirra á meðferð, ásamt því hvaða afleiðingar og áhrif vímuefnaneysla getur haft á fjölskyldur, löggjöf og uppbyggingu þjónustu. Áhersla er lögð á starfshlutverk félagsráðgjafa við fræðslu, ráðgjöf og forvarnarstarf á sviði áfengis- og vímuefnamála.
Leiklist, sögur og frásagnir (LVG308G)
Markmið:
Að nemendur
- þekki til fræðilegra kenninga um uppeldislegt gildi frásagna og ævintýra fyrir börn
- geti tengt aðferðir leiklistar við sögur og frásagnir og þannig gert hlustendur að virkum þátttakendum í frásögn
- hafi innsýn í sérstöðu leiklistar sem virkrar reynslu
- hafi sjálfstæði og nokkra færni til að segja börnum sögur og ævintýri ásamt því að þjálfa börnin í að segja frá eigin upplifunum
- hafi kynnst á vettvangi skóla hvernig frásagnir eru tengdar námsgreinum, til dæmis lífsleikni, trúarbragðafræðslu og sjálfbærni.
Viðfangsefni: Fræði um uppeldislegt gildi frásagna og ævintýra fyrir börn og mikilvægi leiklistar í tengslum við virka upplifun þátttakenda. Þjálfun í að segja áheyrilega frá og tvinna leiklist inn í frásögn til þess að dýpka skilning á efni. Mótun leiklistarferlis í tengslum við frásagnir og ævintýri. Athugun á því hvernig kennarar nýta sögur og ævintýri með ungum nemendum.
Vinnulag: Fyrirlestrar, lestur og umræður/málstofur. Vettvangsathuganir og kynningar. Leiklistar- og frásagnarsmiðjur. Nemendur vinna sjálfstætt að því að skapa og móta leiklistarferli í tengslum við frásagnir og ævintýri með áherslu á loftslagsbreytingar.
Þjálfun í frásagnarlist.
_________
Æskilegt er að nemi hafi áhuga á að nýta leiklist og frásagnir með börnum. Námskeiðið hentar vel fyrir kennara í leikskóla og grunnskóla.
Hönnun og smíði leikfanga (LVG501G)
Markmið:
a) Að kenna almennan feril hönnunar;
b) Að hanna og smíða leikföng fyrir börn á ýmsum aldri;
c) Að þjálfa nemendur í þrívíddarhönnun.
Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra að hanna og smíða þroskaleikföng bæði fyrir kornabörn, leikskólabörn og börn í grunnskóla. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta bæði nýtt í skólastarfi og í eigin lífi. Nemendur kynnast einnig hagnýtingu tölvustuddar hönnunar og framleiðslu við þróun verkefna. Unnið er með fjölbreytt smíðaefni. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á skapandi skólastarf, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla.
Inntak / viðfangsefni
A. Hönnun leikfanga
a) Nemendur þurfa að hanna og teikna leikföng;
b) Nemendur læra að teikna í tölvu, málsetja vinnuteikningar og gefa þrívíðum hlutum efnisáferðir.
c) Kynnt verður tölvustudd framleiðsla og nokkur verkefni gerð í tölvustýrðum fræsara.
B. Smíði leikfanga
a) Nemendur hanna og smíða verkefni svo sem hreyfileikföng, spil og leikföng sem byggja á hagnýtingu einfaldra rafrænna lausna;
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni;
Vinnulag: Fyrirlestrar, verkstæðisvinna í tölvu- og smíðastofu..
Að leika og skapa: leiklist, myndlist og tónlist (KME205G)
Nemendur kynnast þýðingu lista í námi barna. Unnið verður með fjölbreyttar aðferðir listsköpunar með áherslu á grunnþætti listmenntunar og einfalda tækni. Umfjöllun um leiklist, myndlist, tónlist í skólastarfi.
Áfangastaðurinn Ísland (FER209G)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum undirstöðuþekkingu á ferðamannalandinu Íslandi og helstu áfangastöðum og ferðaleiðum sem þar er að finna. Jafnframt er leitast við að veita nemendum hagnýta þjálfun til að þeir geti skipulagt ferðir um landið og notað til þess aðgengilegar aðferðir kortagerðar og unnið með með einfaldar landupplýsingar. Ferðaleiðir verða skoðaðar með tilliti til aðdráttarafls þeirra, afþreyingarmöguleika og upplifunar ferðamanna. Dregið verður saman það helsta um hverja leið með tilliti til samfélags þess svæðis sem ferðast er um, náttúru, sögu og menningu.
Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í:
- Að afla gagna til að skipuleggja ferðir um Ísland fyrir ólíka hópa ferðamanna.
- Miðlun upplýsinga til ferðamanna og pistlagerð.
- Rýmistengdri hugsun og notkun landfræðilegra upplýsinga við skipulagningu ferða.
Farið verður sýndarferðalög víðsvegar um landið.
Listin að ferðast (LAN205G)
Þetta námskeið fjallar um mismunandi tegundir ferðamennsku og birtingarmyndir ferðaþjónustu á ólíkum svæðum. Námskeiðið skoðar tiltekna strauma ferðamennsku eins og massaferðamennsku, fátækraferðamennsku og bakpokaferðamennsku ásamt því að kynna kenningar um drifkrafta ferðalaga. Umfjöllunin er tengd ákveðnum landsvæðum og sett í samhengi við samfélagslega þróun þeirra. Þannig er lögð áhersla lögð á að veita innsýn í landfræðilegt samhengi ferðaþjónustu í heiminum í dag ásamt þeim álitamálum og úrlausnarefnum sem ferðamennska á við að etja á ólíkum stöðum.
Fangbrögð og jaðaríþróttir (ÍÞH029G)
Markmið námskeiðsins er að kynna glímu- og júdó og aðrar bardaga og sjálfsvarnaríþróttir. Jaðaríþróttir sem eru vinsælar hverju sinni verða kynntar og nemendum gefið tækifæri til að reyna hæfni sína.
Vinnulag: Námskeiðið er verklegt að mestu leiti.
Spaðaíþróttir og golf (ÍÞH049G)
Lögð verður áhersla á að undirbúa nemendur til að taka að sér kennslu og þjálfun undirstöðuatriða í spaðaíþróttum og golfi. Áhersla verður lögð á leikræna nálgun tækniatriða og farið yfir leikskipulag þessara íþróttagreina. Skólagolf verður kynnt ásamt ýmsum öðrum leikrænum útfærslum í kennslu og þjálfun.
Vinnulag
Námskeiðið er að mestum hluta verklegt. Nemendur taka þátt í æfingum og léttum keppnislíkum leikjum og öðlast þannig færni í viðkomandi greinum samhliða því að þjálfast í kennslufræðilegri útfærslu æfinga og leikja.
Friðlýst svæði, landvarsla og stjórnun (LAN622G)
Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu nemenda á grundvallarþáttum náttúruverndar, og hlutverki stjórnunar og skipulags í náttúruvernd hér á landi með tilliti til ferðamennsku innan friðlýstra svæða. Áhersla verður lögð á samspil verndunar og ferðamennsku, með sérstakri áherslu á líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni. Farið yfir helstu álitamál um landnýtingu og náttúruvernd, sem og helstu ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga. Jafnframt verður skipulag ferðamennsku innan friðlýstra svæða rædd ásamt öryggismálum ferðamannastaða í náttúru Íslands. Kennd verða grundvallaratriði umhverfistúlkunar og leiðsagnar um náttúrusvæði. Nemendur munu enn fremur fá hagnýta reynslu í umhverfistúlkun og landvörslu og þar með talið móttöku gesta og þjónustuhlutverk landvarða.
Farnar verða fjórar vettvangsferðir á námskeiðstímanum. Ferðir og uppihald kosta nemendur sjálfir. Til að ljúka námskeiðinu þurfa nemendur að mæta í allar ferðirnar.
Námskeiðið er unnið í samvinnu við Umhverfisstofnun. Lokapróf í námskeiðinu, ásamt BS prófi í jarðfræði, líffræði, landfræði eða ferðamálafræði, veitir starfsréttindi Umhverfisstofnunar sem landvörður.
Frístundalæsi: Efling máls og læsis í gegnum leik og hálfformlegt nám (TÓS008G)
Námskeiðið Frístundalæsi er ætlað nemendum í tómstunda- og félagsmálafræði og öðrum þeim sem starfa með börnum og unglingum og vilja efla mál og læsi í gegnum leik og hálfformlegt nám. Námskeiðið eflir hæfni þátttakenda til að tileinka sér og innleiða ólíkar tegundir læsis á vettvangi frítímans og frístundastarfs.
Handbókin og heimasíðan Frístundalæsi er grunnur námskeiðsins og unnið verður með sjö ólíkar læsistegundir: Félagslæsi, lista- og menningarlæsi, miðlalæsi, samfélagslæsi, náttúru- og umhverfislæsi, vísindalæsi og heilsulæsi.
Nemendur verða hvattir til að nýta eigin reynslu úr starfi með börnum og ungmennum sem verkfæri í náminu, þeir halda starfstengda dagbók og verða hvattir til að miðla þekkingu sinni til samstarfsfólks.
Verkefni námskeiðsins verða fjölbreytt og unnin í teymum, pörum sem og einstaklingslega: Starfstengd dagbók þar sem þátttakendur tengja markvisst við eigið starf, paraverkefni með samfélagslega skírskotun hvers miðlunarleiðir verða skapandi og frjálsar og hópverkefni þar sem kafað verður ofan í ákveðna tegund læsis.
Lesið í skóginn og tálgað í tré (LVG015G)
Markmið: Að nemendur kynnist hvernig hægt er að nýta skóginn í kennslu og læri helstu vinnubrögð við gerð hluta úr íslensku efni.
Inntak / viðfangsefni: Megináherslan er lögð á verklega þáttinn þar sem nemendur vinna með blautt og þurrt efni úr íslenskum skógum. Kennd verða helstu vinnubrögð í tálgun, bæði með hníf og exi. Einnig verða kennd grundvallaratriði í viðar- og vistfræði og kannað hvernig hægt er að nýta sér form og eiginleika íslenskra viðartegunda. Farið verður í vettvangsferð í skóg í nágrenninu og hugað að efnisöflun og útikennslu í skógi. Kynnt verður skólaverkefnið Lesið í skóginn, samþætt kennsluverkefni um íslenska skóga og nýtingu þeirra.
Nemendur á kjörsviði hönnunar og smíða fá sérstakan undirbúning fyrir kennslu á vettvangi með tilheyrandi verkefnum.
Vinnulag: Verkleg þjálfun og fyrirlestrar.
Sjónlistir (LVG403G)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á tvívíðrar myndgerð og möguleikum hennar í skólastarfi. Nemendur þjálfast í grunnþáttum aðferða og hugmyndavinnu í tengslum við myndlist. Megin viðfangsefni námskeiðsins eru verkleg, hugmyndavinna og gerð ferilmöppu.
Lögð er áhersla á teikningu, lita- og formfræði, grafík-þrykk og mynsturgerð. Jafnframt fá nemendur nemendur að spreyta sig á verkefni í leir.
Fjölbreytileg efni eru notuð til útfærslu verkefna og lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði nemanda.
Ferilmappa er lögð fram til mats en jafnfram skila nemendur inn hugleiðingum/umræðum í tengslum við safnaheimsóknir. .
Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í 5 lotum og er mætingarskylda í þær allar.
Ath. nemendur kjörsviðsins Sjónlistir ganga fyrir við skráningu.
Barnabókmenntir fyrir yngri börn (LSS207G)
- Barnabókmenntir sem bókmenntagrein.
- Menningarlegt og listrænt mat á fjölbreyttum barnabókum fyrir yngri börn.
- Barnabækur sem grundvöllur upplifunar, orðlistar, sköpunar, tjáningar og miðlunar.
- Gildi barnabókmennta í uppeldi og menntun barna með áherslu á menningu og samfélag, jafnrétti, fjölmenningu, lestur, læsi og lífsleikni.
- Tengsl barnabókmennta við þjóðlegan og alþjóðlegan sagnasjóð sem og aðrar tegundir bókmennta og listgreina.
Þeir sem hófu nám í Grunnskólakennslu með áherslu á íslensku, B.Ed., haustið 2021 eiga að taka námskeiðið LSS207G með tveimur vettvangseiningum og fara í vettvangsnám í grunnskóla.
Listin að skapa tónlist (LVG009G)
Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu og færni í notkun fjölbreyttra aðferða til að stuðla að tónlistarsköpun barna og ungmenna í námi og frístundastarfi.
Viðfangsefni
Nemendur læra fjölbreyttar leiðir til að setja saman laglínur og lítil tónverk. Nemendur fræðast um helstu form og stíla í tónsmíðum og tengi það m.a. eigin nýsköpun í tónlist.
Vinnulag
Áhersla á verklegar æfingar, spuna og samvinnu.
Hugmynda- og hönnunarvinna (LVG005M)
Lögð er áhersla á hugmynda- og hönnunarverkefni í tengslum við fatnað og textíl sem fléttað er sögu- og samtímalegri þróun. Áhersla er lögð á munsturgerð, liti og form, tískuteikningu, útlit og snið og tilraunir með textílaðferðir og textílhráefni. Unnin er skipulögð rannsóknarvinna við vinnuferlið frá gagnaöflun til úrvinnslu hugmyndar og hönnunar með nýsköpun að leiðarljósi. Lögð er áhersla á frágang og framsetningu verkefna í ferlilmöppu og til sýninga.
Kynbundið ofbeldi: forvarnir og fræðsla (TÓS009G)
Efni námskeiðsins er kynbundið ofbeldi, ólíkar birtingarmyndir þess og forvarnir. Áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á kynbundu ofbeldi og birtingarmyndum þess í samfélaginu. Markmið námskeiðsins er tvíþætt, annars vegar að efla fræðilegan grunn nemenda og hins vegar að efla færni nemenda í vinna gegn kynbundnu ofbeldi í starfi. Markmiðið er að nemendur þekki birtingarmyndir kynbundins ofbeldis og efli færni sína í að leiða umræðu, vinna með viðhorf og vinna að málum tengdum kynbundnu ofbeldi sem kunna að koma upp í starfi á vettvangi.
Kynbundið ofbeldi verður skoðað út frá helstu birtingarmyndum þess í samfélagi okkar. Farið verður í helstu fræðilegu hugtök kynjafræðinnar sem nýtast til þess að greina og skilja kynbundið ofbeldi eins og það birtist okkur í daglegu lífi. Farið verður yfir ólíka stöðu og möguleika karla og kvenna í samfélagi okkar og áhrif hugmynda um karlmennsku og kvenleika á viðhorf okkar og væntingar. Þá verða viðteknar hugmyndir samfélagsins um jafnrétti, ofbeldi og klám teknar til gagnrýninnar skoðunar.
Rík áhersla er lögð á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu út frá kynjasjónarmiðum en nemendum gefst kostur á að tengja hugmyndir sínar, reynslu og þekkingu við starf á vettvangi.
Námskeiðið er kennt í tveimur staðlotum, auk vikulegra fyrirlestra og kennsluhlés sem nýtist í verkefnavinnu á vettvangi.
Textílhönnun (LVG012G)
Lögð er áhersla á tilrauna- og þróunarvinnu í munsturgerð og grunnaðferðum, eins og til dæmis saumi, prjóni, hekli, vefnaði, útsaumi, þrykki og fleiri aðferðum. Markmiðið er að vinna með skapandi hugsun, frumleika og listræna nálgun í viðfangsefnum. Nemendur vinna verkefni samkvæmt aðferðum nýsköpunar og hönnunar. Gerðar eru vinnuskýrslur og greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilegar áherslur og kennsluverkefni.
Fatahönnun (LVG004G)
Lögð er áhersla á formsköpun fatnaðar og sóttar hugmyndir í ólík þemu með tengingu við sögu og samtíma. Nemendur nýta mismunandi textílhráefni, efnis- og garntegundir, munstur- og litamöguleika sem skapandi uppsprettu eigin hugmynda og verka. Gerðar eru vinnuskýrslur og greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilegar áherslur og kennsluverkefni.
Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingar (LVG008M)
Lögð er áhersla á sögu hönnunar frá Egyptum til vorra daga með áherslu á fatnað og textíl. Einnig er skoðuð húsgagna- og byggingarsagan í samhengi við híbýlaskreytingar úr textíl, til dæmis húsgagnaáklæða- og gluggatjaldahönnun. Kynntar eru stefnur, stílar og straumar og víðtækt hlutverk fatnaðar og textíls innan listasögu, tísku og hönnunar í alþjóðlegu samhengi og samanborið við þróun fata- og textílsögu á Íslandi. Einnig eru skoðuð tengslin við atvinnulíf, menningu, söfn og menntun. Námið er fólgið í fyrirlestrum og bók- og verklegum rannsóknarverkefnum þar sem unnið er með fjölbreytta gagnaöflun og úrvinnslu verkefna á myndrænan hátt.
Eldur og ís – náttúruöflin, nám og upplifun (TÓS003M)
Á námskeiðinu er lögð áhersla á beina reynslu af náttúru Íslands og umfjöllun um náttúruvísindi með áherslu á eldfjalla- og jöklafræði; eld og ís. Námskeiðið hentar þeim sem skipuleggja náms- og vettvangsferðir í íslenska náttúru, s.s. þá sem starfa eða stefna á störf í skóla, á vettvangi frístunda eða ferðaþjónustu.
Aðstæður verða bæði nýttar til að til að rýna í menntunarfræðihugtökin útimenntun, náttúrutúlkun, ævimenntun og starfendafræðslu og ferðamálafræðihugtökin fjallaferðamennska, loftlagsferðamennska, vísindaferðaþjónusta og félagsleg ferðaþjónusta. Samhæfð félagsleg viðbrögð við náttúruhamförum og öryggismál verða einnig tekin til umfjöllunar.
Vettvangur námsins eru gosstöðvarnar á Reykjanesi og Breiðamerkursandur í Vatnajökulsþjóðgarði, sem gefur kost á að setja í samhengi sjálfbæra sambúð manns og náttúru með sérstakri áherslu á eldgos, jökla, loftlagsbreytingar, veðuröfgar, náttúruhamfarir og náttúruvá.
Kjarni námskeiðsins er ferðalag í fjóra daga 18. - 21. júní. Farið verður í rútu, gist á farfuglaheimilum og ferðast gangandi um náttúru Íslands. Þátttakendur sjá að hluta til um að elda sjálfir sameiginlegan mat og þurfa að vera búnir til útivistar. Unnið er á ígrundandi hátt með skynjun og upplifanir, auk þess að njóta þess að ferðast um með hæglátum hætti um náttúruna. Undirbúningsfundur er í 3. júní kl. 16-18.
Meginþættir námskeiðsins tengjast náttúru, menntun og ferðamennsku og þessa þætti er nálgast með ábyrgum og öruggan hætti. Viðfangsefni námskeiðsins verða skoðuð út frá hugtökunum kvika (dýnamík), fjölbreytni (e. diversity), gagnvirkni (e. interactivity) og, síðast en ekki síst, ferlar (e. processes) – og hvernig reynsla og ígrundun fléttar þessa þætti saman.
Kennsla og nám
Þverfræðilegur hópur sérfræðinga og kennara kemur að námskeiðinu og áhersla er lögð á að fá til liðs við okkur fagfólk af svæðunum þar sem markviss innlegg, samtal, skynjun og ígrundun þátttakenda er í fókus. Lært er frá morgni til kvölds og unnið með óljós skil á milli þess sem er að kenna og læra, milli þess að læra af umhverfinu, öðru fólki og ferðalaginu sjálfu.
Í námsmati er rík áhersla lögð á að nemendur ígrundi upplifanir sínar og setji þær í samhengi við fræðileg viðfangsefni námskeiðsins og fyrri reynslu. Einnig munu nemendur vinna verkefni þar sem tengja á viðgangsefni námskeiðsins, eigin reynslu og þekkingu við starf á vettvangi. Sá vettvangur getur t.d. verið innan skóla- og frístundastarfs, félagsmála, ferðaþjónustu eða rannsókna.
Námskeiðið er þróunarverkefni þeirra aðila sem að því koma, sem eru m.a. Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði og Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu.
Ævintýri, forysta og ígrundun: Undir berum himni (TÓS004M)
Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun, samvinnu nemenda og kennara af ólíkum fræðasviðum. Vettvangur námsins er náttúra Íslands. Unnið með þrjú viðfangsefni þ.e. ígrundun, útilíf og sjálfbærni með áherslu á persónulegan- og faglega þroska þátttakenda.
Á námskeiðinu verður fjallað um tengsl manns og náttúru og ígrundun eigin upplifana. Kenndir verða og þjálfaðir þættir sem nauðsynlegt er að kunna skil á þegar ferðast er gangandi um óbyggðir. Fjallað verður um hugmyndafræði útilífs (friluftsliv) og hún sett í samhengi við samtímann.
Skipulag verður:
Undirbúningsdagur xx. maí 2025 kl 16-18.
Sameiginlega dagsferð xx. maí kl 9:00-17:00 (gengið á Skeggja á Hengilssvæðinu).
Ferðalag námskeiðsins er xx-xx. júní 2025 (fimmtudagur kl. 9 til sunnudags kl. 18). Farið verður út úr bænum, gist í tjöldum og ferðast gangandi um náttúru Íslands.
Nánari dagskrá kynnt xx. maí.
Ferðakostnaður er 12.000 kr. Auk þess greiða nemendur kostnað vegna fæðis.
Skyldumæting er í alla þætti námskeiðsins.
Staðartengd útimenntun (TÓS001M)
Á námskeiðinu ræður samfélag staðarins tilhögun námsins og við beitum reynslunámi þar sem nemendur upplifa „siglingar, strönd og arfleifð sjóferða“. Í staðartengdri útimenntun er unnið með námsferli sem grundvallað er á upplifun af sögum sem eiga rætur að rekja til ákveðins staðar; einstökum sögulegum staðreyndum, umhverfi, menningu, efnahag, bókmenntum og listum staðarins.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur upplifi staðinn með öllum sínum skynfærunum og öðlist þannig tengsl við staðinn sem verða grunnur að þekkingarleit. Með því að tengjast staðnum og bregðast við honum þroska nemendur með sér dýpri skilning á einkennum staðarins, virðingu og vitund um hann. Gengið verður og siglt um undraheim staðarins, inn í fornar og nýjar sögur hans og nemendur velta fyrir sér framtíð staðarins.
Með þennan nýja skilning og viðmið að leiðarljósi munu nemendur kanna með fjölbreyttum hætti ýmis alþjóðleg vandamál, rétt umhverfisins, sjálfbærni og félagslegt réttlæti staðarins?
Nemendur eru hvattir til að beina sjónum sínum að samfélagi, sögum, menningu og hagsmunahópum og munu ýmsir sérfróðir aðilar taka þátt í kennslu á námskeiðinu ásamt kennurum. Nemendur upplifa staðartengda uppeldisfræði (e. pedagogy of place) bæði úti og inni að eigin raun og geta með því beitt henni í lífi og starfi.
Námskeiðið hefur verið þróað í samstarfi milli Háskóla Íslands og Outdoor Learning teymisins í Plymouth Marjon University í Bretlandi og er stutt af Siglingaklúbbnum Ými, Vatnasportmiðstöðinni Siglunesi, Sjóminjasafni Reykjavíkur og Sjávarklasanun.
Fæðis- og ferðakostnaður: 11.000 kr.
Vinnulag:
Námskeiðið byggir á virkri þátttök allra. Undirbúningsdagur er 25. júní kl. 16.30-18. Námskeiðið er dagana 6.-8. ágúst og 11.-13. 2025 og miðað er við kennslu allan daginn og við erum mjög mikið úti.
Námskeiðið fer fram mikið úti. Stefnt er að því að fara á sjó, upplifa fjöru og strandlengju, kynnast nýjum hliðum á Reykjavík og fara í Viðey og jafnvel Gróttu.
Þáttagerð. Vinnsla fræðilegs efnis fyrir útvarp (í samvinnu við RÚV) (BLF201M)
Markmiðið með námskeiðinu er að gefa nemendum tækifæri til að koma rannsóknum sínum og annarra á framfæri við hlustendur Ríkisútvarpsins, jafnframt því að rýna í samfélag og menningu á fræðilegum forsendum. Nemendum gefst um leið tækifæri til að kynnast útvarpinu sem miðli, fá reynslu af þáttagerð og kynnast verklagi reynds fjölmiðlafólks.
Á meðal þess sem rætt verður um á námskeiðinu er: Ríkisútvarpið sem miðill, útvarp sem farvegur fræða, gerð fléttuþátta fyrir útvarp, viðtöl við fræðimenn, hvernig nýta megi eigin sérfræðiþekkingu við dagskrárgerð og krafturinn sem býr í hinu ósagða. Rætt verður um talmál og tónlist í safni Ríkisútvarpsins. Lögð verður áhersla á hvernig tækni hefur þróast varðandi varðveislu og afspilun og hvernig hægt er að flétta eldri upptökur inn í nýja dagskrá.
Auk þessa fræðast nemendur um handritsgerð, viðtöl og vinnu í hljóðstofu. Þættir nemenda verða á dagskrá Ríkisútvarpsins á komandi vetri.
Trans börn og samfélag (UME204M)
Markmið:
Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum og rannsóknum í fræðum sem koma inn á veruleika og upplifanir trans fólks (trans fræði). Einnig verða meginhugmyndir gagnrýnna bernskufræða kynntar. Áhersla verður lögð á að þátttakendur verði meðvitaðir um veruleika trans ungmenna og trans barna og samfélagslega orðræðu um málaflokkinn.
Viðfangsefni:
Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynjatvíhyggja, kynsegin, kynvitund, samtvinnun, trans* hugtakið, síshyggja, umhyggja, barnavernd og réttindi barna. Fjallað verður um megininntak transfræða/hinseginfræða og hvernig hægt er að nýta sér þá nálgun til varpa ljósi á uppeldi, menntun, samfélag, tómstunda- og félagsstarf og íþróttir. Nálgunin verður í anda gagnrýnna trans- og bernskufræða og félagslegrar mótunarhyggju. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi og aðrar stofnanir, hérlendis og erlendis, og hvernig margs konar mismunun skapast og viðhelst og getur ýtt undir stofnanabundna transfóbíu og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við efnið. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi uppeldis- og menntunarfræðinga, þroskaþjálfa, foreldrafræðara, kennara, tómstunda- og félagsmálafræðinga, stjórnendur og annað fagfólk til að skapa hinsegin/trans vænt andrúmsloft í viðeigandi hópum sem unnið er með.
Hafðu samband
Kennsluskrifstofa
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.