Skip to main content

Hugrún - geðfræðslufélag

Hugrún - geðfræðslufélag - á vefsíðu Háskóla Íslands

Nemendur í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði stofnuðu Hugrúnu – geðfræðslufélag árið 2016.

Markmið félagsins er að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði og að auka samfélagslega vitund um málaflokkinn.

Hugrún hefur m.a. staðið fyrir:

  • Fræðslu í framhaldsskólum
  • Opnum fræðslukvöldum fyrir almenning 
  • Kynningum í félagsmiðstöðvum
  • Fræðslu fyrir foreldra- og nemendafélög og fleiri

Hægt er að kynna sér starfsemi félagsins og bóka fyrirlestra á vefsíðunni gedfraedsla.is.

Á vefsíðu Hugrúnar eru fræðslugreinar um:

  • kvíða
  • þunglyndi
  • áfallastreituröskun
  • átraskanir
  • geðklofa
  • fíknisjúkdóma
  • þráhyggju og áráttu 
  • geðhvörf
""
Tengt efni