Skip to main content

Ítalska

Ítalska

Hugvísindasvið

Ítalska

BA gráða – 120 einingar

Nám í ítölsku við HÍ er opið bæði nemendum sem hafa enga kunnáttu í ítölsku svo og fyrir lengra komna. Markmið ítölskunáms við Háskóla Íslands er að kenna BA-nemum að njóta ítalskrar tungu, sögu, bókmennta, kvikmynda og lista. Nemendur eru þjálfaðir í notkun málsins og öðlast færni til að lesa og skilja bókmenntatexta út frá félagslegu og sögulegu baksviði þeirra.

Skipulag náms

X

Mál og menning á umbrotatímum (MOM101G, MOM102G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum grunnþjálfun í meðferð ritaðs máls og fræðilegum skrifum. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og ritstundum. Auk þess heimsækja nemendur Ritver Háskóla Íslands og fá þar ráðgjöf. Í námskeiðinu er fjallað um vinnulag við ritun fræðilegra texta, val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu ritsmíðarinnar, heimildanotkun og frágang. Nemendur fá einnig þjálfun í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað verður meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara og aðstoðarkennara. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku nemenda í tímum, ritstundum og heimsóknum í Ritverið. 

ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Á ÍSLENSKU OG Í STAÐNÁMI. ÞEIR SEM TAKA NÁMSKEIÐIÐ Á ENSKU OG Í FJARNÁMI EIGA AÐ VERA SKRÁÐIR Í MOM102G.

MOM101G er ætlað nemendum í erlendum tungumálum ÖÐRUM en ensku. Nemendur í ensku og þeir sem ekki eiga íslensku að móðurmáli eiga að vera skráðir í MOM102G.

X

Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM101G, MOM102G)

Námskeiðið er inngangsnámskeið í Mála- og menningardeild. Megin markmið og tilgangur námskeiðsins er kynning á grundvallar hugtökum og sértækum orðaforða á þessu sviði, skoðun á gagnrýnni hugsun til að auka lesskilning akademískra texta, innleyðing gagnlegra námsaðferða og fræðilegra vinnubragða er stuðla að árangursríku háskólanámi, umræður um ritstuld og fræðilegan heiðarleika, mat á fræðilegum kröfum o.s.frv. Nemendur fá hagnýta þjálfun í gagnrýnu mati á fræðilegum textum og gagnrýnni greiningu innihalds þeirra, að þekkja/auðkenna ákveðna orðræðu (munstur) og uppbyggingu ýmissa textategunda, að velja viðeigandi og trúverðugar heimildir og kynningu á greinandi lestri. Að auki fá nemendur að kynnast mikilvægi akademísks læsis til að auka skilning á fræðilegu efni, ritun þess og framsetningu.

Námskeiðið er kennt á ensku og er ætlað nemendum:

  1. Í ensku til BA
  2. Annarra erlendra tungumála en ensku

*Þeir nemendur sem vantar einingar vegna breyts fyrirkomulags Mála og menningar námskeiðana, þar sem MOM102 var áður 5 einingar, þurfa að bæta við sig einstaklingsverkefni (MOM001G, 1 eining) innan MOM102 námskeiðsins.

  • Þetta einstaklingsverkefni er einungis ætlað þeim nemendum sem sátu MOM202G fyrir skólaárið 2024-2025, og eru núna í MOM102G, og því einungis með 9 einingar í Mála og menningar námskeiðunum.
  • Nemendur sem ætla að bæta upp einingafjöldann með 6 eininga námskeiði innan greinar er frjálst að gera það og taka ekki þetta einstaklingsverkefni.

Til að skrá sig í einstaklingsverkefnið þarf að hafa samband við kennara MOM102G.

X

Ítölsk málfræði I (ÍTA119G)

Kúrsinum er ætlað að byggja upp alveg frá grunni samskiptahæfni á ítölsku, að bæta málfræðikunnáttu, setningafræði og orðaforða, að bæta skilning og getu með stigvaxandi framsetningu ósvikins efnis til lestrar og hlustunar. Námskeiðið er kennt bæði á íslensku og ítölsku.

X

Málnotkun og talþjálfun I (ÍTA120G)

Kúrsinn er opinn nemendum sem ekki hafa kunnáttu í ítölsku fyrir og tengist kúrsinum Ítölsk málfræði I. Það verða einstaklingsverkefni og hópverkefni eins og hlustun, samtöl, lestur, leikur, role-play og svo framvegis. Með notkun málvers er hægt að styrkja framburð og bæta skilning á töluðu máli. Námskeiðið er kennt bæði á ensku og ítölsku.

X

Land, menning og saga (ÍTA324G)

Þessu byrjendanámskeiði er ætlað að draga upp yfirlitsmynd af Ítalíu samtímans og kynna fyrir nemendum menningu, landafræði og samfélag. Farið nánar út í málefni er snúa að landsvæðum og almenningi, ríksstofnunum, menningu og efnahag auk þess sem drepið verður á hefðum landsins og matarmenningu.

X

Ítalska óperan (ÍTA420G)

The objective of this course is to introduce the students to the world of Italian music, and in particular to one of its most successful products: the Opera. In particular, the course will aim to provide some tools and to develop the necessary awareness for an enjoyable fruition of this art form.

The course will start by offering a preliminary and rudimentary foundation of music history and theory, where students will also learn some basic notions of music notation. The course will include an overview on the history of western classical music, to better understand how the Opera came into being. Students will thus become acquainted with the main features of its development.

Pivotal figures in the development of the genre will be presented, along with some of their most significant works, particularly Monteverdi, Mozart, Rossini, Verdi and Puccini.

Listening assignments will be administered weekly and students will become acquainted with a number of fundamental entries of the classical canon and repertoire.

X

Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Sjálfsnám í ítölsku I (fjarnám) (ÍTA003G)

Sjálfsnám í ítölsku I er nemendastýrt fjarnám sem er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og verður skipt í hópa eftir getu. Nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á kennslutímabilinu. Auk þess taka nemendur þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.

X

Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM201G, MOM202G)

Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.

X

Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM201G, MOM202G)

Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.

X

Inngangur að ítölskum bókmenntum (ÍTA248G)

Nemendur kynnast kenningum, heitum og hugtökum í bókmenntafræði með áherslu á ítalskar bókmenntir.

X

Ítölsk málfræði II (ÍTA249G)

ÍTÖLSK MÁLFRÆÐI II er námskeið fyrir sjálfstæða notendur í málinu (B1-B2) og tengist námskeiðinu ÍTA250G Málnotkun og talþjálfun II (Language Use and Oral Expression II). Markmiðið er að læra grunnreglur ítalskrar málfræði og er kennt tvisvar í viku. Aukatími til að æfa málið er einu sinni á viku í Tungumálamiðstöðinni á 2. hæð í Veröld - húsi Vigdísar.

X

Málnotkun og talþjálfun II (ÍTA250G)

Framhald af námskeiðinu Málnotkun og talþjálfun I.

X

Listasaga Ítalíu (ÍTA115G)

Kynning á listasögu Ítalíu.

Italian Art History deals with the general history of plastic arts, architecture, applied arts, photography and new media in Italy and its Euro-Mediterranean context from Late Antiquity until present day. By means of lectures, readings and homework the students expand their knowledge in art throughout different ages and genres, and systematically acquire the conceptual tools to describe, classify and interpret these objects. The course introduces different methods of analysing artworks regarding their origin, type, function and effect, as well as their material and inspirational preconditions. Particular attention will be devoted to the following styles: Byzantine, Romanesque, Gothic, Renaissance, Baroque and Neoclassic. 

X

Latína II: Úrval latneskra texta (KLM201G)

Námskeiðið tekur við af KLM101G Latínu I. Í námskeiðinu verður lesið úrval latneskra texta eftir ýmsa höfunda.

Kennt er á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Sjálfsnám í ítölsku II (ÍTA004G)

Sjálfsnám í ítölsku II er nemendastýrt fjarnám sem er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og verður skipt í hópa eftir getu. Nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Um er að ræða framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem hafa lokið Sjálfsnámi í frönsku I. Það námskeið er þó ekki nauðsynlegur undirbúningur og nýir nemendur geta skráð sig í þetta námskeið að uppfylltum forkröfum. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á kennslutímabilinu. Auk þess taka nemendur þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.

X

Ítalskar bókmenntir I (ÍTA302G)

Í námskeiðinu verða nokkur helstu verk ítalskra bókmennta frá upphafi til 20. aldar lesin og greind og þau skoðuð í sögu- og bókmenntasögulegu samhengi.

X

Málnotkun og talþjálfun III (ÍTA328G)

Framhald af námskeiðinu Málnotkun og talþjálfun II. Í þessu námskeiði munu nemendur styrkja sig í hlustun og töluðu máli. Það verða einstaklingsverkefni og hópverkefni eins og hlustun, samtöl, lestur, leikur, role-play og svo framvegis. Virk þátttaka er mikilvæg.

X

Ítölsk málfræði III (ÍTA329G)

Framhald af námskeiðinu ÍTA249G Ítölsk málfræði II.

X

Þýðingar og málvísindi (ÍTA422G)

Í þessu námskeiði verður fjallað um ýmis mikilvæg hugtök og hugmyndir í málvísindum, einkum að því er varðar hljóðfræði, hljóðkerfisfræði, orðmyndunarfræði, merkingarfræði tungumálsins, máltöku barna og annarsmálsfræði.

Farið verður einnig í helstu kenningar í þýðingafræði og þýðingatækni. Tekin verða fyrir þýðingadæmi úr helstu fagmálum og lögð stund á hagnýtar þýðingar úr ítölsku á íslensku og öfugt.

X

Land, menning og saga (ÍTA324G)

Þessu byrjendanámskeiði er ætlað að draga upp yfirlitsmynd af Ítalíu samtímans og kynna fyrir nemendum menningu, landafræði og samfélag. Farið nánar út í málefni er snúa að landsvæðum og almenningi, ríksstofnunum, menningu og efnahag auk þess sem drepið verður á hefðum landsins og matarmenningu.

X

Ítalska óperan (ÍTA420G)

The objective of this course is to introduce the students to the world of Italian music, and in particular to one of its most successful products: the Opera. In particular, the course will aim to provide some tools and to develop the necessary awareness for an enjoyable fruition of this art form.

The course will start by offering a preliminary and rudimentary foundation of music history and theory, where students will also learn some basic notions of music notation. The course will include an overview on the history of western classical music, to better understand how the Opera came into being. Students will thus become acquainted with the main features of its development.

Pivotal figures in the development of the genre will be presented, along with some of their most significant works, particularly Monteverdi, Mozart, Rossini, Verdi and Puccini.

Listening assignments will be administered weekly and students will become acquainted with a number of fundamental entries of the classical canon and repertoire.

X

Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Sjálfsnám í ítölsku I (fjarnám) (ÍTA003G)

Sjálfsnám í ítölsku I er nemendastýrt fjarnám sem er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og verður skipt í hópa eftir getu. Nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á kennslutímabilinu. Auk þess taka nemendur þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.

X

BA-ritgerð í ítölsku (ÍTA242L)

BA-ritgerð í ítölsku.

X

Ítalskar kvikmyndir (ÍTA403G)

Í námskeiðinu Ítalskar kvikmyndir er nemendum veitt innsýn í sögu kvikmyndagerðar á ítalíu á tuttugustu öld. Raktir verða helstu þættir sem hafa haft áhrif á ítalska kvikmyndagerð og reynt að greina hvað það er sem helst einkennir ítalskar kvikmyndir. Einnig verður farið í nokkur grunnatriði í kvikmyndagreiningu til að auðvelda nemendum rannsóknir sínar. Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara og umræðum í tíma. Ætlast er til þess að nemendur taki virkan þátt í umræðum.

X

Ítalskar bókmenntir II og smásögur (ÍTA410G)

Í námskeiðinu verða nokkur helstu verk ítalskra bókmennta 20. aldarinnar lesin og greind og þau skoðuð í sögu- og bókmenntasögulegu samhengi.

Ítalskar smásögur verða lesnar og greindar.

X

Listasaga Ítalíu (ÍTA115G)

Kynning á listasögu Ítalíu.

Italian Art History deals with the general history of plastic arts, architecture, applied arts, photography and new media in Italy and its Euro-Mediterranean context from Late Antiquity until present day. By means of lectures, readings and homework the students expand their knowledge in art throughout different ages and genres, and systematically acquire the conceptual tools to describe, classify and interpret these objects. The course introduces different methods of analysing artworks regarding their origin, type, function and effect, as well as their material and inspirational preconditions. Particular attention will be devoted to the following styles: Byzantine, Romanesque, Gothic, Renaissance, Baroque and Neoclassic. 

X

Latína II: Úrval latneskra texta (KLM201G)

Námskeiðið tekur við af KLM101G Latínu I. Í námskeiðinu verður lesið úrval latneskra texta eftir ýmsa höfunda.

Kennt er á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Sjálfsnám í ítölsku II (ÍTA004G)

Sjálfsnám í ítölsku II er nemendastýrt fjarnám sem er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og verður skipt í hópa eftir getu. Nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Um er að ræða framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem hafa lokið Sjálfsnámi í frönsku I. Það námskeið er þó ekki nauðsynlegur undirbúningur og nýir nemendur geta skráð sig í þetta námskeið að uppfylltum forkröfum. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á kennslutímabilinu. Auk þess taka nemendur þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.

X

Tungumál og leiklist (MOM401G)

Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.

Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.

Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.

Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.

Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.

Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.

Hámarksfjöldi nemenda er 15.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Mál og menning á umbrotatímum (MOM101G, MOM102G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum grunnþjálfun í meðferð ritaðs máls og fræðilegum skrifum. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og ritstundum. Auk þess heimsækja nemendur Ritver Háskóla Íslands og fá þar ráðgjöf. Í námskeiðinu er fjallað um vinnulag við ritun fræðilegra texta, val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu ritsmíðarinnar, heimildanotkun og frágang. Nemendur fá einnig þjálfun í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað verður meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara og aðstoðarkennara. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku nemenda í tímum, ritstundum og heimsóknum í Ritverið. 

ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Á ÍSLENSKU OG Í STAÐNÁMI. ÞEIR SEM TAKA NÁMSKEIÐIÐ Á ENSKU OG Í FJARNÁMI EIGA AÐ VERA SKRÁÐIR Í MOM102G.

MOM101G er ætlað nemendum í erlendum tungumálum ÖÐRUM en ensku. Nemendur í ensku og þeir sem ekki eiga íslensku að móðurmáli eiga að vera skráðir í MOM102G.

X

Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM101G, MOM102G)

Námskeiðið er inngangsnámskeið í Mála- og menningardeild. Megin markmið og tilgangur námskeiðsins er kynning á grundvallar hugtökum og sértækum orðaforða á þessu sviði, skoðun á gagnrýnni hugsun til að auka lesskilning akademískra texta, innleyðing gagnlegra námsaðferða og fræðilegra vinnubragða er stuðla að árangursríku háskólanámi, umræður um ritstuld og fræðilegan heiðarleika, mat á fræðilegum kröfum o.s.frv. Nemendur fá hagnýta þjálfun í gagnrýnu mati á fræðilegum textum og gagnrýnni greiningu innihalds þeirra, að þekkja/auðkenna ákveðna orðræðu (munstur) og uppbyggingu ýmissa textategunda, að velja viðeigandi og trúverðugar heimildir og kynningu á greinandi lestri. Að auki fá nemendur að kynnast mikilvægi akademísks læsis til að auka skilning á fræðilegu efni, ritun þess og framsetningu.

Námskeiðið er kennt á ensku og er ætlað nemendum:

  1. Í ensku til BA
  2. Annarra erlendra tungumála en ensku

*Þeir nemendur sem vantar einingar vegna breyts fyrirkomulags Mála og menningar námskeiðana, þar sem MOM102 var áður 5 einingar, þurfa að bæta við sig einstaklingsverkefni (MOM001G, 1 eining) innan MOM102 námskeiðsins.

  • Þetta einstaklingsverkefni er einungis ætlað þeim nemendum sem sátu MOM202G fyrir skólaárið 2024-2025, og eru núna í MOM102G, og því einungis með 9 einingar í Mála og menningar námskeiðunum.
  • Nemendur sem ætla að bæta upp einingafjöldann með 6 eininga námskeiði innan greinar er frjálst að gera það og taka ekki þetta einstaklingsverkefni.

Til að skrá sig í einstaklingsverkefnið þarf að hafa samband við kennara MOM102G.

X

Ítölsk málfræði I (ÍTA119G)

Kúrsinum er ætlað að byggja upp alveg frá grunni samskiptahæfni á ítölsku, að bæta málfræðikunnáttu, setningafræði og orðaforða, að bæta skilning og getu með stigvaxandi framsetningu ósvikins efnis til lestrar og hlustunar. Námskeiðið er kennt bæði á íslensku og ítölsku.

X

Málnotkun og talþjálfun I (ÍTA120G)

Kúrsinn er opinn nemendum sem ekki hafa kunnáttu í ítölsku fyrir og tengist kúrsinum Ítölsk málfræði I. Það verða einstaklingsverkefni og hópverkefni eins og hlustun, samtöl, lestur, leikur, role-play og svo framvegis. Með notkun málvers er hægt að styrkja framburð og bæta skilning á töluðu máli. Námskeiðið er kennt bæði á ensku og ítölsku.

X

Land, menning og saga (ÍTA324G)

Þessu byrjendanámskeiði er ætlað að draga upp yfirlitsmynd af Ítalíu samtímans og kynna fyrir nemendum menningu, landafræði og samfélag. Farið nánar út í málefni er snúa að landsvæðum og almenningi, ríksstofnunum, menningu og efnahag auk þess sem drepið verður á hefðum landsins og matarmenningu.

X

Ítalska óperan (ÍTA420G)

The objective of this course is to introduce the students to the world of Italian music, and in particular to one of its most successful products: the Opera. In particular, the course will aim to provide some tools and to develop the necessary awareness for an enjoyable fruition of this art form.

The course will start by offering a preliminary and rudimentary foundation of music history and theory, where students will also learn some basic notions of music notation. The course will include an overview on the history of western classical music, to better understand how the Opera came into being. Students will thus become acquainted with the main features of its development.

Pivotal figures in the development of the genre will be presented, along with some of their most significant works, particularly Monteverdi, Mozart, Rossini, Verdi and Puccini.

Listening assignments will be administered weekly and students will become acquainted with a number of fundamental entries of the classical canon and repertoire.

X

Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Sjálfsnám í ítölsku I (fjarnám) (ÍTA003G)

Sjálfsnám í ítölsku I er nemendastýrt fjarnám sem er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og verður skipt í hópa eftir getu. Nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á kennslutímabilinu. Auk þess taka nemendur þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.

X

Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM201G, MOM202G)

Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.

X

Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM201G, MOM202G)

Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.

X

Inngangur að ítölskum bókmenntum (ÍTA248G)

Nemendur kynnast kenningum, heitum og hugtökum í bókmenntafræði með áherslu á ítalskar bókmenntir.

X

Ítölsk málfræði II (ÍTA249G)

ÍTÖLSK MÁLFRÆÐI II er námskeið fyrir sjálfstæða notendur í málinu (B1-B2) og tengist námskeiðinu ÍTA250G Málnotkun og talþjálfun II (Language Use and Oral Expression II). Markmiðið er að læra grunnreglur ítalskrar málfræði og er kennt tvisvar í viku. Aukatími til að æfa málið er einu sinni á viku í Tungumálamiðstöðinni á 2. hæð í Veröld - húsi Vigdísar.

X

Málnotkun og talþjálfun II (ÍTA250G)

Framhald af námskeiðinu Málnotkun og talþjálfun I.

X

Listasaga Ítalíu (ÍTA115G)

Kynning á listasögu Ítalíu.

Italian Art History deals with the general history of plastic arts, architecture, applied arts, photography and new media in Italy and its Euro-Mediterranean context from Late Antiquity until present day. By means of lectures, readings and homework the students expand their knowledge in art throughout different ages and genres, and systematically acquire the conceptual tools to describe, classify and interpret these objects. The course introduces different methods of analysing artworks regarding their origin, type, function and effect, as well as their material and inspirational preconditions. Particular attention will be devoted to the following styles: Byzantine, Romanesque, Gothic, Renaissance, Baroque and Neoclassic. 

X

Latína II: Úrval latneskra texta (KLM201G)

Námskeiðið tekur við af KLM101G Latínu I. Í námskeiðinu verður lesið úrval latneskra texta eftir ýmsa höfunda.

Kennt er á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Sjálfsnám í ítölsku II (ÍTA004G)

Sjálfsnám í ítölsku II er nemendastýrt fjarnám sem er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og verður skipt í hópa eftir getu. Nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Um er að ræða framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem hafa lokið Sjálfsnámi í frönsku I. Það námskeið er þó ekki nauðsynlegur undirbúningur og nýir nemendur geta skráð sig í þetta námskeið að uppfylltum forkröfum. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á kennslutímabilinu. Auk þess taka nemendur þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.

X

Ítalskar bókmenntir I (ÍTA302G)

Í námskeiðinu verða nokkur helstu verk ítalskra bókmennta frá upphafi til 20. aldar lesin og greind og þau skoðuð í sögu- og bókmenntasögulegu samhengi.

X

Málnotkun og talþjálfun III (ÍTA328G)

Framhald af námskeiðinu Málnotkun og talþjálfun II. Í þessu námskeiði munu nemendur styrkja sig í hlustun og töluðu máli. Það verða einstaklingsverkefni og hópverkefni eins og hlustun, samtöl, lestur, leikur, role-play og svo framvegis. Virk þátttaka er mikilvæg.

X

Ítölsk málfræði III (ÍTA329G)

Framhald af námskeiðinu ÍTA249G Ítölsk málfræði II.

X

Þýðingar og málvísindi (ÍTA422G)

Í þessu námskeiði verður fjallað um ýmis mikilvæg hugtök og hugmyndir í málvísindum, einkum að því er varðar hljóðfræði, hljóðkerfisfræði, orðmyndunarfræði, merkingarfræði tungumálsins, máltöku barna og annarsmálsfræði.

Farið verður einnig í helstu kenningar í þýðingafræði og þýðingatækni. Tekin verða fyrir þýðingadæmi úr helstu fagmálum og lögð stund á hagnýtar þýðingar úr ítölsku á íslensku og öfugt.

X

Land, menning og saga (ÍTA324G)

Þessu byrjendanámskeiði er ætlað að draga upp yfirlitsmynd af Ítalíu samtímans og kynna fyrir nemendum menningu, landafræði og samfélag. Farið nánar út í málefni er snúa að landsvæðum og almenningi, ríksstofnunum, menningu og efnahag auk þess sem drepið verður á hefðum landsins og matarmenningu.

X

Ítalska óperan (ÍTA420G)

The objective of this course is to introduce the students to the world of Italian music, and in particular to one of its most successful products: the Opera. In particular, the course will aim to provide some tools and to develop the necessary awareness for an enjoyable fruition of this art form.

The course will start by offering a preliminary and rudimentary foundation of music history and theory, where students will also learn some basic notions of music notation. The course will include an overview on the history of western classical music, to better understand how the Opera came into being. Students will thus become acquainted with the main features of its development.

Pivotal figures in the development of the genre will be presented, along with some of their most significant works, particularly Monteverdi, Mozart, Rossini, Verdi and Puccini.

Listening assignments will be administered weekly and students will become acquainted with a number of fundamental entries of the classical canon and repertoire.

X

Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Sjálfsnám í ítölsku I (fjarnám) (ÍTA003G)

Sjálfsnám í ítölsku I er nemendastýrt fjarnám sem er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og verður skipt í hópa eftir getu. Nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á kennslutímabilinu. Auk þess taka nemendur þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.

X

BA-ritgerð í ítölsku (ÍTA242L)

BA-ritgerð í ítölsku.

X

Ítalskar kvikmyndir (ÍTA403G)

Í námskeiðinu Ítalskar kvikmyndir er nemendum veitt innsýn í sögu kvikmyndagerðar á ítalíu á tuttugustu öld. Raktir verða helstu þættir sem hafa haft áhrif á ítalska kvikmyndagerð og reynt að greina hvað það er sem helst einkennir ítalskar kvikmyndir. Einnig verður farið í nokkur grunnatriði í kvikmyndagreiningu til að auðvelda nemendum rannsóknir sínar. Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara og umræðum í tíma. Ætlast er til þess að nemendur taki virkan þátt í umræðum.

X

Ítalskar bókmenntir II og smásögur (ÍTA410G)

Í námskeiðinu verða nokkur helstu verk ítalskra bókmennta 20. aldarinnar lesin og greind og þau skoðuð í sögu- og bókmenntasögulegu samhengi.

Ítalskar smásögur verða lesnar og greindar.

X

Listasaga Ítalíu (ÍTA115G)

Kynning á listasögu Ítalíu.

Italian Art History deals with the general history of plastic arts, architecture, applied arts, photography and new media in Italy and its Euro-Mediterranean context from Late Antiquity until present day. By means of lectures, readings and homework the students expand their knowledge in art throughout different ages and genres, and systematically acquire the conceptual tools to describe, classify and interpret these objects. The course introduces different methods of analysing artworks regarding their origin, type, function and effect, as well as their material and inspirational preconditions. Particular attention will be devoted to the following styles: Byzantine, Romanesque, Gothic, Renaissance, Baroque and Neoclassic. 

X

Latína II: Úrval latneskra texta (KLM201G)

Námskeiðið tekur við af KLM101G Latínu I. Í námskeiðinu verður lesið úrval latneskra texta eftir ýmsa höfunda.

Kennt er á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Sjálfsnám í ítölsku II (ÍTA004G)

Sjálfsnám í ítölsku II er nemendastýrt fjarnám sem er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og verður skipt í hópa eftir getu. Nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Um er að ræða framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem hafa lokið Sjálfsnámi í frönsku I. Það námskeið er þó ekki nauðsynlegur undirbúningur og nýir nemendur geta skráð sig í þetta námskeið að uppfylltum forkröfum. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á kennslutímabilinu. Auk þess taka nemendur þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.

X

Tungumál og leiklist (MOM401G)

Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.

Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.

Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.

Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.

Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.

Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.

Hámarksfjöldi nemenda er 15.

X

Heildahagfræði I (Þjóðhagfræði I) (HAG103G)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í helstu kenningar og hugtök heildahagfræði. Fjallað verður um lögmál efnahagslífsins og helstu grundvallarkenningar heildahagfræðinnar um þróun hagstærða til skamms og langs tíma ásamt helstu hugtökum í efnahagsumræðu. Áhersla er lögð bæði á fræðilegt inntak og hagnýtt gildi námsefnisins og tengsl þess við ýmis efnahagsmál, sem eru ofarlega á baugi á Íslandi og erlendis. Staðgóð þekking á þjóðhagfræði býr nemendur undir ýmis önnur námskeið, og lífið.

X

Inngangur að markaðsfræði (VIÐ101G)

Viðfangsefni námskeiðs eru markaðshugtakið, markaðsáherslur og tengsl markaðsfræðinnar við stjórnun og stefnumótun. Einnig er fjallað um greiningu á markaðsumhverfinu, greiningu á kauphegðun, stefnumótun markaðsmála, samkeppni og samkeppnisforskot. Að síðustu er fjallað um með hvaða hætti á að útfæra markaðsstarf svo árangur náist. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda í fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.

X

Stærðfræði A (VIÐ102G)

Mikilvæg atriði úr námsefni framhaldsskóla rifjuð upp. Línuleg og ólínuleg föll. Prósentureikningur og grunnatriði í fjármálastærðfræði. Diffrun og hlutdiffrun. Hámörkun og lágmörkun með og án hliðarskilyrða, aðferð Lagrange.  Heildun. Undirstöðuatriði fylkjareiknings.

X

Inngangur að fjárhagsbókhaldi (VIÐ103G)

Námskeiðinu er ætlað að gera nemendur læsa á ársreikninga hlutafélaga. Eðli og tilgangur fjárhagsbókhalds og reikningsskila verða í forgrunni. Kynntar verða þær meginforsendur og grundvallarreglur er reikningsskil byggja á. Sérstök áhersla verður lögð á samhengið milli einstakra kafla í ársreikningnum.
Stefnt er að því að nemendur geti greint mikilvægar upplýsingar í ársreikningi hlutafélags og túlkað þær fyrir þeim sem þurfa á þessum upplýsingum að halda.

X

Rekstrarhagfræði I (VIÐ105G)

Markmið námskeiðsins er að kenna nemendum grunnatriði í hagrænni hugsun og meginkenningum í rekstrarhagfræði þannig að þeir kunni skil á helstu hugtökum og notkun. Framboð, eftirspurn og teygni. Neytendahagfræði. Markaðir, skilvirkni og velferð. Skattkerfi og áhrif skattlagningar. Ytri áhrif, samgæði og auðlindir. Ósamhverfar upplýsingar, freistnivandi og hrakval. Kostnaður við framleiðslu, samkeppni, fákeppni, einokun. Vinnumarkaður, mismunun og tekjuskipting. Verkaskipting og verslun.

X

Vinnulag í viðskiptafræði (VIÐ157G)

Í námskeiðinu verður fjallað um námstækni, gagnrýna hugsun, siðferði, hópavinnu, samskipti, hlustun, skriflega framsetningu og kynningu á verkefnum. Nemendur vinna einstaklings- og hópverkefni af ýmsum toga. 

Markmið námskeiðs er að veita nemendum grundvallarfærni í faglegum vinnubrögðum í viðskiptafræði; meðal annars er lögð áhersla á að nemendur öðlist leikni við úrvinnslu heimilda.

X

Fjármál I (VIÐ301G)

Markmið með námskeiðunum Fjármál I og Fjármál II er að nemendur tileinki sér:
* Aðferðir að meta gildi einfaldra fjármálagerninga á mismunandi tíma; að reikna til núvirðis mismunandi fjárstrauma peningalegra eigna, verkefna og fastafjármuna.
* Tækni, við fjármálastjórn og áætlanagerð fyrirtækja.
* Aðferðir, sem fjármálafræði býr yfir, þegar leitað er lausna á torveldum viðfangsefnum.

X

Lögfræði A - almenn viðskiptalögfræði (VIÐ302G)

Í námskeiðinu er farið yfir atriði í íslenskri lögfræði m.a. helstu réttarheimildir, uppbyggingu á íslensku réttarkerfi og stjórnsýslu. Þá verður farið yfir réttarsvið sem horfa ber til í daglegum viðskiptum.

Tilgangur námskeiðsins er að undirbúa nemendur undir viðfangsefni sem líkleg eru til þess að verða á vegi þeirra í störfum í viðskiptalífinu. Lögð er áhersla að nemendur fái kynningu á lögfræðinni til að geta betur greint lögfræðileg úrlausnarefni og tekið á þeim áður en þau verða að lögfræðilegum vandamálum.

Helstu viðfangsefni til umfjöllunar eru: Réttarheimildir, stjórnsýsluréttur, samningar, tilurð þeirra, túlkun og gildi, helstu reglur um lausfjárkaup og úrræði samningsaðila vegna galla og annarra vanefnda ásamt fullnustugerðum. Fjallað verður um gjaldþrotaskipti, kröfurétt, félaga- og samkeppnisrétt og persónuvernd.

X

Inngangur að alþjóðaviðskiptum (VIÐ303G)

 Fjallað er um helstu kenningar í alþjóðaviðskiptum, umhverfi og þróun. Þá er fjallað um áhrif menningar í alþjóðlegum viðskiptum, alþjóðlega mannauðsstjórnun, erlenda fjárfestingu og staðsetningu framleiðslu. Fjallað er um mögulegar leiðir við alþjóðavæðingu fyrirtækja, kosti þess og galla fyrir fyrirtæki að hafa starfsemi erlendis, útrás íslenskra fyrirtækja og hvað má læra af sögunni, skipulag alþjóðlegs rekstrar, alþjóðlega markaðssetningu og þróunarstarf, alþjóðlegt samstarf og stjórnun. Þá verður fjallað um hvernig kreppur hafa áhrif á rekstur sem og heimsfaraldur á borð við Covid 19.

X

Einstaklingsskattaréttur (VIÐ501G)

Á námskeiðinu verður farið yfir meginreglur ísl. skattalaga um skattskylda aðila og skattskyldar tekjur þar á meðal hvaða gjöld heimilt er að draga frá þeim. Sérstök áhersla verður lögð á uppgjör tekjuskattsstofna hjá einstaklingum og sjálfstætt starfandi með úrlausnum á dæmum og raunhæfum verkefnum. Kynnt verður gerð skattframtals einstaklinga og hjóna svo og atvinnurekstrarframtals. Fjallað verður um ákvörðun hvers konar bóta og afslátta frá skatti. Farið verður yfir grundvallarreglur réttarfars í skattamálum, endurákvarðanir á sköttum og afleiðingar af vísvitandi röngum skattskilum. Veitt verður innsýn í meginreglur laga um virðisaukaskatt og tryggingagjald. Að námskeiðinu loknu er við það miðað að námsmaður geti talið fram fyrir einstaklinga og lítil fyrirtæki svo og kært skattákvörðun ef hún er röng að hans mati.

X

UII - viðskiptagreining og gagnavinnsla (VIÐ502G)

Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum verkfæri upplýsingatækni sem nýtast við stefnumótun og ákvarðanatöku á sviði viðskiptalífsins. Lögð er áhersla á að nemendur auki færni sína í úrvinnslu gagna, skoðuð uppbygging gagnagrunna, vöruhús og SQL fyrirspurnamálið. Farið er yfir viðskiptagreiningu, gervigreind, gagnavísindi, rafræn viðskipti. Skoðuð helstu notkunarsvið og hvernig hún styður við stefnumótun og ákvarðanatöku í stjórnun og rekstri.

Áhersla er lögð á að leysa hagnýt verkefni með ýmsum verkfærum s.s. Excel, Access, SQLite og Power BI.

X

Fjármálamarkaðir (VIÐ505G)

Í siðmenntuðum ríkjum mynda fjármálastofnanir stoðkerfi efnahagslífsins. Hlutverk þeirra er að styðja fólk og fyrirtæki í allri framleiðslu þeirra og framkvæmdum, sem og að liðsinna í áhættustjórnun, áhættu, sem fólk og fyrirtæki tekst á hendur. Afar mikilvægt er að öðlast skilning á tilgangi og innri virkni fjármálafyrirtækja, til þess að geta séð fyrir um hegðun þeirra og framþróun. Þannig má öðlast færni við að draga ályktanir um áhrif þessara stofnana á raunhagkerfið sjálft frá einum tíma til annars, í einu landi eða öðru. Þetta námskeið miðar af því að kynna fjármálafræði (e. theory of finance) í gegnum sögu fjármálastofnana og fjármálaþjónustu, svo sem banka, greiðslumiðlunar, tryggingafélaga, seðlabanka, verðbréfamarkaða og afleiðumarkaða. Farið verður yfir styrkleika þessara stofnana sem og ófullkomleika, til að varpa ljósi á það, hvert þessar stofnanir stefna til framtíðar. Íslenska bankahrunið býður upp á ótal dæmi, sem dreginn verður lærdómur af í gegnum allt námskeiðið.

X

Ársreikningagerð A (VIÐ505M)

Námskeiðið er ætlað nemendum á fjármála- eða reikningshaldskjörsviði. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á atriðum sem stjórnendur fyrirtækja þurfa að tileinka sér til að geta lagt fram ársreikning samkvæmt viðurkenndum reikningsskilaaðferðum. Í námskeiðinu verður fjallað um helstu reglur í reikningshaldi sem gilda samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og ákvæðum íslenskra laga. Farið verður yfir: formkröfur reikningsskila, rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðstreymi. Meðferð tekna og kostnaðar, meðhöndlun birgða, viðskiptakröfur, varanlega rekstrarfjármuni, óefnislegar eignir, tekjuskatt, virðisrýrnunarpróf, bókun áhættufjármuna og skulda, skammtímaskuldir, langtímalán og eiginfjárliði. Verkefni verða lögð fyrir.

X

Inngangur að verkefnastjórnun (VIÐ506G)

Í námskeiðinu er viðfangsefnið lífshlaup og einkenni verkefna, markmið, verkgreining, sundurliðun verkþátta og flæðirit, áætlanagerð, aðfangastýring, lágmörkun verkefnatímans, áhættustýring, verkkaupin, verkefnastjórinn, verkefnateymið, hagaðila og samspil allra þessara þátta. 

Nýttir verða fjölbreyttir kennsluhættir; fyrirlestrar, umræður, verkefnavinna,  þar sem leitast er við að ýta undir áhuga, vikni og þátttöku nemenda.

Athugið, nemendur þurfa að stofna sér aðgang og kaupa bókina Project Management, The Managerial Proces á heimasíðu McGraw - Hill. Nánari upplýsingar má finna á Canvas síðu námskeiðsins.

X

Inngangur að mannauðsstjórnun (VIÐ509G)

The course covers the basic principles and techniques of human resource management (HRM). A practical view is taken to integrate the contributions of the behavioral sciences with the technical aspect of implementing HRM practices of recruitment, performance management, development, rewards and employee relations. Not everyone taking this course will become a human resource professional, although they will learn about the role of different HRM professionals in organizations. As this will be the only HRM course that many business students take it is intended to build the base for them as managers playing an integral role in implementing and carrying out HRM policies and practices in organizations. In addition, managers have to understand the HRM department and be able to communicate and cooperate with HRM professionals. The course is designed to be an interactive class as the subject matter of HRM is quite rich and complex. Therefore both preparation before class and participation in class are important factors of the learning process. Practical exercises and analysis of cases will take place in class.

X

Vinnumarkaðurinn og þróun hans (VIÐ510G)

Markmið með námskeiðinu er að kynna fyrir viðskiptafræðinemum helstu grunnatriði í vinnumarkaðsfræðum (industrial/employee relations). Rætt verður um skipulag á íslenskum vinumarkaði, tvískiptingu hans og rætt um mun á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði. Fjallað verður um kenningar um vinnumarkaðinn og samskipti aðila vinnumarkaðarins, stofnanauppbyggingu, hlutverk einstakra aðila á vinnumarkaði (verkalýðsfélög, atvinnurekendur og ríkisvald). Fjallað verður um kjarasamninga (fyrirtækja- og vinnustaðasamninga), vinnulöggjöfina, verkföll og verkfallskenningar. Enn fremur farið í helstu réttindi og skyldur í vinnusambandinu, ráðningarsamband, samkeppnisákvæði.

X

Markaðsrannsóknir (VIÐ511G)

Fjallað er um markaðsrannsóknarferlið og mismunandi tegundir og aðferðir markaðsrannsókna. Gerður er greinarmunur á megindlegum og eigindlegum aðferðum og við hvaða aðstæður hvor aðferðir hentar betur. Fjallað er um fyrirliggjandi gögn og frumgögn og nemendur þjálfaðir í að vinna niðurstöður úr tölulegum gögnum og setja þær fram. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda í fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.

X

Viðskipti og alþjóðasamskipti (VIÐ512G)

Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir að starfa á vettvangi alþjóðaviðskipta, efla menningarlæsi þeirra og aðlögunarhæfni. Markmið námskeiðsins eru að nemendur: Þekki og geti beitt helstu kenningum um menningarlegan mismun og fjölbreytni. Hafi skilning á og séu meðvitaðir um eigin menningu, gildi og viðhorf og áhrif þeirra á samskipti og hegðun. Hafi skilning á og geti greint vinnumenningu og þjóðmenningu. Hafi skilning á viðskiptum í fjölmenningarlegu samfélagi og samskiptum ólikra hópa. Geti aðlagað sig að fjölbreyttum aðstæðum og átt samskipti við einstaklinga og hópa frá ólíkum menningarheimum. Nemendur taka þátt í fjölmenningarlegri hópvinnu, flytja fyrirlestra og skrifa skýrslur. Öll kennsla og samskipti í námskeiðinu fara fram á ensku.

X

Inngangur að vörumerkjastjórnun (VIÐ513G)

Markmið námskeiðsins er að nemandinn þekki vel til þeirra lykilþátta sem mynda markaðsmál með sérstakri og skarpri áherslu á stjórnun vörumerkja. Marmiðið er að nemandinn skilji lykiláherslur vörumerkjafræða og átti sig á hvernig einstakir þættir þess sviðs tengjast innbyrðis. Ekki síst er lögð áhersla að nemandi átti sig á tengingu vörumerkjafræða við stefnumótun, samkeppnisstöðu og aðgreiningu á markaði.

Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda í fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.

X

Skapandi atvinnugreinar (VIÐ522G)

Markmið námsskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á sérstöðu skapandi atvinnugreina og lista sem hvorutveggja eru háð styrkjum til framfærslu sinnar á sama tíma og hluti af sömu greinum eru í arðbærum rekstri. Jafnframt verður framtíð skapandi atvinnugreina skoðuð í ljósi aukinnar alþjóðavæðingar ekki síst í formi starfrænnar dreifingar.
Kennslan mun fara fram í formi fyrirlestra og umræðutíma og verða gestafyrirlestrar og kynningar fyrirtækja í skapandi atvinnugreinum eftir efnum.

X

Eindahagfræði II (Rekstrarhagfræði II) (HAG201G)

Námskeiðið er framhald af Inngangur að hagfræði/Rekstrarhagfræði I. Áhersla er lögð á nemar öðlist bæði víðtækari og dýpri þekkingu á kenningum hagfræðinnar. Það verður gert með því að gera frekari grein fyrir helstu kenningum í rekstrarhagfræði og sýna hvernig nota megi fræðin til að fjalla skipulega um margvísleg mál.

X

UI - tölvunotkun og töflureiknir (VIÐ201G)

Námskeiðinu er skipt í verklegan- og fræðilegan hluta.

Í verklegum hluta verður farið yfir helstu þætti Excel með áherslu á fjármálaútreikninga, gerð rekstrarlíkana og úrvinnsla gagna. Farið verður yfir hagnýt verkefni sem ætla má að komi nemendum að gagni í öðrum greinum námsins og í starfi síðar meir.

Í fræðilegum hluta verður leitast við að gefa nemendum yfirsýn yfir tölvunotkun í fyrirtækjum, innsýn í fræðilegar hliðar tölvunotkunar og þá þætti sem máli skipta í fjárfestingu og rekstri tölvukerfa.

Í námskeiðinu er gert ráð fyrir að nemendur hafi tölvu og þekkingu á notkun stýrikerfis.

X

Rekstrarbókhald (VIÐ204G)

Kynning á rekstrarbókhaldi. Kynnt verða fjölmörg kostnaðarhugtök og kostnaðargreining (núllpunktsgreining). Farið yfir helstu aðferðir við bókun framleiðslukostnaðar og skiptingu óbeins kostnaðar. Munurinn á rekstrarreikningi út frá aðferð fjárhagsbókhalds og með framlegðarútreikningi. Áætlanagerð, staðalbókhald og frávikagreining. Frammistöðumat deilda og afurða og skipting kostnaðar. Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að hafa góðan skilning á mikilvægi rekstrarbókhalds við ákvarðanatöku um rekstur fyrirtækja.

X

Markaðsfærsla þjónustu (VIÐ205G)

Fjallað er um eðli og eiginleika þjónustu, þjónustuþríhyrninginn, þjónustugapið, kauphegðun í þjónustu, væntingar og skynjun ásamt mikilvægi þess að byggja upp varanlegt samband við réttan hóp viðskiptavina. Einnig er fjallað um hönnun þjónustu, staðla og viðmið, umgjörð þjónustu, hlutverk viðskiptavinar í árangursríkri þjónustuframkvæmd, hlutverk starfsfólks í árangursríkri þjónustuframkvæmd, jafnvægi framboðs og eftirspurnar þegar þjónusta er annars vegar, verðlagningu og hvað ber að hafa í huga þegar mótuð er kynningarstefna fyrir þjónustulausnir. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda í fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.

X

Inngangur að stjórnun (VIÐ258G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur kynnist grundvallar hugtökum, kenningum og aðferðum í stjórnun og forystu fyrirtækja og stofnana. Nálgunin og sjónarhornið er út frá viðfangsefnum og hlutverkum stjórnenda og stjórnun mannauðsins.

Nýttir verða fjölbreyttir kennsluhættir; fyrirlestrar, umræður, verkefnavinna,  þar sem leitast er við að ýta undir áhuga, vikni og þátttöku nemenda.

X

Tölfræði A (VIÐ263G)

Markmið námskeiðsins er að byggja traustan grunn undir notkun tölfræði í öðrum námskeiðum, í starfi og í daglegu lífi, og að gera nemendur talnagleggri. Efni: Lýsandi tölfræði. Líkindafræði: atburðir, líkur, hendingar, helstu dreifingar. Ályktunartölfræði. matsaðferðir, tölfræðileg próf. Línulegt aðhvarf.

X

Reikningsskil (VIÐ401G)

Námskeiðið er framhald af Inngangi að fjárhagsbókhaldi. Lögð er áhersla á færslutæknileg atriði í bókhaldi og við lokun uppgjörstímabils, niðurfærsla viðskiptakrafna, afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna, viðskiptavild og aðrar óefnislegar eignir, birgðamatsaðferðir, afföll og yfirverð á skuldabréfum, ábyrgðarskuldbindingar, tekjuskattsskuldbinding o.fl. Flokkun áhættufjármuna og peningalegra eigna. Sjóðstreymi. Fyrirmæli laga um ársreikninga verða skoðuð rækilega og höfð hliðsjón af alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, IFRS. Útreikningur tekjuskatts er tekinn til meðferðar. Lögð verða verkefni fyrir nemendur í því skyni að gera þá færa um að semja tiltölulega einfaldan ársreikning. Skilaskylt heimaverkefni.

X

Fjármál II (VIÐ402G)

Góðir stjórnarhættir og sérstaklega vönduð fjármálastjórnun hafa úrslitaáhrif á  rekstrarárangur fyrirtækja. Fjármál II er framhald af Fjármálum I þar sem meginviðfangsefnið er fyrirtækið sjálft og hvernig það er rekið í fjármálalegu tilliti.  Þá er farið yfir hvað eru góðir stjórnarhættir, hvernig hvatarnir liggja innan fyrirtækja og hvaða áhrif þeir kunna að hafa á fjárhagslega afkomu félagsins.  Meginviðfangsefni námskeiðsins er fjármálastjórnun, þ.e. fjármagnsskipan félagsins, skammtíma fjármögnun og langtímafjármögnun, gerð fjármögnunaráætlana, arðgreiðslur til hluthafa,  fjárfestingarákvarðanir félagsins, hlutskipti og hegðan þess á fjármálamarkaðnum sjálfum.  Þá verður einnig farið yfir þær ákvarðanir sem stjórnendur standa frammi fyrir þegar verulegir fjárhagserfiðleikar eiga sér stað.

X

Rekstrarstjórnun (VIÐ404G)

Velkomin í Rekstrarstjórnun

Hefurðu einhvern tíma tekið eftir því hvernig allt í kringum okkur virðist einhvern veginn bara virka? Um það snýst þetta námskeið - að afhjúpa heillandi heim ferla í fyrirtækjum sem og daglegu lífi okkar. Við munum kanna hvernig hlutirnir verða til, allt frá minnstu græjum til stærstu véla. Þetta snýst ekki bara um verksmiðjur og færibönd, heldur munum við kynna okkur hvernig allt frá þínu uppáhalds kaffihúsi til allra nýjustu tæknifyrirtækjanna nota ferla til að skila okkur vörum.
Kafað verður ofan í hvernig á að hanna þessa ferla, halda þeim gangandi og bæta þá stöðugt.
Vertu því tilbúin til að líta á heiminn í kringum þig á nýjan hátt, sem röð ferla sem gera líf okkar betra. Vertu tilbúin til að sjá heiminn eins og rekstrarstjóri.

X

Tjáning og samskipti (VIÐ406G)

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur: Geti tjáð hug sinn skýrt í töluðu máli, séu öruggir, áheyrilegir og í góðu sambandi við áheyrendur. Geti tjáð sig skýrt og markvisst í rituðu máli. Þekki fræðin um boðmiðlun á vinnumarkaði. Munnleg tjáning: Raddbeiting, framsögn og öndun. Áheyrileiki og samband við áheyrendur. Kvíði og aðferðir til að yfirvinna hann. Skýrt skipulag og efnistök. Tjáning á fundum og í smærri hópum. Skrifleg tjáning: Einföldun upplýsinga, skýrslugerð, gerð ferilskráa, skrif minnisblaða. Boðskiptafræði: Boðskiptamódel, aðgengi og notagildi upplýsinga, notendagreining. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum, halda fyrirlestra, skrifa minnisblöð og skýrslur. Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Stjórnun og skipulagsheildir (VIÐ415G)

Markmiðið er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á því hvað skipulagsheild er og á því umhverfi sem skipulagsheildir starfa í. Fjallað er um hagsmunaaðila og hvernig má auka líkurnar á því að ná árangri og virðisauka í rekstri skipulagsheilda. Farið er yfir áhrifaþætti og áskoranir er varða hönnun skipu­­lags og siðferðislegar og samfélagslegar áskoranir. Komið er inn á hvernig ýmsar breytingar og þróun geta haft áhrif á ákvarðanatöku, skipu­lag, stefnu, starfsfólk og menningu. Einnig  er fjallað um umbreyt­ingar og líftíma skipu­lags­heilda, sem og ágreining og völd. Þá verður getið um áhrif gervigreindar á skipulag og starfshætti skipulagsheilda.

X

Stjórnun fjölbreytileika (VIÐ416G)

Fjölbreytileiki er flókið og margþætt fyrirbæri. Í þessu námskeiði verður kafað inn í þetta flókna fyrirbæri með því að veita innsýn inn í félagsfræði, sálfræði, alþjóðasamskipti, mannkynssögu, stjórnun, viðskipti og rannsóknir um skipulagsheildir. Þetta námskeið er hannað með það að markmiði að byggja upp skilning á grunnhugtökum og grundvallarreglum í stjórnun fjölbreytileika, til að gera nemendum kleift að efla samskipti sín við fólk með mismunandi bakgrunn og eiginleika. Það er nauðsynlegt fyrir stjórnendur og starfsfólk skipulagsheilda að þróa fræðileg, hugtaka- og hæfniviðmið, til að auka skilning í þessu sérstaka samhengi og til að geta þróað áhrifaríkar leiðir í stjórnun fjölbreytileika.

X

Markaðsáætlanagerð (VIÐ602G)

Umfjöllunarefni námskeiðsins er gerð stefnumiðaðra markaðsáætlana. Farið er ítarlega í þá aðferðafræði sem tengist gerð markaðsáætlunar, allt frá greiningu markaðstækifæra til aðgerðaáætlunar. Fjallað er um aðferðir við að greina stöðu vöru eða þjónustu á markaði, hvernig móta á markaðsstefnu og hvernig samvali söluráðanna skuli hátta. Nemendur vinna stefnumiðaða
markaðsáætlun fyrir vöru eða þjónustu, 4 í hóp og er ætlað að koma sjálfir með tillögu að verkefnum fyrir skipulagsheild sem þeir vinna undir handleiðslu kennara.

X

Stýring fjármálasafna (VIÐ604G)

Fjallað verður um þá aðferðafræði sem liggur að baki ákvarðanatöku fjárfesta og fyrirtækja við myndun og stýringu eigna- og skuldasafna. Áhættustýring fyrirtækja verður einnig tekin fyrir.

Námskeiðið er kennt á ensku

X

Ársreikningagerð B (VIÐ604M)

Námskeiðið er beint framhald af námskeiðinu Ársreikningagerð A, sem kennt er á haustmisseri. Reiknað er með að nemendum þessa námskeiðs sé fullkunnugt efni fyrra námskeiðsins.
Í námskeiðinu verður fjallað um gildandi reglur í reikningshaldi samkvæmt IFRS og ákvæðum íslenskra laga. Umfjöllunarefni:  sjóðstreymi, tekjuskattur, hagnaður á hlut, fjármálagerningar, tekjuskráning, skuldbindingar, fjármögnunarleigusamningar, fastafjármunir til sölu og aflagður rekstur, fjárfestingaeignir, skuldbindingar, upplýsingar í ársreikningi og tengdir aðilar.

Verkefni verða lögð fyrir og er skilaskylda á þeim.
Áskilinn réttur til breytingar á námskeiðslýsingu.

X

Stefnumótun fyrirtækja (VIÐ609G)

Í upphafi námskeiðs er áherslan á umfjöllun um fagið og skilgreiningar á lykilhugtökum. Markmiðið er að nemandinn nái vel utan um þekkinguna og þau viðfangsefni sem fagið spannar. Síðan er viðfangsefnið greining á ytra umhverfi fyrirtækja og innra umhverfi þeirra. Markmiðið þar er að nemendur nái skilningi og færni í að meta stöðu fyrirtækjanna, þ.m.t styrkleika þeirra og þau tækifæri sem þeim bjóðast. Þá er farið yfir það sem ná þarf utan um í stefnumótun fyrirtækis, sérstaklega heildarstefnu og viðskiptastefnu. Að lokum er farið yfir það sem tryggir árangursríka framkvæmd stefnu. Nýttir verða fjölbreyttir kennsluhættir; fyrirlestrar, umræður, verkefnavinna,  þar sem leitast er við að ýta undir áhuga, vikni og þátttöku nemenda.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Helga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir
Ítalska BA-nám

Áður en ég hóf BA námið hafði ég tekið stutt byrjandanámskeið í ítölsku auk þess að hafa margoft ferðast um Ítalíu og heillast af menningunni og tungumálinu. Ítölskunámið er vel skipulagt og kennararnir áhugasamir og allir af vilja gerðir að aðstoða nemendur. Skiptinám á Ítalíu er spennandi valkostur sem veitir möguleika á að kynnast menningu landsins og tungumálinu enn betur. Ítölskunámið er krefjandi en jafnframt ákaflega gefandi og skemmtilegt, enda vandfundið fegurra tungumál en ítalskan.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.