Skip to main content

Grunnskólakennsla með áherslu á samfélagsgreinar

Grunnskólakennsla með áherslu á samfélagsgreinar

Menntavísindasvið

Grunnskólakennsla með áherslu á samfélagsgreinar

B.Ed. gráða – 180 einingar

Viltu verða kennari? Námið hefur það að meginmarkmiði að efla þekkingu kennaranema á greinum sem falla undir samfélagsgreinar og gera þá sem hæfasta til að miðla þekkingu sinni í grunnskólakennslu. Undir samfélagsgreinar heyra meðal annars samfélagsfræði, saga, landafræði, þjóðfélagsfræði, trúarbragðafræði, heimspeki, siðfræði og lífsleikni. Námið er í nánum tengslum við vettvang. 

Í flestum námskeiðum er hægt að velja annað hvort staðnám eða fjarnám með staðbundnum lotum. Mætingarskylda er í staðlotur og vettvangsnám. Meginregla er að í staðnámi séu vikulegir tímar og í fjarnámi séu staðbundnar lotur tvær á misseri.

Skipulag náms

X

Inngangur að kennslu samfélagsgreina (SFG101G)

Viðfangsefni: Námskeiðið er inngangur að kennslu samfélagsgreina með áherslu á þjálfun í rökræðum, gagnrýna hugsun og hæfni í að skoða mismunandi sjónarhorn. Á námskeiðinu vinna nemendur með forhugmyndir sínar og taka ígrundaða afstöðu til viðfangsefnanna og samtímis  er veitt innsýn í ýmis viðfangsefni sem fjallað er um í samfélagsgreinum (sbr. aðalnámskrá).

Vinnulag:  Umræður og verkefnavinna fara fram í kennslustundum á miðvikudögum í rauntíma á Zoom. Auk þessa verða rökræðutímar í hverri viku. Nemendum er skipt í hópa og mæta með sínum hópi allt misserið. Skyldumæting er í rökræðutímana (80%). Hægt verður að velja á milli rökræðutíma á staðnum í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Hvorki miðvikudagstímar né rökræðutímar verða teknir upp.

X

Fræðileg skrif og gagnrýninn lestur (ÍET102G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að búa nemendur í háskólanámi undir lestur og ritun fræðilegra texta og þjálfa þá í gagnrýnum lestri enda er hvort tveggja grundvallaratriði í öllu háskólanámi.  

 

Fjallað verður um ýmsar tegundir fræðilegs efnis og framsetningar á því. Nemendur kynnast helstu einkennum fræðilegra skrifa og læra hvað felst í ritstýrðum og/eða ritrýndum textum. Nemendur öðlast þjálfun í að lesa, greina og meta slíka texta. Rætt verður um sjálfstæð, gagnrýnin og heiðarleg vinnubrögð ásamt því sem fjallað verður um höfundarrétt, ritstuld og falsfréttir. 

 

Nemendur öðlast færni í að vinna efni upp úr fræðilegum texta, svo sem útdrætti, og að flétta saman heimildir við eigin texta. Rætt verður ítarlega um fræðilegar ritgerðir á háskólastigi og nemendur fá þjálfun við gerð slíkra ritgerða. Þá verður fjallað um viðeigandi málnotkun í fræðilegum skrifum og hún þjálfuð. 

 

Fjallað verður sérstaklega um heimildaleit og heimildamat; gæði heimilda og hvernig greina megi vandaðar heimildir frá óvönduðum. Þá fá nemendur þjálfun í heimildaskráningu. Einnig verða nemendur þjálfaðir í að nota heimildir í eigin skrifum og greina milli eigin raddar og heimildarinnar sjálfrar.

X

Stærðfræði I (SNU101G)

Á námskeiðinu kynnast kennaranemar meginmarkmiðum náms í stærðfræði í grunnskóla. Fjallað er um hvað felst í stærðfræðinámi og hvernig styðja má grunnskólanemendur við stærðfræðinám.

Nemendur læri hvernig fjölbreyttar leiðir í kennslu geta stuðlað að því að skilningur nemenda á stærðfræðilegum hugtökum styrkist.

Fjallað verður um hlutverk stærðfræðikennarans og hæfni sem hann þarf að búa yfir.

Nemar kynnast beitingu upplýsingatækni við nám og kennslu.

X

Íslenska í skólastarfi I (ÍET103G)

Í námskeiðinu verður fjallað um íslenska menningu og bókmenntir í víðum skilningi og þátt þeirra í almennri málnotkun sem og í málheimi ólíkra faggreina innan skólakerfisins.

Fengist verður við grundvallarhugtök í bókmenntafræði, orðræðugreiningu og menningarfræði og gefin dæmi um fjölbreyttar leiðir og miðla við kennslu sem stuðla að skilningi og áhuga grunnskólanema á eigin menningu og annarra.

Kennaranemar fá tækifæri til að lesa fagurbókmenntatexta úr fortíð og nútíð og setja í samhengi við eigin reynsluheim og kennslu ólíkra faggreina í framtíðinni.

Fjallað verður um fjölbreytta texta, jafnt fagurbókmenntir sem nytjatexta og afþreyingartexta, með það að markmiði að nemendur geri sér grein fyrir því að tungumálið er það verkfæri sem við notum í öllu okkar daglega lífi og námi þvert á námsgreinar. Í námskeiðinu verður leitast við að greina þau djúpu lög merkingar sem finna má í ólíkum textum og búa nemendum í hendur verkfæri til að greina texta í umhverfi sínu á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt.

Í fyrirlestrum kennara og verkefnum kennaranema verður sjónum beint að því hvernig samþætta má ólíkar námsgreinar grunnskólanna. Þannig verður einblínt á þann þátt kennarastarfsins sem felur í sér að kenna ólíkar námsgreinar á íslensku. Nemendum gefst því tækifæri til að ígrunda þátt tungumálsins í ólíkum greinum, t.d. samfélagsfræði, stærðfræði og raungreinum, erlendum tungumálum, og ekki síst í listgreinum, t.a.m. myndmennt og leiklist.

X

Inngangur að kennslufræði grunnskóla (KME102G)

Um er að ræða inngangsnámskeið í kennslufræði, ætlað verðandi grunnskólakennurum. Hér eru hugmyndir, aðferðir og hugtök kynnt til sögunnar, sem fá svo ítarlegri umfjöllun og meðferð í síðari kennslufræðinámskeiðum (NK-námskeiðum). Meginmarkmið er að veita nemendum innsýn í kenningar og rannsóknir um nám og kennslu í skóla án aðgreiningar, auk þess að gefa mynd af störfum og starfsumhverfi grunnskólakennara. Áhersla er lögð á tengsl við starfsvettvang og að nemendur tengi viðfangsefni námskeiðsins eigin reynslu og viðhorfum og leggi grunn að eigin starfskenningu. Mikilvægar hugmyndir, hugtök og viðfangsefni: Námskenningar, menntarannsóknir, nám-nemandi-námsaðstæður, kennsluhættir og kennsluáætlanir, samskipti og samstarf, kennarinn sem fagmanneskja, starfskenning og starfsuhverfi kennara, lagarammi, reglugerðir og námskrár sem snerta skyldunám.

Vinnulag: Fyrirlestrar, málstofur, skapandi viðfangsefni og margvísleg verkefni unnin einstaklingslega eða í samvinnu við aðra. Tengsl við vettvang.

X

Íslenska í skólastarfi II (ÍET204G)

Í námskeiðinu verður íslenska og fjölbreyttar birtingarmyndir hennar í forgrunni, með sérstaka áherslu á notkun hennar innan skólastofunnar óháð faggrein, en einnig verður horft til þess hvað einkennir mál hverrar faggreinar og orðaforða hennar.  

 

Fjallað verður um mál kennaranema sjálfra og hvernig þeir lærðu það. Einnig verður komið inn á málnotkun kennaranema og hvernig þeir laga sig að aðstæðum, hvort sem er í óformlegu spjalli á samfélagsmiðlum eða í formlegri ritun, og það sett í samhengi við þau málsnið sem kennari þarf að nota þegar hann talar við nemendur við ólíkar aðstæður. Í tengslum við það fá kennaranemar þjálfun í að fjalla um eigin málnotkun og annarra með viðeigandi hugtökum.

 

Orðaforði málsins og þrískipting hans verður til sérstakrar umfjöllunar, þar sem lagt verður upp úr því að tengja við hugtakanotkun og málfar ólíkra námsgreina grunnskólans og kennslu þeirra, og þá ekki hvað síst með tilliti til ólíkrar getu grunnskólanema í tungumálinu, hvort sem um er að ræða nemendur með íslensku sem fyrsta eða annað mál.

X

Stærðfræði II (SNU204G)

Á námskeiðinu styrkja nemar tök sín á völdum þáttum úr stærðfræði, þar á meðal talnafræði og rúmfræði. Jafnframt er fjallað um talnaritun og reikning.

Áhersla er lögð á fjölbreytni og sjálfstæði í leit að lausnum á stærðfræðilegum þrautum. Nemendur kynnist því  hvernig fjölbreyttar leiðir í kennslu geta stuðlað að auknum skilningi nemenda á stærðfræðilegum hugtökum.

X

Kennslufræði grunnskóla (KME206G)

Námskeiðið miðar að því að kennaranemar öðlist þekkingu og leikni í almennri kennslufræði og hæfni til að kenna grunnskólanemendum.

  • Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir í grunnskólum, námsumhverfi og bekkjarstjórnun, og leitað er svara við spurningunni um hvað einkenni árangursríka kennslu.
  • Athygli er beint að einkennum aldursstiga grunnskóla, yngsta- mið- og efsta stigi eða unglingastigi, og kynntar leiðir til að örva þroska og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda í skóla án aðgreiningar.
  • Fjallað verður um samvinnu og samskipti nemenda, teymisvinnu og teymiskennslu kennara, en einnig tengsl heimila og skóla og þátttöku foreldra í námi barna sinna.
  • Kennaranemar fá þjálfun í framsögn og raddvernd, tjáningu og framkomu.
  • Með vettvangsnámi fær kennaranemi æfingu í að skipuleggja fjölbreytt nám, útfæra kennsluaðferðir, nýta upplýsingatækni og leggja mat á reynslu sína.
X

Lífsskoðanir og menntun (SFG201G)

Viðfangsefni: Markmiðið er að þátttakendur verði meðvitaðir um ýmsa þætti sem hafa áhrif á lífsskoðun fólks og verði betur í stakk búnir að kenna samfélagsgreinar. Þrjú sjónarhorn verða til umfjöllunar. Fyrst hið persónulega og einstaklingsbundna, svo hið almenna, samfélagslega og formgerða. Síðan verða ræddir tengifletir hins persónulega og hins almenna við alþjóðlegar samþykktir eins og heimsmarkmið SÞ. Í lokin verður spurt hvernig ofangreind viðfangsefni birtast í uppbyggingu og inntaki skólastarfs, t.d. með hliðsjón af aðalnámskrá.

Í námskeiðsinu verður unnið með meginþætti lífsskoðana sem birtast meðal annars í spurningum um siðferði, trú, samfélagssýn og stjórnarfar, fjölskyldur og persónulegt nærumhverfi fólks, og hvernig réttindi og skyldur móta framtíðarsýn einstaklinga.

Vinnulag: Námskeiðinu er að mestu skipt í tveggja vikna lotur þar sem fengist er við eitt þema í hverri lotu. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Námskeiðið er kennt í vikulegum kennslustundum. Fjarnemum er skylt að mæta í tiltekna tíma samkvæmt kennsluáætlun, enda hafa þeir þar ákveðið hlutverk sem ekki verður sinnt nema með þátttöku í tíma.

X

Söguþræðir (SFG402G)

Viðfangsefni:

Í námskeiðinu er fjallað um sögukennslu og sögu, með áherslu á heimssögu síðustu 1500 ára, frá sjónarhóli hugsmíðahyggjunnar sem gerir ráð fyrir að sagan mótist af menningu og gildismati.

Inntak: Nemendur læra megindrætti heimssögunnar frá miðöldum og til okkar daga með áherslu á búferlaflutninga, menningaráhrif, umhverfisáhrif og smitsjúkdóma, bæði frá sjónarhóli einstaklinga og samfélaga. Nemendur læra að tileinka sér sögulega hugsun og rökfærslu og beita þeim í vinnu með nemendum á mið- og unglingastigi. Lögð er áhersla á gagnrýna sýn á sögu og sögukennslu. Dregin eru fram mismunandi sjónarhorn á það hvað (ekki síst hvaða fólk) sé þess verðugt að komast á spjöld sögunnar, lögð áhersla á þjálfun í gagnrýnum lestri á námsbækur í sögu og velt upp mismunandi leiðum til að kenna erfiða sögu. Þá öðlast nemendur þjálfun í hönnun og framkvæmd fjölbreytta verkefna í kennslu, til að mynda með skapandi aðferðum og upplýsingatækni.

Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við grunnatriði í sögukennslu og kynnast ólíkum kennsluaðferðum og -nálgunum.

X

Átakasvæði í heiminum – áskoranir fjölmenningar (SFG001G)

Meginviðfangsefni námskeiðsins eru átök og átakasvæði í heiminum einkum með hliðsjón af tækifærum og áskorunum sem slík viðfangsefni gefa í kennslu. Þátttakendur kynnast hugmyndum og sjónarmiðum tengdum átökum og tengja við landfræðilegar aðstæður, sögu, menningu og trúarbrögð. Unnið verður með valin tvö til þrjú átakasvæði. Til greina koma Írland og írska lýðveldið, Ísrael og Palestína, Mexíkó, Myanmar, Nígería og Tyrkland, auk átaka sem erfitt er að afmarka landfræðilega. Val á viðfangsefnum verður í samráði við þátttakendur og eftir atvikum verða þau tengd við íslenska sögu og aðstæður.

Verkefni námskeiðisins snúa að æfingum í upplýsingaleit, framsetningu sögulegra og landfræðilegra upplýsinga og í að útskýra flókna eða viðkvæma þætti efnisins.

Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Í námskeiðinu er 80% mætingaskylda í kennslustundir.
Sjá nánari upplýsingar á Canvas-vef námskeiðsins. 

X

Lífsleikni – siðfræði (SFG006G)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að samskiptum og siðfræði með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um siðferðileg hyggindi, styrkleika og samkennd.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum á Zoom. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin tvö verkefni auk lokaverkefnis.

X

Auðlindir Íslands. Nýting þeirra í fortíð, nútíð og framtíð (SFG004G)

Viðfangsefni: Markmið námskeiðsins er annars vegar að rýna í margvíslegar auðlindir Íslands og nýtingu þeirra fyrr og nú, og hins vegar að æfa nemendur í að völdum þáttum kennslu um efnið. Rýnt verður t.d. í hugtakið auðlind, sjónarmið um eignarhald auðlinda, sjávarfang, orkuframleiðslu, íslensk jarðefni, gróður og landnýtingu. Nemendur fjalla um tiltekna náttúruauðlind á Íslandi eða valin landsvæði og greina helstu áskoranir og ágreiningsefni sem því tengjast. Í verkefnum gefast tækifæri til að rýna í námsefni, bæði nemenda- og kennaraefni ásamt ítarefni með hliðsjón af hæfniviðmiðum námskrár og grunnþættinum sjálfbærni. Þá verður hægt að móta kennsluáætlun og námsmat um valda þætti námskeiðsins. Fengist verður við fjölbreyttar spurningar og álitamál, bæði um túlkun sögunnar og um valkosti samtímans.

Vinnulag: Námskeiðinu er að mestu skipt í tveggja vikna lotur þar sem fengist er við eitt þema í hverri lotu. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Námskeiðið er kennt í vikulegum kennslustundum á neti. Nemendum er skylt að mæta í tiltekna tíma samkvæmt kennsluáætlun, enda hafa þeir þar ákveðið hlutverk sem ekki verður sinnt nema með þátttöku í tíma.

X

Landið og landakortin (SFG009G)

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er að þjálfa þátttakendur í lestri og túlkun ólíkra korta og myndefnis, vinnu með rafræn kort, kortaþjónustur, smáforrit og ljósmyndir og hvernig megi nýta slík gögn í kennslu. Lögð verður áhersla á gildi útináms, fjallað um staðtengt nám og þau tækifæri sem felast í nýtingu valdra svæða í nágrenni skóla, sem og mótun hæfniviðmiða fyrir slík verkefni. Viðfangsefnin beina sjónum þátttakenda t.d. að bauganeti jarðar, mælikvörðum, tákni, letri og litum á kortum, gerð og notkun áttavita, loftslagsritum, ýmiskonar veðurupplýsingum, skipulags- og landnotkunarkortum og öðrum þemakortum.
Vinnulag: Námskeiðinu er að mestu skipt í þemu og vikulegum kennslustundum. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Form verkefna og hlutaprófa verður ákveðið í samráði við þátttakendur. Nemendum er skylt að mæta í tiltekna tíma samkvæmt kennsluáætlun, enda hafa þeir þar ákveðið hlutverk sem ekki verður sinnt nema með þátttöku í tíma.

 

 

X

Trúarbragðafræðsla og margbreytileiki (SFG003G)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er fengist við trúarbrögð og trúarbragðafræðslu í fjölmenningarlegu samfélagi. Fjallað verður um trúarþörf og trúarreynslu mannsins, tilvistarspurningar og leit eftir tilgangi og merkingu. Kynnt verða helstu greiningarhugtök, kenningar og rannsóknir á sviði trúarbragðafræði og trúaruppeldisfræði. Rætt verður um gildi trúarbragða fyrir einstaklinga og samfélög og áhrif þeirra á mótun sjálfsmyndar, gildismats og lífsskilnings. Þá verða helstu trúarbrögð heims skoðuð, þ.e. gyðingdómur, kristni, islam, hindúasiður og búddatrú, auk nokkurra annarra trúarbragða. Einnig verður fjallað um trúlaus og trúarlega hlutlaus lífsviðhorf. Þá verður vikið að stöðu trúarbragða og trúarhreyfinga á tímum fjölmenningar og margbreytileika og rætt um fjölhyggju og samskipti einstaklinga og hópa með ólíkan menningarlegan og trúarlegan bakgrunn, umburðarlyndi og fordóma.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á stuttum fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.

X

Samfélagsgreinakennsla og skapandi nám (SFG005G)

Viðfangsefni: Meginmarkmið þessa námskeiðs er að kennaranemi öðlist þekkingu á kennslufræði samfélagsgreina og hæfni til að kenna þessar greinar á skapandi hátt á mið- og unglingastigi grunnskóla. Fjallað verður um viðfangsefni og námsefni samfélagsgreina og rannsóknir á samfélagsgreinanámi og -kennslu. Einnig er leitað svara við hvernig megi kenna fagið á árangursríkan hátt með skapandi aðferðum og þannig tengt við einn af grunnþáttum aðalnámskrár.

Viðfangsefni og verkefni verða skipulögð með tilliti til fjölbreyttra og virkra kennsluaðferða og skapandi starfs, m.a. með aðferðum leiklistar í kennslu.

Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt.

Námskeiðið tengist vettvangsnámi á misserinu sem felst í undirbúningi kennslu í einstökum greinum og kennslufræði þeirra og uppgjöri og samantekt að vettvangsnámi loknu.

Vinnulag: Fyrirlestrar, vinnusmiðjur, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni, samvinnuverkefni og leiðsögn.

X

Kennsla samfélagsgreina og lýðræði í skólastarfi (SFG401G)

Viðfangsefni: Fjallað verður um stöðu samfélagsgreinaí skólakerfinu fyrr og nú. Einnig verður fjallað um samfélagsgreinar í aðalnámskrá og námsgögn. Kannaðar verða stefnur, straumar og álitamál í kennslu greinanna, m.a. með það í huga hvernig nýta má viðfangsefni þeirra til skipuleggja nám þar sem nemendur læra til lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýðræði.

Unnið verður með viðfangsefni og námsefni samfélagsgreina, m.a. með greiningu á efni, framsetningu og rökum fyrir efnisvali og vali viðfangsefna við hæfi ólíkra námshópa. Hugmyndir um samþættingu samfélagsgreina við aðrar greinar grunnskólans verða kannaðar einkum með það í huga að skipuleggja heildstæð viðfangsefni út frá málefnum líðandi stundar. Einnig verður hugað að námsmati í ólíkum samfélagsgreinum.

Námskeiðið tengist vettvangsnámi á misserinu sem felst í undirbúningi kennslu í einstökum greinum og kennslufræði þeirra og uppgjöri og samantekt að vettvangsnámi loknu.

Vinnulag: Fyrirlestrar, kynningar, umræður, málstofur, lestur, upplýsingaleit, sjálfstæð verkefni, samvinnuverkefni og leiðsögn. Áhersla er lögð á að nemendur safni gögnum úr námi sínu og af vettvangi sem eru skoðuð, ígrunduð og metin.

X

Námskrá og námsmat (KME402G)

Námskeiðið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni sem snýr að námskrárfræðum og námsmati og geti beitt þekkingu sinni á því í skólastarfi. 

Nemendur kynnast lykilhugtökum námsmats- og námskrárfræða. Fjallað er um áherslur og hugmyndastefnur sem greina má í opinberum námskrám, lögum, reglugerðum og öðrum stefnuritum. Þætti sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri) í námskrárgerð og þróun skólanámskrár eru gerð skil og þar með einnig við gerð námsáætlana fyrir námshópa, bekki eða einstaka nemendur.

Fjallað er um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á námi og námsárangri (sbr. leiðsagnarmat, lokamat, gerð prófa og annarra matstækja og notkun einkunna og vitnisburða). Lögð er áhersla á að nemendur kynnist helstu hugtökum og aðferðum í námsmatsfræðum.

Nemendur lesa og ræða einnig um álitamál og ólíka hugmyndafræðilega strauma sem tengjast grundvallarspurningum um tilgang og markmið skyldunáms.

Vinnulag á námskeiðinu felst í lestri greina og bókakafla, fyrirlestrum, kynningum, umræðum í málstofum og hópverkefnum.

X

Þroska- og námssálarfræði (KME301G)

Tilgangur þessa námskeiðs er að nemendur öðlist heildarsýn á þroska barna frá fæðingu og fram á unglingsár.

Inntak/viðfangsefni:
Fjallað verður um þær breytingar sem verða á þroska barna á mismunandi sviðum og aldursskeiðum og helstu kenningar sem notaðar hafa verið til að varpa ljósi á þessar breytingar. Fjallað verður um vitsmunaþroska, tilfinningaþroska og þróun tilfinningalegra tengsla, félagsþroska, þróun sjálfsmyndar og siðferðisvitundar. Námskenningum og vistfræðilegum kenningum (ecological approach) verður einnig gerð skil. Rætt verður um orsakir og eðli einstaklingsmunar, samfellu í þroska og sveigjanleika þroskaferlisins. Tengsl náms og þroska, áhugahvöt og áhrif uppeldis, menningar og félagslegra aðstæðna á þroska barna verða einnig til umfjöllunar. Áhersla verður lögð á gildi þroskasálfræðinnar í uppeldis- og skólastarfi.

Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðu/verkefnatímum. Í umræðu/verkefnatímum fá nemendur þjálfun í að ræða námsefnið á gagnrýninn hátt.

X

Danska sem erlent mál (ÍET201G, ÍET501G)

Námskeiðið miðar að því að veita nemendum innsýn í einstakar aðstæður dönskukennslu í íslenskum grunnskólum. Við munum kanna grundvallarhugtök og kenningar sem tengjast máltöku, sem eiga sérstaklega við um kennslu erlendra tungumála. Að auki munum við samræma fræðileg markmið og markmið fyrir dönskukennslu á Íslandi við kenningar um máltöku og kennslufræði erlendra tungumála. Í námskeiðinu verður einnig skoðað hvernig sjónarmið kennara varðandi nám og tungumál birtast í kennslustofum þar sem danska er kennd.

X

Daglegt mál og tjáning á dönsku (ÍET201G, ÍET501G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að kennaranemar öðlist þekkingu og skilning á þeim reglum sem lúta að munnlegri tjáningu og færni í að beita töluðu máli rétt og eðlilega við ýmsar aðstæður.

Kennaranemar verða þjálfaðir í að beita málinu við ýmsar aðstæður. Áhersla er lögð á að þjálfa þá í að taka þátt í umræðum, lesa upp, segja frá og segja sögur. Fjallað verður um ýmsa þætti í töluðu máli, svo sem framburð einstakra hljóða, áherslur, ítónun og sérstaklega þau atriði sem Íslendingar eiga erfitt með að ná. Fjallað verður um muninn milli ritmáls og talmáls. Sérstaklega verður fjallað um nemendamiðaða kennslu og nemendur verða þjálfaðir í að útbúa munnleg verkefni handa nemendum. Kennaranemar kynna sér námsefni og ítarefni, bæði í rituðu máli og á vef. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu þeirra.

X

Inngangur að enskukennslu (ÍET202G, ÍET402G)

Farið verður yfir þróun tungumálakennslu undanfarinna áratuga og sjónum einkum beint að þekkingu og skilningi á þeim straumum og stefnum sem nú eru efst á baugi. Fjallað verður um hugtök, kenningar, aðferðir og þá þætti sem stuðla að fagmennsku tungumálakennarans og nemendur öðlast reynslu í að ígrunda eigin afstöðu og hugmyndir. Kynntar verða rannsóknir á tungumálanámi og kennslu og fjallað sérstaklega um nemendamiðaða kennslu.

Námskrá í ensku verður yfirfarin og greind. Kennaranemar fá tækifæri til að skoða og meta kennslu á myndböndum og þjálfast í að ígrunda eigin hugmyndir um kennslu og eigin reynslu af tungumálanámi.

Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.

X

Enskukennsla fyrir unga byrjendur (ÍET202G, ÍET402G)

Viðfangsefni:

Fjallað verður um markmið, leiðir og aðferðir, einkum þær sem tengjast hlustun, töluðu máli, leikjum, söngvum og leikrænni tjáningu. Einnig verður fjallað um lestur, orðaforða, ritun og námsmat að því marki sem hæfir ungum byrjendum. Lögð verður áhersla á að viðfangsefni barna í tungumálanámi þurfi að vera í samræmi við þroska þeirra. Námskrá og námsefni verður skoðað og nemar fá þjálfun í skipulagningu kennslustunda og þemavinnu. Hugað verður að leiðum til að samþætta enskukennslu öðrum námsgreinum. Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi yngri bekkja grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá kennaranemar þjálfun í gerð kennsluáætlana og þjálfun í að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga sem taka mið af þörfum byrjenda. Nemar sem eru undanskildir vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu kennaranema.

Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.

X

Íslenska sem kennslugrein I (ÍET104G, ÍET205G)

 Í námskeiðinu verður lagður grunnur að fræðilegri þekkingu verðandi íslenskukennara á  íslenskum bókmenntum til undirbúnings kennslu þeirra í grunnskóla. Lögð verður áhersla á að efla nemendur sem sjálfstæða lesendur bókmennta af fjölbreyttu tagi. Einnig verður fengist við talað mál, hlustun, áhorf, lestur og ritun á fræðilegum grundvelli og með hagnýtum verkefnum. Í námskeiðinu er fjallað um virka hlustun og virkt áhorf og nemendur þjálfaður í að miðla þekkingu sinni í töluðu máli og til að nýta fjölbreytta miðla til að efla þessa þætti hjá sjálfum sér.

Fjallað verður um samtímabókmenntir fyrir börn og fullorðna sem og frásagnir í öðrum miðlum svo sem í leikhúsi og kvikmyndum.  Unnið verður með almennar greiningaraðferðir og læsi þjálfað til skilnings og túlkunar. Lögð verður áhersla á hvernig textar geta skapað umræðu um siðferðileg hugtök og álitamál. Jafnframt verða bókmenntatextar lesnir með það fyrir augum að nemendur njóti þeirra og deili lestrarreynslu sinni með öðrum.

Kennaranemar fást við að greina talmál frá ritmáli á fræðilegan hátt og þjálfast í að vinna með ólíkar gerðir talaðs máls og texta á mismunandi textasviðum.

X

Íslenska sem kennslugrein II (ÍET104G, ÍET205G)

Í námskeiðinu verður lögð áhersla á hagnýtingu fræðilegrar þekkingar kennaranema í íslensku. Nemendur verða þjálfaðir í fjölbreyttum leiðum og aðferðum við íslenskukennslu sem eiga að stuðla að auknum skilningi og áhuga á viðfangsefnum í íslensku. Einnig verður fjallað um skipulag og undirbúning kennslu sem og námsmats.

Fjallað verður um þá þætti í íslenskukennslu sem snúa að málfræði og ritun. Einnig verður fjallað um grunnþætti menntunar og hvernig kennaranemar geta fléttað þá inn í íslenskukennslu sína. Áhersla verður lögð á þjálfun í að vinna með hæfniviðmið og matsviðmið fyrir íslensku og stuðla að stígandi í kennslu í meginþáttum kennslugreinarinnar. 

Kennaranemar fá æfingu í að nálgast viðfangsefni sín í íslenskukennslu á gagnrýninn hátt og að hagnýta sér rannsóknir og fræðileg skrif. Þeir hljóta einnig reynslu af því að vinna á gagnrýninn hátt með fyrirliggjandi kennsluefni og bera saman við núgildandi aðalnámskrá í því augnamiði að þróa eigin kennslu og kennsluhætti. Jafnframt verður til umfjöllunar samþætting íslensku við aðrar faggreinar.

Fjallað verður um hvernig kennarar geti skipulagt kennslu út frá forsendum fjölbreytts nemendahóps þannig að grunnskólanemar fái tækifæri til að nálgast viðfangsefni í íslensku út frá eigin reynslu og áhugasviðum.

Viðfangsefni námskeiðsins verða tengd við vettvang. Kennaranemar fylgjast með kennslu; ígrunda hana og meta í samræmi við umfjöllunarefni námskeiðsins.

X

Listir I: Leiklist, myndlist, tónlist (LVG105G, LVG207G)

Viðfangsefni:  Nemendur kynnast þýðingu lista í námi barna og unglinga. Umfjöllun um leiklist, tónlist og myndlist í skólastarfi. Verkleg viðfangsefni eru þróuð út frá hugmyndum nemenda.

Vinnulag: Fjölbreyttar smiðjur sem byggja á mismunandi kveikjum og margvíslegri úrvinnslu.

X

Listir II: Leiklist, myndlist, tónlist (LVG105G, LVG207G)

Viðfangsefni:  Nemendur halda áfram að kynnast þýðingu lista í námi barna og unglinga. Umfjöllun um leiklist, tónlist og myndlist í skólastarfi á vettvangi. Fjallað verður um samþættingu listgreinanna og hvernig hægt er að vinna með myndir, hljóð, texta og sviðsetningu í skólastarfi

Vinnulag: Fjölbreyttar smiðjur sem byggja á mismunandi kveikjum og margvíslegri úrvinnslu.

X

Náttúruvísindanám og -kennsla í nærumhverfinu (SNU103G, SNU205G)

Meginviðfangsefni námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreyttum leiðum í náttúrufræðikennslu í grunnskólum og öðlist færni í að skipuleggja slíka kennslu og átti sig á mikilvægi hennar. Áhersla er á náttúrufræði sem tengist daglegum reynsluheimi nemenda. Sjónum verður beint að verklegum viðfangsefnum úti og inni og möguleikum í nærumhverfi skóla. Ýmsar leiðir til að rannsaka náttúruna verða kynntar svo sem skoðun á jarðfræðilegum fyrirbærum, plöntuskoðun svo og aðferðir við að safna smádýrum og greiningar á lífverum æfðar. Nemendur fá líka reynslu af að skipuleggja útikennslu. Fjallað verður um hugtök og kenningar á sviði efnafræði sem kennd eru í grunnskólum og leiðir til að kenna þessa þætti til skilnings með mikla áherslu á verklegar tilraunir og athuganir. Þá verður nemendum kynnt tækifæri sem notkun upplýsingatækni veitir til að efla áhuga og forvitni um náttúruna.  Verklag mun taka mið af því að kennaranemar kynnist fjölbreyttum kennsluaðferðum sem reynst hafa árangursríkar í náttúrufræðikennslu. Námskrá og námsefni grunnskóla sem tengist viðfangsefni námskeiðsins verður einnig skoðað.

Á námskeiðinu verður fjallað um uppbyggingu efna, efnabreytingar, frumeindakenninguna og lotukerfið. Einnig fjallað um lifandi og dauða náttúru Íslands. Á dagskrá verða plöntur, fuglar, smádýr, ferskvatns- og fjörulífverur með áherslu á búsvæði þeirra og aðlögun að íslensku umhverfi. Fjallað verður um hafið umhverfis Ísland og þá þætti sem móta lífríkið á Íslandsmiðum. Jafnframt verða kynnt þau innri (eldvirkni) og ytri öfl (veðurfar og vatn) sem móta umhverfi landsins.

 

X

Náttúruvísindanám og –kennsla á vettvangi (SNU103G, SNU205G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur efli kunnáttu sína á kennslufræði náttúrufræðigreina og er vettvangsnám hluti þess. Rýnt verður í hlutverk kennara í kennslu náttúrufræða og sjónum er sérstaklega beint að verklegri kennslu og hversdagshugmyndum nemenda. Þá verður sjónum meðal annars beint að möguleikum sem felast í útinámi, sýndartilraunum og notkun tækja í verklegri kennslu.

Náttúruvísindaleg viðfangsefni sem fjallað er um á námskeiðinu eru varmaorka og hitastig, varmaflutningur, nýting varmaorku og orkuferli sem tengjast efnabreytingum. Fjallað verður um veðurfar og leiðir til veðurathugunar með grunnskólanemum. Jafnframt verða skoðaðar leiðir til umhverfisvöktunar. Fræðst verður um einkenni bergtegunda á Íslandi og leiðir til greininga á þeim. Fjallað verður um samband lífvera í náttúrunni og mikilvægi lífbreytileikans í því samhengi. Skoðaðar verða sérstaklega hringrásir efna í tengslum við loftskipti lífvera. Rætt verður um íslensk spendýr og aðlögun þeirra að íslenskri náttúru. Jafnframt skoðum við aðlögun plantna og dýra að vetri og áhrif vorkomunnar á lífríkið.

X

Hönnun sem uppspretta sköpunar (LVG104G, LVG206G)

Námskeiðið er kynning á kennslu og gildi uppeldismiðaðra hönnunar- og handverksgreina: Hönnun og smíði, Textíll og hönnun og Heilsuefling og heimilisfræði. Verkefnahugmyndir eru lagaðar að ólíkum faggreinum námskeiðsins. Áhersla er lögð á þekkingar- og færniþætti frá hugmynd að fullvinnslu í öllum verkþáttum námskeiðsins. Nemendur vinna viðfangsefni sem henta vel í skólastarfi og skrá vinnuferli í ljósmyndum, teikningum og í textaformi.

X

Kennslufræði hönnunar og handverks (LVG104G, LVG206G)

Markmiðið er að undirbúa kennaranema fyrir vettvangsnám í hönnunar- og handverksgreinum með áherslu á kennslufræðilega þætti. Í verkefnavali taka nemendur mið af grunnþáttum menntunar og hæfniviðmiðum faggreinanna í Aðalnámskrá grunnskóla. Í úrvinnslu verkefna er lögð er áhersla á skapandi og fagleg vinnubrögð. Nemendur fá þjálfun í gerð kennsluáætlana, kynnast fjölbreyttum kennsluaðferðum og bera saman ólíkar námsmatsleiðir í faggrein. Nemendur halda leiðarbók og kynna reynslu sína af vettvangi.

X

Algebra og rúmfræði (SNU102G, SNU207G)

Viðfangsefni eru valin atriði úr sígildri rúmfræði, hnitarúmfræði og algebru ásamt kynningu á hugbúnaði sem nýtist við rúmfræði- og algebrunám og kennslu.

Fjallað verður um grunnatriði Evklíðskrar rúmfræði;  hugtök, frumforsendur og setningar um samsíða línur, marghyrninga og hringi. Fengist er við einfaldar teikningar með hringfara og reglustiku. Einnig verður farið í atriði úr hnitarúmfræði, t.d. jöfnu hrings og kynntar lausnaraðferðir fyrir línulegar jöfnur og jöfnuhneppi, annars stigs jöfnur, tölugildisjöfnur og ójöfnur.

Kennt verður á hugbúnaðinn GeoGebru og hann nýttur við myndræna túlkun, tilgátusmíð og teikningar.

X

Stærðfræði í grunnskóla (SNU102G, SNU207G)

Fjallað er um markmið með stærðfræðikennslu í grunnskóla, stærðfræðilega hæfni og uppbyggingu stærðfræðikennslu í grunnskóla. Námsefni grunnskólans er skoðað og greint. Hugað er að því hvernig nemendur öðlast hæfni í að tjá sig um og beita stærðfræði á mismunandi sviðum hennar. Sjónum er beint að mikilvægi þess að byggja upp samfellu í námi þar sem meginhugmyndir hvers inntaksþáttar verða sífellt skýrari og víðtækari. Leiðir eru kynntar til að skipuleggja stærðfræðikennslu í grunnskóla sem tekur mið af þörfum allra nemenda. Fjallað verður um jafnræði og aðgengi nemenda að stærðfræðinámi. Nemendur prófa mismunandi leiðir við kennslu og er sérstök áhersla lögð á notkun fjölbreyttra miðla og námsgagna. Nemendur eiga á grundvelli reynslu sinnar á vettvangi að ígrunda kennslu sína, val á viðfangsefnum, hlutverk kennarans og samskipti við nemendur og samskipti milli nemenda. Áhersla er lögð á fjölbreytt námsumhverfi og kennsluhætti sem byggja á rannsóknum á stærðfræðinámi og -kennslu.

X

Upplýsingatækni í námi og kennslu (SNU104G, SNU206G)

Hvað er eiginlega upplýsinga- og tæknimennt og til hvers er vísað þegar rætt er um upplýsinga- og þekkingarsamfélag, upplýsinga- og tæknilæsi, stafræna efnisgerð og margmiðlun, miðlalæsi eða fjölhátta læsi, stafræn samskipti og námssamfélög; stafræna þátttöku í lýðræðissamfélagi, leikjamenningu og leikheima, forritunarhugsun og forritun við hæfi barna og unglinga, smiðjuvinnu sem hverfist um tækni og sköpunarsmiðjur?

Hvenær komu tölvur fyrst inn í íslenska grunnskóla, hvaða hindranir komu þar við sögu, hvaða tækifæri fylgja tæknivæðingu í skólastarfi og hvernig er „stafræna landslaginu“ nú háttað í skólakerfinu? Hver er þáttur upplýsingatækni og miðlunar í stefnumótun og námskrá og hvernig er tengslum háttað við önnur námssvið, lykilhæfni og grunnþætti menntunar?

Við skoðum þessi viðfangsefni í innlendu og alþjóðlegu samhengi en leggjum á það mesta áherslu að nemar fái tækifæri til að fást við hagnýt og skapandi verkefni af margvíslegu tagi, prófa tæknilega möguleika og stafræn verkfæri sem bjóða upp á áhugaverð tækifæri í námi og kennslu.

Nemar efla færni sína á þessu sviði og horfa til hagnýtra möguleika á vettvangi og þeirra tækifæra sem felast í nýrri tækni til starfsþróunar. Áhersla er lögð á myndun öflugs námssamfélags sem tekur virkan þátt á námskeiðinu og deilir hugmyndum og reynslu á neti og í menntabúðum. Nemar leita svara við spurningum sem vakna og skoða í sameiningu ýmsar áskoranir og tækifæri sem felast í nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi.

X

Tækni og nýsköpun í kennslustofu nýrra tíma (SNU104G, SNU206G)

Á námskeiðinu beinum við sjónum að því hvernig nýta má stafræna tækni, sveigjanlegt námsumhverfi og eflandi kennslufræði til að ýta undir atbeina nemenda og sköpunarkraft. Fjallað er um nýsköpunarmennt og þá kennslufræði sem henni tengist, áherslu á atbeina og framtak nemenda og kennara, samvinnu og teymiskennslu, innsæi og sköpun, gagnrýna nálgun og ígrunduð vinnubrögð í hvetjandi umhverfi. Dregið er fram hvernig tæknin sem verkfæri og viðfang geta leitt fram og stutt skólastarf þar sem áhrif nemenda, framlag og sýn fá að njóta sín. Við beinum sjónum að umhverfi náms og kennslu á neti og fæti, nýjum skólabyggingum, skólalóðum, vettvangsferðum og útikennslu, opnum og sveigjanlegum kennslurýmum í sögulegu ljósi, húsbúnaði og húsakynnum náms og kennslu, alltaf með þátt tækninnar og tækifæri henni tengd í huga. Sérstakri athygli verður beint að þætti list- og verkgreina þegar kemur að nýsköpun og samþættingu námsgreina um skapandi verkefni en einnig stöðu og hlutverki bókasafna, upplýsingavera og smiðjuvinnu í skóla- og frístundastarfi á nýjum tímum. Í vettvangsnáminu er lagt kapp á að nemar kynni sér þessa þætti sem best, gaumgæfi umhverfi náms og kennslu frá öllum hliðum, velti fyrir sér athafnakostum og þróunarmöguleikum tengdum stafrænni tækni og stafrænu námsumhverfi í samspili við önnur gögn og verkfæri en einnig húsbúnað, húsakynni og ytra umhverfi skóla. Lögð er rík áhersla á að nemar deili hugmyndum sínum og kynnum af skólastarfi með félögum sínum á námskeiðinu með ýmsu móti.

X

Samþætting og skapandi starf (GKY102G, GKY202G)

Á námskeiðinu er megináhersla á samþættingu námsgreina með því að nota Söguaðferðina (Storyline) sem meginþráð í náminu. Valin eru viðfangsefni tengd náttúru og samfélagi og unnið með þau á fjölbreyttan og skapandi hátt. Áhersla verður á að nemendur skynji námið sem heild. Hugað verður að námsmati og hvernig námsmatsaðferðir henta.
Lögð verður áhersla á ólíka reynslu og forsendur nemenda, út frá einstaklingmiðuðu námi og menntun fyrir alla í fjölmenningarsamfélagi þar sem gagnrýnin og skapandi hugsun er sem rauður þráður í gegnum námið.

X

Skapandi stærðfræðinám (GKY102G, GKY202G)

Á námskeiðinu kynnast kennaranemar hve skapandi stærðfræði er sem fræðigrein og hvernig ýta má undir leiðir til þess að byggja upp skapandi stærðfræðinám. Fjallað er um uppbyggingu stærðfræðihugmynda ungra barna, lausnaleit þeirra, námsmat og aðra þætti stærðfræðináms. Kennaranemar vinna verklega og taka þátt í umræðum um stærðfræðinám. Þeir ígrunda eigið stærðfræðinám og nýta vettvangsnám til þess að æfa það sem þeir læra á námskeiðinu og ígrunda eigin kennslu.

Sérstaklega verður hugað að því að kennaranemi styrki tök sín á inntaksþáttum og vinnubrögðum stærðfræðinnar til þess að hafa forsendur til að geta greint nám nemenda sinna. Sjónum verður beint að skilningi á helstu inntaksþáttum í stærðfræðinámi á yngsta stigi. Einnig verður fjallað um þátt tungumáls og röksemdafærslu í stærðfræðinámi.

Leiðir við kennslu og uppbygging námsumhverfis fá gott rými. Skoðað verður hvernig nálgast má viðfangsefni með rannsóknum, hlutbundinni vinnu, rafrænni leit, umræðum og uppsprettum úr daglegu lífi og umhverfi nemenda. Námsefni og námsgögn í stærðfræði verða greind og fjallað um náms- og kennsluumhverfi sem mætir ólíkum þörfum barna við stærðfræðinám. Hugað verður sérstaklega að stafrænum námsgögnum fyrir börn og leiðum til að meta slíkt efni. Fjallað verður um námsmat í stærðfræði og hvernig kennari getur nýtt sér mat á skilningi og færni nemenda til að byggja á við skipulag kennslu.

Kennaranemar kynnast fræðasviðinu stærðfræðimenntum og leiðum til að fylgjast með rannsóknum og þróun kennsluhátta til að þeir geti sótt sér hugmyndir og hvatningu til að þróa markvisst stærðfræðikennslu sína.

Vinnulag
Haldnir verða fyrirlestrar og nemendur taka þátt í umræðum og verklegri vinnu. Nemendur lesa sér til um rannsóknir og glíma sjálfir við stærðfræðileg viðfangsefni ásamt því að skipuleggja kennslu og kenna eftir skipulagi sínu.
Vettvangshluti námskeiðsins (3Ve) fer fram í samstarfsskólum Menntavísindasviðs og samsvarar einni og hálfri viku á vettvangi, 6 tíma á dag. 

Nemar halda dagbók um nám sitt og ígrundun á því frá upphafi námskeiðs og byggja á henni við skrif lokaverkefnis námskeiðsins. 

X

Auðlindir Íslands. Nýting þeirra í fortíð, nútíð og framtíð (SFG004G)

Viðfangsefni: Markmið námskeiðsins er annars vegar að rýna í margvíslegar auðlindir Íslands og nýtingu þeirra fyrr og nú, og hins vegar að æfa nemendur í að völdum þáttum kennslu um efnið. Rýnt verður t.d. í hugtakið auðlind, sjónarmið um eignarhald auðlinda, sjávarfang, orkuframleiðslu, íslensk jarðefni, gróður og landnýtingu. Nemendur fjalla um tiltekna náttúruauðlind á Íslandi eða valin landsvæði og greina helstu áskoranir og ágreiningsefni sem því tengjast. Í verkefnum gefast tækifæri til að rýna í námsefni, bæði nemenda- og kennaraefni ásamt ítarefni með hliðsjón af hæfniviðmiðum námskrár og grunnþættinum sjálfbærni. Þá verður hægt að móta kennsluáætlun og námsmat um valda þætti námskeiðsins. Fengist verður við fjölbreyttar spurningar og álitamál, bæði um túlkun sögunnar og um valkosti samtímans.

Vinnulag: Námskeiðinu er að mestu skipt í tveggja vikna lotur þar sem fengist er við eitt þema í hverri lotu. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Námskeiðið er kennt í vikulegum kennslustundum á neti. Nemendum er skylt að mæta í tiltekna tíma samkvæmt kennsluáætlun, enda hafa þeir þar ákveðið hlutverk sem ekki verður sinnt nema með þátttöku í tíma.

X

Söguþræðir (SFG402G)

Viðfangsefni:

Í námskeiðinu er fjallað um sögukennslu og sögu, með áherslu á heimssögu síðustu 1500 ára, frá sjónarhóli hugsmíðahyggjunnar sem gerir ráð fyrir að sagan mótist af menningu og gildismati.

Inntak: Nemendur læra megindrætti heimssögunnar frá miðöldum og til okkar daga með áherslu á búferlaflutninga, menningaráhrif, umhverfisáhrif og smitsjúkdóma, bæði frá sjónarhóli einstaklinga og samfélaga. Nemendur læra að tileinka sér sögulega hugsun og rökfærslu og beita þeim í vinnu með nemendum á mið- og unglingastigi. Lögð er áhersla á gagnrýna sýn á sögu og sögukennslu. Dregin eru fram mismunandi sjónarhorn á það hvað (ekki síst hvaða fólk) sé þess verðugt að komast á spjöld sögunnar, lögð áhersla á þjálfun í gagnrýnum lestri á námsbækur í sögu og velt upp mismunandi leiðum til að kenna erfiða sögu. Þá öðlast nemendur þjálfun í hönnun og framkvæmd fjölbreytta verkefna í kennslu, til að mynda með skapandi aðferðum og upplýsingatækni.

Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við grunnatriði í sögukennslu og kynnast ólíkum kennsluaðferðum og -nálgunum.

X

Átakasvæði í heiminum – áskoranir fjölmenningar (SFG001G)

Meginviðfangsefni námskeiðsins eru átök og átakasvæði í heiminum einkum með hliðsjón af tækifærum og áskorunum sem slík viðfangsefni gefa í kennslu. Þátttakendur kynnast hugmyndum og sjónarmiðum tengdum átökum og tengja við landfræðilegar aðstæður, sögu, menningu og trúarbrögð. Unnið verður með valin tvö til þrjú átakasvæði. Til greina koma Írland og írska lýðveldið, Ísrael og Palestína, Mexíkó, Myanmar, Nígería og Tyrkland, auk átaka sem erfitt er að afmarka landfræðilega. Val á viðfangsefnum verður í samráði við þátttakendur og eftir atvikum verða þau tengd við íslenska sögu og aðstæður.

Verkefni námskeiðisins snúa að æfingum í upplýsingaleit, framsetningu sögulegra og landfræðilegra upplýsinga og í að útskýra flókna eða viðkvæma þætti efnisins.

Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Í námskeiðinu er 80% mætingaskylda í kennslustundir.
Sjá nánari upplýsingar á Canvas-vef námskeiðsins. 

X

Lífsleikni – siðfræði (SFG006G)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að samskiptum og siðfræði með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um siðferðileg hyggindi, styrkleika og samkennd.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum á Zoom. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin tvö verkefni auk lokaverkefnis.

X

Mótandi afl: Menntun, réttlæti og gagnrýnin fræði (SFG102M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu er fjallað um samspil samfélagsgreina við samfélög sín, með áherslu á Ísland. Markmiðið námskeiðsins er að nemendur öðlast þjálfun í að ígrunda hvernig þeirra kennsla á þátt í að móta viðtekin samfélagsleg viðmið og hugmyndafræði. Einnig hvernig kennarar geti gripið inn í og hafa áhrif á mótunarferlið í anda félagslegs réttlætis.

Inntak: Nemendur öðlast skilning á því hvernig greinarnar höfðu grundvallaráhrif á hugmyndafræði þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu á 19. öld og hvernig arfleifð þessara hugmyndastefna birtist okkur í samtímanum. Því næst er athyglinni beint að völdum flóknum viðfangsefnum úr samtímanum og um leið fjallað um hvernig og hvort samfélagsgreinar geti eða eigi að hafa áhrif á samfélög í samtímanum. Nemendur kynnast fræðilegum viðfangsefnum gagnrýnna fræða, sér í lagi viðfangsefnum sem tilheyra gagnrýnum menntunarfræðum, loftslagsbreytingamenntun, kynjafræði, hinsegin fræðum og eftirlendufræðum. Þeir öðlast jafnframt þjálfun í að beita nálgunum gagnrýnna fræða, einkum gagnrýnna menntunarfræða, í skólastofunni, m.a. í skipulagi kennslu og hönnun og framkvæmd verkefna

Vinnulag: Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum á neti og umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við álitamál og æfa sig í að glíma við þau í grunnskólakennslu.

X

Heimspeki og hugmyndasaga menntunar (UME304G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur verði færir um að taka málefnalega afstöðu til hugmynda og aðferða í kennslu og uppeldi í fortíð og nútíð, og geti tekið þátt í gagnrýninni umræðu um skólamál og gert grein fyrir eigin hugmyndum um menntun og uppeldi.

Viðfangsefni:

Á námskeiðinu verður fjallað um uppeldis- og menntunarhugmyndir allt frá tímum Forn-Grikkja og fram á okkar daga. Áhersluatriði í kennslunni eru eftirfarandi:

1. Maðurinn: Skynsemi, skilningur og siðvit
Fjallað verður um mannskilning á ólíkum tímum. Hvernig hugmyndir hugsuða um eðli mannsins höfðu áhrif á hugmyndir hvers tíma um uppeldi og menntun.

2. Markmið menntunar
Fjallað verður um markmið menntunar og forsendur þessara markmiða á hverjum tíma s.s að tileinka sér dygð, að uppfylla hlutverk sitt í samfélaginu, verða meiri maður, að axla ábyrgð í samfélagi, að verða virkur þátttakandi í lýðræðissamfélagi, að tileinka sér sjálfstæða og gagnrýna hugsun.

3. Frelsi og lýðræði
Fjallað verður um áhrif hugmynda um frelsi og sjálfræði mannsins í lýðræðissamfélagi á hugmyndir um menntun. Sérstaklega verður hugað að áhrifamikilli hugmyndafræði í samtímanum sem lýtur að menntun til lýðræðis, borgaralegri menntun, skóla án aðgreiningar og jafnréttis til náms.

Meðal viðfangsefna námskeiðsins verða þekkingar-, stjórn-, og siðspeki Platons, hugmyndir Rousseau um frelsi og sjálfræði, hugmyndir Kants um skynsemi og upplýsingu og hugmyndir Wollstonecraft um jafnrétti. Einnig verður frelsishugtakið skoðað í ljósi kenninga E. Key, A.S. Neill og P. Freire. Fjallað verður ítarlega um kenningar John Dewey um menntun, gagnrýna hugsun og lýðræði.

X

Félagsfræði uppeldis og menntunar (UME303G)

Viðfangsefni námskeiðsins er félagsfræði uppeldis og menntunar. Helstu kenningarlegu sjónarhorn verða kynnt til sögunnar og skoðuð í ljósi fjölbreyttra viðfangsefna og álitamála á sviði uppeldis og menntunar í gegnum tíðina. Má þar nefna hlutverk og tilgang menntunar, ólíkar áherslur í uppeldi, stofnun skóla og þróun skólakerfis, hlutverk fjölskyldu og samfélags, aðgengi að menntun, nútímavæðingu og einstaklingshyggju, jafnrétti og félagslegan hreyfanleika. Í námskeiðinu verður lögð áhersla á samspil sögulegs sjónarhorns og kenninga um uppeldi og menntun, þar sem sjónum verður beint að sérkennum uppeldis- og menntunar með hliðsjón af samfélagsþróun. Aðaláherslan verður á íslenskt samhengi en með tilliti til almennrar þróunar í nágrannalöndunum.

X

Lokaverkefni (SFG601L)

Undir lok grunnnámsins vinna nemendur B.Ed.-verkefni sem skal vera á sviði aðalsérhæfingar og hafa gildi á sviði faggreinakennslu, sjá nánar í handbók.

Nemendur skrá óskir um efni og leiðbeinanda í form á Canvas vef. Umsjónarmenn námsleiða vinna úr óskunum og úthluta nemendum leiðbeinanda.  Nemendur vinna sjálfstætt að lokaverkefni sínu með ráðgjöf frá leiðsögukennara.

Lokaverkefni vinna nemendur einir eða tveir saman. Nánari leiðbeiningar um tilhögun, vinnulag og frágang við lokaverkefni er að finna á vef lokaverkefna í grunnnámi í Uglu undir Fræðasvið - Menntavísindasvið - Fyrir nemendur.

X

Trúarbragðafræðsla og margbreytileiki (SFG003G)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er fengist við trúarbrögð og trúarbragðafræðslu í fjölmenningarlegu samfélagi. Fjallað verður um trúarþörf og trúarreynslu mannsins, tilvistarspurningar og leit eftir tilgangi og merkingu. Kynnt verða helstu greiningarhugtök, kenningar og rannsóknir á sviði trúarbragðafræði og trúaruppeldisfræði. Rætt verður um gildi trúarbragða fyrir einstaklinga og samfélög og áhrif þeirra á mótun sjálfsmyndar, gildismats og lífsskilnings. Þá verða helstu trúarbrögð heims skoðuð, þ.e. gyðingdómur, kristni, islam, hindúasiður og búddatrú, auk nokkurra annarra trúarbragða. Einnig verður fjallað um trúlaus og trúarlega hlutlaus lífsviðhorf. Þá verður vikið að stöðu trúarbragða og trúarhreyfinga á tímum fjölmenningar og margbreytileika og rætt um fjölhyggju og samskipti einstaklinga og hópa með ólíkan menningarlegan og trúarlegan bakgrunn, umburðarlyndi og fordóma.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á stuttum fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.

X

Kennsla samfélagsgreina og lýðræði í skólastarfi (SFG401G)

Viðfangsefni: Fjallað verður um stöðu samfélagsgreinaí skólakerfinu fyrr og nú. Einnig verður fjallað um samfélagsgreinar í aðalnámskrá og námsgögn. Kannaðar verða stefnur, straumar og álitamál í kennslu greinanna, m.a. með það í huga hvernig nýta má viðfangsefni þeirra til skipuleggja nám þar sem nemendur læra til lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýðræði.

Unnið verður með viðfangsefni og námsefni samfélagsgreina, m.a. með greiningu á efni, framsetningu og rökum fyrir efnisvali og vali viðfangsefna við hæfi ólíkra námshópa. Hugmyndir um samþættingu samfélagsgreina við aðrar greinar grunnskólans verða kannaðar einkum með það í huga að skipuleggja heildstæð viðfangsefni út frá málefnum líðandi stundar. Einnig verður hugað að námsmati í ólíkum samfélagsgreinum.

Námskeiðið tengist vettvangsnámi á misserinu sem felst í undirbúningi kennslu í einstökum greinum og kennslufræði þeirra og uppgjöri og samantekt að vettvangsnámi loknu.

Vinnulag: Fyrirlestrar, kynningar, umræður, málstofur, lestur, upplýsingaleit, sjálfstæð verkefni, samvinnuverkefni og leiðsögn. Áhersla er lögð á að nemendur safni gögnum úr námi sínu og af vettvangi sem eru skoðuð, ígrunduð og metin.

X

Aðferðafræði og menntarannsóknir (KME501G)

Viðfangsefni námskeiðsins fela í sér tvennt. Annars vegar er um að ræða þjálfun í rannsóknaraðferðum, meðferð gagna og úrvinnslu þeirra og hins vegar læsi á menntarannsóknir, sem aðrir hafa framkvæmt og niðurstöður þeirra. Í öllum þáttum námskeiðsins er lögð áhersla á þekkingu og skilning á helstu hugtökum og hugmyndum úr aðferðafræði menntarannsókna. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þessi hugtök í lesefninu og beiti þeim í verkefnum er tengjast megindlegum, eigindlegum og blönduðum aðferðum, einnig aðferðum við starfendarannsóknir. 

Vinnulag á námskeiðinu felst í fyrirlestrum, kynningum og vettvangstengdum viðfangsefnum. Reynt er að samhæfa viðfangsefni þeirra sem sækja tíma reglulega og þeirra sem stunda námið að mestu sem fjarnemar.

X

Landið og landakortin (SFG009G)

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er að þjálfa þátttakendur í lestri og túlkun ólíkra korta og myndefnis, vinnu með rafræn kort, kortaþjónustur, smáforrit og ljósmyndir og hvernig megi nýta slík gögn í kennslu. Lögð verður áhersla á gildi útináms, fjallað um staðtengt nám og þau tækifæri sem felast í nýtingu valdra svæða í nágrenni skóla, sem og mótun hæfniviðmiða fyrir slík verkefni. Viðfangsefnin beina sjónum þátttakenda t.d. að bauganeti jarðar, mælikvörðum, tákni, letri og litum á kortum, gerð og notkun áttavita, loftslagsritum, ýmiskonar veðurupplýsingum, skipulags- og landnotkunarkortum og öðrum þemakortum.
Vinnulag: Námskeiðinu er að mestu skipt í þemu og vikulegum kennslustundum. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Form verkefna og hlutaprófa verður ákveðið í samráði við þátttakendur. Nemendum er skylt að mæta í tiltekna tíma samkvæmt kennsluáætlun, enda hafa þeir þar ákveðið hlutverk sem ekki verður sinnt nema með þátttöku í tíma.

 

 

X

Samfélagsgreinakennsla og skapandi nám (SFG005G)

Viðfangsefni: Meginmarkmið þessa námskeiðs er að kennaranemi öðlist þekkingu á kennslufræði samfélagsgreina og hæfni til að kenna þessar greinar á skapandi hátt á mið- og unglingastigi grunnskóla. Fjallað verður um viðfangsefni og námsefni samfélagsgreina og rannsóknir á samfélagsgreinanámi og -kennslu. Einnig er leitað svara við hvernig megi kenna fagið á árangursríkan hátt með skapandi aðferðum og þannig tengt við einn af grunnþáttum aðalnámskrár.

Viðfangsefni og verkefni verða skipulögð með tilliti til fjölbreyttra og virkra kennsluaðferða og skapandi starfs, m.a. með aðferðum leiklistar í kennslu.

Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt.

Námskeiðið tengist vettvangsnámi á misserinu sem felst í undirbúningi kennslu í einstökum greinum og kennslufræði þeirra og uppgjöri og samantekt að vettvangsnámi loknu.

Vinnulag: Fyrirlestrar, vinnusmiðjur, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni, samvinnuverkefni og leiðsögn.

X

Jörðin og himingeimurinn (SNU201M)

Inntak / viðfangsefni: 
Hugmyndir barna um náttúrufyrirbæri (staða jarðar í himingeimnum og berg)
Sólkerfið; Staða jarðar í sólkerfinu og hvernig hún hreyfist þar, aðdráttarafl, árstíðaskipti, dægraskipti, kvartilaskipti tunglsins.
Myndun og mótun lands; lagskipting jarðar og landrek, útræn og innræn öfl, bergtegundir, eldgos, jarðskjálftar. Stutt yfirlit yfir jarðsöguna. 
Loftslagsbeltin; veður og loftslag; lofthjúpurinn, geislun og orkuskipti, hitafar, loftþrýstingur og vindar, raki og úrkoma, loftmassar, vestanvindar, staðvindar, monsún, fárviðri.
Gróðurbeltin; einkenni gróðursvæða, tengsl við loftslagsflokkun Köppens, einkenni jarðvegsgerða.
Hafstraumar; sjávarföll, heitir og kaldir hafstraumar, fiskimið ofl.
Áhrif manna á umhverfi sitt, verndun og varðveisla umhverfis, mengun, gróðurhúsaáhrif ofl.
Kennsla; Kynntar verða hugmyndir að kennslu ofantaldra viðfangsefna sem og rannsóknir sem þeim tengjast.

Fyrirkomulag byggist á vikulegri kennslu á neti. Farið verður í nokkrar vettvangsferðir og þurfa allir nemendur að mæta í a.m.k. fimm og skila einfaldri samantekt um hverja þeirra. Nánar um verkefni og próf eru í kennsluáætlun námskeiðsins.

X

Heimabyggðin (SFG202M)

Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að greina tækifæri og áskoranir í nærsamfélagi og nærumhverfi valins staðar á Íslandi og með hvaða hætti mætti vinna með efnið í skólastarfi.
Viðfangsefni námskeiðsins er heimabyggð hvers og eins eða valins svæðis. Rýnt verður í landfræði svæðisins út frá náttúrufari, atvinnulífi, samgöngum og landnýtingu. Einnig verður fjallað um afmörkun svæða út frá náttúrufari, sögu, efnahagslífi og búsetuþróun. Notuð verða hugtök um svæði, svo sem kjarnasvæði, jaðarsvæði, kjördæmi, sveitarfélag og landshluti. Fjallað verður um dreifingu fólksfjölda, þéttbýli, strjálbýli og samtök svæða hér á landi. Sjónum verður beint að staðtengdu námi og þætti upplifunar í námi um staði. Áhersla verður lögð á hvernig megi nýta sér álitamál og ágreiningsefni í kennslunni.

Vinnulag: Námskeiðinu er skipt í lotur þar sem fengist er við eitt þema í hverri lotu. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Námskeiðið er kennt á neti í vikulegum kennslustundum. Nemendum er skylt að mæta í tiltekna tíma samkvæmt kennsluáætlun, enda hafa þeir þar ákveðið hlutverk sem ekki verður sinnt nema með þátttöku í tíma.

 

X

Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengi (SFG203M)

Viðfangsefni: Í þessu námskeiði setjum við upp jafnréttisgleraugun og kynnumst einum grunnþætti Aðalnámskrár grunnskóla nánar, jafnrétti.

Inntak: Fjallað verður margvíslegar hliðar jafnréttis og jafnræðis og hvernig hægt er að tvinna jafnréttismenntun saman við kennslu samfélagsgreina á skapandi hátt. Fjallað er um jafnrétti og jafnræði út frá víðum sjónarhóli, líkt og í Aðalnámskrá grunnskóla, og lögð sérstök áhersla á jafnréttismál sem snúa að menningu og uppruna, fötlun, stétt og búsetu. Einnig verður hugað að þeirri margþættu mismunun sem fólk verður fyrir vegna samtvinnunar (e. intersectionality) ólíkra jaðarsetjandi þátta.

Vinnulag byggst á hópumræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fá t.d. fá þjálfun í gagnrýnum lestri hefðbundins námsefnis og kennsluáætlana- og verkefnagerð í anda jafnréttismenntunar. Í verkefnavinnu er m.a. lögð áhersla á að samþætta grunnþættina jafnrétti og sköpun en nemendur vinna eitt verkefni í samvinnu við nemendur í listgreinakennslu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Dóra Björk Ólafsdóttir
Guðjón Ingimundarson
Dóra Björk Ólafsdóttir
Grunnskólakennsla með áherslu á náttúrugreinar

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á náttúruvísindum og þótti því tilvalið að miðla mínum áhuga til komandi kynslóða. Námið býður upp góða starfsmöguleika og starfið er spennandi. Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega áfanga og eru þeir góður grunnur fyrir kennarastarfið.

Guðjón Ingimundarson
Grunnskólakennsla með áherslu á íslensku

Að mennta sig sjálfan eða einhvern annan, er styrking í svo marga staði. Það er ákaflega gefandi að sjá unga fólkið bæta sig meir og meir, sama hvort það sé bóklega, verklega eða andlega. Að móta komandi kynslóðir fyrir okkar samfélag eru forréttindi. Sama hversu stór partur maður er af ferlinu. Námið opnar svo margar hurðir og eru kennarar við Háskóla Íslands alltaf reiðubúnir að sýna þér hvað liggur á bakvið þær.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.