Tækifæri í útlöndum kynnt á Alþjóðadögum HÍ
Kynningar á möguleikum á námi erlendis, happdrætti, barsvar, karaókí að ógleymdu hinu árvissa Alþjóðatorgi á Háskólatorgi er meðal þess sem verður í boði á Alþjóðadögum Háskóla Íslands fara sem fram 8.-10. nóvember.
Markmið Alþjóðadaga er að vekja athygli á alþjóðlegu samstarfi Háskólans og þeim fjölmörgu tækifærum sem standa nemendum og starfsfólki við Háskóla Íslands til boða um allan heim.
Kynningar á skiptinámi og starfsþjálfun, opnar öllum nemendum HÍ, verða í gangi alla dagana. Þá verða möguleikar á styttri námsdvölum kynntir, sem ætlað er að gera enn fleirum kleift að taka hluta af náminu erlendis. Starfsfólk Háskólans mun einnig geta kynnt sér möguleika á kennara- og starfsmannaskiptum og öðrum kostum sem bjóðast innan Erasmus+.
Alþjóðadagar ná hámarki með Alþjóðatorgi á Háskólatorgi fimmtudaginn 9. október milli kl. 11.30-13.30. Þar geta nemendur kynnt sér skiptinám, starfsþjálfun og sumarnám og tekið þátt í happdrætti.
Stúdentakjallarinn verður jafnframt einn af miðpunktum Alþjóðadaga þar sem fjörið mun ráða ríkjum. Þar verður m.a. boðið upp karaókí og barsvar og DJ Rasley mun þeyta skífum. Í Bóksölunni verður svo haldið alþjóðlegt spilakaffi sem alþjóðanefnd SHÍ stýrir.