Baudelaire í þýðingu Ásdísar Rósu
Út er komin hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni bókin Parísardepurð. Stutt ljóð í lausu máli eða Le Spleen de Paris. Petits poèmes en prose eftir franska skáldið Charles Baudelaire. Bókin kom út í París árið 1869, tveimur árum eftir andlát höfundarins og í henni er að finna fimmtíu ljóð í lausu máli, samin á árunum 1855–1867.
Ásdís Rósa Magnúsdóttir, prófessor í frönsku máli og bókmenntum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, þýddi textana og skrifaði eftirmála og ritstjóri var Kristín Guðrún Jónsdóttir, prófessor við sömu deild. Ragnar Helgi Ólafsson sá um kápuhönnun. Verkið var styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta og Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.
Bókin Parísardepurð. Stutt ljóð í lausu máli er fáanleg í vefverslun Háskólaútgáfunnar og flestum bókaverslunum.