Skip to main content

Íslensk málfræði

Íslensk málfræði

Hugvísindasvið

Íslensk málfræði

MA gráða – 120 einingar

Markmið meistaranáms í íslenskri málfræði er að veita nemendum vísindalega þjálfun og búa þá undir framhaldsnám og störf af ýmsu tagi, svo sem framhaldsskólakennslu, margvísleg fræðistörf og doktorsnám

Skipulag náms

X

Rannsóknaraðferðir í málvísindum (AMV701F)

Námskeiðið er ætlað meistaranemum í almennum málvísindum og íslenskri málfræði en gagnast einnig öðrum meistaranemum sem fást við málfræðirannsóknir. Í námskeiðinu er fjallað um helstu rannsóknaraðferðir í málvísindum, bæði að því er varðar tilraunagögn og náttúruleg gögn. Kennd verða grundvallaratriði í hönnun dómaprófa, eyðufyllinga, framköllunarprófa, tilrauna af ýmsu tagi og leit í málheildum eins og Risamálheildinni og IcePaHC. Fjallað verður um rannsóknaraðferðir sem tengjast einstökum sviðum málvísinda, t.d. setningafræði, hljóðkerfisfræði, félagslegum málvísindum, sögulegum málvísindum, sálfræðilegum málvísindum, samskiptamálfræði og fleiru. Einnig verður fjallað um greiningu og túlkun málfræðilegra gagna af öllu tagi, helstu kosti og galla ólíkra rannsóknaraðferða og siðfræði rannsókna í málvísindum.

X

Forritun í máltækni (MLT701F)

Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað meistaranemum í máltækni sem taka námið við Íslensku- og menningardeild HÍ, hafa bakgrunn í málvísindum en lítinn sem engan í tölvunarfræði. Þetta námskeið taka þeir í flestum tilvikum samhliða námskeiðinu Tölvunarfræði 1a. Hafi einhver með annars konar bakgrunn áhuga á námskeiðinu er þó sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar.

Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Að auki kynnast nemendur málvinnslutólinu NLTK (Natural Language Toolkit) sem þeir munu jafnframt nota frekar í námskeiðum um málvinnslu.

X

Mál og kyn (ÍSL520M)

Fjallað verður um fyrirbærið málfræðilegt kyn, kynjakerfi íslensku og sögu þess. Rætt verður um hlutverk málfræðilegra kynja í íslensku, orðaforða um karla og konur og mun á máli karla og kvenna. Þá verða baráttu fyrir jafnrétti í tungumálinu gerð skil og aðstæður hérlendis bornar saman við aðstæður í öðrum löndum.

Gert er ráð fyrir þátttöku gesta innan og utan Háskólans sem fjalla um ýmsar hliðar þessara mála (málfræðingar, félagsvísindamenn o.fl.). Námskeiðið krefst góðrar mætingar og virkrar þátttöku nemenda. Nemendur fylgjast með fyrirlestrum, taka þátt í umræðum og skila skýrslum um viðfangsefni hverrar viku.

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Stílfræði (ÍSL614M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um það hvernig hægt er að rannsaka texta, einkum bókmenntatexta, frá sjónarhóli málvísindanna. Námskeiðið ætti því að henta þeim nemendum sem hafa bæði áhuga á bókmenntafræði og málvísindum. Meðal viðfangsefna eru stíltegundir, notkun tíða, orðaröð, nafngiftir sögupersóna, kynhlutlaust mál, hljóðtáknun, virkni sagna og nafnorða, sjónarhorn, myndlíkingar og fleira. Gert er ráð fyrir fjölda gestafyrirlesara í þessu námskeiði, bæði bókmenntafræðinga og málfræðinga.

X

Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni  (ÍSL612M)

Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.

X

Íslenska í skólakerfinu (ÍSF801F)

Meginmarkmið námskeiðsins er annars vegar að varpa ljósi á það hvernig íslenska er kennd á unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskólum og hins vegar hvernig hægt er að efla kennslu í námsgreininni með hliðsjón af hagnýtum og fræðilegum rannsóknum. Hvaða hæfni á að byggja upp í beitingu og meðferð tungumálsins? Hvaða leikni eiga nemendur að hafa eftir hvert skólastig og hvernig á að þjálfa hana? Hvað er mikilvægast að nemendur skilji og viti um tungumál og bókmenntir eftir skólagönguna? Hvaða kennsluaðferðum er helst beitt? Hvaða námsefni er mest notað og að hvaða marki endurspeglar það nýlega þekkingu á sviði íslenskrar málfræði og íslenskra bókmennta? Í verkefnavinnu námskeiðsins fá nemendur tækifæri til að útfæra eigin hugmyndir að viðfangsefnum í íslenskukennslu með áherslu á miðlun nýlegrar þekkingar.

X

Mál og samfélag (ÍSL004M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags með aðferðum og hugtökum félagslegra málvísinda og með hliðsjón af alþjóðlegum og innlendum rannsóknum á því sviði.
 
Rætt verður m.a. um málviðhorf, málsnertingu, mállýskur, málsnið og málstýringu. Hugað verður að ýmsum birtingarmyndum málnotkunar og breytileika í máli og að því hvernig þættir á borð við umhverfi, samhengi og bakgrunn málnotanda hafa áhrif á málnotkun og val málsniðs.

Yfirlit verður veitt um helstu rannsóknaraðferðir, eigindlegar og megindlegar, nýlega strauma í félagslegum málvísindum og aðferðir metnar með tilliti til rannsóknarefnis.

Kynntar verða rannsóknir á viðhorfum til málnotkunar og máls, eigin máls og annarra, ásamt því að ræða hvað óhefðbundin málnotkun hefur í för með sér. Í því samhengi verður sérstök áhersla lögð á mál þeirra sem tala íslensku sem erlent mál og stöðu innflytjenda.

Fjallað verður um stöðu íslensku í dag, einkum gagnvart ensku og öðrum tungumálum. Hugað verður að lögmálum um málstýringu og að hugmyndum fólks um tungumálið fyrr og síðar. Fjallað verður um íslenska málstefnu, málstýringu, málstöðlun og hreintunguhneigð frá ýmsum hliðum, m.a. í samtímalegu og sögulegu ljósi og með hliðsjón af erlendum málsamfélögum.

Til umræðu verður málnotkun tiltekinna félagshópa (t.d. unglinga) með tilliti til félagslegs hlutverks málnotkunarinnar innan hópsins annars vegar og innan málsamfélagsins í heild sinni hins vegar.

Gert er ráð fyrir að nemendur vinni verkefni, hópverkefni eða einstaklingsverkefni, þar sem leitað er svara við ýmsum spurningum sem bornar verða fram í kennslu og umræðu.

X

Skrift og handrit (ÍSL416M)

Fjallað verður um upphaf skriftar á Íslandi og þróun hennar fram á 19. öld og lögð áhersla á gildi handrita fyrir málsögurannsóknir. Einnig verður fjallað um bókagerð, áhöld til skriftar og varðveislu handrita. Hverjir áttu handritin? Hvað var skrifað og til hvers? Stúdentar lesa valin sýnishorn úr handritum frá 12. öld fram á 19. öld með það að markmiði að þeir verði læsir á helstu tegundir skriftar sem notaðar hafa verið á Íslandi og geri sér grein fyrir þróun skriftar og stafsetningar

X

Þriðja málfræðiritgerðin (ÍSM807F)

Þriðja málfræðiritgerðin svokallaða er málfræði og mælskufræði (málskrúðsfræði) sem byggist að mestu á ritum Dónats og Priscíans. Í námskeiðinu verður athugað hvernig höfundurinn (Ólafur hvítaskáld Þórðarson, uppi frá um 1210-1259) vinnur úr hinum erlendu fræðum og heimfærir á innlendan kveðskap. Enn fremur verður þetta rit borið saman við skáldskaparfræði Snorra Sturlusonar. Námskeiðið ætti að höfða jafnt til málfræðinga, bókmenntafræðinga og miðaldafræðinga.

X

Rannsóknarverkefni A (ÍSL440F)

Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.

X

Rannsóknarverkefni B (ÍSL804F)

Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.

X

Meistararitgerð í íslenskri málfræði (ÍSM441L)

Nemandi sem hyggst skrifa MA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.

X

Rannsóknaraðferðir í málvísindum (AMV701F)

Námskeiðið er ætlað meistaranemum í almennum málvísindum og íslenskri málfræði en gagnast einnig öðrum meistaranemum sem fást við málfræðirannsóknir. Í námskeiðinu er fjallað um helstu rannsóknaraðferðir í málvísindum, bæði að því er varðar tilraunagögn og náttúruleg gögn. Kennd verða grundvallaratriði í hönnun dómaprófa, eyðufyllinga, framköllunarprófa, tilrauna af ýmsu tagi og leit í málheildum eins og Risamálheildinni og IcePaHC. Fjallað verður um rannsóknaraðferðir sem tengjast einstökum sviðum málvísinda, t.d. setningafræði, hljóðkerfisfræði, félagslegum málvísindum, sögulegum málvísindum, sálfræðilegum málvísindum, samskiptamálfræði og fleiru. Einnig verður fjallað um greiningu og túlkun málfræðilegra gagna af öllu tagi, helstu kosti og galla ólíkra rannsóknaraðferða og siðfræði rannsókna í málvísindum.

X

Forritun í máltækni (MLT701F)

Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað meistaranemum í máltækni sem taka námið við Íslensku- og menningardeild HÍ, hafa bakgrunn í málvísindum en lítinn sem engan í tölvunarfræði. Þetta námskeið taka þeir í flestum tilvikum samhliða námskeiðinu Tölvunarfræði 1a. Hafi einhver með annars konar bakgrunn áhuga á námskeiðinu er þó sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar.

Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Að auki kynnast nemendur málvinnslutólinu NLTK (Natural Language Toolkit) sem þeir munu jafnframt nota frekar í námskeiðum um málvinnslu.

X

Mál og kyn (ÍSL520M)

Fjallað verður um fyrirbærið málfræðilegt kyn, kynjakerfi íslensku og sögu þess. Rætt verður um hlutverk málfræðilegra kynja í íslensku, orðaforða um karla og konur og mun á máli karla og kvenna. Þá verða baráttu fyrir jafnrétti í tungumálinu gerð skil og aðstæður hérlendis bornar saman við aðstæður í öðrum löndum.

Gert er ráð fyrir þátttöku gesta innan og utan Háskólans sem fjalla um ýmsar hliðar þessara mála (málfræðingar, félagsvísindamenn o.fl.). Námskeiðið krefst góðrar mætingar og virkrar þátttöku nemenda. Nemendur fylgjast með fyrirlestrum, taka þátt í umræðum og skila skýrslum um viðfangsefni hverrar viku.

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Meistararitgerð í íslenskri málfræði (ÍSM441L)

Nemandi sem hyggst skrifa MA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.

X

Stílfræði (ÍSL614M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um það hvernig hægt er að rannsaka texta, einkum bókmenntatexta, frá sjónarhóli málvísindanna. Námskeiðið ætti því að henta þeim nemendum sem hafa bæði áhuga á bókmenntafræði og málvísindum. Meðal viðfangsefna eru stíltegundir, notkun tíða, orðaröð, nafngiftir sögupersóna, kynhlutlaust mál, hljóðtáknun, virkni sagna og nafnorða, sjónarhorn, myndlíkingar og fleira. Gert er ráð fyrir fjölda gestafyrirlesara í þessu námskeiði, bæði bókmenntafræðinga og málfræðinga.

X

Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni  (ÍSL612M)

Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.

X

Íslenska í skólakerfinu (ÍSF801F)

Meginmarkmið námskeiðsins er annars vegar að varpa ljósi á það hvernig íslenska er kennd á unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskólum og hins vegar hvernig hægt er að efla kennslu í námsgreininni með hliðsjón af hagnýtum og fræðilegum rannsóknum. Hvaða hæfni á að byggja upp í beitingu og meðferð tungumálsins? Hvaða leikni eiga nemendur að hafa eftir hvert skólastig og hvernig á að þjálfa hana? Hvað er mikilvægast að nemendur skilji og viti um tungumál og bókmenntir eftir skólagönguna? Hvaða kennsluaðferðum er helst beitt? Hvaða námsefni er mest notað og að hvaða marki endurspeglar það nýlega þekkingu á sviði íslenskrar málfræði og íslenskra bókmennta? Í verkefnavinnu námskeiðsins fá nemendur tækifæri til að útfæra eigin hugmyndir að viðfangsefnum í íslenskukennslu með áherslu á miðlun nýlegrar þekkingar.

X

Mál og samfélag (ÍSL004M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags með aðferðum og hugtökum félagslegra málvísinda og með hliðsjón af alþjóðlegum og innlendum rannsóknum á því sviði.
 
Rætt verður m.a. um málviðhorf, málsnertingu, mállýskur, málsnið og málstýringu. Hugað verður að ýmsum birtingarmyndum málnotkunar og breytileika í máli og að því hvernig þættir á borð við umhverfi, samhengi og bakgrunn málnotanda hafa áhrif á málnotkun og val málsniðs.

Yfirlit verður veitt um helstu rannsóknaraðferðir, eigindlegar og megindlegar, nýlega strauma í félagslegum málvísindum og aðferðir metnar með tilliti til rannsóknarefnis.

Kynntar verða rannsóknir á viðhorfum til málnotkunar og máls, eigin máls og annarra, ásamt því að ræða hvað óhefðbundin málnotkun hefur í för með sér. Í því samhengi verður sérstök áhersla lögð á mál þeirra sem tala íslensku sem erlent mál og stöðu innflytjenda.

Fjallað verður um stöðu íslensku í dag, einkum gagnvart ensku og öðrum tungumálum. Hugað verður að lögmálum um málstýringu og að hugmyndum fólks um tungumálið fyrr og síðar. Fjallað verður um íslenska málstefnu, málstýringu, málstöðlun og hreintunguhneigð frá ýmsum hliðum, m.a. í samtímalegu og sögulegu ljósi og með hliðsjón af erlendum málsamfélögum.

Til umræðu verður málnotkun tiltekinna félagshópa (t.d. unglinga) með tilliti til félagslegs hlutverks málnotkunarinnar innan hópsins annars vegar og innan málsamfélagsins í heild sinni hins vegar.

Gert er ráð fyrir að nemendur vinni verkefni, hópverkefni eða einstaklingsverkefni, þar sem leitað er svara við ýmsum spurningum sem bornar verða fram í kennslu og umræðu.

X

Skrift og handrit (ÍSL416M)

Fjallað verður um upphaf skriftar á Íslandi og þróun hennar fram á 19. öld og lögð áhersla á gildi handrita fyrir málsögurannsóknir. Einnig verður fjallað um bókagerð, áhöld til skriftar og varðveislu handrita. Hverjir áttu handritin? Hvað var skrifað og til hvers? Stúdentar lesa valin sýnishorn úr handritum frá 12. öld fram á 19. öld með það að markmiði að þeir verði læsir á helstu tegundir skriftar sem notaðar hafa verið á Íslandi og geri sér grein fyrir þróun skriftar og stafsetningar

X

Þriðja málfræðiritgerðin (ÍSM807F)

Þriðja málfræðiritgerðin svokallaða er málfræði og mælskufræði (málskrúðsfræði) sem byggist að mestu á ritum Dónats og Priscíans. Í námskeiðinu verður athugað hvernig höfundurinn (Ólafur hvítaskáld Þórðarson, uppi frá um 1210-1259) vinnur úr hinum erlendu fræðum og heimfærir á innlendan kveðskap. Enn fremur verður þetta rit borið saman við skáldskaparfræði Snorra Sturlusonar. Námskeiðið ætti að höfða jafnt til málfræðinga, bókmenntafræðinga og miðaldafræðinga.

X

Rannsóknarverkefni A (ÍSL440F)

Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.

X

Rannsóknarverkefni B (ÍSL804F)

Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Ösp Vilberg Baldursdóttir
Ösp Vilberg Baldursdóttir
Nemi í íslensku

Rétt áður en ég lauk stúdentsprófi hvíslaði íslenskukennarinn minn því að mér hvort ég hefði skoðað Hugvísindasvið HÍ. Ég þakkaði henni fyrir hvatninguna en aðeins fyrir kurteisissakir, Hugvísindasvið kom ekki til greina. Hvatning kennarans hafði þó einhver áhrif á mig – í það minnsta nægilega mikil til þess að ég íhugaði málið. Fjölbreytileiki námsins heillaði mig og ég sló til. Íslenska er best geymda leyndarmál Háskóla Íslands.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.