Hjúkrunarfræði, rannsóknaþjálfun
Hjúkrunarfræði
MS gráða – 120 einingar
Meistaranám í hjúkrunarfræði með áherslu á rannsóknarþjálfun.
Í náminu er áhersla lögð á að nemendur öðlist fræðilega þekkingu á ákveðnu sérsviði hjúkrunar og þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum. Auk þess að styrkja færni sína í rannsóknastörfum og þróunarverkefnum gefst nemendum möguleiki á þátttöku í spennandi klínískum rannsóknum með helstu fræðimönnum landsins í hjúkrunarfræði.
Skipulag náms
- Haust
- Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði
- Hagnýt tölfræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Klínísk lífeðlis- og meinafræði
- Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - Lesnámskeið
- Hagnýting megindlegrar aðferðafræði
- Eigindleg aðferðafræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (HJÚ143F)
Í námskeiðinu verður rætt um hugmyndir og hugtök sem hafa mótað skilning ólíkra samfélaga á heilbrigðisþjónustu og hjúkrun. Áhrifamiklar hugmyndir í hjúkrunarfræði verða kynntar og ræddar og leitast verður við að varpa ljósi á það hvernig skilningur á eðli hjúkrunar mótaðist og breyttist á tuttugustu öldinni. Einnig verður fjallað um þekkingu í hjúkrun og þróun hennar. Stefnur í þekkingarþróun verða kynntar og leitast verður við að benda á styrkleika og veikleika þeirra. Farið verður yfir aðferðir við að greina og meta fræðilegan texta og nemendur fá tækifæri til að beita þeim í umfjöllun um rannsóknir. Sérstök áhersla verður lögð á að greina hugtök og kenningar sem höfundar byggja á í rannsóknum sínum og hið fræðilega samhengi sem mótar þau verður skoðað.
Lágmarksfjöldi nemenda: 15.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Í hverri lotu fara fram fyrirlestrar, hópvinna og kynningar á hóp- og einstaklingsverkefnum.
Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.
Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - Lesnámskeið (HJÚ0AJF)
Námskeið miðar að því að dýpka þekkingu þátttakenda á aðstæðum barna og þáttum sem hafa áhrif á heilsu þeirra og veikindi í samhengi samfélags og fjölskyldunnar.
Meginþemu námskeiðsins verða:
- Hugmyndafræði;
- Lýðheilsa og heilsuefling
- Viðbrögð við bráðum veikindum
- Viðbrögð við langvinnum veikindum
- Hlutverk heilbrigðiskerfisins og hjúkrunar í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
Námskeiðið veitir kennslu í sérhæfðum aðferðum við greiningu hjúkrunarviðfangsefna hjá börnum og foreldrum og hjúkrunarmeðferð þeim tengdri, s.s. vegna sársauka, líkamlegs og andlegs álags og röskunar, röskunar á sjálfsáliti, skynjunar og skilnings á aðstæðum, röskunar í líkamskerfum, háska, þarfa foreldra ofl. Nemandi fær innsýn í eðli sértækra fyrirbæra í barnahjúkrun í samhengi við klínísk viðfangsefni innan sem utan stofnana. Nemandi lærir aðferðir til að greina á milli algengra eiginleika barna og foreldra og þeirra birtingarforma sem teljast til frávika í samhengi aldurs og þroska barna, aðstæðna og þarfa og bjargráða foreldra. Sérstök áhersla er lögð á samskipta- og tjáskiptaaðferðir og samvinnu við börn og foreldra.
Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.
Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.
Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.
Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna.
Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).
Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar.
Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.
Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)
Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.
Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.
Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.
Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Hjúkrun á sérsviði I
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Hjúkrun á sérsviði I (HJÚ158F)
Í námskeiðinu er fjallað um hlutverk og hugmyndafræðilegan grunn sérfræðihjúkrunar. Nemendur fá innsýn í hvað einkennir sérfræðihjúkrun: klínísk störf, kennslu og fræðslu, ráðgjöf, leiðtogahlutverk, upplýsingatækni og nýtingu gagna og rannsókna-, gæða- og umbótastörf. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í notkun sérhæfðra klínískra aðferða við upplýsingaöflun og mat á líkamlegu og andlegu ástandi sjúklinga.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður í lotum samkvæmt skipulagi meistaranáms í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild. Hluti námskeiðsins er klínískur og er sá hluti skipulagður í samráði við umsjónarkennara.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu (HJÚ269F)
Nemendur tileinka sér þekkingu um hjúkrun sem starfsmiðaða fræðigrein og beita henni við útfærslur á gagnreyndum meðferðarheildum/meðferðum/þjónustuformum sem mæta flóknum og sértækum þörfum skjólstæðinga.
Nemendur þjálfa ákvarðanatöku, framkvæmd og mat á meðferðarheildum (practice/service) og sértækum hjúkrunarmeðferðarformum (interventions) fyrir tiltekinn skjólstæðingahóp.
Nemendur skoða áherslur í forvörnum á eigin sérsviði og samþætta við fyrirhugað sérsvið.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsueflingV
- Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytingaV
- Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdómaVE
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðingaV
- Gjörgæsluhjúkrun IVE
- Vor
- Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgunV
- Sérhæfð fjölskylduhjúkrunV
- Forysta í heilbrigðisþjónustuVE
- Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindumV
- Stjórnun í heilbrigðisþjónustuV
- Sérhæfð geðhjúkrun - LesnámskeiðV
- Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - LesnámskeiðV
- Klínísk lífeðlis- og meinafræðiV
- Bráðahjúkrun - mat og meðferðV
- Verklag í vísindumV
- Óháð misseri
- LíknarmeðferðV
- Rekstur og heilbrigðisþjónustaV
Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsuefling (LÝÐ104F)
Stærstu áhættuþættir ótímabærra dauðsfalla svo sem hár blóðþrýstingur, tóbaksnotkun, yfirþyngd og hreyfingarleysi valda um 22 milljónum dauðsfalla árlega á heimsvísu. Bæta mætti allt að 5 árum við meðalaldur jarðarbúa með því að draga hóflega úr algengi átta algengstu áhættuþáttanna. Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir þetta viðfangsefni og skiptast áherslur í nokkra meginþætti:
1. Áhrifavaldar heilbrigðis: Hvaða þættir hafa mest áhrif á heilsu og heilbrigði?
2. Aðferðafræði:
a) Hvernig skipuleggjum við forvarnar- og heilsueflingarverkefni?
b) Hvar er hagkvæmast að byrja? Hagfræðileg greining á inngripum.
c) Hvernig höfum við jákvæð áhrif á atferli einstaklinga? Líkön í atferlisfræði, áhugahvetjandi samtöl, atferlishagfræði, samskiptafræði og félagsleg markaðsfærsla.
d) Hvernig höfum við áhrif á ,,kerfið”? Hagsmunagæsla (lobbyismi), bréfaskrif til þingmanna, umfjöllun í fjölmiðlum.
3. Nánari umfjöllun um helstu viðfangsefni: háþrýsingur, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdomar, næring og mataræði, ofþyngd og offita, hreyfing, tóbaksvarnir, krabbamein, áfengi og vímuefni, slysavarnir, umhverfi og atvinna, geðrækt og sjálfsvígsforvarnir, kynheilbrigði og sjálfsmynd, sértækar lausnir fyrir börn og unglinga.
Framsetning: Fyrirlestrar umsjónarkennara og valinna gestafyrirlesara sem eru meðal fremstu sérfræðinga þjóðarinnar á sínu sviði. Lagt verður upp úr umræðum, virkni og þátttöku nemenda í tímum. Einnig vinna nemendur hópverkefni þar sem þeir kynna sér til hlítar valinn áhættuþátt og gefa tillögur að úrbótum.
Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytinga (HJÚ169F)
Megintilgangur námskeiðsins er að kynna fræðilega undirstöðu og klínískar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem gagnast einstaklingum og hópum sem standa frammi fyrir krefjandi lífsbreytingum t.d. tengt veikindum, áhættuþáttum geðheilbrigðis, streitu, þroskaverkefnum og aðstæðum. Sérstaklega verður tekið mið af kenningum Meleis o.fl. um lífsbreytingar og hugrænni atferlismeðferð samkvæmt Aaron Beck. Leitast verður við að nemendur skoði sína eigin faglegu og, eftir atvikum, persónulegu reynslu og úrvinnslu lífsbreytinga samkvæmt ofangreindri lífsbreytingakenningu. Lögð verður áhersla á virkni nemenda og samvinnu þar sem unnið verður ýmist með eigin reynslu, tilbúin dæmi eða skjólstæðing(a). Miðað er við að nemendur hljóti grunnþjálfun í að beita aðferðum sem byggja á hugrænni atferlismeðferð til að fást við atferli og vanlíðan s.s. streitu, kvíða og þunglyndi með stuttum og markvissum inngripum. Unnið verður sérstaklega með einstaklingshæft mat samkvæmt aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar meðal annars til að greina áhrif lífsbreytinga á einstaklinga sem og gagnreyndar aðferðir til íhlutunar. Notkun hugsanaskráa og markviss athafnavirkjun samkvæmt hugrænni atferlismeðferð verður kynnt og æfð í færnibúðum og í vinnu með skjóstæðingi/skjólstæðingum . Einnig verða ræddar aðferðir til að takast á við líkamleg einkenni vanlíðunar samkvæmt bestu þekkingu s.s. með hreyfingu, núvitund og öndunaræfingum. Kennsla fer fram í fjórum til sex lotum. Sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar verða gestakennarar í námskeiðinu.
Námsmat fer fram með einstaklingsverkefnum og gerð er krafa um 80% mætingar í námskeiðinu
Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdóma (HJÚ0AVF)
Í námskeiðinu er fjallað um forvarnir hjá fólki með langvinna sjúkdóma s.s. krabbamein, lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, hjarta – og æðasjúkdóma o.fl. í samræmi við heilbrigðisstefnu Íslands.
Áhersla er á 2. og 3. stigs forvarnir hjá þeim hópum. Stuttlega er fjallað um faraldsfræði algengra langvinnra sjúkdóma, áhættuþætti og tengsl við 1., 2. og 3. stigs forvarnir.
Hugtök og kenningar tengdar forvörnum verða kynntar og rætt um árangursríkar, gagnreyndar aðferðir til sjálfsumönnunar. Hluti námskeiðsins lýtur sérstaklega að reykleysismeðferð. Verkefni í námskeiðinu taka mið af áhugasviði/sérsviði nemenda.
Námskeiðið er kennt í lotum samkvæmt skipulagi Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar á seinni hluta misseris. Gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist um miðjan október.
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Gjörgæsluhjúkrun I (HJÚ160F)
Námskeiðið veitir nemendum yfirsýn yfir grunnþætti gjörgæsluhjúkrunar með áherslu á þróun þekkingarfræðilegs grunns í gjörgæsluhjúkrun. Megin atriði er að nemendur þekki meðferð sem styður útkomu gjörgæslusjúklinga. Áhersla er á hjúkrunarmeðferð klínískt flókinna sjúklinga.Verkefni sem unnin eru í námskeiðinu skulu stuðla sem mest að markvissri þekkingarþróun nemanda á eigin sérsviði og samkvæmt verkefnalýsingum námskeiðsins.
Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgun (HJÚ801F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum forystu og búa þá undir hlutverk leiðtoga í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk leiðtoga í klínkík, stjórnun og kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi. Farið er í lykilþætti forystu í heilbrigðisþjónustu staðbundið og í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Áhersla er á forystuhlutverk heilbrigðisstarfsmanna innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvæði.
Sérhæfð fjölskylduhjúkrun (HJÚ0ADF)
Námskeiðinu er ætlað að gefa hjúkrunarfræðingum sem og öðrum fagaðilum tækifæri á að auka hæfni sína í að meta og útfæra hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar nálgunar. Stuðst verður við hugmyndafræði Calgary og fjölskyldukenningar sem hún byggir á. Auk þess verður áhersla lögð á að þróa klíníska færni fagaðila í að sinna einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem fást við ýmsa sjúkdóma, raskanir og eða áföll. Í ljósi þess verður sérstök áhersla á, að vinna með aðlögun, tengsl, bjargráð, virkni, tilfinningar, hegðun, samskipti, færni, álag og viðhorf fjölskyldumeðlima.
Samskiptakenningar og hugmyndafræði Wright og Bell (2009) og Wright og Leahey (2019) um breytt tengsl fjölskyldumeðlima vegna langvinnra eða bráðra sjúkdóma og eða áfalla og hugmyndafræði um samvinnu við fjölskyldur á klínískum vettvangi er meðal þess efnis sem farið verður yfir. Megin áhersla á námskeiðinu er á gagnreynda starfshætti fjölskyldumiðaðrar þjónustu og á þróun meðferðarsamræðna við fjölskyldur. Unnið er meðal annars með áhrif viðhorfs fjölskyldumeðlima, viðhorf fagaðila og samspil þeirra á milli. Ítarleg umfjöllun verður um undirbúning og framkvæmd fjölskylduviðtala sem meðferðarform og þróun styrkleikamiðaðrar meðferðar fyrir fjölskyldur.
Námskeiðinu er ætlað að gefa nemendum tækifæri á að þróa eigin færni í að aðstoða fjölskyldur við aðlögun og/eða takast á við alvarleg veikindi, röskun og áföll og á þann hátt að virkja og styrkja fjölskyldur í eigin eflingu. Sérstök áhersla verður lögð á einstaklingsbundna þjálfun þar sem nemendur fá persónulega leiðbeiningu um framkvæmd og aðferðir meðferðarsamræðna við fjölskyldumeðlimi.
Námsmat er í formi einstaklingsverkefna og hópverkefna en þar sem um próflausan áfanga er að ræða er gerð krafa um 80% mætingu á námskeiðið.
Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.
Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.
Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.
Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum (HJÚ0AFF)
Þetta námskeið kynnir hugtök og þekkingu á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.
Námskeiðið verður bæði lotu- og staðnám.
Stjórnun í heilbrigðisþjónustu (HJÚ259F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum stjórnunar og búa þá undir hlutverk stjórnenda í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk stjórnenda, mannauðsstjórnun, teymisvinnu, vinnuumhverfi, þjónustu við sjúklinga, gæði og öryggi. Leitast er við að taka fyrir hagnýt viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi í nútíð og framtíð og þannig efla fræðilega og hagnýta hæfni nemandans.
Sérhæfð geðhjúkrun - Lesnámskeið (HJÚ0ABF)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemandanum fræðilega og klíníska færni í aðferðum sem beitt er í sérhæfðri geðhjúkrun og sálfélagslegri meðferð, sem og fræðilega þekkingu er varðar þær kenningar og rannsóknir sem liggja til grundvallar meðferð geðrænna vandamála og áhættuþátta.
Námskeiðið skiptist í klíníska fræðilega þjálfun og fræðilegt nám með sjálfstæðum vinnubrögðum og skoðun kenninga og fræðilegra forsenda íhlutana.
Áhersla verður lögð á að tengja rannsóknir og kenningar við íhlutanir og skoða árangur þeirra. Einnig gefst nemendum kostur á að veita íhlutun á klínískum vettvangi og skoða, með markvissum hætti, árangur hennar.
Leiðsögn fer fram í umræðutímum þar sem nemendur hafa sjálfstætt framlag og taka virkan þátt í faglegum umræðum.
Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - Lesnámskeið (HJÚ0AJF)
Námskeið miðar að því að dýpka þekkingu þátttakenda á aðstæðum barna og þáttum sem hafa áhrif á heilsu þeirra og veikindi í samhengi samfélags og fjölskyldunnar.
Meginþemu námskeiðsins verða:
- Hugmyndafræði;
- Lýðheilsa og heilsuefling
- Viðbrögð við bráðum veikindum
- Viðbrögð við langvinnum veikindum
- Hlutverk heilbrigðiskerfisins og hjúkrunar í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
Námskeiðið veitir kennslu í sérhæfðum aðferðum við greiningu hjúkrunarviðfangsefna hjá börnum og foreldrum og hjúkrunarmeðferð þeim tengdri, s.s. vegna sársauka, líkamlegs og andlegs álags og röskunar, röskunar á sjálfsáliti, skynjunar og skilnings á aðstæðum, röskunar í líkamskerfum, háska, þarfa foreldra ofl. Nemandi fær innsýn í eðli sértækra fyrirbæra í barnahjúkrun í samhengi við klínísk viðfangsefni innan sem utan stofnana. Nemandi lærir aðferðir til að greina á milli algengra eiginleika barna og foreldra og þeirra birtingarforma sem teljast til frávika í samhengi aldurs og þroska barna, aðstæðna og þarfa og bjargráða foreldra. Sérstök áhersla er lögð á samskipta- og tjáskiptaaðferðir og samvinnu við börn og foreldra.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Bráðahjúkrun - mat og meðferð (HJÚ271F)
Tilgangur þessa námskeiðs er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á orsökum bráðra og alvarlegra sjúkdóma og færni í mati og meðferð mikið veikra sjúklinga. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um bráð vandamál tengd smitsjúkdómum, eitrunum og fjöláverkum, mat á bráðveikum, endurlífgun, öndunarbilun, bráð vandamál i miðtaugakerfi, nýrnavandamál, vökva- og elektrólýtatruflanir, sýklasótt og lost. Lögð er áhersla á að kenna nemendum mat á alvarlegu ástandi sjúklinga og fyrstu viðbrögð við því. Í þeim tilgangi verður sérstök áhersla á klínískar leiðbeiningar og verkferla, gagnreynda klíníska þekkingu, þjálfun í færni og eflingu hæfni nemenda í bráðum aðstæðum.
Verklag í vísindum (LÝÐ202F)
Námskeiðið veitir hagnýta leiðsögn við undirbúning rannsóknar. Heimildaöflun, tilgátuþróun og gerð yfirlitsgreinar (systematic critical review) á fræðasviði fyrirhugaðaðrar rannsóknar. Nemendur fá einnig þjálfun í að vinna rannsóknaráætlun og kynna hana.
Námskeiðið er ætlað nemendum á meistara- eða doktorsstigi sem hafa valið sér svið/rannsóknarspurningu lokaverkefnis.
Líknarmeðferð (HJÚ263F)
Viðfangsefni námskeiðsins er líknarmeðferð þar sem megin áhersla er á lífsgæði sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra, meðferð og umönnun við lífslok sem stuðlar að jákvæðri upplifun af lífslokum.
Umfjöllun verður um líknarmeðferð bæði sem hugmyndafræði og meðferð. Fjallað verður um líknarmeðferð fyrir mismunandi sjúklingahópa og lögð verður áhersla á mat og meðferð helstu einkenna, sálfélagslegan stuðning við sjúkling og fjölskyldu, tjáskipti og samskipti, siðfræðileg álitamál, sorg og sorgarúrvinnslu.
Áhersla verður lögð á grundvallarþætti líknarmeðferðar og útfærslu þeirra í klínísku starfi og farið verður yfir nýjustu stefnumótun varðandi útfærslu á líknameðferð innan heilbrigðiskerfis. Nemendur verða hvattir til að spegla nýja þekkingu við klínískt starf og miðað er við að námskeiðið nýtist vel í klínísku starfi.
Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur. Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða. Meðal hugtaka sem farið verður yfir:
- Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
- Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
- Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
- Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
- Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
- Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
- Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
- Haust
- Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði
- Hagnýt tölfræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Klínísk lífeðlis- og meinafræði
- Bráðahjúkrun - mat og meðferð
- Hagnýting megindlegrar aðferðafræði
- Eigindleg aðferðafræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (HJÚ143F)
Í námskeiðinu verður rætt um hugmyndir og hugtök sem hafa mótað skilning ólíkra samfélaga á heilbrigðisþjónustu og hjúkrun. Áhrifamiklar hugmyndir í hjúkrunarfræði verða kynntar og ræddar og leitast verður við að varpa ljósi á það hvernig skilningur á eðli hjúkrunar mótaðist og breyttist á tuttugustu öldinni. Einnig verður fjallað um þekkingu í hjúkrun og þróun hennar. Stefnur í þekkingarþróun verða kynntar og leitast verður við að benda á styrkleika og veikleika þeirra. Farið verður yfir aðferðir við að greina og meta fræðilegan texta og nemendur fá tækifæri til að beita þeim í umfjöllun um rannsóknir. Sérstök áhersla verður lögð á að greina hugtök og kenningar sem höfundar byggja á í rannsóknum sínum og hið fræðilega samhengi sem mótar þau verður skoðað.
Lágmarksfjöldi nemenda: 15.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Í hverri lotu fara fram fyrirlestrar, hópvinna og kynningar á hóp- og einstaklingsverkefnum.
Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.
Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Bráðahjúkrun - mat og meðferð (HJÚ271F)
Tilgangur þessa námskeiðs er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á orsökum bráðra og alvarlegra sjúkdóma og færni í mati og meðferð mikið veikra sjúklinga. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um bráð vandamál tengd smitsjúkdómum, eitrunum og fjöláverkum, mat á bráðveikum, endurlífgun, öndunarbilun, bráð vandamál i miðtaugakerfi, nýrnavandamál, vökva- og elektrólýtatruflanir, sýklasótt og lost. Lögð er áhersla á að kenna nemendum mat á alvarlegu ástandi sjúklinga og fyrstu viðbrögð við því. Í þeim tilgangi verður sérstök áhersla á klínískar leiðbeiningar og verkferla, gagnreynda klíníska þekkingu, þjálfun í færni og eflingu hæfni nemenda í bráðum aðstæðum.
Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.
Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.
Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.
Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna.
Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).
Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar.
Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.
Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)
Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.
Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.
Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.
Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Hjúkrun á sérsviði I
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Hjúkrun á sérsviði I (HJÚ158F)
Í námskeiðinu er fjallað um hlutverk og hugmyndafræðilegan grunn sérfræðihjúkrunar. Nemendur fá innsýn í hvað einkennir sérfræðihjúkrun: klínísk störf, kennslu og fræðslu, ráðgjöf, leiðtogahlutverk, upplýsingatækni og nýtingu gagna og rannsókna-, gæða- og umbótastörf. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í notkun sérhæfðra klínískra aðferða við upplýsingaöflun og mat á líkamlegu og andlegu ástandi sjúklinga.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður í lotum samkvæmt skipulagi meistaranáms í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild. Hluti námskeiðsins er klínískur og er sá hluti skipulagður í samráði við umsjónarkennara.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu (HJÚ269F)
Nemendur tileinka sér þekkingu um hjúkrun sem starfsmiðaða fræðigrein og beita henni við útfærslur á gagnreyndum meðferðarheildum/meðferðum/þjónustuformum sem mæta flóknum og sértækum þörfum skjólstæðinga.
Nemendur þjálfa ákvarðanatöku, framkvæmd og mat á meðferðarheildum (practice/service) og sértækum hjúkrunarmeðferðarformum (interventions) fyrir tiltekinn skjólstæðingahóp.
Nemendur skoða áherslur í forvörnum á eigin sérsviði og samþætta við fyrirhugað sérsvið.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsueflingV
- Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytingaV
- Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdómaVE
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðingaV
- Gjörgæsluhjúkrun IVE
- Vor
- LíknarmeðferðV
- Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgunV
- Sérhæfð fjölskylduhjúkrunV
- Forysta í heilbrigðisþjónustuVE
- Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindumV
- Stjórnun í heilbrigðisþjónustuV
- Sérhæfð geðhjúkrun - LesnámskeiðV
- Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - LesnámskeiðV
- Klínísk lífeðlis- og meinafræðiV
- Bráðahjúkrun - mat og meðferðV
- Verklag í vísindumV
- Óháð misseri
- LíknarmeðferðV
- Rekstur og heilbrigðisþjónustaV
Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsuefling (LÝÐ104F)
Stærstu áhættuþættir ótímabærra dauðsfalla svo sem hár blóðþrýstingur, tóbaksnotkun, yfirþyngd og hreyfingarleysi valda um 22 milljónum dauðsfalla árlega á heimsvísu. Bæta mætti allt að 5 árum við meðalaldur jarðarbúa með því að draga hóflega úr algengi átta algengstu áhættuþáttanna. Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir þetta viðfangsefni og skiptast áherslur í nokkra meginþætti:
1. Áhrifavaldar heilbrigðis: Hvaða þættir hafa mest áhrif á heilsu og heilbrigði?
2. Aðferðafræði:
a) Hvernig skipuleggjum við forvarnar- og heilsueflingarverkefni?
b) Hvar er hagkvæmast að byrja? Hagfræðileg greining á inngripum.
c) Hvernig höfum við jákvæð áhrif á atferli einstaklinga? Líkön í atferlisfræði, áhugahvetjandi samtöl, atferlishagfræði, samskiptafræði og félagsleg markaðsfærsla.
d) Hvernig höfum við áhrif á ,,kerfið”? Hagsmunagæsla (lobbyismi), bréfaskrif til þingmanna, umfjöllun í fjölmiðlum.
3. Nánari umfjöllun um helstu viðfangsefni: háþrýsingur, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdomar, næring og mataræði, ofþyngd og offita, hreyfing, tóbaksvarnir, krabbamein, áfengi og vímuefni, slysavarnir, umhverfi og atvinna, geðrækt og sjálfsvígsforvarnir, kynheilbrigði og sjálfsmynd, sértækar lausnir fyrir börn og unglinga.
Framsetning: Fyrirlestrar umsjónarkennara og valinna gestafyrirlesara sem eru meðal fremstu sérfræðinga þjóðarinnar á sínu sviði. Lagt verður upp úr umræðum, virkni og þátttöku nemenda í tímum. Einnig vinna nemendur hópverkefni þar sem þeir kynna sér til hlítar valinn áhættuþátt og gefa tillögur að úrbótum.
Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytinga (HJÚ169F)
Megintilgangur námskeiðsins er að kynna fræðilega undirstöðu og klínískar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem gagnast einstaklingum og hópum sem standa frammi fyrir krefjandi lífsbreytingum t.d. tengt veikindum, áhættuþáttum geðheilbrigðis, streitu, þroskaverkefnum og aðstæðum. Sérstaklega verður tekið mið af kenningum Meleis o.fl. um lífsbreytingar og hugrænni atferlismeðferð samkvæmt Aaron Beck. Leitast verður við að nemendur skoði sína eigin faglegu og, eftir atvikum, persónulegu reynslu og úrvinnslu lífsbreytinga samkvæmt ofangreindri lífsbreytingakenningu. Lögð verður áhersla á virkni nemenda og samvinnu þar sem unnið verður ýmist með eigin reynslu, tilbúin dæmi eða skjólstæðing(a). Miðað er við að nemendur hljóti grunnþjálfun í að beita aðferðum sem byggja á hugrænni atferlismeðferð til að fást við atferli og vanlíðan s.s. streitu, kvíða og þunglyndi með stuttum og markvissum inngripum. Unnið verður sérstaklega með einstaklingshæft mat samkvæmt aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar meðal annars til að greina áhrif lífsbreytinga á einstaklinga sem og gagnreyndar aðferðir til íhlutunar. Notkun hugsanaskráa og markviss athafnavirkjun samkvæmt hugrænni atferlismeðferð verður kynnt og æfð í færnibúðum og í vinnu með skjóstæðingi/skjólstæðingum . Einnig verða ræddar aðferðir til að takast á við líkamleg einkenni vanlíðunar samkvæmt bestu þekkingu s.s. með hreyfingu, núvitund og öndunaræfingum. Kennsla fer fram í fjórum til sex lotum. Sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar verða gestakennarar í námskeiðinu.
Námsmat fer fram með einstaklingsverkefnum og gerð er krafa um 80% mætingar í námskeiðinu
Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdóma (HJÚ0AVF)
Í námskeiðinu er fjallað um forvarnir hjá fólki með langvinna sjúkdóma s.s. krabbamein, lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, hjarta – og æðasjúkdóma o.fl. í samræmi við heilbrigðisstefnu Íslands.
Áhersla er á 2. og 3. stigs forvarnir hjá þeim hópum. Stuttlega er fjallað um faraldsfræði algengra langvinnra sjúkdóma, áhættuþætti og tengsl við 1., 2. og 3. stigs forvarnir.
Hugtök og kenningar tengdar forvörnum verða kynntar og rætt um árangursríkar, gagnreyndar aðferðir til sjálfsumönnunar. Hluti námskeiðsins lýtur sérstaklega að reykleysismeðferð. Verkefni í námskeiðinu taka mið af áhugasviði/sérsviði nemenda.
Námskeiðið er kennt í lotum samkvæmt skipulagi Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar á seinni hluta misseris. Gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist um miðjan október.
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Gjörgæsluhjúkrun I (HJÚ160F)
Námskeiðið veitir nemendum yfirsýn yfir grunnþætti gjörgæsluhjúkrunar með áherslu á þróun þekkingarfræðilegs grunns í gjörgæsluhjúkrun. Megin atriði er að nemendur þekki meðferð sem styður útkomu gjörgæslusjúklinga. Áhersla er á hjúkrunarmeðferð klínískt flókinna sjúklinga.Verkefni sem unnin eru í námskeiðinu skulu stuðla sem mest að markvissri þekkingarþróun nemanda á eigin sérsviði og samkvæmt verkefnalýsingum námskeiðsins.
Líknarmeðferð (HJÚ263F)
Viðfangsefni námskeiðsins er líknarmeðferð þar sem megin áhersla er á lífsgæði sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra, meðferð og umönnun við lífslok sem stuðlar að jákvæðri upplifun af lífslokum.
Umfjöllun verður um líknarmeðferð bæði sem hugmyndafræði og meðferð. Fjallað verður um líknarmeðferð fyrir mismunandi sjúklingahópa og lögð verður áhersla á mat og meðferð helstu einkenna, sálfélagslegan stuðning við sjúkling og fjölskyldu, tjáskipti og samskipti, siðfræðileg álitamál, sorg og sorgarúrvinnslu.
Áhersla verður lögð á grundvallarþætti líknarmeðferðar og útfærslu þeirra í klínísku starfi og farið verður yfir nýjustu stefnumótun varðandi útfærslu á líknameðferð innan heilbrigðiskerfis. Nemendur verða hvattir til að spegla nýja þekkingu við klínískt starf og miðað er við að námskeiðið nýtist vel í klínísku starfi.
Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgun (HJÚ801F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum forystu og búa þá undir hlutverk leiðtoga í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk leiðtoga í klínkík, stjórnun og kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi. Farið er í lykilþætti forystu í heilbrigðisþjónustu staðbundið og í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Áhersla er á forystuhlutverk heilbrigðisstarfsmanna innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvæði.
Sérhæfð fjölskylduhjúkrun (HJÚ0ADF)
Námskeiðinu er ætlað að gefa hjúkrunarfræðingum sem og öðrum fagaðilum tækifæri á að auka hæfni sína í að meta og útfæra hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar nálgunar. Stuðst verður við hugmyndafræði Calgary og fjölskyldukenningar sem hún byggir á. Auk þess verður áhersla lögð á að þróa klíníska færni fagaðila í að sinna einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem fást við ýmsa sjúkdóma, raskanir og eða áföll. Í ljósi þess verður sérstök áhersla á, að vinna með aðlögun, tengsl, bjargráð, virkni, tilfinningar, hegðun, samskipti, færni, álag og viðhorf fjölskyldumeðlima.
Samskiptakenningar og hugmyndafræði Wright og Bell (2009) og Wright og Leahey (2019) um breytt tengsl fjölskyldumeðlima vegna langvinnra eða bráðra sjúkdóma og eða áfalla og hugmyndafræði um samvinnu við fjölskyldur á klínískum vettvangi er meðal þess efnis sem farið verður yfir. Megin áhersla á námskeiðinu er á gagnreynda starfshætti fjölskyldumiðaðrar þjónustu og á þróun meðferðarsamræðna við fjölskyldur. Unnið er meðal annars með áhrif viðhorfs fjölskyldumeðlima, viðhorf fagaðila og samspil þeirra á milli. Ítarleg umfjöllun verður um undirbúning og framkvæmd fjölskylduviðtala sem meðferðarform og þróun styrkleikamiðaðrar meðferðar fyrir fjölskyldur.
Námskeiðinu er ætlað að gefa nemendum tækifæri á að þróa eigin færni í að aðstoða fjölskyldur við aðlögun og/eða takast á við alvarleg veikindi, röskun og áföll og á þann hátt að virkja og styrkja fjölskyldur í eigin eflingu. Sérstök áhersla verður lögð á einstaklingsbundna þjálfun þar sem nemendur fá persónulega leiðbeiningu um framkvæmd og aðferðir meðferðarsamræðna við fjölskyldumeðlimi.
Námsmat er í formi einstaklingsverkefna og hópverkefna en þar sem um próflausan áfanga er að ræða er gerð krafa um 80% mætingu á námskeiðið.
Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.
Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.
Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.
Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum (HJÚ0AFF)
Þetta námskeið kynnir hugtök og þekkingu á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.
Námskeiðið verður bæði lotu- og staðnám.
Stjórnun í heilbrigðisþjónustu (HJÚ259F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum stjórnunar og búa þá undir hlutverk stjórnenda í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk stjórnenda, mannauðsstjórnun, teymisvinnu, vinnuumhverfi, þjónustu við sjúklinga, gæði og öryggi. Leitast er við að taka fyrir hagnýt viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi í nútíð og framtíð og þannig efla fræðilega og hagnýta hæfni nemandans.
Sérhæfð geðhjúkrun - Lesnámskeið (HJÚ0ABF)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemandanum fræðilega og klíníska færni í aðferðum sem beitt er í sérhæfðri geðhjúkrun og sálfélagslegri meðferð, sem og fræðilega þekkingu er varðar þær kenningar og rannsóknir sem liggja til grundvallar meðferð geðrænna vandamála og áhættuþátta.
Námskeiðið skiptist í klíníska fræðilega þjálfun og fræðilegt nám með sjálfstæðum vinnubrögðum og skoðun kenninga og fræðilegra forsenda íhlutana.
Áhersla verður lögð á að tengja rannsóknir og kenningar við íhlutanir og skoða árangur þeirra. Einnig gefst nemendum kostur á að veita íhlutun á klínískum vettvangi og skoða, með markvissum hætti, árangur hennar.
Leiðsögn fer fram í umræðutímum þar sem nemendur hafa sjálfstætt framlag og taka virkan þátt í faglegum umræðum.
Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - Lesnámskeið (HJÚ0AJF)
Námskeið miðar að því að dýpka þekkingu þátttakenda á aðstæðum barna og þáttum sem hafa áhrif á heilsu þeirra og veikindi í samhengi samfélags og fjölskyldunnar.
Meginþemu námskeiðsins verða:
- Hugmyndafræði;
- Lýðheilsa og heilsuefling
- Viðbrögð við bráðum veikindum
- Viðbrögð við langvinnum veikindum
- Hlutverk heilbrigðiskerfisins og hjúkrunar í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
Námskeiðið veitir kennslu í sérhæfðum aðferðum við greiningu hjúkrunarviðfangsefna hjá börnum og foreldrum og hjúkrunarmeðferð þeim tengdri, s.s. vegna sársauka, líkamlegs og andlegs álags og röskunar, röskunar á sjálfsáliti, skynjunar og skilnings á aðstæðum, röskunar í líkamskerfum, háska, þarfa foreldra ofl. Nemandi fær innsýn í eðli sértækra fyrirbæra í barnahjúkrun í samhengi við klínísk viðfangsefni innan sem utan stofnana. Nemandi lærir aðferðir til að greina á milli algengra eiginleika barna og foreldra og þeirra birtingarforma sem teljast til frávika í samhengi aldurs og þroska barna, aðstæðna og þarfa og bjargráða foreldra. Sérstök áhersla er lögð á samskipta- og tjáskiptaaðferðir og samvinnu við börn og foreldra.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Bráðahjúkrun - mat og meðferð (HJÚ271F)
Tilgangur þessa námskeiðs er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á orsökum bráðra og alvarlegra sjúkdóma og færni í mati og meðferð mikið veikra sjúklinga. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um bráð vandamál tengd smitsjúkdómum, eitrunum og fjöláverkum, mat á bráðveikum, endurlífgun, öndunarbilun, bráð vandamál i miðtaugakerfi, nýrnavandamál, vökva- og elektrólýtatruflanir, sýklasótt og lost. Lögð er áhersla á að kenna nemendum mat á alvarlegu ástandi sjúklinga og fyrstu viðbrögð við því. Í þeim tilgangi verður sérstök áhersla á klínískar leiðbeiningar og verkferla, gagnreynda klíníska þekkingu, þjálfun í færni og eflingu hæfni nemenda í bráðum aðstæðum.
Verklag í vísindum (LÝÐ202F)
Námskeiðið veitir hagnýta leiðsögn við undirbúning rannsóknar. Heimildaöflun, tilgátuþróun og gerð yfirlitsgreinar (systematic critical review) á fræðasviði fyrirhugaðaðrar rannsóknar. Nemendur fá einnig þjálfun í að vinna rannsóknaráætlun og kynna hana.
Námskeiðið er ætlað nemendum á meistara- eða doktorsstigi sem hafa valið sér svið/rannsóknarspurningu lokaverkefnis.
Líknarmeðferð (HJÚ263F)
Viðfangsefni námskeiðsins er líknarmeðferð þar sem megin áhersla er á lífsgæði sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra, meðferð og umönnun við lífslok sem stuðlar að jákvæðri upplifun af lífslokum.
Umfjöllun verður um líknarmeðferð bæði sem hugmyndafræði og meðferð. Fjallað verður um líknarmeðferð fyrir mismunandi sjúklingahópa og lögð verður áhersla á mat og meðferð helstu einkenna, sálfélagslegan stuðning við sjúkling og fjölskyldu, tjáskipti og samskipti, siðfræðileg álitamál, sorg og sorgarúrvinnslu.
Áhersla verður lögð á grundvallarþætti líknarmeðferðar og útfærslu þeirra í klínísku starfi og farið verður yfir nýjustu stefnumótun varðandi útfærslu á líknameðferð innan heilbrigðiskerfis. Nemendur verða hvattir til að spegla nýja þekkingu við klínískt starf og miðað er við að námskeiðið nýtist vel í klínísku starfi.
Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur. Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða. Meðal hugtaka sem farið verður yfir:
- Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
- Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
- Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
- Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
- Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
- Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
- Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
- Haust
- Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði
- Hagnýt tölfræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Sérhæfð geðhjúkrun - Lesnámskeið
- Hagnýting megindlegrar aðferðafræði
- Eigindleg aðferðafræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (HJÚ143F)
Í námskeiðinu verður rætt um hugmyndir og hugtök sem hafa mótað skilning ólíkra samfélaga á heilbrigðisþjónustu og hjúkrun. Áhrifamiklar hugmyndir í hjúkrunarfræði verða kynntar og ræddar og leitast verður við að varpa ljósi á það hvernig skilningur á eðli hjúkrunar mótaðist og breyttist á tuttugustu öldinni. Einnig verður fjallað um þekkingu í hjúkrun og þróun hennar. Stefnur í þekkingarþróun verða kynntar og leitast verður við að benda á styrkleika og veikleika þeirra. Farið verður yfir aðferðir við að greina og meta fræðilegan texta og nemendur fá tækifæri til að beita þeim í umfjöllun um rannsóknir. Sérstök áhersla verður lögð á að greina hugtök og kenningar sem höfundar byggja á í rannsóknum sínum og hið fræðilega samhengi sem mótar þau verður skoðað.
Lágmarksfjöldi nemenda: 15.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Í hverri lotu fara fram fyrirlestrar, hópvinna og kynningar á hóp- og einstaklingsverkefnum.
Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.
Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Sérhæfð geðhjúkrun - Lesnámskeið (HJÚ0ABF)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemandanum fræðilega og klíníska færni í aðferðum sem beitt er í sérhæfðri geðhjúkrun og sálfélagslegri meðferð, sem og fræðilega þekkingu er varðar þær kenningar og rannsóknir sem liggja til grundvallar meðferð geðrænna vandamála og áhættuþátta.
Námskeiðið skiptist í klíníska fræðilega þjálfun og fræðilegt nám með sjálfstæðum vinnubrögðum og skoðun kenninga og fræðilegra forsenda íhlutana.
Áhersla verður lögð á að tengja rannsóknir og kenningar við íhlutanir og skoða árangur þeirra. Einnig gefst nemendum kostur á að veita íhlutun á klínískum vettvangi og skoða, með markvissum hætti, árangur hennar.
Leiðsögn fer fram í umræðutímum þar sem nemendur hafa sjálfstætt framlag og taka virkan þátt í faglegum umræðum.
Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.
Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.
Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.
Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna.
Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).
Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar.
Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.
Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)
Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.
Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.
Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.
Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Hjúkrun á sérsviði I
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Hjúkrun á sérsviði I (HJÚ158F)
Í námskeiðinu er fjallað um hlutverk og hugmyndafræðilegan grunn sérfræðihjúkrunar. Nemendur fá innsýn í hvað einkennir sérfræðihjúkrun: klínísk störf, kennslu og fræðslu, ráðgjöf, leiðtogahlutverk, upplýsingatækni og nýtingu gagna og rannsókna-, gæða- og umbótastörf. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í notkun sérhæfðra klínískra aðferða við upplýsingaöflun og mat á líkamlegu og andlegu ástandi sjúklinga.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður í lotum samkvæmt skipulagi meistaranáms í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild. Hluti námskeiðsins er klínískur og er sá hluti skipulagður í samráði við umsjónarkennara.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu (HJÚ269F)
Nemendur tileinka sér þekkingu um hjúkrun sem starfsmiðaða fræðigrein og beita henni við útfærslur á gagnreyndum meðferðarheildum/meðferðum/þjónustuformum sem mæta flóknum og sértækum þörfum skjólstæðinga.
Nemendur þjálfa ákvarðanatöku, framkvæmd og mat á meðferðarheildum (practice/service) og sértækum hjúkrunarmeðferðarformum (interventions) fyrir tiltekinn skjólstæðingahóp.
Nemendur skoða áherslur í forvörnum á eigin sérsviði og samþætta við fyrirhugað sérsvið.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsueflingV
- Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytingaV
- Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdómaVE
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðingaV
- Gjörgæsluhjúkrun IVE
- Vor
- Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgunV
- Sérhæfð fjölskylduhjúkrunV
- Forysta í heilbrigðisþjónustuVE
- Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindumV
- Stjórnun í heilbrigðisþjónustuV
- Sérhæfð geðhjúkrun - LesnámskeiðV
- Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - LesnámskeiðV
- Klínísk lífeðlis- og meinafræðiV
- Bráðahjúkrun - mat og meðferðV
- Verklag í vísindumV
- Óháð misseri
- LíknarmeðferðV
- Rekstur og heilbrigðisþjónustaV
Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsuefling (LÝÐ104F)
Stærstu áhættuþættir ótímabærra dauðsfalla svo sem hár blóðþrýstingur, tóbaksnotkun, yfirþyngd og hreyfingarleysi valda um 22 milljónum dauðsfalla árlega á heimsvísu. Bæta mætti allt að 5 árum við meðalaldur jarðarbúa með því að draga hóflega úr algengi átta algengstu áhættuþáttanna. Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir þetta viðfangsefni og skiptast áherslur í nokkra meginþætti:
1. Áhrifavaldar heilbrigðis: Hvaða þættir hafa mest áhrif á heilsu og heilbrigði?
2. Aðferðafræði:
a) Hvernig skipuleggjum við forvarnar- og heilsueflingarverkefni?
b) Hvar er hagkvæmast að byrja? Hagfræðileg greining á inngripum.
c) Hvernig höfum við jákvæð áhrif á atferli einstaklinga? Líkön í atferlisfræði, áhugahvetjandi samtöl, atferlishagfræði, samskiptafræði og félagsleg markaðsfærsla.
d) Hvernig höfum við áhrif á ,,kerfið”? Hagsmunagæsla (lobbyismi), bréfaskrif til þingmanna, umfjöllun í fjölmiðlum.
3. Nánari umfjöllun um helstu viðfangsefni: háþrýsingur, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdomar, næring og mataræði, ofþyngd og offita, hreyfing, tóbaksvarnir, krabbamein, áfengi og vímuefni, slysavarnir, umhverfi og atvinna, geðrækt og sjálfsvígsforvarnir, kynheilbrigði og sjálfsmynd, sértækar lausnir fyrir börn og unglinga.
Framsetning: Fyrirlestrar umsjónarkennara og valinna gestafyrirlesara sem eru meðal fremstu sérfræðinga þjóðarinnar á sínu sviði. Lagt verður upp úr umræðum, virkni og þátttöku nemenda í tímum. Einnig vinna nemendur hópverkefni þar sem þeir kynna sér til hlítar valinn áhættuþátt og gefa tillögur að úrbótum.
Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytinga (HJÚ169F)
Megintilgangur námskeiðsins er að kynna fræðilega undirstöðu og klínískar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem gagnast einstaklingum og hópum sem standa frammi fyrir krefjandi lífsbreytingum t.d. tengt veikindum, áhættuþáttum geðheilbrigðis, streitu, þroskaverkefnum og aðstæðum. Sérstaklega verður tekið mið af kenningum Meleis o.fl. um lífsbreytingar og hugrænni atferlismeðferð samkvæmt Aaron Beck. Leitast verður við að nemendur skoði sína eigin faglegu og, eftir atvikum, persónulegu reynslu og úrvinnslu lífsbreytinga samkvæmt ofangreindri lífsbreytingakenningu. Lögð verður áhersla á virkni nemenda og samvinnu þar sem unnið verður ýmist með eigin reynslu, tilbúin dæmi eða skjólstæðing(a). Miðað er við að nemendur hljóti grunnþjálfun í að beita aðferðum sem byggja á hugrænni atferlismeðferð til að fást við atferli og vanlíðan s.s. streitu, kvíða og þunglyndi með stuttum og markvissum inngripum. Unnið verður sérstaklega með einstaklingshæft mat samkvæmt aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar meðal annars til að greina áhrif lífsbreytinga á einstaklinga sem og gagnreyndar aðferðir til íhlutunar. Notkun hugsanaskráa og markviss athafnavirkjun samkvæmt hugrænni atferlismeðferð verður kynnt og æfð í færnibúðum og í vinnu með skjóstæðingi/skjólstæðingum . Einnig verða ræddar aðferðir til að takast á við líkamleg einkenni vanlíðunar samkvæmt bestu þekkingu s.s. með hreyfingu, núvitund og öndunaræfingum. Kennsla fer fram í fjórum til sex lotum. Sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar verða gestakennarar í námskeiðinu.
Námsmat fer fram með einstaklingsverkefnum og gerð er krafa um 80% mætingar í námskeiðinu
Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdóma (HJÚ0AVF)
Í námskeiðinu er fjallað um forvarnir hjá fólki með langvinna sjúkdóma s.s. krabbamein, lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, hjarta – og æðasjúkdóma o.fl. í samræmi við heilbrigðisstefnu Íslands.
Áhersla er á 2. og 3. stigs forvarnir hjá þeim hópum. Stuttlega er fjallað um faraldsfræði algengra langvinnra sjúkdóma, áhættuþætti og tengsl við 1., 2. og 3. stigs forvarnir.
Hugtök og kenningar tengdar forvörnum verða kynntar og rætt um árangursríkar, gagnreyndar aðferðir til sjálfsumönnunar. Hluti námskeiðsins lýtur sérstaklega að reykleysismeðferð. Verkefni í námskeiðinu taka mið af áhugasviði/sérsviði nemenda.
Námskeiðið er kennt í lotum samkvæmt skipulagi Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar á seinni hluta misseris. Gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist um miðjan október.
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Gjörgæsluhjúkrun I (HJÚ160F)
Námskeiðið veitir nemendum yfirsýn yfir grunnþætti gjörgæsluhjúkrunar með áherslu á þróun þekkingarfræðilegs grunns í gjörgæsluhjúkrun. Megin atriði er að nemendur þekki meðferð sem styður útkomu gjörgæslusjúklinga. Áhersla er á hjúkrunarmeðferð klínískt flókinna sjúklinga.Verkefni sem unnin eru í námskeiðinu skulu stuðla sem mest að markvissri þekkingarþróun nemanda á eigin sérsviði og samkvæmt verkefnalýsingum námskeiðsins.
Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgun (HJÚ801F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum forystu og búa þá undir hlutverk leiðtoga í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk leiðtoga í klínkík, stjórnun og kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi. Farið er í lykilþætti forystu í heilbrigðisþjónustu staðbundið og í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Áhersla er á forystuhlutverk heilbrigðisstarfsmanna innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvæði.
Sérhæfð fjölskylduhjúkrun (HJÚ0ADF)
Námskeiðinu er ætlað að gefa hjúkrunarfræðingum sem og öðrum fagaðilum tækifæri á að auka hæfni sína í að meta og útfæra hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar nálgunar. Stuðst verður við hugmyndafræði Calgary og fjölskyldukenningar sem hún byggir á. Auk þess verður áhersla lögð á að þróa klíníska færni fagaðila í að sinna einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem fást við ýmsa sjúkdóma, raskanir og eða áföll. Í ljósi þess verður sérstök áhersla á, að vinna með aðlögun, tengsl, bjargráð, virkni, tilfinningar, hegðun, samskipti, færni, álag og viðhorf fjölskyldumeðlima.
Samskiptakenningar og hugmyndafræði Wright og Bell (2009) og Wright og Leahey (2019) um breytt tengsl fjölskyldumeðlima vegna langvinnra eða bráðra sjúkdóma og eða áfalla og hugmyndafræði um samvinnu við fjölskyldur á klínískum vettvangi er meðal þess efnis sem farið verður yfir. Megin áhersla á námskeiðinu er á gagnreynda starfshætti fjölskyldumiðaðrar þjónustu og á þróun meðferðarsamræðna við fjölskyldur. Unnið er meðal annars með áhrif viðhorfs fjölskyldumeðlima, viðhorf fagaðila og samspil þeirra á milli. Ítarleg umfjöllun verður um undirbúning og framkvæmd fjölskylduviðtala sem meðferðarform og þróun styrkleikamiðaðrar meðferðar fyrir fjölskyldur.
Námskeiðinu er ætlað að gefa nemendum tækifæri á að þróa eigin færni í að aðstoða fjölskyldur við aðlögun og/eða takast á við alvarleg veikindi, röskun og áföll og á þann hátt að virkja og styrkja fjölskyldur í eigin eflingu. Sérstök áhersla verður lögð á einstaklingsbundna þjálfun þar sem nemendur fá persónulega leiðbeiningu um framkvæmd og aðferðir meðferðarsamræðna við fjölskyldumeðlimi.
Námsmat er í formi einstaklingsverkefna og hópverkefna en þar sem um próflausan áfanga er að ræða er gerð krafa um 80% mætingu á námskeiðið.
Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.
Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.
Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.
Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum (HJÚ0AFF)
Þetta námskeið kynnir hugtök og þekkingu á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.
Námskeiðið verður bæði lotu- og staðnám.
Stjórnun í heilbrigðisþjónustu (HJÚ259F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum stjórnunar og búa þá undir hlutverk stjórnenda í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk stjórnenda, mannauðsstjórnun, teymisvinnu, vinnuumhverfi, þjónustu við sjúklinga, gæði og öryggi. Leitast er við að taka fyrir hagnýt viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi í nútíð og framtíð og þannig efla fræðilega og hagnýta hæfni nemandans.
Sérhæfð geðhjúkrun - Lesnámskeið (HJÚ0ABF)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemandanum fræðilega og klíníska færni í aðferðum sem beitt er í sérhæfðri geðhjúkrun og sálfélagslegri meðferð, sem og fræðilega þekkingu er varðar þær kenningar og rannsóknir sem liggja til grundvallar meðferð geðrænna vandamála og áhættuþátta.
Námskeiðið skiptist í klíníska fræðilega þjálfun og fræðilegt nám með sjálfstæðum vinnubrögðum og skoðun kenninga og fræðilegra forsenda íhlutana.
Áhersla verður lögð á að tengja rannsóknir og kenningar við íhlutanir og skoða árangur þeirra. Einnig gefst nemendum kostur á að veita íhlutun á klínískum vettvangi og skoða, með markvissum hætti, árangur hennar.
Leiðsögn fer fram í umræðutímum þar sem nemendur hafa sjálfstætt framlag og taka virkan þátt í faglegum umræðum.
Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - Lesnámskeið (HJÚ0AJF)
Námskeið miðar að því að dýpka þekkingu þátttakenda á aðstæðum barna og þáttum sem hafa áhrif á heilsu þeirra og veikindi í samhengi samfélags og fjölskyldunnar.
Meginþemu námskeiðsins verða:
- Hugmyndafræði;
- Lýðheilsa og heilsuefling
- Viðbrögð við bráðum veikindum
- Viðbrögð við langvinnum veikindum
- Hlutverk heilbrigðiskerfisins og hjúkrunar í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
Námskeiðið veitir kennslu í sérhæfðum aðferðum við greiningu hjúkrunarviðfangsefna hjá börnum og foreldrum og hjúkrunarmeðferð þeim tengdri, s.s. vegna sársauka, líkamlegs og andlegs álags og röskunar, röskunar á sjálfsáliti, skynjunar og skilnings á aðstæðum, röskunar í líkamskerfum, háska, þarfa foreldra ofl. Nemandi fær innsýn í eðli sértækra fyrirbæra í barnahjúkrun í samhengi við klínísk viðfangsefni innan sem utan stofnana. Nemandi lærir aðferðir til að greina á milli algengra eiginleika barna og foreldra og þeirra birtingarforma sem teljast til frávika í samhengi aldurs og þroska barna, aðstæðna og þarfa og bjargráða foreldra. Sérstök áhersla er lögð á samskipta- og tjáskiptaaðferðir og samvinnu við börn og foreldra.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Bráðahjúkrun - mat og meðferð (HJÚ271F)
Tilgangur þessa námskeiðs er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á orsökum bráðra og alvarlegra sjúkdóma og færni í mati og meðferð mikið veikra sjúklinga. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um bráð vandamál tengd smitsjúkdómum, eitrunum og fjöláverkum, mat á bráðveikum, endurlífgun, öndunarbilun, bráð vandamál i miðtaugakerfi, nýrnavandamál, vökva- og elektrólýtatruflanir, sýklasótt og lost. Lögð er áhersla á að kenna nemendum mat á alvarlegu ástandi sjúklinga og fyrstu viðbrögð við því. Í þeim tilgangi verður sérstök áhersla á klínískar leiðbeiningar og verkferla, gagnreynda klíníska þekkingu, þjálfun í færni og eflingu hæfni nemenda í bráðum aðstæðum.
Verklag í vísindum (LÝÐ202F)
Námskeiðið veitir hagnýta leiðsögn við undirbúning rannsóknar. Heimildaöflun, tilgátuþróun og gerð yfirlitsgreinar (systematic critical review) á fræðasviði fyrirhugaðaðrar rannsóknar. Nemendur fá einnig þjálfun í að vinna rannsóknaráætlun og kynna hana.
Námskeiðið er ætlað nemendum á meistara- eða doktorsstigi sem hafa valið sér svið/rannsóknarspurningu lokaverkefnis.
Líknarmeðferð (HJÚ263F)
Viðfangsefni námskeiðsins er líknarmeðferð þar sem megin áhersla er á lífsgæði sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra, meðferð og umönnun við lífslok sem stuðlar að jákvæðri upplifun af lífslokum.
Umfjöllun verður um líknarmeðferð bæði sem hugmyndafræði og meðferð. Fjallað verður um líknarmeðferð fyrir mismunandi sjúklingahópa og lögð verður áhersla á mat og meðferð helstu einkenna, sálfélagslegan stuðning við sjúkling og fjölskyldu, tjáskipti og samskipti, siðfræðileg álitamál, sorg og sorgarúrvinnslu.
Áhersla verður lögð á grundvallarþætti líknarmeðferðar og útfærslu þeirra í klínísku starfi og farið verður yfir nýjustu stefnumótun varðandi útfærslu á líknameðferð innan heilbrigðiskerfis. Nemendur verða hvattir til að spegla nýja þekkingu við klínískt starf og miðað er við að námskeiðið nýtist vel í klínísku starfi.
Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur. Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða. Meðal hugtaka sem farið verður yfir:
- Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
- Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
- Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
- Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
- Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
- Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
- Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
- Haust
- Gjörgæsluhjúkrun IE
- Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði
- Hagnýt tölfræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun nýbura, barna og fullorðinna IVE
- Vor
- Grunnmeðferð bráðveikra barnaE
- Klínísk lífeðlis- og meinafræði
- Hagnýting megindlegrar aðferðafræði
- Eigindleg aðferðafræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun nýbura, barna og fullorðinna IIVE
Gjörgæsluhjúkrun I (HJÚ160F)
Námskeiðið veitir nemendum yfirsýn yfir grunnþætti gjörgæsluhjúkrunar með áherslu á þróun þekkingarfræðilegs grunns í gjörgæsluhjúkrun. Megin atriði er að nemendur þekki meðferð sem styður útkomu gjörgæslusjúklinga. Áhersla er á hjúkrunarmeðferð klínískt flókinna sjúklinga.Verkefni sem unnin eru í námskeiðinu skulu stuðla sem mest að markvissri þekkingarþróun nemanda á eigin sérsviði og samkvæmt verkefnalýsingum námskeiðsins.
Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (HJÚ143F)
Í námskeiðinu verður rætt um hugmyndir og hugtök sem hafa mótað skilning ólíkra samfélaga á heilbrigðisþjónustu og hjúkrun. Áhrifamiklar hugmyndir í hjúkrunarfræði verða kynntar og ræddar og leitast verður við að varpa ljósi á það hvernig skilningur á eðli hjúkrunar mótaðist og breyttist á tuttugustu öldinni. Einnig verður fjallað um þekkingu í hjúkrun og þróun hennar. Stefnur í þekkingarþróun verða kynntar og leitast verður við að benda á styrkleika og veikleika þeirra. Farið verður yfir aðferðir við að greina og meta fræðilegan texta og nemendur fá tækifæri til að beita þeim í umfjöllun um rannsóknir. Sérstök áhersla verður lögð á að greina hugtök og kenningar sem höfundar byggja á í rannsóknum sínum og hið fræðilega samhengi sem mótar þau verður skoðað.
Lágmarksfjöldi nemenda: 15.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Í hverri lotu fara fram fyrirlestrar, hópvinna og kynningar á hóp- og einstaklingsverkefnum.
Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.
Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun nýbura, barna og fullorðinna I (HJÚ0AZF)
Annað hvert ár (oddatala árs) bjóða gjörgæsludeildir Landspítala (gjörgæsla fullorðinna og barna E6 Fossvogi og 12B Hringbraut, Nýburagjörgæsla 23D Barnaspítala) klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun þeim hjúkrunarfræðingum sem fastráðnir eru á fyrrnefndar gjörgæsludeildir og skráðir í fullt MS nám í gjörgæsluhjúkrun við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ. Hægt er að velja milli þess að taka klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun til 30 ECTS eða fá metnar 30 ECTS úr BS námi í hjúkrunarfræði upp í MS námið. Klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun eru 950 klukkustundir sem skiptast milli fjögurra samliggjandi anna, 237 klst. á haustönn og 238 klst. á vorönn. Aðeins er tekið við tilteknum fjölda nemenda vegna takmarkaðrar getu sjúkrastofnana til að veita nemendum klíníska starfsþjálfun.
Grunnmeðferð bráðveikra barna (HJÚ0APF)
Lýsing á námskeiðinu á íslensku: Markmið námskeiðsins er að kenna mat á bráðveikum börnum og fyrstu meðferð og stuðning við bráðaástand. Þetta er tveggja daga námskeið með fyrirlestrum og færnistöðvum og kennarar eru sérfræðingar í bráða- og gjörgæslulækningum og hjúkrun barna. Sérstök kennslubók er notuð (Paediatric BASIC) og rafrænt mat á efni námskeiðsins fer fram í vikunni áður en námskeiðið er haldið. Í lok seinni dags námskeiðsins er krossapróf án gagna. Áherslan í kennslu er á eftirfarandi: teymisvinna, mat á bráðveikum börnum, öndunarvegur, öndun, öndunarbilun, öndunarvélameðferð, blóðrásartruflanir, meðferð við blóðsýkingu, fjöláverkar, taugamat, nýrnabilun, næring og sjúklingaflutningur.
Þetta er tveggja daga námskeið með fyrirlestrum og færnistöðvum og kennarar eru sérfræðingar í bráða- og gjörgæslu-lækningum og -hjúkrun barna. Í lok seinni dags námskeiðsins er krossapróf án gagna. Áherslan í kennslu er á eftirfarandi: teymisvinna, mat á bráðveikum börnum, öndunarvegur, öndun, öndunarbilun, öndunarvélameðferð, blóðrásartruflanir, meðferð við blóðsýkingu, fjöláverkar, taugamat, nýrnabilun, næring og sjúklingaflutningur.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.
Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.
Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.
Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna.
Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).
Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar.
Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.
Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)
Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.
Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.
Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.
Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun nýbura, barna og fullorðinna II (HJÚ0B0F)
Annað hvert ár (oddatala árs) bjóða gjörgæsludeildir Landspítala (gjörgæsla fullorðinna og barna E6 Fossvogi og 12B Hringbraut, Nýburagjörgæsla 23D Barnaspítala) klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun þeim hjúkrunarfræðingum sem skráðir eru í fullt MS nám í gjörgæsluhjúkrun við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ. Hægt er að velja milli þess að taka klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun til 30 ECTS eða fá metnar 30 ECTS úr BS námi í hjúkrunarfræði upp í MS námið. Klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun eru 950 klukkustundir sem skiptast milli fjögurra samliggjandi anna. Aðeins er tekið við tilteknum fjölda nemenda vegna takmarkaðrar getu sjúkrastofnana til að veita nemendum klíníska starfsþjálfun.
- Haust
- Lyfjafræði svæfingalyfja
- Gjörgæsluhjúkrun II
- Hjúkrun á sérsviði I
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Klínískt starfsnám gjörgæsluhjúkrun nýbura, barna og fullorðinna IIIV
- Vor
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Klínískt starfsnám gjörgæsluhjúkrun nýbura, barna og fullorðinna IVV
Lyfjafræði svæfingalyfja (HJÚ151F)
Fjallað er um lyfhrifafræði (pharmacodynamics) og lyfhvarfafræði (pharmacokinetics) algengustu lyfja sem notuð eru við svæfingar og deyfingar. Rætt er um svæfingalyf, verkjalyf, vöðvaslakandi lyf, deyfingalyf og ógleðistillandi lyf. Skoðað verður hlutverk ósjálfráða ósjálfráða taugakerfisins við samhæfingu og stjórnun líkamsstarfseminnar og rætt um lyfjafræði mikilvægra lyfja með áhrif þar á. Jafnframt verður fjallað um lyf sem notuð eru til meðhöndlunar á algengum sjúkdómum og lyf sem hafa milliverkan við önnur lyf í svæfingu eða deyfingu.
Gjörgæsluhjúkrun II (HJÚ343F)
Námskeiðið veitir nemendum yfirsýn yfir helstu þætti gjörgæsluhjúkrunar fullorðinna, barna og nýbura. Í námskeiðinu þróa nemendur þekkingarfræðilegan grunn í gjörgæsluhjúkrun sem byggir á gagnreyndri þekkingu og styður við meðferð og útkomu sjúklinga á meðan gjörgæsludvöl varir og eftir útskrift þaðan.
Áhersla er á nýtingu rannsóknarniðurstaðna í að veita hjúkrunarmeðferð sem tengist fjölkerfa vandamálum og flókinni klínískri meðferð. Meðal þátta sem teknir eru fyrir eru stuðningsmeðferð hjarta og blóðrásar, fjölskylduhjúkrun, líknandi meðferð, sýkingar, hrumleiki, áföll, streita og teymisvinna.
Hjúkrun á sérsviði I (HJÚ158F)
Í námskeiðinu er fjallað um hlutverk og hugmyndafræðilegan grunn sérfræðihjúkrunar. Nemendur fá innsýn í hvað einkennir sérfræðihjúkrun: klínísk störf, kennslu og fræðslu, ráðgjöf, leiðtogahlutverk, upplýsingatækni og nýtingu gagna og rannsókna-, gæða- og umbótastörf. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í notkun sérhæfðra klínískra aðferða við upplýsingaöflun og mat á líkamlegu og andlegu ástandi sjúklinga.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður í lotum samkvæmt skipulagi meistaranáms í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild. Hluti námskeiðsins er klínískur og er sá hluti skipulagður í samráði við umsjónarkennara.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Klínískt starfsnám gjörgæsluhjúkrun nýbura, barna og fullorðinna III (HJÚ0B1F)
Annað hvert ár (oddatala árs) bjóða gjörgæsludeildir Landspítala (gjörgæsla fullorðinna og barna E6 Fossvogi og 12B Hringbraut, Nýburagjörgæsla 23D Barnaspítala) klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun þeim hjúkrunarfræðingum sem skráðir eru í fullt MS nám í gjörgæsluhjúkrun við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ. Hægt er að velja milli þess að taka klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun til 30 ECTS eða fá metnar 30 ECTS úr BS námi í hjúkrunarfræði upp í MS námið. Klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun eru 950 klukkustundir sem skiptast milli fjögurra samliggjandi anna. Aðeins er tekið við tilteknum fjölda nemenda vegna takmarkaðrar getu sjúkrastofnana til að veita nemendum klíníska starfsþjálfun.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Klínískt starfsnám gjörgæsluhjúkrun nýbura, barna og fullorðinna IV (HJÚ0B2F)
Annað hvert ár (oddatala árs) bjóða gjörgæsludeildir Landspítala (gjörgæsla fullorðinna og barna E6 Fossvogi og 12B Hringbraut, Nýburagjörgæsla 23D Barnaspítala) klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun þeim hjúkrunarfræðingum sem skráðir eru í fullt MS nám í gjörgæsluhjúkrun við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ. Hægt er að velja milli þess að taka klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun til 30 ECTS eða fá metnar 30 ECTS úr BS námi í hjúkrunarfræði upp í MS námið. Klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun eru 950 klukkustundir sem skiptast milli fjögurra samliggjandi anna. Aðeins er tekið við tilteknum fjölda nemenda vegna takmarkaðrar getu sjúkrastofnana til að veita nemendum klíníska starfsþjálfun.
- Haust
- Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytingaV
- Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdómaVE
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðingaV
- Gjörgæsluhjúkrun IVE
- Vor
- Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgunV
- Sérhæfð fjölskylduhjúkrunV
- Forysta í heilbrigðisþjónustuVE
- Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindumV
- Stjórnun í heilbrigðisþjónustuV
- Sérhæfð geðhjúkrun - LesnámskeiðV
- Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - LesnámskeiðV
- Klínísk lífeðlis- og meinafræðiV
- Bráðahjúkrun - mat og meðferðV
- Verklag í vísindumV
- Óháð misseri
- LíknarmeðferðV
- Rekstur og heilbrigðisþjónustaV
Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytinga (HJÚ169F)
Megintilgangur námskeiðsins er að kynna fræðilega undirstöðu og klínískar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem gagnast einstaklingum og hópum sem standa frammi fyrir krefjandi lífsbreytingum t.d. tengt veikindum, áhættuþáttum geðheilbrigðis, streitu, þroskaverkefnum og aðstæðum. Sérstaklega verður tekið mið af kenningum Meleis o.fl. um lífsbreytingar og hugrænni atferlismeðferð samkvæmt Aaron Beck. Leitast verður við að nemendur skoði sína eigin faglegu og, eftir atvikum, persónulegu reynslu og úrvinnslu lífsbreytinga samkvæmt ofangreindri lífsbreytingakenningu. Lögð verður áhersla á virkni nemenda og samvinnu þar sem unnið verður ýmist með eigin reynslu, tilbúin dæmi eða skjólstæðing(a). Miðað er við að nemendur hljóti grunnþjálfun í að beita aðferðum sem byggja á hugrænni atferlismeðferð til að fást við atferli og vanlíðan s.s. streitu, kvíða og þunglyndi með stuttum og markvissum inngripum. Unnið verður sérstaklega með einstaklingshæft mat samkvæmt aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar meðal annars til að greina áhrif lífsbreytinga á einstaklinga sem og gagnreyndar aðferðir til íhlutunar. Notkun hugsanaskráa og markviss athafnavirkjun samkvæmt hugrænni atferlismeðferð verður kynnt og æfð í færnibúðum og í vinnu með skjóstæðingi/skjólstæðingum . Einnig verða ræddar aðferðir til að takast á við líkamleg einkenni vanlíðunar samkvæmt bestu þekkingu s.s. með hreyfingu, núvitund og öndunaræfingum. Kennsla fer fram í fjórum til sex lotum. Sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar verða gestakennarar í námskeiðinu.
Námsmat fer fram með einstaklingsverkefnum og gerð er krafa um 80% mætingar í námskeiðinu
Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdóma (HJÚ0AVF)
Í námskeiðinu er fjallað um forvarnir hjá fólki með langvinna sjúkdóma s.s. krabbamein, lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, hjarta – og æðasjúkdóma o.fl. í samræmi við heilbrigðisstefnu Íslands.
Áhersla er á 2. og 3. stigs forvarnir hjá þeim hópum. Stuttlega er fjallað um faraldsfræði algengra langvinnra sjúkdóma, áhættuþætti og tengsl við 1., 2. og 3. stigs forvarnir.
Hugtök og kenningar tengdar forvörnum verða kynntar og rætt um árangursríkar, gagnreyndar aðferðir til sjálfsumönnunar. Hluti námskeiðsins lýtur sérstaklega að reykleysismeðferð. Verkefni í námskeiðinu taka mið af áhugasviði/sérsviði nemenda.
Námskeiðið er kennt í lotum samkvæmt skipulagi Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar á seinni hluta misseris. Gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist um miðjan október.
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Gjörgæsluhjúkrun I (HJÚ160F)
Námskeiðið veitir nemendum yfirsýn yfir grunnþætti gjörgæsluhjúkrunar með áherslu á þróun þekkingarfræðilegs grunns í gjörgæsluhjúkrun. Megin atriði er að nemendur þekki meðferð sem styður útkomu gjörgæslusjúklinga. Áhersla er á hjúkrunarmeðferð klínískt flókinna sjúklinga.Verkefni sem unnin eru í námskeiðinu skulu stuðla sem mest að markvissri þekkingarþróun nemanda á eigin sérsviði og samkvæmt verkefnalýsingum námskeiðsins.
Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgun (HJÚ801F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum forystu og búa þá undir hlutverk leiðtoga í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk leiðtoga í klínkík, stjórnun og kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi. Farið er í lykilþætti forystu í heilbrigðisþjónustu staðbundið og í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Áhersla er á forystuhlutverk heilbrigðisstarfsmanna innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvæði.
Sérhæfð fjölskylduhjúkrun (HJÚ0ADF)
Námskeiðinu er ætlað að gefa hjúkrunarfræðingum sem og öðrum fagaðilum tækifæri á að auka hæfni sína í að meta og útfæra hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar nálgunar. Stuðst verður við hugmyndafræði Calgary og fjölskyldukenningar sem hún byggir á. Auk þess verður áhersla lögð á að þróa klíníska færni fagaðila í að sinna einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem fást við ýmsa sjúkdóma, raskanir og eða áföll. Í ljósi þess verður sérstök áhersla á, að vinna með aðlögun, tengsl, bjargráð, virkni, tilfinningar, hegðun, samskipti, færni, álag og viðhorf fjölskyldumeðlima.
Samskiptakenningar og hugmyndafræði Wright og Bell (2009) og Wright og Leahey (2019) um breytt tengsl fjölskyldumeðlima vegna langvinnra eða bráðra sjúkdóma og eða áfalla og hugmyndafræði um samvinnu við fjölskyldur á klínískum vettvangi er meðal þess efnis sem farið verður yfir. Megin áhersla á námskeiðinu er á gagnreynda starfshætti fjölskyldumiðaðrar þjónustu og á þróun meðferðarsamræðna við fjölskyldur. Unnið er meðal annars með áhrif viðhorfs fjölskyldumeðlima, viðhorf fagaðila og samspil þeirra á milli. Ítarleg umfjöllun verður um undirbúning og framkvæmd fjölskylduviðtala sem meðferðarform og þróun styrkleikamiðaðrar meðferðar fyrir fjölskyldur.
Námskeiðinu er ætlað að gefa nemendum tækifæri á að þróa eigin færni í að aðstoða fjölskyldur við aðlögun og/eða takast á við alvarleg veikindi, röskun og áföll og á þann hátt að virkja og styrkja fjölskyldur í eigin eflingu. Sérstök áhersla verður lögð á einstaklingsbundna þjálfun þar sem nemendur fá persónulega leiðbeiningu um framkvæmd og aðferðir meðferðarsamræðna við fjölskyldumeðlimi.
Námsmat er í formi einstaklingsverkefna og hópverkefna en þar sem um próflausan áfanga er að ræða er gerð krafa um 80% mætingu á námskeiðið.
Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.
Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.
Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.
Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum (HJÚ0AFF)
Þetta námskeið kynnir hugtök og þekkingu á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.
Námskeiðið verður bæði lotu- og staðnám.
Stjórnun í heilbrigðisþjónustu (HJÚ259F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum stjórnunar og búa þá undir hlutverk stjórnenda í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk stjórnenda, mannauðsstjórnun, teymisvinnu, vinnuumhverfi, þjónustu við sjúklinga, gæði og öryggi. Leitast er við að taka fyrir hagnýt viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi í nútíð og framtíð og þannig efla fræðilega og hagnýta hæfni nemandans.
Sérhæfð geðhjúkrun - Lesnámskeið (HJÚ0ABF)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemandanum fræðilega og klíníska færni í aðferðum sem beitt er í sérhæfðri geðhjúkrun og sálfélagslegri meðferð, sem og fræðilega þekkingu er varðar þær kenningar og rannsóknir sem liggja til grundvallar meðferð geðrænna vandamála og áhættuþátta.
Námskeiðið skiptist í klíníska fræðilega þjálfun og fræðilegt nám með sjálfstæðum vinnubrögðum og skoðun kenninga og fræðilegra forsenda íhlutana.
Áhersla verður lögð á að tengja rannsóknir og kenningar við íhlutanir og skoða árangur þeirra. Einnig gefst nemendum kostur á að veita íhlutun á klínískum vettvangi og skoða, með markvissum hætti, árangur hennar.
Leiðsögn fer fram í umræðutímum þar sem nemendur hafa sjálfstætt framlag og taka virkan þátt í faglegum umræðum.
Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - Lesnámskeið (HJÚ0AJF)
Námskeið miðar að því að dýpka þekkingu þátttakenda á aðstæðum barna og þáttum sem hafa áhrif á heilsu þeirra og veikindi í samhengi samfélags og fjölskyldunnar.
Meginþemu námskeiðsins verða:
- Hugmyndafræði;
- Lýðheilsa og heilsuefling
- Viðbrögð við bráðum veikindum
- Viðbrögð við langvinnum veikindum
- Hlutverk heilbrigðiskerfisins og hjúkrunar í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
Námskeiðið veitir kennslu í sérhæfðum aðferðum við greiningu hjúkrunarviðfangsefna hjá börnum og foreldrum og hjúkrunarmeðferð þeim tengdri, s.s. vegna sársauka, líkamlegs og andlegs álags og röskunar, röskunar á sjálfsáliti, skynjunar og skilnings á aðstæðum, röskunar í líkamskerfum, háska, þarfa foreldra ofl. Nemandi fær innsýn í eðli sértækra fyrirbæra í barnahjúkrun í samhengi við klínísk viðfangsefni innan sem utan stofnana. Nemandi lærir aðferðir til að greina á milli algengra eiginleika barna og foreldra og þeirra birtingarforma sem teljast til frávika í samhengi aldurs og þroska barna, aðstæðna og þarfa og bjargráða foreldra. Sérstök áhersla er lögð á samskipta- og tjáskiptaaðferðir og samvinnu við börn og foreldra.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Bráðahjúkrun - mat og meðferð (HJÚ271F)
Tilgangur þessa námskeiðs er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á orsökum bráðra og alvarlegra sjúkdóma og færni í mati og meðferð mikið veikra sjúklinga. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um bráð vandamál tengd smitsjúkdómum, eitrunum og fjöláverkum, mat á bráðveikum, endurlífgun, öndunarbilun, bráð vandamál i miðtaugakerfi, nýrnavandamál, vökva- og elektrólýtatruflanir, sýklasótt og lost. Lögð er áhersla á að kenna nemendum mat á alvarlegu ástandi sjúklinga og fyrstu viðbrögð við því. Í þeim tilgangi verður sérstök áhersla á klínískar leiðbeiningar og verkferla, gagnreynda klíníska þekkingu, þjálfun í færni og eflingu hæfni nemenda í bráðum aðstæðum.
Verklag í vísindum (LÝÐ202F)
Námskeiðið veitir hagnýta leiðsögn við undirbúning rannsóknar. Heimildaöflun, tilgátuþróun og gerð yfirlitsgreinar (systematic critical review) á fræðasviði fyrirhugaðaðrar rannsóknar. Nemendur fá einnig þjálfun í að vinna rannsóknaráætlun og kynna hana.
Námskeiðið er ætlað nemendum á meistara- eða doktorsstigi sem hafa valið sér svið/rannsóknarspurningu lokaverkefnis.
Líknarmeðferð (HJÚ263F)
Viðfangsefni námskeiðsins er líknarmeðferð þar sem megin áhersla er á lífsgæði sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra, meðferð og umönnun við lífslok sem stuðlar að jákvæðri upplifun af lífslokum.
Umfjöllun verður um líknarmeðferð bæði sem hugmyndafræði og meðferð. Fjallað verður um líknarmeðferð fyrir mismunandi sjúklingahópa og lögð verður áhersla á mat og meðferð helstu einkenna, sálfélagslegan stuðning við sjúkling og fjölskyldu, tjáskipti og samskipti, siðfræðileg álitamál, sorg og sorgarúrvinnslu.
Áhersla verður lögð á grundvallarþætti líknarmeðferðar og útfærslu þeirra í klínísku starfi og farið verður yfir nýjustu stefnumótun varðandi útfærslu á líknameðferð innan heilbrigðiskerfis. Nemendur verða hvattir til að spegla nýja þekkingu við klínískt starf og miðað er við að námskeiðið nýtist vel í klínísku starfi.
Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur. Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða. Meðal hugtaka sem farið verður yfir:
- Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
- Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
- Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
- Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
- Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
- Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
- Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
- Haust
- Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði
- Hagnýt tölfræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Hagnýting megindlegrar aðferðafræði
- Eigindleg aðferðafræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (HJÚ143F)
Í námskeiðinu verður rætt um hugmyndir og hugtök sem hafa mótað skilning ólíkra samfélaga á heilbrigðisþjónustu og hjúkrun. Áhrifamiklar hugmyndir í hjúkrunarfræði verða kynntar og ræddar og leitast verður við að varpa ljósi á það hvernig skilningur á eðli hjúkrunar mótaðist og breyttist á tuttugustu öldinni. Einnig verður fjallað um þekkingu í hjúkrun og þróun hennar. Stefnur í þekkingarþróun verða kynntar og leitast verður við að benda á styrkleika og veikleika þeirra. Farið verður yfir aðferðir við að greina og meta fræðilegan texta og nemendur fá tækifæri til að beita þeim í umfjöllun um rannsóknir. Sérstök áhersla verður lögð á að greina hugtök og kenningar sem höfundar byggja á í rannsóknum sínum og hið fræðilega samhengi sem mótar þau verður skoðað.
Lágmarksfjöldi nemenda: 15.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Í hverri lotu fara fram fyrirlestrar, hópvinna og kynningar á hóp- og einstaklingsverkefnum.
Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.
Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.
Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.
Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.
Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna.
Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).
Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar.
Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.
Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)
Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.
Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.
Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.
Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Hjúkrun á sérsviði I
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Hjúkrun á sérsviði I (HJÚ158F)
Í námskeiðinu er fjallað um hlutverk og hugmyndafræðilegan grunn sérfræðihjúkrunar. Nemendur fá innsýn í hvað einkennir sérfræðihjúkrun: klínísk störf, kennslu og fræðslu, ráðgjöf, leiðtogahlutverk, upplýsingatækni og nýtingu gagna og rannsókna-, gæða- og umbótastörf. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í notkun sérhæfðra klínískra aðferða við upplýsingaöflun og mat á líkamlegu og andlegu ástandi sjúklinga.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður í lotum samkvæmt skipulagi meistaranáms í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild. Hluti námskeiðsins er klínískur og er sá hluti skipulagður í samráði við umsjónarkennara.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu (HJÚ269F)
Nemendur tileinka sér þekkingu um hjúkrun sem starfsmiðaða fræðigrein og beita henni við útfærslur á gagnreyndum meðferðarheildum/meðferðum/þjónustuformum sem mæta flóknum og sértækum þörfum skjólstæðinga.
Nemendur þjálfa ákvarðanatöku, framkvæmd og mat á meðferðarheildum (practice/service) og sértækum hjúkrunarmeðferðarformum (interventions) fyrir tiltekinn skjólstæðingahóp.
Nemendur skoða áherslur í forvörnum á eigin sérsviði og samþætta við fyrirhugað sérsvið.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytingaV
- Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdómaVE
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðingaV
- Gjörgæsluhjúkrun IVE
- Vor
- Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgunV
- Sérhæfð fjölskylduhjúkrunV
- Forysta í heilbrigðisþjónustuVE
- Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindumV
- Stjórnun í heilbrigðisþjónustuV
- Sérhæfð geðhjúkrun - LesnámskeiðV
- Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - LesnámskeiðV
- Klínísk lífeðlis- og meinafræðiV
- Bráðahjúkrun - mat og meðferðV
- Verklag í vísindumV
- Óháð misseri
- LíknarmeðferðV
- Rekstur og heilbrigðisþjónustaV
Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytinga (HJÚ169F)
Megintilgangur námskeiðsins er að kynna fræðilega undirstöðu og klínískar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem gagnast einstaklingum og hópum sem standa frammi fyrir krefjandi lífsbreytingum t.d. tengt veikindum, áhættuþáttum geðheilbrigðis, streitu, þroskaverkefnum og aðstæðum. Sérstaklega verður tekið mið af kenningum Meleis o.fl. um lífsbreytingar og hugrænni atferlismeðferð samkvæmt Aaron Beck. Leitast verður við að nemendur skoði sína eigin faglegu og, eftir atvikum, persónulegu reynslu og úrvinnslu lífsbreytinga samkvæmt ofangreindri lífsbreytingakenningu. Lögð verður áhersla á virkni nemenda og samvinnu þar sem unnið verður ýmist með eigin reynslu, tilbúin dæmi eða skjólstæðing(a). Miðað er við að nemendur hljóti grunnþjálfun í að beita aðferðum sem byggja á hugrænni atferlismeðferð til að fást við atferli og vanlíðan s.s. streitu, kvíða og þunglyndi með stuttum og markvissum inngripum. Unnið verður sérstaklega með einstaklingshæft mat samkvæmt aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar meðal annars til að greina áhrif lífsbreytinga á einstaklinga sem og gagnreyndar aðferðir til íhlutunar. Notkun hugsanaskráa og markviss athafnavirkjun samkvæmt hugrænni atferlismeðferð verður kynnt og æfð í færnibúðum og í vinnu með skjóstæðingi/skjólstæðingum . Einnig verða ræddar aðferðir til að takast á við líkamleg einkenni vanlíðunar samkvæmt bestu þekkingu s.s. með hreyfingu, núvitund og öndunaræfingum. Kennsla fer fram í fjórum til sex lotum. Sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar verða gestakennarar í námskeiðinu.
Námsmat fer fram með einstaklingsverkefnum og gerð er krafa um 80% mætingar í námskeiðinu
Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdóma (HJÚ0AVF)
Í námskeiðinu er fjallað um forvarnir hjá fólki með langvinna sjúkdóma s.s. krabbamein, lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, hjarta – og æðasjúkdóma o.fl. í samræmi við heilbrigðisstefnu Íslands.
Áhersla er á 2. og 3. stigs forvarnir hjá þeim hópum. Stuttlega er fjallað um faraldsfræði algengra langvinnra sjúkdóma, áhættuþætti og tengsl við 1., 2. og 3. stigs forvarnir.
Hugtök og kenningar tengdar forvörnum verða kynntar og rætt um árangursríkar, gagnreyndar aðferðir til sjálfsumönnunar. Hluti námskeiðsins lýtur sérstaklega að reykleysismeðferð. Verkefni í námskeiðinu taka mið af áhugasviði/sérsviði nemenda.
Námskeiðið er kennt í lotum samkvæmt skipulagi Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar á seinni hluta misseris. Gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist um miðjan október.
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Gjörgæsluhjúkrun I (HJÚ160F)
Námskeiðið veitir nemendum yfirsýn yfir grunnþætti gjörgæsluhjúkrunar með áherslu á þróun þekkingarfræðilegs grunns í gjörgæsluhjúkrun. Megin atriði er að nemendur þekki meðferð sem styður útkomu gjörgæslusjúklinga. Áhersla er á hjúkrunarmeðferð klínískt flókinna sjúklinga.Verkefni sem unnin eru í námskeiðinu skulu stuðla sem mest að markvissri þekkingarþróun nemanda á eigin sérsviði og samkvæmt verkefnalýsingum námskeiðsins.
Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgun (HJÚ801F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum forystu og búa þá undir hlutverk leiðtoga í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk leiðtoga í klínkík, stjórnun og kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi. Farið er í lykilþætti forystu í heilbrigðisþjónustu staðbundið og í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Áhersla er á forystuhlutverk heilbrigðisstarfsmanna innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvæði.
Sérhæfð fjölskylduhjúkrun (HJÚ0ADF)
Námskeiðinu er ætlað að gefa hjúkrunarfræðingum sem og öðrum fagaðilum tækifæri á að auka hæfni sína í að meta og útfæra hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar nálgunar. Stuðst verður við hugmyndafræði Calgary og fjölskyldukenningar sem hún byggir á. Auk þess verður áhersla lögð á að þróa klíníska færni fagaðila í að sinna einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem fást við ýmsa sjúkdóma, raskanir og eða áföll. Í ljósi þess verður sérstök áhersla á, að vinna með aðlögun, tengsl, bjargráð, virkni, tilfinningar, hegðun, samskipti, færni, álag og viðhorf fjölskyldumeðlima.
Samskiptakenningar og hugmyndafræði Wright og Bell (2009) og Wright og Leahey (2019) um breytt tengsl fjölskyldumeðlima vegna langvinnra eða bráðra sjúkdóma og eða áfalla og hugmyndafræði um samvinnu við fjölskyldur á klínískum vettvangi er meðal þess efnis sem farið verður yfir. Megin áhersla á námskeiðinu er á gagnreynda starfshætti fjölskyldumiðaðrar þjónustu og á þróun meðferðarsamræðna við fjölskyldur. Unnið er meðal annars með áhrif viðhorfs fjölskyldumeðlima, viðhorf fagaðila og samspil þeirra á milli. Ítarleg umfjöllun verður um undirbúning og framkvæmd fjölskylduviðtala sem meðferðarform og þróun styrkleikamiðaðrar meðferðar fyrir fjölskyldur.
Námskeiðinu er ætlað að gefa nemendum tækifæri á að þróa eigin færni í að aðstoða fjölskyldur við aðlögun og/eða takast á við alvarleg veikindi, röskun og áföll og á þann hátt að virkja og styrkja fjölskyldur í eigin eflingu. Sérstök áhersla verður lögð á einstaklingsbundna þjálfun þar sem nemendur fá persónulega leiðbeiningu um framkvæmd og aðferðir meðferðarsamræðna við fjölskyldumeðlimi.
Námsmat er í formi einstaklingsverkefna og hópverkefna en þar sem um próflausan áfanga er að ræða er gerð krafa um 80% mætingu á námskeiðið.
Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.
Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.
Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.
Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum (HJÚ0AFF)
Þetta námskeið kynnir hugtök og þekkingu á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.
Námskeiðið verður bæði lotu- og staðnám.
Stjórnun í heilbrigðisþjónustu (HJÚ259F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum stjórnunar og búa þá undir hlutverk stjórnenda í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk stjórnenda, mannauðsstjórnun, teymisvinnu, vinnuumhverfi, þjónustu við sjúklinga, gæði og öryggi. Leitast er við að taka fyrir hagnýt viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi í nútíð og framtíð og þannig efla fræðilega og hagnýta hæfni nemandans.
Sérhæfð geðhjúkrun - Lesnámskeið (HJÚ0ABF)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemandanum fræðilega og klíníska færni í aðferðum sem beitt er í sérhæfðri geðhjúkrun og sálfélagslegri meðferð, sem og fræðilega þekkingu er varðar þær kenningar og rannsóknir sem liggja til grundvallar meðferð geðrænna vandamála og áhættuþátta.
Námskeiðið skiptist í klíníska fræðilega þjálfun og fræðilegt nám með sjálfstæðum vinnubrögðum og skoðun kenninga og fræðilegra forsenda íhlutana.
Áhersla verður lögð á að tengja rannsóknir og kenningar við íhlutanir og skoða árangur þeirra. Einnig gefst nemendum kostur á að veita íhlutun á klínískum vettvangi og skoða, með markvissum hætti, árangur hennar.
Leiðsögn fer fram í umræðutímum þar sem nemendur hafa sjálfstætt framlag og taka virkan þátt í faglegum umræðum.
Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - Lesnámskeið (HJÚ0AJF)
Námskeið miðar að því að dýpka þekkingu þátttakenda á aðstæðum barna og þáttum sem hafa áhrif á heilsu þeirra og veikindi í samhengi samfélags og fjölskyldunnar.
Meginþemu námskeiðsins verða:
- Hugmyndafræði;
- Lýðheilsa og heilsuefling
- Viðbrögð við bráðum veikindum
- Viðbrögð við langvinnum veikindum
- Hlutverk heilbrigðiskerfisins og hjúkrunar í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
Námskeiðið veitir kennslu í sérhæfðum aðferðum við greiningu hjúkrunarviðfangsefna hjá börnum og foreldrum og hjúkrunarmeðferð þeim tengdri, s.s. vegna sársauka, líkamlegs og andlegs álags og röskunar, röskunar á sjálfsáliti, skynjunar og skilnings á aðstæðum, röskunar í líkamskerfum, háska, þarfa foreldra ofl. Nemandi fær innsýn í eðli sértækra fyrirbæra í barnahjúkrun í samhengi við klínísk viðfangsefni innan sem utan stofnana. Nemandi lærir aðferðir til að greina á milli algengra eiginleika barna og foreldra og þeirra birtingarforma sem teljast til frávika í samhengi aldurs og þroska barna, aðstæðna og þarfa og bjargráða foreldra. Sérstök áhersla er lögð á samskipta- og tjáskiptaaðferðir og samvinnu við börn og foreldra.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Bráðahjúkrun - mat og meðferð (HJÚ271F)
Tilgangur þessa námskeiðs er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á orsökum bráðra og alvarlegra sjúkdóma og færni í mati og meðferð mikið veikra sjúklinga. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um bráð vandamál tengd smitsjúkdómum, eitrunum og fjöláverkum, mat á bráðveikum, endurlífgun, öndunarbilun, bráð vandamál i miðtaugakerfi, nýrnavandamál, vökva- og elektrólýtatruflanir, sýklasótt og lost. Lögð er áhersla á að kenna nemendum mat á alvarlegu ástandi sjúklinga og fyrstu viðbrögð við því. Í þeim tilgangi verður sérstök áhersla á klínískar leiðbeiningar og verkferla, gagnreynda klíníska þekkingu, þjálfun í færni og eflingu hæfni nemenda í bráðum aðstæðum.
Verklag í vísindum (LÝÐ202F)
Námskeiðið veitir hagnýta leiðsögn við undirbúning rannsóknar. Heimildaöflun, tilgátuþróun og gerð yfirlitsgreinar (systematic critical review) á fræðasviði fyrirhugaðaðrar rannsóknar. Nemendur fá einnig þjálfun í að vinna rannsóknaráætlun og kynna hana.
Námskeiðið er ætlað nemendum á meistara- eða doktorsstigi sem hafa valið sér svið/rannsóknarspurningu lokaverkefnis.
Líknarmeðferð (HJÚ263F)
Viðfangsefni námskeiðsins er líknarmeðferð þar sem megin áhersla er á lífsgæði sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra, meðferð og umönnun við lífslok sem stuðlar að jákvæðri upplifun af lífslokum.
Umfjöllun verður um líknarmeðferð bæði sem hugmyndafræði og meðferð. Fjallað verður um líknarmeðferð fyrir mismunandi sjúklingahópa og lögð verður áhersla á mat og meðferð helstu einkenna, sálfélagslegan stuðning við sjúkling og fjölskyldu, tjáskipti og samskipti, siðfræðileg álitamál, sorg og sorgarúrvinnslu.
Áhersla verður lögð á grundvallarþætti líknarmeðferðar og útfærslu þeirra í klínísku starfi og farið verður yfir nýjustu stefnumótun varðandi útfærslu á líknameðferð innan heilbrigðiskerfis. Nemendur verða hvattir til að spegla nýja þekkingu við klínískt starf og miðað er við að námskeiðið nýtist vel í klínísku starfi.
Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur. Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða. Meðal hugtaka sem farið verður yfir:
- Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
- Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
- Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
- Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
- Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
- Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
- Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
- Haust
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga
- Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði
- Hagnýt tölfræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Klínísk lífeðlis- og meinafræði
- Hagnýting megindlegrar aðferðafræði
- Eigindleg aðferðafræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (HJÚ143F)
Í námskeiðinu verður rætt um hugmyndir og hugtök sem hafa mótað skilning ólíkra samfélaga á heilbrigðisþjónustu og hjúkrun. Áhrifamiklar hugmyndir í hjúkrunarfræði verða kynntar og ræddar og leitast verður við að varpa ljósi á það hvernig skilningur á eðli hjúkrunar mótaðist og breyttist á tuttugustu öldinni. Einnig verður fjallað um þekkingu í hjúkrun og þróun hennar. Stefnur í þekkingarþróun verða kynntar og leitast verður við að benda á styrkleika og veikleika þeirra. Farið verður yfir aðferðir við að greina og meta fræðilegan texta og nemendur fá tækifæri til að beita þeim í umfjöllun um rannsóknir. Sérstök áhersla verður lögð á að greina hugtök og kenningar sem höfundar byggja á í rannsóknum sínum og hið fræðilega samhengi sem mótar þau verður skoðað.
Lágmarksfjöldi nemenda: 15.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Í hverri lotu fara fram fyrirlestrar, hópvinna og kynningar á hóp- og einstaklingsverkefnum.
Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.
Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.
Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.
Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.
Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna.
Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).
Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar.
Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.
Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)
Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.
Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.
Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.
Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Hjúkrun á sérsviði I
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Hjúkrun á sérsviði I (HJÚ158F)
Í námskeiðinu er fjallað um hlutverk og hugmyndafræðilegan grunn sérfræðihjúkrunar. Nemendur fá innsýn í hvað einkennir sérfræðihjúkrun: klínísk störf, kennslu og fræðslu, ráðgjöf, leiðtogahlutverk, upplýsingatækni og nýtingu gagna og rannsókna-, gæða- og umbótastörf. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í notkun sérhæfðra klínískra aðferða við upplýsingaöflun og mat á líkamlegu og andlegu ástandi sjúklinga.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður í lotum samkvæmt skipulagi meistaranáms í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild. Hluti námskeiðsins er klínískur og er sá hluti skipulagður í samráði við umsjónarkennara.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu (HJÚ269F)
Nemendur tileinka sér þekkingu um hjúkrun sem starfsmiðaða fræðigrein og beita henni við útfærslur á gagnreyndum meðferðarheildum/meðferðum/þjónustuformum sem mæta flóknum og sértækum þörfum skjólstæðinga.
Nemendur þjálfa ákvarðanatöku, framkvæmd og mat á meðferðarheildum (practice/service) og sértækum hjúkrunarmeðferðarformum (interventions) fyrir tiltekinn skjólstæðingahóp.
Nemendur skoða áherslur í forvörnum á eigin sérsviði og samþætta við fyrirhugað sérsvið.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsueflingV
- Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytingaV
- Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdómaVE
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðingaV
- Gjörgæsluhjúkrun IVE
- Vor
- LíknarmeðferðV
- Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgunV
- Sérhæfð fjölskylduhjúkrunV
- Forysta í heilbrigðisþjónustuVE
- Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindumV
- Stjórnun í heilbrigðisþjónustuV
- Sérhæfð geðhjúkrun - LesnámskeiðV
- Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - LesnámskeiðV
- Klínísk lífeðlis- og meinafræðiV
- Bráðahjúkrun - mat og meðferðV
- Verklag í vísindumV
- Óháð misseri
- LíknarmeðferðV
- Rekstur og heilbrigðisþjónustaV
Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsuefling (LÝÐ104F)
Stærstu áhættuþættir ótímabærra dauðsfalla svo sem hár blóðþrýstingur, tóbaksnotkun, yfirþyngd og hreyfingarleysi valda um 22 milljónum dauðsfalla árlega á heimsvísu. Bæta mætti allt að 5 árum við meðalaldur jarðarbúa með því að draga hóflega úr algengi átta algengstu áhættuþáttanna. Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir þetta viðfangsefni og skiptast áherslur í nokkra meginþætti:
1. Áhrifavaldar heilbrigðis: Hvaða þættir hafa mest áhrif á heilsu og heilbrigði?
2. Aðferðafræði:
a) Hvernig skipuleggjum við forvarnar- og heilsueflingarverkefni?
b) Hvar er hagkvæmast að byrja? Hagfræðileg greining á inngripum.
c) Hvernig höfum við jákvæð áhrif á atferli einstaklinga? Líkön í atferlisfræði, áhugahvetjandi samtöl, atferlishagfræði, samskiptafræði og félagsleg markaðsfærsla.
d) Hvernig höfum við áhrif á ,,kerfið”? Hagsmunagæsla (lobbyismi), bréfaskrif til þingmanna, umfjöllun í fjölmiðlum.
3. Nánari umfjöllun um helstu viðfangsefni: háþrýsingur, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdomar, næring og mataræði, ofþyngd og offita, hreyfing, tóbaksvarnir, krabbamein, áfengi og vímuefni, slysavarnir, umhverfi og atvinna, geðrækt og sjálfsvígsforvarnir, kynheilbrigði og sjálfsmynd, sértækar lausnir fyrir börn og unglinga.
Framsetning: Fyrirlestrar umsjónarkennara og valinna gestafyrirlesara sem eru meðal fremstu sérfræðinga þjóðarinnar á sínu sviði. Lagt verður upp úr umræðum, virkni og þátttöku nemenda í tímum. Einnig vinna nemendur hópverkefni þar sem þeir kynna sér til hlítar valinn áhættuþátt og gefa tillögur að úrbótum.
Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytinga (HJÚ169F)
Megintilgangur námskeiðsins er að kynna fræðilega undirstöðu og klínískar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem gagnast einstaklingum og hópum sem standa frammi fyrir krefjandi lífsbreytingum t.d. tengt veikindum, áhættuþáttum geðheilbrigðis, streitu, þroskaverkefnum og aðstæðum. Sérstaklega verður tekið mið af kenningum Meleis o.fl. um lífsbreytingar og hugrænni atferlismeðferð samkvæmt Aaron Beck. Leitast verður við að nemendur skoði sína eigin faglegu og, eftir atvikum, persónulegu reynslu og úrvinnslu lífsbreytinga samkvæmt ofangreindri lífsbreytingakenningu. Lögð verður áhersla á virkni nemenda og samvinnu þar sem unnið verður ýmist með eigin reynslu, tilbúin dæmi eða skjólstæðing(a). Miðað er við að nemendur hljóti grunnþjálfun í að beita aðferðum sem byggja á hugrænni atferlismeðferð til að fást við atferli og vanlíðan s.s. streitu, kvíða og þunglyndi með stuttum og markvissum inngripum. Unnið verður sérstaklega með einstaklingshæft mat samkvæmt aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar meðal annars til að greina áhrif lífsbreytinga á einstaklinga sem og gagnreyndar aðferðir til íhlutunar. Notkun hugsanaskráa og markviss athafnavirkjun samkvæmt hugrænni atferlismeðferð verður kynnt og æfð í færnibúðum og í vinnu með skjóstæðingi/skjólstæðingum . Einnig verða ræddar aðferðir til að takast á við líkamleg einkenni vanlíðunar samkvæmt bestu þekkingu s.s. með hreyfingu, núvitund og öndunaræfingum. Kennsla fer fram í fjórum til sex lotum. Sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar verða gestakennarar í námskeiðinu.
Námsmat fer fram með einstaklingsverkefnum og gerð er krafa um 80% mætingar í námskeiðinu
Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdóma (HJÚ0AVF)
Í námskeiðinu er fjallað um forvarnir hjá fólki með langvinna sjúkdóma s.s. krabbamein, lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, hjarta – og æðasjúkdóma o.fl. í samræmi við heilbrigðisstefnu Íslands.
Áhersla er á 2. og 3. stigs forvarnir hjá þeim hópum. Stuttlega er fjallað um faraldsfræði algengra langvinnra sjúkdóma, áhættuþætti og tengsl við 1., 2. og 3. stigs forvarnir.
Hugtök og kenningar tengdar forvörnum verða kynntar og rætt um árangursríkar, gagnreyndar aðferðir til sjálfsumönnunar. Hluti námskeiðsins lýtur sérstaklega að reykleysismeðferð. Verkefni í námskeiðinu taka mið af áhugasviði/sérsviði nemenda.
Námskeiðið er kennt í lotum samkvæmt skipulagi Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar á seinni hluta misseris. Gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist um miðjan október.
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Gjörgæsluhjúkrun I (HJÚ160F)
Námskeiðið veitir nemendum yfirsýn yfir grunnþætti gjörgæsluhjúkrunar með áherslu á þróun þekkingarfræðilegs grunns í gjörgæsluhjúkrun. Megin atriði er að nemendur þekki meðferð sem styður útkomu gjörgæslusjúklinga. Áhersla er á hjúkrunarmeðferð klínískt flókinna sjúklinga.Verkefni sem unnin eru í námskeiðinu skulu stuðla sem mest að markvissri þekkingarþróun nemanda á eigin sérsviði og samkvæmt verkefnalýsingum námskeiðsins.
Líknarmeðferð (HJÚ263F)
Viðfangsefni námskeiðsins er líknarmeðferð þar sem megin áhersla er á lífsgæði sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra, meðferð og umönnun við lífslok sem stuðlar að jákvæðri upplifun af lífslokum.
Umfjöllun verður um líknarmeðferð bæði sem hugmyndafræði og meðferð. Fjallað verður um líknarmeðferð fyrir mismunandi sjúklingahópa og lögð verður áhersla á mat og meðferð helstu einkenna, sálfélagslegan stuðning við sjúkling og fjölskyldu, tjáskipti og samskipti, siðfræðileg álitamál, sorg og sorgarúrvinnslu.
Áhersla verður lögð á grundvallarþætti líknarmeðferðar og útfærslu þeirra í klínísku starfi og farið verður yfir nýjustu stefnumótun varðandi útfærslu á líknameðferð innan heilbrigðiskerfis. Nemendur verða hvattir til að spegla nýja þekkingu við klínískt starf og miðað er við að námskeiðið nýtist vel í klínísku starfi.
Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgun (HJÚ801F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum forystu og búa þá undir hlutverk leiðtoga í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk leiðtoga í klínkík, stjórnun og kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi. Farið er í lykilþætti forystu í heilbrigðisþjónustu staðbundið og í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Áhersla er á forystuhlutverk heilbrigðisstarfsmanna innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvæði.
Sérhæfð fjölskylduhjúkrun (HJÚ0ADF)
Námskeiðinu er ætlað að gefa hjúkrunarfræðingum sem og öðrum fagaðilum tækifæri á að auka hæfni sína í að meta og útfæra hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar nálgunar. Stuðst verður við hugmyndafræði Calgary og fjölskyldukenningar sem hún byggir á. Auk þess verður áhersla lögð á að þróa klíníska færni fagaðila í að sinna einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem fást við ýmsa sjúkdóma, raskanir og eða áföll. Í ljósi þess verður sérstök áhersla á, að vinna með aðlögun, tengsl, bjargráð, virkni, tilfinningar, hegðun, samskipti, færni, álag og viðhorf fjölskyldumeðlima.
Samskiptakenningar og hugmyndafræði Wright og Bell (2009) og Wright og Leahey (2019) um breytt tengsl fjölskyldumeðlima vegna langvinnra eða bráðra sjúkdóma og eða áfalla og hugmyndafræði um samvinnu við fjölskyldur á klínískum vettvangi er meðal þess efnis sem farið verður yfir. Megin áhersla á námskeiðinu er á gagnreynda starfshætti fjölskyldumiðaðrar þjónustu og á þróun meðferðarsamræðna við fjölskyldur. Unnið er meðal annars með áhrif viðhorfs fjölskyldumeðlima, viðhorf fagaðila og samspil þeirra á milli. Ítarleg umfjöllun verður um undirbúning og framkvæmd fjölskylduviðtala sem meðferðarform og þróun styrkleikamiðaðrar meðferðar fyrir fjölskyldur.
Námskeiðinu er ætlað að gefa nemendum tækifæri á að þróa eigin færni í að aðstoða fjölskyldur við aðlögun og/eða takast á við alvarleg veikindi, röskun og áföll og á þann hátt að virkja og styrkja fjölskyldur í eigin eflingu. Sérstök áhersla verður lögð á einstaklingsbundna þjálfun þar sem nemendur fá persónulega leiðbeiningu um framkvæmd og aðferðir meðferðarsamræðna við fjölskyldumeðlimi.
Námsmat er í formi einstaklingsverkefna og hópverkefna en þar sem um próflausan áfanga er að ræða er gerð krafa um 80% mætingu á námskeiðið.
Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.
Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.
Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.
Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum (HJÚ0AFF)
Þetta námskeið kynnir hugtök og þekkingu á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.
Námskeiðið verður bæði lotu- og staðnám.
Stjórnun í heilbrigðisþjónustu (HJÚ259F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum stjórnunar og búa þá undir hlutverk stjórnenda í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk stjórnenda, mannauðsstjórnun, teymisvinnu, vinnuumhverfi, þjónustu við sjúklinga, gæði og öryggi. Leitast er við að taka fyrir hagnýt viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi í nútíð og framtíð og þannig efla fræðilega og hagnýta hæfni nemandans.
Sérhæfð geðhjúkrun - Lesnámskeið (HJÚ0ABF)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemandanum fræðilega og klíníska færni í aðferðum sem beitt er í sérhæfðri geðhjúkrun og sálfélagslegri meðferð, sem og fræðilega þekkingu er varðar þær kenningar og rannsóknir sem liggja til grundvallar meðferð geðrænna vandamála og áhættuþátta.
Námskeiðið skiptist í klíníska fræðilega þjálfun og fræðilegt nám með sjálfstæðum vinnubrögðum og skoðun kenninga og fræðilegra forsenda íhlutana.
Áhersla verður lögð á að tengja rannsóknir og kenningar við íhlutanir og skoða árangur þeirra. Einnig gefst nemendum kostur á að veita íhlutun á klínískum vettvangi og skoða, með markvissum hætti, árangur hennar.
Leiðsögn fer fram í umræðutímum þar sem nemendur hafa sjálfstætt framlag og taka virkan þátt í faglegum umræðum.
Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - Lesnámskeið (HJÚ0AJF)
Námskeið miðar að því að dýpka þekkingu þátttakenda á aðstæðum barna og þáttum sem hafa áhrif á heilsu þeirra og veikindi í samhengi samfélags og fjölskyldunnar.
Meginþemu námskeiðsins verða:
- Hugmyndafræði;
- Lýðheilsa og heilsuefling
- Viðbrögð við bráðum veikindum
- Viðbrögð við langvinnum veikindum
- Hlutverk heilbrigðiskerfisins og hjúkrunar í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
Námskeiðið veitir kennslu í sérhæfðum aðferðum við greiningu hjúkrunarviðfangsefna hjá börnum og foreldrum og hjúkrunarmeðferð þeim tengdri, s.s. vegna sársauka, líkamlegs og andlegs álags og röskunar, röskunar á sjálfsáliti, skynjunar og skilnings á aðstæðum, röskunar í líkamskerfum, háska, þarfa foreldra ofl. Nemandi fær innsýn í eðli sértækra fyrirbæra í barnahjúkrun í samhengi við klínísk viðfangsefni innan sem utan stofnana. Nemandi lærir aðferðir til að greina á milli algengra eiginleika barna og foreldra og þeirra birtingarforma sem teljast til frávika í samhengi aldurs og þroska barna, aðstæðna og þarfa og bjargráða foreldra. Sérstök áhersla er lögð á samskipta- og tjáskiptaaðferðir og samvinnu við börn og foreldra.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Bráðahjúkrun - mat og meðferð (HJÚ271F)
Tilgangur þessa námskeiðs er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á orsökum bráðra og alvarlegra sjúkdóma og færni í mati og meðferð mikið veikra sjúklinga. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um bráð vandamál tengd smitsjúkdómum, eitrunum og fjöláverkum, mat á bráðveikum, endurlífgun, öndunarbilun, bráð vandamál i miðtaugakerfi, nýrnavandamál, vökva- og elektrólýtatruflanir, sýklasótt og lost. Lögð er áhersla á að kenna nemendum mat á alvarlegu ástandi sjúklinga og fyrstu viðbrögð við því. Í þeim tilgangi verður sérstök áhersla á klínískar leiðbeiningar og verkferla, gagnreynda klíníska þekkingu, þjálfun í færni og eflingu hæfni nemenda í bráðum aðstæðum.
Verklag í vísindum (LÝÐ202F)
Námskeiðið veitir hagnýta leiðsögn við undirbúning rannsóknar. Heimildaöflun, tilgátuþróun og gerð yfirlitsgreinar (systematic critical review) á fræðasviði fyrirhugaðaðrar rannsóknar. Nemendur fá einnig þjálfun í að vinna rannsóknaráætlun og kynna hana.
Námskeiðið er ætlað nemendum á meistara- eða doktorsstigi sem hafa valið sér svið/rannsóknarspurningu lokaverkefnis.
Líknarmeðferð (HJÚ263F)
Viðfangsefni námskeiðsins er líknarmeðferð þar sem megin áhersla er á lífsgæði sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra, meðferð og umönnun við lífslok sem stuðlar að jákvæðri upplifun af lífslokum.
Umfjöllun verður um líknarmeðferð bæði sem hugmyndafræði og meðferð. Fjallað verður um líknarmeðferð fyrir mismunandi sjúklingahópa og lögð verður áhersla á mat og meðferð helstu einkenna, sálfélagslegan stuðning við sjúkling og fjölskyldu, tjáskipti og samskipti, siðfræðileg álitamál, sorg og sorgarúrvinnslu.
Áhersla verður lögð á grundvallarþætti líknarmeðferðar og útfærslu þeirra í klínísku starfi og farið verður yfir nýjustu stefnumótun varðandi útfærslu á líknameðferð innan heilbrigðiskerfis. Nemendur verða hvattir til að spegla nýja þekkingu við klínískt starf og miðað er við að námskeiðið nýtist vel í klínísku starfi.
Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur. Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða. Meðal hugtaka sem farið verður yfir:
- Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
- Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
- Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
- Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
- Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
- Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
- Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
- Haust
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga
- Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði
- Hagnýt tölfræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Klínísk lífeðlis- og meinafræði
- Hagnýting megindlegrar aðferðafræði
- Eigindleg aðferðafræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (HJÚ143F)
Í námskeiðinu verður rætt um hugmyndir og hugtök sem hafa mótað skilning ólíkra samfélaga á heilbrigðisþjónustu og hjúkrun. Áhrifamiklar hugmyndir í hjúkrunarfræði verða kynntar og ræddar og leitast verður við að varpa ljósi á það hvernig skilningur á eðli hjúkrunar mótaðist og breyttist á tuttugustu öldinni. Einnig verður fjallað um þekkingu í hjúkrun og þróun hennar. Stefnur í þekkingarþróun verða kynntar og leitast verður við að benda á styrkleika og veikleika þeirra. Farið verður yfir aðferðir við að greina og meta fræðilegan texta og nemendur fá tækifæri til að beita þeim í umfjöllun um rannsóknir. Sérstök áhersla verður lögð á að greina hugtök og kenningar sem höfundar byggja á í rannsóknum sínum og hið fræðilega samhengi sem mótar þau verður skoðað.
Lágmarksfjöldi nemenda: 15.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Í hverri lotu fara fram fyrirlestrar, hópvinna og kynningar á hóp- og einstaklingsverkefnum.
Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.
Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.
Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.
Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.
Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna.
Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).
Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar.
Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.
Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)
Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.
Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.
Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.
Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Hjúkrun á sérsviði I
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Hjúkrun á sérsviði I (HJÚ158F)
Í námskeiðinu er fjallað um hlutverk og hugmyndafræðilegan grunn sérfræðihjúkrunar. Nemendur fá innsýn í hvað einkennir sérfræðihjúkrun: klínísk störf, kennslu og fræðslu, ráðgjöf, leiðtogahlutverk, upplýsingatækni og nýtingu gagna og rannsókna-, gæða- og umbótastörf. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í notkun sérhæfðra klínískra aðferða við upplýsingaöflun og mat á líkamlegu og andlegu ástandi sjúklinga.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður í lotum samkvæmt skipulagi meistaranáms í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild. Hluti námskeiðsins er klínískur og er sá hluti skipulagður í samráði við umsjónarkennara.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu (HJÚ269F)
Nemendur tileinka sér þekkingu um hjúkrun sem starfsmiðaða fræðigrein og beita henni við útfærslur á gagnreyndum meðferðarheildum/meðferðum/þjónustuformum sem mæta flóknum og sértækum þörfum skjólstæðinga.
Nemendur þjálfa ákvarðanatöku, framkvæmd og mat á meðferðarheildum (practice/service) og sértækum hjúkrunarmeðferðarformum (interventions) fyrir tiltekinn skjólstæðingahóp.
Nemendur skoða áherslur í forvörnum á eigin sérsviði og samþætta við fyrirhugað sérsvið.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsueflingV
- Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytingaV
- Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdómaVE
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðingaV
- Gjörgæsluhjúkrun IVE
- Vor
- Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgunV
- Sérhæfð fjölskylduhjúkrunV
- Forysta í heilbrigðisþjónustuVE
- Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindumV
- Stjórnun í heilbrigðisþjónustuV
- Sérhæfð geðhjúkrun - LesnámskeiðV
- Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - LesnámskeiðV
- Klínísk lífeðlis- og meinafræðiV
- Bráðahjúkrun - mat og meðferðV
- Verklag í vísindumV
- Óháð misseri
- LíknarmeðferðV
- Rekstur og heilbrigðisþjónustaV
Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsuefling (LÝÐ104F)
Stærstu áhættuþættir ótímabærra dauðsfalla svo sem hár blóðþrýstingur, tóbaksnotkun, yfirþyngd og hreyfingarleysi valda um 22 milljónum dauðsfalla árlega á heimsvísu. Bæta mætti allt að 5 árum við meðalaldur jarðarbúa með því að draga hóflega úr algengi átta algengstu áhættuþáttanna. Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir þetta viðfangsefni og skiptast áherslur í nokkra meginþætti:
1. Áhrifavaldar heilbrigðis: Hvaða þættir hafa mest áhrif á heilsu og heilbrigði?
2. Aðferðafræði:
a) Hvernig skipuleggjum við forvarnar- og heilsueflingarverkefni?
b) Hvar er hagkvæmast að byrja? Hagfræðileg greining á inngripum.
c) Hvernig höfum við jákvæð áhrif á atferli einstaklinga? Líkön í atferlisfræði, áhugahvetjandi samtöl, atferlishagfræði, samskiptafræði og félagsleg markaðsfærsla.
d) Hvernig höfum við áhrif á ,,kerfið”? Hagsmunagæsla (lobbyismi), bréfaskrif til þingmanna, umfjöllun í fjölmiðlum.
3. Nánari umfjöllun um helstu viðfangsefni: háþrýsingur, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdomar, næring og mataræði, ofþyngd og offita, hreyfing, tóbaksvarnir, krabbamein, áfengi og vímuefni, slysavarnir, umhverfi og atvinna, geðrækt og sjálfsvígsforvarnir, kynheilbrigði og sjálfsmynd, sértækar lausnir fyrir börn og unglinga.
Framsetning: Fyrirlestrar umsjónarkennara og valinna gestafyrirlesara sem eru meðal fremstu sérfræðinga þjóðarinnar á sínu sviði. Lagt verður upp úr umræðum, virkni og þátttöku nemenda í tímum. Einnig vinna nemendur hópverkefni þar sem þeir kynna sér til hlítar valinn áhættuþátt og gefa tillögur að úrbótum.
Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytinga (HJÚ169F)
Megintilgangur námskeiðsins er að kynna fræðilega undirstöðu og klínískar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem gagnast einstaklingum og hópum sem standa frammi fyrir krefjandi lífsbreytingum t.d. tengt veikindum, áhættuþáttum geðheilbrigðis, streitu, þroskaverkefnum og aðstæðum. Sérstaklega verður tekið mið af kenningum Meleis o.fl. um lífsbreytingar og hugrænni atferlismeðferð samkvæmt Aaron Beck. Leitast verður við að nemendur skoði sína eigin faglegu og, eftir atvikum, persónulegu reynslu og úrvinnslu lífsbreytinga samkvæmt ofangreindri lífsbreytingakenningu. Lögð verður áhersla á virkni nemenda og samvinnu þar sem unnið verður ýmist með eigin reynslu, tilbúin dæmi eða skjólstæðing(a). Miðað er við að nemendur hljóti grunnþjálfun í að beita aðferðum sem byggja á hugrænni atferlismeðferð til að fást við atferli og vanlíðan s.s. streitu, kvíða og þunglyndi með stuttum og markvissum inngripum. Unnið verður sérstaklega með einstaklingshæft mat samkvæmt aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar meðal annars til að greina áhrif lífsbreytinga á einstaklinga sem og gagnreyndar aðferðir til íhlutunar. Notkun hugsanaskráa og markviss athafnavirkjun samkvæmt hugrænni atferlismeðferð verður kynnt og æfð í færnibúðum og í vinnu með skjóstæðingi/skjólstæðingum . Einnig verða ræddar aðferðir til að takast á við líkamleg einkenni vanlíðunar samkvæmt bestu þekkingu s.s. með hreyfingu, núvitund og öndunaræfingum. Kennsla fer fram í fjórum til sex lotum. Sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar verða gestakennarar í námskeiðinu.
Námsmat fer fram með einstaklingsverkefnum og gerð er krafa um 80% mætingar í námskeiðinu
Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdóma (HJÚ0AVF)
Í námskeiðinu er fjallað um forvarnir hjá fólki með langvinna sjúkdóma s.s. krabbamein, lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, hjarta – og æðasjúkdóma o.fl. í samræmi við heilbrigðisstefnu Íslands.
Áhersla er á 2. og 3. stigs forvarnir hjá þeim hópum. Stuttlega er fjallað um faraldsfræði algengra langvinnra sjúkdóma, áhættuþætti og tengsl við 1., 2. og 3. stigs forvarnir.
Hugtök og kenningar tengdar forvörnum verða kynntar og rætt um árangursríkar, gagnreyndar aðferðir til sjálfsumönnunar. Hluti námskeiðsins lýtur sérstaklega að reykleysismeðferð. Verkefni í námskeiðinu taka mið af áhugasviði/sérsviði nemenda.
Námskeiðið er kennt í lotum samkvæmt skipulagi Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar á seinni hluta misseris. Gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist um miðjan október.
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Gjörgæsluhjúkrun I (HJÚ160F)
Námskeiðið veitir nemendum yfirsýn yfir grunnþætti gjörgæsluhjúkrunar með áherslu á þróun þekkingarfræðilegs grunns í gjörgæsluhjúkrun. Megin atriði er að nemendur þekki meðferð sem styður útkomu gjörgæslusjúklinga. Áhersla er á hjúkrunarmeðferð klínískt flókinna sjúklinga.Verkefni sem unnin eru í námskeiðinu skulu stuðla sem mest að markvissri þekkingarþróun nemanda á eigin sérsviði og samkvæmt verkefnalýsingum námskeiðsins.
Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgun (HJÚ801F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum forystu og búa þá undir hlutverk leiðtoga í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk leiðtoga í klínkík, stjórnun og kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi. Farið er í lykilþætti forystu í heilbrigðisþjónustu staðbundið og í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Áhersla er á forystuhlutverk heilbrigðisstarfsmanna innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvæði.
Sérhæfð fjölskylduhjúkrun (HJÚ0ADF)
Námskeiðinu er ætlað að gefa hjúkrunarfræðingum sem og öðrum fagaðilum tækifæri á að auka hæfni sína í að meta og útfæra hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar nálgunar. Stuðst verður við hugmyndafræði Calgary og fjölskyldukenningar sem hún byggir á. Auk þess verður áhersla lögð á að þróa klíníska færni fagaðila í að sinna einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem fást við ýmsa sjúkdóma, raskanir og eða áföll. Í ljósi þess verður sérstök áhersla á, að vinna með aðlögun, tengsl, bjargráð, virkni, tilfinningar, hegðun, samskipti, færni, álag og viðhorf fjölskyldumeðlima.
Samskiptakenningar og hugmyndafræði Wright og Bell (2009) og Wright og Leahey (2019) um breytt tengsl fjölskyldumeðlima vegna langvinnra eða bráðra sjúkdóma og eða áfalla og hugmyndafræði um samvinnu við fjölskyldur á klínískum vettvangi er meðal þess efnis sem farið verður yfir. Megin áhersla á námskeiðinu er á gagnreynda starfshætti fjölskyldumiðaðrar þjónustu og á þróun meðferðarsamræðna við fjölskyldur. Unnið er meðal annars með áhrif viðhorfs fjölskyldumeðlima, viðhorf fagaðila og samspil þeirra á milli. Ítarleg umfjöllun verður um undirbúning og framkvæmd fjölskylduviðtala sem meðferðarform og þróun styrkleikamiðaðrar meðferðar fyrir fjölskyldur.
Námskeiðinu er ætlað að gefa nemendum tækifæri á að þróa eigin færni í að aðstoða fjölskyldur við aðlögun og/eða takast á við alvarleg veikindi, röskun og áföll og á þann hátt að virkja og styrkja fjölskyldur í eigin eflingu. Sérstök áhersla verður lögð á einstaklingsbundna þjálfun þar sem nemendur fá persónulega leiðbeiningu um framkvæmd og aðferðir meðferðarsamræðna við fjölskyldumeðlimi.
Námsmat er í formi einstaklingsverkefna og hópverkefna en þar sem um próflausan áfanga er að ræða er gerð krafa um 80% mætingu á námskeiðið.
Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.
Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.
Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.
Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum (HJÚ0AFF)
Þetta námskeið kynnir hugtök og þekkingu á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.
Námskeiðið verður bæði lotu- og staðnám.
Stjórnun í heilbrigðisþjónustu (HJÚ259F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum stjórnunar og búa þá undir hlutverk stjórnenda í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk stjórnenda, mannauðsstjórnun, teymisvinnu, vinnuumhverfi, þjónustu við sjúklinga, gæði og öryggi. Leitast er við að taka fyrir hagnýt viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi í nútíð og framtíð og þannig efla fræðilega og hagnýta hæfni nemandans.
Sérhæfð geðhjúkrun - Lesnámskeið (HJÚ0ABF)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemandanum fræðilega og klíníska færni í aðferðum sem beitt er í sérhæfðri geðhjúkrun og sálfélagslegri meðferð, sem og fræðilega þekkingu er varðar þær kenningar og rannsóknir sem liggja til grundvallar meðferð geðrænna vandamála og áhættuþátta.
Námskeiðið skiptist í klíníska fræðilega þjálfun og fræðilegt nám með sjálfstæðum vinnubrögðum og skoðun kenninga og fræðilegra forsenda íhlutana.
Áhersla verður lögð á að tengja rannsóknir og kenningar við íhlutanir og skoða árangur þeirra. Einnig gefst nemendum kostur á að veita íhlutun á klínískum vettvangi og skoða, með markvissum hætti, árangur hennar.
Leiðsögn fer fram í umræðutímum þar sem nemendur hafa sjálfstætt framlag og taka virkan þátt í faglegum umræðum.
Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - Lesnámskeið (HJÚ0AJF)
Námskeið miðar að því að dýpka þekkingu þátttakenda á aðstæðum barna og þáttum sem hafa áhrif á heilsu þeirra og veikindi í samhengi samfélags og fjölskyldunnar.
Meginþemu námskeiðsins verða:
- Hugmyndafræði;
- Lýðheilsa og heilsuefling
- Viðbrögð við bráðum veikindum
- Viðbrögð við langvinnum veikindum
- Hlutverk heilbrigðiskerfisins og hjúkrunar í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
Námskeiðið veitir kennslu í sérhæfðum aðferðum við greiningu hjúkrunarviðfangsefna hjá börnum og foreldrum og hjúkrunarmeðferð þeim tengdri, s.s. vegna sársauka, líkamlegs og andlegs álags og röskunar, röskunar á sjálfsáliti, skynjunar og skilnings á aðstæðum, röskunar í líkamskerfum, háska, þarfa foreldra ofl. Nemandi fær innsýn í eðli sértækra fyrirbæra í barnahjúkrun í samhengi við klínísk viðfangsefni innan sem utan stofnana. Nemandi lærir aðferðir til að greina á milli algengra eiginleika barna og foreldra og þeirra birtingarforma sem teljast til frávika í samhengi aldurs og þroska barna, aðstæðna og þarfa og bjargráða foreldra. Sérstök áhersla er lögð á samskipta- og tjáskiptaaðferðir og samvinnu við börn og foreldra.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Bráðahjúkrun - mat og meðferð (HJÚ271F)
Tilgangur þessa námskeiðs er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á orsökum bráðra og alvarlegra sjúkdóma og færni í mati og meðferð mikið veikra sjúklinga. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um bráð vandamál tengd smitsjúkdómum, eitrunum og fjöláverkum, mat á bráðveikum, endurlífgun, öndunarbilun, bráð vandamál i miðtaugakerfi, nýrnavandamál, vökva- og elektrólýtatruflanir, sýklasótt og lost. Lögð er áhersla á að kenna nemendum mat á alvarlegu ástandi sjúklinga og fyrstu viðbrögð við því. Í þeim tilgangi verður sérstök áhersla á klínískar leiðbeiningar og verkferla, gagnreynda klíníska þekkingu, þjálfun í færni og eflingu hæfni nemenda í bráðum aðstæðum.
Verklag í vísindum (LÝÐ202F)
Námskeiðið veitir hagnýta leiðsögn við undirbúning rannsóknar. Heimildaöflun, tilgátuþróun og gerð yfirlitsgreinar (systematic critical review) á fræðasviði fyrirhugaðaðrar rannsóknar. Nemendur fá einnig þjálfun í að vinna rannsóknaráætlun og kynna hana.
Námskeiðið er ætlað nemendum á meistara- eða doktorsstigi sem hafa valið sér svið/rannsóknarspurningu lokaverkefnis.
Líknarmeðferð (HJÚ263F)
Viðfangsefni námskeiðsins er líknarmeðferð þar sem megin áhersla er á lífsgæði sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra, meðferð og umönnun við lífslok sem stuðlar að jákvæðri upplifun af lífslokum.
Umfjöllun verður um líknarmeðferð bæði sem hugmyndafræði og meðferð. Fjallað verður um líknarmeðferð fyrir mismunandi sjúklingahópa og lögð verður áhersla á mat og meðferð helstu einkenna, sálfélagslegan stuðning við sjúkling og fjölskyldu, tjáskipti og samskipti, siðfræðileg álitamál, sorg og sorgarúrvinnslu.
Áhersla verður lögð á grundvallarþætti líknarmeðferðar og útfærslu þeirra í klínísku starfi og farið verður yfir nýjustu stefnumótun varðandi útfærslu á líknameðferð innan heilbrigðiskerfis. Nemendur verða hvattir til að spegla nýja þekkingu við klínískt starf og miðað er við að námskeiðið nýtist vel í klínísku starfi.
Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur. Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða. Meðal hugtaka sem farið verður yfir:
- Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
- Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
- Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
- Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
- Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
- Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
- Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
- Haust
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga
- Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði
- Hagnýt tölfræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Klínísk lífeðlis- og meinafræði
- Hagnýting megindlegrar aðferðafræði
- Eigindleg aðferðafræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (HJÚ143F)
Í námskeiðinu verður rætt um hugmyndir og hugtök sem hafa mótað skilning ólíkra samfélaga á heilbrigðisþjónustu og hjúkrun. Áhrifamiklar hugmyndir í hjúkrunarfræði verða kynntar og ræddar og leitast verður við að varpa ljósi á það hvernig skilningur á eðli hjúkrunar mótaðist og breyttist á tuttugustu öldinni. Einnig verður fjallað um þekkingu í hjúkrun og þróun hennar. Stefnur í þekkingarþróun verða kynntar og leitast verður við að benda á styrkleika og veikleika þeirra. Farið verður yfir aðferðir við að greina og meta fræðilegan texta og nemendur fá tækifæri til að beita þeim í umfjöllun um rannsóknir. Sérstök áhersla verður lögð á að greina hugtök og kenningar sem höfundar byggja á í rannsóknum sínum og hið fræðilega samhengi sem mótar þau verður skoðað.
Lágmarksfjöldi nemenda: 15.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Í hverri lotu fara fram fyrirlestrar, hópvinna og kynningar á hóp- og einstaklingsverkefnum.
Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.
Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.
Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.
Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.
Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna.
Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).
Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar.
Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.
Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)
Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.
Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.
Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.
Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Hjúkrun á sérsviði I
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Hjúkrun á sérsviði I (HJÚ158F)
Í námskeiðinu er fjallað um hlutverk og hugmyndafræðilegan grunn sérfræðihjúkrunar. Nemendur fá innsýn í hvað einkennir sérfræðihjúkrun: klínísk störf, kennslu og fræðslu, ráðgjöf, leiðtogahlutverk, upplýsingatækni og nýtingu gagna og rannsókna-, gæða- og umbótastörf. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í notkun sérhæfðra klínískra aðferða við upplýsingaöflun og mat á líkamlegu og andlegu ástandi sjúklinga.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður í lotum samkvæmt skipulagi meistaranáms í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild. Hluti námskeiðsins er klínískur og er sá hluti skipulagður í samráði við umsjónarkennara.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu (HJÚ269F)
Nemendur tileinka sér þekkingu um hjúkrun sem starfsmiðaða fræðigrein og beita henni við útfærslur á gagnreyndum meðferðarheildum/meðferðum/þjónustuformum sem mæta flóknum og sértækum þörfum skjólstæðinga.
Nemendur þjálfa ákvarðanatöku, framkvæmd og mat á meðferðarheildum (practice/service) og sértækum hjúkrunarmeðferðarformum (interventions) fyrir tiltekinn skjólstæðingahóp.
Nemendur skoða áherslur í forvörnum á eigin sérsviði og samþætta við fyrirhugað sérsvið.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsueflingV
- Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytingaV
- Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdómaVE
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðingaV
- Gjörgæsluhjúkrun IVE
- Vor
- Áhrifaþættir öldrunar: Umhverfi, félagstengsl og heilsufarV
- Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgunV
- Sérhæfð fjölskylduhjúkrunV
- Forysta í heilbrigðisþjónustuVE
- Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindumV
- Stjórnun í heilbrigðisþjónustuV
- Sérhæfð geðhjúkrun - LesnámskeiðV
- Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - LesnámskeiðV
- Klínísk lífeðlis- og meinafræðiV
- Bráðahjúkrun - mat og meðferðV
- Verklag í vísindumV
- Óháð misseri
- LíknarmeðferðV
- Rekstur og heilbrigðisþjónustaV
Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsuefling (LÝÐ104F)
Stærstu áhættuþættir ótímabærra dauðsfalla svo sem hár blóðþrýstingur, tóbaksnotkun, yfirþyngd og hreyfingarleysi valda um 22 milljónum dauðsfalla árlega á heimsvísu. Bæta mætti allt að 5 árum við meðalaldur jarðarbúa með því að draga hóflega úr algengi átta algengstu áhættuþáttanna. Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir þetta viðfangsefni og skiptast áherslur í nokkra meginþætti:
1. Áhrifavaldar heilbrigðis: Hvaða þættir hafa mest áhrif á heilsu og heilbrigði?
2. Aðferðafræði:
a) Hvernig skipuleggjum við forvarnar- og heilsueflingarverkefni?
b) Hvar er hagkvæmast að byrja? Hagfræðileg greining á inngripum.
c) Hvernig höfum við jákvæð áhrif á atferli einstaklinga? Líkön í atferlisfræði, áhugahvetjandi samtöl, atferlishagfræði, samskiptafræði og félagsleg markaðsfærsla.
d) Hvernig höfum við áhrif á ,,kerfið”? Hagsmunagæsla (lobbyismi), bréfaskrif til þingmanna, umfjöllun í fjölmiðlum.
3. Nánari umfjöllun um helstu viðfangsefni: háþrýsingur, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdomar, næring og mataræði, ofþyngd og offita, hreyfing, tóbaksvarnir, krabbamein, áfengi og vímuefni, slysavarnir, umhverfi og atvinna, geðrækt og sjálfsvígsforvarnir, kynheilbrigði og sjálfsmynd, sértækar lausnir fyrir börn og unglinga.
Framsetning: Fyrirlestrar umsjónarkennara og valinna gestafyrirlesara sem eru meðal fremstu sérfræðinga þjóðarinnar á sínu sviði. Lagt verður upp úr umræðum, virkni og þátttöku nemenda í tímum. Einnig vinna nemendur hópverkefni þar sem þeir kynna sér til hlítar valinn áhættuþátt og gefa tillögur að úrbótum.
Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytinga (HJÚ169F)
Megintilgangur námskeiðsins er að kynna fræðilega undirstöðu og klínískar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem gagnast einstaklingum og hópum sem standa frammi fyrir krefjandi lífsbreytingum t.d. tengt veikindum, áhættuþáttum geðheilbrigðis, streitu, þroskaverkefnum og aðstæðum. Sérstaklega verður tekið mið af kenningum Meleis o.fl. um lífsbreytingar og hugrænni atferlismeðferð samkvæmt Aaron Beck. Leitast verður við að nemendur skoði sína eigin faglegu og, eftir atvikum, persónulegu reynslu og úrvinnslu lífsbreytinga samkvæmt ofangreindri lífsbreytingakenningu. Lögð verður áhersla á virkni nemenda og samvinnu þar sem unnið verður ýmist með eigin reynslu, tilbúin dæmi eða skjólstæðing(a). Miðað er við að nemendur hljóti grunnþjálfun í að beita aðferðum sem byggja á hugrænni atferlismeðferð til að fást við atferli og vanlíðan s.s. streitu, kvíða og þunglyndi með stuttum og markvissum inngripum. Unnið verður sérstaklega með einstaklingshæft mat samkvæmt aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar meðal annars til að greina áhrif lífsbreytinga á einstaklinga sem og gagnreyndar aðferðir til íhlutunar. Notkun hugsanaskráa og markviss athafnavirkjun samkvæmt hugrænni atferlismeðferð verður kynnt og æfð í færnibúðum og í vinnu með skjóstæðingi/skjólstæðingum . Einnig verða ræddar aðferðir til að takast á við líkamleg einkenni vanlíðunar samkvæmt bestu þekkingu s.s. með hreyfingu, núvitund og öndunaræfingum. Kennsla fer fram í fjórum til sex lotum. Sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar verða gestakennarar í námskeiðinu.
Námsmat fer fram með einstaklingsverkefnum og gerð er krafa um 80% mætingar í námskeiðinu
Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdóma (HJÚ0AVF)
Í námskeiðinu er fjallað um forvarnir hjá fólki með langvinna sjúkdóma s.s. krabbamein, lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, hjarta – og æðasjúkdóma o.fl. í samræmi við heilbrigðisstefnu Íslands.
Áhersla er á 2. og 3. stigs forvarnir hjá þeim hópum. Stuttlega er fjallað um faraldsfræði algengra langvinnra sjúkdóma, áhættuþætti og tengsl við 1., 2. og 3. stigs forvarnir.
Hugtök og kenningar tengdar forvörnum verða kynntar og rætt um árangursríkar, gagnreyndar aðferðir til sjálfsumönnunar. Hluti námskeiðsins lýtur sérstaklega að reykleysismeðferð. Verkefni í námskeiðinu taka mið af áhugasviði/sérsviði nemenda.
Námskeiðið er kennt í lotum samkvæmt skipulagi Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar á seinni hluta misseris. Gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist um miðjan október.
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Gjörgæsluhjúkrun I (HJÚ160F)
Námskeiðið veitir nemendum yfirsýn yfir grunnþætti gjörgæsluhjúkrunar með áherslu á þróun þekkingarfræðilegs grunns í gjörgæsluhjúkrun. Megin atriði er að nemendur þekki meðferð sem styður útkomu gjörgæslusjúklinga. Áhersla er á hjúkrunarmeðferð klínískt flókinna sjúklinga.Verkefni sem unnin eru í námskeiðinu skulu stuðla sem mest að markvissri þekkingarþróun nemanda á eigin sérsviði og samkvæmt verkefnalýsingum námskeiðsins.
Áhrifaþættir öldrunar: Umhverfi, félagstengsl og heilsufar (ÖLD201F)
Markmið námskeiðsins er að dýpka þekkingu þátttakenda í öldrunarfræðum (gerontology) og öldrunarlækningum (geriatri). Fjallað verður um það hvernig umhverfi, félagsleg tengsl og heilsufar hafa áhrif á vellíðan aldraðra. Rætt verður um þjónustu við aldraða almennt og einnig hópa aldraðra með sérþarfir. Mismunandi kenningar öldrunarfræða verða til umræðu og hvernig þær hafa áhrif á viðhorf og þjónustu við aldraðra. Rannsóknir innlendar og erlendar á sviðinu verða kynntar svo og rannsóknaraðferðir öldrunarfræðinnar. Fjallað verður um teymisvinnu í öldrunarþjónustu og áhersla lögð á að kynna starfsaðferðir mismunandi starfsstétta sem vinna að málefnum aldraðra.
Námskeiðið er kennt í staðlotum og fyrirlestrum. Mætingaskylda er í staðlotur.
Gestafyrirlesarar á sérsviðum öldrunarfræða og öldrunarlækninga.
Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgun (HJÚ801F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum forystu og búa þá undir hlutverk leiðtoga í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk leiðtoga í klínkík, stjórnun og kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi. Farið er í lykilþætti forystu í heilbrigðisþjónustu staðbundið og í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Áhersla er á forystuhlutverk heilbrigðisstarfsmanna innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvæði.
Sérhæfð fjölskylduhjúkrun (HJÚ0ADF)
Námskeiðinu er ætlað að gefa hjúkrunarfræðingum sem og öðrum fagaðilum tækifæri á að auka hæfni sína í að meta og útfæra hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar nálgunar. Stuðst verður við hugmyndafræði Calgary og fjölskyldukenningar sem hún byggir á. Auk þess verður áhersla lögð á að þróa klíníska færni fagaðila í að sinna einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem fást við ýmsa sjúkdóma, raskanir og eða áföll. Í ljósi þess verður sérstök áhersla á, að vinna með aðlögun, tengsl, bjargráð, virkni, tilfinningar, hegðun, samskipti, færni, álag og viðhorf fjölskyldumeðlima.
Samskiptakenningar og hugmyndafræði Wright og Bell (2009) og Wright og Leahey (2019) um breytt tengsl fjölskyldumeðlima vegna langvinnra eða bráðra sjúkdóma og eða áfalla og hugmyndafræði um samvinnu við fjölskyldur á klínískum vettvangi er meðal þess efnis sem farið verður yfir. Megin áhersla á námskeiðinu er á gagnreynda starfshætti fjölskyldumiðaðrar þjónustu og á þróun meðferðarsamræðna við fjölskyldur. Unnið er meðal annars með áhrif viðhorfs fjölskyldumeðlima, viðhorf fagaðila og samspil þeirra á milli. Ítarleg umfjöllun verður um undirbúning og framkvæmd fjölskylduviðtala sem meðferðarform og þróun styrkleikamiðaðrar meðferðar fyrir fjölskyldur.
Námskeiðinu er ætlað að gefa nemendum tækifæri á að þróa eigin færni í að aðstoða fjölskyldur við aðlögun og/eða takast á við alvarleg veikindi, röskun og áföll og á þann hátt að virkja og styrkja fjölskyldur í eigin eflingu. Sérstök áhersla verður lögð á einstaklingsbundna þjálfun þar sem nemendur fá persónulega leiðbeiningu um framkvæmd og aðferðir meðferðarsamræðna við fjölskyldumeðlimi.
Námsmat er í formi einstaklingsverkefna og hópverkefna en þar sem um próflausan áfanga er að ræða er gerð krafa um 80% mætingu á námskeiðið.
Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.
Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.
Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.
Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum (HJÚ0AFF)
Þetta námskeið kynnir hugtök og þekkingu á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.
Námskeiðið verður bæði lotu- og staðnám.
Stjórnun í heilbrigðisþjónustu (HJÚ259F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum stjórnunar og búa þá undir hlutverk stjórnenda í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk stjórnenda, mannauðsstjórnun, teymisvinnu, vinnuumhverfi, þjónustu við sjúklinga, gæði og öryggi. Leitast er við að taka fyrir hagnýt viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi í nútíð og framtíð og þannig efla fræðilega og hagnýta hæfni nemandans.
Sérhæfð geðhjúkrun - Lesnámskeið (HJÚ0ABF)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemandanum fræðilega og klíníska færni í aðferðum sem beitt er í sérhæfðri geðhjúkrun og sálfélagslegri meðferð, sem og fræðilega þekkingu er varðar þær kenningar og rannsóknir sem liggja til grundvallar meðferð geðrænna vandamála og áhættuþátta.
Námskeiðið skiptist í klíníska fræðilega þjálfun og fræðilegt nám með sjálfstæðum vinnubrögðum og skoðun kenninga og fræðilegra forsenda íhlutana.
Áhersla verður lögð á að tengja rannsóknir og kenningar við íhlutanir og skoða árangur þeirra. Einnig gefst nemendum kostur á að veita íhlutun á klínískum vettvangi og skoða, með markvissum hætti, árangur hennar.
Leiðsögn fer fram í umræðutímum þar sem nemendur hafa sjálfstætt framlag og taka virkan þátt í faglegum umræðum.
Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - Lesnámskeið (HJÚ0AJF)
Námskeið miðar að því að dýpka þekkingu þátttakenda á aðstæðum barna og þáttum sem hafa áhrif á heilsu þeirra og veikindi í samhengi samfélags og fjölskyldunnar.
Meginþemu námskeiðsins verða:
- Hugmyndafræði;
- Lýðheilsa og heilsuefling
- Viðbrögð við bráðum veikindum
- Viðbrögð við langvinnum veikindum
- Hlutverk heilbrigðiskerfisins og hjúkrunar í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
Námskeiðið veitir kennslu í sérhæfðum aðferðum við greiningu hjúkrunarviðfangsefna hjá börnum og foreldrum og hjúkrunarmeðferð þeim tengdri, s.s. vegna sársauka, líkamlegs og andlegs álags og röskunar, röskunar á sjálfsáliti, skynjunar og skilnings á aðstæðum, röskunar í líkamskerfum, háska, þarfa foreldra ofl. Nemandi fær innsýn í eðli sértækra fyrirbæra í barnahjúkrun í samhengi við klínísk viðfangsefni innan sem utan stofnana. Nemandi lærir aðferðir til að greina á milli algengra eiginleika barna og foreldra og þeirra birtingarforma sem teljast til frávika í samhengi aldurs og þroska barna, aðstæðna og þarfa og bjargráða foreldra. Sérstök áhersla er lögð á samskipta- og tjáskiptaaðferðir og samvinnu við börn og foreldra.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Bráðahjúkrun - mat og meðferð (HJÚ271F)
Tilgangur þessa námskeiðs er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á orsökum bráðra og alvarlegra sjúkdóma og færni í mati og meðferð mikið veikra sjúklinga. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um bráð vandamál tengd smitsjúkdómum, eitrunum og fjöláverkum, mat á bráðveikum, endurlífgun, öndunarbilun, bráð vandamál i miðtaugakerfi, nýrnavandamál, vökva- og elektrólýtatruflanir, sýklasótt og lost. Lögð er áhersla á að kenna nemendum mat á alvarlegu ástandi sjúklinga og fyrstu viðbrögð við því. Í þeim tilgangi verður sérstök áhersla á klínískar leiðbeiningar og verkferla, gagnreynda klíníska þekkingu, þjálfun í færni og eflingu hæfni nemenda í bráðum aðstæðum.
Verklag í vísindum (LÝÐ202F)
Námskeiðið veitir hagnýta leiðsögn við undirbúning rannsóknar. Heimildaöflun, tilgátuþróun og gerð yfirlitsgreinar (systematic critical review) á fræðasviði fyrirhugaðaðrar rannsóknar. Nemendur fá einnig þjálfun í að vinna rannsóknaráætlun og kynna hana.
Námskeiðið er ætlað nemendum á meistara- eða doktorsstigi sem hafa valið sér svið/rannsóknarspurningu lokaverkefnis.
Líknarmeðferð (HJÚ263F)
Viðfangsefni námskeiðsins er líknarmeðferð þar sem megin áhersla er á lífsgæði sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra, meðferð og umönnun við lífslok sem stuðlar að jákvæðri upplifun af lífslokum.
Umfjöllun verður um líknarmeðferð bæði sem hugmyndafræði og meðferð. Fjallað verður um líknarmeðferð fyrir mismunandi sjúklingahópa og lögð verður áhersla á mat og meðferð helstu einkenna, sálfélagslegan stuðning við sjúkling og fjölskyldu, tjáskipti og samskipti, siðfræðileg álitamál, sorg og sorgarúrvinnslu.
Áhersla verður lögð á grundvallarþætti líknarmeðferðar og útfærslu þeirra í klínísku starfi og farið verður yfir nýjustu stefnumótun varðandi útfærslu á líknameðferð innan heilbrigðiskerfis. Nemendur verða hvattir til að spegla nýja þekkingu við klínískt starf og miðað er við að námskeiðið nýtist vel í klínísku starfi.
Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur. Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða. Meðal hugtaka sem farið verður yfir:
- Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
- Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
- Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
- Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
- Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
- Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
- Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
- Haust
- Rekstur og heilbrigðisþjónusta
- Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði
- Hagnýt tölfræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Forysta í heilbrigðisþjónustuE
- Stjórnun í heilbrigðisþjónustu
- Hagnýting megindlegrar aðferðafræði
- Eigindleg aðferðafræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur. Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða. Meðal hugtaka sem farið verður yfir:
- Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
- Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
- Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
- Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
- Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
- Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
- Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (HJÚ143F)
Í námskeiðinu verður rætt um hugmyndir og hugtök sem hafa mótað skilning ólíkra samfélaga á heilbrigðisþjónustu og hjúkrun. Áhrifamiklar hugmyndir í hjúkrunarfræði verða kynntar og ræddar og leitast verður við að varpa ljósi á það hvernig skilningur á eðli hjúkrunar mótaðist og breyttist á tuttugustu öldinni. Einnig verður fjallað um þekkingu í hjúkrun og þróun hennar. Stefnur í þekkingarþróun verða kynntar og leitast verður við að benda á styrkleika og veikleika þeirra. Farið verður yfir aðferðir við að greina og meta fræðilegan texta og nemendur fá tækifæri til að beita þeim í umfjöllun um rannsóknir. Sérstök áhersla verður lögð á að greina hugtök og kenningar sem höfundar byggja á í rannsóknum sínum og hið fræðilega samhengi sem mótar þau verður skoðað.
Lágmarksfjöldi nemenda: 15.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Í hverri lotu fara fram fyrirlestrar, hópvinna og kynningar á hóp- og einstaklingsverkefnum.
Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.
Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.
Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.
Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.
Stjórnun í heilbrigðisþjónustu (HJÚ259F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum stjórnunar og búa þá undir hlutverk stjórnenda í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk stjórnenda, mannauðsstjórnun, teymisvinnu, vinnuumhverfi, þjónustu við sjúklinga, gæði og öryggi. Leitast er við að taka fyrir hagnýt viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi í nútíð og framtíð og þannig efla fræðilega og hagnýta hæfni nemandans.
Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.
Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.
Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.
Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna.
Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).
Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar.
Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.
Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)
Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.
Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.
Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.
Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Nám fullorðinna og þróun mannauðsB
- Mannauðsstjórnun ríkis og sveitarfélagaB
- Vellíðan og heilsueflandi þjónandi forystaB
- BreytingastjórnunB
- Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytingaV
- Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdómaVE
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðingaV
- Gjörgæsluhjúkrun IVE
- Vor
- Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur og starfsmenn opinberra stofnanaB
- Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgunV
- Sérhæfð fjölskylduhjúkrunV
- Forysta í heilbrigðisþjónustuVE
- Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindumV
- Stjórnun í heilbrigðisþjónustuV
- Sérhæfð geðhjúkrun - LesnámskeiðV
- Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - LesnámskeiðV
- Klínísk lífeðlis- og meinafræðiV
- Bráðahjúkrun - mat og meðferðV
- Verklag í vísindumV
- Óháð misseri
- LíknarmeðferðV
- Rekstur og heilbrigðisþjónustaV
Nám fullorðinna og þróun mannauðs (NAF003F)
Símenntun, endurmenntun, mannauðsþróun eru hugtök sem æ fleiri þurfa að takast á við vegna vinnu sinnar. Stjórnendur þurfa til dæmis að útbúa símenntunaráætlanir, sérfræðingar þurfa að kenna samstarfsfólki sínu, kennarar koma að foreldrastarfi eða starfsþróun samkennara sinna og svo mætti lengi telja. Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra. Námskeiðið gefur fræðilegan grunn undir allt fræðslustaf með fullorðnum.
Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á rannsóknum og kenningum um nám fullorðinna, og geti nýtt þá þekkingu til að taka rökstuddar ákvarðanir í tengslum við skipulagningu náms fyrir fullorðna og / eða við það hjálpa fullorðnum á annan hátt til að læra, takast á við breytingaferli og þroskast.
Inntak / viðfangsefni
Til að ná þessum yfirmarkmiðum takast nemendur við þrjú aðal viðfangsefni á námskeiðinu:
- Greiningu á hlutverki náms og menntunar fullorðinna í ljósi þróunar samfélagsins, rannsókn á því hvernig stofnanir samfélagsins hafa brugðist við - einkum hvað varðar aðgerðir sem ætlað er að styðja við nám fullorðinna. Þátttakendur læra að nota ýmis verkfæri til þess að greina samtímann og meta mögulegar þarfir fullorðinna fyrir nám.
- Rannsókn á sérkennum og sérstöðu fullorðinna námsmanna. Könnun á kenningum um hið sama og greining á gagni þeirra til að skýra og skipuleggja nám fyrir fullorðna og með þeim.
- Þátttakendur kynna sér nokkur meginstef úr kennslufræði fullorðinna. Hugmyndir um fullorðna námsmenn, þátttöku þeirra í fræðslu, áhugahvöt og hindranir, hlutverk leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu, mótun námsumhverfis, samskipti kennara og nemenda og fleira.
Vinnulag
Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.
Á námskeiðinu eru tvær "vinnulotur" þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.
Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.
Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins, t.d. í gegnum skriflegar umræður á umræðuþráðum námskeiðsins.
Fyrir hverja er þetta námskeið?
Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma – eða vilja koma – á einhvern hátt að ákvörðunum um nám fullorðinna, skipulagningu þess og útfærslu. Það hentar þannig fólki sem starfar við mannauðs- og fræðslumál innan fyrirtækja og stofnana, stjórnendur og verkefnastjóra í stofnunum sem bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna sem og sérfræðingum sem hafa áhuga á að kenna fullorðnum. Námskeiðið býður þessu fólki tækifæri að afla sér góðrar grunnþekkingar á helstu spurningum og viðfangsefnum sem snerta nám fullorðinna, forsendur, aðstæður og skipulagningu þess. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir alls konar verkefni er varða nám fullorðinna almennt.
Mannauðsstjórnun ríkis og sveitarfélaga (OSS102F)
Fjallað er um mannauðsstjórnun hjá hinu opinbera. Farið er yfir lög og reglur sem gilda um réttarsamband opinberra starfsmanna við vinnuveitendur, samskipti á vinnumarkaði og uppbyggingu launakerfis opinberra starfsmanna. Rætt er um helstu tæki og tól við mannauðsstjórnun svo sem mannauðskerfi, aðferðir við val á starfsmönnum, notkun starfs- og árangursmats, starfsmannasamtöl og mótun og eftirfylgni með starfsmannastefnum. Fjallað verður um sálfræðilega samninginn, ýmis vandamál sem upp geta komið á vinnustað og vinnuvernd og öryggismál.
Vellíðan og heilsueflandi þjónandi forysta (VIÐ175F)
Vellíðan starfsmanna fær æ meiri athygli og umræða um forvarnir kulnunar í starfi hefur aukist undanfarið. Stjórnendur og leiðtogar leita leiða til að skapa heilbrigt starfsumhverfi sem eflir vellíðan starfsfólks og bætir árangur.
Í þessu námskeiði verður fjallað um nýja þekkingu um árangursríkar leiðir til að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Séstaklega verður rýnt í samspil starfsumhverfis, þjónandi forystu, heilsu og líðan starfsfólks.
Markmiðið er að nemendur kunni skil á áhrifaþáttum heilbrigðis í starfi, þekki helstu kenningar í þessu samhengi, fái innsýn í tengsl starfsumhverfis, forystu og heilbrigðis og þekki nýjar rannsóknir á sviðinu. Sérstaklega verður rýnt í gagnreynd líkön um heilbrigt starfsumhverfi og hvernig hugmyndafræði og áherslur þjónandi forystu geta skapa heilbrigt starfsumhverfi. Fjallað verður um heilsueflandi forystu, heilsueflandi þjónandi forystu og forvarnir kulnunar í starfi.
Nemendur rýna í raunveruleg dæmi og setja fram áætlun um leiðir til að þróa og styrkja heilbrigt starfsumhverfi með áherslu á sameiginlega ábyrgð leiðtoga og starfsfólks. Nemendur kynnast áherslum fyrirtækja og stofnana sem hafa náð árangri í þessum efnum og fá innsýn í reynslu stjórnenda í því sambandi.
Námsefni og verkefni snúa að fræðilegri og hagnýtri þekkingu, nemendur rýna í nýjar rannsóknir á sviðinu, greina raunveruleg dæmi og setja fram áætlun um heilbrigt starfsumhverfi miðað við raunverulegar aðstæður.
Breytingastjórnun (VIÐ190F)
Í þessu námskeiði verður farið yfir helstu atriði breytingastjórnunar, s.s. innleiðingu breytinga, viðbrögð starfsmanna, helstu hindranir í vegi breytinga ásamt þeim hamlandi og hvetjandi kröftum sem eru að verki í breytingaferlinu. Farið verður ítarlega í kenningar og aðferðir sem breytingastjórnun byggir á og ræddar verða algengustu lausnir og aðferðir í stjórnun breytinga. Rætt verður um hlutverk leiðtoga, stjórnenda almennt og millistjórnenda í breytingum sem og krísustjórnun. Fjallað verður einnig um fyrirtækjamenningu og hvers vegna hún er mikilvægur þáttur í breytingaferlinu.
Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytinga (HJÚ169F)
Megintilgangur námskeiðsins er að kynna fræðilega undirstöðu og klínískar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem gagnast einstaklingum og hópum sem standa frammi fyrir krefjandi lífsbreytingum t.d. tengt veikindum, áhættuþáttum geðheilbrigðis, streitu, þroskaverkefnum og aðstæðum. Sérstaklega verður tekið mið af kenningum Meleis o.fl. um lífsbreytingar og hugrænni atferlismeðferð samkvæmt Aaron Beck. Leitast verður við að nemendur skoði sína eigin faglegu og, eftir atvikum, persónulegu reynslu og úrvinnslu lífsbreytinga samkvæmt ofangreindri lífsbreytingakenningu. Lögð verður áhersla á virkni nemenda og samvinnu þar sem unnið verður ýmist með eigin reynslu, tilbúin dæmi eða skjólstæðing(a). Miðað er við að nemendur hljóti grunnþjálfun í að beita aðferðum sem byggja á hugrænni atferlismeðferð til að fást við atferli og vanlíðan s.s. streitu, kvíða og þunglyndi með stuttum og markvissum inngripum. Unnið verður sérstaklega með einstaklingshæft mat samkvæmt aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar meðal annars til að greina áhrif lífsbreytinga á einstaklinga sem og gagnreyndar aðferðir til íhlutunar. Notkun hugsanaskráa og markviss athafnavirkjun samkvæmt hugrænni atferlismeðferð verður kynnt og æfð í færnibúðum og í vinnu með skjóstæðingi/skjólstæðingum . Einnig verða ræddar aðferðir til að takast á við líkamleg einkenni vanlíðunar samkvæmt bestu þekkingu s.s. með hreyfingu, núvitund og öndunaræfingum. Kennsla fer fram í fjórum til sex lotum. Sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar verða gestakennarar í námskeiðinu.
Námsmat fer fram með einstaklingsverkefnum og gerð er krafa um 80% mætingar í námskeiðinu
Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdóma (HJÚ0AVF)
Í námskeiðinu er fjallað um forvarnir hjá fólki með langvinna sjúkdóma s.s. krabbamein, lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, hjarta – og æðasjúkdóma o.fl. í samræmi við heilbrigðisstefnu Íslands.
Áhersla er á 2. og 3. stigs forvarnir hjá þeim hópum. Stuttlega er fjallað um faraldsfræði algengra langvinnra sjúkdóma, áhættuþætti og tengsl við 1., 2. og 3. stigs forvarnir.
Hugtök og kenningar tengdar forvörnum verða kynntar og rætt um árangursríkar, gagnreyndar aðferðir til sjálfsumönnunar. Hluti námskeiðsins lýtur sérstaklega að reykleysismeðferð. Verkefni í námskeiðinu taka mið af áhugasviði/sérsviði nemenda.
Námskeiðið er kennt í lotum samkvæmt skipulagi Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar á seinni hluta misseris. Gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist um miðjan október.
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Gjörgæsluhjúkrun I (HJÚ160F)
Námskeiðið veitir nemendum yfirsýn yfir grunnþætti gjörgæsluhjúkrunar með áherslu á þróun þekkingarfræðilegs grunns í gjörgæsluhjúkrun. Megin atriði er að nemendur þekki meðferð sem styður útkomu gjörgæslusjúklinga. Áhersla er á hjúkrunarmeðferð klínískt flókinna sjúklinga.Verkefni sem unnin eru í námskeiðinu skulu stuðla sem mest að markvissri þekkingarþróun nemanda á eigin sérsviði og samkvæmt verkefnalýsingum námskeiðsins.
Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur og starfsmenn opinberra stofnana (OSS204F)
Fjallað verður um íslensk stjórnvöld, íslenska stjórnsýslukerfið, reglur sem gilda um samskipti og yfirstjórn innan stjórnsýslukerfisins, um meðferð stjórnsýslumála og upplýsingarétt almennings. Aðalháerslan er á meðferð stjórnsýslumála og þýðingu stjórnsýslulaga nr. 37/1993 í því sambandi.
Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgun (HJÚ801F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum forystu og búa þá undir hlutverk leiðtoga í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk leiðtoga í klínkík, stjórnun og kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi. Farið er í lykilþætti forystu í heilbrigðisþjónustu staðbundið og í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Áhersla er á forystuhlutverk heilbrigðisstarfsmanna innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvæði.
Sérhæfð fjölskylduhjúkrun (HJÚ0ADF)
Námskeiðinu er ætlað að gefa hjúkrunarfræðingum sem og öðrum fagaðilum tækifæri á að auka hæfni sína í að meta og útfæra hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar nálgunar. Stuðst verður við hugmyndafræði Calgary og fjölskyldukenningar sem hún byggir á. Auk þess verður áhersla lögð á að þróa klíníska færni fagaðila í að sinna einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem fást við ýmsa sjúkdóma, raskanir og eða áföll. Í ljósi þess verður sérstök áhersla á, að vinna með aðlögun, tengsl, bjargráð, virkni, tilfinningar, hegðun, samskipti, færni, álag og viðhorf fjölskyldumeðlima.
Samskiptakenningar og hugmyndafræði Wright og Bell (2009) og Wright og Leahey (2019) um breytt tengsl fjölskyldumeðlima vegna langvinnra eða bráðra sjúkdóma og eða áfalla og hugmyndafræði um samvinnu við fjölskyldur á klínískum vettvangi er meðal þess efnis sem farið verður yfir. Megin áhersla á námskeiðinu er á gagnreynda starfshætti fjölskyldumiðaðrar þjónustu og á þróun meðferðarsamræðna við fjölskyldur. Unnið er meðal annars með áhrif viðhorfs fjölskyldumeðlima, viðhorf fagaðila og samspil þeirra á milli. Ítarleg umfjöllun verður um undirbúning og framkvæmd fjölskylduviðtala sem meðferðarform og þróun styrkleikamiðaðrar meðferðar fyrir fjölskyldur.
Námskeiðinu er ætlað að gefa nemendum tækifæri á að þróa eigin færni í að aðstoða fjölskyldur við aðlögun og/eða takast á við alvarleg veikindi, röskun og áföll og á þann hátt að virkja og styrkja fjölskyldur í eigin eflingu. Sérstök áhersla verður lögð á einstaklingsbundna þjálfun þar sem nemendur fá persónulega leiðbeiningu um framkvæmd og aðferðir meðferðarsamræðna við fjölskyldumeðlimi.
Námsmat er í formi einstaklingsverkefna og hópverkefna en þar sem um próflausan áfanga er að ræða er gerð krafa um 80% mætingu á námskeiðið.
Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.
Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.
Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.
Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum (HJÚ0AFF)
Þetta námskeið kynnir hugtök og þekkingu á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.
Námskeiðið verður bæði lotu- og staðnám.
Stjórnun í heilbrigðisþjónustu (HJÚ259F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum stjórnunar og búa þá undir hlutverk stjórnenda í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk stjórnenda, mannauðsstjórnun, teymisvinnu, vinnuumhverfi, þjónustu við sjúklinga, gæði og öryggi. Leitast er við að taka fyrir hagnýt viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi í nútíð og framtíð og þannig efla fræðilega og hagnýta hæfni nemandans.
Sérhæfð geðhjúkrun - Lesnámskeið (HJÚ0ABF)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemandanum fræðilega og klíníska færni í aðferðum sem beitt er í sérhæfðri geðhjúkrun og sálfélagslegri meðferð, sem og fræðilega þekkingu er varðar þær kenningar og rannsóknir sem liggja til grundvallar meðferð geðrænna vandamála og áhættuþátta.
Námskeiðið skiptist í klíníska fræðilega þjálfun og fræðilegt nám með sjálfstæðum vinnubrögðum og skoðun kenninga og fræðilegra forsenda íhlutana.
Áhersla verður lögð á að tengja rannsóknir og kenningar við íhlutanir og skoða árangur þeirra. Einnig gefst nemendum kostur á að veita íhlutun á klínískum vettvangi og skoða, með markvissum hætti, árangur hennar.
Leiðsögn fer fram í umræðutímum þar sem nemendur hafa sjálfstætt framlag og taka virkan þátt í faglegum umræðum.
Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - Lesnámskeið (HJÚ0AJF)
Námskeið miðar að því að dýpka þekkingu þátttakenda á aðstæðum barna og þáttum sem hafa áhrif á heilsu þeirra og veikindi í samhengi samfélags og fjölskyldunnar.
Meginþemu námskeiðsins verða:
- Hugmyndafræði;
- Lýðheilsa og heilsuefling
- Viðbrögð við bráðum veikindum
- Viðbrögð við langvinnum veikindum
- Hlutverk heilbrigðiskerfisins og hjúkrunar í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
Námskeiðið veitir kennslu í sérhæfðum aðferðum við greiningu hjúkrunarviðfangsefna hjá börnum og foreldrum og hjúkrunarmeðferð þeim tengdri, s.s. vegna sársauka, líkamlegs og andlegs álags og röskunar, röskunar á sjálfsáliti, skynjunar og skilnings á aðstæðum, röskunar í líkamskerfum, háska, þarfa foreldra ofl. Nemandi fær innsýn í eðli sértækra fyrirbæra í barnahjúkrun í samhengi við klínísk viðfangsefni innan sem utan stofnana. Nemandi lærir aðferðir til að greina á milli algengra eiginleika barna og foreldra og þeirra birtingarforma sem teljast til frávika í samhengi aldurs og þroska barna, aðstæðna og þarfa og bjargráða foreldra. Sérstök áhersla er lögð á samskipta- og tjáskiptaaðferðir og samvinnu við börn og foreldra.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Bráðahjúkrun - mat og meðferð (HJÚ271F)
Tilgangur þessa námskeiðs er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á orsökum bráðra og alvarlegra sjúkdóma og færni í mati og meðferð mikið veikra sjúklinga. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um bráð vandamál tengd smitsjúkdómum, eitrunum og fjöláverkum, mat á bráðveikum, endurlífgun, öndunarbilun, bráð vandamál i miðtaugakerfi, nýrnavandamál, vökva- og elektrólýtatruflanir, sýklasótt og lost. Lögð er áhersla á að kenna nemendum mat á alvarlegu ástandi sjúklinga og fyrstu viðbrögð við því. Í þeim tilgangi verður sérstök áhersla á klínískar leiðbeiningar og verkferla, gagnreynda klíníska þekkingu, þjálfun í færni og eflingu hæfni nemenda í bráðum aðstæðum.
Verklag í vísindum (LÝÐ202F)
Námskeiðið veitir hagnýta leiðsögn við undirbúning rannsóknar. Heimildaöflun, tilgátuþróun og gerð yfirlitsgreinar (systematic critical review) á fræðasviði fyrirhugaðaðrar rannsóknar. Nemendur fá einnig þjálfun í að vinna rannsóknaráætlun og kynna hana.
Námskeiðið er ætlað nemendum á meistara- eða doktorsstigi sem hafa valið sér svið/rannsóknarspurningu lokaverkefnis.
Líknarmeðferð (HJÚ263F)
Viðfangsefni námskeiðsins er líknarmeðferð þar sem megin áhersla er á lífsgæði sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra, meðferð og umönnun við lífslok sem stuðlar að jákvæðri upplifun af lífslokum.
Umfjöllun verður um líknarmeðferð bæði sem hugmyndafræði og meðferð. Fjallað verður um líknarmeðferð fyrir mismunandi sjúklingahópa og lögð verður áhersla á mat og meðferð helstu einkenna, sálfélagslegan stuðning við sjúkling og fjölskyldu, tjáskipti og samskipti, siðfræðileg álitamál, sorg og sorgarúrvinnslu.
Áhersla verður lögð á grundvallarþætti líknarmeðferðar og útfærslu þeirra í klínísku starfi og farið verður yfir nýjustu stefnumótun varðandi útfærslu á líknameðferð innan heilbrigðiskerfis. Nemendur verða hvattir til að spegla nýja þekkingu við klínískt starf og miðað er við að námskeiðið nýtist vel í klínísku starfi.
Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur. Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða. Meðal hugtaka sem farið verður yfir:
- Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
- Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
- Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
- Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
- Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
- Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
- Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
- Haust
- Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði
- Hagnýt tölfræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Hagnýting megindlegrar aðferðafræði
- Eigindleg aðferðafræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (HJÚ143F)
Í námskeiðinu verður rætt um hugmyndir og hugtök sem hafa mótað skilning ólíkra samfélaga á heilbrigðisþjónustu og hjúkrun. Áhrifamiklar hugmyndir í hjúkrunarfræði verða kynntar og ræddar og leitast verður við að varpa ljósi á það hvernig skilningur á eðli hjúkrunar mótaðist og breyttist á tuttugustu öldinni. Einnig verður fjallað um þekkingu í hjúkrun og þróun hennar. Stefnur í þekkingarþróun verða kynntar og leitast verður við að benda á styrkleika og veikleika þeirra. Farið verður yfir aðferðir við að greina og meta fræðilegan texta og nemendur fá tækifæri til að beita þeim í umfjöllun um rannsóknir. Sérstök áhersla verður lögð á að greina hugtök og kenningar sem höfundar byggja á í rannsóknum sínum og hið fræðilega samhengi sem mótar þau verður skoðað.
Lágmarksfjöldi nemenda: 15.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Í hverri lotu fara fram fyrirlestrar, hópvinna og kynningar á hóp- og einstaklingsverkefnum.
Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.
Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.
Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.
Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.
Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna.
Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).
Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar.
Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.
Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)
Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.
Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.
Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.
Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsueflingV
- Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytingaV
- Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdómaVE
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðingaV
- Gjörgæsluhjúkrun IVE
- Vor
- Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgunV
- Sérhæfð fjölskylduhjúkrunV
- Forysta í heilbrigðisþjónustuVE
- Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindumV
- Stjórnun í heilbrigðisþjónustuV
- Sérhæfð geðhjúkrun - LesnámskeiðV
- Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - LesnámskeiðV
- Klínísk lífeðlis- og meinafræðiV
- Bráðahjúkrun - mat og meðferðV
- Verklag í vísindumV
- Óháð misseri
- LíknarmeðferðV
- Rekstur og heilbrigðisþjónustaV
Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsuefling (LÝÐ104F)
Stærstu áhættuþættir ótímabærra dauðsfalla svo sem hár blóðþrýstingur, tóbaksnotkun, yfirþyngd og hreyfingarleysi valda um 22 milljónum dauðsfalla árlega á heimsvísu. Bæta mætti allt að 5 árum við meðalaldur jarðarbúa með því að draga hóflega úr algengi átta algengstu áhættuþáttanna. Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir þetta viðfangsefni og skiptast áherslur í nokkra meginþætti:
1. Áhrifavaldar heilbrigðis: Hvaða þættir hafa mest áhrif á heilsu og heilbrigði?
2. Aðferðafræði:
a) Hvernig skipuleggjum við forvarnar- og heilsueflingarverkefni?
b) Hvar er hagkvæmast að byrja? Hagfræðileg greining á inngripum.
c) Hvernig höfum við jákvæð áhrif á atferli einstaklinga? Líkön í atferlisfræði, áhugahvetjandi samtöl, atferlishagfræði, samskiptafræði og félagsleg markaðsfærsla.
d) Hvernig höfum við áhrif á ,,kerfið”? Hagsmunagæsla (lobbyismi), bréfaskrif til þingmanna, umfjöllun í fjölmiðlum.
3. Nánari umfjöllun um helstu viðfangsefni: háþrýsingur, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdomar, næring og mataræði, ofþyngd og offita, hreyfing, tóbaksvarnir, krabbamein, áfengi og vímuefni, slysavarnir, umhverfi og atvinna, geðrækt og sjálfsvígsforvarnir, kynheilbrigði og sjálfsmynd, sértækar lausnir fyrir börn og unglinga.
Framsetning: Fyrirlestrar umsjónarkennara og valinna gestafyrirlesara sem eru meðal fremstu sérfræðinga þjóðarinnar á sínu sviði. Lagt verður upp úr umræðum, virkni og þátttöku nemenda í tímum. Einnig vinna nemendur hópverkefni þar sem þeir kynna sér til hlítar valinn áhættuþátt og gefa tillögur að úrbótum.
Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytinga (HJÚ169F)
Megintilgangur námskeiðsins er að kynna fræðilega undirstöðu og klínískar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem gagnast einstaklingum og hópum sem standa frammi fyrir krefjandi lífsbreytingum t.d. tengt veikindum, áhættuþáttum geðheilbrigðis, streitu, þroskaverkefnum og aðstæðum. Sérstaklega verður tekið mið af kenningum Meleis o.fl. um lífsbreytingar og hugrænni atferlismeðferð samkvæmt Aaron Beck. Leitast verður við að nemendur skoði sína eigin faglegu og, eftir atvikum, persónulegu reynslu og úrvinnslu lífsbreytinga samkvæmt ofangreindri lífsbreytingakenningu. Lögð verður áhersla á virkni nemenda og samvinnu þar sem unnið verður ýmist með eigin reynslu, tilbúin dæmi eða skjólstæðing(a). Miðað er við að nemendur hljóti grunnþjálfun í að beita aðferðum sem byggja á hugrænni atferlismeðferð til að fást við atferli og vanlíðan s.s. streitu, kvíða og þunglyndi með stuttum og markvissum inngripum. Unnið verður sérstaklega með einstaklingshæft mat samkvæmt aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar meðal annars til að greina áhrif lífsbreytinga á einstaklinga sem og gagnreyndar aðferðir til íhlutunar. Notkun hugsanaskráa og markviss athafnavirkjun samkvæmt hugrænni atferlismeðferð verður kynnt og æfð í færnibúðum og í vinnu með skjóstæðingi/skjólstæðingum . Einnig verða ræddar aðferðir til að takast á við líkamleg einkenni vanlíðunar samkvæmt bestu þekkingu s.s. með hreyfingu, núvitund og öndunaræfingum. Kennsla fer fram í fjórum til sex lotum. Sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar verða gestakennarar í námskeiðinu.
Námsmat fer fram með einstaklingsverkefnum og gerð er krafa um 80% mætingar í námskeiðinu
Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdóma (HJÚ0AVF)
Í námskeiðinu er fjallað um forvarnir hjá fólki með langvinna sjúkdóma s.s. krabbamein, lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, hjarta – og æðasjúkdóma o.fl. í samræmi við heilbrigðisstefnu Íslands.
Áhersla er á 2. og 3. stigs forvarnir hjá þeim hópum. Stuttlega er fjallað um faraldsfræði algengra langvinnra sjúkdóma, áhættuþætti og tengsl við 1., 2. og 3. stigs forvarnir.
Hugtök og kenningar tengdar forvörnum verða kynntar og rætt um árangursríkar, gagnreyndar aðferðir til sjálfsumönnunar. Hluti námskeiðsins lýtur sérstaklega að reykleysismeðferð. Verkefni í námskeiðinu taka mið af áhugasviði/sérsviði nemenda.
Námskeiðið er kennt í lotum samkvæmt skipulagi Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar á seinni hluta misseris. Gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist um miðjan október.
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Gjörgæsluhjúkrun I (HJÚ160F)
Námskeiðið veitir nemendum yfirsýn yfir grunnþætti gjörgæsluhjúkrunar með áherslu á þróun þekkingarfræðilegs grunns í gjörgæsluhjúkrun. Megin atriði er að nemendur þekki meðferð sem styður útkomu gjörgæslusjúklinga. Áhersla er á hjúkrunarmeðferð klínískt flókinna sjúklinga.Verkefni sem unnin eru í námskeiðinu skulu stuðla sem mest að markvissri þekkingarþróun nemanda á eigin sérsviði og samkvæmt verkefnalýsingum námskeiðsins.
Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgun (HJÚ801F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum forystu og búa þá undir hlutverk leiðtoga í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk leiðtoga í klínkík, stjórnun og kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi. Farið er í lykilþætti forystu í heilbrigðisþjónustu staðbundið og í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Áhersla er á forystuhlutverk heilbrigðisstarfsmanna innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvæði.
Sérhæfð fjölskylduhjúkrun (HJÚ0ADF)
Námskeiðinu er ætlað að gefa hjúkrunarfræðingum sem og öðrum fagaðilum tækifæri á að auka hæfni sína í að meta og útfæra hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar nálgunar. Stuðst verður við hugmyndafræði Calgary og fjölskyldukenningar sem hún byggir á. Auk þess verður áhersla lögð á að þróa klíníska færni fagaðila í að sinna einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem fást við ýmsa sjúkdóma, raskanir og eða áföll. Í ljósi þess verður sérstök áhersla á, að vinna með aðlögun, tengsl, bjargráð, virkni, tilfinningar, hegðun, samskipti, færni, álag og viðhorf fjölskyldumeðlima.
Samskiptakenningar og hugmyndafræði Wright og Bell (2009) og Wright og Leahey (2019) um breytt tengsl fjölskyldumeðlima vegna langvinnra eða bráðra sjúkdóma og eða áfalla og hugmyndafræði um samvinnu við fjölskyldur á klínískum vettvangi er meðal þess efnis sem farið verður yfir. Megin áhersla á námskeiðinu er á gagnreynda starfshætti fjölskyldumiðaðrar þjónustu og á þróun meðferðarsamræðna við fjölskyldur. Unnið er meðal annars með áhrif viðhorfs fjölskyldumeðlima, viðhorf fagaðila og samspil þeirra á milli. Ítarleg umfjöllun verður um undirbúning og framkvæmd fjölskylduviðtala sem meðferðarform og þróun styrkleikamiðaðrar meðferðar fyrir fjölskyldur.
Námskeiðinu er ætlað að gefa nemendum tækifæri á að þróa eigin færni í að aðstoða fjölskyldur við aðlögun og/eða takast á við alvarleg veikindi, röskun og áföll og á þann hátt að virkja og styrkja fjölskyldur í eigin eflingu. Sérstök áhersla verður lögð á einstaklingsbundna þjálfun þar sem nemendur fá persónulega leiðbeiningu um framkvæmd og aðferðir meðferðarsamræðna við fjölskyldumeðlimi.
Námsmat er í formi einstaklingsverkefna og hópverkefna en þar sem um próflausan áfanga er að ræða er gerð krafa um 80% mætingu á námskeiðið.
Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.
Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.
Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.
Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum (HJÚ0AFF)
Þetta námskeið kynnir hugtök og þekkingu á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.
Námskeiðið verður bæði lotu- og staðnám.
Stjórnun í heilbrigðisþjónustu (HJÚ259F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum stjórnunar og búa þá undir hlutverk stjórnenda í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk stjórnenda, mannauðsstjórnun, teymisvinnu, vinnuumhverfi, þjónustu við sjúklinga, gæði og öryggi. Leitast er við að taka fyrir hagnýt viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi í nútíð og framtíð og þannig efla fræðilega og hagnýta hæfni nemandans.
Sérhæfð geðhjúkrun - Lesnámskeið (HJÚ0ABF)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemandanum fræðilega og klíníska færni í aðferðum sem beitt er í sérhæfðri geðhjúkrun og sálfélagslegri meðferð, sem og fræðilega þekkingu er varðar þær kenningar og rannsóknir sem liggja til grundvallar meðferð geðrænna vandamála og áhættuþátta.
Námskeiðið skiptist í klíníska fræðilega þjálfun og fræðilegt nám með sjálfstæðum vinnubrögðum og skoðun kenninga og fræðilegra forsenda íhlutana.
Áhersla verður lögð á að tengja rannsóknir og kenningar við íhlutanir og skoða árangur þeirra. Einnig gefst nemendum kostur á að veita íhlutun á klínískum vettvangi og skoða, með markvissum hætti, árangur hennar.
Leiðsögn fer fram í umræðutímum þar sem nemendur hafa sjálfstætt framlag og taka virkan þátt í faglegum umræðum.
Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - Lesnámskeið (HJÚ0AJF)
Námskeið miðar að því að dýpka þekkingu þátttakenda á aðstæðum barna og þáttum sem hafa áhrif á heilsu þeirra og veikindi í samhengi samfélags og fjölskyldunnar.
Meginþemu námskeiðsins verða:
- Hugmyndafræði;
- Lýðheilsa og heilsuefling
- Viðbrögð við bráðum veikindum
- Viðbrögð við langvinnum veikindum
- Hlutverk heilbrigðiskerfisins og hjúkrunar í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
Námskeiðið veitir kennslu í sérhæfðum aðferðum við greiningu hjúkrunarviðfangsefna hjá börnum og foreldrum og hjúkrunarmeðferð þeim tengdri, s.s. vegna sársauka, líkamlegs og andlegs álags og röskunar, röskunar á sjálfsáliti, skynjunar og skilnings á aðstæðum, röskunar í líkamskerfum, háska, þarfa foreldra ofl. Nemandi fær innsýn í eðli sértækra fyrirbæra í barnahjúkrun í samhengi við klínísk viðfangsefni innan sem utan stofnana. Nemandi lærir aðferðir til að greina á milli algengra eiginleika barna og foreldra og þeirra birtingarforma sem teljast til frávika í samhengi aldurs og þroska barna, aðstæðna og þarfa og bjargráða foreldra. Sérstök áhersla er lögð á samskipta- og tjáskiptaaðferðir og samvinnu við börn og foreldra.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Bráðahjúkrun - mat og meðferð (HJÚ271F)
Tilgangur þessa námskeiðs er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á orsökum bráðra og alvarlegra sjúkdóma og færni í mati og meðferð mikið veikra sjúklinga. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um bráð vandamál tengd smitsjúkdómum, eitrunum og fjöláverkum, mat á bráðveikum, endurlífgun, öndunarbilun, bráð vandamál i miðtaugakerfi, nýrnavandamál, vökva- og elektrólýtatruflanir, sýklasótt og lost. Lögð er áhersla á að kenna nemendum mat á alvarlegu ástandi sjúklinga og fyrstu viðbrögð við því. Í þeim tilgangi verður sérstök áhersla á klínískar leiðbeiningar og verkferla, gagnreynda klíníska þekkingu, þjálfun í færni og eflingu hæfni nemenda í bráðum aðstæðum.
Verklag í vísindum (LÝÐ202F)
Námskeiðið veitir hagnýta leiðsögn við undirbúning rannsóknar. Heimildaöflun, tilgátuþróun og gerð yfirlitsgreinar (systematic critical review) á fræðasviði fyrirhugaðaðrar rannsóknar. Nemendur fá einnig þjálfun í að vinna rannsóknaráætlun og kynna hana.
Námskeiðið er ætlað nemendum á meistara- eða doktorsstigi sem hafa valið sér svið/rannsóknarspurningu lokaverkefnis.
Líknarmeðferð (HJÚ263F)
Viðfangsefni námskeiðsins er líknarmeðferð þar sem megin áhersla er á lífsgæði sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra, meðferð og umönnun við lífslok sem stuðlar að jákvæðri upplifun af lífslokum.
Umfjöllun verður um líknarmeðferð bæði sem hugmyndafræði og meðferð. Fjallað verður um líknarmeðferð fyrir mismunandi sjúklingahópa og lögð verður áhersla á mat og meðferð helstu einkenna, sálfélagslegan stuðning við sjúkling og fjölskyldu, tjáskipti og samskipti, siðfræðileg álitamál, sorg og sorgarúrvinnslu.
Áhersla verður lögð á grundvallarþætti líknarmeðferðar og útfærslu þeirra í klínísku starfi og farið verður yfir nýjustu stefnumótun varðandi útfærslu á líknameðferð innan heilbrigðiskerfis. Nemendur verða hvattir til að spegla nýja þekkingu við klínískt starf og miðað er við að námskeiðið nýtist vel í klínísku starfi.
Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur. Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða. Meðal hugtaka sem farið verður yfir:
- Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
- Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
- Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
- Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
- Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
- Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
- Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
- Haust
- Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði
- Hagnýt tölfræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Klínísk lífeðlis- og meinafræði
- Hagnýting megindlegrar aðferðafræði
- Eigindleg aðferðafræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (HJÚ143F)
Í námskeiðinu verður rætt um hugmyndir og hugtök sem hafa mótað skilning ólíkra samfélaga á heilbrigðisþjónustu og hjúkrun. Áhrifamiklar hugmyndir í hjúkrunarfræði verða kynntar og ræddar og leitast verður við að varpa ljósi á það hvernig skilningur á eðli hjúkrunar mótaðist og breyttist á tuttugustu öldinni. Einnig verður fjallað um þekkingu í hjúkrun og þróun hennar. Stefnur í þekkingarþróun verða kynntar og leitast verður við að benda á styrkleika og veikleika þeirra. Farið verður yfir aðferðir við að greina og meta fræðilegan texta og nemendur fá tækifæri til að beita þeim í umfjöllun um rannsóknir. Sérstök áhersla verður lögð á að greina hugtök og kenningar sem höfundar byggja á í rannsóknum sínum og hið fræðilega samhengi sem mótar þau verður skoðað.
Lágmarksfjöldi nemenda: 15.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Í hverri lotu fara fram fyrirlestrar, hópvinna og kynningar á hóp- og einstaklingsverkefnum.
Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.
Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.
Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.
Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.
Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna.
Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).
Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar.
Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.
Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)
Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.
Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.
Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.
Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsueflingV
- Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytingaV
- Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdómaVE
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðingaV
- Gjörgæsluhjúkrun IVE
- Vor
- Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgunV
- Sérhæfð fjölskylduhjúkrunV
- Forysta í heilbrigðisþjónustuVE
- Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindumV
- Stjórnun í heilbrigðisþjónustuV
- Sérhæfð geðhjúkrun - LesnámskeiðV
- Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - LesnámskeiðV
- Klínísk lífeðlis- og meinafræðiV
- Bráðahjúkrun - mat og meðferðV
- Verklag í vísindumV
- Óháð misseri
- LíknarmeðferðV
- Rekstur og heilbrigðisþjónustaV
Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsuefling (LÝÐ104F)
Stærstu áhættuþættir ótímabærra dauðsfalla svo sem hár blóðþrýstingur, tóbaksnotkun, yfirþyngd og hreyfingarleysi valda um 22 milljónum dauðsfalla árlega á heimsvísu. Bæta mætti allt að 5 árum við meðalaldur jarðarbúa með því að draga hóflega úr algengi átta algengstu áhættuþáttanna. Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir þetta viðfangsefni og skiptast áherslur í nokkra meginþætti:
1. Áhrifavaldar heilbrigðis: Hvaða þættir hafa mest áhrif á heilsu og heilbrigði?
2. Aðferðafræði:
a) Hvernig skipuleggjum við forvarnar- og heilsueflingarverkefni?
b) Hvar er hagkvæmast að byrja? Hagfræðileg greining á inngripum.
c) Hvernig höfum við jákvæð áhrif á atferli einstaklinga? Líkön í atferlisfræði, áhugahvetjandi samtöl, atferlishagfræði, samskiptafræði og félagsleg markaðsfærsla.
d) Hvernig höfum við áhrif á ,,kerfið”? Hagsmunagæsla (lobbyismi), bréfaskrif til þingmanna, umfjöllun í fjölmiðlum.
3. Nánari umfjöllun um helstu viðfangsefni: háþrýsingur, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdomar, næring og mataræði, ofþyngd og offita, hreyfing, tóbaksvarnir, krabbamein, áfengi og vímuefni, slysavarnir, umhverfi og atvinna, geðrækt og sjálfsvígsforvarnir, kynheilbrigði og sjálfsmynd, sértækar lausnir fyrir börn og unglinga.
Framsetning: Fyrirlestrar umsjónarkennara og valinna gestafyrirlesara sem eru meðal fremstu sérfræðinga þjóðarinnar á sínu sviði. Lagt verður upp úr umræðum, virkni og þátttöku nemenda í tímum. Einnig vinna nemendur hópverkefni þar sem þeir kynna sér til hlítar valinn áhættuþátt og gefa tillögur að úrbótum.
Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytinga (HJÚ169F)
Megintilgangur námskeiðsins er að kynna fræðilega undirstöðu og klínískar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem gagnast einstaklingum og hópum sem standa frammi fyrir krefjandi lífsbreytingum t.d. tengt veikindum, áhættuþáttum geðheilbrigðis, streitu, þroskaverkefnum og aðstæðum. Sérstaklega verður tekið mið af kenningum Meleis o.fl. um lífsbreytingar og hugrænni atferlismeðferð samkvæmt Aaron Beck. Leitast verður við að nemendur skoði sína eigin faglegu og, eftir atvikum, persónulegu reynslu og úrvinnslu lífsbreytinga samkvæmt ofangreindri lífsbreytingakenningu. Lögð verður áhersla á virkni nemenda og samvinnu þar sem unnið verður ýmist með eigin reynslu, tilbúin dæmi eða skjólstæðing(a). Miðað er við að nemendur hljóti grunnþjálfun í að beita aðferðum sem byggja á hugrænni atferlismeðferð til að fást við atferli og vanlíðan s.s. streitu, kvíða og þunglyndi með stuttum og markvissum inngripum. Unnið verður sérstaklega með einstaklingshæft mat samkvæmt aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar meðal annars til að greina áhrif lífsbreytinga á einstaklinga sem og gagnreyndar aðferðir til íhlutunar. Notkun hugsanaskráa og markviss athafnavirkjun samkvæmt hugrænni atferlismeðferð verður kynnt og æfð í færnibúðum og í vinnu með skjóstæðingi/skjólstæðingum . Einnig verða ræddar aðferðir til að takast á við líkamleg einkenni vanlíðunar samkvæmt bestu þekkingu s.s. með hreyfingu, núvitund og öndunaræfingum. Kennsla fer fram í fjórum til sex lotum. Sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar verða gestakennarar í námskeiðinu.
Námsmat fer fram með einstaklingsverkefnum og gerð er krafa um 80% mætingar í námskeiðinu
Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdóma (HJÚ0AVF)
Í námskeiðinu er fjallað um forvarnir hjá fólki með langvinna sjúkdóma s.s. krabbamein, lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, hjarta – og æðasjúkdóma o.fl. í samræmi við heilbrigðisstefnu Íslands.
Áhersla er á 2. og 3. stigs forvarnir hjá þeim hópum. Stuttlega er fjallað um faraldsfræði algengra langvinnra sjúkdóma, áhættuþætti og tengsl við 1., 2. og 3. stigs forvarnir.
Hugtök og kenningar tengdar forvörnum verða kynntar og rætt um árangursríkar, gagnreyndar aðferðir til sjálfsumönnunar. Hluti námskeiðsins lýtur sérstaklega að reykleysismeðferð. Verkefni í námskeiðinu taka mið af áhugasviði/sérsviði nemenda.
Námskeiðið er kennt í lotum samkvæmt skipulagi Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar á seinni hluta misseris. Gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist um miðjan október.
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Gjörgæsluhjúkrun I (HJÚ160F)
Námskeiðið veitir nemendum yfirsýn yfir grunnþætti gjörgæsluhjúkrunar með áherslu á þróun þekkingarfræðilegs grunns í gjörgæsluhjúkrun. Megin atriði er að nemendur þekki meðferð sem styður útkomu gjörgæslusjúklinga. Áhersla er á hjúkrunarmeðferð klínískt flókinna sjúklinga.Verkefni sem unnin eru í námskeiðinu skulu stuðla sem mest að markvissri þekkingarþróun nemanda á eigin sérsviði og samkvæmt verkefnalýsingum námskeiðsins.
Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgun (HJÚ801F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum forystu og búa þá undir hlutverk leiðtoga í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk leiðtoga í klínkík, stjórnun og kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi. Farið er í lykilþætti forystu í heilbrigðisþjónustu staðbundið og í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Áhersla er á forystuhlutverk heilbrigðisstarfsmanna innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvæði.
Sérhæfð fjölskylduhjúkrun (HJÚ0ADF)
Námskeiðinu er ætlað að gefa hjúkrunarfræðingum sem og öðrum fagaðilum tækifæri á að auka hæfni sína í að meta og útfæra hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar nálgunar. Stuðst verður við hugmyndafræði Calgary og fjölskyldukenningar sem hún byggir á. Auk þess verður áhersla lögð á að þróa klíníska færni fagaðila í að sinna einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem fást við ýmsa sjúkdóma, raskanir og eða áföll. Í ljósi þess verður sérstök áhersla á, að vinna með aðlögun, tengsl, bjargráð, virkni, tilfinningar, hegðun, samskipti, færni, álag og viðhorf fjölskyldumeðlima.
Samskiptakenningar og hugmyndafræði Wright og Bell (2009) og Wright og Leahey (2019) um breytt tengsl fjölskyldumeðlima vegna langvinnra eða bráðra sjúkdóma og eða áfalla og hugmyndafræði um samvinnu við fjölskyldur á klínískum vettvangi er meðal þess efnis sem farið verður yfir. Megin áhersla á námskeiðinu er á gagnreynda starfshætti fjölskyldumiðaðrar þjónustu og á þróun meðferðarsamræðna við fjölskyldur. Unnið er meðal annars með áhrif viðhorfs fjölskyldumeðlima, viðhorf fagaðila og samspil þeirra á milli. Ítarleg umfjöllun verður um undirbúning og framkvæmd fjölskylduviðtala sem meðferðarform og þróun styrkleikamiðaðrar meðferðar fyrir fjölskyldur.
Námskeiðinu er ætlað að gefa nemendum tækifæri á að þróa eigin færni í að aðstoða fjölskyldur við aðlögun og/eða takast á við alvarleg veikindi, röskun og áföll og á þann hátt að virkja og styrkja fjölskyldur í eigin eflingu. Sérstök áhersla verður lögð á einstaklingsbundna þjálfun þar sem nemendur fá persónulega leiðbeiningu um framkvæmd og aðferðir meðferðarsamræðna við fjölskyldumeðlimi.
Námsmat er í formi einstaklingsverkefna og hópverkefna en þar sem um próflausan áfanga er að ræða er gerð krafa um 80% mætingu á námskeiðið.
Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.
Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.
Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.
Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum (HJÚ0AFF)
Þetta námskeið kynnir hugtök og þekkingu á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.
Námskeiðið verður bæði lotu- og staðnám.
Stjórnun í heilbrigðisþjónustu (HJÚ259F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum stjórnunar og búa þá undir hlutverk stjórnenda í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk stjórnenda, mannauðsstjórnun, teymisvinnu, vinnuumhverfi, þjónustu við sjúklinga, gæði og öryggi. Leitast er við að taka fyrir hagnýt viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi í nútíð og framtíð og þannig efla fræðilega og hagnýta hæfni nemandans.
Sérhæfð geðhjúkrun - Lesnámskeið (HJÚ0ABF)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemandanum fræðilega og klíníska færni í aðferðum sem beitt er í sérhæfðri geðhjúkrun og sálfélagslegri meðferð, sem og fræðilega þekkingu er varðar þær kenningar og rannsóknir sem liggja til grundvallar meðferð geðrænna vandamála og áhættuþátta.
Námskeiðið skiptist í klíníska fræðilega þjálfun og fræðilegt nám með sjálfstæðum vinnubrögðum og skoðun kenninga og fræðilegra forsenda íhlutana.
Áhersla verður lögð á að tengja rannsóknir og kenningar við íhlutanir og skoða árangur þeirra. Einnig gefst nemendum kostur á að veita íhlutun á klínískum vettvangi og skoða, með markvissum hætti, árangur hennar.
Leiðsögn fer fram í umræðutímum þar sem nemendur hafa sjálfstætt framlag og taka virkan þátt í faglegum umræðum.
Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - Lesnámskeið (HJÚ0AJF)
Námskeið miðar að því að dýpka þekkingu þátttakenda á aðstæðum barna og þáttum sem hafa áhrif á heilsu þeirra og veikindi í samhengi samfélags og fjölskyldunnar.
Meginþemu námskeiðsins verða:
- Hugmyndafræði;
- Lýðheilsa og heilsuefling
- Viðbrögð við bráðum veikindum
- Viðbrögð við langvinnum veikindum
- Hlutverk heilbrigðiskerfisins og hjúkrunar í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
Námskeiðið veitir kennslu í sérhæfðum aðferðum við greiningu hjúkrunarviðfangsefna hjá börnum og foreldrum og hjúkrunarmeðferð þeim tengdri, s.s. vegna sársauka, líkamlegs og andlegs álags og röskunar, röskunar á sjálfsáliti, skynjunar og skilnings á aðstæðum, röskunar í líkamskerfum, háska, þarfa foreldra ofl. Nemandi fær innsýn í eðli sértækra fyrirbæra í barnahjúkrun í samhengi við klínísk viðfangsefni innan sem utan stofnana. Nemandi lærir aðferðir til að greina á milli algengra eiginleika barna og foreldra og þeirra birtingarforma sem teljast til frávika í samhengi aldurs og þroska barna, aðstæðna og þarfa og bjargráða foreldra. Sérstök áhersla er lögð á samskipta- og tjáskiptaaðferðir og samvinnu við börn og foreldra.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Bráðahjúkrun - mat og meðferð (HJÚ271F)
Tilgangur þessa námskeiðs er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á orsökum bráðra og alvarlegra sjúkdóma og færni í mati og meðferð mikið veikra sjúklinga. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um bráð vandamál tengd smitsjúkdómum, eitrunum og fjöláverkum, mat á bráðveikum, endurlífgun, öndunarbilun, bráð vandamál i miðtaugakerfi, nýrnavandamál, vökva- og elektrólýtatruflanir, sýklasótt og lost. Lögð er áhersla á að kenna nemendum mat á alvarlegu ástandi sjúklinga og fyrstu viðbrögð við því. Í þeim tilgangi verður sérstök áhersla á klínískar leiðbeiningar og verkferla, gagnreynda klíníska þekkingu, þjálfun í færni og eflingu hæfni nemenda í bráðum aðstæðum.
Verklag í vísindum (LÝÐ202F)
Námskeiðið veitir hagnýta leiðsögn við undirbúning rannsóknar. Heimildaöflun, tilgátuþróun og gerð yfirlitsgreinar (systematic critical review) á fræðasviði fyrirhugaðaðrar rannsóknar. Nemendur fá einnig þjálfun í að vinna rannsóknaráætlun og kynna hana.
Námskeiðið er ætlað nemendum á meistara- eða doktorsstigi sem hafa valið sér svið/rannsóknarspurningu lokaverkefnis.
Líknarmeðferð (HJÚ263F)
Viðfangsefni námskeiðsins er líknarmeðferð þar sem megin áhersla er á lífsgæði sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra, meðferð og umönnun við lífslok sem stuðlar að jákvæðri upplifun af lífslokum.
Umfjöllun verður um líknarmeðferð bæði sem hugmyndafræði og meðferð. Fjallað verður um líknarmeðferð fyrir mismunandi sjúklingahópa og lögð verður áhersla á mat og meðferð helstu einkenna, sálfélagslegan stuðning við sjúkling og fjölskyldu, tjáskipti og samskipti, siðfræðileg álitamál, sorg og sorgarúrvinnslu.
Áhersla verður lögð á grundvallarþætti líknarmeðferðar og útfærslu þeirra í klínísku starfi og farið verður yfir nýjustu stefnumótun varðandi útfærslu á líknameðferð innan heilbrigðiskerfis. Nemendur verða hvattir til að spegla nýja þekkingu við klínískt starf og miðað er við að námskeiðið nýtist vel í klínísku starfi.
Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur. Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða. Meðal hugtaka sem farið verður yfir:
- Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
- Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
- Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
- Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
- Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
- Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
- Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
- Haust
- Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði
- Hagnýt tölfræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Klínísk lífeðlis- og meinafræði
- Hagnýting megindlegrar aðferðafræði
- Eigindleg aðferðafræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (HJÚ143F)
Í námskeiðinu verður rætt um hugmyndir og hugtök sem hafa mótað skilning ólíkra samfélaga á heilbrigðisþjónustu og hjúkrun. Áhrifamiklar hugmyndir í hjúkrunarfræði verða kynntar og ræddar og leitast verður við að varpa ljósi á það hvernig skilningur á eðli hjúkrunar mótaðist og breyttist á tuttugustu öldinni. Einnig verður fjallað um þekkingu í hjúkrun og þróun hennar. Stefnur í þekkingarþróun verða kynntar og leitast verður við að benda á styrkleika og veikleika þeirra. Farið verður yfir aðferðir við að greina og meta fræðilegan texta og nemendur fá tækifæri til að beita þeim í umfjöllun um rannsóknir. Sérstök áhersla verður lögð á að greina hugtök og kenningar sem höfundar byggja á í rannsóknum sínum og hið fræðilega samhengi sem mótar þau verður skoðað.
Lágmarksfjöldi nemenda: 15.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Í hverri lotu fara fram fyrirlestrar, hópvinna og kynningar á hóp- og einstaklingsverkefnum.
Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.
Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.
Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.
Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.
Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna.
Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).
Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar.
Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.
Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)
Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.
Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.
Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.
Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsueflingV
- Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytingaV
- Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdómaVE
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðingaV
- Gjörgæsluhjúkrun IVE
- Vor
- Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgunV
- Sérhæfð fjölskylduhjúkrunV
- Forysta í heilbrigðisþjónustuVE
- Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindumV
- Stjórnun í heilbrigðisþjónustuV
- Sérhæfð geðhjúkrun - LesnámskeiðV
- Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - LesnámskeiðV
- Klínísk lífeðlis- og meinafræðiV
- Bráðahjúkrun - mat og meðferðV
- Verklag í vísindumV
- Óháð misseri
- LíknarmeðferðV
- Rekstur og heilbrigðisþjónustaV
Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsuefling (LÝÐ104F)
Stærstu áhættuþættir ótímabærra dauðsfalla svo sem hár blóðþrýstingur, tóbaksnotkun, yfirþyngd og hreyfingarleysi valda um 22 milljónum dauðsfalla árlega á heimsvísu. Bæta mætti allt að 5 árum við meðalaldur jarðarbúa með því að draga hóflega úr algengi átta algengstu áhættuþáttanna. Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir þetta viðfangsefni og skiptast áherslur í nokkra meginþætti:
1. Áhrifavaldar heilbrigðis: Hvaða þættir hafa mest áhrif á heilsu og heilbrigði?
2. Aðferðafræði:
a) Hvernig skipuleggjum við forvarnar- og heilsueflingarverkefni?
b) Hvar er hagkvæmast að byrja? Hagfræðileg greining á inngripum.
c) Hvernig höfum við jákvæð áhrif á atferli einstaklinga? Líkön í atferlisfræði, áhugahvetjandi samtöl, atferlishagfræði, samskiptafræði og félagsleg markaðsfærsla.
d) Hvernig höfum við áhrif á ,,kerfið”? Hagsmunagæsla (lobbyismi), bréfaskrif til þingmanna, umfjöllun í fjölmiðlum.
3. Nánari umfjöllun um helstu viðfangsefni: háþrýsingur, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdomar, næring og mataræði, ofþyngd og offita, hreyfing, tóbaksvarnir, krabbamein, áfengi og vímuefni, slysavarnir, umhverfi og atvinna, geðrækt og sjálfsvígsforvarnir, kynheilbrigði og sjálfsmynd, sértækar lausnir fyrir börn og unglinga.
Framsetning: Fyrirlestrar umsjónarkennara og valinna gestafyrirlesara sem eru meðal fremstu sérfræðinga þjóðarinnar á sínu sviði. Lagt verður upp úr umræðum, virkni og þátttöku nemenda í tímum. Einnig vinna nemendur hópverkefni þar sem þeir kynna sér til hlítar valinn áhættuþátt og gefa tillögur að úrbótum.
Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytinga (HJÚ169F)
Megintilgangur námskeiðsins er að kynna fræðilega undirstöðu og klínískar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem gagnast einstaklingum og hópum sem standa frammi fyrir krefjandi lífsbreytingum t.d. tengt veikindum, áhættuþáttum geðheilbrigðis, streitu, þroskaverkefnum og aðstæðum. Sérstaklega verður tekið mið af kenningum Meleis o.fl. um lífsbreytingar og hugrænni atferlismeðferð samkvæmt Aaron Beck. Leitast verður við að nemendur skoði sína eigin faglegu og, eftir atvikum, persónulegu reynslu og úrvinnslu lífsbreytinga samkvæmt ofangreindri lífsbreytingakenningu. Lögð verður áhersla á virkni nemenda og samvinnu þar sem unnið verður ýmist með eigin reynslu, tilbúin dæmi eða skjólstæðing(a). Miðað er við að nemendur hljóti grunnþjálfun í að beita aðferðum sem byggja á hugrænni atferlismeðferð til að fást við atferli og vanlíðan s.s. streitu, kvíða og þunglyndi með stuttum og markvissum inngripum. Unnið verður sérstaklega með einstaklingshæft mat samkvæmt aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar meðal annars til að greina áhrif lífsbreytinga á einstaklinga sem og gagnreyndar aðferðir til íhlutunar. Notkun hugsanaskráa og markviss athafnavirkjun samkvæmt hugrænni atferlismeðferð verður kynnt og æfð í færnibúðum og í vinnu með skjóstæðingi/skjólstæðingum . Einnig verða ræddar aðferðir til að takast á við líkamleg einkenni vanlíðunar samkvæmt bestu þekkingu s.s. með hreyfingu, núvitund og öndunaræfingum. Kennsla fer fram í fjórum til sex lotum. Sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar verða gestakennarar í námskeiðinu.
Námsmat fer fram með einstaklingsverkefnum og gerð er krafa um 80% mætingar í námskeiðinu
Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdóma (HJÚ0AVF)
Í námskeiðinu er fjallað um forvarnir hjá fólki með langvinna sjúkdóma s.s. krabbamein, lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, hjarta – og æðasjúkdóma o.fl. í samræmi við heilbrigðisstefnu Íslands.
Áhersla er á 2. og 3. stigs forvarnir hjá þeim hópum. Stuttlega er fjallað um faraldsfræði algengra langvinnra sjúkdóma, áhættuþætti og tengsl við 1., 2. og 3. stigs forvarnir.
Hugtök og kenningar tengdar forvörnum verða kynntar og rætt um árangursríkar, gagnreyndar aðferðir til sjálfsumönnunar. Hluti námskeiðsins lýtur sérstaklega að reykleysismeðferð. Verkefni í námskeiðinu taka mið af áhugasviði/sérsviði nemenda.
Námskeiðið er kennt í lotum samkvæmt skipulagi Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar á seinni hluta misseris. Gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist um miðjan október.
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Gjörgæsluhjúkrun I (HJÚ160F)
Námskeiðið veitir nemendum yfirsýn yfir grunnþætti gjörgæsluhjúkrunar með áherslu á þróun þekkingarfræðilegs grunns í gjörgæsluhjúkrun. Megin atriði er að nemendur þekki meðferð sem styður útkomu gjörgæslusjúklinga. Áhersla er á hjúkrunarmeðferð klínískt flókinna sjúklinga.Verkefni sem unnin eru í námskeiðinu skulu stuðla sem mest að markvissri þekkingarþróun nemanda á eigin sérsviði og samkvæmt verkefnalýsingum námskeiðsins.
Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgun (HJÚ801F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum forystu og búa þá undir hlutverk leiðtoga í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk leiðtoga í klínkík, stjórnun og kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi. Farið er í lykilþætti forystu í heilbrigðisþjónustu staðbundið og í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Áhersla er á forystuhlutverk heilbrigðisstarfsmanna innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvæði.
Sérhæfð fjölskylduhjúkrun (HJÚ0ADF)
Námskeiðinu er ætlað að gefa hjúkrunarfræðingum sem og öðrum fagaðilum tækifæri á að auka hæfni sína í að meta og útfæra hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar nálgunar. Stuðst verður við hugmyndafræði Calgary og fjölskyldukenningar sem hún byggir á. Auk þess verður áhersla lögð á að þróa klíníska færni fagaðila í að sinna einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem fást við ýmsa sjúkdóma, raskanir og eða áföll. Í ljósi þess verður sérstök áhersla á, að vinna með aðlögun, tengsl, bjargráð, virkni, tilfinningar, hegðun, samskipti, færni, álag og viðhorf fjölskyldumeðlima.
Samskiptakenningar og hugmyndafræði Wright og Bell (2009) og Wright og Leahey (2019) um breytt tengsl fjölskyldumeðlima vegna langvinnra eða bráðra sjúkdóma og eða áfalla og hugmyndafræði um samvinnu við fjölskyldur á klínískum vettvangi er meðal þess efnis sem farið verður yfir. Megin áhersla á námskeiðinu er á gagnreynda starfshætti fjölskyldumiðaðrar þjónustu og á þróun meðferðarsamræðna við fjölskyldur. Unnið er meðal annars með áhrif viðhorfs fjölskyldumeðlima, viðhorf fagaðila og samspil þeirra á milli. Ítarleg umfjöllun verður um undirbúning og framkvæmd fjölskylduviðtala sem meðferðarform og þróun styrkleikamiðaðrar meðferðar fyrir fjölskyldur.
Námskeiðinu er ætlað að gefa nemendum tækifæri á að þróa eigin færni í að aðstoða fjölskyldur við aðlögun og/eða takast á við alvarleg veikindi, röskun og áföll og á þann hátt að virkja og styrkja fjölskyldur í eigin eflingu. Sérstök áhersla verður lögð á einstaklingsbundna þjálfun þar sem nemendur fá persónulega leiðbeiningu um framkvæmd og aðferðir meðferðarsamræðna við fjölskyldumeðlimi.
Námsmat er í formi einstaklingsverkefna og hópverkefna en þar sem um próflausan áfanga er að ræða er gerð krafa um 80% mætingu á námskeiðið.
Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.
Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.
Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.
Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum (HJÚ0AFF)
Þetta námskeið kynnir hugtök og þekkingu á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.
Námskeiðið verður bæði lotu- og staðnám.
Stjórnun í heilbrigðisþjónustu (HJÚ259F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum stjórnunar og búa þá undir hlutverk stjórnenda í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk stjórnenda, mannauðsstjórnun, teymisvinnu, vinnuumhverfi, þjónustu við sjúklinga, gæði og öryggi. Leitast er við að taka fyrir hagnýt viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi í nútíð og framtíð og þannig efla fræðilega og hagnýta hæfni nemandans.
Sérhæfð geðhjúkrun - Lesnámskeið (HJÚ0ABF)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemandanum fræðilega og klíníska færni í aðferðum sem beitt er í sérhæfðri geðhjúkrun og sálfélagslegri meðferð, sem og fræðilega þekkingu er varðar þær kenningar og rannsóknir sem liggja til grundvallar meðferð geðrænna vandamála og áhættuþátta.
Námskeiðið skiptist í klíníska fræðilega þjálfun og fræðilegt nám með sjálfstæðum vinnubrögðum og skoðun kenninga og fræðilegra forsenda íhlutana.
Áhersla verður lögð á að tengja rannsóknir og kenningar við íhlutanir og skoða árangur þeirra. Einnig gefst nemendum kostur á að veita íhlutun á klínískum vettvangi og skoða, með markvissum hætti, árangur hennar.
Leiðsögn fer fram í umræðutímum þar sem nemendur hafa sjálfstætt framlag og taka virkan þátt í faglegum umræðum.
Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - Lesnámskeið (HJÚ0AJF)
Námskeið miðar að því að dýpka þekkingu þátttakenda á aðstæðum barna og þáttum sem hafa áhrif á heilsu þeirra og veikindi í samhengi samfélags og fjölskyldunnar.
Meginþemu námskeiðsins verða:
- Hugmyndafræði;
- Lýðheilsa og heilsuefling
- Viðbrögð við bráðum veikindum
- Viðbrögð við langvinnum veikindum
- Hlutverk heilbrigðiskerfisins og hjúkrunar í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
Námskeiðið veitir kennslu í sérhæfðum aðferðum við greiningu hjúkrunarviðfangsefna hjá börnum og foreldrum og hjúkrunarmeðferð þeim tengdri, s.s. vegna sársauka, líkamlegs og andlegs álags og röskunar, röskunar á sjálfsáliti, skynjunar og skilnings á aðstæðum, röskunar í líkamskerfum, háska, þarfa foreldra ofl. Nemandi fær innsýn í eðli sértækra fyrirbæra í barnahjúkrun í samhengi við klínísk viðfangsefni innan sem utan stofnana. Nemandi lærir aðferðir til að greina á milli algengra eiginleika barna og foreldra og þeirra birtingarforma sem teljast til frávika í samhengi aldurs og þroska barna, aðstæðna og þarfa og bjargráða foreldra. Sérstök áhersla er lögð á samskipta- og tjáskiptaaðferðir og samvinnu við börn og foreldra.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Bráðahjúkrun - mat og meðferð (HJÚ271F)
Tilgangur þessa námskeiðs er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á orsökum bráðra og alvarlegra sjúkdóma og færni í mati og meðferð mikið veikra sjúklinga. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um bráð vandamál tengd smitsjúkdómum, eitrunum og fjöláverkum, mat á bráðveikum, endurlífgun, öndunarbilun, bráð vandamál i miðtaugakerfi, nýrnavandamál, vökva- og elektrólýtatruflanir, sýklasótt og lost. Lögð er áhersla á að kenna nemendum mat á alvarlegu ástandi sjúklinga og fyrstu viðbrögð við því. Í þeim tilgangi verður sérstök áhersla á klínískar leiðbeiningar og verkferla, gagnreynda klíníska þekkingu, þjálfun í færni og eflingu hæfni nemenda í bráðum aðstæðum.
Verklag í vísindum (LÝÐ202F)
Námskeiðið veitir hagnýta leiðsögn við undirbúning rannsóknar. Heimildaöflun, tilgátuþróun og gerð yfirlitsgreinar (systematic critical review) á fræðasviði fyrirhugaðaðrar rannsóknar. Nemendur fá einnig þjálfun í að vinna rannsóknaráætlun og kynna hana.
Námskeiðið er ætlað nemendum á meistara- eða doktorsstigi sem hafa valið sér svið/rannsóknarspurningu lokaverkefnis.
Líknarmeðferð (HJÚ263F)
Viðfangsefni námskeiðsins er líknarmeðferð þar sem megin áhersla er á lífsgæði sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra, meðferð og umönnun við lífslok sem stuðlar að jákvæðri upplifun af lífslokum.
Umfjöllun verður um líknarmeðferð bæði sem hugmyndafræði og meðferð. Fjallað verður um líknarmeðferð fyrir mismunandi sjúklingahópa og lögð verður áhersla á mat og meðferð helstu einkenna, sálfélagslegan stuðning við sjúkling og fjölskyldu, tjáskipti og samskipti, siðfræðileg álitamál, sorg og sorgarúrvinnslu.
Áhersla verður lögð á grundvallarþætti líknarmeðferðar og útfærslu þeirra í klínísku starfi og farið verður yfir nýjustu stefnumótun varðandi útfærslu á líknameðferð innan heilbrigðiskerfis. Nemendur verða hvattir til að spegla nýja þekkingu við klínískt starf og miðað er við að námskeiðið nýtist vel í klínísku starfi.
Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur. Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða. Meðal hugtaka sem farið verður yfir:
- Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
- Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
- Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
- Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
- Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
- Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
- Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
- Haust
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga
- Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði
- Hagnýt tölfræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Klínísk lífeðlis- og meinafræði
- Hagnýting megindlegrar aðferðafræði
- Eigindleg aðferðafræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (HJÚ143F)
Í námskeiðinu verður rætt um hugmyndir og hugtök sem hafa mótað skilning ólíkra samfélaga á heilbrigðisþjónustu og hjúkrun. Áhrifamiklar hugmyndir í hjúkrunarfræði verða kynntar og ræddar og leitast verður við að varpa ljósi á það hvernig skilningur á eðli hjúkrunar mótaðist og breyttist á tuttugustu öldinni. Einnig verður fjallað um þekkingu í hjúkrun og þróun hennar. Stefnur í þekkingarþróun verða kynntar og leitast verður við að benda á styrkleika og veikleika þeirra. Farið verður yfir aðferðir við að greina og meta fræðilegan texta og nemendur fá tækifæri til að beita þeim í umfjöllun um rannsóknir. Sérstök áhersla verður lögð á að greina hugtök og kenningar sem höfundar byggja á í rannsóknum sínum og hið fræðilega samhengi sem mótar þau verður skoðað.
Lágmarksfjöldi nemenda: 15.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Í hverri lotu fara fram fyrirlestrar, hópvinna og kynningar á hóp- og einstaklingsverkefnum.
Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.
Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.
Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.
Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.
Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna.
Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).
Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar.
Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.
Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)
Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.
Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.
Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.
Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Hjúkrun á sérsviði I
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Hjúkrun á sérsviði I (HJÚ158F)
Í námskeiðinu er fjallað um hlutverk og hugmyndafræðilegan grunn sérfræðihjúkrunar. Nemendur fá innsýn í hvað einkennir sérfræðihjúkrun: klínísk störf, kennslu og fræðslu, ráðgjöf, leiðtogahlutverk, upplýsingatækni og nýtingu gagna og rannsókna-, gæða- og umbótastörf. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í notkun sérhæfðra klínískra aðferða við upplýsingaöflun og mat á líkamlegu og andlegu ástandi sjúklinga.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður í lotum samkvæmt skipulagi meistaranáms í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild. Hluti námskeiðsins er klínískur og er sá hluti skipulagður í samráði við umsjónarkennara.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu (HJÚ269F)
Nemendur tileinka sér þekkingu um hjúkrun sem starfsmiðaða fræðigrein og beita henni við útfærslur á gagnreyndum meðferðarheildum/meðferðum/þjónustuformum sem mæta flóknum og sértækum þörfum skjólstæðinga.
Nemendur þjálfa ákvarðanatöku, framkvæmd og mat á meðferðarheildum (practice/service) og sértækum hjúkrunarmeðferðarformum (interventions) fyrir tiltekinn skjólstæðingahóp.
Nemendur skoða áherslur í forvörnum á eigin sérsviði og samþætta við fyrirhugað sérsvið.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsueflingV
- Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytingaV
- Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdómaVE
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðingaV
- Gjörgæsluhjúkrun IVE
- Vor
- Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgunV
- Sérhæfð fjölskylduhjúkrunV
- Forysta í heilbrigðisþjónustuVE
- Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindumV
- Stjórnun í heilbrigðisþjónustuV
- Sérhæfð geðhjúkrun - LesnámskeiðV
- Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - LesnámskeiðV
- Klínísk lífeðlis- og meinafræðiV
- Bráðahjúkrun - mat og meðferðV
- Verklag í vísindumV
- Óháð misseri
- LíknarmeðferðV
- Rekstur og heilbrigðisþjónustaV
Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsuefling (LÝÐ104F)
Stærstu áhættuþættir ótímabærra dauðsfalla svo sem hár blóðþrýstingur, tóbaksnotkun, yfirþyngd og hreyfingarleysi valda um 22 milljónum dauðsfalla árlega á heimsvísu. Bæta mætti allt að 5 árum við meðalaldur jarðarbúa með því að draga hóflega úr algengi átta algengstu áhættuþáttanna. Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir þetta viðfangsefni og skiptast áherslur í nokkra meginþætti:
1. Áhrifavaldar heilbrigðis: Hvaða þættir hafa mest áhrif á heilsu og heilbrigði?
2. Aðferðafræði:
a) Hvernig skipuleggjum við forvarnar- og heilsueflingarverkefni?
b) Hvar er hagkvæmast að byrja? Hagfræðileg greining á inngripum.
c) Hvernig höfum við jákvæð áhrif á atferli einstaklinga? Líkön í atferlisfræði, áhugahvetjandi samtöl, atferlishagfræði, samskiptafræði og félagsleg markaðsfærsla.
d) Hvernig höfum við áhrif á ,,kerfið”? Hagsmunagæsla (lobbyismi), bréfaskrif til þingmanna, umfjöllun í fjölmiðlum.
3. Nánari umfjöllun um helstu viðfangsefni: háþrýsingur, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdomar, næring og mataræði, ofþyngd og offita, hreyfing, tóbaksvarnir, krabbamein, áfengi og vímuefni, slysavarnir, umhverfi og atvinna, geðrækt og sjálfsvígsforvarnir, kynheilbrigði og sjálfsmynd, sértækar lausnir fyrir börn og unglinga.
Framsetning: Fyrirlestrar umsjónarkennara og valinna gestafyrirlesara sem eru meðal fremstu sérfræðinga þjóðarinnar á sínu sviði. Lagt verður upp úr umræðum, virkni og þátttöku nemenda í tímum. Einnig vinna nemendur hópverkefni þar sem þeir kynna sér til hlítar valinn áhættuþátt og gefa tillögur að úrbótum.
Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytinga (HJÚ169F)
Megintilgangur námskeiðsins er að kynna fræðilega undirstöðu og klínískar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem gagnast einstaklingum og hópum sem standa frammi fyrir krefjandi lífsbreytingum t.d. tengt veikindum, áhættuþáttum geðheilbrigðis, streitu, þroskaverkefnum og aðstæðum. Sérstaklega verður tekið mið af kenningum Meleis o.fl. um lífsbreytingar og hugrænni atferlismeðferð samkvæmt Aaron Beck. Leitast verður við að nemendur skoði sína eigin faglegu og, eftir atvikum, persónulegu reynslu og úrvinnslu lífsbreytinga samkvæmt ofangreindri lífsbreytingakenningu. Lögð verður áhersla á virkni nemenda og samvinnu þar sem unnið verður ýmist með eigin reynslu, tilbúin dæmi eða skjólstæðing(a). Miðað er við að nemendur hljóti grunnþjálfun í að beita aðferðum sem byggja á hugrænni atferlismeðferð til að fást við atferli og vanlíðan s.s. streitu, kvíða og þunglyndi með stuttum og markvissum inngripum. Unnið verður sérstaklega með einstaklingshæft mat samkvæmt aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar meðal annars til að greina áhrif lífsbreytinga á einstaklinga sem og gagnreyndar aðferðir til íhlutunar. Notkun hugsanaskráa og markviss athafnavirkjun samkvæmt hugrænni atferlismeðferð verður kynnt og æfð í færnibúðum og í vinnu með skjóstæðingi/skjólstæðingum . Einnig verða ræddar aðferðir til að takast á við líkamleg einkenni vanlíðunar samkvæmt bestu þekkingu s.s. með hreyfingu, núvitund og öndunaræfingum. Kennsla fer fram í fjórum til sex lotum. Sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar verða gestakennarar í námskeiðinu.
Námsmat fer fram með einstaklingsverkefnum og gerð er krafa um 80% mætingar í námskeiðinu
Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdóma (HJÚ0AVF)
Í námskeiðinu er fjallað um forvarnir hjá fólki með langvinna sjúkdóma s.s. krabbamein, lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, hjarta – og æðasjúkdóma o.fl. í samræmi við heilbrigðisstefnu Íslands.
Áhersla er á 2. og 3. stigs forvarnir hjá þeim hópum. Stuttlega er fjallað um faraldsfræði algengra langvinnra sjúkdóma, áhættuþætti og tengsl við 1., 2. og 3. stigs forvarnir.
Hugtök og kenningar tengdar forvörnum verða kynntar og rætt um árangursríkar, gagnreyndar aðferðir til sjálfsumönnunar. Hluti námskeiðsins lýtur sérstaklega að reykleysismeðferð. Verkefni í námskeiðinu taka mið af áhugasviði/sérsviði nemenda.
Námskeiðið er kennt í lotum samkvæmt skipulagi Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar á seinni hluta misseris. Gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist um miðjan október.
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Gjörgæsluhjúkrun I (HJÚ160F)
Námskeiðið veitir nemendum yfirsýn yfir grunnþætti gjörgæsluhjúkrunar með áherslu á þróun þekkingarfræðilegs grunns í gjörgæsluhjúkrun. Megin atriði er að nemendur þekki meðferð sem styður útkomu gjörgæslusjúklinga. Áhersla er á hjúkrunarmeðferð klínískt flókinna sjúklinga.Verkefni sem unnin eru í námskeiðinu skulu stuðla sem mest að markvissri þekkingarþróun nemanda á eigin sérsviði og samkvæmt verkefnalýsingum námskeiðsins.
Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgun (HJÚ801F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum forystu og búa þá undir hlutverk leiðtoga í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk leiðtoga í klínkík, stjórnun og kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi. Farið er í lykilþætti forystu í heilbrigðisþjónustu staðbundið og í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Áhersla er á forystuhlutverk heilbrigðisstarfsmanna innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvæði.
Sérhæfð fjölskylduhjúkrun (HJÚ0ADF)
Námskeiðinu er ætlað að gefa hjúkrunarfræðingum sem og öðrum fagaðilum tækifæri á að auka hæfni sína í að meta og útfæra hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar nálgunar. Stuðst verður við hugmyndafræði Calgary og fjölskyldukenningar sem hún byggir á. Auk þess verður áhersla lögð á að þróa klíníska færni fagaðila í að sinna einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem fást við ýmsa sjúkdóma, raskanir og eða áföll. Í ljósi þess verður sérstök áhersla á, að vinna með aðlögun, tengsl, bjargráð, virkni, tilfinningar, hegðun, samskipti, færni, álag og viðhorf fjölskyldumeðlima.
Samskiptakenningar og hugmyndafræði Wright og Bell (2009) og Wright og Leahey (2019) um breytt tengsl fjölskyldumeðlima vegna langvinnra eða bráðra sjúkdóma og eða áfalla og hugmyndafræði um samvinnu við fjölskyldur á klínískum vettvangi er meðal þess efnis sem farið verður yfir. Megin áhersla á námskeiðinu er á gagnreynda starfshætti fjölskyldumiðaðrar þjónustu og á þróun meðferðarsamræðna við fjölskyldur. Unnið er meðal annars með áhrif viðhorfs fjölskyldumeðlima, viðhorf fagaðila og samspil þeirra á milli. Ítarleg umfjöllun verður um undirbúning og framkvæmd fjölskylduviðtala sem meðferðarform og þróun styrkleikamiðaðrar meðferðar fyrir fjölskyldur.
Námskeiðinu er ætlað að gefa nemendum tækifæri á að þróa eigin færni í að aðstoða fjölskyldur við aðlögun og/eða takast á við alvarleg veikindi, röskun og áföll og á þann hátt að virkja og styrkja fjölskyldur í eigin eflingu. Sérstök áhersla verður lögð á einstaklingsbundna þjálfun þar sem nemendur fá persónulega leiðbeiningu um framkvæmd og aðferðir meðferðarsamræðna við fjölskyldumeðlimi.
Námsmat er í formi einstaklingsverkefna og hópverkefna en þar sem um próflausan áfanga er að ræða er gerð krafa um 80% mætingu á námskeiðið.
Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.
Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.
Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.
Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum (HJÚ0AFF)
Þetta námskeið kynnir hugtök og þekkingu á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.
Námskeiðið verður bæði lotu- og staðnám.
Stjórnun í heilbrigðisþjónustu (HJÚ259F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum stjórnunar og búa þá undir hlutverk stjórnenda í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk stjórnenda, mannauðsstjórnun, teymisvinnu, vinnuumhverfi, þjónustu við sjúklinga, gæði og öryggi. Leitast er við að taka fyrir hagnýt viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi í nútíð og framtíð og þannig efla fræðilega og hagnýta hæfni nemandans.
Sérhæfð geðhjúkrun - Lesnámskeið (HJÚ0ABF)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemandanum fræðilega og klíníska færni í aðferðum sem beitt er í sérhæfðri geðhjúkrun og sálfélagslegri meðferð, sem og fræðilega þekkingu er varðar þær kenningar og rannsóknir sem liggja til grundvallar meðferð geðrænna vandamála og áhættuþátta.
Námskeiðið skiptist í klíníska fræðilega þjálfun og fræðilegt nám með sjálfstæðum vinnubrögðum og skoðun kenninga og fræðilegra forsenda íhlutana.
Áhersla verður lögð á að tengja rannsóknir og kenningar við íhlutanir og skoða árangur þeirra. Einnig gefst nemendum kostur á að veita íhlutun á klínískum vettvangi og skoða, með markvissum hætti, árangur hennar.
Leiðsögn fer fram í umræðutímum þar sem nemendur hafa sjálfstætt framlag og taka virkan þátt í faglegum umræðum.
Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - Lesnámskeið (HJÚ0AJF)
Námskeið miðar að því að dýpka þekkingu þátttakenda á aðstæðum barna og þáttum sem hafa áhrif á heilsu þeirra og veikindi í samhengi samfélags og fjölskyldunnar.
Meginþemu námskeiðsins verða:
- Hugmyndafræði;
- Lýðheilsa og heilsuefling
- Viðbrögð við bráðum veikindum
- Viðbrögð við langvinnum veikindum
- Hlutverk heilbrigðiskerfisins og hjúkrunar í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
Námskeiðið veitir kennslu í sérhæfðum aðferðum við greiningu hjúkrunarviðfangsefna hjá börnum og foreldrum og hjúkrunarmeðferð þeim tengdri, s.s. vegna sársauka, líkamlegs og andlegs álags og röskunar, röskunar á sjálfsáliti, skynjunar og skilnings á aðstæðum, röskunar í líkamskerfum, háska, þarfa foreldra ofl. Nemandi fær innsýn í eðli sértækra fyrirbæra í barnahjúkrun í samhengi við klínísk viðfangsefni innan sem utan stofnana. Nemandi lærir aðferðir til að greina á milli algengra eiginleika barna og foreldra og þeirra birtingarforma sem teljast til frávika í samhengi aldurs og þroska barna, aðstæðna og þarfa og bjargráða foreldra. Sérstök áhersla er lögð á samskipta- og tjáskiptaaðferðir og samvinnu við börn og foreldra.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Bráðahjúkrun - mat og meðferð (HJÚ271F)
Tilgangur þessa námskeiðs er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á orsökum bráðra og alvarlegra sjúkdóma og færni í mati og meðferð mikið veikra sjúklinga. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um bráð vandamál tengd smitsjúkdómum, eitrunum og fjöláverkum, mat á bráðveikum, endurlífgun, öndunarbilun, bráð vandamál i miðtaugakerfi, nýrnavandamál, vökva- og elektrólýtatruflanir, sýklasótt og lost. Lögð er áhersla á að kenna nemendum mat á alvarlegu ástandi sjúklinga og fyrstu viðbrögð við því. Í þeim tilgangi verður sérstök áhersla á klínískar leiðbeiningar og verkferla, gagnreynda klíníska þekkingu, þjálfun í færni og eflingu hæfni nemenda í bráðum aðstæðum.
Verklag í vísindum (LÝÐ202F)
Námskeiðið veitir hagnýta leiðsögn við undirbúning rannsóknar. Heimildaöflun, tilgátuþróun og gerð yfirlitsgreinar (systematic critical review) á fræðasviði fyrirhugaðaðrar rannsóknar. Nemendur fá einnig þjálfun í að vinna rannsóknaráætlun og kynna hana.
Námskeiðið er ætlað nemendum á meistara- eða doktorsstigi sem hafa valið sér svið/rannsóknarspurningu lokaverkefnis.
Líknarmeðferð (HJÚ263F)
Viðfangsefni námskeiðsins er líknarmeðferð þar sem megin áhersla er á lífsgæði sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra, meðferð og umönnun við lífslok sem stuðlar að jákvæðri upplifun af lífslokum.
Umfjöllun verður um líknarmeðferð bæði sem hugmyndafræði og meðferð. Fjallað verður um líknarmeðferð fyrir mismunandi sjúklingahópa og lögð verður áhersla á mat og meðferð helstu einkenna, sálfélagslegan stuðning við sjúkling og fjölskyldu, tjáskipti og samskipti, siðfræðileg álitamál, sorg og sorgarúrvinnslu.
Áhersla verður lögð á grundvallarþætti líknarmeðferðar og útfærslu þeirra í klínísku starfi og farið verður yfir nýjustu stefnumótun varðandi útfærslu á líknameðferð innan heilbrigðiskerfis. Nemendur verða hvattir til að spegla nýja þekkingu við klínískt starf og miðað er við að námskeiðið nýtist vel í klínísku starfi.
Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur. Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða. Meðal hugtaka sem farið verður yfir:
- Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
- Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
- Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
- Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
- Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
- Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
- Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
- Haust
- Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði
- Hagnýt tölfræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Klínísk lífeðlis- og meinafræði
- Hagnýting megindlegrar aðferðafræði
- Eigindleg aðferðafræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (HJÚ143F)
Í námskeiðinu verður rætt um hugmyndir og hugtök sem hafa mótað skilning ólíkra samfélaga á heilbrigðisþjónustu og hjúkrun. Áhrifamiklar hugmyndir í hjúkrunarfræði verða kynntar og ræddar og leitast verður við að varpa ljósi á það hvernig skilningur á eðli hjúkrunar mótaðist og breyttist á tuttugustu öldinni. Einnig verður fjallað um þekkingu í hjúkrun og þróun hennar. Stefnur í þekkingarþróun verða kynntar og leitast verður við að benda á styrkleika og veikleika þeirra. Farið verður yfir aðferðir við að greina og meta fræðilegan texta og nemendur fá tækifæri til að beita þeim í umfjöllun um rannsóknir. Sérstök áhersla verður lögð á að greina hugtök og kenningar sem höfundar byggja á í rannsóknum sínum og hið fræðilega samhengi sem mótar þau verður skoðað.
Lágmarksfjöldi nemenda: 15.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Í hverri lotu fara fram fyrirlestrar, hópvinna og kynningar á hóp- og einstaklingsverkefnum.
Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.
Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.
Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.
Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.
Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna.
Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).
Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar.
Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.
Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)
Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.
Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.
Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.
Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Hjúkrun á sérsviði I
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu
- Lokaverkefni
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Hjúkrun á sérsviði I (HJÚ158F)
Í námskeiðinu er fjallað um hlutverk og hugmyndafræðilegan grunn sérfræðihjúkrunar. Nemendur fá innsýn í hvað einkennir sérfræðihjúkrun: klínísk störf, kennslu og fræðslu, ráðgjöf, leiðtogahlutverk, upplýsingatækni og nýtingu gagna og rannsókna-, gæða- og umbótastörf. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í notkun sérhæfðra klínískra aðferða við upplýsingaöflun og mat á líkamlegu og andlegu ástandi sjúklinga.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður í lotum samkvæmt skipulagi meistaranáms í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild. Hluti námskeiðsins er klínískur og er sá hluti skipulagður í samráði við umsjónarkennara.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu (HJÚ269F)
Nemendur tileinka sér þekkingu um hjúkrun sem starfsmiðaða fræðigrein og beita henni við útfærslur á gagnreyndum meðferðarheildum/meðferðum/þjónustuformum sem mæta flóknum og sértækum þörfum skjólstæðinga.
Nemendur þjálfa ákvarðanatöku, framkvæmd og mat á meðferðarheildum (practice/service) og sértækum hjúkrunarmeðferðarformum (interventions) fyrir tiltekinn skjólstæðingahóp.
Nemendur skoða áherslur í forvörnum á eigin sérsviði og samþætta við fyrirhugað sérsvið.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
- Haust
- Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsueflingV
- Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytingaV
- Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdómaVE
- Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðingaV
- Gjörgæsluhjúkrun IVE
- Vor
- Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgunV
- Sérhæfð fjölskylduhjúkrunV
- Forysta í heilbrigðisþjónustuVE
- Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindumV
- Stjórnun í heilbrigðisþjónustuV
- Sérhæfð geðhjúkrun - LesnámskeiðV
- Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - LesnámskeiðV
- Klínísk lífeðlis- og meinafræðiV
- Bráðahjúkrun - mat og meðferðV
- Verklag í vísindumV
- Óháð misseri
- LíknarmeðferðV
- Rekstur og heilbrigðisþjónustaV
Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsuefling (LÝÐ104F)
Stærstu áhættuþættir ótímabærra dauðsfalla svo sem hár blóðþrýstingur, tóbaksnotkun, yfirþyngd og hreyfingarleysi valda um 22 milljónum dauðsfalla árlega á heimsvísu. Bæta mætti allt að 5 árum við meðalaldur jarðarbúa með því að draga hóflega úr algengi átta algengstu áhættuþáttanna. Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir þetta viðfangsefni og skiptast áherslur í nokkra meginþætti:
1. Áhrifavaldar heilbrigðis: Hvaða þættir hafa mest áhrif á heilsu og heilbrigði?
2. Aðferðafræði:
a) Hvernig skipuleggjum við forvarnar- og heilsueflingarverkefni?
b) Hvar er hagkvæmast að byrja? Hagfræðileg greining á inngripum.
c) Hvernig höfum við jákvæð áhrif á atferli einstaklinga? Líkön í atferlisfræði, áhugahvetjandi samtöl, atferlishagfræði, samskiptafræði og félagsleg markaðsfærsla.
d) Hvernig höfum við áhrif á ,,kerfið”? Hagsmunagæsla (lobbyismi), bréfaskrif til þingmanna, umfjöllun í fjölmiðlum.
3. Nánari umfjöllun um helstu viðfangsefni: háþrýsingur, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdomar, næring og mataræði, ofþyngd og offita, hreyfing, tóbaksvarnir, krabbamein, áfengi og vímuefni, slysavarnir, umhverfi og atvinna, geðrækt og sjálfsvígsforvarnir, kynheilbrigði og sjálfsmynd, sértækar lausnir fyrir börn og unglinga.
Framsetning: Fyrirlestrar umsjónarkennara og valinna gestafyrirlesara sem eru meðal fremstu sérfræðinga þjóðarinnar á sínu sviði. Lagt verður upp úr umræðum, virkni og þátttöku nemenda í tímum. Einnig vinna nemendur hópverkefni þar sem þeir kynna sér til hlítar valinn áhættuþátt og gefa tillögur að úrbótum.
Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytinga (HJÚ169F)
Megintilgangur námskeiðsins er að kynna fræðilega undirstöðu og klínískar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem gagnast einstaklingum og hópum sem standa frammi fyrir krefjandi lífsbreytingum t.d. tengt veikindum, áhættuþáttum geðheilbrigðis, streitu, þroskaverkefnum og aðstæðum. Sérstaklega verður tekið mið af kenningum Meleis o.fl. um lífsbreytingar og hugrænni atferlismeðferð samkvæmt Aaron Beck. Leitast verður við að nemendur skoði sína eigin faglegu og, eftir atvikum, persónulegu reynslu og úrvinnslu lífsbreytinga samkvæmt ofangreindri lífsbreytingakenningu. Lögð verður áhersla á virkni nemenda og samvinnu þar sem unnið verður ýmist með eigin reynslu, tilbúin dæmi eða skjólstæðing(a). Miðað er við að nemendur hljóti grunnþjálfun í að beita aðferðum sem byggja á hugrænni atferlismeðferð til að fást við atferli og vanlíðan s.s. streitu, kvíða og þunglyndi með stuttum og markvissum inngripum. Unnið verður sérstaklega með einstaklingshæft mat samkvæmt aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar meðal annars til að greina áhrif lífsbreytinga á einstaklinga sem og gagnreyndar aðferðir til íhlutunar. Notkun hugsanaskráa og markviss athafnavirkjun samkvæmt hugrænni atferlismeðferð verður kynnt og æfð í færnibúðum og í vinnu með skjóstæðingi/skjólstæðingum . Einnig verða ræddar aðferðir til að takast á við líkamleg einkenni vanlíðunar samkvæmt bestu þekkingu s.s. með hreyfingu, núvitund og öndunaræfingum. Kennsla fer fram í fjórum til sex lotum. Sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar verða gestakennarar í námskeiðinu.
Námsmat fer fram með einstaklingsverkefnum og gerð er krafa um 80% mætingar í námskeiðinu
Heilsa og forvarnir einstaklinga með langvinna sjúkdóma (HJÚ0AVF)
Í námskeiðinu er fjallað um forvarnir hjá fólki með langvinna sjúkdóma s.s. krabbamein, lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, hjarta – og æðasjúkdóma o.fl. í samræmi við heilbrigðisstefnu Íslands.
Áhersla er á 2. og 3. stigs forvarnir hjá þeim hópum. Stuttlega er fjallað um faraldsfræði algengra langvinnra sjúkdóma, áhættuþætti og tengsl við 1., 2. og 3. stigs forvarnir.
Hugtök og kenningar tengdar forvörnum verða kynntar og rætt um árangursríkar, gagnreyndar aðferðir til sjálfsumönnunar. Hluti námskeiðsins lýtur sérstaklega að reykleysismeðferð. Verkefni í námskeiðinu taka mið af áhugasviði/sérsviði nemenda.
Námskeiðið er kennt í lotum samkvæmt skipulagi Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar á seinni hluta misseris. Gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist um miðjan október.
Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)
Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.
Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.
Gjörgæsluhjúkrun I (HJÚ160F)
Námskeiðið veitir nemendum yfirsýn yfir grunnþætti gjörgæsluhjúkrunar með áherslu á þróun þekkingarfræðilegs grunns í gjörgæsluhjúkrun. Megin atriði er að nemendur þekki meðferð sem styður útkomu gjörgæslusjúklinga. Áhersla er á hjúkrunarmeðferð klínískt flókinna sjúklinga.Verkefni sem unnin eru í námskeiðinu skulu stuðla sem mest að markvissri þekkingarþróun nemanda á eigin sérsviði og samkvæmt verkefnalýsingum námskeiðsins.
Forysta í hjúkrun – hnattræn nálgun (HJÚ801F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum forystu og búa þá undir hlutverk leiðtoga í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk leiðtoga í klínkík, stjórnun og kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi. Farið er í lykilþætti forystu í heilbrigðisþjónustu staðbundið og í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Áhersla er á forystuhlutverk heilbrigðisstarfsmanna innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvæði.
Sérhæfð fjölskylduhjúkrun (HJÚ0ADF)
Námskeiðinu er ætlað að gefa hjúkrunarfræðingum sem og öðrum fagaðilum tækifæri á að auka hæfni sína í að meta og útfæra hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar nálgunar. Stuðst verður við hugmyndafræði Calgary og fjölskyldukenningar sem hún byggir á. Auk þess verður áhersla lögð á að þróa klíníska færni fagaðila í að sinna einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem fást við ýmsa sjúkdóma, raskanir og eða áföll. Í ljósi þess verður sérstök áhersla á, að vinna með aðlögun, tengsl, bjargráð, virkni, tilfinningar, hegðun, samskipti, færni, álag og viðhorf fjölskyldumeðlima.
Samskiptakenningar og hugmyndafræði Wright og Bell (2009) og Wright og Leahey (2019) um breytt tengsl fjölskyldumeðlima vegna langvinnra eða bráðra sjúkdóma og eða áfalla og hugmyndafræði um samvinnu við fjölskyldur á klínískum vettvangi er meðal þess efnis sem farið verður yfir. Megin áhersla á námskeiðinu er á gagnreynda starfshætti fjölskyldumiðaðrar þjónustu og á þróun meðferðarsamræðna við fjölskyldur. Unnið er meðal annars með áhrif viðhorfs fjölskyldumeðlima, viðhorf fagaðila og samspil þeirra á milli. Ítarleg umfjöllun verður um undirbúning og framkvæmd fjölskylduviðtala sem meðferðarform og þróun styrkleikamiðaðrar meðferðar fyrir fjölskyldur.
Námskeiðinu er ætlað að gefa nemendum tækifæri á að þróa eigin færni í að aðstoða fjölskyldur við aðlögun og/eða takast á við alvarleg veikindi, röskun og áföll og á þann hátt að virkja og styrkja fjölskyldur í eigin eflingu. Sérstök áhersla verður lögð á einstaklingsbundna þjálfun þar sem nemendur fá persónulega leiðbeiningu um framkvæmd og aðferðir meðferðarsamræðna við fjölskyldumeðlimi.
Námsmat er í formi einstaklingsverkefna og hópverkefna en þar sem um próflausan áfanga er að ræða er gerð krafa um 80% mætingu á námskeiðið.
Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.
Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.
Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.
Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum (HJÚ0AFF)
Þetta námskeið kynnir hugtök og þekkingu á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.
Námskeiðið verður bæði lotu- og staðnám.
Stjórnun í heilbrigðisþjónustu (HJÚ259F)
Markmið námskeiðsins er að nemandi öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á viðfangsefnum stjórnunar og búa þá undir hlutverk stjórnenda í heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á hlutverk stjórnenda, mannauðsstjórnun, teymisvinnu, vinnuumhverfi, þjónustu við sjúklinga, gæði og öryggi. Leitast er við að taka fyrir hagnýt viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi í nútíð og framtíð og þannig efla fræðilega og hagnýta hæfni nemandans.
Sérhæfð geðhjúkrun - Lesnámskeið (HJÚ0ABF)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemandanum fræðilega og klíníska færni í aðferðum sem beitt er í sérhæfðri geðhjúkrun og sálfélagslegri meðferð, sem og fræðilega þekkingu er varðar þær kenningar og rannsóknir sem liggja til grundvallar meðferð geðrænna vandamála og áhættuþátta.
Námskeiðið skiptist í klíníska fræðilega þjálfun og fræðilegt nám með sjálfstæðum vinnubrögðum og skoðun kenninga og fræðilegra forsenda íhlutana.
Áhersla verður lögð á að tengja rannsóknir og kenningar við íhlutanir og skoða árangur þeirra. Einnig gefst nemendum kostur á að veita íhlutun á klínískum vettvangi og skoða, með markvissum hætti, árangur hennar.
Leiðsögn fer fram í umræðutímum þar sem nemendur hafa sjálfstætt framlag og taka virkan þátt í faglegum umræðum.
Barnahjúkrun I: Heilbrigðisþjónusta, lýðheilsa og sérhæfð greining og meðferðarleiðir í hjúkrun barna - Lesnámskeið (HJÚ0AJF)
Námskeið miðar að því að dýpka þekkingu þátttakenda á aðstæðum barna og þáttum sem hafa áhrif á heilsu þeirra og veikindi í samhengi samfélags og fjölskyldunnar.
Meginþemu námskeiðsins verða:
- Hugmyndafræði;
- Lýðheilsa og heilsuefling
- Viðbrögð við bráðum veikindum
- Viðbrögð við langvinnum veikindum
- Hlutverk heilbrigðiskerfisins og hjúkrunar í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
Námskeiðið veitir kennslu í sérhæfðum aðferðum við greiningu hjúkrunarviðfangsefna hjá börnum og foreldrum og hjúkrunarmeðferð þeim tengdri, s.s. vegna sársauka, líkamlegs og andlegs álags og röskunar, röskunar á sjálfsáliti, skynjunar og skilnings á aðstæðum, röskunar í líkamskerfum, háska, þarfa foreldra ofl. Nemandi fær innsýn í eðli sértækra fyrirbæra í barnahjúkrun í samhengi við klínísk viðfangsefni innan sem utan stofnana. Nemandi lærir aðferðir til að greina á milli algengra eiginleika barna og foreldra og þeirra birtingarforma sem teljast til frávika í samhengi aldurs og þroska barna, aðstæðna og þarfa og bjargráða foreldra. Sérstök áhersla er lögð á samskipta- og tjáskiptaaðferðir og samvinnu við börn og foreldra.
Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Bráðahjúkrun - mat og meðferð (HJÚ271F)
Tilgangur þessa námskeiðs er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á orsökum bráðra og alvarlegra sjúkdóma og færni í mati og meðferð mikið veikra sjúklinga. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um bráð vandamál tengd smitsjúkdómum, eitrunum og fjöláverkum, mat á bráðveikum, endurlífgun, öndunarbilun, bráð vandamál i miðtaugakerfi, nýrnavandamál, vökva- og elektrólýtatruflanir, sýklasótt og lost. Lögð er áhersla á að kenna nemendum mat á alvarlegu ástandi sjúklinga og fyrstu viðbrögð við því. Í þeim tilgangi verður sérstök áhersla á klínískar leiðbeiningar og verkferla, gagnreynda klíníska þekkingu, þjálfun í færni og eflingu hæfni nemenda í bráðum aðstæðum.
Verklag í vísindum (LÝÐ202F)
Námskeiðið veitir hagnýta leiðsögn við undirbúning rannsóknar. Heimildaöflun, tilgátuþróun og gerð yfirlitsgreinar (systematic critical review) á fræðasviði fyrirhugaðaðrar rannsóknar. Nemendur fá einnig þjálfun í að vinna rannsóknaráætlun og kynna hana.
Námskeiðið er ætlað nemendum á meistara- eða doktorsstigi sem hafa valið sér svið/rannsóknarspurningu lokaverkefnis.
Líknarmeðferð (HJÚ263F)
Viðfangsefni námskeiðsins er líknarmeðferð þar sem megin áhersla er á lífsgæði sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra, meðferð og umönnun við lífslok sem stuðlar að jákvæðri upplifun af lífslokum.
Umfjöllun verður um líknarmeðferð bæði sem hugmyndafræði og meðferð. Fjallað verður um líknarmeðferð fyrir mismunandi sjúklingahópa og lögð verður áhersla á mat og meðferð helstu einkenna, sálfélagslegan stuðning við sjúkling og fjölskyldu, tjáskipti og samskipti, siðfræðileg álitamál, sorg og sorgarúrvinnslu.
Áhersla verður lögð á grundvallarþætti líknarmeðferðar og útfærslu þeirra í klínísku starfi og farið verður yfir nýjustu stefnumótun varðandi útfærslu á líknameðferð innan heilbrigðiskerfis. Nemendur verða hvattir til að spegla nýja þekkingu við klínískt starf og miðað er við að námskeiðið nýtist vel í klínísku starfi.
Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur. Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða. Meðal hugtaka sem farið verður yfir:
- Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
- Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
- Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
- Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
- Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
- Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
- Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
Hafa samband
Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is
Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.