Frönsk fræði
Frönsk fræði
MA gráða – 120 einingar
Í meistaranámi í frönskum fræðum öðlast nemendur dýpri þekkingu á fræðasviði sínu og fá þjálfun í akademískum vinnubrögðum og í framsetningu efnis.
Skipulag náms
- Haust
- Meistararitgerð í frönskum fræðum
- Kenningar í hugvísindum
- Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menning
- Tungumál og menning I
- Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingarV
- Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingarV
- Vor
- Meistararitgerð í frönskum fræðum
- Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: Franska
- Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð
- SjálfsögurV
- Sérverkefni: SjálfsögurV
- Einstaklingsverkefni: Óhefðbundnir kennsluhættirV
Meistararitgerð í frönskum fræðum (FRA441L)
Meistararitgerð í frönskum fræðum.
Kenningar í hugvísindum (FOR709F)
Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.
Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menning (FRA103F)
Í þessu námskeiði er farið ítarlega í menningu, sögu og stjórnkerfi Frakklands. Kennsla fer fram á frönsku.
Tungumál og menning I (MOM301F)
Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.
Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA501F)
Ævintýri settu svip sinn á elstu verk franskra bókmennta eins og sjá má, t.d. í Strengleikum. Ævintýraritun hófst svo af kappi í lok 17. aldar þegar Mme d‘Aulnoy, Charles Perrault, Mlle L‘Héritier de Villandon og fleiri gáfu út verk sín (Öskubuska, Bláskeggur, Sælueyjan, Blái fuglinn, Ricdin Ricdon …). Stuttu síðar kom út þýðing Antoines Gallands á Þúsund og einni nótt og ýtti hún enn frekar undir áhuga á bókmenntagreininni. Sagan um Fríðu og Dýrið var gefin út árið 1740 og var, ásamt fleiri ævintýrum, tekin inn í safnrit ætlað börnum, í styttri útgáfu og endurskoðaðri. Í námskeiðinu verða lesin ævintýri eftir ýmsa höfunda og einkenni þeirra skoðuð með hliðsjón af tísku og tíðaranda. Sjónum verður beint að hlut þeirra kvenna sem stigu fram á ritvöllinn á þessum tíma, myndun ævintýrasafna og rammafrásagna, og ævintýrum í barnabókmenntum á síðari hluta 18. aldar. Einnig verður litið til íslenskra þýðinga á frönskum ævintýrum á tímabilinu.
Námskeiðið verður kennt á íslensku. Fyrir nemendur í frönsku verður boðið upp á vikulegan aukatíma (40 mín.) á frönsku.
Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA022F Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar 4e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.
Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA022F)
Þetta verkefni er ætlað þeim nemum sem skráðir eru í námskeiðið FRA501F Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar og hafa áhuga á að kynna sér efni námskeiðsins frekar.
Meistararitgerð í frönskum fræðum (FRA441L)
Meistararitgerð í frönskum fræðum.
Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: Franska (FRA218F)
Markmiðið með námskeiðinu er að treysta og festa málfræði- og ritunarkunnáttu nemenda á frönsku. Unnið verður með flókna setningarskipan, greiningu á þungum textum og endurritun þeirra. Kennsla fer fram á frönsku.
Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)
Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.
Sjálfsögur (FRA402F)
Námskeiðið fjallar um sjálfsævisögur, sjálfssögur og minnistexta frá seinni hluta 20. aldar og upphafi 21. aldar í Frakklandi og öðrum frönskum málsvæðum, svo sem Senegal, Alsír og Marokkó. Skoðað verður hvernig þrír þættir sjálfsævisögunnar – sjálfið, ævin og sagan – sameinast eða takast á í verkum ólíkra höfunda. Áherslan verður á sjálfs(ævi)söguleg skrif sem lýsa samfélagslegum, mennningarlegum og pólitískum aðstæðum og byggja á minni. Spurt verður hvernig endurminningar og upprifjun birtast í bókmenntum og kannað með hvaða hætti gleymskan gegnir lykilhlutverk í slíkum frásögnum. Verk þar sem höfundar gera glímu sína við minnið og gleymskuna og mörkin milli skáldskapar og veruleika að viðfangsefni verða í fyrirrúmi.
Námskeiðið verður kennt á íslensku með einum aukatíma á frönsku á viku fyrir nemendur í Frönskum fræðum.
Nemendur í námskeiðinu geta tekið 4 eininga sérverkefni samhliða því, FRA026F, og verða að tala við kennara fyrir 1. október til að skrá sig í verkefnið.
Sérverkefni: Sjálfsögur (FRA026F)
Nemendur geta tekið þetta 4e sérverkefni samhliða námskeiðinu FRA402F Sjálfsögur til að fá tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.
Nemendur skulu hafa samband við umsjónarmann verkefnisins til þess að óska eftir skráningu eigi seinna en 1. október 2024.
Einstaklingsverkefni: Óhefðbundnir kennsluhættir (FRA902F)
Einstaklingsverkefni.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.