Skip to main content

Enska

Enska

Hugvísindasvið

Enska

MA gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í ensku öðlast nemendur nákvæma þekkingu á kjörsviði sínu í enskum málvísindum eða sögu og bókmenntum enskumælandi þjóða.  

Einnig er boðið upp á nám í þýðingafræði og nytjaþýðingum í samstarfi við Íslensku- og menningardeild á meistarastigi.

Skipulag náms

X

Fræði og ritun (ENS231F)

Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.

X

MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema (ENS113F)

Þetta er skyldunámskeið fyrir alla meistaranema í ensku. Haldnar eru stuttar málstofur þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða stefnur og tilgátur tengdum enskum fræðum og undirbúa sig fyrir að kynna eigin verk og annarra á vettvangi sinna fræða, heima eða erlendis. Mat er byggt á þátttöku í námskeiðinu: 2 stuttum verkefnum og kynningu á rannsóknarverkefni sem unnið er í tengslum við námskeið valnámskeið eða lokaverkefni.

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Skapandi skrif (enska) (ENS817M)

Ef þú hefur brennandi löngun til þess að skrifa skáldsögur, smásögur eða ljóð á ensku, og hefur ánægju af lestri góðra bóka, er þetta námskeið fyrir þig.

Tilgangur námsins er m.a.

1. Að skerpa hæfni nemenda með ritæfingum og ritskoðun á eigin texta.

2. Að auka hæfni nemenda til þess að veita öðrum uppbyggjandi gagnrýni á verk þeirra í ritsmiðju og gefa góð ráð um ritskoðun og endurritun.

Auk þess að örva andagiftina læra nemendur nytsama hluti eins og skipulagningu, uppbyggingu, fléttu, sögusvið, persónusköpun og ritun samtala.

Nemendur skoða einnig og skilgreina verk frægra höfunda til þess að uppgötva hvernig hægt er að nýta bestu tækni til áhrifa á lesandann. Stöðugt endurmat á námsekiðinu tryggir að nemendur bæti verk sín og verði í kjölfarið betri gagnrýnendur á verk annarra. Í lok námskeiðsins skrifar hver nemandi eina smásögu í fullri lengd eða skrifar samansafn ljóða, auk annarra ritæfinga.

Krafist er 100% mætingarskyldu og því hentar námskeiðið ekki fyrir fjarnemendur. Nemendur mæta einu sinni í viku - á fyrirlestur og ritsmiðju (3 kennslustundir í senn).

Nemendur sem uppfylla forkröfur námskeiðins verða skráðir í það. 6 sæti eru ætluð MA nemendum og 6 sæti eru ætluð BA nemendum og þegar kemur að skráningu þá er það fyrstur kemur fyrstur fær. Öll sæti sem eru laus í námskeiðið 30. ágúst verða boðin út til nemenda á biðlista. 

X

Hollywood: Place and Myth (ENS352M)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.

X

Rannsóknarverkefni – Hrollvekjur, raunsæissögur, fantasíur og rómansar: breskar sögulegar skáldsögur frá 1764 til 1950 (ENS132F)

This research project is linked to the course ENS506G From Gothic Beginnings to Twentieth Century Fantasy and Romance: The British Historical Novel 1764 to 1950.

The course introduces students to the development of the British historical novel up to the middle of the 20th century. Its origins will be traced back to what is seen as the first Gothic novel as well as examining in some detail Walter Scott’s Waverley, which generally is referred to as the first historical novel. The course then outlines the development of the historical novel up to the middle of the 20th century and students read selected texts from this time period. Within this framework, the course explores the way that history has been used by writers across a variety of genres, such as romance and adventure. The course will also include discussions of history in television and film where relevant, along with discussions of relevant theories by both historians and cultural theorists.

The research project involves writing a research paper of 6500-7500 words (75%) and a short essay of 1800-2500 words (25%) OR writing a longer research essay of 8000-10000 words (see below on course assessment). For the short essay, students choose from a list of essay topics given out to students in ENS506G (or come up with their own topic, see below). For the research paper, students choose a topic of their own (or with the teacher’s help); please note that the teacher needs to approve your topic of choice.

The teacher will meet with the students registered for this course on a regular basis to discuss the research paper. Dates to be confirmed.

X

Merking, mál og mannshugur (ENS216F)

Hvað merkir...

X

Frá Miðgarði til Marvel, Aðlögun norrænna goðafræða í stafrænni öld (MOM501M)

Þetta námskeið fjallar um áhrif miðaldabókmennta á enskar bókmenntir og menningu nútímans, og hvernig slík áhrif eru aðlöguð á stafrænni öld. Lögð er áhersla á norræna goðafræði og skoðað hvernig þær sögur hafa fléttast saman við vestræna menningu nútímans, frá JRR Tolkien og Neil Gaiman til Marvel kvikmyndaheimsins.

X

Pétur Pan og Hvergiland (ENS704M)

Ævintýraheimarnir sem skoska skáldið J. M. Barrie skapaði í kringum eilífðarstrákinn Pétur Pan hafa tekið mörgum breytingum, af hendi höfundar og fjölda annarra – ekki síst á vegum Disney fyrirtækisins og þýðinga á flest heimsins tungumál. Á þessu námskeiði munum við íhuga sumar af þeim myndbreytingum sem orðið hafa á ástsælum persónum og hugarheimum Hvergilands við flutning á milli miðlunarleiða og menningarheima í gegnum helstu grunnhugmyndir og hugtök á sviði aðlögunarfræða. Þetta er 6-vikna hraðnámskeið með símat.

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni  (ÍSL612M)

Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.

X

Sálfræði tungumáls, heilinn og erfðir (AMV602F)

Í námskeiðinu verður fjallað um helstu aðferðir sálfræðilegra málvísinda og hugrænna taugavísinda í rannsóknum á tungumáli. Rætt verður m.a. um úrvinnslu heilans á merkingu og setningafræði og fjallað um viðfangsefni á borð við tvítyngi, talmyndun, málþroska og túlkun á óbeinu máli (t.d. kaldhæðni). Að lokum verður stuttlega farið yfir nýjustu rannsóknir á erfðaþáttum tungumáls.   

X

Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS235F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu rannsóknir á máltöku og kennslu annars máls og erlendra mála. Fjallað verður um eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir sem notaðar eru við könnun á máltöku og kennsluaðferðum. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.  

X

Landmiðuð skrif: Femínísk umhverfi í bókmenntum 20. aldar (ENS620M)

Áður en samtímagreiningar á eyðandi áhrifum mannmiðaðrar hugsunar á umhverfi og lífkerfi komu fram höfðu sögur árþjóða og femínískra höfunda gagnrýnt hugmyndina að maðurinn drottnaði yfir öðrum lífverum. Í þessu námskeiði munum við nota hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ sem leiðarstef til að greina verk kvenhöfunda eins og Leslie Marmon Silko, bell hooks, Willa Cather, Maria Lugones og Muriel Rukeyser og skoða hvernig verk þeirra flækja og dýpka skilning okkar á hugtökunum.

Saman munum við skoða hvernig áhrif nýlendustefnu birtast í því hvernig hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ eru notuð sem lýsing á verkum ákveðinna höfunda og ekki annarra. Við munum takast á við spurningar eins og; hvaða ólíku hugmyndir um umhverfisvernd má sjá í verkum höfunda námskeiðsins? Hvaða merkingu má leggja í hugtakið „umhverfisbókmenntir“ og hvernig gætu femínísk fræði hjálpað okkur að svara þeirri spurningu?

X

Rannsóknarverkefni: Breska sögulega skáldsagan frá 1950 (ENS225F)

Í námskeiðinu...

X

Skrímsli, morð og ógnir: Hryllingssögur (ENS304F)

Hryllingssögur urðu vinsælar á seinni hluta 18. aldar og voru uppfullar af spennu, morðum, ógnarverkum, furðuverum og undarlegum uppákomum. Þrátt fyrir sívaxandi gagnrýni á fyrri hluta 19. aldar dafnaði frásagnarhefðin og tók breytingum á Viktoríutímabilinu í Englandi jafnt sem Bandaríkjunum, þar sem ýmis einkenna hryllingssagna birtust í undirtegundum bókmennta á þessu tímabili. Þrátt fyrir að vera umdeild hefur hryllingssagan haldist vinsæl, ekki síst fyrir sakir ógnvekjandi söguþráða og hræðilegra – eða hræddra – sögupersóna. Það sem er kunnuglegt verður framandi og það sem er framandi verður enn annarlegra í þessum skrifum, sem kafa í málefni eins og firringu, tækni, tabú, sálfræði, (ástar)ævintýri, og trúarbrögð, svo eitthvað sé nefnt. Hefðin ígrundar jafnframt “annarleika” með því að fjalla um verur, hópa, eða sjálfsmyndir sem samfélagið vill þagga eða hafna, og knýja lesendur þar með til að horfast í augu við, og jafnvel takast á við, það sem þeim finnst ógnandi. Á þessu námskeiði munum við íhuga þessi málefni nánar í verkum breskra höfunda eins og Ann Radcliffe (The Italian), Jane Austen (Northanger Abbey) og Mary Shelley (Frankenstein), og bandarískra höfunda eins og Washington Irving (“The Legend of Sleepy Hollow”) og Edgar Allan Poe (“The Fall of the House of Usher”).  

X

Rannsóknarverkefni: Ádeila og samfélag í skáldsögum Frances Burney (ENS450F)

Uppáhaldshöfundur og innblástur fyrir Jane Austen og umsjónarmaður skikkju Charlotte drottningar, Frances Burney (1752-1840) var átjándu aldar enskur skáldsagnahöfundur og leikskáld sem einnig er þekkt sem Fanny Burney. Burney bjó í Frakklandi í Napóleonsstríðunum og franski eiginmaður hennar Alexander D'Arblay hafði stutt frönsku byltinguna, pólitískt þema sem fjallað er um í skáldsögu hennar The Wanderer. Skáldsaga hennar Camilla (1796), seld í áskrift, skilaði henni ótrúlega háum fjárhæðum sem gerði henni kleift að kaupa hús handa fjölskyldu sinni. Alla ævi hélt Burney dagbækur sem þjóna sem skrá yfir tíma hennar í átjándu aldar dómstólnum, átjándu aldar listrænu og vitsmunalegu hásamfélagi og um tíma hennar í Frakklandi. Starf Burney tekur þátt í málefnum stétta, erfða, góðgerðarmála og stjórnmálabaráttu í Frakklandi og Bretlandi. Við munum lesa skáldsögur Burney og útdrætti úr bréfum hennar og dagbókum. Á þessu námskeiði verður farið yfir félagslegar, pólitískar, efnahagslegar og frumfemínískar athugasemdir í verkum Burney, frásagnarstíl hennar, upplýsingar um líf hennar og áhrif hennar á aðra skáldsagnahöfunda, eins og Austen.

X

Research Project – Forms of Monstrosity in Medieval Literature (ENS601F)

Why are we terrified and fascinated by monsters? Why do they disgust us and at the same time excite our desire? What does monstrosity as the ultimate form of otherness teach us about human identity and society? How do cultural ideas about race, gender, sexuality, nationhood, and class spawn our notions of monstrosity? In this course we will grapple with these questions by looking at a sampling of grotesque, transgressive, hybridized, disfigured, and otherwise hideous forms of being in Middle English literature: monstrous races, werewolves, ghosts, giants, demons, gods, and fantastic beasts. We will read widely across genres, including chivalric romance, travel writing, fables, hagiography, religious texts, lyric poetry and more. Critical readings will be drawn from a variety of perspectives (deconstruction, post-humanism, psychoanalysis, gender criticism, ecocritical theory) to reflect the complex and multidisciplinary nature of the topic.

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

X

Aðlaganir (ENS217F)

Í þessu námskeiði verður rýnt í bókmenntaverk sem hafa verið aðlöguð yfir í sjónvarpsseríur og kvikmyndir og glímt við hin fjölmörgu hugtök og kenningar sem tengjast þessari tiltölulega nýju og sívaxandi fræðigrein. Námsefnið samanstendur af sérvöldum fræðigreinum, smásögum auk skyldutexta námskeiðsins, Adaptation and Appropriation, eftir Julie Sanders, New Critical Idiom 2015.

Með þessu verður leitast við að skilja hvernig aðlaganir myndast og geta nýst til að brjóta niður hefðir og menningarmúra.

Skoðaðar verða sérvaldir þættir úr nokkrum sjónvarpsseríum sem byggðar hafa verið á skáldsögum eða smásögum, s.s. Saga þernunnar, e. Margaret Atwood, Hroki og hleypidómar og eða Vonir og væntingar, e. Jane Austen og Big Little Lies, e. Liane Moriarty ofl.

X

MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema (ENS113F)

Þetta er skyldunámskeið fyrir alla meistaranema í ensku. Haldnar eru stuttar málstofur þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða stefnur og tilgátur tengdum enskum fræðum og undirbúa sig fyrir að kynna eigin verk og annarra á vettvangi sinna fræða, heima eða erlendis. Mat er byggt á þátttöku í námskeiðinu: 2 stuttum verkefnum og kynningu á rannsóknarverkefni sem unnið er í tengslum við námskeið valnámskeið eða lokaverkefni.

X

Meistararitgerð í ensku (ENS441L)

MA ritgerð í ensku.

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Skapandi skrif (enska) (ENS817M)

Ef þú hefur brennandi löngun til þess að skrifa skáldsögur, smásögur eða ljóð á ensku, og hefur ánægju af lestri góðra bóka, er þetta námskeið fyrir þig.

Tilgangur námsins er m.a.

1. Að skerpa hæfni nemenda með ritæfingum og ritskoðun á eigin texta.

2. Að auka hæfni nemenda til þess að veita öðrum uppbyggjandi gagnrýni á verk þeirra í ritsmiðju og gefa góð ráð um ritskoðun og endurritun.

Auk þess að örva andagiftina læra nemendur nytsama hluti eins og skipulagningu, uppbyggingu, fléttu, sögusvið, persónusköpun og ritun samtala.

Nemendur skoða einnig og skilgreina verk frægra höfunda til þess að uppgötva hvernig hægt er að nýta bestu tækni til áhrifa á lesandann. Stöðugt endurmat á námsekiðinu tryggir að nemendur bæti verk sín og verði í kjölfarið betri gagnrýnendur á verk annarra. Í lok námskeiðsins skrifar hver nemandi eina smásögu í fullri lengd eða skrifar samansafn ljóða, auk annarra ritæfinga.

Krafist er 100% mætingarskyldu og því hentar námskeiðið ekki fyrir fjarnemendur. Nemendur mæta einu sinni í viku - á fyrirlestur og ritsmiðju (3 kennslustundir í senn).

Nemendur sem uppfylla forkröfur námskeiðins verða skráðir í það. 6 sæti eru ætluð MA nemendum og 6 sæti eru ætluð BA nemendum og þegar kemur að skráningu þá er það fyrstur kemur fyrstur fær. Öll sæti sem eru laus í námskeiðið 30. ágúst verða boðin út til nemenda á biðlista. 

X

Hollywood: Place and Myth (ENS352M)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.

X

Rannsóknarverkefni – Hrollvekjur, raunsæissögur, fantasíur og rómansar: breskar sögulegar skáldsögur frá 1764 til 1950 (ENS132F)

This research project is linked to the course ENS506G From Gothic Beginnings to Twentieth Century Fantasy and Romance: The British Historical Novel 1764 to 1950.

The course introduces students to the development of the British historical novel up to the middle of the 20th century. Its origins will be traced back to what is seen as the first Gothic novel as well as examining in some detail Walter Scott’s Waverley, which generally is referred to as the first historical novel. The course then outlines the development of the historical novel up to the middle of the 20th century and students read selected texts from this time period. Within this framework, the course explores the way that history has been used by writers across a variety of genres, such as romance and adventure. The course will also include discussions of history in television and film where relevant, along with discussions of relevant theories by both historians and cultural theorists.

The research project involves writing a research paper of 6500-7500 words (75%) and a short essay of 1800-2500 words (25%) OR writing a longer research essay of 8000-10000 words (see below on course assessment). For the short essay, students choose from a list of essay topics given out to students in ENS506G (or come up with their own topic, see below). For the research paper, students choose a topic of their own (or with the teacher’s help); please note that the teacher needs to approve your topic of choice.

The teacher will meet with the students registered for this course on a regular basis to discuss the research paper. Dates to be confirmed.

X

Merking, mál og mannshugur (ENS216F)

Hvað merkir...

X

Frá Miðgarði til Marvel, Aðlögun norrænna goðafræða í stafrænni öld (MOM501M)

Þetta námskeið fjallar um áhrif miðaldabókmennta á enskar bókmenntir og menningu nútímans, og hvernig slík áhrif eru aðlöguð á stafrænni öld. Lögð er áhersla á norræna goðafræði og skoðað hvernig þær sögur hafa fléttast saman við vestræna menningu nútímans, frá JRR Tolkien og Neil Gaiman til Marvel kvikmyndaheimsins.

X

Pétur Pan og Hvergiland (ENS704M)

Ævintýraheimarnir sem skoska skáldið J. M. Barrie skapaði í kringum eilífðarstrákinn Pétur Pan hafa tekið mörgum breytingum, af hendi höfundar og fjölda annarra – ekki síst á vegum Disney fyrirtækisins og þýðinga á flest heimsins tungumál. Á þessu námskeiði munum við íhuga sumar af þeim myndbreytingum sem orðið hafa á ástsælum persónum og hugarheimum Hvergilands við flutning á milli miðlunarleiða og menningarheima í gegnum helstu grunnhugmyndir og hugtök á sviði aðlögunarfræða. Þetta er 6-vikna hraðnámskeið með símat.

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Einstaklingsverkefni (ENS114F)

Heimilt er að taka allt að 15e í einstaklingsverkefnum. Nemandi velur sér rannsóknaverkefni til úrlausnar í samráði við kennara á MA-stigi, og þarf samþykki umsjónarkennara að liggja fyrir áður en hægt er að skrá sig í þetta verkefni. Einstaklingsverkefni skulu að öllu jöfnu tengjast MA- námskeiðum sem nemandinn hefur þegar lokið eða vera á því sviði sem hann hefur valið sér.

X

Meistararitgerð í ensku (ENS441L)

Meistararitgerð í ensku.

X

Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni  (ÍSL612M)

Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.

X

Sálfræði tungumáls, heilinn og erfðir (AMV602F)

Í námskeiðinu verður fjallað um helstu aðferðir sálfræðilegra málvísinda og hugrænna taugavísinda í rannsóknum á tungumáli. Rætt verður m.a. um úrvinnslu heilans á merkingu og setningafræði og fjallað um viðfangsefni á borð við tvítyngi, talmyndun, málþroska og túlkun á óbeinu máli (t.d. kaldhæðni). Að lokum verður stuttlega farið yfir nýjustu rannsóknir á erfðaþáttum tungumáls.   

X

Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS235F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu rannsóknir á máltöku og kennslu annars máls og erlendra mála. Fjallað verður um eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir sem notaðar eru við könnun á máltöku og kennsluaðferðum. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.  

X

Landmiðuð skrif: Femínísk umhverfi í bókmenntum 20. aldar (ENS620M)

Áður en samtímagreiningar á eyðandi áhrifum mannmiðaðrar hugsunar á umhverfi og lífkerfi komu fram höfðu sögur árþjóða og femínískra höfunda gagnrýnt hugmyndina að maðurinn drottnaði yfir öðrum lífverum. Í þessu námskeiði munum við nota hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ sem leiðarstef til að greina verk kvenhöfunda eins og Leslie Marmon Silko, bell hooks, Willa Cather, Maria Lugones og Muriel Rukeyser og skoða hvernig verk þeirra flækja og dýpka skilning okkar á hugtökunum.

Saman munum við skoða hvernig áhrif nýlendustefnu birtast í því hvernig hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ eru notuð sem lýsing á verkum ákveðinna höfunda og ekki annarra. Við munum takast á við spurningar eins og; hvaða ólíku hugmyndir um umhverfisvernd má sjá í verkum höfunda námskeiðsins? Hvaða merkingu má leggja í hugtakið „umhverfisbókmenntir“ og hvernig gætu femínísk fræði hjálpað okkur að svara þeirri spurningu?

X

Rannsóknarverkefni: Breska sögulega skáldsagan frá 1950 (ENS225F)

Í námskeiðinu...

X

Skrímsli, morð og ógnir: Hryllingssögur (ENS304F)

Hryllingssögur urðu vinsælar á seinni hluta 18. aldar og voru uppfullar af spennu, morðum, ógnarverkum, furðuverum og undarlegum uppákomum. Þrátt fyrir sívaxandi gagnrýni á fyrri hluta 19. aldar dafnaði frásagnarhefðin og tók breytingum á Viktoríutímabilinu í Englandi jafnt sem Bandaríkjunum, þar sem ýmis einkenna hryllingssagna birtust í undirtegundum bókmennta á þessu tímabili. Þrátt fyrir að vera umdeild hefur hryllingssagan haldist vinsæl, ekki síst fyrir sakir ógnvekjandi söguþráða og hræðilegra – eða hræddra – sögupersóna. Það sem er kunnuglegt verður framandi og það sem er framandi verður enn annarlegra í þessum skrifum, sem kafa í málefni eins og firringu, tækni, tabú, sálfræði, (ástar)ævintýri, og trúarbrögð, svo eitthvað sé nefnt. Hefðin ígrundar jafnframt “annarleika” með því að fjalla um verur, hópa, eða sjálfsmyndir sem samfélagið vill þagga eða hafna, og knýja lesendur þar með til að horfast í augu við, og jafnvel takast á við, það sem þeim finnst ógnandi. Á þessu námskeiði munum við íhuga þessi málefni nánar í verkum breskra höfunda eins og Ann Radcliffe (The Italian), Jane Austen (Northanger Abbey) og Mary Shelley (Frankenstein), og bandarískra höfunda eins og Washington Irving (“The Legend of Sleepy Hollow”) og Edgar Allan Poe (“The Fall of the House of Usher”).  

X

Rannsóknarverkefni: Ádeila og samfélag í skáldsögum Frances Burney (ENS450F)

Uppáhaldshöfundur og innblástur fyrir Jane Austen og umsjónarmaður skikkju Charlotte drottningar, Frances Burney (1752-1840) var átjándu aldar enskur skáldsagnahöfundur og leikskáld sem einnig er þekkt sem Fanny Burney. Burney bjó í Frakklandi í Napóleonsstríðunum og franski eiginmaður hennar Alexander D'Arblay hafði stutt frönsku byltinguna, pólitískt þema sem fjallað er um í skáldsögu hennar The Wanderer. Skáldsaga hennar Camilla (1796), seld í áskrift, skilaði henni ótrúlega háum fjárhæðum sem gerði henni kleift að kaupa hús handa fjölskyldu sinni. Alla ævi hélt Burney dagbækur sem þjóna sem skrá yfir tíma hennar í átjándu aldar dómstólnum, átjándu aldar listrænu og vitsmunalegu hásamfélagi og um tíma hennar í Frakklandi. Starf Burney tekur þátt í málefnum stétta, erfða, góðgerðarmála og stjórnmálabaráttu í Frakklandi og Bretlandi. Við munum lesa skáldsögur Burney og útdrætti úr bréfum hennar og dagbókum. Á þessu námskeiði verður farið yfir félagslegar, pólitískar, efnahagslegar og frumfemínískar athugasemdir í verkum Burney, frásagnarstíl hennar, upplýsingar um líf hennar og áhrif hennar á aðra skáldsagnahöfunda, eins og Austen.

X

Research Project – Forms of Monstrosity in Medieval Literature (ENS601F)

Why are we terrified and fascinated by monsters? Why do they disgust us and at the same time excite our desire? What does monstrosity as the ultimate form of otherness teach us about human identity and society? How do cultural ideas about race, gender, sexuality, nationhood, and class spawn our notions of monstrosity? In this course we will grapple with these questions by looking at a sampling of grotesque, transgressive, hybridized, disfigured, and otherwise hideous forms of being in Middle English literature: monstrous races, werewolves, ghosts, giants, demons, gods, and fantastic beasts. We will read widely across genres, including chivalric romance, travel writing, fables, hagiography, religious texts, lyric poetry and more. Critical readings will be drawn from a variety of perspectives (deconstruction, post-humanism, psychoanalysis, gender criticism, ecocritical theory) to reflect the complex and multidisciplinary nature of the topic.

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

X

Aðlaganir (ENS217F)

Í þessu námskeiði verður rýnt í bókmenntaverk sem hafa verið aðlöguð yfir í sjónvarpsseríur og kvikmyndir og glímt við hin fjölmörgu hugtök og kenningar sem tengjast þessari tiltölulega nýju og sívaxandi fræðigrein. Námsefnið samanstendur af sérvöldum fræðigreinum, smásögum auk skyldutexta námskeiðsins, Adaptation and Appropriation, eftir Julie Sanders, New Critical Idiom 2015.

Með þessu verður leitast við að skilja hvernig aðlaganir myndast og geta nýst til að brjóta niður hefðir og menningarmúra.

Skoðaðar verða sérvaldir þættir úr nokkrum sjónvarpsseríum sem byggðar hafa verið á skáldsögum eða smásögum, s.s. Saga þernunnar, e. Margaret Atwood, Hroki og hleypidómar og eða Vonir og væntingar, e. Jane Austen og Big Little Lies, e. Liane Moriarty ofl.

X

Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)

Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn. 

Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:

  1. Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
  2. Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð  stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. Greiningar á textum og myndum
  2. Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
  3. Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlun (HMM242F)

Í Miðlunarleiðum II á vorönn er unnið með eftirfarandi miðlunarleiðir: a) munnleg framsetning og b) sýningar á menningarsögulegu efni. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. 

Nemendur fara yfir grunnatriði í munnlegri framsetningu og æfa sig í minni og stærri hópum. Einnig verður farið yfir grunnatriði varðandi skipulagingu á ráðstefnum og málþingum og stjórnun þeirra. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í kynningarhluta þessa viðfangsefnis. Við lok þess þáttar er haldin ráðstefna þar sem allir nemendur kynna verkefni sín. Að honum loknum tekur við þáttur um sýningar með tengingu við stafræna miðlun. Fjallað verður um grunnatriði sýninga og ólíkar leiðir við framsetningu mynda og texta og hvaða reglur gilda um framsetningu texta á netinu. Nemendur vinna við hagnýt verkefni í þessu samhengi.  Samhliða verður farið yfir grunnatriði í stafrænni miðlun, hverjar eru helstu miðlunarleiðir, kostir og gallar. 

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. fyrirlestur á ráðstefnu og önnur verkefni í því samhengi
  2. Sýningagreining og hagnýtt verkefni í tengslum við sýningar á vegum Borgarsögusafns
  3. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. Áhersla er lögð á sameiginleg þemu og hópavinnu í námskeiðinu.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.