Skip to main content
8. maí 2024

Hlaut verðlaun fyrir rannsóknir á sviði Rómafræða

Hlaut verðlaun fyrir rannsóknir á sviði Rómafræða  - á vefsíðu Háskóla Íslands

Sofiya Zahova, rannsóknasérfræðingur við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, hlaut nýverið Romanipe verðlaunin fyrir nýstárlegar rannsóknir á sviði Rómafræða og kynningu á menningu Rómafólks. Romanipe verðlaunin eru veitt einstaklingum sem með störfum sínum brjóta blað í kynningu á sögu, menningu og tungumáli Rómafólks. Í umsögn stjórnar verðlaunanna kemur fram að rannsóknir Sofiyu marki kaflaskil í sögu Rómafræða og að djúpstæð virðing hennar fyrir menningu Rómafólks búi að baki rannsóknum hennar.

Sofiya hefur hlotið fleiri viðurkenningar fyrir framlag sitt til Rómafræða og samfélags Rómafólks. Á alþjóðlegum Rómadegi UNESCO í Króatíu 2023 hlaut hún Guardian of the Romani Language verðlaunin og á alþjóðlegri menningarhátíð Róma á Ítalíu 2018 hlaut hún Amico Rom verðlaunin í flokki fræðastarfa fyrir bók sína History of Romani Literature.

Sofiya Zahova er önnur frá hægri.