Sálfræði
180 eða 240 einingar - Doktorspróf
Öflugt doktorsnám fer fram við Sálfræðideild þar sem doktorsnemar afla og miðla nýrri vísindalegri þekkingu. Námið er þriggja til fjögurra ára rannsóknanám þar sem nemendur vinna að rannsóknarverkefni í samstarfi við fastráðinn kennara Sálfræðideildar.
Um námið
Vel á annan tug doktorsnema er í fjölbreyttum rannsóknum í samstarfi við einhvern fastráðinn kennara Sálfræðideildar. Doktorsnámið er 180 eða 240 einingar (þriggja til fjögurra ára nám). Námið veitir ekki starfsréttindi sálfræðings.
Markmið námsins
Markmið námsins er að veita nemendum vísindalega þjálfun og búa þá undir vísindastörf, háskólakennslu eða sérfræðingsstörf við rannsóknastofnanir og önnur ábyrgðarmikil störf í samfélaginu.
Doktorsnám við Heilbrigðisvísindasvið hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun frá ORPHEUS (Organisation for PhD Education in Biomedicine and Health Sciences in the European System).
Meistara- eða Cand.psych. próf frá Sálfræðideild HÍ eða sambærilegt próf.
Hafðu samband
Skrifstofa Sálfræðideildar
Nýi Garður, 1. hæð, Sæmundargötu 12, 102 Reykjavík
Sími 525 4240 og 525 5813
saldeild@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga kl. 10-12 og 13-15