-English below-
Nemendum Háskóla Íslands býðst að sækja um sumarnám við Columbia-háskóla í New York borg sumarið 2023. Um er að ræða tvö sex vikna tímabil: frá 22. maí til 30. júní eða frá 3. júlí til 11. ágúst 2023.
Columbia-háskóli er í hópi Ivy League-háskóla en það eru átta rótgrónir og virtir háskólar á austurströnd Bandaríkjanna sem raðast í efstu sæti styrkleikalista yfir bestu háskóla í heimi. Háskóli Íslands og Columbia undirrituðu samning árið 2015 og síðan þá hafa nemendur HÍ sótt nám við Columbia. Nemendur við HÍ geta einnig sótt um að vera gestanemendur gegn gjaldi við Columbia á haust- og vormisseri á grundvelli samnings milli skólanna. Bent er á að þetta tækifæri getur nýst nemendum vel sem hyggja á framhaldsnám í Bandaríkjunum.
Sumarnámið við Columbia er opið öllum nemendum Háskóla Íslands í grunn- og meistaranámi sem hafa lokið a.m.k. einu námsári (60 ECTS) áður en sumarnámið hefst, með meðaleinkunn að lágmarki 7,5.
Nemendur geta valið úr fjölmörgum námskeiðum á grunn- og framhaldsstigi við Columbia. Velja þarf námskeið sem veita a.m.k. 6 Columbia-einingar (12 ECTS) en hægt er að sækja um að fá þær metnar inn á námsferil við Háskóla Íslands.
Skólagjöld eru 13.644 USD (f. 6 Columbia-einingar). Nemendur greiða þar að auki ferðir, húsnæði og uppihald en geta sótt um að búa á stúdentagörðum. Nánari upplýsingar er að finna á vef Columbia-háskóla. Nemendur þurfa að uppfylla kröfur Columbia um enskukunnáttu (100 í TOEFL).
Umsóknarferlið er tvíþætt. Nemendur senda fyrst inn umsókn til Háskóla Íslands. Sérstök valnefnd metur umsækjendur á grundvelli námsárangurs, framtíðaráforma og viðtals og velur nemendur sem eru tilnefndir til Columbia. Tilnefndir nemendur senda síðan inn umsókn með námskeiðavali til Columbia.
Sótt er um á netinu en fylgigögnum (á ensku) skal skila í lokuðu umslagi merktu „Columbia 2023“ á Þjónustuborð, Háskólatorgi fyrir lokun mánudaginn 16. janúar 2023.
Fylgigögn (á ensku):
1. Kynningarbréf (e. personal statement), að hámarki 600 orð
2. Staðfest námsferilsyfirlit á ensku ásamt árangursröðun (e. ranking) – fæst á Þjónustuborði á Háskólatorgi
3. Niðurstöður úr stöðuprófi í ensku (TOEFL) eða staðfesting á skráningu í prófið
4. Ferilskrá
Frekari upplýsingar má nálgast hjá Alþjóðasviði á ask@hi.is eða í s. 525-4311.
Umsóknarfrestur er mánudagur 16. janúar 2023.
Summer at Columbia University in New York City 2023
University of Iceland students can apply to attend a Summer Session at Columbia University in New York City. Three six-week sessions are available: from May 22 to June 30 and from July 3 to August 11.
UI students can also apply to be a full-time student (fee-based) at Columbia during the fall and spring semesters.
Students at the University of Iceland have participated in the summer program at Columbia since 2015, when an agreement was first established between Columbia University and the University of Iceland. This is a unique opportunity for UI students to study at an Ivy League university and one of the world´s top universities.
Undergraduate and Master‘s students from all disciplines, who have completed at least one academic year (60 ECTS) at UI at the start of the summer program with a minimum GPA of 7.5 are eligible to apply. Students can select from a variety of courses and must enroll in at least 6 Columbia units (12 ECTS) that may be transferred to UI.
Tuition for the summer session at Columbia is USD 13,644 (for 6 Columbia units) excluding other fees such as travel and housing.
Please note that this is a two-step application process. Students first apply to the University of Iceland, where a selection committee evaluates their academic achievements, future plans and an interview. Selected students are then nominated to Columbia and proceed with the Columbia summer application process.
Students fill out an online application and submit supporting documents in an envelope labeled “Columbia 2023” to the Service Desk, University Center, before closing on Monday, January 16, 2023. Applications received after the deadline will not be accepted.
Supporting documents (in English):
1. Personal statement (max. 600 words)
2. Official transcript with ranking - available at the Service Desk, University Center
3. Proof of English proficiency (TOEFL) or a confirmation of registration for English proficiency test
4. Resumé/CV
For further information, please contact the UI International Division at ask@hi.is or 525-4311.
The application deadline is Monday January 16, 2023.