Íslenska sem annað mál, hagnýtt nám - Grunndiplóma
Íslenska sem annað mál, hagnýtt nám
Grunndiplóma – 60 einingar
Eins árs nám fyrir nemendur með litla kunnáttu í íslensku.
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist færni til þess að geta tjáð sig við allar almennar aðstæður daglegs lífs og lesið einfalda texta.
Skipulag náms
- Haust
- Orðaforði og málfræði I
- Tal og tjáning I
- Hljóð og hlustun I
- Sjálfsnám í íslensku IB
- Íslensk menningB
- Vor
- Orðaforði og málfræði II
- Tal og tjáning II
- Hljóð og hlustun II
- Sjálfsnám í íslensku IIB
- Íslensk menningB
Orðaforði og málfræði I (ÍSE002G)
Megináhersla verður lögð á uppbyggingu orðaforða og færniþættina tvo: tal og ritun. Farið verður í ýmis málnotkunar- og málfræðiatriði, s.s. kyn, aukafallssagnir, merkingu nokkurra sagnasambanda og beygingu nokkurra sagna. Í námskeiðinu verður byggður upp daglegur orðaforði íslensku. Orðaforðinn verður æfður munnlega og skriflega með verkefnum í kennslustundum og heimavinnu. Málfræðiatriði verða tekin fyrir í samhengi við orðaforðann og umræðuefnin.
Tal og tjáning I (ÍSE030G)
Námskeiðið er ætlað byrjendum í íslensku. Í námskeiðinu eru nemendur þjálfaðir í samskiptum á íslensku og skilningi á mæltu máli s.s. að hefja samtal og ljúka því, kynna sig, biðja um þjónustu eða aðstoð. Kynntir verða einfaldir frasar sem þarf til að bjarga sér í daglegu lífi. Nemendur vinna verkefni í svokölluðu Íslenskuþorpi og úti í samfélaginu um leið og þeir sinna daglegum erindum sínum. Nemendur vinna ýmist einir eða í litlum hópum með samtöl og stuttar framsögur í kennslustundum og úti í samfélaginu.
Hljóð og hlustun I (ÍSE032G)
Farið er í grundvallaratriði íslensk hljóðkerfis. Framburður sérhljóða og samhljóða er markvisst æfður, sem og framburður algengra samhljóðaklasa. Þá eru kynntar helstu reglur um framburð í samfelldu tali sem og reglur um áherslu og tónfall. Nemendur vinna að ýmsum hlustunar-, skilnings og framburðarverkefnum, innan og utan kennslustofu.
Sjálfsnám í íslensku I (ÍSE001G)
Í námskeiðinu verður unnið með grunnatriði í málfræði, hlustun og hlustunarskilning auk lesturs og orðaforða. Námskeiðið er nemendastýrt með stuðningi kennara og stjórna nemendur efnisvali og markmiðum að hluta í samráði við hann. Nemendur styðjast við gagnvirka vefkennsluefnið Icelandic Online 1 plús og velja sér að auki efni með tilliti til ákveðins færniþáttar sem þeir vilja leggja sérstaka áherslu á, þ.e. málfræði, hlustun eða orðaforða. Nemendur sækja kennslustundir þar sem þeir fá tækifæri til að spyrja spurninga og æfa það sem þeir hafa lært.
Íslensk menning (ÍSE014G)
Í námskeiðinu er gefið yfirlit yfir íslenska menningu og sögu en höfuðáhersla er lögð á hin hröðu umskipti sem orðið hafa í átt til nútímalifnaðarhátta hér á landi á síðari áratugum. Fjallað er um bókmenntir, tónlist, myndlist, kvikmyndir, og eru meðal annars lesin valin skáldverk eftir íslenska samtímahöfunda. Námskeiðið er opið öllum erlendum stúdentum við Háskóla Íslands og fer kennslan fram á ensku.
Orðaforði og málfræði II (ÍSE007G)
Þetta námskeið er framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem hafa lokið ÍSE002G, Orðaforði og málfræði I. Megináhersla verður lögð á áframhaldandi uppbyggingu orðaforða með lestri og ritun. Lesnir verða textar um efni sem varða daglegt líf og málnotkun, orðaforði og málfræði þjálfuð í tengslum við þá. Grunnatriði íslenskrar málfræði eru kynnt og þjálfuð áfram, s.s. sagnbeyging í nútíð og þátíð og kyn og beyging fallorða.
Tal og tjáning II (ÍSE031G)
Þetta námskeið er framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem hafa lokið námskeiðinu ÍSE030G, Tal og tjáning I. Nemendur lesa stutta texta heima sem varða daglegt líf og ræða efni þeirra í litlum hópum í kennslustundum. Nemendur flytja einnig kynningar um valin efni fyrir framan bekkinn. Umræður fara fram í litlum hópum og innan hópsins í heild. Kennslustundir eru einnig notaðar til þess að undirbúa nemendur fyrir samskipti utan kennslustofunnar.
Hljóð og hlustun II (ÍSE033G)
Þetta námskeið er framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem hafa lokið ÍSE032G, Hljóð og hlustun I. Tiltekin framburðaratriði eru skýrð og þjálfuð, einkum samhljóðaklasar og framburður sérhljóða á undan ákveðnum samhljóðum. Algeng brottföll og breytingar hljóða í samfelldu tali eru tekin fyrir. Nemendur vinna að ýmsum hlustunar-, skilnings- og framburðarverkefnum innan og utan kennslustofunnar.
Sjálfsnám í íslensku II (ÍSE009G)
Námskeiðið er beint framhald af námskeiðinu ÍSE001G Sjálfsnámi í íslensku I. Í því verður unnið frekar með málfræði, hlustun og hlustunarskilning auk lesturs og orðaforða. Námskeiðið er nemendastýrt undir umsjón kennara og stjórna nemendur efnisvali og markmiðum að hluta í samráði við hann. Nemendur styðjast við gagnvirka netkennsluefnið Icelandic Online 2 plús og velja sér að auki efni með tilliti til ákveðins færniþáttar sem þeir vilja leggja frekari rækt við, þ.e. málfræði, hlustun eða lestur/orðaforða. Nemendur sækja kennslustundir þar sem þeir fá tækifæri til að spyrja spurninga og æfa það sem þeir hafa lært.
Íslensk menning (ÍSE014G)
Í námskeiðinu er gefið yfirlit yfir íslenska menningu og sögu en höfuðáhersla er lögð á hin hröðu umskipti sem orðið hafa í átt til nútímalifnaðarhátta hér á landi á síðari áratugum. Fjallað er um bókmenntir, tónlist, myndlist, kvikmyndir, og eru meðal annars lesin valin skáldverk eftir íslenska samtímahöfunda. Námskeiðið er opið öllum erlendum stúdentum við Háskóla Íslands og fer kennslan fram á ensku.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.