Skip to main content

Sérsvið hjúkrunar - Viðbótardiplóma 80e

Sérsvið hjúkrunar - Viðbótardiplóma 80e

Heilbrigðisvísindasvið

Sérsvið hjúkrunar

Viðbótardiplóma – 80 einingar

Boðið er upp á lengra diplómanám á meistarastigi í hjúkrun til þess að gefa hjúkrunarfræðingum kost á að auka þekkingu sína og færni á ákveðnu sviði.

Kjörsvið diplómanáms eru skipulögð í takt við samfélagslegar þarfir og eftirspurn hjúkrunarfræðinga hverju sinni. Nú er boðið upp á kjörsviðin: Svæfingahjúkrun og skurðhjúkrun.

Skipulag náms

X

Klínísk starfsþjálfun í skurðhjúkrun I (HJÚ172F)

Sérhæfð starfsþjálfun til diplómaprófs samfara diplómanámi í skurðhjúkrun. Starfsþjálfunin telur þá 10 einingar á sérsviðinu og veitir þjálfun í klínískum vinnubrögðum og starfsferlum í skurðhjúkrun. Starfsþjálfunin til 1608 klst. fer fram á skurð- og svæfingadeildum Landspítala - háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Nánari upplýsingar um starfsþjálfunina er að finna í verknámsbók í diplómanámi.

Nemendum er skylt að taka námskeið í Sérhæfðri endurlífgun I (ILS) LSH. Nemendur fá skírteini að loknu þessu námskeiði á verknámstímabilinu. Skal námskeiði þessu vera lokið 2 mán. fyrir fyrirhugaða útskrift. Námskeið þetta er hluti af klíniska námskeiðinu. Sérhæfð endurlífgun I (ILS) og meðhöndlun.

  • Að nemendur séu færir um greina fyrstu einkenni hjartabilunar,
  • kunni helstu aðgerðir sem beita má til að koma í veg fyrir hjartastopp og geti framkvæmt grunnendurlífgun þ.e. hjartahnoð, öndunaraðstoð og gefið hjartarafstuð með sjálfvirku eða hálfsjálfvirku hjartastuðtæki, þar til sérhæfð aðstoð berst.

Kennsluaðferðir: Sýnikennsla, verklegar æfingar og fyrirlestrar. Námsmat: Færni nemenda er metin í gegnum allt námskeiðið.

Athugið að ekki er heimilt að skrá sig í námskeiðið nema með heimild umsjónarkennara.

X

Fræðileg aðferð (HJÚ140F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur nái tökum á fræðilegum vinnubrögðum á þann hátt að þeir geti hagnýtt fyrirliggjandi fræðilega þekkingu í hjúkrun. Athyglin beinist að aðferðum við öflun heimilda í gagnasöfnum og mati á þeim. Fjallað er um gagnreynda starfshætti, s.s. notkun klínískra leiðbeininga og verklagsreglna. Áhersla er lögð á að þjálfa aðferðir við leitir og mat á fræðilegu efni ásamt textavinnslu.

Námskeiðið er haldið í upphafi kennslumisseris.

X

Skurðhjúkrun I (HJÚ153F)

Fjallað er um þekkingarþróun í skurðhjúkrun, hugtök og kenningar tengdar skurðhjúkun. Lögð er áhersla á dýpkun þekkingar nemanda tengt grundvallarviðfangsefnum skurðhjúkrunar s.s. handsótthreinsun, sótthreinsun húðar fyrir skurðaðgerðir og umgengnisreglur á skurðstofum. Auk þess er farið yfir heiti verkfæra í ólíkum skurðaðgerðum og þætti sem hafa áhrif á öryggi sjúklinga í skurðaðgerð.

Farið verður yfir hjúkrunarviðfangsefni sem skurðhjúkrunarfræðingar vinna við í aðgerðarferli sjúklings á skurðstofu s.s. fyribygging taugaskaða, sýkinga- og legusáravarnir. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist færni í að nota gæðastaðla AORN (Association of periOperative Registered nurses) við störf sín á skurðstofu.

Þekking nemanda verður dýpkuð á grundvallarþáttum sérhæfðrar hjúkrunarmeðferðar, hjúkrunargreiningar og á aðgerðarferli skjólstæðinga á skurðstofu sem byggir á hugmyndafræði um heildræna hjúkrun.

X

Klínísk starfsþjálfun í skurðhjúkrun II (HJÚ282F)

Sérhæfð starfsþjálfun til diplómaprófs samfara diplómanámi í skurðhjúkrun. Starfsþjálfunin telur þá 10 einingar á sérsviðinu og veitir þjálfun í klínískum vinnubrögðum og starfsferlum í skurðhjúkrun. Starfsþjálfunin til 1608 klst. fer fram á skurð- og svæfingadeildum Landspítala - háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Nánari upplýsingar um starfsþjálfunina er að finna í verknámsbók í diplómanámi.

Nemendum er skylt að taka námskeið í Sérhæfðri endurlífgun I (ILS) LSH. Nemendur fá skírteini að loknu þessu námskeiði á verknámstímabilinu. Skal námskeiði þessu vera lokið 2 mán. fyrir fyrirhugaða útskrift. Námskeið þetta er hluti af klíniska námskeiðinu. Sérhæfð endurlífgun I (ILS) og meðhöndlun.

  • Að nemendur séu færir um greina fyrstu einkenni hjartabilunar,
  • kunni helstu aðgerðir sem beita má til að koma í veg fyrir hjartastopp og geti framkvæmt grunnendurlífgun þ.e. hjartahnoð, öndunaraðstoð og gefið hjartarafstuð með sjálfvirku eða hálfsjálfvirku hjartastuðtæki, þar til sérhæfð aðstoð berst.

Kennsluaðferðir: Sýnikennsla, verklegar æfingar og fyrirlestrar. Námsmat: Færni nemenda er metin í gegnum allt námskeiðið.

Athugið að ekki er heimilt að skrá sig í námskeiðið nema með heimild umsjónarkennara.

X

Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)

Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.  

X

Sérhæfð líffærafræði skurðlækninga (HJÚ251F)

Í námskeiðinu er farið í líffærafræði líkamans m.t.t. skurðaðgerða gerðar á, í og við líffærin svo sem eins og líffærafræði höfuðs og háls, líffærafræði innri líffæra, ásamt taugakerfi útlima og bols. Í námskeiðinu er farið í fyrirlestrum yfir grundvallaratriði almennrar líffærafræði og gerð mannslíkamans skýrð með tilvísun til uppruna hans. Námsefnið kemur nánar fram í fyrirlestraskrá í upphafi námskeiðs.

X

Klínísk starfsþjálfun í skurðhjúkrun III (HJÚ346F)

Sérhæfð starfsþjálfun til diplómaprófs samfara diplómanámi í skurðhjúkrun. Starfsþjálfunin telur þá 10 einingar á sérsviðinu og veitir þjálfun í klínískum vinnubrögðum og starfsferlum í skurðhjúkrun. Starfsþjálfunin til 1608 klst. fer fram á skurð- og svæfingadeildum Landspítala - háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Nánari upplýsingar um starfsþjálfunina er að finna í verknámsbók í diplómanámi.

Nemendum er skylt að taka námskeið í Sérhæfðri endurlífgun I (ILS) LSH. Nemendur fá skírteini að loknu þessu námskeiði á verknámstímabilinu. Skal námskeiði þessu vera lokið 2 mán. fyrir fyrirhugaða útskrift. Námskeið þetta er hluti af klíniska námskeiðinu. Sérhæfð endurlífgun I (ILS) og meðhöndlun.

  • Að nemendur séu færir um greina fyrstu einkenni hjartabilunar,
  • kunni helstu aðgerðir sem beita má til að koma í veg fyrir hjartastopp og geti framkvæmt grunnendurlífgun þ.e. hjartahnoð, öndunaraðstoð og gefið hjartarafstuð með sjálfvirku eða hálfsjálfvirku hjartastuðtæki, þar til sérhæfð aðstoð berst.

Kennsluaðferðir: Sýnikennsla, verklegar æfingar og fyrirlestrar. Námsmat: Færni nemenda er metin í gegnum allt námskeiðið.

Athugið að ekki er heimilt að skrá sig í námskeiðið nema með heimild umsjónarkennara.

X

Klínísk starfsþjálfun í skurðhjúkrun IV (HJÚ447F)

Sérhæfð starfsþjálfun til diplómaprófs samfara diplómanámi í skurðhjúkrun. Starfsþjálfunin telur þá 10 einingar á sérsviðinu og veitir þjálfun í klínískum vinnubrögðum og starfsferlum í skurðhjúkrun. Starfsþjálfunin til 1608 klst. fer fram á skurð- og svæfingadeildum Landspítala - háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Nánari upplýsingar um starfsþjálfunina er að finna í verknámsbók í diplómanámi.

Nemendum er skylt að taka námskeið í Sérhæfðri endurlífgun I (ILS) LSH. Nemendur fá skírteini að loknu þessu námskeiði á verknámstímabilinu. Skal námskeiði þessu vera lokið 2 mán. fyrir fyrirhugaða útskrift. Námskeið þetta er hluti af klíniska námskeiðinu. Sérhæfð endurlífgun I (ILS) og meðhöndlun.

  • Að nemendur séu færir um greina fyrstu einkenni hjartabilunar,
  • kunni helstu aðgerðir sem beita má til að koma í veg fyrir hjartastopp og geti framkvæmt grunnendurlífgun þ.e. hjartahnoð, öndunaraðstoð og gefið hjartarafstuð með sjálfvirku eða hálfsjálfvirku hjartastuðtæki, þar til sérhæfð aðstoð berst.

Kennsluaðferðir: Sýnikennsla, verklegar æfingar og fyrirlestrar. Námsmat: Færni nemenda er metin í gegnum allt námskeiðið.

Athugið að ekki er heimilt að skrá sig í námskeiðið nema með heimild umsjónarkennara.

X

Skurðhjúkrun III (HJÚ444F)

Í þessu námskeiði verður haldið áfram að fjalla um skurðaðgerðir í framhaldi af Skurðhjúkrun II. Fjallað verður um grundvallaratriði stjórnunar á sérhæfðum hátæknideildum. Nemendur eru fræddir um mannauð á starfvettvangi og hvernig best megi nýta tæki og fjármagn í hátækniheilbrigðiskerfi. Fjallað verður um siðfræðileg álitamál tengt skurðaðgerðum og samvinnu heilbrigðisstétta á skurðstofu. Fjallað verður um leiðtogahlutverkið, helstu áhættuþætti í starfsumhverfi og ábyrgð stofnunar og hjúkrunarfræðings. Nemendur fá kennslu í líkamsmati sjúklinga fyrir, í og eftir skurðaðgerð.Kennd eru fræðileg vinnubrögð og þau þjálfuð.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Klínísk starfsþjálfun í svæfingahjúkrun I (HJÚ170F)

Klínísk starfsþjálfun í svæfingahjúkrun fer fram samhliða fræðilegu námi í svæfingahjúkrun og veitir þjálfun í klínískum vinnubrögðum og vinnuferlum í svæfingahjúkrun. Klínísk starfsþjálfun í svæfingahjúkrun er metin til 30 eininga og er 1700 klst. sem fer fram á svæfingadeildum Landspítala - háskólasjúkrahúss, í hermi (simulator) og í verklegum æfingum í vinnubúðum.

Í klínískri starfsþjálfun er notuð verknámsbók þar sem m.a. koma fram námsmarkmið, hvaða kröfur nemar þurfa að uppfylla, upplýsingar um námsmat, gerð svæfingaáætlana, skráningu færnikorta og verknámsskráa.

Gerð er krafa um 100% ástundun í klínískri starfsþjálfun. Markmið starfsþjálfunar í svæfingahjúkrun er að þjálfa nemendur í að samþætta klíníska- og fræðilega þekkingu, veita þjálfun í klínískum vinnubrögðum og vinnuferlum og kynna sem flest svið svæfingahjúkunar.


X

Fræðileg aðferð (HJÚ140F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur nái tökum á fræðilegum vinnubrögðum á þann hátt að þeir geti hagnýtt fyrirliggjandi fræðilega þekkingu í hjúkrun. Athyglin beinist að aðferðum við öflun heimilda í gagnasöfnum og mati á þeim. Fjallað er um gagnreynda starfshætti, s.s. notkun klínískra leiðbeininga og verklagsreglna. Áhersla er lögð á að þjálfa aðferðir við leitir og mat á fræðilegu efni ásamt textavinnslu.

Námskeiðið er haldið í upphafi kennslumisseris.

X

Lyfjafræði svæfingalyfja (HJÚ151F)

Fjallað er um lyfhrifafræði (pharmacodynamics) og lyfhvarfafræði (pharmacokinetics) algengustu lyfja sem notuð eru við svæfingar og deyfingar. Rætt er um svæfingalyf, verkjalyf, vöðvaslakandi lyf, deyfingalyf og ógleðistillandi lyf.  Skoðað verður hlutverk ósjálfráða ósjálfráða taugakerfisins við samhæfingu og stjórnun líkamsstarfseminnar og rætt um lyfjafræði mikilvægra lyfja með áhrif þar á. Jafnframt verður fjallað um lyf sem notuð eru til meðhöndlunar á algengum sjúkdómum og lyf sem hafa milliverkan við önnur lyf í svæfingu eða deyfingu.

X

Svæfingahjúkrun I (HJÚ152F)

Lögð er áhersla á undirstöðuatriði svæfinga og deyfinga og áhrif svæfinga á lífeðlisfræðilega starfsemi sjúklings. Fjallað verður um mismunandi aðferðir við svæfingar og deyfingar og nauðsynlegur tækjabúnaður kynntur. 

Fjallað verður um umgengnisreglur á skurðstofum, hitatap sjúklings, fyrirbyggingu þess og hagræðingu sjúklinga í réttar legustellingar á skurðarborðum. Lögð er áhersla á hæfni nemenda til kerfisbundis heilsufarsmats og gerð einstaklingsmiðaðra svæfingaáætlana útfrá eðli aðgerðar og þörfum sjúklings í gegnum aðgerðarferlið. Samhliða námskeiðinu byrja nemendur að yfirfæra fræðilegu þekkinguna á klíníska verkþjálfun á svæfingadeildum.

X

Svæfingahjúkrun II (HJÚ219F)

Haldið verður áfram að fjalla um undirstöðuatriði svæfinga og deyfinga og áhrif þeirra á lífeðlisfræðilega starfsemi sjúklings. Rætt verður um mismunandi aðgerðir og aðferðir sem notaðar eru við svæfingar og deyfingar viðkomandi sjúklingaflokka. Fjallað verður um  einstaka sjúklingahópa auk undirliggjandi sjúkdóma sem taka verður mið af í aðgerðarferlinu (fyrir aðgerð, í aðgerð og eftir aðgerð) og mun nemandinn öðlast þjálfun í að beita fræðilegri þekkingu við svæfingaáætlun og úrlausn klínískra viðfangsefna. 

X

Klínísk starfsþjálfun í svæfingahjúkrun II (HJÚ281F)

Klínísk starfsþjálfun í svæfingahjúkrun fer fram samhliða fræðilegu námi í svæfingahjúkrun og veitir þjálfun í klíniskum vinnubrögðum og vinnuferlum í svæfingahjúkrun. Klínísk starfsþjálfun í svæfingahjúkrun er metin til 30 eininga og er 1700 klst. sem fer fram á svæfingadeildum Landspítala - háskólasjúkrahúss, í hermi (simulator) og í verklegum æfingum í vinnubúðum.

Í klínískri starfsþjálfun er notuð verknámsbók þar sem m.a. koma fram  námsmarkmið, hvaða kröfur nemar þurfa að uppfylla, upplýsingar um námsmat, gerð svæfingaáætlana, skráningu færnikorta og verknámsskráa.

Gerð er krafa um 100% ástundun í klínískri starfsþjálfun. Markmið starfsþjálfunar í svæfingahjúkrun er að þjálfa nemendur í að samþætta klíníska- og fræðilega þekkingu, veita þjálfun í klínískum vinnubrögðum og vinnuferlum og kynna sem flest svið svæfingahjúkunar.

Kennslumisseri: Kennsla mun fara fram samfara námi en skráning í námsskeiðið verður aðeins á síðasta misseri.

X

Sérsvið svæfingahjúkrunar I (HJÚ280F)

Lögð er áhersla á sérsvið svæfingahjúkrunar með samþættingu klínískra viðfangsefna á svæfingadeildum við fræðilega þekkingu.

Nemendur nýta klínískar og fræðilegar aðferðir við gerð svæfingaáætlana, kynningu færnikorta og tilfellakynningar og beita gagnreyndri þekkingu og hagnýtingu gagnagrunna við úrlausn klínískra viðfangsefna.

Áhersla er lögð á að örva gagnrýna hugsun, frumkvæði og leikni nemandans til að takast á við þau fjölbreyttu viðfangsefni í hjúkrun sjúklinga í svæfingu/deyfingu/slævingu.

X

Eðlis- og efnafræði svæfinga (HJÚ218F)

Kennd eru helstu uppgufunar- , þrýstings- og flæðilögmál lofttegunda og vökva. Þekking á þessu sviði er nauðsynlegur undirbúningur til skilnings á verkun gasa þ.e svæfingagasa súrefnis, glaðslofts og lofts sem og til skilnings á starfsemi lungna og blóðrásar í heilbrigðu og sjúku ástandi. Enn fremur verður fjallað um eðlisfræðilögmál þeirra tækja sem notuð eru við svæfingar, s.s. virkni gasara gasgreina, súrefnismettunarmæla, ífarandi þrýstingsmælinga o.fl.

X

Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)

Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.  

X

Klínísk starfsþjálfun í svæfingahjúkrun III (HJÚ345F)

Klínísk starfsþjálfun í svæfingahjúkrun fer fram samhliða fræðilegu námi í svæfingahjúkrun og veitir þjálfun í klíniskum vinnubrögðum og vinnuferlum í svæfingahjúkrun. Klínísk starfsþjálfun í svæfingahjúkrun er metin til 30 eininga og er 1700 klst. sem fer fram á svæfingadeildum Landspítala - háskólasjúkrahúss, í hermi (simulator) og í verklegum æfingum í vinnubúðum.

Í klínískri starfsþjálfun er notuð verknámsbók þar sem m.a. koma fram  námsmarkmið, hvaða kröfur nemar þurfa að uppfylla, upplýsingar um námsmat, gerð svæfingaáætlana, skráningu færnikorta og verknámsskráa.

Gerð er krafa um 100% ástundun í klínískri starfsþjálfun. Markmið starfsþjálfunar í svæfingahjúkrun er að þjálfa nemendur í að samþætta klíníska- og fræðilega þekkingu, veita þjálfun í klínískum vinnubrögðum og vinnuferlum og kynna sem flest svið svæfingahjúkunar.

Kennslumisseri: Kennsla mun fara fram samfara námi en skráning í námsskeiðið verður aðeins á síðasta misseri.

X

Svæfingahjúkrun III (HJÚ337F)

Í námskeiðinu, sem er framhald af Svæfingafræði og Svæfingahjúkrun II, verður fjallað um svæfingar og deyfingar mismunandi sjúklingahópa sem koma til skurðaðgerðar. Skoðað verður hvað einkennir viðkomandi sjúklingahópa og þau vandamál sem nemandi þarf hugsanlega að glíma við í gegnum aðgerðarferlið. Ennfremur verður fjallað um sjúklinga með sérhæfð vandamál og undirliggjandi sjúkdóma sem geta haft áhrif á umönnun þeirra.

Kennsluaðferð: Fyrirlestrar, umræðutímar og verkefni. 

X

Sérsvið svæfingahjúkrunar II (HJÚ446F)

Lögð er áhersla á sérsvið svæfingahjúkrunar með samþættingu klínískra viðfangsefna á svæfingadeildum við fræðilega þekkingu.

Nemendur nýta klínískar og fræðilegar aðferðir við gerð svæfingaáætlana, kynningu færnikorta og tilfellakynningar og beita gagnreyndri þekkingu og hagnýtingu gagnagrunna við úrlausn klínískra viðfangsefna.

Áhersla er lögð á að örva gagnrýna hugsun, frumkvæði og leikni nemandans til að takast á við þau fjölbreyttu viðfangsefni í hjúkrun sjúklinga í svæfingu/deyfingu/slævingu.

X

Klínísk starfsþjálfun í svæfingahjúkrun IV (HJÚ448F)

Klínísk starfsþjálfun í svæfingahjúkrun fer fram samhliða fræðilegu námi í svæfingahjúkrun og veitir þjálfun í klíniskum vinnubrögðum og vinnuferlum í svæfingahjúkrun. Klínísk starfsþjálfun í svæfingahjúkrun er metin til 30 eininga og er 1700 klst. sem fer fram á svæfingadeildum Landspítala - háskólasjúkrahúss, í hermi (simulator) og í verklegum æfingum í vinnubúðum.

Í klínískri starfsþjálfun er notuð verknámsbók þar sem m.a. koma fram  námsmarkmið, hvaða kröfur nemar þurfa að uppfylla, upplýsingar um námsmat, gerð svæfingaáætlana, skráningu færnikorta og verknámsskráa.

Gerð er krafa um 100% ástundun í klínískri starfsþjálfun. Markmið starfsþjálfunar í svæfingahjúkrun er að þjálfa nemendur í að samþætta klíníska- og fræðilega þekkingu, veita þjálfun í klínískum vinnubrögðum og vinnuferlum og kynna sem flest svið svæfingahjúkunar.

Kennslumisseri: Kennsla mun fara fram samfara námi en skráning í námsskeiðið verður aðeins á síðasta misseri.

X

Endurlífgun og svæfingar bráðveikra sjúklinga (HJÚ438F)

Námskeiðinu er ætlað að veita þekkingu og færni í svæfingahjúkrun sjúklinga með lífshótandi vandamál og endurlífgun fullorðinna og barna.

Námskeiðið felur í sér fyrirlestra, verkþjálfun, tilfellaþjálfun og herminám.

Námskeiðið byggir mjög á þekkingu sem nemandinn hefur öðlast í námskeiðunum Svæfingahjúkrun 1 og 2, Lyfjafræði svæfinga, Eðlis- og efnafræði svæfinga og Hjúkrun bráðveikra sem og í verknámi.

Meðal efnisþátta námskeiðsins er sérhæfð endurlífgun barna og fullorðinna sniðin að þörfum svæfingahjúkrunarfræðinga. Kerfisbundin nálgun bráðveikra (ABCDE nálgun). Fjallað er um úrlestur hjartalínurita og taktgreiningu. Hraðatakta, hægatakta og endurlífgun við sérhæfðar aðstæður sem upp geta komið í svæfingum. Svæfingahjúkrun í þrýstiklefa (hyperbaric chamber). Svæfingahjúkrun sjúklinga með bráð lífsógnandi veikindi, m.a. vegna:  bruna, fjöláverka, heila- og taugaáfalla, aðgerða í brjóstholi, kviðarholi, bæklunaraðgerða, æðaaðgerða, HNE aðgerða, í fæðingum og augnaðgerðum. Farið verður í sérhæfða loftvegameðferð, meðhöndlun hins erfiða loftvegar og flæðirit um erfiða loftvegi, in-line stabilization og bráða innleiðslu. Þjálfuð verður notkun bakbretta og hálskraga og kennd verður frumskoðun á vettvangi.

Á námskeiðinu mun reyna á þekkingu í meðferð við katastrófublæðingar og meðferð vasoaktívra lyfja. Þá verður þjálfuð teymisvinna við bráðaaðstæður. Fjallað verður um neyðarástand á skurðstofu vegna bruna og bilana í rafkerfi og súrefniskerfi.  Lögð verður til grundvallar kerfisbundin nálgun við lausn vandamála. Þá verður fjallað um mannlega þáttinn við neyðaraðstæður (CRM).

Námskeiðið er unnið í samvinnu við Bráðaskólann sem leggur fram kennslubúnað og hluta kennsluefnis endurgjaldslaust.

X

Svæfingahjúkrun IV (HJÚ443F)

Í námskeiðinu verður áhersla lögð á sérsvið svæfingahjúkrunar með hliðsjón af klínískum viðfangsefnum og hugmyndaramma alþjóðasamtaka svæfingahjúkrunarfræðinga (IFNA).

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafa samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14

Eirberg

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.