Skip to main content

Markaðsfræði

Markaðsfræði

Félagsvísindasvið

Markaðsfræði

MS gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í markaðsfræði er lögð áhersla á að byggja upp trausta fræðilega þekkingu á sviðinu og færni í að beita henni í raunverulegum aðstæðum.

Gert er ráð fyrir að nemendur öðlist góðan skilning og tileinki sér færni, bæði við rannsóknir og hagnýtingu á fræðunum á sviði markaðsfræði.

Skipulag náms

X

Lykilþættir markaðsfræðinnar (VIÐ0ALF)

Námskeiðið er ætlað þeim sem uppfylla ekki forkröfur í MS í markaðsfræði um að hafa lokið að minnsta kosti 12 ECTS einingum í markaðsfræði í grunnnámi. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist grundvallarþekkingu á markaðsfræði. Í því felst meðal annars að skilja kjarnahugtök markaðsfræðinnar, öðlast þekkingu á markaðshugsun og fá innsýn í hvað felst í faglegu markaðsstarfi.

Námskeiðið nýtist ekki til eininga í meistaranáminu.

X

Markaðsáherslur og árangur (VIÐ185F)

Áhersla er á markaðsfræði sem vísindagrein og hvernig nýta má þekkingu við að ná árangri í markaðsfærslu á vöru og/eða þjónustu sem og í starfsemi skipulagsheilda sem ekki hafa hagnað að megin markmiðið. Verkefni námskeiðsins miða að því að efla hagnýta þekkingu nemenda þar sem leitast verður við að tengja kenningar við markaðssetningu og ákvörðunartöku á fyrirtækja- og neytendamarkaði.

X

Neytendahegðun (VIÐ192F)

Skilningur á hegðun neytenda er grundvallarforsenda árangurs í markaðsstarfi. Þekking á neytendum; þörfum þeirra og löngunum, þekking á hvernig þeir hegða sér og af hverju þeir hegða sér eins og þeir gera, gerir stjórnendum kleift að þróa árangursríkar markaðsáætlanir. Slík þekking er um leið forsenda þess að þróa vörur og þjónustu, sem nær árangri á markaði, aðstoðar við að koma auga á ákjósanlega markhópa og er forsenda þess að hægt sé að þróa markaðssamskipti, sem eru viðeigandi og ná athygli markhópsins.
Námskeiðið byggir bæði á fyrirlestrum og verkefnum. Í fyrirlestrum verður áhersla lögð á grundvallarlíkön neytendahegðunar, en jafnframt verður farið yfir nýjustu þekkingu á sviðinu. Nemendur munu bæði vinna einstaklingsverkefni og hópverkefni til að öðlast betri þekkingu og skilning á hegðun neytenda.

X

Stafræn viðskipti og markaðssetning (VIÐ195F)

Stafræna umhverfið er að gjörbreyta möguleikum í markaðssamskiptum og hvernig viðskipti eru stunduð. Stafræna tæknin hefur opnað óteljandi möguleika í markaðssetningu, framkvæmd viðskipta hefur tekið gríðarlegum breytingum og umtalsverð nýsköpun og þróun viðskiptalíkana hefur átt sér stað.

Í námskeiðinu verður farið yfir þróun og áhrif stafrænnar tækni á markaðsaðgerðir og viðskiptahætti, hvernig unnt er að nýta stafrænu tæknina til stuðnings við aðra leiðir í markaðssetningu og með hvaða hætti hún kemur til með að móta framtíðar markaðsstefnu í alþjóðlegu umhverfi. Sérstök áhersla er lögð á ný tækifæri í beinni markaðssetningu og til að auka tryggð viðskiptavina. Ennfremur verður rætt um tækifæri sem stafræna tæknin býður uppá til að bæta vinnuferla sem og að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri.

Nemendur munu öðlast skilning á hlutverki og mikilvægi stafrænnar markaðssetningar í ólíkri starfsemi, svo sem einkareknum fyrirtækjum, opinberri starfsemi og sjálfboðaliðasamtökum. Í námskeiðinu verður jafnframt fjallað um samtímamálefni eins og öryggi, hönnun vefsíða, greiningu á árangri í netviðskiptum og breyttan lífsstíl neytenda.

Mikil áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda í námskeiðinu. Hér er ekki um tæknilegt námskeið að ræða, heldur er áhersla lögð á að nemendur öðlist innsýn í að velja heppilegustu stafrænu tæknina og miðla til að auka samkeppnishæfni.

X

Stjórnun þjónustu (VIÐ174F)

Með námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að afla og tileinka sér góða og hagnýta þekkingu á stjórnun þjónustu. Í námskeiðinu er farið yfir lykilatriði kenninga um stjórnun þjónustu, ekki síst varðandi hönnun og veitingu þjónustu. Mikil áhersla er á að vinna með dæmi í samhengi við hagnýt úrlausnarefni. Kennslan er umræðumiðuð með áherslu á vendikennslu og yfirferð raundæma. Árangur og ánægja nemenda veltur á undirbúningi fyrir tímana og virkni í umræðu sem tekur mið af lesefni, dæmisögum og raunverkefnum. Nemendur vinna bæði viðamikið hópverkefni og einstaklingsverkefni þar sem áhersla er lögð á bæði fræðilega og hagnýta nálgun í tengslum við atvinnulífið. Verkefnin eru kynnt í tíma á bæði vinnslustigi og lokastigi. Lögð er rík áhersla á virkni og þátttöku nemenda í námskeiðinu.

X

Vörumerkjastjórnun (VIÐ269F)

Vörumerkjastjórnun (e. branding) er einn af þeim þáttum markaðsfræða sem vex hvað hraðast. Fræðasviðið er ungt og lifandi og ekki eru allir endilega á eitt sáttir um  vænlegustu aðferðir til að byggja upp gott vörumerki. Í námskeiðinu verða kennd grundvallaratriði vörumerkjastjórnunar; einnig verða kynntar nýjustu áherslur á fræðasviðinu. Veitt verður innsýn í áhrif vörumerkja á daglegt líf neytenda sem og á rekstur fyrirtækja. Þá mun námskeiðið hvetja nemendur til að beita gagnrýninni hugsun um stefnur, tæki, og tól sem gagnast geta við að byggja upp vörumerki, viðhalda þeim og verja þau

X

Alþjóðamarkaðssetning (VIÐ271F)

Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum þekkingu og færni til að undirbúa og innleiða markaðssókn erlendis og gera þeim kleift að stunda faglegt markaðsstarf á erlendum mörkuðum.

Í gegnum námskeiðið fá nemendur góða innsýn inn í  þau tækifæri og þær áskoranir sem felast í markaðsstarfi fyrirtækja á alþjóðamörkuðum. Meðal annars verður fjallað um áhrif menningar og ýmissa þátta í ytra umhverfi. Farið verður yfir leiðir til að afla upplýsinga um neytendur og samkeppnisaðila á ólíkum mörkuðum. Nemendur fá góða þjálfun í að greina ólíka markaði, ákvarða markaðsstrategíu byggða á greininum og hanna taktík til að koma strategíu í framkvæmd.

X

Rannsóknir í markaðsfræði (VIÐ279F)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum hvernig nýta megi aðferðafræði markaðsrannsókna til að auka árangur skipulagsheilda og fást við krefjandi rannsóknarspurningar. Námskeiðinu er ennfremur ætlað að búa nemendur undir að vinna sjálfstæð rannsóknarverkefni.
Námskeiðið byggir á verkefnavinnu þar sem markmiðið er að nemendur öðlist færni í framkvæmd rannsókna. Nemendur hanna rannsókn og skrifa rannsóknaráætlun, skipuleggja og framkvæma gagnaöflun, greina gögnin, setja niðurstöður fram í rannsóknargrein og kynna svo rannsóknina og niðurstöður hennar á málþingi. Auk þess fá nemendur markvissa þjálfun í ýmsum greiningaraðferðum sem algengt er að notaðar séu í rannsóknum á sviði markaðsfræða. Unnið verður með hugbúnaðinn SPSS (eða PSPP) við úrvinnslu gagna. Nemendur fá jafnframt þjálfun í að meta með gagnrýnum hætti gæði rannsókna og þá aðferðafræði sem notuð er við hinar ýmsu rannsóknir.

X

Samhæfð markaðssamskipti (VIÐ270F)

Námskeiðið er byggt upp í kringum ferli samhæfðra markaðssamskipta með áherslu á greiningu, markmiðasetningu, áætlanagerð og mat á árangri. Byggt verður á kennsluformi sem ýtir undir virka þátttöku nemenda. Fyrirlestrar, umræður, og verkefnavinna. Jafnframt er gert ráð fyrir gestafyrirlesurum.

X

Stefnumiðuð markaðsfærsla (VIÐ189F)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum aðferðir til að öðlast samkeppnisforskot á markaði og viðhalda því. Námskeiðið er byggt upp í kringum ferli stefnumiðaðrar markaðsfærslu með áherslu á greiningu, áætlanagerð og innleiðingu.  Litið er á stefnumótunina frá sjónarhóli fyrirtækisins í heild en ekki út frá þröngu markaðslegu sjónarhorni.  Byggt verður á kennsluformi sem ýtir undir virka þátttöku nemenda.  Fyrirlestrar, umræður og verkefnavinna.

X

Eigindleg aðferðafræði (VIÐ184F)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirsýn yfir eigindlegar aðferðir, sem notaðar eru til að safna og greina gögn um einstaklinga og skipulagsheildir. Nemendur munu fá þjálfun í að skilgreininga vandamál og semja rannsóknarspurningu. Þá munu nemendur skipuleggja og framkvæma gagnasöfnun, úrvinnslu gagna og greina frá niðurstöðum skriflega. Nemendur munu kynnast veikum og sterkum hliðum  mismunandi aðferða innan eigindlegra rannsóknaraðferða, þannig að þeir geti valið þá aðferð, sem best hentar til að leysa tiltekið vandamál.

X

Fólk, form og ferlar (VIÐ1A8F)

Útgangspunktur námskeiðsins er Servuction líkanið en það fjallar um þá þætti, jafnt áþreifanlega sem óáþreifanlega, sem hafa áhrif á upplifun og reynslu viðskiptavina af veittri þjónustu. Óáþreifanlegir þættir eru þau kerfi, stefna og fyrirkomulag sem tengjast þjónustunni á meðan að áþreifanlegir þættir snúa að umgjörðinni, þjónustuvettvanginum og því fólki sem að framkvæmd þjónustunnar kemur.

X

Þjónustugæði og þjónustumat (VIÐ284M)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur hafi fræðilegar forsendur til að vinna með aðferðir þjónustumælinga hvort sem er út frá fræðilegu sjónarhorni eða hagnýtu. Nemendur vinna að framkvæmd þjónustumælinga í samráði við fyrirtæki eða stofnun og vinna skýrslu þar sem fram kemur rökstudd tillaga um með hvaða hætti á að forgangsraða úrbótaþáttum. Samhliða þessu verkefni vinna nemendur að fræðilegu yfirliti um eitthvert það viðfangsefni er tengist þjónustugæðum og þjónustumælingum.

X

MS ritgerð (MAV431L, MAV431L, MAV431L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.

Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.

Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MS ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.

Umsókn um lokun meistararitgerða.

X

MS ritgerð (MAV431L, MAV431L, MAV431L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.

Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.

Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MS ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.

Umsókn um lokun meistararitgerða.

X

MS ritgerð (MAV431L, MAV431L, MAV431L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.

Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.

Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MS ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.

Umsókn um lokun meistararitgerða.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Katla Hrund Karlsdóttir
Katla Hrund Karlsdóttir
MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum

Ég kláraði BS gráðu í sálfræði frá HÍ árið 2016. Mig langaði að nota þann grunn sem ég hafði í bland við markaðsfræði og fannst því tilvalið að taka meistaranám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Háskóli Íslands varð aftur fyrir valinu, vegna þess að einstaklingar í mínu nærumhverfi voru flestir í þeim skóla og ég hafði góða reynslu af honum. Mér fannst mikill kostur við námið að fá reglulegar heimsóknir frá stjórnendum fyrirtækja og fá innsýn í hvernig hægt væri að nýta fræðin í ólíku vinnuumhverfi. Í náminu fékk ég góðan fræðilegan grunn sem nýtist vel í starfi mínu sem viðskiptastjóri hjá auglýsingastofu. Starfið er mjög fjölbreytt en þar má helst nefna stefnumótun, markaðsráðgjöf og útfærslu á heildrænum, samhæfðum markaðsherferðum. Eftir námið er ég öruggari og betur í stakk búin til að takast á við fjölbreytt krefjandi verkefni, halda fyrirlestra og margt fleira.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram    Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.